06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

EM í Serbíu 2012<br />

LEIÐARI<br />

Spekingarnir sjö<br />

Hvernig skyldi íslenska landsliðinu vegna á EM í ár?<br />

Þetta er stór spurning <strong>og</strong> maður hefur orðið var við það að fólk er mikið að velta þessu fyrir<br />

sér. Um það má segja að í fyrsta lagi þá er Ísland í gríðarlega erfiðum riðli, þar sem Króatía<br />

<strong>og</strong> Slóvenía spila nánast á heimavelli. Og það er sko ekkert grín að lenda á móti þessum<br />

þjóðum á sjálfum Balkanskaganum, þar sem stuðningsmennirnir eru sjóðheitir <strong>og</strong> gengur<br />

á ýmsu. Það er einnig mikil hefð fyrir handbolta í þessum löndum fyrrum Júgóslavíu. Svo<br />

eru það Norðmennirnir sem við erum að lenda enn einu sinni á móti á stórmóti. Okkur<br />

hefur gengið vel með þá að undanförnu í mjög svo spennandi leikjum. En skyldi Ísland<br />

standast þá prófraun í ár? Ég lít svo á að höfuðmarkmiðið sé að komast upp úr riðlinum<br />

<strong>og</strong> vonandi með sem flest stig að sjálfsögðu. Ef okkur tekst það, þá bíður okkar enn meiri<br />

þolraun, því við komum örugglega til með að mæta gríðarsterkum þjóðum, eins <strong>og</strong> t.d. Frökkum <strong>og</strong> Spánverjum. Ef dæma má af<br />

viðtölunum við strákana á undirbúningstímanum, þá vantar ekki eldmóðinn, hugarfarið <strong>og</strong> viljann til þess að ná sem allra lengst í<br />

þessari keppni. Strákarnir töluðu um það að mótherjarnir skiptu ekki meginmáli, heldur miklu frekar það að íslenska liðið væri rétt<br />

innstillt <strong>og</strong> hefði trúna á það að geta sigrað hvaða lið sem er. Þetta er svo sannarlega það hugarfar sem þarf að vera til staðar ef<br />

árangur á að nást. Í öðru lagi þá verður Ólafur Stefánsson ekki með <strong>og</strong> er mikill missir af honum. En á móti kemur að aðrir í liðinu<br />

gætu stigið fram <strong>og</strong> tekið á sig meiri ábyrgð. Nú verða þeir að framkvæma hlutina <strong>og</strong> fylla það skarð sem Ólafur skilur eftir. Það<br />

verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Það má með sanni segja að þetta mót sé mikil prófraun fyrir íslenska liðið. Þetta er<br />

frábær hópur <strong>og</strong> í honum eru einstaklingar sem eru heimsklassa leikmenn. Að mínu mati er Ísland á meðal 10 bestu handboltaþjóða<br />

heims. Fyrsta verkefni íslenska liðsins verður að takast á við þá prófraun að komast upp úr riðlinum. Eins <strong>og</strong> gerist <strong>og</strong> gengur,<br />

þá er endalaust hægt að velta því fyrir sér hvernig íslenska liðinu muni ganga í riðlinum, hvaða möguleika það eigi ef það kemst<br />

í milliriðlana o.s.frv. Það er þó sem fyrr að svörin fást ekki fyrr en að leikslokum. Lið Íslands hefur þó alla burði til þess að ná langt<br />

á þessu móti <strong>og</strong> það er vonandi að það gangi eftir. Á EM eru ekkert nema góð lið <strong>og</strong> það er ekki svo mikill munur á getu liðanna,<br />

þannig að þetta getur farið á hvaða veg sem er. Eins <strong>og</strong> sagt er: Stöngin inn eða stöngin út!<br />

Við skulum senda strákunum baráttukveðjur: Koma svo strákar! Þið getið þetta <strong>og</strong> ekkert nema sigur í þessum leik! Og öll þjóðin<br />

sameinast sem ein heild <strong>og</strong> segir: ÁFRAM ÍSLAND!<br />

Eiríkur Einarsson, ritstjóri<br />

Útgefandi: Hugmyndahúsið ehf.<br />

Ritstjóri: Eiríkur Einarsson<br />

Umbrot: Ingólfur Júlíusson<br />

auglysingastofa@gmail.com<br />

Prentun: <strong>Land</strong>sprent<br />

Próförk: Jóhann Frímann<br />

Dreifing: Pósthúsið, Olís <strong>og</strong> víðar<br />

Sími: 699 7764<br />

Auglýsingar: eikie@mi.is<br />

Forsíða:<br />

Forsíðumyndina tók Ingólfur Júlíusson<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson<br />

Valdimar<br />

Grímsson<br />

Ingi Þór Guðmundsson<br />

Guðríður<br />

Guðjónsdóttir<br />

Eins <strong>og</strong> ávallt í handbókinni okkar þá fáum við til liðs við<br />

okkur vel valinn hóp mikilla spekinga sem þátt í öllu fjörinu<br />

<strong>og</strong> stemningunni. Þeir munu spá í leiki Íslands í riðlakeppninni,<br />

spá í hvern riðil fyrir sig <strong>og</strong> svo í framvindu<br />

mála, þ.e. hvernig milliriðlarnir spilast, hvaða þjóðir komast<br />

í undanúrslit, hverjir spila úrslitaleikinn o.s.frv. Köllum<br />

við þá spekingana sjö. Þetta eru þeir L<strong>og</strong>i Geirsson, Páll<br />

Ólafsson, Sigurður Sveinsson <strong>og</strong> Valdimar Grímsson, allt<br />

fyrrverandi landsliðsmenn sem þekkja það mæta vel út á<br />

hvað svona stórmót eins EM gengur. Auk þeirra eru fulltrúar<br />

tveggja fyrirtækja sem eru í samstarfi við HSÍ <strong>og</strong> miklir<br />

handboltaunnendur. Þetta eru þeir Ásbjörn Sveinbjörnsson<br />

frá Prentsmiðjunni Odda <strong>og</strong> Ingi Þór Guðmundsson<br />

frá Flugfélagi Íslands, fyrrum handboltajaxl úr Fram. Svo<br />

er það sjálf handboltadrottningin Guðríður Guðjónsdóttir<br />

sem hefur gert garð sinn frægan, bæði með landsliðinu<br />

<strong>og</strong> Fram. Það verður gaman að bera saman spár þessara<br />

spekinga <strong>og</strong> sjá hver af þeim er nú mesti spekingurinn.<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson<br />

Sigurður<br />

Sveinsson<br />

Páll Ólafsson<br />

ÞAÐ KOMAST ALLIR<br />

MEÐ STRÁKUNUM OKKAR<br />

Á EM Í SERBÍU<br />

Spekikóngur HM 2011<br />

Ef við berum það saman hvernig spekingarnir<br />

stóðu sig í handbókinni í fyrra, um HM 2011 í<br />

Svíþjóð, þá var þetta gríðarlega jafnt hjá þeim<br />

varðandi spár um úrslit leikja Íslands <strong>og</strong> hvaða<br />

lið kæmust áfram úr riðlunum. Stigin voru þannig<br />

gefin að eitt stig fékkst fyrir að segja rétt til<br />

um það hvernig þeir leikir færu sem Ísland spilaði<br />

<strong>og</strong> svo var gefið aukastig ef menn spáðu<br />

hárrétt til um markatölu. Ísland spilaði fimm<br />

leiki í riðlakeppninni <strong>og</strong> fengu allir fimm stig<br />

fyrir spárnar þar, nema Siggi Gunn. sem fékk<br />

fjögur stig. Auk þess fékk Valdimar Grímsson<br />

eitt aukastig fyrir að hafa markatöluna rétta í<br />

einum leik.<br />

Í spá spekinganna, um það hvaða lið kæmust upp úr hverjum<br />

riðli, var mest hægt að fá 12 stig, þar sem það voru<br />

þrjú lið úr hverjum riðli sem komust áfram <strong>og</strong> riðlarnir voru<br />

fjórir. Enn var jafnræði með spekingunum en enginn náði<br />

fullu húsi. Úrslitin voru eftirfarandi:<br />

Leikir Íslands Riðlaspá Samtals<br />

Ingi Þór Guðmundsson 5 11 = 16 stig<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson 5 10 = 15 stig<br />

Guðríður Guðjónsdóttir 5 10 = 15 stig<br />

Hemmi Gunn. 5 10 = 15 stig<br />

Sigurður Gunnarsson 4 11 = 15 stig<br />

Valdimar Grímsson 5 + 1 9 = 14 + 1 stig<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson 5 9 = 14 stig<br />

Ingi Þór Guðmundsson reyndist því Spekikóngurinn 2011.<br />

Til hamingju með það!<br />

Ef við lítum á það hvernig spekingarnir spáðu fyrir um<br />

framvindu mála, en það var svona aukakeppni, var gefið<br />

eitt stig fyrir rétta spá um það í hvaða sæti hver þjóð myndi<br />

lenda. Þar var mest hægt að fá 12 stig, því spáð var fyrir um<br />

röð tólf efstu liðanna.<br />

Það voru fjórir spekingar af sjö sem spáðu fyrir um röðina<br />

1-12. Þar gekk nú á ýmsu <strong>og</strong> var ekki mikið skorað hjá spekingunum.<br />

Þeir spekinganna sem spáðu um röðina voru<br />

Ingi, sem fékk þrjú stig, Guðríður tvö stig, L<strong>og</strong>i einnig tvö<br />

stig <strong>og</strong> svo Ásbjörn sem fékk eitt stig. Valdimar, Sigurður <strong>og</strong><br />

Hemmi Gunn. tóku ekki sætaröðina sérstaklega fyrir.<br />

Nú þegar EM 2012 byrjar hefst önnur keppni með sama<br />

sniði á milli spekinganna <strong>og</strong> það verður gaman að sjá<br />

hverjir hafa mestu innsýnina <strong>og</strong> spá rétt. Skyldi Ingi Þór<br />

verja titilinn eða verður nýr spekikóngur krýndur eftir mótið?<br />

Við fylgjumst spennt með því!<br />

Spurning mótsins<br />

Hvernig mun íslANDI<br />

ganga á EM?<br />

Hakon Gunnarsson: Ég<br />

er þokkalega bjartsýnn<br />

á gengi íslenska liðsins.<br />

Þetta er mót mikilla tíðinda<br />

- enginn Ólafur Stefánsson<br />

<strong>og</strong> því reynir mikið<br />

á þjálfarann að leysa<br />

slíkt. En ég fæ ekki séð<br />

hverjir stöðva Frakkana,<br />

Karabatic er betri sem<br />

aldrei fyrr. Vonast eftir<br />

góðu móti <strong>og</strong> skemmtilegum<br />

leikjum.<br />

Hjálmar A Jónsson<br />

Ég hef fulla trú á strákunum<br />

<strong>og</strong> vona að þeir nái<br />

öllum þeim stigum sem að<br />

þeir verðskulda.<br />

Það gera þeir ef að þeir ná<br />

alltaf að gera sitt besta.<br />

Haraldur Ingi Hraldsson:<br />

Sagan sýnir að hóflegar<br />

væntingar eru afarsælastar.<br />

Ég held við séum niðri<br />

á jörðinni hvað það varðar<br />

sem veit á gott. Lykilatriðið<br />

er að menn nái að spila<br />

saman í vörninni. Sem einn<br />

maður. En ég er farinn að<br />

hlakka til að sjá knöttinn<br />

syngja í netinu – hjá mótherjunum!<br />

EM Í HANDBOLTA<br />

15.- 29. JANÚAR<br />

ÁFRAM ÍSLAND!<br />

Annað <strong>og</strong> meira

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!