16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ákærði var um það spurður, hvar hinir hefðu verið, hver fyrir sig, er hann kom inn. Ákærði skýrði frá<br />

þv<strong>í</strong>, að Guðmundur Einarsson hefði setið við skáp <strong>í</strong> stofunni. Tryggvi Rúnar hefði setið við skrifborð,<br />

Albert Klahn verið <strong>í</strong> dyrunum milli svefnherbergis og stofu og Gunnar Jónsson inni <strong>í</strong> svefnherberginu.<br />

Ákærði mundi, að Kristján Viðar kom á móti honum, er hann kom inn <strong>í</strong> stofuna. Ákærði kvað Kristján<br />

Viðar hafa verið bæði ölvaðan og undir áhrifum lyfja. Kvaðst ákærði kannast við að hafa fundið að þv<strong>í</strong><br />

við Kristján Viðar, að hann léti Tryggva Rúnar vita, hvar hann byggi. Tryggvi Rúnar var einnig ölvaður<br />

og undir áhrifum lyfja og mikil ókyrrð <strong>í</strong> honum. Gunnar virtust og vera drukkinn, en Albert Klahn<br />

alsgáður að sjá. Guðmundur Einarsson var drukkinn. Andrúmsloftið var þannig, að mikil spenna virtist<br />

r<strong>í</strong>kja.<br />

Ákærði kvað þá Kristján Viðar og Tryggva Rúnar hafa farið þess á leit við sig, að hann lánaði þeim fyrir<br />

flösku, og minnti ákærða, að þeir hafi nefnt 5.000 krónur <strong>í</strong> þv<strong>í</strong> sambandi. Ákærði lét liggja að þv<strong>í</strong>, að<br />

það gæti komið til greina, ef þeir vildu fara. Ákærði kvaðst þó hafa látið <strong>í</strong> veðri vaka, að hann hefði<br />

enga peninga. Ákærði kvað Guðmund hafa haft hægt um sig, fyrst eftir að ákærði kom inn. Ákærði<br />

kvað það kunna að vera, að þess hafi verið farið á leit við Guðmund að kaupa áfengisflösku, en hann<br />

mundi ekki, hverju hann svaraði. Ákærði hafði orð á þv<strong>í</strong>, fljótlega eftir að hann kom inn, að Bolli<br />

Gunnarsson ætti húsnæðið, en Erla fengi að vera þar. Mundi hún ekki vilja hafa ákærða og menn þá,<br />

sem með honum voru, <strong>í</strong> <strong>í</strong>búðinni. Ekki leið langur t<strong>í</strong>mi, frá þv<strong>í</strong> ákærði kom inn <strong>í</strong> <strong>í</strong>búðina, þar til átök<br />

hófust.<br />

Í dómskýrslu ákærða frá 11. janúar 1976 sagði hann, að Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hefðu verið<br />

við útidyrnar að Hamarsbraut 11 ásamt þriðja manni, er hann kom þangað. Þeir hefðu ruðst inn <strong>í</strong><br />

<strong>í</strong>búðina þrátt fyrir mótmæli ákærða, og þar hafist deilur, sem enduðu með áflogum og maður verið<br />

rotaður. Ákærða var kynntur þessi framburður <strong>í</strong> dóminum og hann beðinn að gefa skýringu á þeirri<br />

breytingu, sem hann gerði á honum. Ákærði sagði framburð sinn nú vera hið rétta <strong>í</strong> <strong>máli</strong>nu. Mundi<br />

hann koma fram með skýringar á þessu s<strong>í</strong>ðar.<br />

Ákærði skýrði frá þv<strong>í</strong>, að átökin við Guðmund hefðu hafist <strong>í</strong> stofunni að Hamarsbraut 11, við dyrnar<br />

inn <strong>í</strong> svefnherbergið. Byrjuðu þau með þv<strong>í</strong>, að Guðmundur Einarsson þreif til ákærða, en ekki mundi<br />

ákærði, hvort hann náði taki á honum. Ákærði taldi, að ástæðan fyrir þessu hefði annað hvort verið<br />

sú, að Guðmundur hefði haldið, að ákærði hefði tekið veski hans, eða þá, að Guðmundur hefði verið<br />

reiður út <strong>í</strong> ákærða vegna þess, að ákærði hafði v<strong>í</strong>sað þeim út úr <strong>í</strong>búðinni. Ákærði neitaði að hafa tekið<br />

veskið af Guðmundi, og ekki sá hann heldur neinn annan gera það. Ákærði kallaði ekki á hjálp, þegar<br />

Guðmundur veittist að honum. Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar stóðu þarna alveg við. Sá ákærði, að<br />

Kristján Viðar sló Guðmund, að hann hélt <strong>í</strong> andlitið. Ákærði hafði haldið, að Tryggvi Rúnar ætlaði að<br />

ráðast á sig, en svo varð ekki, og lagði Tryggvi Rúnar höndum til Guðmundar, eins og ákærði orðaði<br />

það. Albert Klahn var þarna við, en ákærði sá hann aldrei taka þátt <strong>í</strong> átökunum. Gunnar var inni <strong>í</strong><br />

in<strong>nr</strong>a herberginu á þessum t<strong>í</strong>ma, að ákærði áleit, og kom ekki nálægt þessu.<br />

Ákærði kvaðst ekki þora að fara með, hver lamdi hvern, en þarna hefðu hafist allsherjar slagsmáf. Var<br />

Guðmundur einn á móti, að ákærði hugði, þeim Tryggva Rúnari, Kristjáni Viðari og ef til vill Albert<br />

Klahn. Ákærði kvaðst ekki hafa átt neinn þátt <strong>í</strong> átökunum, heldur hraðað sér fram á gang <strong>í</strong> upphafi<br />

þeirra og farið inn á snyrtiherbergi. Kvaðst ákærði hafa verið að flýja átökin, enda hefði hann haldið,<br />

eins og áður greinir, að Tryggvi Rúnar hefði ætlað að ráðast á sig. Ákærði mundi ekki, hvað hann hefði<br />

verið lengi inni á snyrtiherberginu, er hann heyrði dynk. Ákærði heyrði Kristján Viðar kalla til s<strong>í</strong>n, og<br />

fór hann þá fram af snyrtiherberginu. Ákærði hélt inn <strong>í</strong> stofuna og sá, að Guðmundur Einarsson lá á<br />

72

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!