16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Verjandi ákærða Tryggva Rúnars óskaði þess, að ákærði Sævar Marinó væri spurður um, hvort hann<br />

hefði séð ákærða Tryggva Rúnar <strong>í</strong> bifreið Alberts Klahn fyrir utan starfsmannahús Kópavogshælis<br />

umrædda nótt. Ákærði Sævar Marinó svaraði þv<strong>í</strong> til, að hann minntist þess ekki að hafa séð hann, en<br />

hefði talið það, svo sem fyrr segir.<br />

Frekara samræmi náðist ekki <strong>í</strong> framburðum "ákærðu.<br />

F. Albert Klahn Skaftason var fyrst yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu hinn 23. desember 1975 og þá<br />

sem vitni. Var Albert Klahn gert ljóst, að tilefni yfirheyrslunnar væri hvarf á ungum manni <strong>í</strong> Hafnarfirði<br />

aðfaranótt 27. janúar 1974, og jafnframt var honum tjáð, að ákærði Sævar Marinó hefði skýrt rannsóknarlögreglunni<br />

frá þv<strong>í</strong>, að á þeim t<strong>í</strong>ma hefði maður verið laminn á heimili ákærða að Hamarsbraut<br />

11. Albert Klahn sagðist á þessum t<strong>í</strong>ma hafa verið töluvert mikið <strong>í</strong> félagsskap þeirra Sævars Marinós,<br />

Kristjáns Viðars og Tryggva Rúnars og oftlega ekið þeim <strong>í</strong> bifreið föður s<strong>í</strong>ns, gulri Toyota fólksbifreið.<br />

Albert Klahn kvað það hafa gerst eitt sinn að nóttu til, og gæti það hafa verið aðfaranótt 27. janúar<br />

1974, að hann hefði komið á bifreið föður s<strong>í</strong>ns að heimili Sævars Marinós <strong>í</strong> Hafnarfirði. Ekki mundi<br />

Albert Klahn gerla, hvernig á komu hans stóð, hvort hann hefði ekið einhverjum þeirra félaga þangað<br />

eða þeir hringt heim til hans og beðið hann um að koma. Hann mundi ekki t<strong>í</strong>mamörk, en verið gæti,<br />

að það hefði verið einhvern t<strong>í</strong>ma á milli klukkan 2400 og 0500. Albert Klahn kvaðst muna, að hann<br />

hefði setið <strong>í</strong> bifreiðinni á bifreiðastæðinu Suðurgötumegin við húsið, Sævar Marinó komið frá húsinu<br />

að bifreiðinni og beðið sig að opna farangursgeymsluna. Hann hefði orðið við þv<strong>í</strong>, en Sævar Marinó<br />

horfið aftur inn <strong>í</strong> húsið. Eftir nokkra bið hefðu þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar<br />

komið að bifreiðinni. Hefði afturendi hennar snúið að húsinu, en götulýsing verið bágborin, og hann<br />

þv<strong>í</strong> aðeins getað fylgst með ferðum þeirra <strong>í</strong> vinstri baksýnisspegli bifreiðarinnar. Þeir hefðu borið á<br />

milli s<strong>í</strong>n poka, einn eða fleiri, eða eitthvað pokalaga. Frekar kvaðst Albert Klahn ekki geta borið um,<br />

hvers kyns byrði þeirra var, en þeir hefðu komið henni fyrir <strong>í</strong> farangursgeymslu bifreiðarinnar, sem við<br />

það hefði ruggað dál<strong>í</strong>tið til og honum virst það benda til þess, að eitthvað þungt hefði verið sett <strong>í</strong><br />

farangursgeymsluna. Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hefðu sest <strong>í</strong> aftursætið, en Sævar Marinó ekki<br />

komið strax inn <strong>í</strong> bifreiðina. Hugði Albert Klahn, að hann hefði farið aftur heim að húsinu, en s<strong>í</strong>ðan<br />

hefði hann komið og tekið sér sæti við hlið hans. Að fyrirlagi Sævars Marinós kvaðst Albert Klahn hafa<br />

ekið suður fyrir Alverið <strong>í</strong> Straumsv<strong>í</strong>k, þeir hinir farið þar úr bifreiðinni, Sævar Marinó beðið um lykilinn<br />

að farangursgeymslunni og opnað hana, en s<strong>í</strong>ðan látið sig fá lykilinn aftur. Albert Klahn sagðist ekki<br />

hafa farið út sjálfur, en þremenningarnir hefðu staðið nokkra stund aftan við bifreiðina og virst eiga <strong>í</strong><br />

einhverjum erfiðleikum með að ná einhverju út úr farangursgeymslunni. Hann hefði ekki séð, hvað<br />

það var, þótt hann hefði ekki slökkt ljós bifreiðarinnar, en þó sýnst þeir bera á milli s<strong>í</strong>n einn poka, er<br />

þeir gengu frá bifreiðinni og hurfu út <strong>í</strong> myrkrið. Þeir hefðu komið aftur um 15-30 m<strong>í</strong>nútum s<strong>í</strong>ðar og þá<br />

ekki verið með neitt meðferðis. Albert Klahn áleit, að hann hefði ekið þeim heim til Kristjáns Viðars að<br />

Grettisgötu 82. Á leiðinni hefði borist <strong>í</strong> tal á milli þeirra Sævars Marinós, hvað <strong>í</strong> pokanum hefði verið,<br />

og Sævar Marinó sagt berum orðum, að það hefði verið l<strong>í</strong>k. Kvað Albert Klahn sér hafa fundist þetta<br />

svo fjarstæðukennt, að hann hefði ekkert mark tekið -á þv<strong>í</strong> og ekki frekar um það hugsað. Hann hefði<br />

hitt þremenningana oftar en einu sinni eftir þetta, en aldrei verið á ferðina minnst.<br />

Hinn 23. desember 1975 var Albert Klahn Skaftason yfirheyrður <strong>í</strong> dómi sem kærði. Staðfesti hann<br />

skýrslu þá, sem hann haf`ói gefið fyrr um daginn hjá rannsóknarlögreglu, og kannaðist við að hafa<br />

ekið þeim Sævari Marinó, Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari suður fyrir Hafnarfjörð umrætt sinn. Þeir<br />

hefðu verið með eitthvað, sem þeir hefðu sett <strong>í</strong> farangursgeymslu bifreiðar hans, og hann ekki vitað,<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!