16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

verið beittan neinum hótunum, að þv<strong>í</strong> að hann gæti borið um. Hann hefði skýrt sjálfstætt frá málsatvikum<br />

og af frjálsum vilja.<br />

Eggert Norðdahl kvaðst hafa tekið skýrslu af ákærða Tryggva Rúnari Leifssyni hinn 9. janúar 1976 og<br />

hefði hann þá lýst herbergjaskipan að Hamarsbraut 11 <strong>í</strong> Hafnarfirði, svo sem <strong>í</strong> skýrslunni greinir.<br />

Eggert Norðdahl var kynnt það, er ákærði sagði <strong>í</strong> framburði s<strong>í</strong>num um, að hann hefði <strong>í</strong> yfirheyrslum<br />

hjá rannsóknarlögreglunni fengið að vita, hvernig herbergjaskipan var að Hamarsbraut 11, og að<br />

lýsing s<strong>í</strong>n væri á þv<strong>í</strong> byggð. Hann sagði þetta ekki rétt og hefði ákærði sjálfstætt lýst herbergjaskipaninni.<br />

Eggert Norðdahl skýrði frá þv<strong>í</strong>, að við rannsókn póstsvikamálsins, sbr. IV. kafla ákæru, dags. 8.<br />

desember 1976, hefði grunur vaknað um það, að ákærðu kynnu að vera viðriðnir dauða Guðmundar<br />

Einarssonar, en rannsóknarlögreglumenn höfðu áður heyrt orðróm <strong>í</strong> þá átt. Við yfirheyrslu 20.<br />

desember 1975 yfir Erlu Bolladóttur hefði þessi grunur styrkst og rannsókn málsins haldið áfram <strong>í</strong><br />

framhaldi af þv<strong>í</strong>.<br />

Eggert Norðdahl Bjarnason kom loks fyrir sakadóm hinn 27. september 1977. Tilefni þeirrar<br />

yfirheyrslu var bréf Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda ákærða Tryggva<br />

Rúnars Leifssonar, til dómsins, sem dagsett er hinn 14. september 1977. Óskaði verjandinn þar eftir<br />

þv<strong>í</strong>, að eftirfarandi spurningar yrðu lagðar fyrir Eggert Norðdahl Bjarnason:<br />

1. Hvers vegna var Tryggvi Rúnar Leifsson - tekinn til yfirheyrslu <strong>í</strong> ein 30 skipti, án þess að<br />

lögreglumenn bókuðu nokkuð um, hvað gerst hafi?<br />

Svar hans var: „Ég dreg það <strong>í</strong> efa, að hann hafi verið færður <strong>í</strong> yfirheyrslu svo oft, en ég rengi ekki, að<br />

það hafi verið talað við hann jafnvel <strong>í</strong> ein 30 skipti. Samtölin fóru fram, að þv<strong>í</strong> er ég best man, oft að<br />

beiðni Tryggva Rúnars sjálfs, en ekki af þv<strong>í</strong>, að ég óskaði að tala við hann. Um sl<strong>í</strong>k samtöl var ekki gerð<br />

sérstök skýrsla".<br />

2. Hvers vegna voru engir vottar hafðir við skýrslutökurnar? Svar: „Í m<strong>í</strong>nu starfi hefur það ekki verið<br />

venja, að vottur sé viðstaddur sjálfa skýrslutökuna, heldur fenginn eftir á og þá ýmist hlustað á, er<br />

skýrslan var lesin fyrir skýrslugefanda eða þegar skýrslugefandi hefur verið spurður, hvort ekki sé allt<br />

rétt eftir honum haft <strong>í</strong> skýrslunni. Þar sem Sigurbjörn V<strong>í</strong>ðir Eggertsson er vottur <strong>í</strong> þessu <strong>máli</strong>, var hann<br />

viðstaddur skýrslutökuna, eftir þv<strong>í</strong> sem ég best man. Ég hefi engin bein fyrirmæli fengið frá<br />

yfirboðurum m<strong>í</strong>num um að hafa þennan hátt á, heldur hefur þetta verið starfsvenja".<br />

3. Hver var tilgangur með ferðum lögreglumanna inn <strong>í</strong> klefa Tryggva Rúnars og hvað fór þeim og<br />

Tryggva Rúnari á milli? Svar: „Ég man ekki eftir þv<strong>í</strong> að hafa farið inn <strong>í</strong> klefa Tryggva Rúnars".<br />

Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður kvaðst ekki óska eftir þv<strong>í</strong>, að frekari spurningar yrðu<br />

lagðar fyrir Eggert Norðdahl.<br />

Gunnar Marinó Marinósson, varðstjóri <strong>í</strong> fangelsinu við S<strong>í</strong>ðumúla, skýrði frá þv<strong>í</strong> fyrir dómi, að hann<br />

kannaðist ekki við það; sem ákærði Sævar Marinó héldi fram <strong>í</strong> bókun sinni frá 29. mars 1977. Hann<br />

hefði aldrei orðið var við, að ákærði Sævar Marinó sætti illri meðferð <strong>í</strong> fangelsinu við S<strong>í</strong>ðumúla, á<br />

meðan ákærði var þar <strong>í</strong> gæsluvarðhaldi vegna máls þessa.<br />

112

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!