16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

varaði hann þá við, að hann ætlaði að skjóta á Geirfinn. Ákærða stóð ekki á lama og sagðist ætla út.<br />

Var þá ökumanni gefið merki um að stöðva, og ók hann inn á stæði leigubifreiða á mótum<br />

Sundlaugavegar og Otrateigs og stöðvaði þar. Ákærði fór út úr bifreiðinni og gekk spölkorn frá. S<strong>í</strong>ðan<br />

gekk hann aftur að bifreiðinni og fór inn <strong>í</strong> farmskýlið. Fann hann þá púðurlykt. Spurði ákærði, hvort<br />

þeir hefðu hleypt af skoti, en sá, sem hélt á byssunni, svaraði þv<strong>í</strong> neitandi. Fór ákærði fram á að þefa<br />

úr byssuhlaupinu. Var honum einnig synjað um það, en honum finnst, að skotið hafi verið á Geirfinn.<br />

Ákærði man, að hann heyrði annan manninn stinga upp á þv<strong>í</strong> að skjóta Geirfinn og skilja hann eftir á<br />

almannafæri.<br />

Þv<strong>í</strong> næst var ekið vestur Borgartún, suður Snorrabraut og inn <strong>í</strong> sundið, sem liggur milli húsagarðanna<br />

milli Grettisgötu og Njálsgötu. Ákærði fór að aðaldyrum að Grettisgötu 82 og opnaði bakdyrnar innan<br />

frá. Sendibifreiðinni hafði þá verið lagt við garðshliðið ,gegnt dyrunum. Geirfinnur var fluttur úr<br />

bifreiðinni og inn <strong>í</strong> þvottahúsið <strong>í</strong> kjallaranum, en s<strong>í</strong>ðan inn <strong>í</strong> geymslu gegnt þvottahúsinu. Ákærði<br />

minnist þess ekki að hafa aðstoðað við þetta, en hann aðstoðaði við að bera nokkra bláa plastbrúsa,<br />

um 30 l<strong>í</strong>tra hvern, sem voru settir <strong>í</strong> þvottahúsið. Ákærði minnist þess, að einhver setti utan um l<strong>í</strong>k<br />

Geirfinns svart plast, þegar búið var að setja það inn <strong>í</strong> geymsluna. Þegar búið var að koma Geirfinni og<br />

sp<strong>í</strong>rabrúsunum fyrir, var farið upp <strong>í</strong> herbergi ákærða og rætt um, hvað gera ætti við l<strong>í</strong>k Geirfinns.<br />

Komið var með nokkrar uppástungur, sem ákærði man ekki, hverjar voru, en ákveðið var að láta<br />

Geirfinn vera <strong>í</strong> geymslunni, þangað til annað yrði ákveðið, <strong>í</strong> þessum umræðum tóku þátt Sævar<br />

Marinó, Guðjón, þrekvaxni maðurinn, ökumaður fólksbifreiðarinnar og ákærði.<br />

Hinn 23. nóvember kom Sævar Marinó til ákærða að Laugavegi 32 og sótti kápu Erlu. Bað Sævar<br />

Marinó ákærða að fylgja sér heim til ákærða að Grettisgötu 82. Sævar Marinó var <strong>í</strong> bifreið með<br />

Guðjóni. Ákærði vildi ekki fara <strong>í</strong> bifreiðinni og gekk heim, en þá voru þeir Sævar Marinó og Guðjón<br />

komnir þangað. Tóku þeir l<strong>í</strong>k Geirfinns úr geymslunni og settu það <strong>í</strong> þvottahúsið. Þetta voru s<strong>í</strong>ðustu<br />

afskipti ákærða af l<strong>í</strong>ki Geirfinns Einarssonar, og veit hann ekki, hvað varð um það s<strong>í</strong>ðar. Ákærði ál<strong>í</strong>tur,<br />

að Sævar Marinó vilji ekki, að l<strong>í</strong>k Geirfinns finnist, vegna þess að skotáverki kunni að vera á þv<strong>í</strong>.<br />

Hinn 15. nóvember fóru rannsóknarlögreglumenn með ákærða til Keflav<strong>í</strong>kur. Tilefni ferðarinnar var<br />

það, að ákærði upplýsti, að stöðvað hefði verið framan við hús <strong>í</strong> Keflav<strong>í</strong>k, þegar ekið var frá<br />

Dráttarbrautinni áleiðis til Reykjav<strong>í</strong>kur aðfaranótt 20. nóvember 1974 og ökumaður bifreiðarinnar<br />

hafi farið inn <strong>í</strong> húsið. Benti ákærði á hverfi <strong>í</strong> Ytri-Njarðv<strong>í</strong>k og sagðist telja, að húsið væri <strong>í</strong> þv<strong>í</strong> hverfi.<br />

Þegar ekið var eftir Holtsgötu þarna <strong>í</strong> hverfinu, kvaðst ákærði vera viss um, að þetta væri gatan, sem<br />

umrætt hús stæði við. Benti hann á tvö samliggjandi hús, sem virtust vera byggð eftir sömu teikningu,<br />

og sagðist telja, að um annað hvort húsanna væri að ræða, en það voru hús <strong>nr</strong>. 34 og 36. Taldi<br />

ákærði, að hús <strong>nr</strong>. 36 væri húsið, en það hefði verið ljósgult á þeim t<strong>í</strong>ma. Við athugun kom <strong>í</strong> ljós, að<br />

húsið var nýmálað. Annar gafl þess virtist vera <strong>í</strong> viðgerðarástandi. Var hann ljósgulur að lit, og var það<br />

sýnilega eldri málning en á öðrum hliðum hússins.<br />

Haft var samband við lögregluna <strong>í</strong> Keflav<strong>í</strong>k, og höfðu þeir <strong>í</strong>búaskrár fyrir árin 1973 og 1975, en<br />

<strong>í</strong>búaskrá fyrir árið 1974 var ekki fyrir hendi. Var athugað, hverjir hefðu búið <strong>í</strong> húsum þessum á<br />

framangreindum t<strong>í</strong>ma, en ekki kemur fram, að það hafi gefið tilefni til nánari eftirgrennslnana.<br />

Hinn 17. nóvember fóru rannsóknarlögreglumenn með ákærða útá Álftanes vegna frásagnar Sævars<br />

Marinós um, að ákærðu hefðu grafið l<strong>í</strong>k Geirfinns Einarssonar þar <strong>í</strong> fjörunni. Ákærði var beðinn að<br />

reyna að finna stað þann, þar sem l<strong>í</strong>kið hefði verið grafið. Ekið var með ákærða v<strong>í</strong>ðsvegar um nesið,<br />

án þess að honum væru gefnar neinar upplýsingar um það, sem fram var komið <strong>í</strong> <strong>máli</strong>nu. Hann benti<br />

226

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!