16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þv<strong>í</strong> yfir, að framburður vitnanna gæti verið réttur. Verður samkvæmt framansögðu að telja þetta<br />

atriði sannað.<br />

Ákærði Kristján Viðar hefur fyrir dómi skýrt frá þv<strong>í</strong>, að s<strong>í</strong>ðla kvölds hinn 26. janúar 1974 hafi ákærðu<br />

Tryggvi Rúnar og Albert Klahn komið heim til hans að Grettisgötu 82 og vitnið Gunnar Jónsson verið <strong>í</strong><br />

fylgd með þeim. Þeir ákærðu Tryggvi Rúnar hafi neytt áfengis og f<strong>í</strong>kniefna. Um miðnætti hafi þeir allir<br />

farið út saman og ákærði Albert Klahn ekið þeim á milli skemmtistaða hér <strong>í</strong> borg, en s<strong>í</strong>ðan að<br />

starfsmannahúsi Kópavogshælis, þar sem hann hafði tal af ákærða Sævari Marinó, og loks að<br />

veitingastaðnum Skiphóli <strong>í</strong> Hafnarfirði, en þangað hafi verið komið klukkan rösklega 0200 um nóttina.<br />

Ákærði Kristján Viðar fullyrðir, að þeir ákærði Tryggvi Rúnar hafi stigið þar út úr bifreiðinni og litlu<br />

s<strong>í</strong>ðar hitt Guðmund Einarsson, sem verið hafi gamall skólabróðir hans. Ákærði Kristján Viðar gat réttilega<br />

lýst klæðnaði .Guðmundar. Þeir þr<strong>í</strong>r hafi s<strong>í</strong>ðan farið að bifreiðinni til ákærða Alberts Klahn, sem<br />

sagst hafi kannast við Guðmund, en þó ekki viljað aka þeim til Reykjav<strong>í</strong>kur og horfið á brott ásamt<br />

Gunnari Jónssyni. Hafi þeir þá farið að veifa bifreiðum <strong>í</strong> þv<strong>í</strong> skyni að fá far til Reykjav<strong>í</strong>kur, ákærði<br />

Tryggvi Rúnar orðið viðskila við þá Guðmund nokkra stund og farið á bak við skúra við Strandgötu,<br />

rétt við veitingastaðinn Skiphól, þar sem þeir töldu minni l<strong>í</strong>kur á þv<strong>í</strong>, að þeir gætu stöðvað bifreiðar<br />

og fengið far, ef þeir væru allir þr<strong>í</strong>r saman. Ekki tókst þeim Guðmundi þó að fá nokkra bifreið til að<br />

nema staðar, og gengu þeir þr<strong>í</strong>r þv<strong>í</strong> heim til ákærða Sævars Marinós að Hamarsbraut 11 <strong>í</strong> Hafnarfirði <strong>í</strong><br />

þv<strong>í</strong> skyni að fá hjá honum lán fyrir leigubifreið til Reykjav<strong>í</strong>kur. Enginn hafi verið heima að<br />

Hamarsbraut <strong>í</strong> 1. Þeir ákærði Albert Klahn og Gunnar Jónsson hafi komið þangað litlu s<strong>í</strong>ðar, en ákærði<br />

Sævar Marinó örskömmu þar á eftir, og gat ákærði Kristján Viðar ekki séð, að hann væri undir<br />

áhrifum áfengis eða lyfja.<br />

Framburðir þeirra ákærða Alberts Klahn og Gunnars Jónssonar eru <strong>í</strong> meginatriðum samhljóða þessari<br />

frásögn ákærða Kristjáns Viðars. Ákærði Albert Klahn kveðst ekki hafa kannast við Guðmund<br />

Einarsson, en fullyrðir, að það hafi verið hann, sem var <strong>í</strong> fylgd með ákærðu Kristjáni Viðari og Tryggva<br />

Rúnari. Gunnar Jónsson, sem sýnd var mynd af Guðmundi Einarssyni, kveður vel geta verið, að hann<br />

hafi verið maður sá, sem kom að bifreiðinni til þeirra ákærða Alberts Klahn við Skiphól, þótt hann<br />

væri ekki algerlega öruggur um það. Sagði hann, að sami maður og þeir hittu við bifreiðina hafi s<strong>í</strong>ðar<br />

komið að Hamarsbraut 11. Gunnar Jónsson kveðst hafa neytt áfengis greint sinn. Ákærði Albert Klahn<br />

staðfesti það og einnig, að Guðmundur Einarsson hefði verið drukkinn. Ákærði Albert Klahn sagði<br />

ákærðu Kristján Viðar og Tryggva Rúnar hafa verið undir áhrifum áfengis og lyfja, en sjálfur hafi hann<br />

verið alsgáður og ekki séð áhrif á ákærða Sævari Marinó.<br />

Ákærði Sævar Marinó hefur fyrir dómi skýrt frá þv<strong>í</strong>, að hann hafi komið að Grettisgötu 82 klukkan um<br />

2000 að kvöldi laugardagsins 26. janúar 1974 og þeir Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar, Albert Klahn og<br />

Gunnar Jónsson verið þar. Ákærði Sævar Marinó kveðst s<strong>í</strong>ðar um kvöldið hafa farið <strong>í</strong> starfsmannahús<br />

við Kópavogshælið og fjórmenningarnir komið þangað um miðnættið á bifreið ákærða Alberts Klahn.<br />

Hann hafi hitt þá aftur klukkan um 0200 um nóttina, þegar hann kom heim til s<strong>í</strong>n að Hamarsbraut 11,<br />

og þá hafi verið <strong>í</strong> för með þeim einhver maður, sem hann hefði ekki þekkt, en taldi eflaust eftir að<br />

hafa séð mynd af Guðmundi Einarssyni, að u,m hann hefði verið að ræða. Hann lýsti réttilega<br />

klæðnaði Guðmundar. Ákærði Sævar Marinó kveðst sjálfur hafa verið mikið undir áhrifum áfengis.<br />

Hann taldi, að ákærðu Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hefðu verið ölvaðir og undir áhrifum lyfja,<br />

Gunnar Jónsson og -Guðmundur Einarsson verið drukknir, en ákærði Albert Klahn virst alsgáður.<br />

122

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!