06.06.2015 Views

3. tbl 1. árg. Nóvember 2007 - Land og saga

3. tbl 1. árg. Nóvember 2007 - Land og saga

3. tbl 1. árg. Nóvember 2007 - Land og saga

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Svifryk 37<br />

með svifrykstilkynningum, <strong>og</strong> á<br />

köldum, þurrum <strong>og</strong> stillum vetrardögum<br />

ætti fólk sem er með<br />

viðkvæm öndunarfæri ekki að<br />

hlaupa, ganga eða hjóla meðfram<br />

aðalsamgönguæðunum í<br />

borginni.<br />

Þess fyrir utan er kostnaðurinn<br />

við lagfæringu á malbikinu<br />

gríðarlegur, en í fyrra þurfti að<br />

leggja 10.000 tonn af nýju malbiki<br />

vegna slits, sem að miklu<br />

leyti var tilkomið vegna nagladekkjanotkunar<br />

um helmings<br />

bílaeigenda í borginni.<br />

Færri hámarksdagar takmarkið<br />

Heilsuverndarmörk svifryks í<br />

Reykjavík eru 50 míkrógrömm á<br />

rúmmetra (µg/m3). Borgin hefur<br />

á undanförnum árum verið<br />

að undirbúa sig undir að ná Evrópusambandsstuðlum<br />

varðandi<br />

svifryksmengun, <strong>og</strong> er þar af<br />

leiðandi að trappa smám saman<br />

niður þá daga sem svifrykið fer<br />

yfir leyfileg heilbrigðismörk. Í ár<br />

mega þetta verða 23 dagar, en<br />

árið 2010 verða þeir eingöngu<br />

sjö.<br />

Verktakar rykbinda <strong>og</strong> nýr svifryksmælir<br />

á netinu<br />

En borgin sinnir fleiri mótvægisaðgerðum<br />

en þeim að kynna<br />

áhrif nagladekkjanna á mengun<br />

<strong>og</strong> heilsu fólks.<br />

Þegar nauðsyn krefur er rykbundið<br />

á götum borgarinnar<br />

með magnesíumklóríðblöndu,<br />

sem er umhverfisvæn rykbinding<br />

<strong>og</strong> er talin vera skaðlaus<br />

heilsu manna. Einnig eru göturnar<br />

sópaðar reglulega, því<br />

þó þrif á götum geri ekki mikið<br />

gagn þegar til styttri tíma er<br />

litið þar sem sópurinn nær ekki<br />

fínustu ögnunum, eru þau talin<br />

gagnleg þegar til lengri tíma er<br />

litið, þar sem stærri agnir ná þá<br />

ekki að brotna frekar niður.<br />

Nýverið voru settar reglur<br />

um rykbindingu vegna niðurrifs<br />

húsa í starfsleyfi hjá Reykjavíkurborg,<br />

þar sem verktaka er gert<br />

skylt að bleyta í húsinu meðan á<br />

framkvæmdum stendur.<br />

Jafnframt hefur Kristjáni L.<br />

Möller samgöngumálaráðherra<br />

verið sent bréf þar sem farið er<br />

fram á að hann stytti leyfistíma<br />

nagladekkja sem nú eru leyfð frá<br />

<strong>1.</strong> nóvember til 15. apríl. Stendur<br />

borgin einnig að athugun á kostum<br />

þess <strong>og</strong> göllum að taka upp<br />

gjaldtöku eða aðrar takmarkanir<br />

á notkun nagladekkja, í samvinnu<br />

við ríki <strong>og</strong> önnur sveitarfélög.<br />

Eins má finna nýjan vefsvifryksmæli<br />

á vef Reykjavíkurborgar,<br />

www.rvk.is.<br />

Sigrún María Kristinsdóttir<br />

Loftbóludekk<br />

Margir þeirra sem árum<br />

saman hafa stólað á nagladekkin<br />

þegar skammdegið<br />

fellur yfir hafa nú skipt yfir<br />

í loftbóludekk, sem þykja<br />

alls ekki síðri við íslenskar<br />

aðstæður. Samkvæmt rannsóknum<br />

á Bridgestone loftbóludekkjunum<br />

standast<br />

þau fyllilega samanburð við<br />

bestu gerðir nagladekkja<br />

hvað varðar hemlunarvegalengd<br />

<strong>og</strong> veggrip, hvort<br />

sem er í snjó eða hálku. Þau<br />

eru auk þess hljóðlátari <strong>og</strong><br />

mýkri en nagladekk, endingarbetri<br />

<strong>og</strong> menga mun<br />

minna, því loftbólurnar<br />

rífa ekki upp malbikið eins<br />

<strong>og</strong> naglarnir gera. Auk þess<br />

má nota þau allt árið um<br />

kring.<br />

Nagladekkin<br />

menga<br />

Sænskar kannanir sýna<br />

að venjulegur fólksbíll á<br />

nagladekkjum rífur upp<br />

sem nemur 27 grömmum<br />

af malbiki á hvern ekinn<br />

kílómeter. Samfélagslegur<br />

sparnaður er því mikill<br />

af notkun annars konar<br />

dekkja, svo sem loftbóludekkja,<br />

auk þess sem loftmengun<br />

minnkar sem því<br />

nemur.<br />

Dýrar<br />

viðgerðir<br />

Í ár var lagt nýtt slitlag<br />

á þrjá hluta Miklubrautarinnar<br />

fyrir alls 13,3 milljónir<br />

króna. Inni í þeirri<br />

tölu telst hvorki kostnaður<br />

við fræsun né kostnaður<br />

Reykjavíkurborgar sjálfrar<br />

við lagfæringu brunna <strong>og</strong><br />

niðurfalla <strong>og</strong> sópun.<br />

Ráð til að draga<br />

úr mengun:<br />

• Skilja bílinn eftir<br />

heima• Samnýta bíla<br />

• Draga úr hraða<br />

• Fækka ferðum á fólksbílum<br />

• Nota strætisvagna<br />

• Finna heilnæmar göngu<strong>og</strong><br />

hjólaleiðir fjarri ys <strong>og</strong><br />

þys umferðargatna

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!