06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

14<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Góð markvarsla skiptir mjög miklu máli<br />

EM viðtal við Björgvin Pál Gústavsson<br />

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður<br />

íslenska liðsins, hefur heldur betur<br />

tekið stórum framförum síðustu árin,<br />

bæði með landsliðinu <strong>og</strong> í atvinnumennskunni.<br />

Það er svo komið að menn eru farnir að telja<br />

hann á meðal bestu markvarða í handboltaheiminum<br />

í dag. Það er mikil lyftistöng fyrir<br />

árangur Íslands á stórmótum, en lið verður að<br />

hafa á að skipa heimsklassa markverði ef það<br />

ætlar sér stóra hluti á stórmótum eins <strong>og</strong> EM,<br />

þar sem allir bestu handboltamenn heims<br />

eru samankomnir. Björgvin er orðinn góður af<br />

meiðslunum sem voru að hrjá hann í haust <strong>og</strong><br />

mætir fílefldur til leiks í Serbíu. Enda þykir honum<br />

fátt skemmtilegra en að spila með íslenska<br />

liðinu á stórmóti með tilheyrandi stemningu í<br />

kringum það.<br />

-Það er alltaf sama góða stemningin Björgvin?<br />

„Já, það er alltaf svoleiðis þegar maður hittir<br />

strákana <strong>og</strong> hópinn. Það er mikil uppörvun <strong>og</strong><br />

hvatning þegar landsliðið kemur saman <strong>og</strong><br />

síður en svo að við lítum á þetta sem eitthvert<br />

hörkupúl <strong>og</strong> erfiði. Þótt þetta taki á <strong>og</strong> menn<br />

verði að hafa sig allan við, þá er það bara svo<br />

mikið sem leysist úr læðingi þegar landsliðið<br />

kemur saman <strong>og</strong> fer á stórmót. Það er eins <strong>og</strong><br />

Óli Stefáns orðaði það svo skemmtilega hér<br />

um árið, að það að fara í undirbúning <strong>og</strong> á<br />

stórmót með landsliðinu væri eins <strong>og</strong> að vera<br />

á skemmtilegu leikjanámskeiði. Þetta er svo<br />

frískandi <strong>og</strong> skemmtilegt að maður gleymir<br />

öllu erfiðinu í kringum þetta. Svo er það alltaf<br />

góð tilfinning að koma á klakann, færir manni<br />

mikla hugarró <strong>og</strong> maður verður afslappaðri<br />

fyrir vikið,“ segir Björgvin Páll.<br />

-Hefur það svo ekki alltaf sitt að segja að<br />

finna meðbyrinn frá íslensku þjóðinni þegar<br />

þið komist að segja má í bein tengsl við<br />

hana?<br />

„Jú, maður finnur alltaf fyrir meðbyrnum.<br />

Stuðningur þjóðarinnar er alveg ómetanlegur<br />

<strong>og</strong> það er svo gaman ef við getum glatt land<br />

<strong>og</strong> þjóð. Við skynjum líka svo sterkt alla eftirvæntinguna.<br />

Það er eitthvað mikið að fara að<br />

gerast: Íslenska landsliðið er að fara að spila á<br />

stórmóti í handbolta. Við vitum að fólkið hér<br />

heima er að fylgjast með okkur <strong>og</strong> tökum þá<br />

strauma með okkur. Áhugi <strong>og</strong> stuðningur Íslendinga<br />

er alveg einstakur. Þegar maður er að<br />

segja frá þessu úti, að allt að 90% Íslendinga<br />

séu að horfa á okkur spila, þá er okkur varla<br />

trúað. Það er gert létt grín að okkur eins <strong>og</strong> við<br />

séum að ýkja <strong>og</strong> segja einhverjar furðufréttir,<br />

en þetta er staðreynd <strong>og</strong> við vitum svo sannarlega<br />

af því,“ segir Björgvin.<br />

EM 2012 í Serbíu er fjórða stórmót Björgvins<br />

Páls. Hann byrjaði með liðinu sem sótti silfur<br />

á Ólympíuleikana í Peking árið 2008, fór svo<br />

<strong>og</strong> sótti bronsið á EM í Austurríki 2010 <strong>og</strong><br />

var svo með á HM í fyrra þegar Ísland náði<br />

6. sætinu.<br />

„Þegar við berum þessi mót saman, þá er undirbúningurinn<br />

<strong>og</strong> allt atferlið á mótunum með<br />

mjög líku sniði. Við erum hópur sem er búinn<br />

að vera saman mjög lengi <strong>og</strong> við gjörþekkjum<br />

hver annan. Auðvitað breytum við alltaf einhverju<br />

á milli móta <strong>og</strong> erum með nýjar áherslur<br />

<strong>og</strong> ný kerfi sem við tökum inn í heildarmyndina.<br />

Við byggjum þó alltaf á sama grunni <strong>og</strong><br />

bætum í <strong>og</strong> fínpússum það sem þarf. Þannig<br />

göngum við alltaf að því vísu hvað á að fara að<br />

gera, þróum það jafnt <strong>og</strong> þétt <strong>og</strong> getum nýtt<br />

okkur það á komandi árum <strong>og</strong> stórmótum.“<br />

-Ertu ekki orðinn heill af meiðslunum í öxlinni?<br />

„Jú, ég er orðinn heill af axlarmeiðslunum. Það<br />

er kannski að bakið sé eitthvað að stríða mér<br />

öðru hverju, en maður hugsar ekkert um það<br />

þegar út í leikina er komið. Þetta er líka svo lítið<br />

að það er ekkert til þess að tala um,“ segir<br />

Björgvin kokhraustur <strong>og</strong> vill ekki hlusta á neitt<br />

væl.<br />

Það vantar ekki eldmóðinn í Björgvin Pál,<br />

sem endurspeglar hugarfar <strong>og</strong> markmið<br />

landsliðsins, þegar talið berst að EM í Serbíu<br />

<strong>og</strong> liðunum sem Ísland kemur til með að<br />

mæta þar. Þar er eingöngu hugsað um það<br />

að fara út í hvern leik til þess að sigra hann<br />

<strong>og</strong> þá skiptir engu máli hver andstæðingurinn<br />

er.<br />

„Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa keppni, enda<br />

þýðir ekkert annað. Maður finnur alveg kraftinn,<br />

trúna <strong>og</strong> getuna í hópnum. Svo er bara að<br />

mæta í leikina með því hugarfari að sigra <strong>og</strong><br />

ekkert annað. Það kemur svo bara í ljós eftir<br />

á hvernig til hefur tekist hverju sinni. Við vitum<br />

alveg hvað við þurfum að gera til þess að<br />

undirbúa okkur sem best <strong>og</strong> höfum notað tímann<br />

vel fram að móti til þess að fínstilla allt það<br />

sem þarf. Það er of seint að fara að vinna í því<br />

þegar á hólminn er komið. Ég hef mjög góða<br />

tilfinningu fyrir þessu móti <strong>og</strong> að við mætum<br />

rétt stemmdir <strong>og</strong> með hlutina á hreinu,“ segir<br />

Björgvin.<br />

„Við eigum mjög erfiðan fyrsta leik á móti Króötum<br />

<strong>og</strong> það er mjög mikilvægt að ná hagstæðum<br />

úrslitum gegn þeim. Við hugsum um<br />

hvern leik fyrir sig <strong>og</strong> einbeitum okkur að honum.<br />

Við erum með reynslumikið lið <strong>og</strong> vitum<br />

að svona stórmót er langhlaup. Hvernig sem<br />

úrslitin verða gegn Króatíu, góð eða slæm, þá<br />

höldum við okkur við efnið <strong>og</strong> förum strax að<br />

undirbúa okkur fyrir næsta leik sem verður<br />

gegn Noregi. Við látum það ekkert slá okkur út<br />

af laginu þó við töpum fyrir Króatíu <strong>og</strong> gætum<br />

þess að halda okkur á jörðinni ef við sigrum.<br />

EM 2010 byrjaði ekki vel hjá okkur þegar við<br />

misstum tvo næstum unna leiki niður í jafntefli.<br />

Það var gegn Serbíu <strong>og</strong> Austurríki. Við létum<br />

það ekkert á okkur fá, heldur héldum ótrauðir<br />

áfram <strong>og</strong> niðurstaðan varð sú að við unnum<br />

bronsið. Leikurinn gegn Króatíu verður ákveðinn<br />

lykilleikur í riðlinum <strong>og</strong> ef við náum tveim<br />

stigum þar, þá stöndum við nokkuð vel að vígi<br />

fyrir framhaldið, ef Króatía kemst áfram í milliriðilinn<br />

sem flestir telja líklegt. Annars er riðillinn<br />

mjög jafn <strong>og</strong> það getur allt gerst í honum<br />

<strong>og</strong> allir unnið alla. Allir leikirnir í riðlinum eru<br />

úrslitaleikir, þar sem barist er til síðasta blóðdropa<br />

<strong>og</strong> hvert einasta stig skiptir mjög miklu<br />

máli. Það er mjög mikilvægt að komast áfram<br />

upp úr riðlinum, helst með fjögur stig í milliriðilinn<br />

<strong>og</strong> ekki minna en tvö, því þar verða mjög<br />

erfiðir mótherjar, eins <strong>og</strong> Frakkland <strong>og</strong> Spánn,“<br />

segir Björgvin Páll <strong>og</strong> ætlar sér ekkert annað en<br />

að gera góða hluti í marki Íslands á EM í Serbíu,<br />

því hann veit að góð markvarsla er lykilatriði<br />

til þess að ná góðum árangri á slíku stórmóti<br />

sem EM er.<br />

ENNEMM / SÍA / NM49712<br />

Hvernig fara leikirnir?<br />

Ísland - Noregur<br />

> Saman náum við árangri<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Enn einn hörkuleikurinn, þarna verður allt í járnum en ég hallast<br />

að strákarnir okkar taki þetta í lokin <strong>og</strong> landi þægilegum sigri. 28:25 fyrir Ísland.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Það hafa verið gríðarlega jafnir leikir á milli þessara liða undanfarin<br />

ár en nú virðist sem að Strandamaðurinn sé úr leik, Kjelling er sennilega meiddur <strong>og</strong><br />

Steinar Ege hvílir, því spái ég okkur góðum sigri 33 - 26.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Þessar þjóðir hafa keppt innbyrðis ansi oft á undanförnum<br />

árum. Reikna með íslenskum sigri, 32 - 28.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Þessi leikur fer 31-28 fyrir Ísland. Norðmenn eru án einhverra lykilmanna<br />

<strong>og</strong> ég held að þetta verði leikurinn sem verði auðveldastur í riðlinum.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Hef einhvern veginn aldrei haft trú á Norðmönnum í karlahandbolta <strong>og</strong><br />

það hefur ekkert breyst. Því mætum við sprækir eftir hvíldardag <strong>og</strong> tökum Norðmennina<br />

kannski ekki í nefið, en vinnum þá <strong>og</strong> það er það sem skiptir máli. Þetta verður svona<br />

leikur sem við leiðum allan leikinn, en náum einhvern veginn ekki að slíta þá frá okkur<br />

almennilega. En samt nokkuð þægilegur sigur.<br />

Siggi Sveins: Héðinn gamli, þjálfari Norðmanna hefur nú ekki verið að ríða feitu hrossi<br />

með liðið að undanförnu. Eins <strong>og</strong> við vitum í gegnum aldirnar, þá eru frændur okkar mun<br />

sterkari í skíðagöngunni en samt hafa þeir oftar en ekki náð að hanga í okkur. Í þessum<br />

leik eiga þeir ekki möguleika. Þrátt fyrir að vera með ágætis lið, þá hafa þeir ekki nógu gott<br />

hjarta til að klára okkur.<br />

Valdimar Grímsson: Við eigum eftir að lenda í vandræðum hér <strong>og</strong> töpum með tveim<br />

mörkum, 31 - 29.<br />

Við þekkjum þetta. Við vitum hvað metnaður <strong>og</strong> atorka skipta miklu máli.<br />

En við vitum líka að samvinnan er lykillinn að framúrskarandi árangri.<br />

Samskip styðja með stolti við bakið á strákunum okkar.<br />

www.samskip.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!