16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Erla, Einar og Valdimar Olsen. Bátnum hafi verið siglt frá bryggjunni út á haf. A útleiðinni hafi komið<br />

til átaka á þilfari bátsins. Ákærði, sem var niðri <strong>í</strong> lúkarnum fram <strong>í</strong>, heyrði læti uppi á þilfarinu og fór<br />

upp að gá, hvað á gengi. Þá sá hann Kristján Viðar slá Geirfinn og einnig að þeir Magnús og Sigurbjörn<br />

lögðu til hans. Geirfinnur varð við þetta eitthvað óstöðugur á fótunum, reikaði að borðstokknum og<br />

féll útbyrðis. Bátnum var þá snúið við og hann stöðvaður. Ákærði fór aldrei lengra en upp <strong>í</strong><br />

lúkarsopið, meðan á þessu gekk, og sá þv<strong>í</strong> ekki, hvað fór fram utanborðs. Eftir nokkurt vafstur, sá<br />

hann þá Kristján Viðar og Sigurbjörn drösla Geirfinni inn fyrir borðstokkinn og leggja hann á þilfarið.<br />

Mennirnir stumruðu eitthvað yfir Geirfinni og veltu honum til, en ekki sá hann Geirfinn hreyfa sig<br />

neitt af sjálfsdáðun. Báturinn var nú settur á ferð aftur og siglingunni haldið áfram. Eftir nokkra stund<br />

var hann stöðvaður, og fór ákærði þá upp á þilfarið. Ákærði getur ekki gert sér grein fyrir, hvort<br />

Geirfinnur var þá enn <strong>í</strong> bátnum. Nú var hafist handa um að ná varningnum, sem var vafinn inn <strong>í</strong> segl<br />

og net utan um og öllu fest við belgi. Varningur þessi var áfengi á stórum plastbrúsum, um 50 l<strong>í</strong>tra<br />

hver, og <strong>í</strong> flöskum, er voru <strong>í</strong> svörtum plastpokum. Þv<strong>í</strong> næst var haldið til lands á ný og lagst að sömu<br />

bryggju og lagt hafði verið frá. Þá voru bifreiðarnar þar enn. Varningurinn var settur upp á bryggjuna<br />

og <strong>í</strong> sendibifreiðina. Ákærði getur ekki gert sér grein fyrir, hvort Geirfinnur hafi verið <strong>í</strong> bátnum, þegar<br />

varningurinn var tekinn um borð. Getur hann þv<strong>í</strong> ekki um það fullyrt, hvort l<strong>í</strong>k hans hafi einnig verið<br />

sett <strong>í</strong> sendibifreiðina. Ákærði er alveg viss um, að Geirfinnur var látinn, þegar hann lá á þilfari bátsins.<br />

Hann heyrði hina tala um það, en athugaði það ekki sjálfur. Strax og búið var að ferma<br />

sendibifreiðina, fór ákærði af stað hingað til borgarinnar <strong>í</strong> sömu bifreið og hann hafði komið, en nú<br />

voru þau Erla og Kristján Viðar ekki <strong>í</strong> henni. Ákærða skildist, að sendibifreiðin ætti að fara að<br />

Klúbbnum með farminn. Ákærði hitti Erlu daginn eftir <strong>í</strong> <strong>í</strong>búðinni við Hjallaveg.<br />

Hinn 10. febrúar mætti ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni og voru þá sýndar myndir af<br />

16 mönnum, sem rannsóknarlögreglan taldi hugsanlegt, að hefðu verið <strong>í</strong> Dráttarbraut Keflav<strong>í</strong>kur<br />

og/eða <strong>í</strong> bátsferðinni þaðan framangreint sinn. Ákærði sagðist þekkja fyrir v<strong>í</strong>st myndir af að minnsta<br />

kosti þrem þeirra manna, sem voru <strong>í</strong> Keflav<strong>í</strong>k á fyrrgreindum t<strong>í</strong>ma. Menn þessir voru Einar Bollason<br />

og Valdimar Olsen, sem ákærði kveðst þekkja óáða <strong>í</strong> sjón, og Sigurbjörn Eir<strong>í</strong>ksson, en hann sagðist<br />

ákærði ekkert þekkja. Ákærði taldi, að þeir Einar og Valdimar hefðu ekki farið <strong>í</strong> bátsferðina, en fullyrti,<br />

að Sigurbjörn hefði gert það.<br />

Hinn 1. apr<strong>í</strong>l kom ákærði fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa og var beðinn að skýra sjálfstætt frá<br />

málsatvikum. Er framburður hans á þessa leið:<br />

„Mættur kveðst vilja taka fram <strong>í</strong> upphafi, að skýrslur þær, sem hann hefur gefið <strong>í</strong> þessu <strong>máli</strong>, séu ekki<br />

byggðar á hans eigin vitneskju eða reynslu, heldur hafi Erla Bolladóttir skýrt sér frá öllum þeim<br />

atvikum, sem hann sagði frá <strong>í</strong> eigin persónu hjá rannsóknarlögreglunni. Þá kveðst mættur hafa heyrt<br />

einhvern Elvar hafa rætt mál þetta, er mættur var <strong>í</strong> Kaupmannahöfn snemma árs 1975. Mættur<br />

kveður Erlu Bolladóttur hafa farið á undan sér til Kaupmannahafnar snemma <strong>í</strong> desember 1974, vegna<br />

þess að hún væri hrædd við einhverja fjóra menn, þ. e. Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen, Einar<br />

Bollason og Jón Ragnarsson. Mættur kveðst hafa gefið skýrslur þessar, til þess að hægt væri að<br />

rannsaka mál þetta, þar sem honum hefði verið sagt, að Erla yrði fyrir ónæði og óttaðist um l<strong>í</strong>f sitt.<br />

Mættur segist einnig hafa upplýsingar frá Sigurði nokkrum Þorlákssyni, sem búsettur er <strong>í</strong><br />

Kaupmannahöfn. Segir mættur, að bæði Sigurður og Elvar hafi sagt sér, að „nafngreindur maður <strong>í</strong><br />

Keflav<strong>í</strong>k" hafi fjármagnað og staðið á bak við sp<strong>í</strong>rasmygl s.l. 10 ár og væri hann tengdur hinu<br />

svokallaða Geirfinns<strong>máli</strong>".<br />

173

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!