16.11.2012 Views

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 214/1978 - Ríkissaksóknari

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ifreið, sem vitnið var nýbúið að kaupa. Vitnið ók bifreiðinni. Vitnið mundi ekki, hvenær þær fóru frá<br />

Reykjav<strong>í</strong>k, en þær voru <strong>í</strong> Hafnarfirði á t<strong>í</strong>manum frá kl. 0100-0200. Þær komu við <strong>í</strong> nætursölunni <strong>í</strong><br />

Hafnarfirði, en höfðu þar skamma viðdvöl og óku niður <strong>í</strong> bæinn. Þær hittu <strong>í</strong> Hafnarfirði 2 litla drengi,<br />

sem þær óku heim.<br />

Eftir það óku þær áleiðis til Reykjav<strong>í</strong>kur, og lá leið þeirra um Strandgötu. Þegar þær nálguðust hús <strong>nr</strong>.<br />

6, sáu þær tvo menn á gangstéttinni, hægra megin miðað við akstursstefnu þeirra. Mennirnir stóðu<br />

kyrrir, en gengu s<strong>í</strong>ðan aðeins út á akbrautina og gáfu þeim merki um að nema staðar með þv<strong>í</strong> að lyfta<br />

upp þumalfingrinum. Vitnið þekkti annan manninn, og var það Guðmundur Einarsson, Hraunprýði <strong>í</strong><br />

Blesugróf. Vitnið hafði hitt Guðmund <strong>í</strong> nokkur skipti áður og var öruggt um, að um hann var að ræða,<br />

enda ræddu þær um það <strong>í</strong> bifreiðinni. Vitnið kvað Guðmund hafa verið prúðan og kurteisan gilt.<br />

Guðmundur var ekki <strong>í</strong> frakka, en hann var <strong>í</strong> stökum jakka, að vitnið minnti, köflóttum og rauðlituðum.<br />

Nánar um klæðaburð Guðmundar mundi vitnið ekki. Vitninu fannst Guðmundur vera smávegis undir<br />

áhrifum áfengis, en ekki mikið. Vitnið minnti, að maður sá, sem var með Guðmundi, hefði verið<br />

svipaður á hæð og hann. Vitnið þekkti ekki manninn, en hann var ungur að aldri og mikið drukkinn.<br />

Maðurinn hélt á jakka s<strong>í</strong>num á handleggnum. Vitnið minnti, að maðurinn hefði verið <strong>í</strong> gulri skyrtu.<br />

Maðurinn var fremur dökkhærður og með flaksandi hár.<br />

Þegar þær nálguðust mennina, taldi vitnið, að Guðmundur hefði orðið eirra var, þv<strong>í</strong> að hann hörfaði<br />

af akbrautinni upp á gangstéttina og virtist hætta við að reyna að stöðva bifreiðina. Vitnið hafði hægt<br />

ferð bifreiðarinnar, þegar þær nálguðust mennina, og var ætlunin að nema staðar og bjóða<br />

Guðmundi far. Þegar þær sáu, hve maðurinn, er var með Guðmundi, var drukkinn og mikil læti <strong>í</strong><br />

honum, hættu þær við það, og jók vitnið ferðina. Virtist þá maðurinn, sem var með Guðmundi, ætla<br />

að kasta sér á hlið bifreiðarinnar. Af þv<strong>í</strong> varð þó ekki, og fann vitnið ekki, að hann snerti bifreiðina.<br />

Vitnið og El<strong>í</strong>nborg óku brott af staðnum og héldu til Reykjav<strong>í</strong>kur. Vissu þær ekki um ferðir Guðmundar<br />

eftir þetta. Vitnið varð ekki vart við, að neinir aðrir væru <strong>í</strong> fylgd með Guðmundi og manninum. Það<br />

minnti, að eitthvað fólk hefði verið þarna á ferli. Vitnið vissi um, að El<strong>í</strong>nborg hafði tilkynnt<br />

rannsóknarlögreglunni um það, er að framan greinir, þegar lýst hafði verið eftir Guðmundi <strong>í</strong><br />

fjölmiðlum.<br />

Vitnið mætti til skýrslugjafar hjá rannsóknarlögreglu 22. janúar 1977, en fyrr hafði aldrei verið talað<br />

við vitnið um hvarf Guðmundar. Vitnið kvað sér hafa verið sýndar myndir úr safni<br />

rannsóknarlögreglunnar. Vitnið mundi ekki, hve myndirnar voru margar, en taldi, að þær hefðu verið<br />

milli 5 og 10. Vitnið taldi, að mynd af einum mannanna l<strong>í</strong>ktist mest manni þeim, sem það sá með<br />

Guðmundi umrætt sinn. Var mynd þessi af Kristjáni Viðari Viðarssyni.<br />

Þá fór fram sakbending, og benti vitnið á mann þann, sem bar spjald <strong>nr</strong>. 4. Fannst vitninu maður þessi<br />

l<strong>í</strong>kjast mest manni þeim, er það sá með Guðmundi <strong>í</strong> Hafnarfirði. Það, sem vitninu fannst mæla á móti<br />

þv<strong>í</strong>, að um sama mann væri að ræða, var það, að Kristján Viðar Viðarsson, er vitnið veit nú, að bar<br />

spjald <strong>nr</strong>. 4, var feitari en maður sá, sem það sá með Guðmundi <strong>í</strong> Hafnarfirði.<br />

Samkvæmt skýrslu rannsóknarlögreglu fór sakbending fram hinn 27. janúar 1977. Voru átta ungir<br />

menn úr lögregluskálanum fengnir til að stilla sér upp <strong>í</strong> tæknideild rannsóknarlögreglunnar við hlið<br />

ákærða Kristjáns Viðars og látnir berg númerin 1-9. Þegar Sigr<strong>í</strong>ður Magnúsdóttir sá mennina, bar<br />

Kristján Viðar númerið 4, og nefndi þá Sigr<strong>í</strong>ður þá tölu, og mun El<strong>í</strong>nborg Jóna Rafnsdóttir hafa heyrt<br />

hana nefna töluna. Rannsóknarlögreglan hafði ákveðið að skipta um númeraspjöld á mönnunum,<br />

103

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!