16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar farið þar út. Var ætlun þeirra að reyna að finna einhverja drukkna<br />

menn til að taka af þeim veski. Þá kvaðst hann hafa ekið áfram, snúið við, ekið aftur upp <strong>í</strong> brekkuna<br />

og numið staðar við gangstéttarbrún hinum megin á götunni á móts við samkomuhúsið Skiphól.<br />

Þeir Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru burtu <strong>í</strong> nokkra stand, 15-20 m<strong>í</strong>nútur að Albert Klahn taldi, og<br />

beið Gunnar hjá honum <strong>í</strong> bifreiðinni á meðan. Hann hefði ekki veitt þeim Kristjáni Viðari og Tryggva<br />

Rúnari neina athygli, frá þv<strong>í</strong> þeir fóru úr bifreiðinni, þar til þeir komu aftur. Þá hefði verið með þeim<br />

maður, sem hann þekkti ekki, en Kristján Viðar virtist þekkja. Maður þessi hefði verið 18-20 ára að<br />

aldri, hár og grannur, með mikið dökkt og s<strong>í</strong>tt, liðað hár. Hann sagðist ekki muna, hvernig hann var<br />

klæddur, en hann var <strong>í</strong> frekar f<strong>í</strong>num fötum. Maður þessi hefði verið talsvert drukkinn, en ekki slagað.<br />

Hann hefði verið stilltur og kurteis. Þeir Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hefðu aldrei nefnt manninn<br />

með nafni eða hann myndi ekki til þess. Þeir hefðu spurt sig að þv<strong>í</strong>, hvort maðurinn mætti koma með<br />

<strong>í</strong> bifreiðinni, og hann tekið þv<strong>í</strong> vel. Þeir hefðu s<strong>í</strong>ðan allir komið upp <strong>í</strong> bifreiðina og sest <strong>í</strong> aftursæti.<br />

Albert Klahn hugði, að það hefði verið Kristján Viðar, sem lagði það til, að þeir færu að Hamarsbraut<br />

11 og reyndu að slá þar upp „part<strong>í</strong>i". Þangað hefði hann ekið, en enginn verið heima og slökkt <strong>í</strong> <strong>í</strong>búð<br />

Sævars Marinós. Kristján Viðar hefði farið fyrst inn, en með hverjum hætti, mundi hann ekki. Hann<br />

hefði opnað húsið og hafi þeir allir farið þangað inn. Myrkur var <strong>í</strong> <strong>í</strong>búðinni. Albert Klahn var kunnugt<br />

um, að þarna bjuggu Erla Bolladóttir og Sævar Marinó. Hann hefði tvisvar sinnum komið þar áður, <strong>í</strong><br />

annað skiptið ekið Sævari Marinó þangað, en <strong>í</strong> hitt skiptið Erlu og fleira fólki.<br />

Þegar inn var komið, hefði verið farið að ræða um að kaupa saman áfengisflösku. Sævar Marinó hefði<br />

komið heim stuttu seinna. Ekki kvaðst Albert Klahn hafa séð, að hann væri undir áhrifum áfengis.<br />

Sævar Marinó hefði virst hissa á veru þeirra þarna og spurt þá, hvað þeir væru að gera. Ekki hefði<br />

hann samt óskað eftir þv<strong>í</strong>, að þeir færu <strong>í</strong> burtu. S<strong>í</strong>ðan hefði einhver meðákærðu spurt manninn, hvort<br />

hann ætti peninga til kaupa á áfengisflösku, en hann eins og færst undan þv<strong>í</strong> eða svarað þv<strong>í</strong> neitandi.<br />

Voru þeir staddir <strong>í</strong> fremri stofu <strong>í</strong> <strong>í</strong>búðinni á þessum t<strong>í</strong>ma. Þetta hefði s<strong>í</strong>ðan magnast á milli þeirra og<br />

hefðu meðákærðu farið að þreifa fyrir sér hjá manninum, hvort hann væri með veski. Hefði Kristján<br />

Viðar byrjað á þv<strong>í</strong> að hrinda manninum og rétt á eftir hefði Tryggvi Rúnar hlaupið að honum og slegið<br />

til hans. Maðurinn hefði reynt að verja sig, eftir þv<strong>í</strong> sem hann gat, og slegið á móti, en verið fljótlega<br />

yfirbugaður. Hafði viðureignin þá borist inn <strong>í</strong> hitt herbergið. Albert Klahn kvað meðákærðu alla þrjá<br />

saman hafa ráðist á manninn og barið hann, uns hann féll á gólfið meðvitundarlaus. Var atlagan að<br />

manninum hrottafengin, en stóð aðeins skamma stand. Ákærði kveðst ekki hafa séð, hver sló<br />

manninn niður, og ekki geta borið um það, en telur, að Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hafi báðir verið<br />

þar að verki. Ekki varð hann var við, að maðurinn reyndi að koma sér út, enda ekki ráðrúm til þess, og<br />

virtist sem maðurinn hefði heldur ekki rænu á þv<strong>í</strong>. Albert Klahn sá ekki, hvað gerðist, eftir að<br />

maðurinn var fallinn, og ekki, að meðákærðu tækju veski af honum. Hann sá ekki, að nein vopn eða<br />

barefli væru notuð á manninn, og varð ekki var við, að meðákærðu væru með hn<strong>í</strong>f. Hann sá ekki, að<br />

meðákærðu tækju manninn haustaki eða hann einhvern þeirra.<br />

Í lögregluskýrslu skýrði Albert Klahn frá þv<strong>í</strong>, að þegar átökin höfðu borist inn <strong>í</strong> in<strong>nr</strong>a herbergið, hefði<br />

Sævar Marinó farið að skipta sér af þeim, en hann hefði ekki séð Sævar Marinó slá eða sparka til<br />

mannsins.<br />

Maðurinn lá á gólfinu eftir átökin, og hélt Albert Klahn, að hann hefði rotast. Hann sá ekki blóð á<br />

manninum, og ekki sá hann heldur blóð á gólfinu eða annars staðar. Albert Klahn varð aldrei var við,<br />

að nein verðmæti væru tekin af manninum, hvorki veski, úr né aðrir munir. Hann kvað þá Gunnar<br />

88

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!