16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Guðmund hafa kannast við ákærða Kristján Viðar, frá þv<strong>í</strong> að þeir voru allir saman <strong>í</strong> skóla, og taldi, að<br />

þeir Guðmundur hefðu báðir kannast við ákærða Sævar Marinó <strong>í</strong> sjón.<br />

Vitnin Lára Gylfadóttir, Ásenda 14, Reykjavik, Anna Viðarsdóttir, Flókagötu 62, Reykjavik, og Gunnar<br />

Þór Árnason, Fögrubrekku 21, Kópavogi, kváðust öll hafa séð Guðmund Einarsson á fyrrgreindum<br />

dansleik <strong>í</strong> Hafnarfirði. Vitnið Anna taldi, að hann hefði verið mikið ölvaður, og vitnið Gunnar Þór<br />

hugði, að hann hefði verið eitthvað við skál. Ekkert vitnanna sá hann, eftir að dansleik lauk.<br />

Einar Baldursson verkamaður, Hraunprýði, Blesugróf, Reykjavik, faðir Guðmundar Einarssonar, kom<br />

fyrir dóm sem vitni hinn 22, mars 1977. Vitnið skýrði frá þv<strong>í</strong>, að Guðmundur sonur þess hefði farið að<br />

heiman að kvöldi laugardagsins 26. janúar 1974, um klukkan 2000, og ekki sést s<strong>í</strong>ðan. Hefðu þr<strong>í</strong>r piltar<br />

komið að sækja hann og hann farið með þeim. Vitnið sá mönnunum bregða fyrir, er þeir hurfu á<br />

brott, en tók ekki eftir, hverjir þeir voru. Guðmundur og piltar þeir, sem með honum voru, hefðu<br />

neytt áfengis, áður en þeir fóru. Vitnið vissi ekkert, hvert förinni var heitið, og heyrði ekki fyrr en<br />

s<strong>í</strong>ðar, að þeir hefðu farið <strong>í</strong> Alþýðuhúsið <strong>í</strong> Hafnarfirði. Vitnið vissi ekkert um, hvaða verðmæti<br />

Guðmundur hafði meðferðis. Guðmundur var klæddur <strong>í</strong> köflóttan jakka, grænleitar buxur og var <strong>í</strong><br />

brúnum skóm. Ekki vissi vitnið, <strong>í</strong> hvernig skyrtu hann var, en hann var ekki <strong>í</strong> yfirhöfn. Vitnið kvaðst<br />

aldrei hafa heyrt ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggva Rúnar nefnda á nafn fyrir hvarf<br />

Guðmundar, en frétt s<strong>í</strong>ðar, að þeir Guðmundur og ákærði Kristján Viðar hefðu verið saman <strong>í</strong><br />

barnaskóla. Guðmundur var fæddur og uppalinn <strong>í</strong> Reykjavik og hafði æt<strong>í</strong>ð búið heima hjá foreldrum<br />

s<strong>í</strong>num. Bræðurnir hefðu verið fjórir og Guðmundur næst elstur þeirra. Guðmundur var ágætur á<br />

heimili, stilltur og rólegur, hjálpaði til eftir þörfum og var frekar l<strong>í</strong>tið úti við á kvöldin. Þó hefði komið<br />

fyrir, að hann fór <strong>í</strong> kvikmyndahús og á dansleiki, en vanalega komið fljótlega heim aftur og aldrei<br />

verið næturlangt að heiman, áður en hann hvarf. Guðmundur var að ljúka gagnfræðanámi, en hugur<br />

hans staðið til vélfræðináms og hann verið kominn með bækur þess efnis. Guðmundur hefði verið<br />

heilsuhraustur og ekki notað lyf af nokkru tagi, en bragðaði áfengi með kunningjum s<strong>í</strong>num, þótt vitnið<br />

hefði aldrei séð hann ölvaðan. Guðmundur var frekar vel að manni og stilltur <strong>í</strong> skapi. Vitnið kvað<br />

lögreglu ekki hafa leitað <strong>í</strong> föggum Guðmundar og sjálft hefði það ekkert fundið, svo sem dagbækur<br />

eða annað, sem varpað gæti ljósi á mál þetta.<br />

Að sögn móður Guðmundar var hann yfirhafnarlaus, er hann fór að heiman, og var ekki með hring,<br />

sem hann átti, en hins vegar var hann með armbandsúr og seðlaveski, sem ekki hafa komið <strong>í</strong> leitirnar.<br />

Vitnin Bjarnfr<strong>í</strong>ður Hjörd<strong>í</strong>s Guðjónsdóttir, Rjúpufelli 21, Reykjavik, Benedikt Garðar Eyþórsson,<br />

Álfhólsvegi 76, Kópavogi, og Grétar Jóhannes Sigvaldason, D götu 5, Blesugróf, Reykjavik, sem öll<br />

þekktu Guðmund, báru honum vel söguna og fullyrtu, að hann hefði aldrei troðið illsakir við aðra.<br />

Sömuleiðis staðhæfði Pétur Snæland, vinnuveitandi Guðmundar, að hann hefði verið sérstaklega<br />

góður starfsmaður og haft mikið til brunns að bera.<br />

Samkvæmt vottorði sakaskrár r<strong>í</strong>kisins hefur Guðmundur Einarsson hvorki sætt ákæru né refsingu.<br />

Fram hefur verið lagt <strong>í</strong> <strong>máli</strong>nu fæðingarvottorð Guðmundar, þar sem hann er talinn fæddur 6. ágúst<br />

1955, og hefur faðir hans staðfest réttmæti þessa. Fæðingarmánuður hans hefur misritast <strong>í</strong><br />

ákæruskjali.<br />

B. Erla Bolladóttir var fyrst yfirheyrð um atvik máls þessa hjá rannsóknarlögreglu hinn 20. desember<br />

1975. Tilefni skýrslutökunnar var, „að rannsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna, að sambýlismaður<br />

40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!