06.06.2015 Views

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

í Serbíu Handbók - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Frítt<br />

Handbók<br />

EM í Serbíu<br />

2012


EM í Serbíu 2012<br />

LEIÐARI<br />

Spekingarnir sjö<br />

Hvernig skyldi íslenska landsliðinu vegna á EM í ár?<br />

Þetta er stór spurning <strong>og</strong> maður hefur orðið var við það að fólk er mikið að velta þessu fyrir<br />

sér. Um það má segja að í fyrsta lagi þá er Ísland í gríðarlega erfiðum riðli, þar sem Króatía<br />

<strong>og</strong> Slóvenía spila nánast á heimavelli. Og það er sko ekkert grín að lenda á móti þessum<br />

þjóðum á sjálfum Balkanskaganum, þar sem stuðningsmennirnir eru sjóðheitir <strong>og</strong> gengur<br />

á ýmsu. Það er einnig mikil hefð fyrir handbolta í þessum löndum fyrrum Júgóslavíu. Svo<br />

eru það Norðmennirnir sem við erum að lenda enn einu sinni á móti á stórmóti. Okkur<br />

hefur gengið vel með þá að undanförnu í mjög svo spennandi leikjum. En skyldi Ísland<br />

standast þá prófraun í ár? Ég lít svo á að höfuðmarkmiðið sé að komast upp úr riðlinum<br />

<strong>og</strong> vonandi með sem flest stig að sjálfsögðu. Ef okkur tekst það, þá bíður okkar enn meiri<br />

þolraun, því við komum örugglega til með að mæta gríðarsterkum þjóðum, eins <strong>og</strong> t.d. Frökkum <strong>og</strong> Spánverjum. Ef dæma má af<br />

viðtölunum við strákana á undirbúningstímanum, þá vantar ekki eldmóðinn, hugarfarið <strong>og</strong> viljann til þess að ná sem allra lengst í<br />

þessari keppni. Strákarnir töluðu um það að mótherjarnir skiptu ekki meginmáli, heldur miklu frekar það að íslenska liðið væri rétt<br />

innstillt <strong>og</strong> hefði trúna á það að geta sigrað hvaða lið sem er. Þetta er svo sannarlega það hugarfar sem þarf að vera til staðar ef<br />

árangur á að nást. Í öðru lagi þá verður Ólafur Stefánsson ekki með <strong>og</strong> er mikill missir af honum. En á móti kemur að aðrir í liðinu<br />

gætu stigið fram <strong>og</strong> tekið á sig meiri ábyrgð. Nú verða þeir að framkvæma hlutina <strong>og</strong> fylla það skarð sem Ólafur skilur eftir. Það<br />

verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Það má með sanni segja að þetta mót sé mikil prófraun fyrir íslenska liðið. Þetta er<br />

frábær hópur <strong>og</strong> í honum eru einstaklingar sem eru heimsklassa leikmenn. Að mínu mati er Ísland á meðal 10 bestu handboltaþjóða<br />

heims. Fyrsta verkefni íslenska liðsins verður að takast á við þá prófraun að komast upp úr riðlinum. Eins <strong>og</strong> gerist <strong>og</strong> gengur,<br />

þá er endalaust hægt að velta því fyrir sér hvernig íslenska liðinu muni ganga í riðlinum, hvaða möguleika það eigi ef það kemst<br />

í milliriðlana o.s.frv. Það er þó sem fyrr að svörin fást ekki fyrr en að leikslokum. Lið Íslands hefur þó alla burði til þess að ná langt<br />

á þessu móti <strong>og</strong> það er vonandi að það gangi eftir. Á EM eru ekkert nema góð lið <strong>og</strong> það er ekki svo mikill munur á getu liðanna,<br />

þannig að þetta getur farið á hvaða veg sem er. Eins <strong>og</strong> sagt er: Stöngin inn eða stöngin út!<br />

Við skulum senda strákunum baráttukveðjur: Koma svo strákar! Þið getið þetta <strong>og</strong> ekkert nema sigur í þessum leik! Og öll þjóðin<br />

sameinast sem ein heild <strong>og</strong> segir: ÁFRAM ÍSLAND!<br />

Eiríkur Einarsson, ritstjóri<br />

Útgefandi: Hugmyndahúsið ehf.<br />

Ritstjóri: Eiríkur Einarsson<br />

Umbrot: Ingólfur Júlíusson<br />

auglysingastofa@gmail.com<br />

Prentun: <strong>Land</strong>sprent<br />

Próförk: Jóhann Frímann<br />

Dreifing: Pósthúsið, Olís <strong>og</strong> víðar<br />

Sími: 699 7764<br />

Auglýsingar: eikie@mi.is<br />

Forsíða:<br />

Forsíðumyndina tók Ingólfur Júlíusson<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson<br />

Valdimar<br />

Grímsson<br />

Ingi Þór Guðmundsson<br />

Guðríður<br />

Guðjónsdóttir<br />

Eins <strong>og</strong> ávallt í handbókinni okkar þá fáum við til liðs við<br />

okkur vel valinn hóp mikilla spekinga sem þátt í öllu fjörinu<br />

<strong>og</strong> stemningunni. Þeir munu spá í leiki Íslands í riðlakeppninni,<br />

spá í hvern riðil fyrir sig <strong>og</strong> svo í framvindu<br />

mála, þ.e. hvernig milliriðlarnir spilast, hvaða þjóðir komast<br />

í undanúrslit, hverjir spila úrslitaleikinn o.s.frv. Köllum<br />

við þá spekingana sjö. Þetta eru þeir L<strong>og</strong>i Geirsson, Páll<br />

Ólafsson, Sigurður Sveinsson <strong>og</strong> Valdimar Grímsson, allt<br />

fyrrverandi landsliðsmenn sem þekkja það mæta vel út á<br />

hvað svona stórmót eins EM gengur. Auk þeirra eru fulltrúar<br />

tveggja fyrirtækja sem eru í samstarfi við HSÍ <strong>og</strong> miklir<br />

handboltaunnendur. Þetta eru þeir Ásbjörn Sveinbjörnsson<br />

frá Prentsmiðjunni Odda <strong>og</strong> Ingi Þór Guðmundsson<br />

frá Flugfélagi Íslands, fyrrum handboltajaxl úr Fram. Svo<br />

er það sjálf handboltadrottningin Guðríður Guðjónsdóttir<br />

sem hefur gert garð sinn frægan, bæði með landsliðinu<br />

<strong>og</strong> Fram. Það verður gaman að bera saman spár þessara<br />

spekinga <strong>og</strong> sjá hver af þeim er nú mesti spekingurinn.<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson<br />

Sigurður<br />

Sveinsson<br />

Páll Ólafsson<br />

ÞAÐ KOMAST ALLIR<br />

MEÐ STRÁKUNUM OKKAR<br />

Á EM Í SERBÍU<br />

Spekikóngur HM 2011<br />

Ef við berum það saman hvernig spekingarnir<br />

stóðu sig í handbókinni í fyrra, um HM 2011 í<br />

Svíþjóð, þá var þetta gríðarlega jafnt hjá þeim<br />

varðandi spár um úrslit leikja Íslands <strong>og</strong> hvaða<br />

lið kæmust áfram úr riðlunum. Stigin voru þannig<br />

gefin að eitt stig fékkst fyrir að segja rétt til<br />

um það hvernig þeir leikir færu sem Ísland spilaði<br />

<strong>og</strong> svo var gefið aukastig ef menn spáðu<br />

hárrétt til um markatölu. Ísland spilaði fimm<br />

leiki í riðlakeppninni <strong>og</strong> fengu allir fimm stig<br />

fyrir spárnar þar, nema Siggi Gunn. sem fékk<br />

fjögur stig. Auk þess fékk Valdimar Grímsson<br />

eitt aukastig fyrir að hafa markatöluna rétta í<br />

einum leik.<br />

Í spá spekinganna, um það hvaða lið kæmust upp úr hverjum<br />

riðli, var mest hægt að fá 12 stig, þar sem það voru<br />

þrjú lið úr hverjum riðli sem komust áfram <strong>og</strong> riðlarnir voru<br />

fjórir. Enn var jafnræði með spekingunum en enginn náði<br />

fullu húsi. Úrslitin voru eftirfarandi:<br />

Leikir Íslands Riðlaspá Samtals<br />

Ingi Þór Guðmundsson 5 11 = 16 stig<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson 5 10 = 15 stig<br />

Guðríður Guðjónsdóttir 5 10 = 15 stig<br />

Hemmi Gunn. 5 10 = 15 stig<br />

Sigurður Gunnarsson 4 11 = 15 stig<br />

Valdimar Grímsson 5 + 1 9 = 14 + 1 stig<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson 5 9 = 14 stig<br />

Ingi Þór Guðmundsson reyndist því Spekikóngurinn 2011.<br />

Til hamingju með það!<br />

Ef við lítum á það hvernig spekingarnir spáðu fyrir um<br />

framvindu mála, en það var svona aukakeppni, var gefið<br />

eitt stig fyrir rétta spá um það í hvaða sæti hver þjóð myndi<br />

lenda. Þar var mest hægt að fá 12 stig, því spáð var fyrir um<br />

röð tólf efstu liðanna.<br />

Það voru fjórir spekingar af sjö sem spáðu fyrir um röðina<br />

1-12. Þar gekk nú á ýmsu <strong>og</strong> var ekki mikið skorað hjá spekingunum.<br />

Þeir spekinganna sem spáðu um röðina voru<br />

Ingi, sem fékk þrjú stig, Guðríður tvö stig, L<strong>og</strong>i einnig tvö<br />

stig <strong>og</strong> svo Ásbjörn sem fékk eitt stig. Valdimar, Sigurður <strong>og</strong><br />

Hemmi Gunn. tóku ekki sætaröðina sérstaklega fyrir.<br />

Nú þegar EM 2012 byrjar hefst önnur keppni með sama<br />

sniði á milli spekinganna <strong>og</strong> það verður gaman að sjá<br />

hverjir hafa mestu innsýnina <strong>og</strong> spá rétt. Skyldi Ingi Þór<br />

verja titilinn eða verður nýr spekikóngur krýndur eftir mótið?<br />

Við fylgjumst spennt með því!<br />

Spurning mótsins<br />

Hvernig mun íslANDI<br />

ganga á EM?<br />

Hakon Gunnarsson: Ég<br />

er þokkalega bjartsýnn<br />

á gengi íslenska liðsins.<br />

Þetta er mót mikilla tíðinda<br />

- enginn Ólafur Stefánsson<br />

<strong>og</strong> því reynir mikið<br />

á þjálfarann að leysa<br />

slíkt. En ég fæ ekki séð<br />

hverjir stöðva Frakkana,<br />

Karabatic er betri sem<br />

aldrei fyrr. Vonast eftir<br />

góðu móti <strong>og</strong> skemmtilegum<br />

leikjum.<br />

Hjálmar A Jónsson<br />

Ég hef fulla trú á strákunum<br />

<strong>og</strong> vona að þeir nái<br />

öllum þeim stigum sem að<br />

þeir verðskulda.<br />

Það gera þeir ef að þeir ná<br />

alltaf að gera sitt besta.<br />

Haraldur Ingi Hraldsson:<br />

Sagan sýnir að hóflegar<br />

væntingar eru afarsælastar.<br />

Ég held við séum niðri<br />

á jörðinni hvað það varðar<br />

sem veit á gott. Lykilatriðið<br />

er að menn nái að spila<br />

saman í vörninni. Sem einn<br />

maður. En ég er farinn að<br />

hlakka til að sjá knöttinn<br />

syngja í netinu – hjá mótherjunum!<br />

EM Í HANDBOLTA<br />

15.- 29. JANÚAR<br />

ÁFRAM ÍSLAND!<br />

Annað <strong>og</strong> meira


EM í Serbíu 2012<br />

Einblínum fyrst á það að komast upp úr riðlinum<br />

EM viðtal við Guðmund Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfara<br />

UmhverfisvottUð<br />

prentsmiðja<br />

Íslenska landsliðið hefur spilað í úrslitakeppni<br />

EM fimm sinnum í röð <strong>og</strong> er að fara<br />

á sitt sjötta EM-mót. Árangurinn hefur verið<br />

misjafn, allt frá því að komast í undanúrslitaleikinn<br />

<strong>og</strong> ná 3. sæti, niður í 13. sæti. Eftir<br />

þann frábæra árangur sem náðist á síðustu<br />

Ólympíuleikum, EM <strong>og</strong> HM, eru menn mjög<br />

spenntir að sjá hvernig íslenska liðið spjarar<br />

sig. Það er engum blöðum um það að fletta<br />

að við eigum frábært lið sem getur náð<br />

góðum árangri <strong>og</strong> má telja það eitt af bestu<br />

liðum Evrópu. En væntingar eru alltaf miklar<br />

<strong>og</strong> getur brugðið til beggja vona, stöngin<br />

inn eða stöngin út. Guðmundur Guðmundsson,<br />

landsliðsþjálfari, hefur undirbúið<br />

liðið vel fyrir EM <strong>og</strong> eru hann <strong>og</strong> hans menn<br />

þekktir fyrir alla undirbúningsvinnuna sem<br />

þeir vinna fyrir hvern leik. Hvernig þeir rannsaka<br />

mótherjana <strong>og</strong> kortleggja þá á alla<br />

máta með allskonar tæknivinnu. En hvernig<br />

skyldi mótið í ár leggjast í Guðmund?<br />

„Tilfinningin fyrir mótinu í ár er bara ágæt.<br />

Þótt þetta sé mjög erfiður riðill <strong>og</strong> það sé<br />

ákveðin óvissa hvað varðar hópinn hjá okkur,<br />

þá þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn<br />

<strong>og</strong> vona það besta. Það eiga sumir við<br />

einhver meiðsli að stríða, eins <strong>og</strong> Alexander<br />

sem er slæmur í öxl <strong>og</strong> Ingimundur sem er<br />

slæmur í nára. Hvað riðilinn varðar, þá mætum<br />

við mjög erfiðum andstæðingum, hvort<br />

sem það er lið Króatíu, Noregs eða Slóveníu.<br />

Þetta er erfitt verkefni <strong>og</strong> okkar fyrsta skref er<br />

að einbeita okkur að því að komast upp úr<br />

riðlinum. Þar spilar inn í að bæði Norðmenn<br />

<strong>og</strong> Slóvenar fara á þetta mót til þess að ná<br />

sér í þátttökurétt í forkeppni Ólympíuleikanna<br />

sem gerir þetta enn erfiðara fyrir okkur.<br />

Nú, svo eru Króatar <strong>og</strong> Slóvenar hálfpartinn<br />

að spila á heimavelli <strong>og</strong> fjölmargir áhorfendur<br />

á leikjunum munu styðja við bakið á<br />

þeim. Við verðum að sjá þetta rökrétt fyrir<br />

<strong>og</strong> gera okkur grein fyrir því að það er erfitt<br />

mót sem bíður okkar. Ef okkur tekst að komast<br />

upp úr riðlinum, þá tekur ekki betra við<br />

í milliriðlinum. Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar verða<br />

þar örugglega <strong>og</strong> eru mjög sigurstranglegir<br />

á þessu móti. Ég tek þann pólinn í hæðina<br />

að einblína fyrst á það að komast í milliriðilinn,<br />

áður en ég fer að velta því mikið fyrir<br />

mér hvað mögulega bíði okkar þar. Það er<br />

svo mikilvægt að taka þetta í réttum skrefum,<br />

að við séum ekki að plana of langt<br />

fram í tímann <strong>og</strong> jafnvel fara á undan sjálfum<br />

okkur,“ segir Guðmundur Guðmundsson,<br />

þjálfari íslenska liðsins, íbygginn á svip<br />

<strong>og</strong> vill hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi<br />

möguleika Íslands á þessu móti.<br />

-Nú hefur Ísland oft spilað gegn mörgum<br />

þessara þjóða á síðustu stórmótum,<br />

eins <strong>og</strong> Króatíu, Frakklandi <strong>og</strong> Noregi?<br />

„Jú, vissulega. En það ber ýmislegt að varast.<br />

Við höfum t.d. ekki riðið feitum hesti<br />

frá viðureignum okkar við Króata í síðustu<br />

mótum. Við höfum tapað fyrir þeim fimm<br />

sinnum <strong>og</strong> aðeins einu sinni náð jafntefli<br />

í síðustu sex leikjum á stórmótum. Þannig<br />

að þeir hafa verið okkur erfiðir. Norðmenn<br />

hafa alltaf reynst okkur erfiðir. Þetta eru alltaf<br />

mjög jafnir leikir <strong>og</strong> hörku spennandi. Það<br />

er engin spurning að Norðmenn verða með<br />

mjög gott lið á þessu móti, þó einhverjir<br />

hafi helst úr lestinni. Slóvenar eru líka með<br />

mjög gott lið. Þetta verða allt erfiðir leikir <strong>og</strong><br />

við verðum að halda einbeitingunni,“ segir<br />

Guðmundur <strong>og</strong> gerir sér grein fyrir því að<br />

það verður allt að ganga upp ef Ísland á<br />

komast upp úr riðlinum.<br />

-Verðið þið með eitthvað nýtt á<br />

prjónunum fyrir þetta mót, nýjar<br />

áherslur <strong>og</strong> ný leikafbrigði?<br />

„Já, það er alltaf eitthvað nýtt sem við komum<br />

með. Varðandi sóknarleikinn erum við<br />

alltaf að þróa einhverja nýja hluti. Áherslubreytingar<br />

varnarlega eru alltaf til staðar, þó<br />

við byggjum ávallt á ákveðnum grunni allt<br />

frá síðustu Ólympíuleikum. Við höfum haldið<br />

áfram að þróa þann grunn <strong>og</strong> hafa þannig<br />

meira upp á að hlaupa. Við erum aðeins<br />

að laga okkur að einu nýju varnarafbrigði <strong>og</strong><br />

svo verðum við með tvo nýja þætti í sókninni.<br />

En sem fyrr segir, þá byggjum við fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst á okkar fyrri grunni <strong>og</strong> reynum að<br />

bæta hann enn frekar.“<br />

-Eru ekki strákarnir ekki vel stemmdir<br />

<strong>og</strong> alltaf jafn hungraðir í það að ná<br />

góðum árangri á svona stórmótum?<br />

„Jú, hungrið er alveg til staðar, en það er bara<br />

oft þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en<br />

á hólminn er komið hvernig menn standa.<br />

Strákarnir eru búnir að æfa mjög vel <strong>og</strong> hafa<br />

lagt sig alla fram <strong>og</strong> tekið vel á því, þannig<br />

að þeir ættu að hafa alla burði til þess að<br />

vera í góðum gír <strong>og</strong> rétt stemmdir þegar<br />

mótið byrjar. Ég er mjög ánægður með það<br />

hvað strákarnir leggja mikið í þetta. Þeir vita<br />

líka að hverju þeir eru að ganga, hafa spilað<br />

mikið saman <strong>og</strong> þetta er mjög leikreynt<br />

lið. En það verður að gefa allt í þetta í leikjunum<br />

á mótinu til þess að árangur náist. Ég<br />

er auðvitað búinn að leggja fyrir þá línurnar<br />

<strong>og</strong> þeir hafa alveg gefið sig í það að samæfa<br />

hlutina til þess að láta allt smella saman. Að<br />

menn stilli sig inn í liðið, fínpússi hlutina <strong>og</strong><br />

gangi að því vísu hvernig liðið eigi að virka<br />

til þess að það geti náð góðum árangri. Þó<br />

margir leikmanna landsliðsins séu búnir að<br />

vera saman þetta lengi, þá er það alltaf mikilvægt<br />

atriði að allt smelli rétt saman þegar<br />

mætt er til leiks,“ segir Guðmundur Guðmundsson<br />

landsliðsþjálfari sem hefur staðið<br />

í ströngu við að undirbúa íslenska liðið sem<br />

best fyrir mótið.<br />

Áfram Ísland!<br />

Oddi er stoltur styrktaraðili<br />

íslenska handboltalandsliðsins<br />

Hvernig fara leikirnir?<br />

Ísland - Króatía<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður<br />

Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór<br />

Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þetta byrjar með látum. Þetta eru tvö af fjórum bestu liðum<br />

heims í dag. Ég hallast að því þetta verði svakalegur leikur, þar sem íslenska liðið nái sigri<br />

í síðustu sókn. Það verður ekki mikið skorað í þessum leik <strong>og</strong> jafnt á allflestum tölum. Ég<br />

spái 23 - 22 fyrir Ísland.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Sagan segir okkur að Króatíu gangi oft illa í fyrsta leik, en þetta<br />

árið spila þeir nánast á heimavelli. Þetta verður eflaust erfiður leikur <strong>og</strong> sennilega okkar<br />

eina tap í riðlinum, 26 - 28.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppninni er við Króatíu. Króatía er<br />

með ungt lið en hefðin <strong>og</strong> reynslan er gífurleg sem skilar Króatíu einhvern veginn oft<br />

ágætis árangri á stórmótum. Ég geri ráð fyrir því að Króatía vinni leikinn með tveim mörkum,<br />

38 - 36.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: 29 - 26 fyrir Ísland. Króatar verða ekki jafn góðir <strong>og</strong> þeir hafa verið á undanförnum<br />

mótum. Við mætum sterkir <strong>og</strong> náum að leggja sigurinn upp með góðum hraðaupphlaupum.<br />

Það verður erfitt fyrir skytturnar að skora á sterka 6-0 vörn þeirra.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar<br />

Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Ég hef trú á því að það sé gott fyrir okkur að byrja á Króötum. Við í fyrsta<br />

stórmóti sem Óli Stef. er ekki með í langan tíma, þannig að væntanlega eiga fæstir von<br />

á einhverju stórkostlegu frá okkar mönnum. En við eigum sem betur fer fullt af góðum<br />

mönnum, þó þeir séu kannski ekki alveg komnir á þann stað sem Óli er. En mín spá er<br />

sú að við byrjum á glæsilegum sigri á Króötum. Það verður leikinn frábær sóknarleikur í<br />

þessum leik.<br />

Siggi Sveins: Það verður nokkuð gott að fá Króatana í fyrsta leik <strong>og</strong> má búast við hörkuleik,<br />

eins <strong>og</strong> svo oft á milli þessara þjóða. Við eigum að eiga góða möguleika ef við náum<br />

upp sterkri vörn <strong>og</strong> fáum í kjölfarið nokkur eitruð hraðaupphlaup. Króatarnir eru með gífurlega<br />

reynslumikið lið, enda margir af þeim að spila í Þýskalandi. Þeirra aðalmenn eru<br />

„Hamborgararnir“ Vori, Duvnjak, Lackovic <strong>og</strong> ekki má gleyma gömlu „moppunni“ Ivano<br />

Balic, sem reyndar spilar í heimalandinu <strong>og</strong> hefur þar tekist með ágætum að standa í fæturna.<br />

Hann er reyndar notaður í dag sem einskonar jóker. Ég held að úrslit leiksins ráðist á<br />

lokamínútunum þar sem Aron Pálmarsson jafnar leikinn með skoti af 10 metrum <strong>og</strong> vonandi<br />

verður það til þess að hann komi til með að blómstra á mótinu.<br />

Valdimar Grímsson: Opnunarleikur á móti Króatíu verður mjög skemmtilegur <strong>og</strong> hér<br />

vinnum við leikinn með einu marki 32-31.<br />

P11.00.036<br />

Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins <strong>og</strong> þér hentar.<br />

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja.<br />

höfðabakka 7, 110 reykjavík, sími 515 5000. www.oddi.is<br />

prentun frá a til Ö


EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Rétta hugarfarið <strong>og</strong> fítonskrafturinn er til staðar<br />

EM viðtal við Aron Pálmarsson<br />

Þetta er þriðja mótið sem Aron Pálmarsson<br />

er að fara á. En fólki finnst<br />

eins <strong>og</strong> hann hafi alltaf verið með<br />

liðinu <strong>og</strong> þá sérstaklega í gegnum<br />

sigurtíðina sem byrjaði í Peking.<br />

„Já, ég er náttúrulega búinn að vera í landsliðinu<br />

í þrjú <strong>og</strong> hálft ár <strong>og</strong> um leið <strong>og</strong> ég kom<br />

inn í hópinn var mér tekið mjög vel. Ég náði<br />

öllum hlutum mjög fljótt sem landsliðið var<br />

að gera <strong>og</strong> komst þannig inn í leikstílinn, skildi<br />

hvað dæmið gekk út á. Þekkti kerfin fljótlega<br />

mjög vel <strong>og</strong> vissi um hvað hlutirnir snérust. Ég<br />

veit ekki af hverju fólki finnst að ég hafi verið<br />

svo lengi, en er það ekki bara jákvætt?“ segir<br />

Aron Pálmarsson fullur eftirvæntingar fyrir því<br />

að fara á sitt þriðja stórmót með landsliðinu <strong>og</strong><br />

hefur aldrei verið í betra formi.<br />

-Fólk hefur oft verið að undrast yfir því<br />

að þú varst ekki með á Ólympíuleikunum<br />

2008?<br />

„Já, ég hef oft verið kallaður einn af silfurdrengjunum,<br />

en ég minni oft fólk á það að þá var ég<br />

bara nýorðinn 18 ára gamall <strong>og</strong> ekki alveg<br />

kominn inn í þennan klassa sem A-landsliðið<br />

er,“ segir Aron.<br />

-Fólk hefur tekið eftir miklum farmförum<br />

hjá þér frá því að þú byrjaðir með landsliðinu.<br />

Ef þú berð saman, þetta fyrsta mót<br />

þitt á EM 2010 <strong>og</strong> mótið nú, er þetta ekki<br />

allt öðruvísi fyrir þig?<br />

„Ég hef þroskast mjög mikið síðustu tvö árin,<br />

það er ekki hægt að neita því, bæði persónulega<br />

<strong>og</strong> handboltalega séð. Ég hafði að vísu<br />

reynt það að fara á stórmót með unglingalandsliðinu,<br />

en þetta er svoleiðis allt, allt öðruvísi.<br />

Áður en ég fór á EM 2010 var ég búinn að<br />

vera úti í hálft ár í atvinnumennskunni <strong>og</strong> hafði<br />

spilað með heimsklassa leikmönnum, þannig<br />

að það sem slíkt kom mér kannski ekki á óvart,<br />

en stemningin í kringum svona stórmót, bæði<br />

hérna heima <strong>og</strong> svo úti, er alveg ótrúleg. Núna<br />

er maður auðvitað reynslunni ríkari <strong>og</strong> á leiðinni<br />

á sitt þriðja stórmót. Það hefur í för með<br />

sér meiri pressu <strong>og</strong> það má ætla að það séu<br />

gerðar meiri væntingar til manns. Maður verður<br />

að standa undir nafni <strong>og</strong> standa fyrir sínu.“<br />

-Hefurðu orðið var við meiri væntingar til<br />

þín fyrir þetta mót en áður?<br />

„Já, ég hef heyrt svona aðeins um það. Mér<br />

hefur vegnað mjög vel í Þýskalandi síðustu<br />

tvö árin, þar sem ég spila með heimsklassaliði.<br />

Maður hefur fundið fyrir því að fólk lítur ekki<br />

lengur á mig sem unga <strong>og</strong> efnilega strákinn<br />

í liðinu, heldur er farið að reikna með miklu<br />

meira af manni <strong>og</strong> gerir kröfur <strong>og</strong> væntingar.<br />

Það er náttúrulega klárlega eitt af mínum<br />

markmiðum að standa mig vel <strong>og</strong> stíga fram<br />

<strong>og</strong> gera það sem af manni er krafist <strong>og</strong> ætlast.<br />

Maður verður ekki bara efnilegur alveg til<br />

þrítugs! Það kemur ávallt að þeim tímapunkti<br />

að menn verða stíga fram í ábyrgð <strong>og</strong> gera sér<br />

grein fyrir því hvað sé manns hlutverk <strong>og</strong> framkvæma<br />

það. Ég ætla einmitt að ná því sem<br />

fyrst út <strong>og</strong> gera allt sem ég get til þess að liðinu<br />

gangi vel <strong>og</strong> ekkert að vera að bíða með<br />

það,“ segir Aron <strong>og</strong> má skynja eldmóðinn hjá<br />

honum.<br />

-Þú hoppaðir út í djúpu laugina mjög ungur<br />

árið 2009 <strong>og</strong> byrjaðir að spila með einu<br />

af bestu handboltaliðum heims, þar sem<br />

voru troðfullar hallir <strong>og</strong> mikil stemning.<br />

Hefur þetta ekki gefið þér alveg geysilega<br />

mikið, bæði í þroska <strong>og</strong> auknu sjálfstrausti?<br />

„Jú, algjörlega, þetta er búinn að vera mikil<br />

<strong>og</strong> góður reynslutími <strong>og</strong> hef ég lært alveg<br />

afskaplega mikið til þess að verða betri handboltamaður<br />

á þessum tíma. Þá bæði varðandi<br />

skilninginn á leiknum <strong>og</strong> hvað þarf að gera til<br />

þess að dæmið gangi upp. Ég er að spila með<br />

þannig liði í Þýskalandi sem hefur gefið mér<br />

alveg geysilega mikið. Það eru mikil forréttindi<br />

að fá að spila með svona liði eins <strong>og</strong> Kiel<br />

með öllum þessum frábæru, reynslumiklu leikmönnum.<br />

Það eru miklar kröfur gerðar til okkar<br />

<strong>og</strong> þegar við göngum til leiks, þá er ekki farið<br />

fram á annað en sigur. Þetta hefur skilað okkur<br />

miklu <strong>og</strong> erum við t.a.m. að spila um alla helstu<br />

titla, bæði í Þýskalandi <strong>og</strong> á Evrópumótunum.<br />

Ég hef fengið það innstimplað inn í hugarfarið<br />

hvernig það er að spila með liði sem ætlar<br />

sér ekkert annað en að sigra <strong>og</strong> vinna alla þá<br />

titla sem í boði eru. Þannig hugarfar er mjög<br />

mikilvægt að hafa <strong>og</strong> ég tala nú ekki um að<br />

hafa reynt <strong>og</strong> upplifað það í eigin persónu. Svo<br />

þegar að landsliðinu er komið, þar sem saman<br />

koma bestu leikmenn landsins, þá er það<br />

mjög mikilvægt að vera með þannig hugarfar<br />

<strong>og</strong> við getum uppörvað hver annan <strong>og</strong> smitað<br />

út frá okkur sigurhugarfarinu. Ég finn fyrir<br />

þessu hugarfari hjá okkur í íslenska landsliðinu<br />

<strong>og</strong> flestir okkar þekkja það af eigin raun,“ segir<br />

Aron.<br />

Á öllum sínum ferli þá hefur Aron tekið út<br />

meiri þroska á þessum tíma <strong>og</strong> eflst mjög<br />

mikið sem handboltamaður síðan hann<br />

fór til Kiel.<br />

„Ég var mjög ungur þegar ég fór út <strong>og</strong> vissi<br />

í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í. Ég<br />

flutti einn þarna út 19 ára <strong>og</strong> kunni ekkert<br />

í tungumálinu <strong>og</strong> svo þekkti ég fáa. Þetta<br />

var alveg nýtt fyrir mér <strong>og</strong> allt öðruvísi, bæði<br />

félagslega <strong>og</strong> andlega. Þetta getur verið erfitt<br />

að fara svona ómótaður <strong>og</strong> ungur út í svona<br />

mikla hluti <strong>og</strong> „feisa“ alvöruna eins <strong>og</strong> hún er í<br />

atvinnumennskunni í handboltanum. Það tók<br />

svolítið á fyrsta árið, sérstaklega andlega, en<br />

svo þegar maður fór að venjast þessu <strong>og</strong> stilla<br />

sig inn á þetta, þá kom þetta allt saman. Handboltinn<br />

sem slíkur kom mér kannski ekkert svo<br />

á óvart. En maður þurfti að hafa sig allan við.<br />

Þetta gengur svo mikið út á það að vera klár<br />

<strong>og</strong> tilbúinn <strong>og</strong> vera á tánum allan tímann. Það<br />

er ekki hægt að leyfa sér að slaka á eða taka<br />

því rólega, maður verður að vera vel einbeittur<br />

allan tímann. Þetta eru allt saman toppklassa<br />

alvöru leikir sem við erum að spila, með öllu<br />

sínu álagi. En umfram allt, þá er þetta bara svo<br />

skemmtilegt <strong>og</strong> er ég mjög þakklátur fyrir það<br />

að fá að ganga í gegnum þennan skóla að spila<br />

með slíku klassaliði,“ segir Aron þegar hann rifjar<br />

upp fyrstu árin sín í atvinnumennskunni.<br />

-Alfreð Gíslason er nú að þjálfa liðið. Hefur<br />

hann ekki reynst þér vel?<br />

„Jú, vissulega, þó ég geti alveg sagt að hann<br />

hafi ekkert verið að hlífa manni með einhverjum<br />

bómulli, var jafnvel harðastur við mig af<br />

öllum. Nei, nei, ég segi bara svona. Auðvitað<br />

var afskaplega gott að eiga hann að <strong>og</strong> þegar<br />

hugsa til baka þá hefði ég kannski ekki haft<br />

það af fyrsta árið ef að hann hefði ekki verið<br />

þarna. Kara, kona Alfreð, er ein yndislegasta<br />

kona sem ég hef kynnst <strong>og</strong> hefur hjálpað mér<br />

með allt <strong>og</strong> verið mér innan handar, hvort sem<br />

er innan vallar eða utan. Þannig að bæði Alfreð<br />

<strong>og</strong> Klara hafa reynst mér alveg ákaflega vel <strong>og</strong><br />

ég væri örugglega ekki það sem ég er í dag ef<br />

þeirra hefði ekki notið við,“ segir Aron.<br />

-Nú er hópurinn góði að fara saman á enn<br />

eitt stórmótið. Hvernig finnst þér þetta<br />

hafa gengið í undirbúningnum <strong>og</strong> finnurðu<br />

fyrir sama gamla góða neistanum í<br />

liðinu?<br />

„Já, ég finn fyrir neistanum í liðinu. Það hefur<br />

ekkert breyst <strong>og</strong> það er sami eldmóðurinn í<br />

okkur strákunum sem við smitum hvern annan<br />

af. Það er alltaf mikil uppörvun að koma hérna<br />

heim, hitta strákana <strong>og</strong> gíra sig inn fyrir mótið,<br />

<strong>og</strong> svo hitta fjölskylduna, vini <strong>og</strong> vandamenn<br />

<strong>og</strong> vera í snertingu við þjóðina. Ég finn alltaf<br />

strax á fyrstu æfingunni með liðinu fyrir metnaðinum<br />

<strong>og</strong> kraftinum, það er svo mikill keppnisandi<br />

í hópnum. Það langar öllum svo innilega<br />

að gera það gott <strong>og</strong> ná árangri <strong>og</strong> stefna einbeittir<br />

að því. Þá hjálpar það mikið til hvað við<br />

finnum fyrir miklum væntingum <strong>og</strong> vonum<br />

frá nær allri þjóðinni, sem setur aukna pressu<br />

á okkur <strong>og</strong> kveikir í okkur. Það virkar sem stöðug<br />

hvatning á okkur til þess að ná góðum árangri<br />

<strong>og</strong> ekkert annað. Við finnum svo berlega<br />

hvernig þjóðin styður við bakið á okkur <strong>og</strong> allan<br />

meðbyrinn sem því fylgir. Það er um 90%<br />

áhorf á þessa leiki okkar á stórmótunum <strong>og</strong><br />

við finnum það svo sterkt <strong>og</strong> meðtökum það<br />

í hópnum sem heild <strong>og</strong> mér finnst það alveg<br />

gríðarlega spennandi. Þetta eru svo skemmtilegir<br />

strákar í hópnum <strong>og</strong> alltaf jafn gaman<br />

þegar við hittumst <strong>og</strong> keppum allir sem einn<br />

að sama markinu. Guðmundur þjálfari nær að<br />

halda svo vel utan um þetta, ásamt þeim sem<br />

eru honum til aðstoðar. Þannig að neistinn er<br />

alltaf til staðar <strong>og</strong> það þarf ekki mikið til, þegar<br />

hópurinn hittist hér á Íslandi, til þess að hann<br />

geri vart við sig <strong>og</strong> fari að virka. Það að fara að<br />

taka þátt í erfiðu móti með öllum sínum undirbúningi<br />

virkar ekki endilega á okkur sem eitthvert<br />

erfitt verkefni sem við þurfum að leysa<br />

af hendi, heldur brýst miklu frekar fram sem<br />

einhver ákefð sem leysir út þennan fítonskraft.<br />

Það er því mjög svo gaman að þessu <strong>og</strong> mikil<br />

tilhlökkun. Eftir að við fórum að sjá að það væri<br />

virkilega mögulegt fyrir okkur að ná árangri á<br />

stórmótum, þá breyttist eitthvað innra með<br />

okkur <strong>og</strong> hefur haldist síðan. Það segir margt<br />

um þetta að við sögðum hver við annan að<br />

við hefðum BARA náð 6. sætinu á HM, eins <strong>og</strong><br />

við gerðum í fyrra, <strong>og</strong> vorum drullufúlir yfir því<br />

að komast ekki í undanúrslit. Ég sé þetta alla<br />

vega þannig fyrir mér að það sé enginn efi í<br />

mínum huga <strong>og</strong> þá skiptir engu máli á móti<br />

hverjum við erum að fara að spila, við ætlum<br />

bara sigra leikinn. Ég er ekkert að vekja upp<br />

einhverja tilfinningu eða hugsun um að það sé<br />

bölvað að þurfa að mæta Spánverjum, Frökkum<br />

eða Dönum. Þótt fjölmiðlar <strong>og</strong> alls konar<br />

handboltaspekingar séu að spá í það hvaða<br />

möguleika við eigum <strong>og</strong> hverja við komum til<br />

með að spila við í milliriðli <strong>og</strong> þess háttar, þá<br />

hugsum við ekki þannig. Við horfum til dæmis<br />

riðilinn okkar á EM í ár sem flottan sterkan riðil<br />

með góðum liðum <strong>og</strong> hlökkum mikið til þess<br />

að takast á við þessa áskorun. Það er hugsun<br />

okkar númer eitt. Svo þegar í milliriðil er komið,<br />

þá tekur bara næsta áskorun við <strong>og</strong> við eflumst<br />

í tilhlökkuninni um það að takast á við<br />

jafnvel enn betri lið. Við ögrum okkur sjálfum<br />

með því sama í tilhlökkuninni um það hvað<br />

það verði nú gaman að eiga við þessi lið <strong>og</strong><br />

sigra þau. Við sjáum þessi lið sem hafa þessum<br />

frábæru leikmönnum á að skipa <strong>og</strong> segjum<br />

bara; gott mál. Við erum líka með svo góða<br />

leikmenn <strong>og</strong> góðan þjálfara <strong>og</strong> leikskipulagið<br />

á hreinu <strong>og</strong> förum með það markmið í hvern<br />

einasta leik að sigra hann. Þetta er hugarfarið<br />

<strong>og</strong> andinn. Svo verður útkoman bara að koma<br />

í ljós. Við höfum trú á því að við getum sigrað<br />

hvaða lið sem er <strong>og</strong> höfum reynslu af því, þótt<br />

það komi á móti að við getum líka tapað fyrir<br />

hvaða liði sem er á svona stórmóti eins <strong>og</strong> EM,<br />

því þar spila aðeins góðar þjóðir í handbolta.<br />

Maður hefur heyrt það að mörgum þjóðum<br />

finnist ekkert skemmtilegt að þurfa að spila<br />

við okkur á stórmóti <strong>og</strong> vilja helst sleppa við<br />

það. Það er svo mikið keppniskap hjá okkur <strong>og</strong><br />

þjóðerniskennd. Við erum að spila fyrir þjóðarstoltið.<br />

Það er ólíkt því sem er hjá sumum<br />

þjóðunum þar sem leikmenn eru að fá miklar<br />

fúlgur fyrir að spila á stórmóti <strong>og</strong> það á að vera<br />

hvatningin til þess að ná árangri. Það er ekkert<br />

svoleiðis hjá okkur. Það er óviðjafnanlegt að fá<br />

að spila með íslenska landsliðinu í handbolta.<br />

Sem dæmi má nefna að ég er að spila um<br />

hverja helgi í Þýskalandi í troðfullum höllum<br />

sem taka hátt í 10.000 manns. Þegar ég kem<br />

hérna heim í Laugardalshöllina <strong>og</strong> spila fyrir<br />

3.500 manns, þá fæ ég hundrað sinnum meiri<br />

gæsahúð þegar ég geng inn á völlinn þar en<br />

þegar ég geng inn á völlin úti í höllum þar sem<br />

eru allt að 10.000 manns. Þjóðarstoltið er mikill<br />

drifkraftur hjá okkur, enda er svo mikil ástríða<br />

fyrir handboltanum <strong>og</strong> landsliðinu hér á landi<br />

sem á sér vart sinn líka innan handboltans,“<br />

segir Aron.<br />

Það er stundum talað um það að handboltinn<br />

sé eitt helsta sameiningarafl íslensku<br />

þjóðarinnar <strong>og</strong> þegar vel gengur<br />

þá ríkur hamingjuvísitala þjóðarsálarinnar<br />

upp úr öllu valdi.<br />

„Það að vera með sigurhugarfarið <strong>og</strong> tilfinninguna<br />

skiptir gríðarlega miklu máli <strong>og</strong> gerir<br />

þetta svo miklu skemmtilegra. Það þýðir ekkert<br />

að hittast <strong>og</strong> undirbúa sig fyrir mót með<br />

það hugarfar hvort að við eigum einhverja<br />

möguleika gegn þessu <strong>og</strong> þessu liði, eða hvort<br />

við getum komist áfram, eða eigum möguleika<br />

á að komast á eitthvert mót. Þannig hugarfar<br />

er niðurdrepandi <strong>og</strong> bara leiðinlegt. Við höfum<br />

svo mikla ástríðu fyrir því að gera vel fyrir landsliðið<br />

okkar <strong>og</strong> það kemst enginn upp með það<br />

að vera að dóla eitthvað <strong>og</strong> hugsa um eitthvað<br />

annað en að mæta til þess að sigra. Við gerum<br />

okkur alveg grein fyrir því að við þurfum að<br />

vera gríðarlega vel einbeittir <strong>og</strong> leggja okkur<br />

meira en 100% fram. Það getur enginn leyft<br />

sér að vera að þessu með hangandi hendi eða<br />

leggja sig bara 70-80% fram. Það verða allir að<br />

standa saman <strong>og</strong> skila sínu hlutverki alveg í<br />

botni. Það þarf að vera með hugarfarið <strong>og</strong> einbeitinguna<br />

í lagi, annars getur illa farið,“ segir<br />

Aron Pálmarsson sem ætlar svo sannarlega að<br />

standa fyrir sínu á EM <strong>og</strong> það er ekki laust við<br />

það að maður smitist af fítonskraftinum sem<br />

geislar af honum.<br />

Alltaf ódýrara<br />

á netinu<br />

GRÆNLAND<br />

ÍSAFJÖRÐUR<br />

REYKJAVÍK<br />

GRÍMSEY<br />

AKUREYRI<br />

ÞÓRSHÖFN<br />

VOPNAFJÖRÐUR<br />

EGILSSTAÐIR<br />

FÆREYJAR<br />

flugfelag.is<br />

Aðeins nokkur skref á netinu <strong>og</strong> þú ferð á loft<br />

Það getur ekki verið auðveldara.<br />

Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem<br />

þú finnur ódýrustu fargjöldin <strong>og</strong> að<br />

auki frábær tilboð.<br />

Smelltu þér á flugfelag.is,<br />

taktu flugið <strong>og</strong> njóttu dagsins.<br />

ÍSLENSKA SIA.IS FLU 57822 01.2012


EM í Serbíu 2012<br />

A-RIÐILL Pólland • Danmörk • Slóvakía • Serbía<br />

Hvernig skyldi Serbum takast upp sem gestgjöfum mótsins? Þeirri spurningu er<br />

hægt að velta fyrir sér, fram <strong>og</strong> til baka, en eitt er víst að þeir verða mjög erfiðir<br />

heim að sækja með allan þann sjóðheita stuðning sem þeir fá frá stuðningsmönnum<br />

sínum í heimalandinu. Þeir gætu gert usla í þessu móti, þar sem þeir raðast í<br />

auðveldari helminginn hvað varðar riðla <strong>og</strong> milliriðla. Serbar munu án efa komast<br />

upp úr riðlinum <strong>og</strong> gætu á góðum degi sigrað alla mótherja sína, bæði í þessum riðli<br />

Pólland<br />

Leiðin á EM<br />

Pólland-Úkraína 23:15<br />

Portúgal-Pólland 27:27<br />

Slóvenía-Pólland 30:28<br />

Pólland-Slóvenía 32:27<br />

Úkraína-Pólland 26:32<br />

Pólland-Portúgal 30:22<br />

Pólland 6 4 1 1 9<br />

Slóvenía 6 4 0 2 8<br />

Portúgal 6 2 1 3 5<br />

Úkraína 6 1 0 5 2<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 Ekki með<br />

1998 Ekki með<br />

2000 Ekki með<br />

2002 15. sæti<br />

2004 16. sæti<br />

2006 10. sæti<br />

2008 7. sæti<br />

2010 4. sæti<br />

sem <strong>og</strong> í milliriðlinum. Danir eru að vísu svolítið sér á báti, þar sem þeir teljast vera á<br />

meðal albestu liðanna, aðeins skrefinu á eftir Frökkum. Pólverjar ættu líka að komast<br />

áfram, en það gæti orðið raunin að þeir færu í milliriðilinn án stiga. Lið Slóvaka<br />

telst á meðal lakari liða mótsins þótt það gæti hæglega bitið frá sér. Það kæmi ekki<br />

á óvart að það yrði hlutskipti Dana <strong>og</strong> Serba að komast í undanúrslitin úr þessum<br />

helmingi riðlanna.<br />

Danmörk<br />

Leiðin á EM<br />

Danmörk-Hvíta Rússland 41:33<br />

Sviss-Danmörk 25:36<br />

Rússland-Danmörk 31:27<br />

Danmörk-Rússland 36:29<br />

Hvíta Rússland-Danmörk 29:33<br />

Danmörk-Sviss 34:29<br />

Danmörk 6 5 0 1 10<br />

Rússland 6 5 0 1 10<br />

Hv. Rússland 6 2 0 4 4<br />

Sviss 6 0 0 6 0<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 4. sæti<br />

1996 12. sæti<br />

1998 Ekki með<br />

2000 10. sæti<br />

2002 3. sæti<br />

2004 3. sæti<br />

2006 3. sæti<br />

2008 Evrópumeistarar<br />

2010 5. sæti<br />

Allir vilja gott sæti !<br />

Áfram Ísland !<br />

<br />

<br />

er alltaf eins!<br />

Gullið tækifæri<br />

fyrir betra sæti !<br />

Slóvakía<br />

Leiðin á EM<br />

Slóvakía-Ísrael 38:24<br />

Svartfj.land-Slóvakía 25:35<br />

Slóvakía-Svíþjóð 23:21<br />

Svíþjóð-Slóvakía 26:21<br />

Ísrael-Slóvakía 27:31<br />

Slóvakía-Svartfj.land 36:21<br />

Svíþjóð 6 5 0 1 10<br />

Slóvakía 6 5 0 1 10<br />

Svartfj.land 6 1 0 5 2<br />

Ísrael 6 1 0 5 2<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 Ekki með<br />

1998 Ekki með<br />

2000 Ekki með<br />

2002 Ekki með<br />

2004 Ekki með<br />

2006 16. sæti<br />

2008 16. sæti<br />

2010 Ekki með<br />

Serbía<br />

Leiðin á EM<br />

Komust sjálfkrafa sem gestgjafar<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 3. sæti<br />

1998 5. sæti<br />

2000 Ekki með<br />

2002 10. sæti<br />

2004 8. sæti<br />

2006 9. sæti<br />

2008 Ekki með<br />

2010 13. sæti<br />

Spekingarnir spá í riðlana - A-riðill<br />

EM<br />

TILBOÐ<br />

<br />

fyrir framan EM !<br />

<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

Hægindastóll<br />

kr. 37.900,-<br />

Komdu<br />

núna<br />

<br />

Milano ekta hægindastóll<br />

á frábæru EM tilboði !<br />

Til í 4 litum:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þetta verður þungur riðill, þar sem heimamenn<br />

njóta vafans <strong>og</strong> komast áfram á kostnað Slóvakíu. Frændur okkar Danir vinna<br />

riðilinn <strong>og</strong> Pólverjar verða í öðru sæti <strong>og</strong> Skóvakar reka lestina.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Danmörk einfaldlega með heimsklassa lið en<br />

ég reikna þó með því að Serbar nái að stela 2. sætinu af Pólverjunum þar<br />

sem að heimavöllurinn hefur mikið að segja. Sé ekki að Slóvakía þurfi að<br />

taka allt upp úr töskunum, því það eru allar líkur á því að þeir fari heim strax<br />

eftir riðlakeppnina.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Þetta er öflugur riðill þar sem allt getur gerst <strong>og</strong><br />

öll lið unnið hvert annað. Danmörk vinnur riðilinn, Serbía lendir óvænt í 2.<br />

sæti, enda á heimavelli, Pólland í 3. sæti <strong>og</strong> Slóvakía í fjórða sæti.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Pólverjar <strong>og</strong> Danir fara upp úr þessum riðli. Pólverjar eru<br />

kandídatar í það að verða heimsmeistarar en vantar meiri leiðt<strong>og</strong>a sem er<br />

þeirra stærsta vandamál. Danmörk er með lið eins <strong>og</strong> Ísland, dúndur handboltamenn<br />

sem geta skilað hverjum toppleiknum á fætur öðrum í flestum<br />

stöðum.<br />

Páll Ólafsson: Þetta verður hörkubarátta á milli Dana, Pólverja <strong>og</strong> Serba,<br />

en því miður fyrir Slóvaka fá þeir ekkert út úr þessu móti. Danirnir eru með<br />

frábært lið <strong>og</strong> ætla þeir sé stóra hluti í þessu móti <strong>og</strong> sigra þennan riðil.<br />

Serbar koma á óvart <strong>og</strong> ekki óvart, þar sem þeir eru með mjög gott lið í dag<br />

<strong>og</strong> setja Pólverja í 3. sætið <strong>og</strong> fara sjálfir áfram með tvö stig í milliriðilinn, en<br />

Pólverjar ekkert.<br />

Siggi Sveins: Þetta er svakalega skemmtilegur riðill <strong>og</strong> getur í raun farið á<br />

marga vegu. Ég spái því að „baunarnir“ vinni riðilinn, en samt ekki með fullt<br />

hús stiga, eftir magnaða keppni við Pólverja <strong>og</strong> heimamenn í Serbíu, en<br />

Slóvakarnir sitja eftir með sárt ennið.<br />

Valdimar Grímsson: Hér reikna ég með því að Pólland, Danmörk <strong>og</strong> Serbía<br />

fari áfram. Eins <strong>og</strong> alltaf er erfitt að greina hvernig Serbar <strong>og</strong> Slóvakar koma<br />

inn en klárlega fara Danir <strong>og</strong> Pólverjar inn af öryggi.<br />

Hvítur<br />

OPIÐ<br />

Virka daga frá kl. 10-18<br />

Lau frá kl. 11-18<br />

Sun frá kl. 13-18<br />

Latte<br />

Svartur<br />

<br />

Brúnn<br />

Pöntunarsími<br />

512 6800<br />

eða dorma.is


10 11<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Þegar íslenska handbolta-<br />

landsliðið spilar á stórmóti<br />

- þá spilar íslenska þjóðarsálin með<br />

Hvað er það sem gerist í<br />

þjóðarsál Íslendinga þegar<br />

handboltalandslið karla<br />

fer að spila á stórmóti? Það<br />

bókstaflega fer allt á annan<br />

endann, sérstaklega þegar<br />

vel gengur, <strong>og</strong> megin þorri<br />

landsmanna gerir út á það að<br />

vera búinn að stilla sig fyrir<br />

framan sjónvarpskjáinn til<br />

þess að fylgjast með næsta<br />

leik. Jafnvel það fólk, konur<br />

sem karlar, sem að jafnaði<br />

hefur engan áhuga á handbolta<br />

eða íþróttum yfirleitt.<br />

En þegar handboltalandsliðið<br />

okkar er að spila, þá horfir það á<br />

<strong>og</strong> má ekki missa af neinu. Handboltinn<br />

er talinn þjóðaríþrótt<br />

okkar Íslendinga <strong>og</strong> hefur landsliðið<br />

náð mjög góðum árangri á<br />

stórmótum síðustu árin. Náði í<br />

silfrið á Ólympíuleikunum 2008<br />

<strong>og</strong> í bronsið á EM 2010. Ísland er<br />

talið vera eitt af stóru þjóðunum<br />

í handboltanum <strong>og</strong> sé með lið<br />

sem hægt er að reikna með. Svo<br />

sannarlega eitthvað sem rífur<br />

upp þjóðarstoltið <strong>og</strong> þjóðerniskennd<br />

landsmanna. Guðjón<br />

Guðmundsson, íþróttafréttamaður<br />

á Stöð 2, hefur verið viðriðinn<br />

handboltabransann í tugi ára <strong>og</strong><br />

er öllum hnútum kunnugur, bæði<br />

hvað varðar sjálft landsliðið, en<br />

hann var aðstoðarþjálfari liðsins<br />

um árabil, <strong>og</strong> svo hvað sé að eiga<br />

sér stað í þjóðarsálinni.<br />

„Þegar það eru stórmót í handbolta,<br />

þá er það bara hrein <strong>og</strong><br />

bein þjóðarsál Íslands hverju<br />

sinni. Þetta er svo inngreipt í<br />

þjóðina <strong>og</strong> getur maður vart<br />

hugsað sér þjóðfélagið án handboltamenningarinnar.<br />

Hvers<br />

vegna? Jú, við höfum náð góðum<br />

árangri í íþróttinni <strong>og</strong> þjóðin<br />

hefur lengi vel getað fylgst með<br />

leikjunum hvort sem er í útvarpi<br />

<strong>og</strong> svo seinna í beinum útsendingum<br />

í sjónvarpi. Það má segja<br />

að allt frá því að fólk fór að geta<br />

hlustað á beinar útsendingar í<br />

gegnum útvarp frá einhverjum<br />

stórmótum í handbolta, þá hafi<br />

íþróttafréttamennirnir <strong>og</strong> þulirnir<br />

hjálpað mikið til við að tendra<br />

upp þessa geysi miklu stemningu<br />

hjá þjóðinni. Þeir voru að<br />

lýsa <strong>og</strong> segja frá íslenskum þjóðarhetjum<br />

sem voru að gera það<br />

HUGLEIÐING<br />

EIRÍKUR EINARSSON<br />

RITSTJÓRI<br />

gott <strong>og</strong> þjóðin greip þetta <strong>og</strong><br />

hefur ekki sleppt þessu síðan. Og<br />

svoleiðis mun verða um ókomna<br />

tíð,“ sagði Guðjón.<br />

Orð að sönnu hjá Guðjóni <strong>og</strong><br />

þegar blaðamaður tók þetta viðtal<br />

við hann fyrir HM-handbókina<br />

2011 í handbolta, hafði Guðjón<br />

það einnig á orði að velta mætti<br />

því fyrir sér hvort þjóðir þyrftu að<br />

hafa eitthvað til þess að byggja á<br />

til þess að viðhalda þjóðarstolti,<br />

sjálfstrausti <strong>og</strong> vinna sigra í orrustum<br />

<strong>og</strong> fá þannig útrás fyrir<br />

sigurtilfinninguna, eins <strong>og</strong> hefur<br />

verið innrætt í hjörtum manna<br />

frá upphafi tíða. Hvernig þjóðerniskenndin,<br />

landvinningar <strong>og</strong><br />

sigrar í stríðum voru stór þáttur<br />

í allri veruleikasýn þjóða til forna<br />

<strong>og</strong> langt fram til okkar tíma. Talaði<br />

Guðjón um það að í staðinn<br />

fyrir orrusturnar á vígvöllunum<br />

í formi beinna stríða, þá séu<br />

íþróttirnar <strong>og</strong> kappleikirnir á milli<br />

þjóða komnir í staðinn <strong>og</strong> m.a.<br />

til þess að uppfylla þessi gömlu<br />

inngrónu gildi sem maðurinn<br />

hefur borið frá öndverðu. Þetta<br />

útskýri hvers vegna HM í knattspyrnu<br />

sé svona gríðarlega vinsælt<br />

<strong>og</strong> nái til svo margra þjóða<br />

<strong>og</strong> þjóðflokka. Í fótboltanum sjái<br />

þjóðir sig í orrustunum <strong>og</strong> það á<br />

sjálfu heimsmeistaramótinu þar<br />

sem baráttan er um það að sigra<br />

<strong>og</strong> verða sigurvegarar heimsins!<br />

Ætli handboltinn sé vopn okkar<br />

Íslendinga til þess að svala þessari<br />

þörf?<br />

Það snýst allt um handboltann<br />

þegar landsliðið spilar<br />

Það er svo sannarlega mikið um<br />

að vera hjá íslensku þjóðinni þegar<br />

„Strákarnir okkar“ eru að keppa<br />

á stórmóti. Þegar þeir voru að<br />

leika á Ólympíuleikunum í Peking<br />

2008 varð blaðamaður vitni að<br />

tveimur ógleymanlegum atburðum<br />

sem áttu sér stað þegar leikir<br />

fóru fram á miðjum vinnudegi <strong>og</strong><br />

er gott dæmi um andrúmsloftið í<br />

landinu <strong>og</strong> gefur ákveðna sýn á<br />

það hvernig þjóðin lifir sig inn í<br />

leikina. Í Íslandsbanka á Lækjargötu<br />

var nákvæmlega ekkert að<br />

gera <strong>og</strong> nánast hending ef einhver<br />

viðskiptavinur bankans kom<br />

þar við þegar leikir fóru fram. Var<br />

starfsfólkið búið að þjappa sér<br />

saman fyrir framan sjónvarpskjáina<br />

víðs vegar um bankann<br />

<strong>og</strong> tók þátt í leiknum af hug <strong>og</strong><br />

hjarta. Hitt dæmið gerðist svo á<br />

mjög stórum vinnustað í Reykjavík,<br />

nánar tiltekið á <strong>Land</strong>sspítalanum<br />

við Hringbraut. Hvar sem<br />

sjónvarp var að finna þá voru þar<br />

samankomnir hópar fólks, hvort<br />

sem það voru læknar, hjúkrunar-<br />

fræðingar, sjúkraliðar eða annað<br />

starfsfólk, að ógleymdum fjölda<br />

sjúklinga <strong>og</strong> var sem ein sál væri<br />

að horfa á leik íslenska liðsins.<br />

Hafði einn starfsmaður <strong>Land</strong>sspítalans<br />

það á orði að sjúklingarnir<br />

mættu bara ekkert vera að því<br />

að vera veikir eða sjúkir á meðan<br />

leikirnir færu fram. Er þetta<br />

talandi dæmi um það hvernig<br />

sjónvarpsviðburðir í beinni útsendingu,<br />

sem við getum kallað<br />

fjölmiðlahátíð, geta stokkað upp<br />

hversdagsleikann <strong>og</strong> haft forgang<br />

í einu <strong>og</strong> öllu. Má líkja þessu við<br />

það fræga dæmi þegar Bítlarnir<br />

komu fyrst til Bandaríkjanna árið<br />

1964 <strong>og</strong> spiluðu í beinni útsendingu<br />

í þætti hjá Ed Sullvian. Var<br />

áhorfið talið vera um 80 milljónir,<br />

en þá bjuggu í Bandaríkjunum<br />

um 150 milljónir manna.<br />

Bítlarnir spiluðu í 10 mínútur <strong>og</strong><br />

á þessum sama tíma þá snarminnkaði<br />

afbrotatíðni víðs vegar<br />

um Bandaríkin. Það var nánast<br />

ekkert um glæpi þessar 10 mínútur,<br />

þannig að jafnvel krimmarnir<br />

tóku sér pásu á meðan þessi<br />

sjónvarpsviðburður átti sér stað.<br />

Hafði lögreglan í Bandaríkjunum<br />

ekki kynnst öðru eins.<br />

Fagnaðarstund með íslenska<br />

landsliðinu<br />

Heimkoma íslenska landsliðsins<br />

eftir að hafa unnið silfrið á Ólympíuleikunum<br />

í Peking 2008 er mjög<br />

minnisstæð en þar fór fram mikil<br />

sigurhátíð. Það var lent á Reykjavíkurflugvelli,<br />

þar sem margir<br />

helstu ráðamenn þjóðarinnar<br />

tóku á móti strákunum. Síðan var<br />

ekið með þá upp á Skólavörðuholt,<br />

þar sem þeir stigu upp á sérútbúinn<br />

opin bílpall <strong>og</strong> var ekið<br />

með þá niður Skólavörðustíginn,<br />

niður Bankastrætið að Lækjargötu,<br />

þar til komið var að Arnarhóli,<br />

þar sem búið var að koma<br />

upp sviðspalli, <strong>og</strong> þjóðin tók formlega<br />

á móti landsliðinu <strong>og</strong> fagnaði<br />

þeim sem sigurhetjum Íslands.<br />

Það var ekki bara að um 30-40<br />

þúsund manns væru á staðnum,<br />

heldur var þetta sýnt í beinni útsendingu<br />

í sjónvarpi RÚV <strong>og</strong> var<br />

áhorfið mjög mikið, eða 35,6%<br />

samkvæmt mælingum Capacent<br />

Gallup. Sannkölluð fagnaðarstund<br />

<strong>og</strong> mikil fjölmiðlahátíð á íslenska<br />

vísu.<br />

Handboltinn innleiddur í íslensku<br />

þjóðarsálina<br />

Uppsafnað áhorf á leiki íslenska<br />

landsliðsins í handbolta á stórmótum<br />

ber þess klárlega vitni hversu<br />

miklu máli beinar útsendingar frá<br />

þessum sjónvarpsviðburðum eða<br />

fjölmiðlahátíðum, skipta íslensku.<br />

Hefur uppsafnað áhorf verið allt<br />

frá 50-80% á leikjum liðsins á<br />

stórmótum undanfarna áratugi.<br />

Hér skal vitnað í orð Guðjóns Guðmundssonar<br />

í HM-handbókinni<br />

2011, en þar segir Guðjón: „Það<br />

má segja að þjóðin hafi meira<br />

<strong>og</strong> minna verið með handboltann<br />

á herðum sér síðustu 50 árin,<br />

þó það hafi komið frekar mögur<br />

ár þarna á milli. Það var síðan á<br />

Ólympíuleikunum 1984 að við<br />

komum okkur fyrir alvöru á kortið<br />

í handboltaheiminum <strong>og</strong> svo<br />

aftur frábær árangur á HM í Sviss<br />

1986. Með því sama má segja<br />

að björninn hafi verið endanlega<br />

unninn <strong>og</strong> handboltinn var orðinn<br />

okkar vopn. Sá maður sem innleiddi<br />

þetta til okkar að mínu mati<br />

var Bodgan Kowalscyk, hann kom<br />

okkur upp úr hjólförum áhugamennsku<br />

í alvöru handbolta <strong>og</strong><br />

þar með var þetta gjörsamlega innleitt<br />

í íslensku þjóðarsálina. Hann<br />

gjörbreytti landslaginu í handboltanum<br />

<strong>og</strong> gaf aðra innsýn hvernig<br />

þjóðin ætti að líta á sig sem alvöru<br />

handboltaþjóð, allt annað form <strong>og</strong><br />

hugsunarháttur. Við lifum ennþá<br />

af þessu í dag <strong>og</strong> ber rétt að geta<br />

þess að margir af þeim leikmönnum<br />

sem hann þjálfaði eru afbragsgóðir<br />

þjálfarar í dag.“<br />

Þar á Guðjón við menn eins<br />

<strong>og</strong> landsliðsþjálfarann Guðmund<br />

Guðmundsson, Alfreð Gíslason <strong>og</strong><br />

Kristján Arason. Það verður gaman<br />

að sjá í komandi framtíð hvernig<br />

árangur íslenska liðsins undanfarin<br />

ár skilar sér, en góður árangur á<br />

stórmótum er ávallt mikil sáning til<br />

nýrra kynslóða. Áhugi á handboltanum<br />

<strong>og</strong> þátttaka hjá börnum <strong>og</strong><br />

unglingum stóreykst <strong>og</strong> skilar sér<br />

í góðri uppskeru þegar fram líða<br />

stundir.<br />

Hvergi hlutfallslega meira<br />

horft á handbolta en á Íslandi<br />

Þegar stórmót eru í handbolta, þá<br />

kemst enginn annar sjónvarpsviðburður<br />

með tærnar þar sem útsendingar<br />

frá leikjunum hafa hælana.<br />

Raða leikirnir sér í efstu sætin<br />

á vikulegum topplista yfir sjónvarpsáhorf<br />

sem Capacent Gallup<br />

gefur út. Hefur þetta vakið athygli<br />

„Þetta er svo<br />

inngreipt í<br />

þjóðina <strong>og</strong><br />

getur maður<br />

vart hugsað<br />

sér þjóðfélagið<br />

án handboltamenningarinnar.<br />

“<br />

<strong>og</strong> gerði þýski handboltavefurinn,<br />

handball-world.com, áhorfstölur á<br />

leiki Íslands í sjónvarpinu að umfjöllunarefni<br />

á síðu sinni, þegar<br />

EM í Austurríki fór fram 2010. Þar<br />

segir m.a. að Þjóðverjar hafi verið<br />

mjög ánægðir með það að um<br />

sex milljónir manna hafi horft á<br />

leik Þýskalands <strong>og</strong> Spánar. Einnig<br />

að áhorf í Austurríki hafi farið fram<br />

úr björtustu vonum, en rúmlega<br />

300 þúsund manns horfðu á leik<br />

Austurríkis <strong>og</strong> Króatíu í beinni útsendingu<br />

í sjónvarpi. Það búa tæpar<br />

átta milljónir manna í Austurríki<br />

en fjórtán prósent þeirra sem voru<br />

að horfa á sjónvarp á meðan á<br />

leiknum við Króatíu stóð voru að<br />

horfa á leikinn. Svo segir áfram að<br />

Þýskaland <strong>og</strong> Austurríki eigi ekki<br />

roð í handboltaáhugann á Íslandi<br />

<strong>og</strong> vitnar þar þýski vefurinn í umfjöllun<br />

á heimasíðu EHF, Evrópska<br />

handknattleikssambandsins, þar<br />

sem kemur fram að 82% áhorf<br />

hafi verið á Íslandi á leik Íslands<br />

<strong>og</strong> Danmerkur sem spilaður var á<br />

laugardegi. Mánudeginum þar á<br />

eftir, þegar Ísland lék gegn Króatíu<br />

klukkan þrjú á virkum vinnudegi,<br />

hafi mælst 67% áhorf á Íslandi <strong>og</strong><br />

að 99% þeirra sem voru að horfa<br />

á sjónvarp á þeim tíma hafi verið<br />

að horfa á leikinn. Segir í frétt vefsins<br />

að svona tölur hafi ekki einu<br />

sinni sést þegar sjálfur úrslitaleikurinn<br />

í heimsmeistaramótinu í<br />

knattspyrnu fór fram í Þýskalandi<br />

2006.<br />

Þessar tölur sýna hinn geysimikla<br />

áhuga íslensku þjóðarinnar<br />

á þessum fjölmiðlahátíðum sem<br />

EM <strong>og</strong> HM eru. Þess ber að geta<br />

að þegar Ísland er ekki að spila á<br />

svona stórmóti, þá er áhuginn fyrir<br />

mótinu nánast enginn. Þegar það<br />

gerðist að Ísland komst ekki á HM<br />

2009, þá var áhuginn fyrir þessum<br />

sjónvarpsviðburði svo lítill að engin<br />

sjónvarpsstöð á Íslandi sá ástæðu<br />

til þess að sýna frá mótinu. Endurspeglar<br />

þetta hver er drifkrafturinn<br />

á bak við áhuga Íslendinga á þessari<br />

fjölmiðlahátíð, en það er þjóðerniskenndin<br />

<strong>og</strong> þjóðarstoltið, þar<br />

sem sjálf þjóðaríþróttin er í húfi.<br />

Þessi stórmót hafa svo mikla þýðingu<br />

fyrir íslensku þjóðarsálina að<br />

þegar þau fara fram, þá hafa þau<br />

mikil áhrif á orðræðuna í íslensku<br />

samfélagi.<br />

(Grein þessi var ein af fjölmiðlaafurðum<br />

Eiríks Einarssonar, ritstjóra<br />

blaðsins, í lokaverkefni Mastersnáms<br />

í Blaða- <strong>og</strong> fréttamennsku<br />

frá HÍ vorið 2011)


12<br />

EM í Serbíu 2012<br />

B-RIÐILL Þýskaland • Svíþjóð • Tékkland • Makedónía<br />

Í þessum riðli mætti ætla að það yrðu Þýskaland, Svíþjóð <strong>og</strong> Tékkland sem færu<br />

áfram í milliriðil <strong>og</strong> myndu berjast um það hvert þeirra tæki með sér flestu stigin<br />

þangað. En það má alls ekki vanmeta Makedóníumenn sem er að spila á hálfgerðum<br />

heimavelli <strong>og</strong> njóta þess að þekkja mæta vel hvernig það er að spila í löndum<br />

Balkanskaga. Þjóðverjar eru svolítið spurningarmerki. Þeir eru að ganga í gegnum<br />

ákveðinn endurnýjunartíma <strong>og</strong> það gæti staðið þeim fyrir þrifum í þessu móti. Svíar<br />

<strong>og</strong> Tékkar eru með frambærileg lið, en hvort að þau séu nægilega sterk til þess að<br />

ná í undanúrslitin er aftur á móti annað mál. Það mun skipta miklu máli upp á framhaldið<br />

hvað þau lið sem komast áfram upp úr þessum riðli taka með sér mörg stig í<br />

milliriðilinn. Sú staða gæti hæglega komið upp að þjóðirnar væru að taka stig hver<br />

af annarri <strong>og</strong> að ekkert lið færi með fullt hús stiga í milliriðilinn. Þetta verður spennandi<br />

riðill, þar sem allt getur gerst <strong>og</strong> verður fróðlegt að sjá hverjir komast áfram.<br />

Þýskaland<br />

Leiðin á EM<br />

Þýskaland-Austurríki 26:26<br />

Lettland-Þýskaland 18:36<br />

Ísland-Þýskaland 36:31<br />

Þýskaland-Ísland 39:28<br />

Austurríki-Þýskaland 20:28<br />

Þýskaland-Lettland 32:22<br />

Þýskaland 6 4 1 1 9<br />

Ísland 6 4 0 2 8<br />

Austurríki 6 3 1 2 7<br />

Lettland 6 0 0 6 0<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 9. sæti<br />

1996 8. sæti<br />

1998 3. sæti<br />

2000 9. sæti<br />

2002 2. sæti<br />

2004 Evrópumeistarar<br />

2006 5. sæti<br />

2008 4. sæti<br />

2010 10. sæti<br />

Svíþjóð<br />

Leiðin á EM<br />

Svíþjóð-Svartfj.land 30:27<br />

Ísrael-Svíþjóð 28:32<br />

Slóvakía-Svíþjóð 23:21<br />

Svíþjóð-Slóvakía 26:21<br />

Svartfj.land-Svíþjóð 28:39<br />

Svíþjóð-Ísrael 28:17<br />

Svíþjóð 6 5 0 1 10<br />

Slóvakía 6 5 0 1 10<br />

Svartfj.land 6 1 0 5 2<br />

Ísrael 6 1 0 5 2<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Evrópumeistarar<br />

1996 4. sæti<br />

1998 Evrópumeistarar<br />

2000 Evrópumeistarar<br />

2002 Evrópumeistarar<br />

2004 7. sæti<br />

2006 Ekki með<br />

2008 5. sæti<br />

2010 15. sæti<br />

Gerum upp baðherbergið frá A-Ö<br />

Tékkland<br />

Leiðin á EM<br />

Tékkland-Grikkland 32:20<br />

Holland-Tékkland 25:33<br />

Tékkland-Noregur 29:26<br />

Noregur-Tékkland 24:22<br />

Grikkland-Tékkland 26:24<br />

Tékkland-Holland 38:26<br />

Noregur 6 5 0 1 10<br />

Tékkland 6 4 0 2 8<br />

Grikkland 6 2 1 3 5<br />

Holland 6 0 1 5 1<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 6. sæti<br />

1998 10. sæti<br />

2000 Ekki með<br />

2002 8. sæti<br />

2004 11. sæti<br />

2006 Ekki með<br />

2008 14. sæti<br />

2010 8. sæti<br />

Makedónía<br />

Leiðin á EM<br />

Makedónía-Eistland 30:25<br />

Bosnía Her.-Makedónía 28:28<br />

Makedónía-Ungverjaland 22:29<br />

Ungverjaland-Makedónía 29:26<br />

Eistland-Makedónía 25:31<br />

Makedónía-Bosnía Her. 25:19<br />

Ungverjaland 6 6 0 0 12<br />

Makedónía 6 3 1 2 7<br />

Eistland 6 2 0 4 4<br />

Bosnía Her. 6 0 1 5 1<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 Ekki með<br />

1998 Ekki með<br />

2000 Ekki með<br />

2002 Ekki með<br />

2004 Ekki með<br />

2006 Ekki með<br />

2008 Ekki með<br />

Fagleg ráðgjöf við val<br />

á hreinlætistækjum<br />

Spekingarnir spá í riðlana - B-riðill<br />

Sérhæfum okkur<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

í endurgerð baðherbergja<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þessi riðill spilast eftir bókinni, þar sem Þjóðverjar<br />

vinna sína leiki, Svíar verða í 2. sæti, Tékkar í 3. sæti <strong>og</strong> Makedónar reka<br />

lestina án sigurs.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Skemmtilegur riðill, þar sem erfitt er að spá fyrir<br />

um úrslit. Þýskaland <strong>og</strong> Svíþjóð eru með mestu breiddina, á meðan Makedónía<br />

<strong>og</strong> Tékkland hafa í sínum röðum tvo af fremstu handboltamönnum<br />

heims. Spái því að Filip Jycha <strong>og</strong> félagar hans frá Tékklandi verði frekar óvænt<br />

úr leik eftir riðlakeppnina.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Fyrirfram má gera ráð fyrir því að Þýskaland <strong>og</strong><br />

Svíþjóð keppi um sigur í þessum riðli <strong>og</strong> spái ég því að Þjóðverjar sigri riðilinn,<br />

Svíþjóð verði í 2. sæti, Makedónía í 3. sæti <strong>og</strong> Tékkland í 4. sæti.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Þýskaland <strong>og</strong> Tékkland komast hér áfram. Þjóðverjarnir eru<br />

bara með það innprentað lið <strong>og</strong> munu vinna tvo sigra. Svíþjóð mun ekki ná<br />

sér á strik eins <strong>og</strong> í síðustu keppni <strong>og</strong> verða líklega vonbrigði mótsins.<br />

Páll Ólafsson: Að mínu mati slakasti riðilinn í keppninni. Held samt að Svíar<br />

geri gott mót að þessu sinni. Þjóðverjar hafa verið í basli síðustu ár, <strong>og</strong> held<br />

ég að það hafi verið heillaspor fyrir þá að losa sig við Heiner Brand, en það<br />

tekur nýjan þjálfara einhvern lengri tíma að móta sitt lið. Svíar sigra þennan<br />

riðill nokkuð örugglega, Þjóðverjar vinna Tékka <strong>og</strong> Makedóna <strong>og</strong> fá 2. sætið,<br />

<strong>og</strong> síðan gera Tékkar <strong>og</strong> Makedónar jafntefli <strong>og</strong> Tékkar hirða 3. sætið á betri<br />

markatölu, en fara áfram með ekkert stig.<br />

Siggi Sveins: Það verða Þjóðverjar, Svíar <strong>og</strong> Tékkar sem fara áfram í þessum<br />

riðli en það verður samt ekkert af þeim sem fer áfram með fullt hús stiga.<br />

Valdimar Grímsson: Hér reikna ég með því að Þýskaland, Svíar <strong>og</strong> Makedónar<br />

fari áfram. Það má segja um Makedóníu að þeir geta spilað af mjög<br />

misjafnri getu á meðan Tékkar eru meira svona gefin stærð.<br />

Velkomin í<br />

verslun okkar<br />

að Smiðjuvegi<br />

9 (gul gata)<br />

150<br />

baðherbergi<br />

afgreidd 2011<br />

dv ehf. / davíð þór<br />

100% ENDUR-<br />

GREIÐSLA


14<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Góð markvarsla skiptir mjög miklu máli<br />

EM viðtal við Björgvin Pál Gústavsson<br />

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður<br />

íslenska liðsins, hefur heldur betur<br />

tekið stórum framförum síðustu árin,<br />

bæði með landsliðinu <strong>og</strong> í atvinnumennskunni.<br />

Það er svo komið að menn eru farnir að telja<br />

hann á meðal bestu markvarða í handboltaheiminum<br />

í dag. Það er mikil lyftistöng fyrir<br />

árangur Íslands á stórmótum, en lið verður að<br />

hafa á að skipa heimsklassa markverði ef það<br />

ætlar sér stóra hluti á stórmótum eins <strong>og</strong> EM,<br />

þar sem allir bestu handboltamenn heims<br />

eru samankomnir. Björgvin er orðinn góður af<br />

meiðslunum sem voru að hrjá hann í haust <strong>og</strong><br />

mætir fílefldur til leiks í Serbíu. Enda þykir honum<br />

fátt skemmtilegra en að spila með íslenska<br />

liðinu á stórmóti með tilheyrandi stemningu í<br />

kringum það.<br />

-Það er alltaf sama góða stemningin Björgvin?<br />

„Já, það er alltaf svoleiðis þegar maður hittir<br />

strákana <strong>og</strong> hópinn. Það er mikil uppörvun <strong>og</strong><br />

hvatning þegar landsliðið kemur saman <strong>og</strong><br />

síður en svo að við lítum á þetta sem eitthvert<br />

hörkupúl <strong>og</strong> erfiði. Þótt þetta taki á <strong>og</strong> menn<br />

verði að hafa sig allan við, þá er það bara svo<br />

mikið sem leysist úr læðingi þegar landsliðið<br />

kemur saman <strong>og</strong> fer á stórmót. Það er eins <strong>og</strong><br />

Óli Stefáns orðaði það svo skemmtilega hér<br />

um árið, að það að fara í undirbúning <strong>og</strong> á<br />

stórmót með landsliðinu væri eins <strong>og</strong> að vera<br />

á skemmtilegu leikjanámskeiði. Þetta er svo<br />

frískandi <strong>og</strong> skemmtilegt að maður gleymir<br />

öllu erfiðinu í kringum þetta. Svo er það alltaf<br />

góð tilfinning að koma á klakann, færir manni<br />

mikla hugarró <strong>og</strong> maður verður afslappaðri<br />

fyrir vikið,“ segir Björgvin Páll.<br />

-Hefur það svo ekki alltaf sitt að segja að<br />

finna meðbyrinn frá íslensku þjóðinni þegar<br />

þið komist að segja má í bein tengsl við<br />

hana?<br />

„Jú, maður finnur alltaf fyrir meðbyrnum.<br />

Stuðningur þjóðarinnar er alveg ómetanlegur<br />

<strong>og</strong> það er svo gaman ef við getum glatt land<br />

<strong>og</strong> þjóð. Við skynjum líka svo sterkt alla eftirvæntinguna.<br />

Það er eitthvað mikið að fara að<br />

gerast: Íslenska landsliðið er að fara að spila á<br />

stórmóti í handbolta. Við vitum að fólkið hér<br />

heima er að fylgjast með okkur <strong>og</strong> tökum þá<br />

strauma með okkur. Áhugi <strong>og</strong> stuðningur Íslendinga<br />

er alveg einstakur. Þegar maður er að<br />

segja frá þessu úti, að allt að 90% Íslendinga<br />

séu að horfa á okkur spila, þá er okkur varla<br />

trúað. Það er gert létt grín að okkur eins <strong>og</strong> við<br />

séum að ýkja <strong>og</strong> segja einhverjar furðufréttir,<br />

en þetta er staðreynd <strong>og</strong> við vitum svo sannarlega<br />

af því,“ segir Björgvin.<br />

EM 2012 í Serbíu er fjórða stórmót Björgvins<br />

Páls. Hann byrjaði með liðinu sem sótti silfur<br />

á Ólympíuleikana í Peking árið 2008, fór svo<br />

<strong>og</strong> sótti bronsið á EM í Austurríki 2010 <strong>og</strong><br />

var svo með á HM í fyrra þegar Ísland náði<br />

6. sætinu.<br />

„Þegar við berum þessi mót saman, þá er undirbúningurinn<br />

<strong>og</strong> allt atferlið á mótunum með<br />

mjög líku sniði. Við erum hópur sem er búinn<br />

að vera saman mjög lengi <strong>og</strong> við gjörþekkjum<br />

hver annan. Auðvitað breytum við alltaf einhverju<br />

á milli móta <strong>og</strong> erum með nýjar áherslur<br />

<strong>og</strong> ný kerfi sem við tökum inn í heildarmyndina.<br />

Við byggjum þó alltaf á sama grunni <strong>og</strong><br />

bætum í <strong>og</strong> fínpússum það sem þarf. Þannig<br />

göngum við alltaf að því vísu hvað á að fara að<br />

gera, þróum það jafnt <strong>og</strong> þétt <strong>og</strong> getum nýtt<br />

okkur það á komandi árum <strong>og</strong> stórmótum.“<br />

-Ertu ekki orðinn heill af meiðslunum í öxlinni?<br />

„Jú, ég er orðinn heill af axlarmeiðslunum. Það<br />

er kannski að bakið sé eitthvað að stríða mér<br />

öðru hverju, en maður hugsar ekkert um það<br />

þegar út í leikina er komið. Þetta er líka svo lítið<br />

að það er ekkert til þess að tala um,“ segir<br />

Björgvin kokhraustur <strong>og</strong> vill ekki hlusta á neitt<br />

væl.<br />

Það vantar ekki eldmóðinn í Björgvin Pál,<br />

sem endurspeglar hugarfar <strong>og</strong> markmið<br />

landsliðsins, þegar talið berst að EM í Serbíu<br />

<strong>og</strong> liðunum sem Ísland kemur til með að<br />

mæta þar. Þar er eingöngu hugsað um það<br />

að fara út í hvern leik til þess að sigra hann<br />

<strong>og</strong> þá skiptir engu máli hver andstæðingurinn<br />

er.<br />

„Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa keppni, enda<br />

þýðir ekkert annað. Maður finnur alveg kraftinn,<br />

trúna <strong>og</strong> getuna í hópnum. Svo er bara að<br />

mæta í leikina með því hugarfari að sigra <strong>og</strong><br />

ekkert annað. Það kemur svo bara í ljós eftir<br />

á hvernig til hefur tekist hverju sinni. Við vitum<br />

alveg hvað við þurfum að gera til þess að<br />

undirbúa okkur sem best <strong>og</strong> höfum notað tímann<br />

vel fram að móti til þess að fínstilla allt það<br />

sem þarf. Það er of seint að fara að vinna í því<br />

þegar á hólminn er komið. Ég hef mjög góða<br />

tilfinningu fyrir þessu móti <strong>og</strong> að við mætum<br />

rétt stemmdir <strong>og</strong> með hlutina á hreinu,“ segir<br />

Björgvin.<br />

„Við eigum mjög erfiðan fyrsta leik á móti Króötum<br />

<strong>og</strong> það er mjög mikilvægt að ná hagstæðum<br />

úrslitum gegn þeim. Við hugsum um<br />

hvern leik fyrir sig <strong>og</strong> einbeitum okkur að honum.<br />

Við erum með reynslumikið lið <strong>og</strong> vitum<br />

að svona stórmót er langhlaup. Hvernig sem<br />

úrslitin verða gegn Króatíu, góð eða slæm, þá<br />

höldum við okkur við efnið <strong>og</strong> förum strax að<br />

undirbúa okkur fyrir næsta leik sem verður<br />

gegn Noregi. Við látum það ekkert slá okkur út<br />

af laginu þó við töpum fyrir Króatíu <strong>og</strong> gætum<br />

þess að halda okkur á jörðinni ef við sigrum.<br />

EM 2010 byrjaði ekki vel hjá okkur þegar við<br />

misstum tvo næstum unna leiki niður í jafntefli.<br />

Það var gegn Serbíu <strong>og</strong> Austurríki. Við létum<br />

það ekkert á okkur fá, heldur héldum ótrauðir<br />

áfram <strong>og</strong> niðurstaðan varð sú að við unnum<br />

bronsið. Leikurinn gegn Króatíu verður ákveðinn<br />

lykilleikur í riðlinum <strong>og</strong> ef við náum tveim<br />

stigum þar, þá stöndum við nokkuð vel að vígi<br />

fyrir framhaldið, ef Króatía kemst áfram í milliriðilinn<br />

sem flestir telja líklegt. Annars er riðillinn<br />

mjög jafn <strong>og</strong> það getur allt gerst í honum<br />

<strong>og</strong> allir unnið alla. Allir leikirnir í riðlinum eru<br />

úrslitaleikir, þar sem barist er til síðasta blóðdropa<br />

<strong>og</strong> hvert einasta stig skiptir mjög miklu<br />

máli. Það er mjög mikilvægt að komast áfram<br />

upp úr riðlinum, helst með fjögur stig í milliriðilinn<br />

<strong>og</strong> ekki minna en tvö, því þar verða mjög<br />

erfiðir mótherjar, eins <strong>og</strong> Frakkland <strong>og</strong> Spánn,“<br />

segir Björgvin Páll <strong>og</strong> ætlar sér ekkert annað en<br />

að gera góða hluti í marki Íslands á EM í Serbíu,<br />

því hann veit að góð markvarsla er lykilatriði<br />

til þess að ná góðum árangri á slíku stórmóti<br />

sem EM er.<br />

ENNEMM / SÍA / NM49712<br />

Hvernig fara leikirnir?<br />

Ísland - Noregur<br />

> Saman náum við árangri<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Enn einn hörkuleikurinn, þarna verður allt í járnum en ég hallast<br />

að strákarnir okkar taki þetta í lokin <strong>og</strong> landi þægilegum sigri. 28:25 fyrir Ísland.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Það hafa verið gríðarlega jafnir leikir á milli þessara liða undanfarin<br />

ár en nú virðist sem að Strandamaðurinn sé úr leik, Kjelling er sennilega meiddur <strong>og</strong><br />

Steinar Ege hvílir, því spái ég okkur góðum sigri 33 - 26.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Þessar þjóðir hafa keppt innbyrðis ansi oft á undanförnum<br />

árum. Reikna með íslenskum sigri, 32 - 28.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Þessi leikur fer 31-28 fyrir Ísland. Norðmenn eru án einhverra lykilmanna<br />

<strong>og</strong> ég held að þetta verði leikurinn sem verði auðveldastur í riðlinum.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Hef einhvern veginn aldrei haft trú á Norðmönnum í karlahandbolta <strong>og</strong><br />

það hefur ekkert breyst. Því mætum við sprækir eftir hvíldardag <strong>og</strong> tökum Norðmennina<br />

kannski ekki í nefið, en vinnum þá <strong>og</strong> það er það sem skiptir máli. Þetta verður svona<br />

leikur sem við leiðum allan leikinn, en náum einhvern veginn ekki að slíta þá frá okkur<br />

almennilega. En samt nokkuð þægilegur sigur.<br />

Siggi Sveins: Héðinn gamli, þjálfari Norðmanna hefur nú ekki verið að ríða feitu hrossi<br />

með liðið að undanförnu. Eins <strong>og</strong> við vitum í gegnum aldirnar, þá eru frændur okkar mun<br />

sterkari í skíðagöngunni en samt hafa þeir oftar en ekki náð að hanga í okkur. Í þessum<br />

leik eiga þeir ekki möguleika. Þrátt fyrir að vera með ágætis lið, þá hafa þeir ekki nógu gott<br />

hjarta til að klára okkur.<br />

Valdimar Grímsson: Við eigum eftir að lenda í vandræðum hér <strong>og</strong> töpum með tveim<br />

mörkum, 31 - 29.<br />

Við þekkjum þetta. Við vitum hvað metnaður <strong>og</strong> atorka skipta miklu máli.<br />

En við vitum líka að samvinnan er lykillinn að framúrskarandi árangri.<br />

Samskip styðja með stolti við bakið á strákunum okkar.<br />

www.samskip.is


16<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Saga EM í handbolta frá upphafi<br />

1994 Portúgal<br />

A-riðill<br />

Rússland 27:20 Rúmenía<br />

Frakkland 27:25 Króatía<br />

Þýskaland 23:24 Hvíta-Rússland<br />

Rúmenía 27:26 Frakkland<br />

Rússland 31:23 Hvíta-Rússland<br />

Króatía 24:22 Þýskaland<br />

Rússland 21:18 Króatía<br />

Frakkland 21:21 Þýskaland<br />

Rúmenía 24:33 Hvíta-Rússland<br />

Frakkland 32-29 Hvíta-Rússland<br />

Þýskaland 16-25 Rússland<br />

Króatía 24-23 Rúmenía<br />

Króatía 29:21 Hvíta-Rússland<br />

Þýskaland 25:19 Rúmenía<br />

Rússland 18:17 Frakkland<br />

Rússland 5 5 0 0 122:94 10<br />

Króatía 5 3 0 2 120:114 6<br />

Frakkland 5 2 1 2 123:120 5<br />

Hvíta-Rússland 5 2 0 3 130:139 4<br />

Þýskaland 5 1 1 3 107:113 3<br />

Rúmenía 5 1 0 4 113:135 2<br />

B-riðill<br />

Spánn 25:20 Ungverjaland<br />

Svíþjóð 22:17 Slóvenía<br />

Danmörk 24:17 Portúgal<br />

Ungverjaland 18:22 Svíþjóð<br />

Portúgal 18:24 Spánn<br />

Slóvenía 19:19 Danmörk<br />

Spánn 24:16 Slóvenía<br />

Svíþjóð 22:16 Danmörk<br />

Ungverjaland 19:18 Portúgal<br />

Svíþjóð 26:21 Portúgal<br />

Danmörk 25:22 Spánn<br />

Slóvenía 19:24 Ungverjaland<br />

Portúgal 22:23 Slóvenía<br />

Danmörk 23:19 Ungverjaland<br />

Spánn 19:22 Svíþjóð<br />

Svíþjóð 5 5 0 0 114:91 10<br />

Danmörk 5 5 0 0 107:99 7<br />

Spánn 5 3 0 2 114:101 6<br />

Ungverjaland 5 2 0 3 100:107 4<br />

Slóvenía 5 1 1 3 94:111 3<br />

Portúgal 5 0 0 5 96:116 0<br />

11.-12. sæti Rúmenía 38:21 Portúgal<br />

9.-10. sæti Þýskaland 28:18 Slóvenía<br />

7.-8. sæti Ungverjaland 28:24 Hvíta-Rússland<br />

5.-6. sæti Spánn 28:25 Frakkland<br />

Undanúrslit Rússland 29:20 Danmörk<br />

Undanúrslit Svíþjóð 24:21 Króatía<br />

3.-4. sæti Króatía 24:23 Danmörk<br />

Úrslitaleikur Svíþjóð 34:21 Rússland<br />

1996 Spánn<br />

A-riðill<br />

Króatía 30:27 Ungverjaland<br />

Rússland 22:18 Slóvenía<br />

Júgóslavía 23:22 Þýskaland<br />

Rússland 33:21 Ungverjaland<br />

Þýskaland 21:26 Króatía<br />

Slóvenía 20:21 Júgóslavía<br />

Króatía 26:22 Slóvenía<br />

Rússland 20:20 Júgóslavía<br />

Þýskaland 24:24 Ungverjaland<br />

Rússland 22:18 Þýskaland<br />

Júgóslavía 27:24 Króatía<br />

Slóvenía 17:21 Ungverjaland<br />

Þýskaland 25:16 Slóvenía<br />

Júgóslavía 26:24 Ungverjaland<br />

Króatía 21:28 Rússland<br />

Rússland 5 4 1 0 125:98 9<br />

Júgóslavía 5 4 1 0 117:110 9<br />

Króatía 5 3 0 2 127:125 6<br />

Þýskaland 5 1 1 3 110:111 3<br />

Ungverjaland 5 1 1 3 117:130 3<br />

Slóvenía 5 0 0 5 93:115 0<br />

B-riðill<br />

Tékkland 32:25 Rúmenía<br />

Svíþjóð 23:24 Spánn<br />

Danmörk 22:25 Frakkland<br />

Rúmenía 24:28 Svíþjóð<br />

Frakkland 29:31 Tékkland<br />

Spánn 28:22 Danmörk<br />

Tékkland 21:25 Spánn<br />

Svíþjóð 23:21 Danmörk<br />

Rúmenía 20:27 Frakkland<br />

Svíþjóð 26:20 Frakkland<br />

Danmörk 22:28 Tékkland<br />

Spánn 26:21 Rúmenía<br />

Frakkland 29:21 Spánn<br />

Danmörk 21:27 Rúmenía<br />

Tékkland 17:24 Svíþjóð<br />

Spánn 5 4 0 1 124:116 8<br />

Svíþjóð 5 4 0 1 124:106 8<br />

Tékkland 5 3 0 2 129:125 6<br />

Frakkland 5 3 0 2 130:120 6<br />

Rúmenía 5 1 0 4 117:134 2<br />

Danmörk 5 0 0 5 108:131 0<br />

11.-12. sæti Slóvenía 27:24 Danmörk<br />

9.-10. sæti Rúmenía 28:27 Ungverjaland<br />

7.-8. sæti Frakkland 24:21 Þýskaland<br />

5.-6. sæti Króatía 27:25 Tékkland<br />

Undanúrslit Rússland 24:21 Svíþjóð<br />

Undanúrslit Spánn 27:23 Júgóslavía<br />

3.-4. sæti Júgóslavía 26:25 Svíþjóð<br />

Úrslitaleikur Rússland 23:22 Spánn<br />

1998 Ítalía<br />

A-riðill<br />

Frakkland 20:20 Litháen<br />

Júgóslavía 26:19 Ítalía<br />

Þýskaland 20:21 Svíþjóð<br />

Litháen 22:30 Júgóslavía<br />

Svíþjóð 25:22 Frakkland<br />

Ítalía 18:26 Þýskaland<br />

Frakkland 23:22 Ítalía<br />

Júgóslavía 22:29 Þýskaland<br />

Litháen 21:27 Svíþjóð<br />

Júgóslavía 19:29 Svíþjóð<br />

Þýskaland 30:23 Frakkland<br />

Ítalía 18:19 Litháen<br />

Svíþjóð 28:29 Ítalía<br />

Þýskaland 20:18 Litháen<br />

Frakkland 22:28 Júgóslavía<br />

Svíþjóð 5 4 0 1 130:111 8<br />

Þýskaland 5 4 0 1 125:102 8<br />

Júgóslavía 5 3 0 2 125:121 6<br />

Frakkland 5 1 1 3 110:125 3<br />

Litháen 5 1 1 3 100:115 3<br />

Ítalía 5 1 0 2 106:122 2<br />

B-riðill<br />

Króatía 18:18 Spánn<br />

Ungverjaland 29:20 Makedónía<br />

Rússland 22:21 Tékkland<br />

Spánn 27:17 Ungverjaland<br />

Tékkland 24:30 Króatía<br />

Makedónía 26:26 Rússland<br />

Króatía 28:21 Makedónía<br />

Ungverjaland 20:23 Rússland<br />

Spánn 35:22 Tékkland<br />

Ungverjaland 27:25 Tékkland<br />

Rússland 29:14 Króatía<br />

Makedónía 19:26 Spánn<br />

Tékkland 38:18 Makedónía<br />

Rússland 27:29 Spánn<br />

Króatía 27:28 Ungverjaland<br />

Spánn 5 4 1 0 135:103 9<br />

Rússland 5 3 1 1 127:110 7<br />

Ungverjaland 5 3 0 2 121:122 6<br />

Króatía 5 2 1 2 117:120 5<br />

Tékkland 5 1 0 4 130:132 2<br />

Makedónía 5 0 1 4 104:147 1<br />

11.-12. sæti Ítalía 27:26 Makedónía<br />

9.-10. sæti Litháen 38:36 Tékkland<br />

7.-8. sæti Frakkland 30:28 Króatía<br />

5.-6. sæti Júgóslavía 32:24 Ungverjaland<br />

Undanúrslit Svíþjóð 27:24 Rússland<br />

Undanúrslit Spánn 29:22 Þýskaland<br />

3.-4. sæti Þýskaland 30:28 Rússland<br />

Úrslitaleikur Svíþjóð 25:23 Spánn<br />

2000 Króatía<br />

A-riðill<br />

Spánn 27:22 Króatía<br />

Þýskaland 24:24 Úkraína<br />

Frakkland 24:21 Noregur<br />

Króatía 21:20 Þýskaland<br />

Noregur 21:25 Spánn<br />

Úkraína 22:24 Frakkland<br />

Spánn 27:24 Úkraína<br />

Þýskaland 19:25 Frakkland<br />

Króatía 27:23 Noregur<br />

Þýskaland 22:22 Noregur<br />

Frakkland 28:22 Spánn<br />

Úkraína 18:26 Króatía<br />

Noregur 19:16 Úkraína<br />

Frakkland 26:26 Króatía<br />

Spánn 27:25 Þýskaland<br />

Frakkland 5 4 1 0 127:110 9<br />

Spánn 5 4 0 1 128:120 8<br />

Króatía 5 3 1 1 122:114 7<br />

Noregur 5 1 1 3 106:114 3<br />

Þýskaland 5 0 2 3 110:119 2<br />

Úkraína 5 0 1 4 104:120 1<br />

B-riðill<br />

Rússland 27:26 Danmörk<br />

Svíþjóð 31:23 Ísland<br />

Portúgal 28:27 Slóvenía<br />

Danmörk 22:29 Svíþjóð<br />

Slóvenía 23:27 Rússland<br />

Ísland 25:28 Portúgal<br />

Rússland 25:23 Ísland<br />

Svíþjóð 29:21 Portúgal<br />

Danmörk 24:28 Slóvenía<br />

Svíþjóð 26:24 Slóvenía<br />

Portúgal 20:24 Rússland<br />

Ísland 24:26 Danmörk<br />

Slóvenía 27:26 Ísland<br />

Portúgal 26:28 Danmörk<br />

Rússland 25:28 Svíþjóð<br />

Svíþjóð 5 5 0 0 143:115 10<br />

Rússland 5 4 0 1 128:120 8<br />

Slóvenía 5 2 0 3 129:131 4<br />

Portúgal 5 2 0 3 123:133 4<br />

Danmörk 5 2 0 3 126:134 4<br />

Ísland 5 0 0 5 121:137 0<br />

11.-12. sæti Ísland 26:25 Úkraína<br />

9.-10. sæti Þýskaland 19:17 Danmörk<br />

7.-8. sæti Portúgal 30:27 Noregur<br />

5.-6. sæti Slóvenía 25:24 Króatía<br />

Undanúrslit Rússland 30:23 Frakkland<br />

Undanúrslit Svíþjóð 23:21 Spánn<br />

3.-4. sæti Spánn 24:23 Frakkland<br />

Úrslitaleikur Svíþjóð 32:31 Rússland<br />

2002 Svíþjóð<br />

A-riðill<br />

Svíþjóð 27:21 Úkraína<br />

Pólland 24:25 Tékkland<br />

Tékkland 22:31 Svíþjóð<br />

(Framhald á bls 18)<br />

AFSLÁTTURNú<br />

ALLAN<br />

fylgir<br />

HRIN INN<br />

með ÓB-lyklinum með<br />

sífellt meiri ávinningur ÓB-lyklinum.<br />

Það borgar sig að sækja um lykil strax!<br />

Nú virkar ÓB-lykillinn hjá Olís <strong>og</strong> er því hægt að<br />

nota hann á um 70 stöðum um land allt. Auk þess<br />

að veita afslátt af eldsneyti veitir hann afslátt af<br />

bílavörum, matvörum <strong>og</strong> á veitingastöðum inni<br />

á Olís: Grill 66 <strong>og</strong> Quiznos. Einnig veitir hann<br />

afslátt hjá samstarfsaðilum ÓB, sem eru Max 1<br />

<strong>og</strong> Ellingsen. Nánari upplýsingar um afsláttarkjör<br />

ÓB-lykli á www.ob.is.<br />

Sæktu um<br />

ÓB-lykilinn á<br />

www.ob.is<br />

PIPAR \TBWA


18<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Úkraína 30:23 Pólland<br />

Svíþjóð 28:20 Pólland<br />

Úkraína 27:30 Tékkland<br />

Svíþjóð 3 3 0 0 86:63 6<br />

Tékkland 3 2 0 1 77:82 4<br />

Úkraína 3 1 0 2 78:80 2<br />

Pólland 3 0 0 3 67:83 0<br />

B-riðill<br />

Rússland 25:25 Danmörk<br />

Portúgal 26:15 Ísrael<br />

Ísrael 26:27 Rússland<br />

Danmörk 27:20 Portúgal<br />

Rússland 28:19 Portúgal<br />

Danmörk 29:26 Ísrael<br />

Danmörk 3 2 1 0 81:71 5<br />

Rússland 3 2 1 0 80:70 5<br />

Portúgal 3 1 0 2 65:70 2<br />

Ísrael 3 0 0 3 67:82 0<br />

C-riðill<br />

Spánn 24:24 Ísland<br />

Slóvenía 34:34 Sviss<br />

Sviss 22:24 Spánn<br />

Ísland 31:25 Slóvenía<br />

Spánn 25:20 Slóvenía<br />

Ísland 33:22 Sviss<br />

Ísland 3 2 1 0 88:71 5<br />

Spánn 3 2 1 0 73:66 5<br />

Slóvenía 3 0 1 2 79:90 1<br />

Sviss 3 0 1 2 78:91 1<br />

D-riðill<br />

Frakkland 15:15 Þýskaland<br />

Króatía 22:34 Júgóslavía<br />

Júgóslavía 20:22 Frakkland<br />

Þýskaland 26:21 Króatía<br />

Frakkland 29:27 Króatía<br />

Þýskaland 27:21 Júgóslavía<br />

Þýskaland 3 2 1 0 68:57 5<br />

Frakkland 3 2 1 0 66:62 5<br />

Júgóslavía 3 1 0 2 75:71 2<br />

Króatía 3 0 0 3 70:89 0<br />

Milliriðill A<br />

Svíþjóð 30:26 Rússland<br />

Tékkland 25:31 Danmörk<br />

Úkraína 23:28 Portúgal<br />

Svíþjóð 27:22 Portúgal<br />

Úkraína 17:21 Danmörk<br />

Tékkland 20:29 Rússland<br />

Tékkland 29:27 Portúgal<br />

Úkraína 24:31 Rússland<br />

Svíþjóð 26:27 Danmörk<br />

Danmörk 5 4 1 0 131:113 9<br />

Svíþjóð 5 4 0 1 141:118 8<br />

Rússland 5 3 1 1 139:118 7<br />

Tékkland 5 2 0 3 126:145 4<br />

Portúgal 5 1 0 4 116:134 2<br />

Úkraína 5 0 0 5 112:137 0<br />

Milliriðill B<br />

Ísland 26:26 Frakkland<br />

Spánn 18:19 Þýskaland<br />

Slóvenía 24:24 Júgóslavía<br />

Ísland 34:26 Júgóslavía<br />

Slóvenía 28:31 Þýskaland<br />

Spánn 27:24 Frakkland<br />

Spánn 32:35 Júgóslavía<br />

Slóvenía 21:36 Frakkland<br />

Ísland 29:24 Þýskaland<br />

Ísland 5 3 2 0 144:125 8<br />

Þýskaland 5 3 1 1 116:111 7<br />

Frakkland 5 2 2 1 123:109 6<br />

Saga EM í handbolta frá upphafi<br />

Spánn 5 2 1 2 126:122 5<br />

Júgóslavía 5 1 1 3 126:139 3<br />

Slóvenía 5 0 1 4 118:147 1<br />

11.-12. sæti Úkraína 34:29 Slóvenía<br />

9.-10. sæti Portúgal 31:25 Júgóslavía<br />

7.-8. sæti Spánn 36:29 Tékkland<br />

5.-6. sæti Rússland 31:28 Frakkland<br />

Undanúrslit Þýskaland 28:23 Danmörk<br />

Undanúrslit Svíþjóð 33:22 Ísland<br />

3.-4. sæti Danmörk 29:22 Ísland<br />

Úrslitaleikur Svíþjóð 33:31 Þýskaland<br />

2004 Slóvenía<br />

A-riðill<br />

Svíþjóð 31:25 Úkraína<br />

Rússland 28:20 Sviss<br />

Sviss 24:35 Svíþjóð<br />

Úkraína 27:29 Rússland<br />

Svíþjóð 27:30 Rússland<br />

Úkraína 22:25 Sviss<br />

Rússland 3 3 0 0 87:74 6<br />

Svíþjóð 3 2 0 1 93:79 4<br />

Sviss 3 1 0 2 69:85 2<br />

Úkraína 3 0 0 3 74:85 0<br />

B-riðill<br />

Danmörk 36:32 Portúgal<br />

Spánn 29:30 Króatía<br />

Króatía 26:25 Danmörk<br />

Portúgal 27:33 Spánn<br />

Danmörk 24:20 Spánn<br />

Portúgal 32:32 Króatía<br />

Króatía 3 2 1 0 88:86 5<br />

Danmörk 3 2 0 1 85:78 4<br />

Spánn 3 1 0 2 82:81 2<br />

Portúgal 3 0 1 2 91:101 1<br />

C-riðill<br />

Ísland 28:34 Slóvenía<br />

Tékkland 25:30 Ungverjaland<br />

Ísland 29:32 Ungverjaland<br />

Slóvenía 37:33 Tékkland<br />

Ísland 30:30 Tékkland<br />

Slóvenía 29:29 Ungverjaland<br />

Slóvenía 3 2 1 0 100:90 5<br />

Ungverjaland 3 2 1 0 91:83 5<br />

Tékkland 3 0 1 2 88:97 1<br />

Ísland 3 0 1 2 87:96 1<br />

D-riðill<br />

Þýskaland 26:28 Serbía<br />

Frakkland 29:25 Pólland<br />

Pólland 32:41 Þýskaland<br />

Serbía 20:23 Frakkland<br />

Þýskaland 29:29 Frakkland<br />

Serbía 38:29 Pólland<br />

Frakkland 3 2 1 0 81:74 5<br />

Serbía 3 2 0 1 86:78 4<br />

Þýskaland 3 1 1 1 96:89 3<br />

Pólland 3 0 0 3 86:108 0<br />

Milliriðill A<br />

Rússland 31:36 Danmörk<br />

Spánn 28:29 Svíþjóð<br />

Rússland 36:30 Spánn<br />

Króatía 28:26 Svíþjóð<br />

Danmörk 34:20 Sviss<br />

Króatía 30:27 Sviss<br />

Sviss 24:26 Spánn<br />

Svíþjóð 28:34 Danmörk<br />

Rússland 24:24 Króatía<br />

Króatía 5 4 1 0 138:131 9<br />

Danmörk 5 4 0 1 153:125 8<br />

Rússland 5 3 1 1 149:137 7<br />

Svíþjóð 5 2 0 3 145:144 4<br />

Spánn 5 1 0 4 133:143 2<br />

Sviss 5 0 0 5 115:153 0<br />

Milliriðill B<br />

Slóvenía 27:20 Serbía<br />

Þýskaland 28:23 Ungverjaland<br />

Slóvenía 24:31 Þýskaland<br />

Frakkland 29:21 Ungverjaland<br />

Serbía 37:30 Tékkland<br />

Frakkland 31:32 Tékkland<br />

Tékkland 27:37 Þýskaland<br />

Serbía 29:29 Ungverjaland<br />

Slóvenía 27:22 Frakkland<br />

Þýskaland 5 3 1 1 151:131 7<br />

Slóvenía 5 3 1 1 144:135 7<br />

Frakkland 5 2 1 2 134:129 5<br />

Serbía 5 2 1 2 134:135 5<br />

Ungverjaland 5 1 2 2 132:140 4<br />

Tékkland 5 1 0 4 147:172 2<br />

7.-8. sæti Svíþjóð 35:34 Serbía<br />

5.-6. sæti Rússland 28:26 Frakkland<br />

Undanúrslit Slóvenía 27:25 Króatía<br />

Undanúrslit Þýskaland 22:20 Danmörk<br />

3.-4. sæti Danmörk 31:27 Króatía<br />

Úrslitaleikur Þýskaland 30:25 Slóvenía<br />

2006 Sviss<br />

A-riðill<br />

Slóvenía 29:25 Sviss<br />

Pólland 33:24 Úkraína<br />

Úkraína 31:33 Slóvenía<br />

Sviss 31:31 Pólland<br />

Slóvenía 33:31 Pólland<br />

Sviss 30:37 Úkraína<br />

Slóvenía 3 3 0 0 95-87 6<br />

Pólland 3 1 1 1 95-88 3<br />

Úkraína 3 1 0 2 92-96 2<br />

Sviss 3 0 1 2 86-97 1<br />

B-riðill<br />

Þýskaland 31:31 Spánn<br />

Frakkland 35:21 Slóvakía<br />

Slóvakía 26:31 Þýskaland<br />

Spánn 29:26 Frakkland<br />

Þýskaland 25:27 Frakkland<br />

Spánn 34:25 Slóvakía<br />

Spánn 3 2 1 0 94-82 5<br />

Frakkland 3 2 0 1 88-75 4<br />

Þýskaland 3 1 1 1 87-84 3<br />

Slóvakía 3 0 0 3 72-100 0<br />

C-riðill<br />

Danmörk 29:25 Ungverjaland<br />

Ísland 36:31 Serbía-Svartfjallaland<br />

Ísland 28:28 Danmörk<br />

Ungverjaland 24:29 Serbía-Svartfjallaland<br />

Danmörk 33:29 Serbía-Svartfjallaland<br />

Ísland 31:35 Ungverjaland<br />

Danmörk 3 2 1 0 90-82 5<br />

Ísland 3 1 1 1 95-94 3<br />

Serbía-Svartfj. 3 1 0 2 89-93 2<br />

Ungverjaland 3 1 0 2 84-89 2<br />

D-riðill<br />

Króatía 24:21 Portúgal<br />

Rússland 24:21 Noregur<br />

Noregur 28:32 Króatía<br />

Portúgal 32:35 Rússland<br />

Króatía 29:30 Rússland<br />

Portúgal 27:37 Noregur<br />

(Framhald á bls 22)<br />

FYRIR LÍKAMA OG SÁL Í BYRJUN ÁRS<br />

Himnesk<br />

heilsubót<br />

fyrir alla<br />

fjölskylduna<br />

opnar<br />

snemma<br />

í öllum<br />

veðrum<br />

í þínu<br />

hverfi


Milano ekta hægindastóll<br />

á frábæru EM tilboði !<br />

Til í 4 litum:<br />

<br />

fyrir framan EM !<br />

A-RIÐILL<br />

Áfram Ísland!<br />

Allir leikir í beinni<br />

B-RIÐILL C-RIÐILL D-RIÐILL<br />

Sunnudagur 15. janúar kl. 17:15<br />

PÓLLAND<br />

SERBÍA<br />

Sunnudagur 15. janúar kl. 17:15<br />

ÞÝSKALAND TÉKKLAND<br />

Mánudagur 16. janúar kl. 17:15<br />

FRAKKLAND<br />

SPÁNN<br />

Mánudagur 16. janúar kl. 17:10<br />

NOREGUR<br />

SLÓVENÍA<br />

DANMÖRK<br />

kl. 19:15<br />

SLÓVAKÍA<br />

SVÍÞJÓÐ<br />

kl. 19:15<br />

MAKEDÓNÍA<br />

UNGVERJALAND<br />

kl. 19:15<br />

RÚSSLAND<br />

ÍSLAnd<br />

kl. 19:10<br />

kRÓATÍA<br />

Þriðjudagur 17. janúar kl. 17:15<br />

SLÓVAKÍA<br />

PÓLLAND<br />

Þriðjudagur 17. janúar kl. 17:15<br />

MAKEDÓNÍA ÞÝSKALAND<br />

Miðvikudagur 18. janúar kl. 17:15<br />

RÚSSLAND FRAKKLAND<br />

Miðvikudagur 18. janúar kl. 17:10<br />

SLÓVENÍA<br />

kRÓATÍA<br />

Gerum upp baðherbergið frá A-Ö<br />

atte<br />

Svartur<br />

<br />

SERBÍA<br />

Brúnn<br />

kl. 19:15<br />

dANMÖRK<br />

Pöntunarsími<br />

512 6800<br />

eða dorma.is<br />

Fimmtudagur 19. janúar kl. 17:15<br />

PÓLLAnd<br />

SERBÍA<br />

Laugardagur 21. janúar<br />

3A<br />

2A<br />

1A<br />

dANMÖRK<br />

kl. 19:15<br />

SLÓVAKÍA<br />

2B<br />

3B<br />

1B<br />

TÉKKLAND<br />

kl. 19:15<br />

SVÍÞJÓÐ<br />

Fimmtudagur 19. janúar kl. 17:15<br />

ÞÝSKALAND<br />

TÉKKLAND<br />

SVÍÞJÓÐ<br />

kl. 19:15<br />

MAKEDÓNÍA<br />

MILLIRIÐILL 1<br />

Mánudagur 23. janúar<br />

Leikirnir í milliriðli 1 verða spilaðir kl. 15:15, 17:15 <strong>og</strong> 19:15 (Tímaröð verður ákvörðuð eftir riðlakeppni)<br />

3A<br />

1A<br />

2A<br />

1B<br />

3B<br />

2B<br />

MILLIRIÐILL 2<br />

SPÁNN<br />

kl. 19:15<br />

UNGVERJALAND<br />

Föstudagur 20. janúar kl. 17:15<br />

SPÁNN<br />

RÚSSLAND<br />

FRAKKLAND<br />

Miðvikudagur 25. janúar<br />

1A<br />

2A<br />

3A<br />

kl. 19:15<br />

UNGVERJALAND<br />

2B<br />

1B<br />

3B<br />

ÍSLAnd<br />

kl. 19:10<br />

Föstudagur 20. janúar kl. 17:10<br />

ÍSLAND<br />

KRÓATÍA<br />

nOREGUR<br />

Fagleg ráðgjöf við val<br />

á hreinlætistækjum<br />

SLÓVENÍA<br />

kl. 19:10<br />

nOREGUR<br />

UNDANÚRSLIT<br />

Föstudagur 27. janúar<br />

1A kl. 16:45 2B<br />

1B kl. 19:15 2A<br />

3.-4. sæti<br />

Sunnudagur 29. janúar kl. 13:30<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

100% ENDUR-<br />

GREIÐSLA<br />

<br />

<br />

Sérhæfum okkur<br />

í endurgerð baðherbergja<br />

Velkomin í<br />

verslun okkar<br />

að Smiðjuvegi<br />

9 (gul gata)<br />

150<br />

baðherbergi<br />

afgreidd 2011<br />

Sunnudagur 22. janúar<br />

3C<br />

2D<br />

Mánudagur 23. janúar<br />

3C<br />

1D<br />

Miðvikudagur 25. janúar<br />

1C<br />

2D<br />

<br />

<br />

2C<br />

3D<br />

1C<br />

3D<br />

2C<br />

1D<br />

ÚRSLITALEIKUR<br />

Sunnudagur 29. janúar kl. 16:00<br />

1C<br />

1D<br />

2C<br />

2D<br />

3C<br />

3D<br />

<br />

<br />

Leikirnir í milliriðli 2 verða spilaðir kl. 15:10, 17:10 <strong>og</strong> 19:10 (Tímaröð verður ákvörðuð eftir riðlakeppni)<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka da


22<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Rússland 3 3 0 0 89-82 6<br />

Króatía 3 2 0 1 83-79 4<br />

Noregur 3 1 0 2 86-83 2<br />

Portúgal 3 0 0 3 80-96 0<br />

Milliriðill A<br />

Úkraína 22:36 Þýskaland<br />

Slóvenía 30:34 Frakkland<br />

Pólland 25:34 Spánn<br />

Slóvenía 33:36 Þýskaland<br />

Pólland 21:31 Frakkland<br />

Úkraína 29:31 Spánn<br />

Pólland 24:32 Þýskaland<br />

Úkraína 20:30 Frakkland<br />

Slóvenía 33:39 Spánn<br />

Spánn 5 4 1 0 164-144 9<br />

Frakkland 5 4 0 1 148-125 8<br />

Þýskaland 5 3 1 1 160-134 7<br />

Slóvenía 5 2 0 3 162-171 4<br />

Pólland 5 1 0 4 134-154 2<br />

Úkraína 5 0 0 5 126-163 0<br />

Milliriðill B<br />

Ísland 34:32 Rússland<br />

Danmörk 30:31 Króatía<br />

Noregur 25:26 Serbía-Svartfjallaland<br />

Rússland 29:21 Serbía-Svartfjallaland<br />

Ísland 28:29 Króatía<br />

Danmörk 35:31 Noregur<br />

Króatía 34:30 Serbía-Svartfjallaland<br />

Ísland 33:36 Noregur<br />

Danmörk 35:28 Rússland<br />

Króatía 5 4 0 1 153-146 8<br />

Danmörk 5 3 1 1 161-147 7<br />

Rússland 5 3 0 2 143-140 6<br />

Ísland 5 2 1 2 159-156 5<br />

Serbía-Svartfj. 5 1 0 4 137-157 2<br />

Noregur 5 1 0 4 141-150 2<br />

5.-6. sæti Þýskaland 32:30 Rússland<br />

Undanúrslit Frakkland 29:23 Króatía<br />

Undanúrslit Spánn 34:31 Danmörk<br />

3.-4. sæti Danmörk 32:27 Króatía<br />

Úrslitaleikur Frakkland 31:23 Spánn<br />

2008 Noregur<br />

A-riðill<br />

Slóvenía 34:32 Tékkland<br />

Króatía 32:27 Pólland<br />

Tékkland 26:30 Króatía<br />

Pólland 33:27 Slóvenía<br />

Pólland 33:30 Tékkland<br />

Króatía 29:24 Slóvenía<br />

Króatía 3 3 0 0 91:77 6<br />

Pólland 3 2 0 1 93:89 4<br />

Slóvenía 3 1 0 2 85:94 2<br />

Tékkland 3 0 0 3 88:97 0<br />

B-riðill<br />

Rússland 25:25 Svartfjallaland<br />

Danmörk 26:27 Noregur<br />

Noregur 32:21 Rússland<br />

Svartfj.land 24:32 Danmörk<br />

Danmörk 31:28 Rússland<br />

Noregur 27:22 Svartfjallaland<br />

Noregur 3 3 0 0 86:69 6<br />

Danmörk 3 2 0 1 89:79 4<br />

Svartfj.land 3 0 1 2 71:84 1<br />

Rússland 3 0 1 2 74:88 1<br />

C-riðill<br />

Þýskaland 34:26 Hvíta-Rússland<br />

Spánn 28:35 Ungverjaland<br />

Saga EM í handbolta frá upphafi<br />

Ungverjaland 24:28 Þýskaland<br />

Hvíta-Rússland 31:36 Spánn<br />

Spánn 30:22 Þýskaland<br />

Ungverjaland 31:26 Hvíta-Rússland<br />

Ungverjaland 3 2 0 1 90:82 4<br />

Spánn 3 2 0 1 94:88 4<br />

Þýskaland 3 2 0 1 84:80 4<br />

Hvíta-Rússland 3 0 0 3 83:101 0<br />

D-riðill<br />

Frakkland 32:31 Slóvakía<br />

Ísland 19:24 Svíþjóð<br />

Slóvakía 22:28 Ísland<br />

Svíþjóð 24:28 Frakkland<br />

Slóvakía 25:41 Svíþjóð<br />

Frakkland 30:21 Ísland<br />

Frakkland 3 3 0 0 90:76 6<br />

Svíþjóð 3 2 0 1 89:72 4<br />

Ísland 3 1 0 2 68:76 2<br />

Slóvakía 3 0 0 3 78:101 0<br />

Milliriðill A<br />

Slóvenía 31:29 Svartfjallaland<br />

Danmörk 30:20 Frakkland<br />

Noregur 24:24 Pólland<br />

Króatía 34:26 Svartfjallaland<br />

Pólland 26:36 Danmörk<br />

Slóvenía 33:29 Noregur<br />

Pólland 39:23 Svartfjallaland<br />

Danmörk 28:23 Slóvenía<br />

Króatía 23:23 Noregur<br />

Danmörk 5 4 0 1 152:120 8<br />

Króatía 5 3 1 1 138:130 7<br />

Noregur 5 2 2 1 130:128 6<br />

Pólland 5 2 1 2 149:142 5<br />

Slóvenía 5 2 0 3 138:148 4<br />

Svartfjallaland 5 0 0 5 124:163 0<br />

Milliriðill B<br />

Þýskaland 35:27 Ísland<br />

Frakkland 28:27 Spánn<br />

Svíþjóð 27:27 Ungverjaland<br />

Spánn 26:27 Svíþjóð<br />

Þýskaland 23:26 Frakkland<br />

Ungverjaland 28:36 Ísland<br />

Ísland 26:33 Spánn<br />

Ungverjaland 31:28 Frakkland<br />

Svíþjóð 29:31 Þýskaland<br />

Frakkland 5 4 0 1 140:126 8<br />

Þýskaland 5 3 0 2 139:136 6<br />

Svíþjóð 5 2 1 2 131:131 5<br />

Ungverjaland 5 2 1 2 145:147 5<br />

Spánn 5 2 0 3 144:138 4<br />

Ísland 5 1 0 4 129:150 2<br />

5.-6. sæti Noregur 34:36 Svíþjóð<br />

Undanúrslit Danmörk 26:25 Þýskaland<br />

Undanúrslit Króatía 24:23 Frakkland<br />

3.-4. sæti Þýskaland 26:36 Frakkland<br />

Úrslitaleikur Danmörk 24:20 Króatía<br />

2010 Austurríki<br />

A-riðill<br />

Rússland 37:33 Úkraína<br />

Króatía 25:23 Noregur<br />

Úkraína 25:28 Króatía<br />

Noregur 28:24 Rússland<br />

Króatía 30:28 Rússland<br />

Noregur 31:29 Úkraína<br />

Króatía 3 3 0 0 83:76 6<br />

Noregur 3 2 0 1 82:78 4<br />

Rússland 3 1 0 2 89:91 2<br />

Úkraína 3 0 0 3 87:96 0<br />

B-riðill<br />

Danmörk 33:29 Austurríki<br />

Ísland 29:29 Serbía<br />

Austurríki 37:37 Ísland<br />

Serbía 23:28 Danmörk<br />

Austurríki 37:31 Serbía<br />

Danmörk 22:27 Ísland<br />

Ísland 3 1 2 0 93:88 4<br />

Danmörk 3 2 0 1 83:79 4<br />

Austurríki 3 1 1 1 103:101 3<br />

Serbía 3 0 1 2 83:94 1<br />

C-riðill<br />

Þýskaland 25:27 Pólland<br />

Svíþjóð 25:27 Slóvenía<br />

Slóvenía 34:34 Þýskaland<br />

Pólland 27:24 Svíþjóð<br />

Þýskaland 30:29 Svíþjóð<br />

Pólland 30:30 Slóvenía<br />

Pólland 3 2 1 0 84:79 5<br />

Slóvenía 3 1 2 0 91:89 4<br />

Þýskaland 3 1 1 1 89:90 3<br />

Svíþjóð 3 0 0 3 78:84 0<br />

D-riðill<br />

Spánn 37:25 Tékkland<br />

Frakkland 29:29 Ungverjaland<br />

Tékkland 20:21 Frakkland<br />

Ungverjal. 25:34 Spánn<br />

Frakkland 24:24 Spánn<br />

Ungverjal. 26:33 Tékkland<br />

Spánn 3 2 1 0 95:74 5<br />

Frakkland 3 1 2 0 74:73 4<br />

Tékkland 3 1 0 2 78:84 2<br />

Ungverjal. 3 0 1 2 80:96 1<br />

Milliriðill A<br />

Króatía 26:26 Ísland<br />

Noregur 30:27 Austurríki<br />

Rússland 28:34 Danmörk<br />

Rússland 30:38 Ísland<br />

Króatía 26:23 Austurríki<br />

Noregur 23:24 Danmörk<br />

Noregur 34:35 Ísland<br />

Rússland 30:31 Austurríki<br />

Króatía 27:23 Danmörk<br />

Króatía 5 4 1 0 134:123 9<br />

Ísland 5 3 2 0 163:149 8<br />

Danmörk 5 3 0 2 136:134 6<br />

Noregur 5 2 0 3 138:135 4<br />

Austurríki 5 1 1 3 147:156 3<br />

Rússland 5 0 0 5 140:161 0<br />

Milliriðill B<br />

Þýskaland 22:24 Frakkland<br />

Pólland 32:26 Spánn<br />

Slóvenía 35:37 Tékkland<br />

Slóvenía 28:37 Frakkland<br />

Þýskaland 20:25 Spánn<br />

Pólland 35:34 Tékkland<br />

Þýskaland 26:26 Tékkland<br />

Slóvenía 32:40 Spánn<br />

Pólland 24:29 Frakkland<br />

Frakkland 5 4 1 0 135:118 9<br />

Pólland 5 3 1 1 148:144 7<br />

Spánn 5 3 1 1 152:133 7<br />

Tékkland 5 1 1 3 142:154 3<br />

Þýskaland 5 0 2 3 127:136 2<br />

Slóvenía 5 0 2 3 159:178 2<br />

5.-6. sæti Danmörk 34:27 Spánn<br />

Undanúrslit Ísland 28:36 Frakkland<br />

Undanúrslit Króatía 24:21 Pólland<br />

3.-4. sæti Pólland 26:29 Ísland<br />

Úrlsitaleikur Króatía 21:25 Frakkland<br />

VIÐ TÖKUM<br />

VATNSHELDNIPRÓFANIR<br />

OKKAR MJÖG ALVARLEGA<br />

Úrsmíðameistari okkar missir aldrei einbeitinguna<br />

Vegna annálaðrar einbeitingar, nákvæmni <strong>og</strong> 45 ára reynslu,<br />

tryggir úrsmíðameistarinn að við tökum vatnsheldniprófanir<br />

okkar alvarlega.<br />

Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari <strong>og</strong> alþekktur<br />

fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það<br />

yfirgefur verkstæði okkar.<br />

Þar sem fyrirtækið er í einkaeign <strong>og</strong> rekið sem slíkt<br />

lítum við á það sem skyldu að sýna öllum okkar<br />

úrum þá miklu alúð <strong>og</strong> athygli sem þeim ber.<br />

www.jswatch.com


24<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Salgados Portúgal<br />

Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is<br />

C-RIÐILL Frakkland • Spánn • Ungverjaland • Rússland<br />

Þá er það sjálfur C-riðillinn sem hefur fengið það hlutskipti eins <strong>og</strong> oft tíðkast að<br />

vera útnefndur „dauðariðillinn“. Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar eru með lið í algjörum sérflokki<br />

<strong>og</strong> ættu að geta náð langt á þessu móti. Sérstaklega þó Frakkarnir sem hafa<br />

verið nánast áskrifendur af gullverðlaunum á öllum stórmótum síðustu ára. Menn<br />

spyrja sig jafnvel hvort það sé einhver þjóð sem raunverulega geti komið í veg fyrir<br />

að Frakkland vinni þetta mót? Ungverjar eru líka með mjög gott lið <strong>og</strong> ættu að öllu<br />

jöfnu að fylgja Frökkum <strong>og</strong> Spánverjum í milliriðilinn. Hvað varðar fullyrðingar um<br />

það að Frakkar geti ekki tapað í handbolta, þá er það svolítið stórt upp í sig tekið<br />

<strong>og</strong> ekki er hægt að útiloka neitt. Þeir gætu alveg tapað bæði fyrir Spánverjum <strong>og</strong><br />

Frakkland<br />

Leiðin á EM<br />

Komust sjálfkrafa sem Evrópumeistarar<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 6. sæti<br />

1996 7. sæti<br />

1998 7. sæti<br />

2000 4. sæti<br />

2002 6. sæti<br />

2004 6. sæti<br />

2006 Evrópumeistarar<br />

2008 3. sæti<br />

2010 Evrópumeistarar<br />

Ungverjum ef svo bæri undir. Hvað varðar Rússana þá eru þeir hið stóra spurningarmerki<br />

riðilsins. Hafa þeir lið til þess að getað kroppað í hina <strong>og</strong> jafnvel unnið leiki<br />

<strong>og</strong> komist áfram í mótinu? Því verður að svara þegar riðlinum lýkur. Þau þrjú lið sem<br />

komast áfram upp úr þessum riðli, koma til með að spila í milliriðli með Íslendingum,<br />

þ.e. ef við göngum út frá því að Ísland komist þangað. Það yrði okkar mönnum<br />

fyrir bestu ef að Frakkarnir færu með fullt hús stiga í milliriðilinn <strong>og</strong> að Spánverjar<br />

<strong>og</strong> það lið sem fylgdi þeim áfram deildu með sér einu stigi í innbyrðis jafnteflisleik. Í<br />

það minnsta væri það gott ef Spánverjar væru ekki með fleiri en 2 stig þegar í milliriðilinn<br />

væri komið.<br />

Spánn<br />

Leiðin á EM<br />

Spánn-Litháen 33:17<br />

Rúmenía-Spánn 20:35<br />

Spánn-Króatía 24:26<br />

Króatía-Spánn 23:21<br />

Litháen-Spánn 16:25<br />

Spánn-Rúmenía 36:23<br />

Króatía 6 6 0 0 12<br />

Spánn 6 4 0 2 8<br />

Litháen 6 2 0 4 4<br />

Rúmenía 6 0 0 6 0<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 5. sæti<br />

1996 2. sæti<br />

1998 2. sæti<br />

2000 3. sæti<br />

2002 7. sæti<br />

2004 10. sæti<br />

2006 2. sæti<br />

2008 9. sæti<br />

2010 6. sæti<br />

Nýr draumastaður<br />

fjölskyldunnar<br />

Beint vikulegt flug með Icelandair<br />

í allt sumar frá 8. maí *<br />

Slide&Splash<br />

H&M Aqualand<br />

Portimao Zoomarine<br />

Salgados<br />

ATLA N T S H A F<br />

Guia<br />

Albufeira<br />

ALGARVE<br />

Spánn<br />

Aquashow<br />

0 km 10 20 30 40 50 km<br />

Faro<br />

Ungverjaland<br />

Leiðin á EM<br />

Ungverjaland-Bosnía Her. 26:17<br />

Eistland-Ungverjaland 19:31<br />

Makedónía-Ungverjaland 22:29<br />

Ungverjaland-Makedónía 29:26<br />

Bosnía Her.-Ungverjaland 19:22<br />

Ungverjaland-Eistland 34:27<br />

Ungverjaland 6 6 0 0 12<br />

Makedónía 6 3 1 2 7<br />

Eistland 6 2 0 4 4<br />

Bosnía Her. 6 0 1 5 1<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 7. sæti<br />

1996 10. sæti<br />

1998 6. sæti<br />

2000 Ekki með<br />

2002 Ekki með<br />

2004 9. sæti<br />

2006 13. sæti<br />

2008 8. sæti<br />

2010 14. sæti<br />

Rússland<br />

Leiðin á EM<br />

Rússland-Sviss 36:34<br />

Hvítrússar-Rússland 32:39<br />

Rússland-Danmörk 31:27<br />

Danmörk-Rússland 36:29<br />

Sviss-Rússland 29:32<br />

Rússland-Hvítrússar 35:27<br />

Danmörk 6 5 0 1 10<br />

Rússland 6 5 0 1 10<br />

Hv. Rússland 6 2 0 4 4<br />

Sviss 6 0 0 6 0<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 2. sæti<br />

1996 Evrópumeistarar<br />

1998 4. sæti<br />

2000 2. sæti<br />

2002 5. sæti<br />

2004 5. sæti<br />

2006 6. sæti<br />

2008 13. sæti<br />

2010 12. sæti<br />

Salgados<br />

VITA hefur aldrei boðið betri gistingu á öðru eins<br />

verði. Stórglæsileg raðhús <strong>og</strong> íbúðir með frábærri<br />

aðstöðu, aðeins spottakorn frá ströndinni.<br />

Portúgal hefur heillað Íslendinga sem þekkja hið<br />

veðursæla Algarve hérað. Sjór, klettar, sandur <strong>og</strong> sól<br />

í bland við fallegt <strong>og</strong> fjölbreytt mannlíf. Frábær gæði<br />

<strong>og</strong> gott verð gera Salgados að vænlegum kosti.<br />

Algjör lúxus á ótrúlegu verði!<br />

Verð frá 98.300 kr.<br />

<strong>og</strong> 15.000 Vildarpunktar<br />

á mann m.v. 2 fullorðna <strong>og</strong> 2 börn (2-12) í íbúð m/2 svefnherb. fyrir 4,<br />

í 7 nætur, 22. maí. Innifalið: Flug fram <strong>og</strong> til baka, flugvallarskattar,<br />

gisting <strong>og</strong> íslensk fararstjórn.<br />

Verð án Vildarpunkta 108.300 kr. Verð m.v. 2 fullorðna 121.960 kr. án Vildarpunkta.<br />

Spekingarnir spá í riðlana - C-riðill<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þetta er riðill sem verður bæði skemmtilegur <strong>og</strong><br />

snúinn <strong>og</strong> þar koma Ungverjar á óvart <strong>og</strong> vinna Rússa en það dugar ekki til.<br />

Frakkar vinna riðilinn en gera jafntefli við Rússa. Spánverjar verða í 3. sæti <strong>og</strong><br />

Ungverjar reka lestina<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar komast alltaf áfram á<br />

svona mótum. Frábær lið með frábæra einstaklinga. Rússland <strong>og</strong> Ungverjar<br />

eru líka gömul stórveldi <strong>og</strong> eflaust verður mikil rimma þeirra á milli. Stóri<br />

munurinn er hinsvegar sá að Maximov er nánast með alla sína leikmenn í<br />

Medvedi liðinu <strong>og</strong> það ríður baggamuninn hjá þessum tveimur liðum.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Þetta er erfiðasti riðilinn. Frakkar eru núverandi<br />

Evrópumeistarar <strong>og</strong> eru fyrirfram sigurstranglegir. Frakkar vinna riðilinn,<br />

Spánverjar veita þeim harða keppni, en enda í 2. sæti, Rússar í 3. sæti <strong>og</strong><br />

Ungverjar í 4. sæti.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Þetta er svakalegur riðill <strong>og</strong> stendur baráttan um efsta sætið<br />

á milli Frakka <strong>og</strong> Spánverja. Tippa á að Spánverjar vinni riðilinn, Frakkar verði<br />

í 2. sæti, Ungverjar í 3. sæti <strong>og</strong> Rússar sitji eftir. Hef grun um það að öll liðin<br />

fái samt stig í þessu riðli. Spánverjar vinna Frakka <strong>og</strong> Ungverja <strong>og</strong> fara áfram<br />

með fjögur stig, Frakkar vinna Ungverja <strong>og</strong> Rússa <strong>og</strong> taka því tvö stig með<br />

sér <strong>og</strong> Ungverja vinna Rússa <strong>og</strong> fara áfram á innbyrðisleik.<br />

Siggi Sveins: Þetta er þrumu riðill. Þótt Frakkarnir séu sigurstranglegastir,<br />

þá virðast Spánverjarnir vera að koma upp aftur eftir smá lægð að undanförnu.<br />

Rússar <strong>og</strong> Ungverjar berjast um 3. sætið í riðlinum.<br />

Valdimar Grímsson: Hér reikna ég með því að Frakkar, Spánverjar <strong>og</strong> Rússar<br />

fari áfram, en klárlega er þetta sterkasti riðillinn.<br />

ÍSLENSKA SIA.IS VIT 57922 01/12<br />

FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA<br />

RAÐHÚS MEÐ EINKASUNDLAUG<br />

*Fyrsta brottför er 8. maí <strong>og</strong> næsta 22. maí, upp frá því er fl<strong>og</strong>ið vikulega.<br />

GOLFVÖLLUR Á SVÆÐINU<br />

Þú getur notað<br />

Vildarpunktana<br />

hjá okkur<br />

v<br />

vv<br />

v v<br />

vv<br />

v<br />

Salgados býður upp á:<br />

Frábært verð<br />

Ný glæsileg gisting<br />

Rúmgóð gisting sem tekur 8 manns<br />

Við ströndina<br />

Alvöru matvörubúð, ekki sjoppa<br />

Morgunverður <strong>og</strong> 1/2 fæði í boði<br />

Frítt í stóra líkamsræktarstöð<br />

Barnaklúbbur <strong>og</strong> tennisvellir<br />

18 holu golfvöllur, fjölskyldutilboð<br />

Skammt frá Salgados:<br />

Albufeira, veitingastaðir <strong>og</strong> djamm<br />

Vatnsrennibrautargarður<br />

Sjávardýragarður<br />

Verslunarmiðstöðvar; stutt í H&M<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Frakkland <strong>og</strong> Spánn komast áfram hér. Þetta er erfiðasti<br />

riðillinn <strong>og</strong> bara einn sá svakalegasti sem ég hef séð í heimsmeistaramóti.<br />

Hérna er eitt mark að fara að skilja að á milli þriggja liða. Spenna fram á síðustu<br />

mínútu riðilsins um það hverjir komist áfram.<br />

VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is<br />

VITA er lífið


26 27<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Einar Örn Jónsson hjá RÚV verður í<br />

Serbíu <strong>og</strong> fangar stemninguna<br />

EM viðtal við Einar Örn Jónsson<br />

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður<br />

á RÚV, <strong>og</strong> fyrrum landsliðsmaður<br />

í handbolta, verður í eldlínunni<br />

í Serbíu ásamt félaga sínum úr<br />

íþróttadeildinni, Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni,<br />

<strong>og</strong> tæknikonunni Maríu<br />

Björk Guðmundsdóttur.<br />

Einar Örn er öllum hnútum kunnugur varðandi<br />

það að spila á stórmóti með íslenska<br />

landsliðinu, sem leikmaður, áhorfandi <strong>og</strong> nú<br />

sem íþróttafréttamaður. Þeir félagar munu<br />

lýsa leikjum Íslands, taka viðtöl við þjálfara<br />

<strong>og</strong> leikmenn <strong>og</strong> vinna að alls konar áhugaverðu<br />

efni sem tengist EM <strong>og</strong> fanga þannig<br />

stemninguna sem myndast í kringum svona<br />

stórmót. Senda þau stöðugt efni heim sem<br />

verður tekið fyrir í EM-stofu sjónvarpsins <strong>og</strong><br />

á fleiri miðlum RÚV.<br />

-Er þetta fyrsta stórmótið sem þú ert að fara<br />

á sem íþróttafréttamaður?<br />

„Nei, ég fór á HM í Svíþjóð í fyrra <strong>og</strong> var þá<br />

með lýsingar fyrir útvarpið <strong>og</strong> sendi inn<br />

fréttir, en við á RÚV vorum ekki með sýningarréttinn<br />

í sjónvarpi. En þetta er fyrsta<br />

mótið sem ég fer á sem sjónvarpsmaður.<br />

Ég <strong>og</strong> Þorkell Gunnar förum saman ásamt<br />

Maríu Björk „producent“ sem mun sjá um<br />

að taka upp <strong>og</strong> klippa efni sem við síðan<br />

sendum jafnóðum heim. Við verðum með<br />

viðtöl í beinni útsendingu eftir leiki <strong>og</strong> eitthvað<br />

í útvarpinu líka. Verðum t.d. með fullt af<br />

efni bæði fyrir stóru fréttatímana í útvarpinu<br />

sem <strong>og</strong> sjónvarpinu. Svo sendum við vonandi<br />

líka eitthvað efni inn á vefinn hjá okkur.<br />

Þá erum við að tala um viðtölin óklippt,<br />

ekki þessar styttri útgáfur af viðtölunum. Við<br />

verðum með viðtöl <strong>og</strong> efni frá Serbíu bæði<br />

fyrir <strong>og</strong> eftir leiki <strong>og</strong> einnig á frídögunum<br />

þegar Ísland er ekki að spila. Þetta fer náttúrulega<br />

allt eftir því hversu mikið aðgengi<br />

við höfum að liðinu. Það er ekki alltaf hægt<br />

að vera í beinu sambandi við leikmenn, því<br />

þeir verða að einbeita sér að leikjunum <strong>og</strong><br />

undirbúningnum fyrir þá. Svo verður María<br />

stöðugt að taka upp eitthvað efni á meðan á<br />

leikjunum stendur sem verður hægt að nota<br />

í EM-stofunni hérna heima. Svo gerum við<br />

einhver stemningsmyndbönd, sérstaklega<br />

þegar vel gengur,“ segir Einar Örn Jónsson.<br />

-Þið verðið sem sagt með stöðuga dagskrá<br />

frá Serbíu til þess að fanga stemninguna?<br />

„Já, við verðum að allan tímann <strong>og</strong> ef einhverjir<br />

Íslendingar verða þarna, þá tökum við hús<br />

á þeim <strong>og</strong> spjöllum við þá. Við gerum allt til<br />

þess að ná fram þeirri miklu stemningu sem<br />

er á svona stórmóti í handbolta eins EM er. Ég<br />

veit ekki hvort það verða margir Íslendingar<br />

á svæðinu, en almennt er mikill áhugi fyrir<br />

mótinu <strong>og</strong> nánast uppselt á hvern einasta<br />

leik. Það er svolítið langt að fara fyrir Íslendinga<br />

til Serbíu. Það er öðruvísi en að fara t.d.<br />

til Svíþjóðar eða Þýskalands sem hægt er að<br />

fljúga til í beinu flugi. Það verða þó einhverjir<br />

Íslendingar þarna, bæði fólk sem býr nálægt<br />

Serbíu <strong>og</strong> svo fólk sem fer gagngert á mótið.<br />

Það er líka oft þannig þegar fram í dregur -<br />

<strong>og</strong> ég tala nú ekki um ef íslenska landsliðinu<br />

vegnar vel <strong>og</strong> góður árangur er í sjónmáli - að<br />

menn eru fljótir til <strong>og</strong> koma í hópum á svæðið,“<br />

segir Einar Örn.<br />

Eftir þá miklu sprengingu sem varð í Þýskalandi<br />

á HM 2007, hefur áhugi fyrir stórmótum<br />

í handbolta farið stigvaxandi. Þó það<br />

hafi komið einstaka afturkippir síðan, þá<br />

er áhuginn fyrir handboltanum alltaf að<br />

aukast. Þegar stórmót eru, þá er verið að<br />

tala um stórmót í orðsins fyllstu merkingu,<br />

þar sem fleiri þúsund manns troðfylla hallirnar<br />

<strong>og</strong> mikil stemning verður.<br />

„Kröfurnar til stórmóta í handbolta eru orðnar<br />

allt aðrar en þær voru. Ég var t.d. bæði á<br />

EM í Portúgal <strong>og</strong> HM í Túnis 2005 <strong>og</strong> þar<br />

voru ekki miklar kröfur gerðar miðað við þær<br />

sem eru í dag. Íþróttahallirnar, aðstæðurnar<br />

<strong>og</strong> öll umgjörðin voru svo allt öðruvísi <strong>og</strong><br />

vart bjóðandi í dag. Á mótinu núna í Serbíu<br />

taka minnstu hallirnar um 5.000 manns <strong>og</strong><br />

þær stærstu 25.000. Þannig að þetta er orðið<br />

allt annað, miklu stærra í allri umgjörð <strong>og</strong><br />

áhuginn eftir því. Þá má segja að stórmótin<br />

í handbolta séu orðin alvöru mót <strong>og</strong> hafi<br />

hækkað um nokkra flokka í allri umsýslu <strong>og</strong><br />

„standard“. Sjónvarpsútsendingar eru orðnar<br />

miklu víðari, m.a. til fjölda landa sem eru<br />

ekki einu sinni að keppa á mótinu <strong>og</strong> miklu<br />

stærri sjónvarpssamningar eru gerðir. Þetta<br />

er orðið virkilega fagmannlegt í allri framsetningu.<br />

Þetta er alltaf að stækka, ár frá ári,“<br />

segir Einar Örn.<br />

-Hvernig verður þessu háttað með EM-stofuna<br />

sem þið verðið með hérna heima?<br />

„Baldvin Þór Bergsson sér um hana <strong>og</strong><br />

verður með góða gesti. Fastir sérfræðingar<br />

verða þar með honum <strong>og</strong> kryfja leikina <strong>og</strong><br />

mótið. Það verða sérfræðingar eins <strong>og</strong> Hafrún<br />

Kristjánsdóttir, Gunnar Berg Viktorsson<br />

<strong>og</strong> Aron Kristjánsson. Svo verða einhverjir<br />

gestir sem verða kallaðir til í hvert skipti<br />

<strong>og</strong> fara yfir málin með Baldvin <strong>og</strong> félögum.<br />

Það verða t.d. gamlir landsliðsmenn <strong>og</strong><br />

annað áhugavert fólk sem tengist handboltanum<br />

á einhvern hátt, þó það sé ekki<br />

nema að hafa áhuga á íslenska landsliðinu<br />

<strong>og</strong> mótinu. Það er náttúrulega gríðarlegur<br />

fjöldi sem hefur svo mikinn áhuga á þessum<br />

mótum þegar íslenska landsliðið er að<br />

spila. EM-stofan verður send út fyrir <strong>og</strong> eftir<br />

leiki <strong>og</strong> svo seinna um kvöldið verður samantekt<br />

yfir daginn. Það verður þetta hefðbundna<br />

form í útfærslunni á EM-stofunni.<br />

Leikirnir verða teknir fyrir, horft á þá frá ýmsum<br />

sjónarhornum, bæði tæknilega sem <strong>og</strong><br />

fræðilega, ýmis atriði tekin fyrir úr leikjunum<br />

<strong>og</strong> tölvutæknin verður notuð til þess að<br />

útfæra áhugaverð atriði, eins <strong>og</strong> við vorum<br />

með í EM-stofunni 2010 þegar við notuðum<br />

leikgreiningarforrit landsliðsins til þess að<br />

skýra kerfin <strong>og</strong> hvernig þau virka <strong>og</strong> varpa<br />

ljósi á helstu atriði liða <strong>og</strong> leikja. Við verðum í<br />

beinu sambandi við Baldvin Þór <strong>og</strong> sendum<br />

honum stöðugt nýtt <strong>og</strong> nýtt efni sem hann<br />

getur tekið fyrir í EM-stofunni.“<br />

-Þið sýnið fleiri leiki en aðeins Íslands frá<br />

mótinu?<br />

„Já, við verðum með útsendingar frá sem<br />

flestum leikjum, t.a.m. beinar útsendingar<br />

frá öllum leikjunum í okkar riðli sem verður<br />

lýst frá Serbíu <strong>og</strong> svo verðum við með útsendingar<br />

frá öðrum áhugaverðum leikjum<br />

í hinum riðlunum <strong>og</strong> verður þeim lýst hérna<br />

heima. Við verðum líka með útsendingar frá<br />

leikjum á netinu, þar sem við getum ekki alveg<br />

tekið yfir alla aðra dagskrá sjónvarpsins.<br />

Dagskráin er alltaf fastmótuð eftir ákveðinni<br />

áætlun, þar sem hver þáttur <strong>og</strong> dagskrá<br />

verður að hafa sinn tíma. Handboltanum<br />

verður veglega sinnt bæði í sjónvarpinu,<br />

útvarpinu sem <strong>og</strong> vefmiðlinum okkar,“ segir<br />

Einar Örn fullur tilhlökkunar að fara til Serbíu<br />

<strong>og</strong> takast á við þetta verkefni sem íþróttafréttamaður,<br />

bæði fyrir sjónvarp, útvarp <strong>og</strong><br />

vefmiðla.<br />

-Ef þú horfir á þetta bæði útfrá því að vera<br />

fyrrum landsliðsmaður sem hefur tekið þátt<br />

í fjölda stórmóta <strong>og</strong> svo núna sem íþróttafréttamaður,<br />

sérðu ekki muninn, eins <strong>og</strong> þú<br />

viljir nú fara inn á <strong>og</strong> „redda þessu“ <strong>og</strong> taka<br />

þátt í leiknum í orðsins fyllstu merkingu?<br />

„Nei, ég reyni nú að passa mig á því að gera<br />

það ekki. Ég geri mér alveg grein fyrir því að<br />

ég get ekki haft nokkur áhrif á gang leikjanna.<br />

Auðvitað upplifir maður leikina svolítið<br />

öðruvísi sem fyrrum leikmaður <strong>og</strong> þekkir<br />

hvernig það er að taka þátt í sjálfum leiknum.<br />

Það er gaman að dvelja í minningunni<br />

um það þegar maður var á fullu í allri hringiðunni<br />

með tilheyrandi keppnisskapi <strong>og</strong><br />

stemningu, bæði á bekknum sem <strong>og</strong> inni á<br />

vellinum. Nú er ég þó í allt öðru hlutverki <strong>og</strong><br />

nálgast leikina á allt annan hátt <strong>og</strong> þá sem<br />

íþróttafréttamaður en ekki leikmaður,“ segir<br />

Einar.<br />

-Er engin hætta á því að þú gætir misst þig<br />

í beinni útsendingu, þegar þér finnst dómararnir<br />

fara yfir strikið <strong>og</strong> látir til þín heyra,<br />

eins <strong>og</strong> í stemningunni á bekknum þegar þú<br />

varst að spila?<br />

„Nei, nei, ég passa mig á því líka, þótt ég sé<br />

óhjákvæmilega meira tengdur leikjunum<br />

tilfinningalega vegna fyrri reynslu, því ég<br />

hef spilað með flestum af þessum strákum<br />

<strong>og</strong> þekki stemninguna frá báðum hliðum,<br />

sem leikmaður <strong>og</strong> íþróttafréttamaður. Það<br />

má alveg búast við því að maður fari að<br />

svitna yfir spennuni í leikjunum <strong>og</strong> verði<br />

stundum heitt í hamsi. Maður verður þó að<br />

halda haus <strong>og</strong> einblína á það að vera fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst íþróttafréttamaður. Ég er alveg<br />

búinn að setja mig í það hlutverk.“<br />

Einar Örn hefur spilað á sjö stórmótum með<br />

íslenska landsliðinu <strong>og</strong> hefur tekið alla flóruna,<br />

hvort sem er á EM, HM eða á Ólympíuleikum.<br />

Síðast lék hann á HM í Þýskalandi<br />

árið 2007. Hann getur nýtt sér þá reynslu í<br />

starfi sínu sem íþróttafréttamaður sem hefur<br />

mikið að segja.<br />

„Það er svo algengt víða um heim að fyrrum<br />

handboltamenn séu farnir að starfa sem<br />

íþróttafréttamenn <strong>og</strong> þá sérstaklega þegar<br />

um handboltann er að ræða. Það verður<br />

gaman að hitta gamla félaga frá ýmsum<br />

löndum, sem nú eru í hlutverki íþróttafréttamanna,<br />

rifja upp gömul kynni <strong>og</strong> leikina<br />

sem við spiluðum gegn hver öðrum hér<br />

áður fyrr á ýmsum mótum,“ segir Einar.<br />

-Ef við snúum okkur að mótinu sjálfu. Hvernig<br />

sérð þú íslenska liðið í dag <strong>og</strong> hvernig er<br />

tilfinning þín fyrir mótinu?<br />

„Tilfinningin er mjög góð. Við erum með frábært<br />

lið, það verður ekki framhjá því horft.<br />

Og þótt að Óli Stefáns sé ekki með, þá er<br />

þetta alveg frábær hópur. Það má reikna<br />

með því að það veiki liðið aðeins að hann<br />

sé ekki með núna, en það má líka líta á það<br />

frá öðru sjónarhorni, að þetta sé upphafið<br />

PI PAR SÍA 82289<br />

að einhverju öðru nýju sem muni koma<br />

fram á mótinu. Óli getur auðvitað ekki spilað<br />

handbolta endalaust <strong>og</strong> það kemur að<br />

þeim tímapunkti að hann leggi skóna á<br />

hilluna. Það verður því ágætis reynsla sem<br />

menn fá að spila á stórmóti án Óla, eins <strong>og</strong><br />

það kemur til með að verða í framtíðinni. Íslenska<br />

landsliðið er búið að ná þeim áfanga<br />

að keppa um Ólympíusæti, þannig að það<br />

vakir ekki fyrir þeim á þessu móti <strong>og</strong> þeir<br />

eru ekkert að stressa sig á því. Eigi að síður<br />

er alltaf til staðar sama stemningin, baráttuandinn<br />

<strong>og</strong> metnaðurinn í liðinu um að<br />

ná mjög góðum árangri. Það gildir annað<br />

fyrir þjóðir eins <strong>og</strong> Þýskaland, Serbíu, Noreg<br />

<strong>og</strong> Rússland sem keppa að því að ná inn í<br />

forkeppni Ólympíuleikanna, en þar eru enn<br />

tvö sæti laus.“<br />

-En hvað með riðilinn okkar, förum við ekki<br />

með fjögur stig út úr honum í milliriðilinn?<br />

„Það verður mjög erfitt. Sum lið eins <strong>og</strong> lið<br />

Króatíu eru algjörlega óútreiknanleg, en ef litið<br />

er á leikmannahóp Króata, þá eru þeir með<br />

eitt af bestu liðum Evrópu. Maður veit aldrei<br />

í hvernig stemningu þeir eru. Þeir geta verið<br />

sínir verstu óvinir sjálfir sem gæti reynst gott<br />

fyrir okkur. Í viðtali sem ég heyrði um daginn<br />

við liðsmann Króatíu, þá fannst mér hann<br />

tala mest um Ólympíuleikana, en Króatar eru<br />

öruggir með sæti þar í forkeppninni. Það er<br />

eins <strong>og</strong> svo margir einblíni mjög mikið á Ólympíuleikana.<br />

Að því leyti til verða bæði Noregur<br />

<strong>og</strong> Slóvenía mjög erfiðir andstæðingar,<br />

þar sem bæði liðin hafa að Ólympíusætinu að<br />

keppa. Að leika við Króatíu í fyrsta leik getur<br />

bæði verið mjög gott <strong>og</strong> slæmt. Það fer svo<br />

mikið eftir því hvernig þeir eru stemmdir. Sem<br />

dæmi má nefna að þeir urðu heimsmeistarar<br />

2003, þrátt fyrir að hafa tapað óvænt sínum<br />

fyrsta leik sem var gegn Argentínu. Þannig<br />

að það er engin leið að sjá hvernig þeir koma<br />

til með að spila í sínum fyrsta leik nú. Ef þeir<br />

spila af eðlilegri getu, þá verður þetta mjög<br />

erfiður leikur fyrir Ísland. Eins er það þannig<br />

að ef við spilum af eðlilegri getu, þá eigum<br />

við hæglega að geta unnið þá. Við höfum<br />

spilað við þá á síðustu tveimur stórmótum<br />

<strong>og</strong> í bæði skiptin vorum við með unninn leik<br />

í höndunum. Við leiddum leikinn nánast allan<br />

tímann á HM í fyrra en töpuðum svo með<br />

einu marki, sem var mjög svekkjandi. Svo<br />

misstum við niður unninn leik í jafntefli á EM<br />

2010. Leikurinn gegn Króatíu gæti reynst úrslitaleikur<br />

riðilsins <strong>og</strong> ég vona það. Það yrði<br />

mjög sterkt að byrja mótið með sigri á þeim.<br />

Norðmenn eru þó alltaf erfiðir <strong>og</strong> hafa góðu<br />

liði á að skipa sem er með frábæra heimsklassa<br />

leikmenn nánast í hverri stöðu. Á móti<br />

kemur að einhvern veginn hefur þeim ekki<br />

alveg tekist að stilla þennan góða hóp sinn<br />

rétt saman, svo úr verði virkilega gott lið sem<br />

hefði burði til þess að ná verulega góðum árangri.<br />

Svo hefur eitthvað týnst úr hópnum <strong>og</strong><br />

einn þeirra besti maður verður ekki með, sem<br />

eru reyndar mjög góðar fréttir fyrir okkur. Að<br />

öllu jöfnu eigum við að vinna Norðmenn, en<br />

það er alltaf sérstök stemning sem myndast<br />

þegar þessar þjóðir eigast við. Lið Íslands<br />

<strong>og</strong> Noregs hafa oft leikið gegn hvort öðru<br />

á stórmótum síðustu ára. Leikirnir hafa alltaf<br />

verið mjög spennandi <strong>og</strong> sem betur fer hefur<br />

Ísland oftar en ekki haft betur. Lið Slóveníu er<br />

svo nánast á heimavelli <strong>og</strong> verður erfitt viðureignar.<br />

Það mæta án efa margir Slóvenar í<br />

höllina <strong>og</strong> hvetja sína menn þegar þeir spila<br />

gegn íslenska liðinu. Slóvenar eru með mjög<br />

skeinuhætt lið <strong>og</strong> þetta gæti reynst mjög<br />

örlagaríkur leikur. Bæði hvað varðar það að<br />

komast áfram upp úr riðlinum <strong>og</strong> það hversu<br />

mörg stig íslenska liðið tæki með í milliriðilinn<br />

ef það markmið næðist. Það getur allt gerst í<br />

þessum riðli <strong>og</strong> hef ég trú á því að það skýrist<br />

ekki fyrr en á síðustu mínútum leikja riðilsins<br />

hverjir komist áfram <strong>og</strong> með hvað mörg stig,“<br />

segir Einar.<br />

-En ef við gerum ráð fyrir því að Ísland komist<br />

áfram, bíða okkar þá ekki verulega verðugir<br />

andstæðingar?<br />

… við íslenskan vetur. Þú vaknar að morgni <strong>og</strong><br />

sérð á hrímuðum gluggunum að í nótt hafi Vetur<br />

konungur gengið um ríki sitt. Frostrósirnar minna<br />

þig á landið þitt, ísinn <strong>og</strong> jöklana sem hafa mótað<br />

líf þitt <strong>og</strong> forfeðra þinna.<br />

ICECOLD – falleg íslensk hönnun innblásin<br />

af fegurð íslenskrar náttúru.<br />

„Jú, svo sannarlega! Það yrðu auðvitað gífurleg<br />

vonbrigði ef Ísland kæmist ekki áfram<br />

í keppninni, en það hefur aðeins einu sinni<br />

gerst á EM. Ef íslenska liðið kemst áfram<br />

í milliriðil má fastlega gera ráð fyrir því að<br />

það muni leika við lið Frakklands <strong>og</strong> Spánar,<br />

sem sumir spá að muni komast í undanúrslit.<br />

Það er vissulega okkar verkefni að<br />

reyna að komast þangað á kostnað a.m.k.<br />

annars þeirra. Frakkar eru alltaf Frakkar <strong>og</strong><br />

hafa borið höfuð <strong>og</strong> herðar yfir aðrar þjóðir<br />

í handboltanum <strong>og</strong> munu eflaust gera það<br />

áfram <strong>og</strong> eru mjög sigurstranglegir á EM.<br />

Spánverjar eru að koma til aftur, en þeir<br />

urðu heimsmeistarar árið 2005, svo kom<br />

smá lægð hjá þeim, en nú eru þeir að koma<br />

aftur með látum <strong>og</strong> eru með mjög gott lið<br />

sem er líklegt til afreka.“<br />

-Ef við göngum út frá því að Frakkland sé í<br />

sérflokki í milliriðlinum, getum við þá ekki<br />

séð þetta fyrir okkur sem baráttu þriggja<br />

þjóða, Spánar, Króatíu <strong>og</strong> Íslands, um annað<br />

sætið í riðlinum <strong>og</strong> að komast í undanúrslitin?<br />

„Ja, hvað skal segja? Það getur náttúrulega<br />

allt gerst <strong>og</strong> er jafnvel hægt að reikna með<br />

Ungverjalandi líka í þeirri baráttu. Þeir eru<br />

með mjög sterkt <strong>og</strong> skemmtilegt lið. Við<br />

töpuðum nokkuð sanngjarnt fyrir Frakklandi<br />

<strong>og</strong> Spáni eftir skellinn gegn Þýskalandi<br />

á HM í fyrra. Við getum þó alveg unnið<br />

þessar þjóðir hvenær sem er á góðum degi.<br />

EM er miklu sterkara mót en HM, þar sem öll<br />

liðin eru góð <strong>og</strong> allir geta sigrað alla þegar<br />

þannig ber undir. Það er ekki svo ýkja mikill<br />

munur á getu liðanna. Þótt menn tali um<br />

Frakka í einhverjum sérflokki, þá geta þeir<br />

tapað leikjum eins <strong>og</strong> öll hin liðin á þessu<br />

móti. Það er allt undir í hverjum einasta leik<br />

á EM,“ segir Einar Örn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður<br />

<strong>og</strong> nú íþróttafréttamaður á RÚV,<br />

<strong>og</strong> mun ekki láta sitt eftir liggja í allri stemningunni<br />

á EM <strong>og</strong> vonandi sendir hann okkur<br />

hér á Íslandi ekkert nema góðar fréttir..<br />

Laugavegur / Smáralind / Kringlan<br />

Jón & Óskar Laugavegi 61, Kringlunni <strong>og</strong> Smáralind // Sími 552 4910 // www.jon<strong>og</strong>oskar.is // www.icecold.is


28<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Allt undir okkur sjálfum komið að standa okkur<br />

EM viðtal við Arnór Atlason<br />

„Það er alltaf sami spenningurinn í manni <strong>og</strong><br />

tilhlökkunin að taka þátt í þessu janúarmóti<br />

með íslenska landsliðinu. Ekkert nema gaman<br />

<strong>og</strong> mikil tilhlökkun. Það gefur manni alltaf svo<br />

mikið að hitta strákana, komast í stemninguna,<br />

koma heim til Íslands <strong>og</strong> ná tengingunni við<br />

landið. Þetta er í eðli sínu stórt ár sem við eigum<br />

framundan í landsliðinu, því við ætlum<br />

okkur að gera fína hluti á þessu móti <strong>og</strong> svo<br />

að komast á Ólympíuleikana. Við þurfum því<br />

að halda vel á spöðunum til þess að undirbúa<br />

okkur sem best fyrir þessi átök <strong>og</strong> ná markmiðunum<br />

okkar. Maður finnur alltaf strauminn frá<br />

íslensku þjóðinni þegar maður er hérna heima<br />

<strong>og</strong>, alltaf þegar nær dregur að hverju móti<br />

fyrir sig, hvað þetta fær mikla athygli fólksins<br />

í landinu <strong>og</strong> allflestir innstilltir á þetta. Þetta<br />

gefur okkur byr undir báða vængi. Nú er svo<br />

komið að þetta er undir okkur sjálfum komið<br />

að standa okkur <strong>og</strong> þess vegna þurfum við að<br />

haga að hlutunum í réttu samhengi <strong>og</strong> gefa<br />

okkur alla í þetta,“ segir Arnór Atlason sem er<br />

stoltur af því að vera fulltrúi þjóðarinnar sem<br />

leikmaður íslenska liðsins á stórmóti sem nær<br />

öll þjóðin er með hugann við.<br />

-Ef við horfum á riðilinn í ár, þá eru þetta<br />

mjög ólík lið sem þið eruð að fara að spila<br />

við?<br />

„Já, liðin eru ólík en það skiptir okkur ekki máli,<br />

heldur förum við bara <strong>og</strong> spilum okkar leik <strong>og</strong><br />

höfum trú á sjálfum okkur <strong>og</strong> okkar eigin getu.<br />

Fyrirfram séð ætti lið Króatíu að vera það erfiðasta<br />

í riðlinum, en það hefur einkennt Króatana<br />

svolítið að þeir verða alltaf betri <strong>og</strong> betri<br />

þegar líða fer á mótið. Að því séðu er kannski<br />

gott að byrja á þeim í fyrsta leik, auk þess sem<br />

við byrjum yfirleitt mjög vel á svona stórmótum.<br />

Við verðum vel undirbúnir fyrir leikinn<br />

gegn Króatíu, því gera má ráð fyrir því að þessi<br />

leikur skiptir miklu máli upp á framhaldið. Við<br />

ætlum okkur að komast áfram í milliriðilinn,<br />

það er fyrsta markmiðið, <strong>og</strong> þar sem má telja<br />

líklegt að Króatía komist þangað að öllu gefnu,<br />

þá kemur leikurinn við Króatíu til með að telja<br />

<strong>og</strong> skipta miklu máli þegar í milliriðilinn er komið.<br />

Þannig séð er þetta mjög mikilvægur leikur<br />

sem við byrjum á. Að spila svo við lið Slóveníu í<br />

Serbíu verður ekki talið okkur til tekna, því þeir<br />

eru hálfpartinn á heimavelli. Á móti kemur að<br />

Slóvenar hafa gengið í gegnum ýmislegt á síðustu<br />

árum <strong>og</strong> ekkert verið sérstaklega stöðugir<br />

á stórmótum að undanförnu. En þeir eru með<br />

þrusugott lið <strong>og</strong> eru að stimpla sig inn aftur<br />

enda mikil handboltaþjóð. Þetta verður hörkuleikur<br />

sem við komum til með að spila gegn<br />

Slóveníu, það er alveg á hreinu, en það er eitthvað<br />

sem er bara gaman. Að spila á móti þjóðum<br />

eins <strong>og</strong> Króatíu <strong>og</strong> Slóveníu, sem eru með<br />

mjög blóðheit lið frá fornu fari, <strong>og</strong> það í Serbíu,<br />

verður alveg sérstaklega gaman,“ segir Arnór.<br />

-Svo spilum við líka við Norðmennina <strong>og</strong><br />

vilja þeir ekki alltaf vinna okkur eins <strong>og</strong> við<br />

viljum alltaf vinna Danina?<br />

„Jú, algjörlega <strong>og</strong> sem betur fer hefur þeim<br />

ekkert gengið alltof vel að náð því að sigra<br />

okkur. Við vitum það að þegar við spilum við<br />

Noreg, þá þýðir það ekkert annað en hörkuleikur,<br />

blóð, sviti <strong>og</strong> tár. Það er alveg á hreinu<br />

að hvorugt liðið vill tapa þessum innbyrðisleik<br />

<strong>og</strong> allt gefið til þess að ná fram sigri. Það hjálpar<br />

okkur kannski aðeins að það eru forföll í<br />

hópnum hjá þeim, en þeir eru með mjög gott<br />

lið <strong>og</strong> breiðan hóp. Ef litið er á það með hvaða<br />

liðum þeir eru að spila, þá segir það sína sögu.<br />

Það eru nokkrir leikmenn þarna sem hafa verið<br />

okkur frekar erfiðir í gegnum tíðina, þetta eru<br />

heimsklassa leikmenn, en við verðum tilbúnir<br />

að mæta þeim eins <strong>og</strong> vera ber. Þessir sterku<br />

leikmenn norska liðsins geta átt mjög misjafna<br />

leiki, geta hitt á alveg toppleik þar sem að allt<br />

gengur upp <strong>og</strong> svo dottið niður þess á milli.<br />

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Norðmönnum<br />

tekst upp á móti okkur <strong>og</strong> á hvernig<br />

dag þeir hitta.“<br />

„Það kemur ekkert annað til greina hjá okkur<br />

en að komast upp úr riðlinum <strong>og</strong> við förum<br />

í hvern einasta leik til þess að vinna hann.<br />

Við gerum okkur grein fyrir þýðingu þess að<br />

standa sig vel í riðlinum upp á framhaldið. Ef<br />

við spjörum okkur ekki vel í riðlakeppninni <strong>og</strong><br />

tökum ekki mikið af stigum með okkur þangað,<br />

þá minnka möguleikar okkar verulega á<br />

því að ná góðum árangri á þessu móti, því í<br />

milliriðlinum bíða okkar þvílíkir mótherjar. Við<br />

verðum því að fara með sem flest stig áfram<br />

til þess að eiga einhverja möguleika í milliriðlinum,“<br />

segir Arnór Atlason þegar við fórum að<br />

velta því fyrir okkur hvað riðillinn væri tvísýnn<br />

<strong>og</strong> að allt gæti gerst. Ekkert lið virðist öruggt<br />

með það að komast áfram.<br />

-Hvaða lið heldur þú að verði í milliriðlinum?<br />

„Það er voðalega erfitt að segja. EM er svo<br />

svakalega sterkt mót <strong>og</strong> öll liðin eru líkleg til<br />

þess að geta spjarað sig. Þó hægt sé að bóka<br />

að Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar verði í milliriðlinum,<br />

liðin sem lentu í fyrsta <strong>og</strong> þriðja sæti á síðasta<br />

heimsmeistaramóti, þá getur allt gerst á svona<br />

sterku móti. Rússar <strong>og</strong> Ungverjar eru með<br />

mjög góð lið <strong>og</strong> aldrei að vita hvað þau koma<br />

til með að gera. Við erum klárlega í erfiðari<br />

helmingnum á þessu móti svona fljótt á litið,<br />

þ.e. að milliriðillinn úr riðlum C <strong>og</strong> D er sterkari<br />

en hin milliriðillinn. Annars eru öll liðin góð á<br />

EM <strong>og</strong> allir geta unnið alla eins <strong>og</strong> við ræddum<br />

um áðan. Það er fyrst <strong>og</strong> síðast okkar að standa<br />

okkur, hafa trú á okkur <strong>og</strong> ná þeim markmiðum<br />

sem við ætlum okkur,“ segir Arnór Atlason<br />

<strong>og</strong> er bjartsýnn á gengi íslenska liðsins í Serbíu,<br />

en segir að liðið verði að halda vöku sinni, annars<br />

geti brugðið til beggja vona.<br />

Sterkur<br />

leikur<br />

Hvernig fara leikirnir?<br />

Ísland - Slóvenía<br />

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 1 1 2 1 6 1<br />

Ásbjörn<br />

Sveinbjörnsson:<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Snúinn leikur þar sem íslenska liðið leiðir með þremur mörkum<br />

allan leikinn <strong>og</strong> landar síðan fimm marka sigri, 30:25, <strong>og</strong> sigrar í riðlinum.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Þeir eiga 2-3 heimsklassa leikmenn en annars er þetta lið sem<br />

við eigum að klára á venjulegum degi. Þeir spila venjulega „aggressíva“ vörn sem hentar<br />

okkur ágætlega. Sigur 35 - 29.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er við Slóveníu <strong>og</strong> unnum<br />

við þá í æfingamóti í Danmörku rétt fyrir EM <strong>og</strong> reikna ég með jöfnum leik en íslenskum<br />

sigri, en þetta gæti þó endað með óvæntu jafntefli, 35 - 34 fyrir Ísland.<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Jafntefli 27 - 27. Slóvenar ætla að selja sig dýrt <strong>og</strong> spila sterka vörn <strong>og</strong> agaðan<br />

sóknarleik með einn besta miðjumann í heimi. Þessi leikur getur dottið hvoru megin<br />

sem er.<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Grímsson<br />

Páll Ólafsson: Þetta verður „töff“ leikur, eins <strong>og</strong> reyndar allir leikir í þessari keppni. Eftir<br />

góða byrjun í mótinu er erfitt að fylgja því eftir. En ég hef bullandi trú á okkar mönnum.<br />

Við vinnum þennan leik eftir mikla baráttu <strong>og</strong> mikil læti. Það verður mikil barátta í þessum<br />

leik <strong>og</strong> gæti hann kostað okkur eitthvað síðar í keppninni.<br />

Siggi Sveins: Þetta er lykilleikur upp á framhaldið en við þurfum sigur til að fara áfram<br />

með 2 - 4 stig. Slóvenarnir eru með gott lið en hafa kannski ekki náð saman, eins <strong>og</strong> svo<br />

oft með þennan blóðheita þjóðflokk. Aftur á móti um leið <strong>og</strong> þeir fá „blod pa tannen“, þá<br />

geta þeir verið erfiðari en andskotinn. Þetta er skyldusigur fyrir okkar menn <strong>og</strong> allir verða<br />

að gera sér grein fyrir því <strong>og</strong> gefa allt af sér í þessum leik. Guðmundur verður að nota alla<br />

leikmenn liðsins, því framhaldið er enginn barnaleikur.<br />

Valdimar Grímsson: Eins <strong>og</strong> alltaf verður þessi leikur mikil barrátta um það hverjir komast<br />

áfram <strong>og</strong> reikna ég með að þessi leikur endi 31-31.<br />

Íbúfen ®<br />

– Bólgueyðandi <strong>og</strong> verkjastillandi<br />

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi <strong>og</strong> hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við<br />

vægum til meðal miklum verkjum eins <strong>og</strong> höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum <strong>og</strong> hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem<br />

fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins <strong>og</strong> astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í<br />

maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með<br />

alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar<br />

(blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan<br />

sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hem<strong>og</strong>lóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins <strong>og</strong> bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma,<br />

truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi,<br />

blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja <strong>og</strong> fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka<br />

á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni <strong>og</strong> ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi<br />

áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli <strong>og</strong> brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta<br />

hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir,<br />

meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur <strong>og</strong> harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga<br />

<strong>og</strong> versnandi bólga í ristli <strong>og</strong> meltingarvegi (Crohn´s) <strong>og</strong> pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára<br />

<strong>og</strong> bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi <strong>og</strong> viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir <strong>og</strong> unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg):<br />

200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á<br />

dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks<br />

skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára <strong>og</strong> yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri<br />

en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011.


30<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Íslenska<br />

landsliðið<br />

Björgvin Páll Gústavsson<br />

26 ára<br />

Guðjón Valur Sigurðsson<br />

32 ára<br />

Hreiðar L. Guðmundsson<br />

31 árs<br />

Róbert Gunnarsson<br />

31 árs<br />

Kári Kristján Kristjánsson<br />

27 ára<br />

Ólafur Guðmundsson<br />

21 árs<br />

Ingimundur Ingimundarson<br />

31 árs<br />

Oddur Grétarsson<br />

21 árs<br />

Arnór Þór Gunnarsson<br />

24 ára<br />

Sverre Jakobsson<br />

34 ára<br />

Rúnar Kárason<br />

23 ára<br />

Aron Pálmarsson<br />

21 árs<br />

Snorri Steinn Guðjónsson<br />

30 ára<br />

Alexander Petersson<br />

31 árs<br />

Þórir Ólafsson<br />

32 ára<br />

Ólafur Bjarki Ragnarsson<br />

23 ára<br />

<br />

ÁFRAM ÍSLAND!<br />

Vignir Svavarsson<br />

31 árs<br />

Arnór Atlason<br />

27 ára<br />

Ásgeir Örn Hallgrímsson<br />

27 ára<br />

Aron Rafn Edvardsson<br />

22 ára<br />

Fannar Friðgeirsson<br />

24 ára


32 33<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

D-RIÐILL Ísland • Króatía • Noregur • Slóvenía<br />

Þá er það riðillinn okkar! Það er alveg ljóst að þetta er feikilega erfiður riðill. Ekki<br />

aðeins það að þarna eru tvö lið nánast á heimavelli, <strong>og</strong> annað þeirra lið Króatíu,<br />

heldur eru þarna einnig frændur okkar Norðmenn sem hungrar í það að sigra okkur<br />

Íslendinga á stórmóti. Svo eru líka Norðmenn <strong>og</strong> Slóvenar að keppa að því að komast<br />

í forkeppni Ólympíuleikanna, nokkuð sem gerir þetta enn erfiðara. En lið Íslands<br />

<strong>og</strong> Króatíu eru komin í forkeppnina. Ef lið Íslands spilar af eðlilegri getu ætti það<br />

að komast upp úr þessum riðli, annað yrði mikil vonbrigði, en það er ekki á vísan<br />

að róa. Það yrði hreint út sagt frábært ef íslenska liðinu tækist að vinna Króata í<br />

fyrsta leiknum, en þeir eru svona almennt taldir vera með sterkasta liðið í riðlinum<br />

<strong>og</strong> kannski eina örugga liðið áfram. Þar með yrði ekki öll <strong>saga</strong>n sögð þótt lið Íslands<br />

næði að innbyrða sigur gegn Króatíu, því það yrði að vinna annað hvort Norðmenn<br />

Ísland<br />

Leiðin á EM<br />

Ísland-Lettland 28:26<br />

Austurríki-Ísland 28:23<br />

Ísland-Þýskaland 36:31<br />

Þýskaland-Ísland 39:28<br />

Lettland-Ísland 25:29<br />

Ísland-Austurríki 44:29<br />

Þýskaland 6 4 1 1 9<br />

Ísland 6 4 0 2 8<br />

Austurríki 6 3 1 2 7<br />

Lettland 6 0 0 6 0<br />

Noregur<br />

Leiðin á EM<br />

Noregur-Holland 35:30<br />

Grikkland-Noregur 25:32<br />

Tékkland-Noregur 29:26<br />

Noregur-Tékkland 24:22<br />

Holland-Noregur 21:36<br />

Noregur-Grikkland 31:25<br />

Noregur 6 5 0 1 10<br />

Tékkland 6 4 0 2 8<br />

Grikkland 6 2 1 3 5<br />

Holland 6 0 1 5 1<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 Ekki með<br />

1998 Ekki með<br />

2000 11. sæti<br />

2002 4. sæti<br />

2004 13. sæti<br />

2006 7. sæti<br />

2008 11. sæti<br />

2010 3. sæti<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 Ekki með<br />

1996 Ekki með<br />

1998 Ekki með<br />

2000 8. sæti<br />

2002 Ekki með<br />

2004 Ekki með<br />

2006 11. sæti<br />

2008 6. sæti<br />

2010 7. sæti<br />

eða Slóvena til þess að komast upp úr riðlinum <strong>og</strong> jafnvel bæði liðin. Það yrði afskaplega<br />

dýrmætt ef við fengjum tvo stig úr viðureign okkar við Króata upp á milliriðilinn<br />

að gera, því við verðum að taka með okkur sem allra flest stig úr riðlinum<br />

til þess að geta gert tilkall til árangurs á þessu móti. Því hefur verið fleygt að baráttan<br />

um annað sætið í milliriðlinum <strong>og</strong> þar með um það að komast í undanúrslitin,<br />

verði á milli Króatíu, Spánar, Íslands <strong>og</strong> jafnvel Ungverja. Það er auðvelt að vera með<br />

vangaveltur fram <strong>og</strong> til baka, hvað þetta varðar, en ekkert er víst fyrr en í leikslok.<br />

Við vonum þó það allra besta, að íslenska liðið toppi á réttum augnablikum á þessu<br />

móti <strong>og</strong> nái hagstæðum úrslitum í þeim leikjum sem skipta máli þegar upp verður<br />

staðið. Áfram Ísland!<br />

Króatía<br />

Leiðin á EM<br />

Króatía-Rúmenía 34:22<br />

Litháen-Króatía 19:21<br />

Spánn-Króatía 24:26<br />

Króatía-Spánn 23:21<br />

Rúmenía-Króatía 25:30<br />

Króatía-Litháen 34:26<br />

Króatía 6 6 0 0 12<br />

Spánn 6 4 0 2 8<br />

Litháen 6 2 0 4 4<br />

Rúmenía 6 0 0 6 0<br />

Slóvenía<br />

Leiðin á EM<br />

Slóvenía-Portúgal 34:31<br />

Úkraína-Slóvenía 25:31<br />

Slóvenía-Pólland 30:28<br />

Pólland-Slóvenía 32:27<br />

Portúgal-Slóvenía 31:29<br />

Slóvenía-Úkraína 43:32<br />

Pólland 6 4 1 1 9<br />

Slóvenía 6 4 0 2 8<br />

Portúgal 6 2 1 3 5<br />

Úkraína 6 1 0 5 2<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 3. sæti<br />

1996 5. sæti<br />

1998 8. sæti<br />

2000 6. sæti<br />

2002 16. sæti<br />

2004 4. sæti<br />

2006 4. sæti<br />

2008 2. sæti<br />

2010 2. sæti<br />

Fyrri árangur í úrslitakeppni EM<br />

1994 10. sæti<br />

1996 11. sæti<br />

1998 Ekki með<br />

2000 5. sæti<br />

2002 12. sæti<br />

2004 2. sæti<br />

2006 8. sæti<br />

2008 10. sæti<br />

2010 11. sæti<br />

Nr. Leikmaður Félag <strong>Land</strong>sleikir Mörk<br />

1 Björgvin Páll Gústavsson Magdeburg 90 3<br />

2 Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf 150 163<br />

3 Kári Kristján Kristjánsson HSG Wetzlar 27 25<br />

4 Aron Pálmarsson THW Kiel 41 118<br />

5 Ingimundur Ingimundarson Fram 94 72<br />

6 Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover-Burgdorf 149 187<br />

7 Arnór Atlason AG Köbenhavn 114 268<br />

8 Þórir Ólafsson KS Vive Targi Kielce 64 140<br />

9 Guðjón Valur Sigurðsson AG Köbenhavn 249 1205<br />

10 Snorri Steinn Guðjónsson AG Köbenhavn 183 660<br />

12 Aron Rafn Eðvarðsson Haukar 3 0<br />

13 Oddur Grétarsson Akureyri 15 24<br />

14 Ólafur Andrés Guðmundsson Nordsjælland 22 22<br />

15 Alexander Petersson Fuchse Berlin 124 505<br />

16 Hreiðar Levý Guðmundsson Nötteröy 120 2<br />

17 Sverre Jakobsson Grosswallstadt 111 24<br />

18 Róbert Gunnarsson Rhein Neckar Löwen 189 592<br />

19 Rúnar Kárason Bergischer HC 21 49<br />

21 Ólafur Bjarki Ragnarsson HK 2 0<br />

22 Arnór Þór Gunnarsson TV Bittenfeld 12 37<br />

23 Fannar Þór Friðgeirsson TV Emsdetten 3 4<br />

Þjálfari: Guðmundur Þórður Guðmundsson<br />

*Endanlegur hópur var ekki kominn á hreint fyrir prentun blaðsins.<br />

Spekingarnir spá í riðlana - D-riðill<br />

Ásbjörn<br />

Guðríður Guð-<br />

Ingi Þór Guð-<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Páll Ólafsson: Siggi Sveins: Valdimar Gríms-<br />

Sveinbjörnsson:<br />

jónsdóttir:<br />

mundsson:<br />

son<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson: Þetta verður líka skemmtilegur riðill. Það verður<br />

allt að ganga upp hjá strákunum okkar <strong>og</strong> Gummi verður að vera óspar á<br />

bekkinn. Það er mitt innsæi að við höfum aldrei átt sterkara landslið, þó svo<br />

að Ólafur verði ekki með, <strong>og</strong> það er mín skoðun að markverðirnir eigi eftir<br />

að finna sig vel <strong>og</strong> síðan erum við með frábæra leikmenn eins <strong>og</strong> Alex, Aron,<br />

Arnór, Róbert, Guðjón, Þóri <strong>og</strong> Ingimund <strong>og</strong> Sverre í vörninni. Þá eigum við<br />

sterka leikmenn eins <strong>og</strong> Snorra, Ásgeir, Rúnar, Vigni <strong>og</strong> fleiri. Svo vona ég að<br />

Gummi taki Óla Bjarka með. Það er leikmaður sem á framtíðina fyrir sér <strong>og</strong><br />

getur skapað. Króatía verður í 2. sæti <strong>og</strong> Noregur í 3. sæti. Slóvenía vinnur<br />

ekki leik.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir: Baráttan stendur á milli okkar <strong>og</strong> Króata um sigur<br />

í þessum riðli, en samt sem áður, það er ekkert gefins í handbolta. Króatía<br />

vinnur riðilinn eftir mikla baráttu <strong>og</strong> ég spái Norðmönnum óvænt úr leik.<br />

Ingi Þór Guðmundsson: Íslenska landsliðið hefur oft verið í erfiðari riðli,<br />

en tel það hins vegar oft hafa verið betur undirbúið, þ.e. haft meiri undirbúning<br />

saman, fyrir mót. Þessi hópur hefur reyndar spilað mikið saman <strong>og</strong><br />

það á eftir að koma þeim til góða til þess að vega upp á móti litlum undirbúningi<br />

saman fyrir þetta mót. Króatía vinnur riðilinn, Ísland verður í 2. sæti,<br />

Noregur í 3. sæti <strong>og</strong> Slóvenía í 4. sæti.<br />

Samstarfsaðilar<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson: Ísland <strong>og</strong> Króatía fara upp úr þessum riðli. Þetta er auðveldasti<br />

riðillinn. Mikilvægasti leikurinn er á móti Króötum. Ef við vinnum hann,<br />

þá förum við í undanúrslit, þar sem allt getur gerst.<br />

Páll Ólafsson: Svo ég klári þennan riðil út frá spá minni um leikina, þá er<br />

það ljóst að Ísland vinnur þennan riðil, Króatar verða í 2. sæti <strong>og</strong> Slóvenar<br />

hirða 3. sætið af Norðmönnum, sem sitja eftir með sárt ennið.<br />

Siggi Sveins: Króatar eiga að vera sterkasta þjóðin í þessum riðli. Ég spái<br />

því að við <strong>og</strong> Slóvenar fylgjum þeim en frændur okkar Norðmenn haldi<br />

heim á leið.<br />

Valdimar Grímsson: Hér reikna ég með því að Ísland, Króatía <strong>og</strong> Slóvenía<br />

fari áfram. Við eigum eftir að lenda í töluverðum vandræðum hér en komumst<br />

áfram á kostnað Noregs.


34 35<br />

EM í Serbíu 2012 EM í Serbíu 2012<br />

Menn þurfa að fara í hvern einasta leik<br />

<strong>og</strong> selja sig dýrt <strong>og</strong> berjast fyrir lífi sínu<br />

EM viðtal við Guðjón Guðmundsson<br />

Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi<br />

eins <strong>og</strong> hann er kallaður manna á<br />

meðal, er einn af okkar mestu handboltasérfæðingum.<br />

Enda hefur hann<br />

bæði verið þátttakandi, íþróttafréttamaður<br />

<strong>og</strong> áhorfandi þegar íslenska<br />

liðið fer á stórmót. Hann sér hlutina<br />

frá mörgum hliðum <strong>og</strong> hefur sterkar<br />

skoðanir á ýmsum málum handboltans<br />

<strong>og</strong> landsliðsins. Það er alltaf jafn<br />

gaman að setjast niður <strong>og</strong> spjalla við<br />

Gaupa um handbolta <strong>og</strong> landsliðið,<br />

sérstaklega þegar svona stórhátíð<br />

eins <strong>og</strong> EM er að fara að hefjast.<br />

„Jú, það er rétt, það er stórhátíð framundan en<br />

það er alveg ljóst að riðillinn okkar í Serbíu er<br />

alveg feikilega erfiður. Króatar <strong>og</strong> Slóvenar eru<br />

nánast á heimavelli <strong>og</strong> leikirnir við Norðmenn<br />

eru alltaf hörkuleikir. Þannig að það verður ekki<br />

á vísan að róa fyrir íslenska liðið. Mín skoðun<br />

er sú að það yrði mjög gott ef Ísland næði að<br />

vinna einn leik í riðlinum <strong>og</strong> komast áfram í<br />

milliriðil <strong>og</strong> þá kannski án stiga. Ég bendi þó<br />

á að Ísland getur hæglega tapað öllum leikjunum<br />

í riðlinum. Þetta þarf ekki að vera óeðlilegt<br />

<strong>og</strong> ég tel að liðið þurfi að sýna sínar bestu<br />

hliðar til þess að komast áfram með fjögur stig<br />

í milliriðil eða tvö stig í það minnsta. Ég byggi<br />

þetta á því að ég hef miklar áhyggjur af varnarleiknum<br />

sem þarf að vera gríðarlega öflugur<br />

á þessu móti ef árangur á að nást. Það eru blikur<br />

á lofti þar, því okkur skortir mjög hina svonefnda<br />

þrista í vörninni. Við eigum bara tvo,<br />

þá Sverre <strong>og</strong> Ingimund, sem hafa skilað sínu<br />

mjög vel á undanförnum árum. Aðrir leikmenn<br />

hafa ekki náð að fylla þeirra skörð þannig að<br />

þetta er svona ákveðið áhyggjuefni þegar lagt<br />

er af stað á mótið. Þarna hangir saman líka að<br />

ef vörnin er góð þá skilar það sér í góðri markvörslu.<br />

Til þess að ná árangri á svona stórmóti<br />

þurfum við að vera með alla vega 45% markvörslu<br />

ef vel á að vera. Björgvin Páll hefur leikið<br />

mismikið með Magdeburg í vetur <strong>og</strong> Hreiðar<br />

hefur verið að leika mjög vel með sínu liði<br />

<strong>og</strong> það mun mikið mæða á þessum piltum á<br />

mótinu. Sóknarlega erum við ágætlega settir<br />

en við erum ekki með Ólaf Stefánsson, sem er<br />

kannski jákvætt útaf fyrir sig, því það kemur<br />

að því að hann yfirgefi svæðið til frambúðar.<br />

Þannig að það fer að reyna meira á aðra sem<br />

stoðir liðsins. Hægt er að velta vöngum yfir því<br />

hvort við séum nógu vel staddir fyrir þetta mót<br />

varðandi útispilara. Arnór Atlason hefur því<br />

miður verið mikið meiddur í vetur, en hann er<br />

einmitt sá leikmaður sem þarf að vera í fantaformi<br />

ef árangur á að nást. Við erum með Aron<br />

Pálmarsson sem hefur verið að leika mjög vel<br />

með Kiel <strong>og</strong> það mun reyna mikið á hann <strong>og</strong><br />

Arnór ásamt Alexander Peterson. Hinir þurfa<br />

síðan að fylgja á eftir til þess að allt gangi upp<br />

hjá okkur <strong>og</strong> við skulum vona að þeir geri það.<br />

Það er líka slæmt fyrir undirbúninginn að Snorri<br />

Steinn skuli ekki hafa verið með allan tímann<br />

<strong>og</strong> ekki á mótinu í Danmörku. Að mínu viti<br />

gæti það sett strik í reikninginn þegar á hólminn<br />

er komið. Þegar allt er dregið saman er ég<br />

svona hæfilega bjartsýnn, alla vega ekki mjög<br />

bjartsýnn, á góðan árangur í Serbíu. Hef væntingar<br />

í hófi. Milliriðillinn er feikilega erfiður þar<br />

sem viðbúið er að við mætum ofjörlum okkar,<br />

Frökkum <strong>og</strong> Spánverjum, en það eru liðin<br />

ásamt Dönum sem fara beint í undanúrslitin.<br />

Við erum því varla að sjá íslenska liðið í undanúrslitum<br />

á þessu móti. Mér finnst ég því miður<br />

geta slegið því föstu,“ segir Gaupi.<br />

-Gæti það þá orðið hlutskipti Íslands að<br />

komast ekki upp úr riðlinum?<br />

„Ég er að vara mig á því að segja að við náum<br />

okkar fyrsta markmiði sem er að komast upp<br />

úr riðlinum. Til þess að svo megi verða, þá<br />

verðum við að vinna Norðmenn <strong>og</strong> Slóvena.<br />

Leikirnir við Norðmenn hafa verið afar jafnir<br />

<strong>og</strong> við höfum náð að landa sigri gegn sterku<br />

norsku liði, en verið oft tiltölulega heppnir í<br />

þeim leikjum. Ég vil vara menn við, því Noregur<br />

á gríðarlega mikið inni <strong>og</strong> fullt af góðum leikmönnum,<br />

þó að þeir hafi vissulega misst tvo<br />

sterka leikmenn úr hópnum, sem er að sjálfsögðu<br />

vatn á okkar myllu. En samt sem áður<br />

eru þeir sýnd veiði en ekki gefin. Slóvenar eru<br />

líka með gríðarlega öflugt lið <strong>og</strong> jafnvel þó að<br />

það vanti sterka leikmenn hjá þeim, þá eru þeir<br />

nánast að spila á heimavelli. Slóvenskir áhorfendur<br />

munu fjölmenna á leikinn. Þeir eru með<br />

ungt lið sem vill sanna sig <strong>og</strong> þetta verður líka<br />

feikilega erfiður leikur fyrir okkur Íslendinga.<br />

Slóvenarnir eru frekar smávaxnir en liðspilið er<br />

mjög gott. Þeir spila mikið inn á línuna <strong>og</strong> eru<br />

með frábæran leikstjórnanda, Zorman, sem ber<br />

þeirra leik uppi. Margir halda að Slóvenar séu<br />

léttir andstæðingar en það er síður en svo, því<br />

í liði þeirra eru, eins <strong>og</strong> í liði Króata, 4-5 heimsklassa<br />

leikmenn. Þetta verður 50-50 leikur fyrir<br />

okkur Íslendinga <strong>og</strong> ég verð að segja alveg eins<br />

<strong>og</strong> er að það yrði afrek ef okkur tekst að landa<br />

sigri gegn Slóveníu. Hvers vegna? Jú, þeir eru<br />

með áhorfendurna með sér <strong>og</strong> það er ekki það<br />

sama, við vitum það handboltaspekingarnir.<br />

Fólk almennt gerir miklar kröfur til íslenska liðsins,<br />

en þarna kannski skortir aðeins á þekkingu.<br />

Við erum að spila í umhverfi sem að Króatar <strong>og</strong><br />

Slóvenar þekkja mjög vel <strong>og</strong> aðstæður verða<br />

okkur ekki hagstæðar. En gangi allt upp hjá íslenska<br />

liðinu <strong>og</strong> strákarnir ná sér á strik, allir leikmennirnir<br />

heilir, þá erum við að fara í leiki gegn<br />

Norðmönnum <strong>og</strong> Slóvenum sem við gætum<br />

hæglega unnið, en við gætum líka hæglega<br />

tapað. Við munum byrja gegn Króötum en þeir<br />

eru með gríðarlega öflugt lið. Þeir spila reyndar<br />

gamaldags handbolta, eru frekar hægir, en það<br />

er afar erfitt við þá að eiga. Það er klárt mál að<br />

eitthvert eitt lið frá Balkanskaganum kemst í<br />

undanúrslit <strong>og</strong> eru mestu líkurnar á því að það<br />

verði Króatar eða Serbar. Þannig að leikurinn<br />

gegn Króötum verður mjög erfiður leikur fyrir<br />

okkur. Við höfum átt í erfiðleikum með þá síðustu<br />

fimm árin, þó það hafi verið jafnir leikir.<br />

Þeir hafa oftar en ekki unnið okkur. Þetta eru<br />

miklir íþróttamenn <strong>og</strong> ef á að segja eins <strong>og</strong> er,<br />

þá eru þeir með betra lið en Ísland í dag. Það er<br />

þó alveg hægt að vinna Króatíu. Eins <strong>og</strong> staðan<br />

er í dag, þá vinnur Ísland u.þ.b. tvo leiki af hverjum<br />

10 gegn þeim <strong>og</strong> það kann að vera að það<br />

verði akkúrat núna, í fyrsta leiknum okkar á EM.<br />

Það verður þó mjög erfitt, þar sem það er valinn<br />

maður í hverju rúmi hjá Króatíu <strong>og</strong> þeir eiga<br />

að minnsta kosti 4-5 af bestu handboltamönnum<br />

heims,“ segir Gaupi.<br />

-Nú hefur maður fundið fyrir eldmóðinum,<br />

kraftinum <strong>og</strong> hugarfarinu sem skapar neistann<br />

í íslenska liðinu á undirbúningstímanum,<br />

eitthvað sem gerist þegar hópurinn<br />

kemur saman.<br />

„Já, það er hárrétt, það er mikill eldmóður í<br />

liðinu, eins <strong>og</strong> verið hefur síðustu árin. Það er<br />

þó afar mikilvægt að liðið geri sér grein fyrir<br />

því að einbeiting liðsins þarf að vera 190% á<br />

svona móti. Menn þurfa að fara í hvern einasta<br />

leik <strong>og</strong> selja sig dýrt <strong>og</strong> berjast fyrir lífi sínu.<br />

Ég hygg nú að menn muni gera það, en ég<br />

hef ákveðnar áhyggjur af því mikla álagi sem<br />

verður á liðinu. Undankeppni Ólympíuleikanna<br />

verður í apríl <strong>og</strong> það er mjög mikilvægt<br />

fyrir íslenska liðið að komast þangað <strong>og</strong> síðan<br />

er það undankeppni HM. Ég hef það einhvern<br />

veginn á tilfinningunni, veit ekki hvers vegna,<br />

að liðið sé að horfa meira á undirbúning leikjanna<br />

í apríl, í undankeppni Ólympíuleikanna,<br />

<strong>og</strong> svo undankeppni HM heldur en akkúrat á<br />

þetta Evrópumeistaramót,“ segir Gaupi.<br />

Gaupi talaði um það að þetta mót í Serbíu yrði<br />

mikil prófraun fyrir íslenska liðið í sjálfu sér. Það<br />

væri kostur að margir leikmanna liðsins hefðu<br />

leikið mjög vel í vetur með sínum félagsliðum,<br />

sumir mun betur en þeir gerðu í fyrra áður en<br />

þeir fóru á HM í Svíþjóð. Það væri þó engin<br />

ávísun á árangur.<br />

-Hverjir eru helstu kostir <strong>og</strong> gallar íslenska<br />

liðsins að þínu mati?<br />

„Kostirnir eru þeir að á undanförnum árum<br />

hefur liðið spilað frábæran sóknarleik <strong>og</strong><br />

markvarslan hefur verið góð. Björgvin hefur<br />

skipað sér á bekk á meðal bestu markvarða<br />

heims. Þó er ekki þar með sagt að góður sóknarleikur<br />

með góðri markvörslu sé vís á hverju<br />

móti. Varnarleikurinn, svona fyrir mótið séð, er<br />

veikasti hlekkurinn. Guðmundur þjálfari hefur<br />

þó náð að berja varnarleikinn saman á síðustu<br />

stórmótum. Liðið glímir þó við það vandmál<br />

að alltaf þarf að skipta einhverjum leikmönnum<br />

á milli sóknar <strong>og</strong> varnar. Það veikir liðið<br />

mjög mikið að þurfa þess. Við erum því svolítið<br />

brothættir ef lykilmenn meiðast,“ segir Gaupi.<br />

Gaupi hefur orð á því að það sé alltaf á ákveðnum<br />

tímapunkti sem þurfi að líta til framtíðarinnar,<br />

meta stöðuna <strong>og</strong> spá í það hvað gera<br />

þurfi til þess að viðhalda þeirri stöðu í handboltaheiminum<br />

sem Ísland hefur náð.<br />

„Ég myndi segja að íslenska liðið í dag sé einhvers<br />

staðar á meðal 6-12 bestu landsliða í<br />

heimi. Þessari stöðu þurfum við að halda. Við<br />

getum náð toppum <strong>og</strong> komist ofar en í 6. sætið,<br />

en til þess, þá þarf allt að ganga upp <strong>og</strong> við<br />

þurfum líka að vera heppnir,“ segir Gaupi.<br />

Það er ekki alltaf hægt að framkalla góðan árangur<br />

á hverju stórmótinu á fætur öðru. Það er<br />

gríðarlegt álag sem er á leikmönnum liðsins,<br />

þannig að menn þurfa að hafa sig alla við til<br />

þess að ná því besta fyrir íslenska liðið. Gaupi<br />

segist sannfærður um það að liðið sé að leggja<br />

sig fram, það vanti ekki, en svo er það bara<br />

spurningin um það hver styrkurinn sé þegar<br />

mótið hefst.<br />

„Þetta handboltalið sem við höfum átt, hefur<br />

verið í forystuhlutverki íslenskra íþróttamanna<br />

á undanförnum árum. Það er í rauninni með<br />

ólíkindum hvað þeir hafa náð að hanga í þeim<br />

bestu í langan tíma. Það er ótrúlega mikið<br />

afrek <strong>og</strong> ég er ekki viss um að almenningur<br />

geri sér grein fyrir því hvað þetta lið hefur lagt<br />

gríðarlega mikið á sig til þess að ná þessum árangri.<br />

Því miður hafa menn oftar en ekki talað<br />

niður til handboltans á undangengnum árum<br />

<strong>og</strong> sagt að handboltinn sé lítil íþrótt í heiminum.<br />

Við heyrum oft þennan söng, jafnvel<br />

hjá íþróttafréttamönnum, að handboltinn<br />

sé ekki nægilega stór íþrótt. Það er í rauninni<br />

sorglegt að heyra þessa úrtölur, vegna þess<br />

að ég er ekki viss um það að á komandi árum<br />

eigum við eftir að eignast svona afrekslið eins<br />

<strong>og</strong> handboltaliðið okkar hefur verið <strong>og</strong> jafnvel<br />

allar götur frá 2002,“ segir Gaupi.<br />

-Ef við horfum á uppbygginguna í íslenskum<br />

handbolta, hvernig sérðu hana fyrir þér <strong>og</strong><br />

hver er staðan á henni í dag?<br />

„Ég hef áhyggjur af unglingaþjálfuninni í dag.<br />

Það er mín skoðun að hún sé ekki nægilega<br />

góð <strong>og</strong> þar þurfum við að taka okkur taki. Við<br />

þurfum á svona næstu 5-6 árum að endurskippuleggja<br />

okkar þjálfun, alveg frá 13-14 ára<br />

aldri <strong>og</strong> upp úr, ef við ætlum að standa þeim<br />

bestu snúning. Það er algjört lykilatriði. Við<br />

sjáum að ungliðinn okkar eru ekki eins sterk<br />

<strong>og</strong> þau hafa verið. Auðvitað ná þau oft góðum<br />

úrslitum <strong>og</strong> það er mikið af góðum efniviði, en<br />

efniviðurinn þarf rétta tilsögn <strong>og</strong> mikla æfingu<br />

<strong>og</strong> þar þarf að bæta vinnubrögðin til mikilla<br />

muna, ef við ætlum áfram að eiga handboltamenn<br />

í fremstu röð. Það er ekki nóg að eiga<br />

3-4 góða leikmenn, við þurfum að eiga alla<br />

vega 10 heimsklassa leikmenn. Auðvitað hefur<br />

góður árangur landsliðsins síðustu árin haft sín<br />

áhrif <strong>og</strong> smitað margan ungviðinn að fara að<br />

spila handbolta, en það eru blikur á lofti í dag<br />

með það að við séum ekki alveg á pari. Ef litið<br />

er til þjóðanna í kringum okkur, eins <strong>og</strong> Þjóðverja,<br />

Dana, Svía <strong>og</strong> Norðmanna, þá eru þær<br />

betur settar en við í dag með uppbygginguna.<br />

En við höfum alveg tíma til þess að breyta<br />

þessu. Við þurfum að taka okkur taki í uppbyggingu<br />

yngri liða <strong>og</strong> þar þurfum við að líta<br />

okkur nærri <strong>og</strong> spyrja hvort við séum að gera<br />

rétta hluti. Þetta eru stór orð hjá mér, en eiga<br />

við rök að styðjast. Ég get tekið sem eitt lítið<br />

Aldrei meiri umfjöllun á RÚV um stórmót í handbolta<br />

EM viðtal við Kristínu Hörpu íþróttastjóra RÚV<br />

Umfjöllun um EM í handbolta verður<br />

meiri en áður hefur verið á RÚV. EM<br />

stofa verður í lok leikdags auk þess<br />

sem fleiri leikjum verður lýst en áður,<br />

bæði á RÚV <strong>og</strong> vefnum. Við töluðum<br />

við Kristínu Hörpu Hálfdánardóttur<br />

íþróttastjóra RÚV <strong>og</strong> forvitnuðumst<br />

um málið.<br />

„Við verðum með hina hefðbundnu EM-stofu<br />

að kvöldi hvers leikdags. Baldvin Þór Bergsson,<br />

gamalreyndur íþróttafréttamaður <strong>og</strong> fjölmiðlamaður<br />

verður umsjónarmaður EM stofunnar<br />

<strong>og</strong> hefur sér til halds <strong>og</strong> trausts Hafrúnu<br />

Kristjánsdóttur, Aron Kristjánsson <strong>og</strong> Gunnar<br />

Berg Viktorsson. Í EM stofunni verður farið<br />

yfir helstu úrslit dagsins auk þess sem málefni<br />

íslenska liðsins verða rædd <strong>og</strong> fylgst með lífinu<br />

úti í Serbíu. Þá daga sem Ísland spilar verður<br />

umfjöllunin skiljanlega að mestu leyti um það<br />

<strong>og</strong> leikur íslenska liðsins krufinn til mergjar, “<br />

segir Kristín Harpa.<br />

Það má búast við miklu fjöri í EM stofunni <strong>og</strong><br />

mikið áhorf, enda er RÚV í beinum tengslum<br />

við íþróttafrétta- <strong>og</strong> dagskrárgerðafólkið sitt í<br />

Serbíu.<br />

„Á vettvangi í keppnisborgunum Vrsac, Novi<br />

Sad <strong>og</strong> Belgrad verða Einar Örn Jónsson <strong>og</strong><br />

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamenn.<br />

Þeir munu lýsa öllum leikjum Íslands<br />

á Rás 2 <strong>og</strong> í sjónvarpi auk þess sem þeir lýsa<br />

öðrum leikjum úr riðli Íslands á mótinu. Með<br />

Þorkatli <strong>og</strong> Einari í Serbíu er einnig dagskrárgerðamaðurinn<br />

María Björk Guðmundsdóttir<br />

en saman munu þau taka viðtöl <strong>og</strong> fylgjast<br />

með lífi Strákanna okkar <strong>og</strong> annarra sem<br />

mótinu tengjast <strong>og</strong> færa fólki heim í EM stofuna.<br />

Öll viðtöl munu svo birtast óklippt í fullri<br />

lengd á vefsíðu RÚV <strong>og</strong> þeir sem hafa ekki<br />

fengið nóg af Strákunum okkar þegar útsendingu<br />

líkur geta farið á ruv.is <strong>og</strong> fengið meira.“<br />

„Svo vonum við bara að strákunum gangi vel<br />

<strong>og</strong> við fáum skemmtilegt handboltamót til að<br />

stytta okkur stundirnar í vetrarkuldanum,“ segir<br />

Kristín að lokum.<br />

dæmi:Hvers vegna eiga leikmenn yngri landsliða<br />

í dag í svona miklum vandræðum með að<br />

spila gegn framliggjandi vörnum? Jú, það er<br />

vegna þess að þeir fá ekki þessa tilsögn sem<br />

þarf til þess að takast á við svona hluti <strong>og</strong> þessu<br />

þurfum við að breyta. Þetta er gegnumgangandi<br />

í öllum unglingaliðunum, alls staðar er<br />

sama vandamálið. Svarið hlýtur því að liggja í<br />

þjálfuninni. Við höfum alveg ágætar aðstæður<br />

hérna, fín íþróttahús <strong>og</strong> allt sem þarf til þess<br />

að byggja upp góða leikmenn. Það þarf fyrst<br />

<strong>og</strong> fremst vilja einstaklinganna sem eru að æfa<br />

handbolta <strong>og</strong> líka vilja þeirra sem eru að þjálfa<br />

að huga að þessu til þess að ná árangri.“<br />

-En nú eigum við marga góða þjálfara sem<br />

eru að æfa mörg bestu félagslið heims.<br />

„Já, þetta er góður punktur. Við erum með<br />

þjálfara í Þýskalandi <strong>og</strong> á fleiri stöðum sem eru<br />

í allra fremstu röð. Ég varpa þó þeirri spurningu<br />

fram: Af hvaða kynslóð koma þeir? Ég ætla ekkert<br />

að segja neitt meira um það. Svarið vita allir<br />

<strong>og</strong> þeir yngri sem eru að feta þessi spor þurfa<br />

aðeins að spóla til baka <strong>og</strong> spyrja hvaðan <strong>og</strong><br />

hvar lærðu þeir fræðin.“<br />

-Finnst þér að þetta sé ekki að endurnýja<br />

sig?<br />

„Ég hef mjög sterkar skoðanir hvað þetta varðar,<br />

alveg rétt, en ég hef alltaf gert miklar kröfur<br />

til handknattleiksmanna <strong>og</strong> þjálfara <strong>og</strong> geri<br />

enn þann dag í dag. Við eigum að gera miklar<br />

kröfur til okkar afreksfólks, ég tala nú ekki um<br />

handboltamanna sem hafa borið merki þjóðarinnar<br />

á undanförnum árum. Ef við ætlum að<br />

halda áfram á sömu braut, þá þurfum við að<br />

staldra við, setjast niður <strong>og</strong> spyrja: Hvað getum<br />

við gert til þess að verða betri? Það er kominn<br />

tími á það að við förum að athuga okkar<br />

gang.“<br />

María Björk Guðmundsdóttir dagskrárgerðakona verður í eldlínunni á EM.<br />

-Nú eru miklar kröfur hjá þjóðinni til strákanna<br />

okkar <strong>og</strong> farið fram á mikið, sérstaklega<br />

upp á síðkastið þegar þjóðin fékk lyktina<br />

af medalíum, <strong>og</strong> þess beinlínis krafist að<br />

liðið nái að sigra mótið eða í það minnsta að<br />

komast á verðlaunapall. Eru þetta of miklar<br />

kröfur <strong>og</strong> væntingar sem þjóðin setur á<br />

strákana?<br />

„Kröfur frá þjóðinni eru nauðsynlegar, því þær<br />

hafa hjálpað handboltanum mjög mikið til<br />

þess að ná árangri. Hinu má þó ekki gleyma<br />

að stjórn HSÍ hefur unnið á síðustu 10 árum<br />

algjört þrekvirki með þetta landslið okkar <strong>og</strong><br />

komið því í allra fremstu röð. En stuðningur<br />

þjóðarinnar skiptir gífurlega miklu máli. Þjóðin<br />

gerir kröfur <strong>og</strong> við eigum að gera kröfur til<br />

okkar íþróttamanna, þær virka hvetjandi. Það<br />

er ekkert annað kapplið á Íslandi sem hefur<br />

fengið þvílíkan stuðning <strong>og</strong> hvatningu frá<br />

þjóðinni eins <strong>og</strong> karlalandsliðið í handbolta.<br />

Það á sér enga líkingu. En hvað varðar kröfur<br />

um verðlaunasæti, þá eru þær að mínu mati<br />

bara píp. Það skiptir miklu máli að gera kröfur,<br />

en með kröfunum verður líka að fylgja einlægur<br />

ævarandi stuðningur <strong>og</strong> hvatning, annað er<br />

ekki heilbrigt,“ segir Gaupi sem styður þá kenningu<br />

að við verðum að standa saman sem ein<br />

stór heild til þess að ná varanlegum árangri, en<br />

séum ekki skammsýn í grunhyggninni sem sér<br />

glampa af einhverjum verðlaunapeningum í<br />

húmi augnabliksins.<br />

„Ég ætla að vona að þjóðin eigi eftir að geta<br />

glaðst yfir góðum árangri landsliðsins á EM svo<br />

birti í þjóðarsálinni núna í svartasta skammdeginu.<br />

Góðir straumar frá íslensku þjóðinni<br />

til strákana hjálpa mikið. Þegar illa gengur, þá<br />

skipta þeir líka gríðarlega miklu máli, jafnvel<br />

meira máli en þegar vel gengur, að þeir nái<br />

að koma sér í gírinn <strong>og</strong> laga það sem aflaga<br />

hefur farið,“ segir Gaupi sem vonar eins <strong>og</strong> öll<br />

þjóðin að strákunum okkar eigi eftir að vegna<br />

sem best í Serbíu. Þetta er erfitt mót sem þeir<br />

eru að fara á <strong>og</strong> margar hindranir sem þarf að<br />

yfirstíga. Þarf íslenska liði því á öllum okkar<br />

stuðningi að halda. Já, með því að senda þeim<br />

ekkert nema góða strauma.<br />

Kristín Harpa<br />

Hálfdánardóttir<br />

íþróttastjóri RÚV.<br />

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður, klár í slaginn í Serbíu.


36<br />

EM í Serbíu 2012<br />

Varnarleikurinn verður að ganga upp<br />

EM viðtal við Sverre Jakobsson<br />

e n s k i b a r i n n . i s<br />

EVRÓP UKEPPNI KARL A<br />

„Það er allt búið að vera á fullu hjá<br />

okkur í undirbúningnum <strong>og</strong> ekkert<br />

nema gaman að þessu. Þótt þetta sé<br />

auðvitað heilmikil rútína, tvær æfingar<br />

á dag <strong>og</strong> fundir þess á milli, þá er<br />

þetta allt öðruvísi en þegar maður er<br />

að spila með liðinu sínu úti. Bæði það<br />

að maður er kominn í nýtt umhverfi,<br />

hittir strákana <strong>og</strong> þjálfarana <strong>og</strong> svo að<br />

hitta fjölskylduna, vini <strong>og</strong> kunningja,<br />

þó það gefist ekkert rosalega mikill<br />

tími í það.<br />

En þetta er alla vega þannig að maður er kominn<br />

heim til Íslands á undirbúningstímanum<br />

<strong>og</strong> það er ávallt ljúft <strong>og</strong> hressir upp á sálina,<br />

þótt þetta sé nú alltaf sama rútínan með landsliðinu.<br />

Enda þótt við vitum alveg um hvað það<br />

snýst að vera með landsliðinu, þá tekur það<br />

alltaf sinn tíma stilla sig inn, kúpla sig út úr því<br />

sem maður er að gera með félagsliðinu sínu<br />

<strong>og</strong> rifja upp kerfin <strong>og</strong> afbrigðin með landsliðinu.<br />

Það er alltaf eitthvað sem þarfnast upprifjunar<br />

<strong>og</strong> bráðnauðsynlegt að samæfa upp<br />

á nýtt, þrátt fyrir það að við höfum gert þetta<br />

svo oft áður. Fínpússingin <strong>og</strong> samæfingin er<br />

stór hluti af öllu <strong>og</strong> þarf að vera í lagi þegar við<br />

förum á stórmót eins <strong>og</strong> EM. Svo er líka það að<br />

komast inn í hugsanaganginn <strong>og</strong> hugarfarið<br />

hjá landsliðinu. Þó það fari vissulega minni tími<br />

í þetta, því lengur sem við höfum verið saman<br />

<strong>og</strong> stórmótin eru fleiri, þá tekur það samt<br />

alltaf sinn tíma að forrita sig fyrir landsliðið <strong>og</strong><br />

aðlaga sig að liðinu,“ segir Sverre Jakobson,<br />

varnarleikmaðurinn sterki í landsliðinu, <strong>og</strong> er<br />

ákveðinn í því leggja sig allan fram til þess að<br />

vera tilbúinn fyrir slaginn í Serbíu.<br />

„Við erum að spila með liðinu okkar úti í nánast<br />

hverri viku <strong>og</strong> erum mjög einbeittir í þeirri<br />

rútínu, þannig að það er bara málið að skipta<br />

um harða diskinn <strong>og</strong> takast á við allt öðruvísi<br />

hluti sem landsliðið gerir <strong>og</strong> gengur út frá. Það<br />

eru aðrar væntingar <strong>og</strong> kröfur varðandi það að<br />

spila með landsliðinu heldur en með félagsliðinu.<br />

Maður verður t.d. að vera undir það<br />

búinn að spila vörnina með öðrum áherslum<br />

<strong>og</strong> hreyfingum en hjá félagsliðinu sínu úti.<br />

<strong>Land</strong>sliðið er allt annað lið en félagsliðið,“ segir<br />

Sverre.<br />

-Hvernig er það með varnarleikinn, eruð þið<br />

með eitthvað nýtt á prjónunum?<br />

„Það er alltaf eitthvað nýtt á döfinni hjá okkur,<br />

þótt við byggjum alltaf á sama grunni.<br />

Við höfum kannski fleiri útgáfur af varnarleik<br />

núna en áður. T.d. ef 6-0 vörnin gengur ekki<br />

upp, þá lumum við á ýmsum öðrum varnarafbrigðum.<br />

Annars eru allar helstu breytingar í<br />

varnarleik sniðnar út frá því hverjir andstæðingarnir<br />

eru hverju sinni. Svo fer þetta líka eftir<br />

því hvernig þau lið koma til með að spila<br />

sem við mætum hverju sinni. Við höfum alltaf<br />

eitthvað upp á erminni til þess að bregðast<br />

rétt við í hvert skipti. Þetta eru svolítið ólík lið<br />

sem við spilum við í riðlakeppninni <strong>og</strong> þótt<br />

við byggjum alltaf á sama grunninum í varnarleiknum,<br />

þá verða ætíð áherslubreytingar<br />

á milli leikja. Það verður munur á hugsun <strong>og</strong><br />

nálgun á varnarleiknum eftir mótherjunum í<br />

riðlakeppninni. Það getur stundum verið stór<br />

munur á varnarafbrigðum, þótt það séu í eðli<br />

sínu ekki miklar breytingar. Við verðum alltaf<br />

að meta það hverju sinni hvaða afbrigði komi<br />

til með að ganga best <strong>og</strong> vera tilbúnir að<br />

breyta aftur, ef að það gengur ekki. Við erum<br />

auðvitað búnir að stúdera liðin sem við mætum<br />

hverju sinni <strong>og</strong> gerum áætlun um það<br />

hvernig best sé að mæta þeim. Aðalatriðið er<br />

að vera trúir því sem við göngum út frá <strong>og</strong><br />

ganga til leiks með sjálfstraustið í lagi hvað<br />

varðar varnarleikinn,“ segir Sverre.<br />

-Króatía í fyrsta leik, er það góður eða slæmur<br />

kostur?<br />

„Ég held að það skipti engu máli hvort við<br />

mætum þeim í fyrsta leik eða öðrum. Það eru<br />

öll liðin í riðlinum erfiðir andstæðingar <strong>og</strong><br />

kannski að það sé bara ágætt að fá Króata í<br />

fyrsta leik. Við verðum bara að mæta tvíefldir<br />

til leiks <strong>og</strong> selja okkur dýrt. Þeir fóru svolítið illa<br />

með okkur í leiknum um fimmta sætið á HM<br />

í fyrra. Það var leikur sem við hefðum átt að<br />

vinna. Þeir fundu einhvern veikleika hjá okkur í<br />

vörninni <strong>og</strong> spiluðu á það undir lokin <strong>og</strong> uppskáru<br />

sigur. Við höfum farið yfir það <strong>og</strong> vitum<br />

hvernig bregðast á við því. Það voru ákveðnar<br />

stöðubreytingar <strong>og</strong> færslur hjá þeim sem trufluðu<br />

okkur <strong>og</strong> við náðum ekki að bregðast við<br />

því á réttan hátt. Króatar eru alltaf erfiðir andstæðingar,<br />

það vitum við fyrir víst. Leikirnir<br />

gegn Norðmönnum eru alltaf stríð <strong>og</strong> ekkert<br />

gefið eftir, stanslaus slagsmál <strong>og</strong> læti. Við höfum<br />

oftar en ekki verið örlítið grimmari <strong>og</strong> uppskorið<br />

sigur fyrir vikið. Þó að það hafi aðeins<br />

helst úr hópnum hjá þeim, þá hafa þeir svo<br />

marga aðra leikmenn upp á að bjóða sem geta<br />

tekið þær stöður <strong>og</strong> Norðmenn verða ekkert<br />

slakari fyrir bragðið. Við hugsum alls ekkert<br />

sem svo að við séum að fara að mæta léttari<br />

Norðmönnum, það gengur ekki. Norðmenn<br />

eru með firnasterkt lið með góða menn í öllum<br />

stöðum <strong>og</strong> við þurfum að hafa virkilega fyrir<br />

því að ná að leggja þá. Slóvenía er land með<br />

mikla hefð í handboltanum <strong>og</strong> lið þeirra hefur<br />

verið að sækja í sig veðrið aftur, eftir að hafa<br />

dottið svolítið niður um tíma. Þetta verður forvitnilegur<br />

leikur <strong>og</strong> áhugavert að sjá hvar þeir<br />

standa í dag,“ segir Sverre.<br />

„Milliriðillinn verður án efa ósköp svipaður <strong>og</strong><br />

var á HM í fyrra, þegar við spiluðum við Frakka<br />

<strong>og</strong> Spánverja, <strong>og</strong> ekki hægt að ganga að neinu<br />

sem vísu. Þarna verða virkilega góð lið. Við<br />

sjáum þetta fyrir okkur sem svo að við séum<br />

að klífa stórt fjall í riðlakeppninni <strong>og</strong> ef okkur<br />

tekst að komast yfir það, þá bíður okkar enn<br />

stærra fjall til þess að klífa í milliriðlinum.“<br />

-Menn hafa verið að gera að því skóna að<br />

Frakkarnir komi til með að vinna milliriðilinn<br />

<strong>og</strong> svo verði það barátta á milli Spánverja,<br />

Króata, Ungverja <strong>og</strong> Íslands að fylgja þeim<br />

eftir í undanúrslitin?<br />

„Það er ekkert hægt að bóka í þessu. Við vitum<br />

t.d. ekkert um það hvernig Rússar eiga eftir að<br />

spjara sig á þessu móti. Þeir geta alveg strítt<br />

hinum liðunum, en þeir eru mjög misjafnir, eiga<br />

kannski frábæran leik einn daginn <strong>og</strong> detta svo<br />

niður strax í næsta leik. Þá vantar svolítið upp<br />

á jafnvægið <strong>og</strong> að koma því í lag. Ég giska á að<br />

það verði Frakkar, Spánverjar <strong>og</strong> Króatar sem<br />

munu verða í baráttunni um undanúrslitasætin<br />

ásamt okkur. Svo koma Ungverjar alveg til<br />

greina, en við hugsum fyrst <strong>og</strong> fremst um það<br />

hvað við ætlum okkur að gera <strong>og</strong> að hverju við<br />

stefnum á þessu móti. Þótt það sé ekki komist<br />

hjá því að sjá heildarmyndina, þá einblínum<br />

við á það að taka bara einn leik fyrir í einu. Það<br />

vantar ekki metnaðinn í liðið <strong>og</strong> við stefnum<br />

að því að ná sem allra lengst á þessu móti. En<br />

áherslan er eins <strong>og</strong> áður segir á það að einbeita<br />

sér að einum leik í einu <strong>og</strong> svo verður spurt að<br />

leikslokum,“ segir Sverre.<br />

Sverre talar um hvað það sé mikilvægt að liðið<br />

sé í réttu jafnvægi <strong>og</strong> rétt innstillt allan tímann<br />

út mótið <strong>og</strong> nái að sýna sinn besta leik í hvert<br />

sinn. Að það sé betra að vinna leikina með<br />

einu marki, en að vinna kannski þá fyrstu með<br />

tíu mörkum <strong>og</strong> tapa svo restinni.<br />

„Við verðum að hafa sjálfstraustið í lagi allan<br />

tímann. Sjá mótið þannig fyrir okkur að í öllum<br />

leikjunum sem við spilum sé stefnt að því að<br />

toppa í hverjum leik fyrir sig, hvort sem það er<br />

fyrsti leikur eða sá síðasti. Það er vonandi að við<br />

höldum sjálfstraustinu <strong>og</strong> stöðugleikanum <strong>og</strong><br />

að allir haldist heilir út allt mótið,“ segir Sverre.<br />

Á svona stórmótum eins <strong>og</strong> EM eru dómararnir<br />

misjafnir <strong>og</strong> Sverre segir að það þurfi að<br />

meta það hverju sinni hvernig línur þeir gefi í<br />

hverjum leik. Hvað sé hægt að leyfa sér að gera<br />

hvað varðar varnarleikinn. Dómararnir geta<br />

haft mikil áhrif á það hvernig leikir eru spilaðir.<br />

Sverre segir að ef að Ísland ætli að ná árangri á<br />

þessu móti, þá verði varnarleikurinn að ganga<br />

upp <strong>og</strong> þá frá öllum hliðum séð.<br />

„Við erum atvinnumenn í handbolta <strong>og</strong> hugarfarið<br />

í landsliðinu er hungur eftir árangri.<br />

Hungur í það að ná í medalíu, þar sem við<br />

höfum komist á bragðið með það hvað það<br />

er að fá medalíu á stórmóti. Maður á tvo liti af<br />

medalíum <strong>og</strong> auðvitað blundar það í manni<br />

hvað það yrði nú gaman að bæta þriðja litnum<br />

við,“ segir Sverre glettinn að lokum <strong>og</strong> í orðum<br />

hans endurspeglast hugarfar landsliðshópsins,<br />

að það sé ekkert nema sigur sem komi til<br />

greina í hverjum leik <strong>og</strong> þá skipti ekki máli við<br />

hvaða andstæðing sé að etja.<br />

Í HANDBOLTA<br />

stór bjór 750kr.<br />

allir leikir sýndir á<br />

risatjöldum í bestu gæðum<br />

HUGLEIÐING - Hafrún Kristjánsdóttir<br />

Eftir jólin eru stórmót í handbolta<br />

<strong>og</strong> ekki verður breyting á því nú. Íslenska<br />

karlalandsliðinu hefur tekist<br />

margsinnis að gera janúar ótrúlega<br />

skemmtilegan með framgöngu sinni<br />

á stórmótum víðs vegar um heiminn.<br />

Nú er janúar, nú er stórmót að bresta á, nú er<br />

gaman! Í fyrsta sinn í háa herrans tíð skundar íslenska<br />

liðið til leiks án þess að Ólafur Stefánsson<br />

sé með. Flestum finnst það áhyggjuefni, verulegt<br />

áhyggjuefni. Mörgum þykir ekki ástæða<br />

til bjartsýni vegna þess að Óli er ekki með. Alla<br />

hluti er þó hægt að líta á frá mismunandi sjónarhornum.<br />

Auðvitað er það missir fyrir íslenska<br />

liðið að Óli sé ekki með. Það væri missir fyrir öll<br />

lið að missa leikmann af hans „kaliberi“ <strong>og</strong> slíkan<br />

leiðt<strong>og</strong>a. En fátt er þó svo með öllu illt að<br />

ei boði eitthvað gott. Kannski er fjarvera Óla á<br />

þessu móti holl <strong>og</strong> góð fyrir íslenska liðið. Lítum<br />

betur á málið. Hlutverk Ólafs í íslenska landsliðinu<br />

hefur verið gífulega stórt síðustu ár, innan<br />

vallar sem utan. Það er ljóst að svo verður ekki<br />

um ókomna framtíð. Það er verulega farið að<br />

styttast í lokin á handboltaferli Ólafs. Því er mikilvægt<br />

fyrir aðra leikmenn að fara að stíga inn í<br />

hans hlutverk <strong>og</strong> undirbúa sig fyrir brotthvarf<br />

hans. Slíkt hefur í raun verið að gerast síðustu<br />

misserin. Ólafur hefur leikið minna hlutverk í<br />

vörn <strong>og</strong> Alexander Petterson hefur spilað fleiri<br />

<strong>og</strong> fleiri mínútur í hægri skyttunni. Alexander<br />

hefur því smátt <strong>og</strong> smátt verið að stíga inn í<br />

hlutverk Ólafs inni á vellinum. Alexander hefur<br />

átt frábært tímabil í þýsku deildinni með liði<br />

sínu Füchse Berlin <strong>og</strong> kemur því í toppformi<br />

til leiks á EM. Ef einhver leikmaður hefur einhvern<br />

tímann verið tilbúinn til þess að fara í<br />

skóna hans Óla, þá er það Alexander núna.<br />

En þó Alexander sé jafn frábær leikmaður <strong>og</strong><br />

raun ber vitni, þá er ljóst að hann mun ekki fullkomlega<br />

geta fyllt það skarð sem Óli skilur eftir.<br />

Það getur reyndar enginn handboltamaður<br />

af þessum heimi. Það þýðir að aðrir leikmenn<br />

þurfa að stíga örlítið upp, innan sem utan vallar.<br />

Í liðinu eru leikmenn sem hafa svo sannarlega<br />

alla burði til þess að gera slíkt. Guðjón Valur <strong>og</strong><br />

Snorri hafa spilað afar vel með liði sínu <strong>og</strong> nú er<br />

Guðjón í leikformi, ólíkt því sem var á HM fyrir<br />

ári. Aron er árinu eldri <strong>og</strong> svo mætti áfram telja.<br />

Brotthvarf Óla er því kærkomið tækifæri fyrir<br />

leikmenn <strong>og</strong> þjálfara til þess að setja sig inn í<br />

hlutverk hans áður en brotthvarfið verður varanlegt.<br />

Liðið verður sterkara <strong>og</strong> Ólafur mætir<br />

ferskur í undankeppni Ólympíuleikanna í vor.<br />

Það er því rík ástæða til þess að fara á EM 2012<br />

<strong>og</strong> inn í þetta handboltaár af fullri bjartsýni.<br />

H a f n a r f i r ð i & R e y k j a v í k


38<br />

EM í Serbíu 2012<br />

L<strong>og</strong>i Geirsson:<br />

Danmörk, Frakkland, Spánn <strong>og</strong> Ísland fara í<br />

undanúrslit, þar sem Frakkland <strong>og</strong> Ísland leika<br />

til úrslita <strong>og</strong> Frakkar vinna eftir hörkuleik.<br />

Ásbjörn Sveinbjörnsson:<br />

Milliriðill 1, Danmörk 4 stig, Þýskaland 4 stig,<br />

Pólland 2 stig, Svíþjóð 2 stig, Serbía 0 stig, Tékkland<br />

0 stig<br />

Milliriðill 2, Ísland 4 stig, Frakkland 3 stig,<br />

Rússland 3 stig, Króatía 2 stig, Spánn 0, Noregur<br />

0<br />

Hérna verður bara stanslaus skemmtun <strong>og</strong> ég<br />

hvet alla til þess að koma sér vel fyrir framan<br />

imbann, því veislan er byrjuð <strong>og</strong> margir hörkuleikir<br />

í báðum riðlum. Byrjum á fyrri riðlinum.<br />

Þar verða Þjóðverjar sterkastir <strong>og</strong> vinna sína<br />

leiki, Danir verða í 2. sæti, Pólverjar í 3. sæti,<br />

Svíar í 4. sæti, Serbar í 5. sæti <strong>og</strong> Tékkar í 6.<br />

sæti. Í milliriðli 2, standa strákarnir okkar uppi á<br />

toppi, Frakkar í 2. sæti, Króatar í 3. sæti, Rússar<br />

í 4. sæti, Spánverjar í 5. sæti <strong>og</strong> Norðmenn reka<br />

lestina.<br />

Leikir um sæti: Spánn - Serbía 28 - 25, Rússland<br />

- Svíþjóð 26 - 30, Króatía - Pólland 30 - 27<br />

Í krossspilinu verða spennandi <strong>og</strong> skemmtilegir<br />

leikir, það sem heilladísirnar verða okkur ekki<br />

hliðhollar <strong>og</strong> við náum ekki að klára Danina.<br />

Þjóðverjar leggja svo Frakka að velli í hinum<br />

leiknum., Ísland - Danmörk 26 - 28, Frakkland<br />

- Þýskaland 25 - 26<br />

Úrslitaleikirnir: Ísland - Frakkland 26 - 28. Við<br />

náum ekki að hrista af okkur Frakkagrýluna <strong>og</strong><br />

4. sætið verður staðreynd .<br />

Danmörk - Þýskaland 26 – 24, Danir vinna Þjóðverja<br />

í hörkuleik <strong>og</strong> verða Evrópumeistarar.<br />

Guðríður Guðjónsdóttir:<br />

Milliriðill 1 (A - <strong>og</strong> B - riðlar), 1. Danmörk, 2.<br />

Serbía, 3. Þýskaland, 4. Svíþjóð, 5. Pólland, 6.<br />

Makedónía<br />

Milliriðlill 2 (C – <strong>og</strong> D - riðlar), 1. Frakkland,<br />

2. Króatía, 3. Spánn, 4. Ísland, 5. Rússland, 6.<br />

Slóvenía<br />

Spekingarnir spá<br />

Undanúrslit : Danmörk - Króatía <strong>og</strong> Frakkland<br />

- Serbía. Úrslit 1. Frakkland, 2. Króatía, 3. Serbía,<br />

4. Danmörk, 5. Spánn, 6. Þýskaland, 7. Ísland,<br />

8. Svíþjóð<br />

Frakkar eru einfaldlega með langbesta liðið í<br />

heiminum í dag. Króatar fara langt á reynslunni<br />

en stranda enn einu sinni á frönsku rívíerunni.<br />

Serbar ná langt á heimavelli <strong>og</strong> geta verið<br />

stoltir af liði sínu, á meðan Danir verða fyrir<br />

vonbrigðum með það að komast ekki í úrslitaleikinn.<br />

Við Íslendingar verðum að sætta okkur<br />

við 7. sætið í ár. Engu að síðar er það ágætur<br />

árangur, enda leiðin á þessu Evrópumóti með<br />

þeim allra erfiðustu.<br />

Páll Ólafsson:<br />

Samkvæmt minni spá fara milliriðlarnir svona:<br />

Staðan fyrir leiki.<br />

Milliriðill 1: Svíar 4 stig, Þjóðverjar 2 stig, Tékkar<br />

0 stig, Danir 4 stig, Serbar 2 stig, Pólverjar 0<br />

stig<br />

Milliriðill 2: Íslendingar 4 stig , Króatar 2 stig,<br />

Slóvenar 0 stig, Spánverjar 4 stig, Frakkar 2 stig,<br />

Ungverjar 0 stig<br />

Í milliriðli 1 er ég nokkuð sannfærður um það<br />

að Danir <strong>og</strong> Svíar fari áfram í undanúrslitin. Pólverjar<br />

eru eins <strong>og</strong> gengur með einhverja menn<br />

í meiðslum, sem þýðir að þeir verða í vandræðum<br />

í þessari keppni, <strong>og</strong> hef ég grun um það að<br />

þeir lendi í neðsta sætinu í milliriðlinum, þrátt<br />

fyrir að vera með vel mannað lið. Tékkar vinna<br />

einn leik <strong>og</strong> það verður á móti Pólverjum, sem<br />

tryggir þeim 5. sætið í þessum riðli sem þeir<br />

verða væntanlega sáttir með. Serbar <strong>og</strong> Þjóðverjar<br />

berjast síðan um 3. sætið. Það kemur því<br />

í hlut heimamanna að tryggja sér það <strong>og</strong> hefur<br />

heimavöllurinn þar mikið að segja. Danir <strong>og</strong><br />

Svíar berjast um efsta sætið <strong>og</strong> er spurning um<br />

það hvort sé betra 1. eða 2. sætið, það fer eftir<br />

því hvar Frakkar lenda. Ég ætla að spá Dönum<br />

sigri í leiknum við Svía <strong>og</strong> þ.a.l. efsta sætinu í<br />

þessum milliriðli. Svíarnir komast í undanúrslit<br />

sem þeir verða himinlifandi með eftir nokkur<br />

mögur ár í boltanum. Og einnig eru Baunarnir<br />

komnir á þann stað sem þeir eiga svo sannarlega<br />

að vera, þ.e. á meðal fjögurra bestu.<br />

Milliriðill 2: Ef við byrjum á botninum, þá<br />

er það mitt álit að þau lið sem fara stigalaus<br />

áfram berjist um 5. sætið í riðlinum. Það er erfitt<br />

að spá fyrir um svona leiki, eða eiginlega<br />

ekki hægt, þar sem lítið er í húfi, liðin þreytt<br />

<strong>og</strong> bara spurning um það hvort liðið hafi meiri<br />

áhuga á því að klára mótið með sigri. Ég spái<br />

Ungverjum sigri í þessum leik. Og nú ætlum<br />

við að vera ofurbjartsýnir. Ég tippa á það að<br />

Ísland vinni einungis einn leik í milliriðli, en það<br />

verður rétti leikurinn. Við vinnum Spánverja en<br />

töpum fyrir Ungverjum <strong>og</strong> Frökkum <strong>og</strong> endum<br />

með sex stig. Frakkar vinna sína leiki <strong>og</strong><br />

enda með átta stig (þeir eru ennþá með besta<br />

liðið). Spánverjar vinna Ungverja en tapa fyrir<br />

okkur <strong>og</strong> Króötum. Króatar vinna Ungverja <strong>og</strong><br />

Spánverja en tapa fyrir Frökkum.<br />

Og þá verður lokastaðan þessi (ótrúlega skrítin!):<br />

Frakkar 8 stig, Ísland 6 stig, Króatar 6 stig,<br />

í framvindu mála<br />

Spánn 6 stig, Ungverjar 4 stig <strong>og</strong> Slóvenía 0<br />

stig.<br />

Ég er kannski fullbjartsýnn, en mér finnst liðið<br />

okkar líta mjög vel út, þ.e.a.s. okkar leikmenn<br />

hafa verið að spila nokkuð mikið í sínum liðum<br />

<strong>og</strong> verið að gera góða hluti. Það er annað<br />

útlit á liðinu núna heldur en fyrir ári síðan <strong>og</strong><br />

þá enduðum við í 6. sæti. Það er ástæðan fyrir<br />

spá minni um okkar lið. Í undanúrslitum fáum<br />

við Dani því miður, en mér finnst Danirnir vera<br />

feikisterkir um þessar mundir <strong>og</strong> eru þeir einu<br />

númeri of stórir fyrir okkur. Verður flottur leikur<br />

<strong>og</strong> minnir mann um margt á Þýskaland fyrir<br />

nokkrum misserum.<br />

Í hinum leiknum fara Frakkar nokkuð sannfærandi<br />

í úrslitin, enda með frábært lið eins <strong>og</strong><br />

flestum er kunnugt. Það er kominn tími á það<br />

að Frakkar tapi úrslitaleik <strong>og</strong> ég held að það<br />

gerist núna. Danir sigra <strong>og</strong> stoppa einokun<br />

Frakka á sigrum í stórmótum.<br />

Og að sjálfsögðu vinnum við Svía í leik um<br />

3. sætið <strong>og</strong> þriðju verðlaun okkar á stórmóti<br />

verða staðreynd.<br />

Lokastaðan: Danmörk, Frakkar, Ísland, Svíþjóð,<br />

Serbar ,Króatar, Þýskaland, Spánn, Ungverjar,<br />

Tékkar, Pólverjar, Slóvenar<br />

Ingi Þór Guðmundsson:<br />

Milliriðill 1: A: Danmörk, Serbía, Pólland B:<br />

Þýskaland, Svíþjóð, Makedónía.<br />

Þýskaland vinnur milliriðil 1 <strong>og</strong> Danmörk verður<br />

í 2. Sæti, Svíþjóð í 3. sæti, Pólland í 4. sæti,<br />

Serbía í 5. sæti <strong>og</strong> Makedónía í 6. sæti.<br />

Milliriðill 2: C: Frakkland, Spánn, Rússland D:<br />

Króatía, Ísland, Noregur<br />

Frakkar sigra milliriðil 2. Spánn verður í 2. sæti,<br />

Króatía í 3. sæti, Noregur í 4. sæti, Ísland í 5. sæti<br />

<strong>og</strong> Rússland í 6. sæti.<br />

Íslenska landsliðið lendir óvænt í meiðslum<br />

nokkurra leikmanna í milliriðli <strong>og</strong> mun það<br />

hafa mikil áhrif á leiki liðsins. Liðið er skipað<br />

sterkum fyrstu sjö leikmönnum, en alþjóðleg<br />

reynsla annarra leikmanna dugar ekki til þess<br />

að draga vagninn í þessu móti <strong>og</strong> liðið lendir<br />

því óvænt í 5. sæti í milliriðli 2 <strong>og</strong> spila um 9.<br />

sætið í mótinu.<br />

Undanúrslit: Þýskaland <strong>og</strong> Spánverjar spila<br />

fyrri annan undanúrslitaleikinn <strong>og</strong> Frakkar við<br />

Dani. Þýska stálið mun vinna Spánverja í mjög<br />

svo jöfnum <strong>og</strong> spennandi leik. Danir vinna<br />

Frakka nokkuð óvænt í undanúrslitum <strong>og</strong><br />

tryggja sér inn í úrslitaleikinn.<br />

Úrslitaleikurinn: Ég spái Dönum á móti Þjóðverjum<br />

í úrslitum. Það verður jafn <strong>og</strong> spennandi<br />

leikur. Reikna með að Þjóðverjar vinni EM<br />

2012.<br />

Leikur um 3. sætið: Leikurinn um 3. sætið<br />

verður á milli Spánverja <strong>og</strong> Frakka. Frakkar<br />

vinna leikinn <strong>og</strong> enda í 3. sæti. Smá sárabót<br />

fyrir Frakka. Spánverjar enda nokkuð sáttir í 4.<br />

sæti <strong>og</strong> öruggir með Ólympíusæti.<br />

Siggi Sveins:<br />

Milliriðlarnir eru gríðarlega sterkir <strong>og</strong> það verða<br />

Danir, Pólverjar, Serbar, Þjóðverjar, Svíar <strong>og</strong><br />

Tékkar sem verða saman í riðli <strong>og</strong> þar má búast<br />

við frábærum leikjum <strong>og</strong> nánast ómögulegt<br />

að spá í úrslit riðilsins. Ég hef þó trú á því að<br />

það verði Danir <strong>og</strong> heimamenn í Serbíu sem<br />

komi til með að komast í undanúrslitin, eftir<br />

harða keppni við Þjóðverja, Svía <strong>og</strong> Pólverja. Ef<br />

danska stórskyttan Hansen verður í formi, þá<br />

vinna þeir milliriðilinn, Serbar verða í 2. sæti,<br />

studdir af kolvitlausum áhorfendum, Svíar ná<br />

3. sæti, Pólverjar 4. sæti, en vonbrigði keppninnar<br />

verða Þjóðverjar, sem koma til með að<br />

berjast um síðasta sætið við Tékka.<br />

Það verður ekkert grín að komast áfram fyrir<br />

okkar menn, með Frakka, Spánverja <strong>og</strong> Ungverja<br />

sem andstæðinga. Ég hef trú á okkar<br />

mönnum <strong>og</strong> spái því að við vinnum bæði<br />

Spánverja <strong>og</strong> Ungverja <strong>og</strong> við tryggjum okkur<br />

þannig sæti í undanúrslitunum ásamt Frökkum.<br />

Lykilatriði hjá okkur er að ná upp góðri<br />

vörn <strong>og</strong> markvörslu, enda höfum við sýnt það<br />

í undanförnum mótum að það er ekki vandamál<br />

fyrir okkur að skora mörk. Strákarnir verða<br />

að hafa trú á verkefninu, þrátt fyrir að það vanti<br />

„galdramanninn“ Ólaf Stefánsson. Við eigum<br />

samt að eiga nógu sterkan hóp til að komast<br />

áfram ef gamla Íslandshjartað er á réttum<br />

stað. Reynsluboltarnir Guðjón Valur, Alexander,<br />

Snorri Steinn <strong>og</strong> Arnór verða að standa upp<br />

úr <strong>og</strong> draga vagninn en spútnikmaður liðsins<br />

gæti orðið Aron Pálmarsson, ef hann nær að<br />

slappa af <strong>og</strong> gera sér grein fyrir því að hann<br />

er orðin fullvaxinn handboltamaður. Annars er<br />

hópurinn mjög samstilltur <strong>og</strong> reynslumikill <strong>og</strong><br />

það á eftir að fleyta okkur langt.<br />

Spá mín er sú að við fáum Dani í undanúrslitum<br />

<strong>og</strong> því miður, eins <strong>og</strong> svo oft áður, þá þurfum<br />

við að lúta í gras eftir enn einn spennuleikinn<br />

gegn frændum okkar. Það er samt frábær<br />

árangur að spila um 3. sætið.<br />

Það verða síðan Frakkar <strong>og</strong> Serbar sem mætast<br />

í hinum undanúrslitaleiknum þar sem heimamenn<br />

standa í frönsku vélinni framan af en<br />

reynslan skiptir sköpum að lokum <strong>og</strong> heimsmeistararnir<br />

eru komnir í enn einn úrslitaleikinn.<br />

Frakkland – Danmörk verður án efa frábær<br />

úrslitaleikur <strong>og</strong> ef Danirnir ná að stöðva Karabatic<br />

þá eiga þeir smá möguleika á sigri.<br />

Valdimar Grímsson:<br />

Í milliriðli 1 verða leikirnir skemmtilegir <strong>og</strong> erfitt<br />

að gera sér grein fyrir því hvernig fer, því<br />

bæði Makedónía <strong>og</strong> Serbar geta unnið öll liðin<br />

ef þau detta í stuð en vantar stöðugleika. Þau<br />

lið sem geta sýnt mesta agann fara hér áfram<br />

í undanúrslitin <strong>og</strong> reikna ég með því að það<br />

verði lið Danmerkur <strong>og</strong> Póllands. Svíar verða í<br />

3. sæti, Þjóðverjar í 4. sæti <strong>og</strong> síðan koma Serbar<br />

<strong>og</strong> Makedónar.<br />

Varðandi milliriðil Íslands verður þessi keppni<br />

erfið fyrir okkur <strong>og</strong> við eigum eftir að lenda í<br />

töluverðum vandræðum. Frakkar <strong>og</strong> Spánverjar<br />

fara áfram í undanúrslit <strong>og</strong> Ísland mun lenda<br />

í 5. sæti riðilsins, Króatía verður í þriðja sæti,<br />

Rússland í 4. sæti <strong>og</strong> Slóvenía rekur svo lestina.<br />

Allt í steik!<br />

1<br />

2<br />

3<br />

4<br />

4ra rétta tilboðsseðill <strong>og</strong> A la Carte í Perlunni<br />

Þú velur aðalréttinn. Verð á matseðli 5.960 kr.<br />

LÉTTREYKTUR LAX OG LAXATARTAR<br />

með agúrkusalati, vatnakarsa <strong>og</strong> piparrótarkremi<br />

RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA<br />

með Madeira <strong>og</strong> grilluðum humarhölum<br />

VELDU ÞÉR AÐALRÉTT<br />

FISKUR DAGSINS<br />

ferskasti fiskurinn hverju sinni,<br />

útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar<br />

eða<br />

NAUTAFILLE<br />

með kartöflu- <strong>og</strong> sellerýrótarköku,<br />

blönduðum skógarsveppum <strong>og</strong> bearnaisesósu<br />

eða<br />

LAMBABÓGUR<br />

með fondant-kartöflum,<br />

steiktu grænmeti <strong>og</strong> rósmarínsósu<br />

VOLG SÚKKULAÐIKAKA<br />

með sólberjasósu <strong>og</strong> vanilluís<br />

MARLAN D<br />

FISKUR ER OK KAR FAG<br />

Verð aðeins<br />

5.960 kr.<br />

Næg bílastæði<br />

Vissir þú?<br />

Að uppskriftin af humarsúpu<br />

Perlunnar kemur frá belgíska<br />

matreiðslumeistaranum<br />

Pierre Romeyer. Hann er af<br />

jafningjum talinn vera einn besti<br />

matreiðslumaður síðustu aldar.<br />

Hann gaf aldrei út matreiðslubók<br />

en hann gaf Perlunni allar<br />

sínar uppskriftir!<br />

Gjafabréf<br />

Perlunnar<br />

Góð gjöf við<br />

öll tækifæri!<br />

Veitingahúsið Perlan<br />

Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207<br />

Netfang: perlan@perlan.is<br />

Vefur: www.perlan.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!