27.01.2015 Views

Hér - Landbunadur.is

Hér - Landbunadur.is

Hér - Landbunadur.is

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Landnýting og v<strong>is</strong>tvæn<br />

framleiðsla sauðfjárafurða<br />

Ólafur Arnalds, Jóhann Þórsson og Elín Fjóla Þórarinsdóttir<br />

í samvinnu við starfsmenn<br />

Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og<br />

Landgræðslu rík<strong>is</strong>ins<br />

Date: 27 janúar.


2<br />

EFNISYFIRLIT<br />

FORMÁLI.................................................................................................................................. 3<br />

1. INNGANGUR....................................................................................................................... 4<br />

2. UM VIÐURKENNINGU Á VISTVÆNNI LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU .............. 5<br />

3. BEITARFRÆÐI OG LANDNÝTING.................................................................................. 7<br />

3.1. Hugtök og skilgreiningar................................................................................................ 7<br />

3.1.1. Sjálfbær nýting og beit á auðnum ........................................................................... 7<br />

3.1.2. Gróður í jafnvægi eða framför ................................................................................ 9<br />

3.1.3. Jarðvegur ............................................................................................................... 10<br />

3.1.4. Jarðvegsrof ............................................................................................................ 11<br />

3.1.5. Lítið gróið land (auðnir)........................................................................................ 11<br />

3.1.6. Ástand lands .......................................................................................................... 11<br />

3.2. Úthagi og beitarvísindi................................................................................................. 12<br />

3.3. Samspil gróðurs og beitar............................................................................................. 14<br />

3.4. Um gróður og beit á lítið grónu landi; auðnum............................................................ 16<br />

3.5. Meginþættir áætlana um úrbætur ................................................................................. 17<br />

4. GRÓÐURFLOKKAR ......................................................................................................... 19<br />

4.1. Hugtök.......................................................................................................................... 19<br />

4.2. Um flokkunina.............................................................................................................. 19<br />

4.3. Gróðurflokkar............................................................................................................... 22<br />

4.3.1. Ræktað land........................................................................................................... 22<br />

4.3.2. Kjarrgróður og skóglendi ...................................................................................... 22<br />

4.3.3. Graslendi (og blómlendi) ...................................................................................... 23<br />

4.3.4. Votlendi................................................................................................................. 23<br />

4.3.5. Hálfdeigja.............................................................................................................. 24<br />

4.3.6. Ríkt mólendi.......................................................................................................... 25<br />

4.3.7. Rýrt mólendi.......................................................................................................... 26<br />

4.3.8. Mosavaxið land ..................................................................................................... 26<br />

4.3.9. Hálfgróið land ....................................................................................................... 27<br />

4.3.10. Lítið gróið land, auðnir........................................................................................ 28<br />

5. STÝRIÞÆTTIR OG ÖNNUR ATRIÐI .............................................................................. 29<br />

5.1. Vísiplöntur.................................................................................................................... 29<br />

5.2. Sandsvæði..................................................................................................................... 30<br />

5.3. Halli lands - stórgripir .................................................................................................. 30<br />

5.4. Stórgripir á afréttum..................................................................................................... 30<br />

HEIMILDIR............................................................................................................................. 31<br />

VIÐAUKI 1.............................................................................................................................. 36<br />

Vísiplöntur:........................................................................................................................... 36<br />

VIÐAUKI 2.............................................................................................................................. 37<br />

Viljayfirlýsing vegna sauðfjársamnings:.............................................................................. 37


3<br />

FORMÁLI<br />

Forsaga þessarar útgáfu er sú að árið 1999 gerði landbúnaðarráðuneytið samning við<br />

Rannsóknastofnun landbúnaðarins um þróun aðferða til að meta landnýtingarþátt vegna<br />

fyrirhugaðrar vottunar v<strong>is</strong>tvænnar framleiðslu sauðfjárafurða. Á þessu sviði er ör þróun á<br />

alþjóðlegum vettvangi og ljóst að greiðslur rík<strong>is</strong>valds til landbúnaðarframleiðslu verða í æ<br />

ríkari mæli háðar því að framleiðslan geti tal<strong>is</strong>t sjálfbær, eða að greiðslurnar telj<strong>is</strong>t svokallaðar<br />

umhverf<strong>is</strong>greiðslur. Þessi þróun er meðal annars áberandi innan Evrópusambandsins (sjá t.d<br />

Buller o.fl., 2000) og líklegt að greiðslur til landbúnaðar á Íslandi verði að taka mið af slíkum<br />

reglum í nánustu framtíð.<br />

Hafa ber í huga að íslenskt samfélag ver umtalsverðum fjármunum til framleiðslu<br />

sauðfjárafurða, eða sem nemur 2,5-3 milljörðum á ári hverju. Það er ljóst að samfélagið, sem<br />

og neytendur, eiga réttmæta kröfu til þess að þessum fjármunum sé varið á þann hátt að ekki<br />

gangi á landsins gæði. Bændur og rík<strong>is</strong>valdið hafa stigið mikilvæg skref til að koma til móts<br />

við þessi sjónarmið. Árið 2000 var gerður samningur um greiðslur til framleiðslugreinarinnar<br />

og er kveðið þar á um að hluti beingreiðslna til bænda verði háður gæðastýringu, þar sem<br />

landnýting er einn þeirra þátta sem taka þurfti mið af.<br />

Á Íslandi eru aðstæður um margt annars eðl<strong>is</strong> en annars staðar í Evrópu, þar sem jarðrækt<br />

er upp<strong>is</strong>taða landbúnaðar, en nýting beitilanda til sauðfjárræktar er ekki eins mikilvæg. Því<br />

var nauðsynlegt að hefja umfangsmikla þróunarvinnu til að móta grundvöll sem hægt væri að<br />

byggja á við gerð reglna um v<strong>is</strong>tvæna framleiðslu sauðfjárafurða á Íslandi. Sú vinna hófst<br />

með samningi Rala og landbúnaðarráðuneyt<strong>is</strong> sem áður gat.<br />

Vinnan var í upphafi í höndum Jóhanns Þórssonar, sem vann merkilega þróunarvinnu á<br />

fyrstu stigum verksins í samvinnu við Ólaf Arnalds. Jóhann byggði upp viðamikið gagnasafn<br />

og mótaði aðferðafræði, sem hefur reynst ómetanlegur grunnur að frekari vinnu á þessu sviði.<br />

Elín Fjóla Þórarinsdóttir hjá Landgræðslu rík<strong>is</strong>ins tók einnig virkan þátt í þessu mótunarstarfi.<br />

Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Íslands aðstoðaði Jóhann á marga lund. Þegar<br />

Jóhann hvarf til framhaldsnáms erlend<strong>is</strong> tók Ólafur Arnalds að sér framkvæmdina og vann<br />

verkið áfram, ásamt Elínu Fjólu Þórarinsdóttur. Efniviðurinn sem þá hafði aflast var notaður<br />

til að þróa vinnuskjal á vegum Rala og L.r. sem nefn<strong>is</strong>t „Viðurkenning v<strong>is</strong>tvænnar sauðfjárframleiðslu<br />

með tilliti til landkosta. Drög að greinargerð“, dagsett 13. mars 2001. Auk<br />

Jóhanns Þórssonar, Ólafs Arnalds og Elínar Fjólu Þórarinsdóttur kom nokkur hópur<br />

náttúrufræðinga að mótun þess skjals, m.a. Andrés Arnalds (L.r.), Anna Guðrún Þórhallsdóttir<br />

(LBH), Ása L. Aradóttir (L.r.), Borgþór Magnússon (þá á Rala), Bjarni Maronsson (L.r.),<br />

Björn Barkarsson (L.r.), Hlynur Óskarsson (Rala) og Kr<strong>is</strong>tín Svavarsdóttir (L.r.).<br />

Það var talið mikilvægt að sú þekking sem aflað hafði verið með þessu verkefni yrði gerð<br />

aðgengileg og því er ráð<strong>is</strong>t í útgáfu þessa fjölrits. <strong>Hér</strong> eru birtir valdir kaflar úr áðurnefndum<br />

drögum að greinargerð, en efnið hefur verið stytt nokkuð og mótað að þessari útgáfu.<br />

Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins hefur skilað drögum að reglugerð til landbúnaðarráðuneyt<strong>is</strong>ins er<br />

varðar mat á landi. Þar er að mestu stuðst við þá vinnu sem hér er gerð grein fyrir, en þó<br />

hefur útfærsla á ástandsflokkum mótast nokkuð eins og eðlilegt er.


4<br />

1. INNGANGUR<br />

Við vottun v<strong>is</strong>tvænnar landnýtingar á Íslandi er ekki unnt að grípa til reglugerða sem samdar<br />

hafa verið erlend<strong>is</strong> og þýða þær, eins og gildir um gæðastýringu á mörgum öðrum sviðum.<br />

Íslenskur úthagi er um margt frábrugðinn því sem þekk<strong>is</strong>t í nágrannalöndunum. Hann telst til<br />

jaðarsvæða á norðlægum slóðum, þar sem inngrip mannsins eru afar takmörkuð, öfugt við<br />

akuryrkjuland og áborið eða ræktað beitiland. Nýting úthaga er sérstök fræðigrein og við þau<br />

fræði var stuðst við samningu þessarar greinargerðar.<br />

Flest úthagasvæði heimsins teljast þurr eða eru í fjalllendi og eru af þeim sökum ekki nýtt<br />

til akuryrkju. Fæst úthagasvæði búa við jafn mikla úrkomu og íslensk beitilönd. Á móti<br />

kemur að aðstæður á Íslandi gera úthagav<strong>is</strong>tkerfin afar viðkvæm, m.a. langur vetur, sérlega<br />

rofgjarn jarðvegur, áföll af völdum gjóskugosa o.fl. Reglur sem mótaðar eru fyrir íslenskar<br />

aðstæður þurfa því að taka tillit til fleiri þátta en almennt ger<strong>is</strong>t. Vegna þessa hefur þurft að<br />

vinna ým<strong>is</strong>s konar þróunarvinnu í tengslum við mótun þessa skjals og jafnframt var tekið tillit<br />

til hraðfara þróunar á sviði fjarkönnunnar og upplýsingatækni.<br />

Við frekari þróun matskerf<strong>is</strong>ins þurfa að haldast í hendur ný tækni við úrvinnslu gervihnattamynda<br />

og landupplýsingatækni (m.a. verkefnið „Nytjaland“) og rannsóknir á ástandi og<br />

þróun úthaga. Einnig þarf að takast góð samvinna á milli fagaðila og bænda, m.a. á vettvangi<br />

samvinnuverkefna bænda og L.r., („Bændur græða landið“ og „Betra bú“), sérstaklega til að<br />

móta árangursríkar úrbótaáætlanir. Þá er mikilvægt að matskerfi fyrir land sé þannig úr garði<br />

gert að það geti þróast áfram í samræmi við aukna þekkingu á íslenskum úthaga og nútímatækni<br />

við upplýsingaöflun.<br />

Sauðfjárbændur og rík<strong>is</strong>valdið hafa gert með sér samning (2000), þar sem hluti<br />

beingreiðslna til bænda eru tengdar gæðastýringu. Slík gæðastýring er jafnframt háð því að<br />

landnýting stand<strong>is</strong>t kröfur sem lýst er í lögum er varða samninginn þ.e. „að sauðfjárrækt verði<br />

í samræmi við umhverf<strong>is</strong>vernd, landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið“. Einnig þarf að<br />

taka mið af viljayfirlýsingu sem undirrituð var í tengslum við samninginn.


5<br />

2. UM VIÐURKENNINGU Á VISTVÆNNI LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU<br />

Markmið v<strong>is</strong>tvænna framleiðsluhátta er að framleiðslan fari fram á sjálfbæran hátt og taki þar<br />

með mið af landkostum. Slíkir framleiðsluhættir eru vottaðir eða viðurkenndir þar sem nýting<br />

náttúruauðlinda getur tal<strong>is</strong>t v<strong>is</strong>tvæn. V<strong>is</strong>tvæn vottun er mikilvægur hvati til að bæta nýtingu<br />

auðlinda og getur stuðlað að verulegum landbótum. Vægi slíkrar vottunar fer vaxandi víða<br />

um heim.<br />

Í nágrannalöndum okkar hafa auknar kröfur neytenda um náttúruvernd, sjálfbæra<br />

framleiðslu og um hreinleika afurða leitt framleiðendur æ meir inn á brautir v<strong>is</strong>tvænnar<br />

framleiðslu (sjá t.d. Kallander, 2001; Fothergill og Dav<strong>is</strong>, 2001). Á Íslandi er að jafnaði lítið<br />

um þau mengunarefni sem finna má í umhverfi ým<strong>is</strong>sa erlendra landbúnaðarframleiðenda, en<br />

ástand lands er víða slæmt. Hins vegar er nauðsynlegt að skilgreina aðferðir og reglur til að<br />

meta og votta ástand og nýtingu beitilands, til þess að unnt sé að votta hvenær íslensk<br />

framleiðsla telst v<strong>is</strong>tvæn.<br />

V<strong>is</strong>tvænni viðurkenningu fylgir oft markaðslegur ávinningur, bætt ímynd og hærra afurðaverð,<br />

þannig að framleiðendur hafa af henni beinan ávinning. Þetta er mikilvægt, því þó<br />

bændur hafi áhuga á bættum landgæðum og sjálfbærri landnýtingu þá má ekki líta fram hjá<br />

efnahagslegum þáttum, sem á endanum geta vegið þungt.<br />

Lögum samkvæmt skulu allir sem nýta land til beitar gæta þess að hún rýri ekki landgæði.<br />

Leitast skal við að beita ekki á land sem illa er farið vegna jarðvegsrofs eða því hætt við rofi<br />

(sjá lög um landgræðslu frá 1965; sjá ennfremur reglugerð nr. 59 um vörslu búfjár, 2000, 6.<br />

grein). Rík<strong>is</strong>stjórn, Alþingi, Bændasamtök Íslands, búgreinasamtök og Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins<br />

hafa mótað skýra stefnu um sjálfbæra nýtingu lands. Allir þessir aðilar hafa tilgreint<br />

viðurkenningu eða vottun framleiðsluhátta sem vænlega leið til að ná þessum markmiðum. Í<br />

samningum á milli rík<strong>is</strong>valds og sauðfjárbænda (árið 2000; breytingar við lög nr. 99 frá 1993)<br />

er gert ráð fyrir að hluti beingreiðslna fyrir framleiðslu sauðfjárafurða teng<strong>is</strong>t vottun um<br />

v<strong>is</strong>tvæna framleiðslu.<br />

Við viðurkenningu á v<strong>is</strong>tvænum framleiðsluháttum búvara þarf að vera mögulegt að meta<br />

með hlutlægum hætti ástand gróðurs og jarðvegs. Það kerfi sem notað er til viðurkenningar<br />

þarf jafnframt að vera einfalt og auðskilið. Aðferðirnar þurfa því að byggjast á auðskýrðum<br />

og auðmælanlegum þáttum. Tryggja þarf að aðferðir við mat á landi með hliðsjón af<br />

viðurkenningu landnýtingar njóti trausts bænda, neytenda, framleiðenda og annarra er gæta<br />

hags landsins.


6<br />

V<strong>is</strong>tvænn landbúnaður er nokkurs konar mill<strong>is</strong>tig milli hefðbundins landbúnaðar og<br />

lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneyt<strong>is</strong> nr. 219, 1995).<br />

Munurinn á milli lífræns og v<strong>is</strong>tvæns búskapar liggur einkum í m<strong>is</strong>munandi kröfum sem<br />

gerðar eru til sjálfbærni og hreinleika afurða, þar sem meiri kröfur eru gerðar til lífrænnar<br />

framleiðslu.<br />

Viðurkenning v<strong>is</strong>tvænna afurða og búskaparhátta er vel þekkt erlend<strong>is</strong> og víða eru til<br />

sérstakar reglur þar að lútandi. V<strong>is</strong>tvænn landbúnaður gengur undir ýmsum heitum, nefna má<br />

„alternative“, „integrated“, „ecological“, „half way houses“, „low input sustainable<br />

agriculture“ og „integrated pest management“. <strong>Hér</strong> á landi er einnig í gildi reglugerð um<br />

„v<strong>is</strong>tvæna landbúnaðarframleiðslu“. Ólafur Dýrmundsson hefur gert glögga grein fyrir<br />

viðhorfum og reglum er lúta að v<strong>is</strong>tvænum og lífrænum framleiðsluháttum, sjá t.d. netsíðu<br />

Bændasamtaka Íslands (www.bondi.<strong>is</strong>), en einnig má benda á greinar í Ráðunautafundi 2001,<br />

m.a. eftir Guðna Þorvaldsson (2001), Kallander (2001) og Ríkarð Brynjólfsson (2001).


7<br />

3. BEITARFRÆÐI OG LANDNÝTING<br />

3.1. Hugtök og skilgreiningar<br />

3.1.1. Sjálfbær nýting og beit á auðnum<br />

Hugmyndir um v<strong>is</strong>tvæna vottun eru afleiðing þróunar í umhverf<strong>is</strong>málum heimsins, sem m.a.<br />

byggir á Ríó yfirlýsingunni (Agenda 21) og þeim sáttmálum þjóða um umhverf<strong>is</strong>mál sem<br />

fylgt hafa í kjölfarið. Meginþema Agenda 21 er sjálfbær þróun. Í „viljayfirlýsingu“, sem<br />

undirrituð var í tengslum við samning sauðfjárbænda við rík<strong>is</strong>valdið (sjá Viðauka), er vikið að<br />

hugtakinu sjálfbærri nýtingu (og sjálfbærri beitarnýtingu). Þessi skírskotun hefur orðið tilefni<br />

umræðna við mótun á reglum til að votta sjálfbæra landnýtingu og þá m.a. hvort unnt sé að<br />

skilgreina nýtingu á auðnum sem sjálfbæra nýtingu. Því er rétt að fara nokkrum orðum um<br />

þessi hugtök.<br />

Sjálfbær þróun er fremur víðfemt hugtak, eða öllu heldur hugmyndafræði, sem erfitt er að<br />

skilgreina í fáum orðum. Segja má að hún feli í sér þróun samfélags þar sem hagsæld<br />

borgaranna er tryggð til framtíðar, m.a. jafnrétti kynja, jafn réttur til náms og starfa, réttur<br />

almennings til að hafa áhrif á ákvarðanatöku sem mótar umhverfi þess og að núverandi<br />

notkun auðlinda skaði ekki möguleika þeirra sem nýta þær í framtíð. Í þessari hugmyndafræði<br />

er m.a. lögð mikil áhersla á rétt fátækra ríkja til þróunar (Lebel og Kane, 1991).<br />

Í yfirliti Árna Bragasonar (2001, bls. 9-10) um þróun og strauma í náttúruvernd er getið um<br />

fjórar meginreglur (aðeins stytt):<br />

• Réttur til upplýsinga og þátttöku í ákvörðunum en reglu þessa hafa flestar þjóðir útfært í<br />

löggjöf sinni með lögum um mati á umhverf<strong>is</strong>áhrifum.<br />

• Varúðarreglan undirstrikar þau sannindi að þekkingu okkur eru takmörk sett (og að<br />

náttúran nýtur vafans).<br />

• Mengunarbótareglan – þeir sem menga eða spilla umhverfi greiði kostnað við að bæta<br />

skaðann. ....<br />

• Nytjagreiðslureglan – þeir sem nýta náttúrulegar auðlindir sér til ávinnings eða ánægju<br />

greiði kostnað sem fellur til við verndun, viðhald og eftirlit.<br />

Samkvæmt skilningi FAO (1993) felur sjálfbær þróun í sér verndun lands, vatns,<br />

erfðafræðilegra auðlinda plantna og dýra, hún veldur ekki hnignun, en að auk þess þarf að<br />

hafa tæknileg, hagræn og félagsfræðileg sjónarmið í huga.<br />

Í stefnumótun stjórnvalda sem skýrð er í skjalinu „Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi -<br />

framkvæmdaáætlun til aldamóta“ (Umhverf<strong>is</strong>ráðuneytið, 1996), sem samþykkt var af<br />

rík<strong>is</strong>stjórn, segir m.a. um markmið um sjálfbæra þróun og landbúnað: „Sjálfbær þróun<br />

íslensks landbúnaðar á að fela í sér að hann geti eflst og arður af honum auk<strong>is</strong>t án þess að af


8<br />

hljót<strong>is</strong>t skaðleg mengun eða gengið sé á gróður, jarðveg eða aðrar náttúruauðlindir.<br />

Landnotkun þarf að vera háð skipulagi og taki tillit til líffræðilegrar fjölbreytni. Gróður- og<br />

jarðvegsvernd þarf að vera eitt helsta forgangsverkefni þjóðarinnar. Landeyðingu þarf að<br />

stöðva og endurheimta eftir megni það sem tapast hefur af skógi, gróðri og jarðvegi.<br />

Landnotendur beri ábyrgð á ástandi lands sem nýtt er til beitar. Beitarnýting skal vera hófleg<br />

og skipuleg og ekki fara fram á svæðum þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegsrof á sér<br />

stað eða hætta er á jarðvegsrofi.“ Þessi síðasta setning, sem er skáletruð hér til áherslu, er<br />

einkar mikilvæg stefnumörkun varðandi beitarnýtingu.<br />

Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar hefur verið færð inn á mörg svið samfélagsins og<br />

vísinda. Þessi hugmyndafræði er notuð við nýja hugsun við mótun umhverf<strong>is</strong>stefnu og þróun<br />

sveitarfélaga (Staðardagskrá 21 á Íslandi). Hún er mikilvægur grunnur að alþjóðlegum<br />

samningum, m.a. um líffræðilegan fjölbreytileika og varnir gegn myndun eyðimarka. Einnig<br />

gefur hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar oft á tíðum ný viðmið í vísindum (Schleicher-<br />

Tappeser og Strati, 1999).<br />

Í sjálfu sér er ekki til ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining á sjálfbærri landnýtingu,<br />

enda þótt flestar hnígi í sömu átt. Þegar kemur að v<strong>is</strong>tkerfum þarf að líta til virkni þeirra, m.a.<br />

hringrás næringarefna, líffjölbreytileika, þjónustu kerf<strong>is</strong>ins og hæfileika þess til að nýta<br />

sólarorkuna sem sjálfbæra orkulind (Nebel og Wright, 2000). Nýting ætti að miðast við þessi<br />

atriði, þannig að þau skerð<strong>is</strong>t ekki og jafnvel að virkni kerf<strong>is</strong>ins geti auk<strong>is</strong>t. Þar sem þessir<br />

þættir eru verulega skertir eða óvirkir getur nýtingin ekki tal<strong>is</strong>t sjálfbær, því hún viðheldur<br />

skertri virkni v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins. Þetta viðhorf mætti einnig nefna v<strong>is</strong>tfræðilega sjálfbærni (V<strong>is</strong>tfræðifélag<br />

Bandaríkjanna, nefnd um landnýtingu; sbr. Dale o.fl., 2000; bls. 642). Hugtakið<br />

v<strong>is</strong>tfræðileg sjálfbærni er skilgreint sem „tilhneiging kerf<strong>is</strong> eða ferl<strong>is</strong> til að viðhaldast eða<br />

njóta verndunar í tímans rás án taps eða hnignunar“ (Dale o.fl., 2000; bls. 642). Bandaríska<br />

V<strong>is</strong>tfræðifélagið tiltekur dæmi til skýringar: „landnýting getur verið staðbundið sjálfbær í<br />

langan tíma með utanaðkomandi aðstoð („subsidies“) frá öðru landsvæði, en slík notkun leiðir<br />

til taps frá kerfinu sem leggur til aðstoðina og er því ekki sjálfbær.“ Það er grundvallaratriði<br />

að sjálfbær nýting felur ekki í sér notkun sem er náttúrunni í óhag, m.a. þegar vafi leikur á<br />

áhrifum nýtingar (sbr. varúðarregluna).<br />

Ef litið er til auðna í þessu samhengi, þá er ljóst að v<strong>is</strong>tkerfinu getur ekki hrakað mikið úr<br />

því sem komið er, en það kann að vera í einhvers konar jafnvægi. En nýtingin kemur í veg<br />

fyrir framför kerf<strong>is</strong>ins, þ.e. hún viðheldur skertri virkni v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins og getur því ekki tal<strong>is</strong>t<br />

sjálfbær nýting. Vert er einnig að hafa í huga að það er skylda mannsins í samræmi við<br />

hugmyndafræði um sjálfbæra nýtingu og þróun að endurheimta virkni v<strong>is</strong>tkerfa (v<strong>is</strong>theimt,


9<br />

ecological restoration), sbr. Apfelbaum og Chapman (1997) og 8. grein sáttmálans um<br />

verndun líffræðilegs fjölbreytileika.<br />

Það er mikilvægt að hafa í huga sáttmála Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn myndun<br />

eyðimarka, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Eitt meginverkefni sáttmálans<br />

er að endurheimta virkni v<strong>is</strong>tkerfanna sem hafa skerst eða eyðilagst.<br />

Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar felur einnig í sér skírskotun til samfélagslegrar<br />

þróunar og félagslegra réttinda. Sá þáttur gæti orðið tilefni hugleiðinga um hvort röskun sem<br />

fylgir því að hætta beitarnotum á afréttum, sem að mestu leyti einkennast af auðnum, gangi<br />

gegn hugmyndafræði um sjálfbæra þróun. Þá er einkar mikilvægt að hafa einnig í huga að<br />

með vottun v<strong>is</strong>tvænna framleiðsluhátta sauðfjárafurða er verið að veita viðurkenningu fyrir<br />

beitarhætti sem standast ákveðnar kröfur, þ.e. beit á landi sem telst vel til fallið til<br />

sauðfjárbeitar. Það að standast ekki kröfur vottunarinnar sviptir framleiðendur ekki réttinum<br />

til óbreyttrar landnýtingar samkvæmt samningi rík<strong>is</strong>valds og bænda, enda þótt önnur lög<br />

kunni að gera það, t.d. lög um landgræðslu.<br />

V<strong>is</strong>tkerfi með litla framleiðslu, þrátt fyrir að umhverf<strong>is</strong>skilyrði gefi annað til kynna, er í<br />

slæmu ástandi. Það er grundvallaratriði að nýting slíkra kerfa telst ekki sjálfbær nýting, því<br />

hún hindrar að þau nái sér á strik á ný. Því er útilokað að votta sérstaklega sjálfbæra nýtingu á<br />

svo skertum og rýrum v<strong>is</strong>tkerfum sem auðnir eru. Hins ber einnig að gæta að í lögum um<br />

landgræðslu frá 1965 stendur: „Land skal nytja svo að eigi valdi rýrnun eða eyðingu<br />

landkosta“. Einnig segir í lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (1993)<br />

„að sauðfjárrækt verði í samræmi við umhverf<strong>is</strong>vernd, landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið“.<br />

Rala og L.r. hafa ávallt skilgreint nýtingu auðna og rofsvæða til beitar sem<br />

óæskilega landnýtingu. Þessi sjónarmið og lagatexti hafa fyrir sitt leyti leiðbeinandi gildi<br />

varðandi sjálfbæra nýtingu á Íslandi.<br />

3.1.2. Gróður í jafnvægi eða framför<br />

Gróður er háður umhverfi sínu og síbreytilegt umhverfi, t.a.m. vegna veðurfars eða beitar,<br />

veldur sífelldum breytingum í gróðursamfélögunum. Stöðugleiki („stability“) gróðursamfélags<br />

er sá eiginleiki kerf<strong>is</strong>ins að leita í jafnvæg<strong>is</strong>átt eftir tímabundna röskun (Holling, 1973).<br />

Þáttur í stöðugleikanum er svonefnt viðnám („res<strong>is</strong>tance“) sem segir til um hversu mikið álag<br />

kerfi þolir án þess að bygging og starfsemi þess breyt<strong>is</strong>t (SER, 2002). Annar þáttur er þanþol<br />

(„resilience“), sem segir til um hvort kerfið nái fyrra ástandi eftir rask (SER, 2002) eða hvort<br />

það fer yfir tiltekinn þröskuld og nái þá nýjum stöðugleika á lægra ástandsstigi (Noy-Meir og<br />

Walker, 1986). Vegna þessa er ljóst að gróðurfar er ekki stöðugt ástand heldur tekur það


10<br />

stöðugum breytingum þó sveiflurnar séu þó oft litlar. Þegar breytingar á gróðri verða umfram<br />

þessar sveiflur í þá átt að t.d. lífmassi eykst, vísitegundum fjölgar (sjá umfjöllun síðar) og<br />

þekja þeirra eykst er gróður í framför. Til að ákvarða hvort gróður sé í jafnvægi eða framför<br />

er nauðsynlegt að fylgjast með gróðurbreytingum í nokkurn tíma. Því lengur sem fylgst er<br />

með gróðri er betur hægt að segja til um hver þróunin er við ríkjandi aðstæður.<br />

Um gróður á auðnum er fjallað sérstaklega í kafla um sjálfbæra þróun og í sérstökum<br />

kafla um beit á auðnum og illa grónu landi.<br />

3.1.3. Jarðvegur<br />

Skilgreiningar á jarðvegi eru margar en oftast er vitnað til þeirrar sem notuð er af bandaríska<br />

landbúnaðarráðuneytinu (USDA): „the collection of natural bodies on the earth surface, in<br />

places modified or even made by man, of earthy materials, containing living matter and<br />

supporting or capable of supporting plants out-of-doors“ (sjá Arnold, 1983). Þessi<br />

skilgreining er óþarflega flókin fyrir flestar náttúrulegar aðstæður. Sú skilgreining sem hér er<br />

notuð er skilgreiningum bandarísku jarðvegsfræðifélagsins (SSSA, 1996, Glossary of Soil<br />

Science Terms): Laus yfirborðslög eða lífræn efni þar sem jarðvegsmyndun á sér stað og<br />

gróður fær þrif<strong>is</strong>t.<br />

Þessi skilgreining felur í sér að nær allt yfirborð landsins, utan jökla og vatna, er þakið<br />

jarðvegi. Jarðvegur getur verið örþunnur (fáir mm) og allt upp í marga metra á þykkt og það<br />

er ekkert skilyrði að gróður hylji yfirborðið. Samkvæmt skilningi jarðvegsfræðinnar er<br />

jarðvegur í yfirborði auðna á Íslandi, en sá jarðvegur er mun snauðari en hinn brúni jarðvegur<br />

votlend<strong>is</strong> og mólend<strong>is</strong>.<br />

Líta má á jarðvegsyfirborðið sem eina heljarstóra efnaverksmiðju, þar sem bergefni<br />

veðrast, ný myndast, sum efnin tapast með útskolun, en önnur efni bætast við, svo sem lífræn<br />

efni. Efnaveðrun er einmitt mjög hröð í íslenskum jarðvegi (Sigurður R. Gíslason o.fl., 1996),<br />

einnig á auðnum. Nær allur íslenskur jarðvegur telst vera Eldfjallajörð (Andosol, flokkunarkerfi<br />

FAO, 1998), nema blautustu mýrar utan áfokssvæða (sjá t.d. Ólaf Arnalds, 2003;<br />

www.rala.<strong>is</strong>/ymir).<br />

Eiginleikar jarðvegs eru afar m<strong>is</strong>munandi og jarðvegur hefur m<strong>is</strong>mikla mótstöðu gegn<br />

hnignun og eyðingu. Eldfjallajörð skortir oftast samloðun og er mjög hætt við bæði vindrofi<br />

og skriðuföllum. Því er íslenskum jarðvegi sérstaklega hætt við jarðvegsrofi (Ólafur Arnalds,<br />

1990; Ólafur Arnalds o.fl., 1997).


11<br />

3.1.4. Jarðvegsrof<br />

Við skilgreiningu á jarðvegsrofi er höfð í huga neikvæð áhrif rofsins, þ.e. það jarðvegsrof sem<br />

hamlar því að v<strong>is</strong>tkerfi geti þróast og dafnað með eðlilegum hætti. Fyrri hluti skilgreiningarinnar<br />

er hin almenna skilgreining, en seinni hlutinn þrengir hugtakið fyrir þá notkun sem hér<br />

er miðað við: Losun og flutningur jarðvegsefna eða yfirborðsefna sem hamlar eða gæti<br />

hamlað vexti gróðurs eða getur komið í veg fyrir að gróður nemi land í yfirborði jarðvegs.<br />

3.1.5. Lítið gróið land (auðnir)<br />

Hugtökin auðnir og lítið gróið land eru bæði notuð um yfirborð með takmarkaða gróðurhulu,<br />

oft 2-10%, og snauðan jarðveg sem styður ekki blómleg v<strong>is</strong>tkerfi á yfirborðinu, nema að hann<br />

þró<strong>is</strong>t, auk<strong>is</strong>t af lífrænum efnum og eiginleikum sem stuða að frjósemi jarðvegs. Það er<br />

einkum skortur á nitri sem takmarkar starfsemi lífvera í þessum v<strong>is</strong>tkerfum, en einnig fosfór<br />

og stundum vatnsskortur (lítil „vatnsrýmd“).<br />

Það kann að þykja ankannalegt að nota orðið „auðnir“ um ógróna melakolla í byggð, því<br />

hugtakið vísar oftar til samfelldra illa gróinna eyðifláka á hálendi. Auðnir eru eigi að síður<br />

afar þjált orð og það var notað um allt illa gróið land við kortlagningu á rofi, þar sem hugtakið<br />

fékk fræðilega merkingu.<br />

3.1.6. Ástand lands<br />

Ástand lands tekur fyrst og fremst mið af stöðu v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins miðað við tiltekna skilgreinda<br />

þætti þess. Þessi viðmið geta t.d. verið framleiðni kerf<strong>is</strong>ins, uppskera eða önnur virkni<br />

kerf<strong>is</strong>ins miðað við það sem landið gæti gefið af sér eða virkni þess ef ekki hefði komið til<br />

röskunar eða nýtingar. Meðal mikilvægra þátta er teljast til virkni kerf<strong>is</strong>ins eru hringrás<br />

næringarefna, upptaka og miðlun vatns, líffræðilegur fjölbreytileiki o.fl. (sjá Daily o.fl., 1997;<br />

Hlynur Óskarsson og Ása L. Aradóttir, 2001). Hófleg beit lands getur stuðlað að aukinni<br />

framleiðni (með tilliti til beitar, en aðrir þættir geta skerst). Of mikil beit dregur úr framleiðni<br />

landsins, m.a. uppskeru, rótarvexti og fræframleiðslu, og getur þannig valdið hnignun<br />

landsins. Hnignun ger<strong>is</strong>t yfirleitt í þrepum þegar álag á landið fer yfir ákveðinn þröskuld (sjá<br />

líkön fyrir landhnignun, Noy-Meir og Walker, 1986; Archer, 1989; Westoby o.fl., 1989).<br />

Ástand beitilands er m.a. metið út frá jarðvegsrofi eða jarðvegsyfirborði (NRCS-USDA,<br />

1997; Tongway, 1994; Tongway og Hindley, 1995, 2000), en einnig hefur verið þróuð í<br />

Ástralíu aðferðafræði þar sem mynstur (patches) í landslagi í m<strong>is</strong>munandi kvörðum er notað<br />

við matið (Tongway og Ludwig, 1997; Tongway og Hindley, 2000). Auk þessa hefur<br />

samsetning gróðurs og framleiðni kerf<strong>is</strong>ins verið notuð við mat á ástandi lands.


12<br />

3.2. Úthagi og beitarvísindi<br />

Beitiland þekur stærstan hluta lands á jörðinni, en mesti hluti fæðu jarðarbúa er framleiddur á<br />

akuryrkjulandi. Beitilönd er einkum að finna þar sem ýmsir umhverf<strong>is</strong>þættir leyfa ekki<br />

akuryrkju. Oftast er takmörkuð úrkoma sá þáttur sem vegur þyngst, en einnig halli, jarðvegsgerð,<br />

kuldi eða annað sem kemur í veg fyrir að unnt sé að brjóta land til ræktunar eða rækta<br />

nytjajurtir til þroska. Beitiland er því yfirleitt á viðkvæmum jaðarsvæðum og nýting landsins<br />

þarf að taka tillit til þess (sjá bækur um úthagafræði, s.s. Stoddard o.fl., 1975; Heitschmidt og<br />

Stuth, 1991; Hodgson og Illius, 1996).<br />

Nýting úthaga telst sérstök fræðigrein, sem heitir „Range Science“ eða „Range<br />

Management“ á ensku, en „Range Ecology“ fjallar um v<strong>is</strong>tfræði úthagans. Til er mill<strong>is</strong>tig<br />

akuryrkjulands og opins beitilands, þar sem land er unnið á einhvern hátt, eða uppskera aukin<br />

með áburðargjöf, en slíkt land er oftast kallað „pastureland“ eða „improved pastures“ á ensku.<br />

Það er gjarnan að finna á jaðri akuryrkjulandsins. Íslensk beitilönd teljast að mestu leyti<br />

opinn úthagi, þar sem inngrip mannsins er mjög takmarkað („rangelands“).<br />

Beitarvísindi hafa þróast hratt á undanförnum áratugum, ekki síst með tilliti til mats á<br />

beitilandi og beitarstjórnun. Eldri aðferðir miðuðu gjarnan við að reikna beitarþol landsins<br />

(fjöldi gripa á hektara), oft með aðstoð ým<strong>is</strong>sa líkana. Horfið hefur verið frá slíkum aðferðum<br />

fyrir opinn úthaga vegna ým<strong>is</strong>sa vandamála sem fylgir því að nota beitarþol sem<br />

útgangspunkt, enda þótt þær kunni að henta ábornu og/eða einsleitu beitilandi („pastureland“).<br />

Í grein Stafford Smith (1996, bls. 340), þar sem gerð er grein fyrir helstu ástæðum þessarar<br />

þróunar, stendur eftirfarandi: „The critical paradigm shift in relation to managing grazing<br />

pressure has been to move away from static notions of optimal stocking rates and to<br />

recognize that these inevitably vary through time.“ Við skipulag landnýtingar almennt er nú<br />

einnig lögð aukin áhersla á langtímabreytingar og að gera ráð fyrir ým<strong>is</strong>s konar viðburðum,<br />

svo sem áföllum, sem eru óhjákvæmilegur hluti náttúrulegra ferla (Dale o.fl., 2000). Þá er<br />

ekki síður mikilvægt að byggja upp auðlindir, þannig að þær séu í samræmi við náttúrlega<br />

getu hvers svæð<strong>is</strong> („potential“, t.d. Dale o.fl., 2000).<br />

Ástæður fyrir þessum breyttu áherslum eru m.a. hve breytilegur úthaginn er. Úthagasvæði<br />

eru stór, opin svæði þar sem fjöldi beitargripa er oft lítill, en þar sem búfénaður sækir gjarnan<br />

í ákveðinn gróður á afmörkuðum svæðum. Beitarálag getur því verið mikið á tiltekin álagssvæði<br />

meðan önnur svæði eru minna nýtt. Þá er framleiðsla mjög háð árferði, enda eru<br />

veðurfarssveiflur oftast megineinkenni úthagav<strong>is</strong>tkerfa á jaðarsvæðum, t.d. þurrkar og kuldi.<br />

Einnig má nefna að erfitt getur reynst að ákvarða nýtingarstuðul á jarðarsvæðum, þ.e. þann


13<br />

hluta uppskeru sem óhætt er talið að fjarlægja, enda dreifing búfjár ójöfn og<br />

umhverf<strong>is</strong>aðstæður breytilegar á milli ára og innan hvers árs. Á Íslandi er gjóskufall enn einn<br />

þátturinn sem getur haft afgerandi áhrif á úthaga á stuttum tíma. Nýting beitilands þarf einnig<br />

að miða við v<strong>is</strong>tfræðilega gerð beitilandsins og ástand þess, m.a. með það að markmiði að<br />

bæta tegundasamsetningu og framleiðni landsins sem og ástand þess þar sem það telst slæmt.<br />

Vert er að hafa í huga að beitarþolslíkön miða yfirleitt við að beitilandið þró<strong>is</strong>t og bregð<strong>is</strong>t við<br />

á „línulegan hátt“, en reyndin er mun frekar sú að breytingar gerast í þrepum eða stökkum<br />

(t.d. Noy-Meir og Walker, 1986; Westoby o.fl., 1989). Því er unnt að ofnýta land um hríð án<br />

mikilla breytinga uns kemur að þeim tímapunkti að örar breytingar eiga sér stað, t.d. þegar<br />

kerfinu er raskað umfram þanþol þess (sjá t.d. Noy-Meir og Walker, 1986; Archer og Stokes,<br />

2000). Þá getur orðið hraðfara hnignun gróðurfars eða jarðvegsrof. Lítillega hefur verið<br />

fjallað um þrep af þessu tagi með hliðsjón af íslenskum beitilöndum (Ása L. Aradóttir o.fl.,<br />

1992; Archer og Stokes, 2000). Rannveig Ólafsdóttir (2001) gerði líkan sem sýndi að<br />

gróðurmörk landsins hafa sveiflast verulega eftir árferði, sem sýnir vel stöðu landsins sem<br />

jaðarsvæði.<br />

Á það hefur verið bent að gildi lands til annarrar notkunar en búfjárbeitar eigi að hafa<br />

áhrif á ákvarðanir er varða úthagabeit (Archer, 1996). Þar getur komið til villidýralíf og<br />

veiðar, svo og hæfileiki v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins til að miðla vatni og næringarefnum, m.a. til annarra<br />

svæða („ecosystem service“, „ecosystem function“). Önnur gildi koma einnig til álita, m.a.<br />

þau sem munu líklega aukast að verðleikum í framtíðinni, svo sem ferðamennska, útiv<strong>is</strong>t o.fl.<br />

(sjá einnig Andrés Arnalds, 2001; Ása L. Aradóttir, 2001; Hlynur Óskarsson og Ása L.<br />

Aradóttir, 2001).<br />

Grundvallaratriði við ákvörðun beitar á úthaga er þanþol kerf<strong>is</strong>ins („resilience“) á hverjum<br />

tíma. Eftir því sem kerfið er viðkvæmara fyrir áföllum verður beitarálagið að vera minna.<br />

Þanþol beitarsvæða breyt<strong>is</strong>t ört eftir umhverf<strong>is</strong>aðstæðum og nýtingu, oftast án þess að<br />

breytingarnar séu merkjanlegar. Þannig getur gróðurlendi myndast við hagstæð skilyrði í<br />

upphafi. Ef umhverf<strong>is</strong>þættir á borð við loftslag breyt<strong>is</strong>t síðan til hins verra þá getur gróðurinn<br />

hald<strong>is</strong>t á meðan ekki dynja önnur áföll yfir. Beit er dæmi um álag sem getur nægt til að slík<br />

gróðurlendi rask<strong>is</strong>t verulega og jafnvel til frambúðar ef þanþoli kerf<strong>is</strong>ins er náð. Nýting getur<br />

þannig skaðað þennan mikilvæga hæfileika v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins, þannig að því hraki þegar náttúruleg<br />

áföll dynja yfir, áföll sem landið hafði þolað fram til þessa. Íslensk hálend<strong>is</strong>v<strong>is</strong>tkerfi eru góð<br />

dæmi um slíka þróun og þau eru nú víða mjög viðkvæm fyrir beit. Mjög sendin svæði eru<br />

dæmi um kerfi með mjög lítið þanþol.


14<br />

Á viðkvæmu landi er oft talið skynsamlegast að haga nýtingu þannig að hún tryggi<br />

hámarks afrakstur eftir hvern grip, fremur en hámarks afrakstur af hverri flatarmálseiningu<br />

eða mill<strong>is</strong>tig þarna á milli. Slík nýtingarstefna grundvallast á því að ekki sé gengið að landinu<br />

í slæmum árum (sjá Stafford Smith, 1996). Því þarf nýting landsins að miðast við hið versta<br />

þekkta árferði og áföll, en ekki góðu árin sem gefa hámarks uppskeru gróðurs.<br />

Aðferðir við að meta ástand beitilands eru nú í örri þróun (sjá t.d. Joyce, 1993; NRC,<br />

1994; Smith 1995a, 1995b).<br />

3.3. Samspil gróðurs og beitar<br />

Beitiland er mjög m<strong>is</strong>jafnt þegar litið er til beitarhæfni, þols gagnvart traðki og öðrum<br />

áhrifum beitar. Þekking á samspili gróðurs og beitar er helst til takmörkuð miðað við<br />

íslenskar aðstæður, en víðtæk alþjóðleg fagþekking gefur ákveðinn grunn til að miða við.<br />

Eftirfarandi kafli er m.a. byggður á almennum ritum um þetta efni, svo sem Stoddard o.fl.<br />

(1975); Heitschmidt og Stuth (1991); Hodgson og Illius (1996).<br />

Plöntur hafa afar m<strong>is</strong>jafna vaxtareiginleika. Grös þola beit yfirleitt nokkuð vel, þar sem<br />

vaxtarsproti þeirra er vel varinn og því síður bitinn en vaxtarsprotar flestra annarra háplantna.<br />

Vaxtarbroddur blómplantna er yfirleitt ekki varinn og þær eru því viðkvæmar fyrir beit.<br />

Blómplöntur geta verið uppskeruríkar og haft mikið næringargildi og þess vegna eru margar<br />

þeirra eftirsóttar beitarplöntur. Blómplöntur verjast beit með marvíslegum hætti, m.a. með<br />

myndun þyrna, ómeltanlegra plöntuhluta, bragðefna og jafnvel eiturefna (sjá t.d. Malachek<br />

o.fl., 1986). Margar plöntutegundir hafa komið sér upp vörnum gegn beit, til dæm<strong>is</strong> með því<br />

að mynda oddhvassa plöntuhluta, vond bragðefni og jafnvel eiturefni. Slíkar aðlaganir draga<br />

úr næringargildi og „lostætni“ viðkomandi tegunda. Þar sem slíkar tegundir koma fyrir í<br />

gróðurþekjunni eru aðrar tegundir bitnar í hlutfallslega meira mæli. Ungplöntur eru yfirleitt<br />

lostætari en þroskaðri einstaklingar sömu tegundar, m.a. vegna hærra próteininnihalds.<br />

Ungplöntur eru því oft valdar umfram aðrar og því getur beit haft veruleg neikvæð áhrif á<br />

endurnýjun gróðurs. Síðast, en ekki síst, á sér stað samverkun á milli beitardýrsins og<br />

beitargróðursins. Beitardýrið fjarlægir uppskeru, en skilar hluta hennar aftur, sem berst þá að<br />

nýju í næringarhringrás v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins. Þetta veldur síðan tilfærslu næringarefna innan kerf<strong>is</strong>ins<br />

og jafnvel staðbundinni uppsöfnun þeirra. Til þess að þessi efni tap<strong>is</strong>t ekki með útskolun eða<br />

yfirborðsrennsli verður gróður og jarðvegsörverur að vera til staðar til endurvinnslu<br />

næringarefna innan kerf<strong>is</strong>ins (Williams og Haynes, 1990). <strong>Hér</strong> er því alls ekki um einfalt ferli<br />

að ræða. Gunnar Ólafsson og Ingvi Þorsteinsson unnu grundvallarrannsóknir á plöntuvali<br />

búfjár, m.a. á lostætni (Gunnar Ólafsson, 1980; sjá einnig sérhefti Íslenskra landbúnaðar-


15<br />

rannsókna, r<strong>is</strong>tj. Ingvi Þorsteinsson, 1980). Anna Guðrún Þórhallsdóttir (1992) hefur birt<br />

drög að kennsluriti um beitarfræði á íslensku, en mikill fjöldi rita um beitarfræði hefur birst<br />

erlend<strong>is</strong>, (t.d. Stoddard o.fl., 1975; Heitschmidt og Stuth, 1991; NRC, 1994; Hodgson og<br />

Illius, 1996). Þá hefur Sigþrúður Jónsdóttir (1989) rannsakað samspil gróðurgerða og<br />

beitarvals hjá sauðfé á Íslandi. Út frá niðurstöðum af því tagi má flokka nokkur gróðurlendi<br />

eftir því hversu eftirsótt þau eru til beitar. Þannig eru rýrir lyngmóar og mosaþembur lítt<br />

eftirsótt af sauðfé til beitar, en graslendi og mýrar hins vegar mjög eftirsótt. Gróður á auðnum<br />

er oft eftirsóttur af sauðfé, ekki síst hlutfallslega próteinríkur nýgræðingur. Þessi flokkun<br />

kemur að mestu heim og saman við flokkun Ingva Þorsteinssonar og Gunnars Ólafssonar (sjá<br />

sérrit Íslenskra landbúnaðarrannsókna; Ingvi Þorsteinsson, 1980).<br />

Segja má að tegundasamsetning íslenskra gróðurlenda sé meira og minna mótuð af beit og<br />

á það sérstaklega við um þurrlend<strong>is</strong>gróður. Mosi, lyngtegundir, þursaskegg o.fl. tegundir eru<br />

ekki eða lítt eftirsóttar af sauðfé, en þessar tegundir einkenna mörg gróðurlendi á meðan aðrar<br />

eftirsóttari tegundir eru taldar hafa horfið úr vegna beitarinnar. Blómjurtir þola yfirleitt illa<br />

beit og hafa því oft takmarkaða útbreiðslu í sauðfjárbeitilandi, og það sama gildir um<br />

víðitegundir sem virðast mjög eftirsóttar af sauðfé. Aukinn blómgróður og víðir í<br />

sauðfjárhaga geta því gefið vísbendingu um betra ástand hagans. Þar sem landið einkenn<strong>is</strong>t<br />

nær eingöngu af plöntum sem eru lítið eftirsóttar af sauðfé má gera ráð fyrir að langvarandi<br />

beit hafi leitt til hnignunar landsins og óæskilegrar tegundasamsetningar. En einnig eru til<br />

svæði þar sem slíkar tegundir eru eðlilegur hluti þróunar v<strong>is</strong>tkerfa (t.d. mosaþembur í<br />

hraunum) eða virðast vera einkenn<strong>is</strong>tegundir miðað við ákveðnar umhverf<strong>is</strong>aðstæður (t.d.<br />

mjög rýr hálend<strong>is</strong>kerfi).<br />

Mjög þýfið land er viðkvæmara fyrir raski og beit en það land sem er fremur slétt. Þetta<br />

stafar m.a. af því að þýfið eykur jarðvegsyfirborð og frostvirkni, ásamt því að traðk getur<br />

orðið staðbundnara. Við það bæt<strong>is</strong>t að gróðurhulan hefur mikil áhrif á myndun og gerð þýf<strong>is</strong><br />

og því beitin einnig. Eftir því sem gróðurhulan er meiri verður vindhraði við<br />

jarðvegsyfirborðið minni, sem dregur úr kælingu. Snjósöfnun verður einnig meiri ef gróður<br />

er þéttur, sem stuðlar að einangrun. Því verða þúfur minni og ekki eins brattar í gróskumiklu<br />

landi en þar sem gróðurhulan er rýr. Þýfi getur því gefið til kynna ástand og beitarsögu<br />

hagans, enda er þessi þáttur notaður við mat á hrossahögum (Borgþór Magnússon o.fl., 1997).<br />

Gróðurlendi þar sem plöntur mynda þéttan svörð þola oft traðk mun betur en önnur.<br />

Nefna má framræstar mýrar og þéttvaxinn, lítt þýfðan graslend<strong>is</strong>móa sem dæmi um slíkt.<br />

Mosaþembur og mosavaxnar lyngheiðar eru dæmi um hið gagnstæða.


16<br />

Þar sem áföll á borð við gjóskugos og flóð dynja yfir skiptir mestu að á svæðinu sé<br />

gróskumikill gróður, sem bindur laus jarðvegsefni og hefur þrótt til að vaxa upp og dafna<br />

skjótt á ný.<br />

3.4. Um gróður og beit á lítið grónu landi; auðnum<br />

Í þessum kafla er hugtakið auðn notað til hægðarauka um allt lítið gróið land. Það er<br />

meginniðurstaða þessa kafla að auðnir á afréttum eru ekki beitiland hvort sem þær eru í<br />

framför eða ekki.<br />

Beit á lítið grónu landi telst ekki sjálfbær landnýting og því þarf að setja viðmið er varðar<br />

hámarks hlutdeild og nýtingu slíks lands við mótun reglna um sjálfbæra landnýtingu. Þetta<br />

sjónarmið er sett fram í viljayfirlýsingu í tengslum við „sauðfjársamninginn“(sjá viðauka).<br />

Beit á auðnum er skaðleg af margvíslegum ástæðum og eru nokkrar þeirra taldar hér.<br />

• Sauðfé dreif<strong>is</strong>t mjög um auðnir og hefur mikla yfirferð. Sauðfé velur próteinríkan<br />

nýgræðing til beitar og getur þannig hægt á eða hindrað sjálfgræðslu landsins. Vegna<br />

takmarkaðrar framleiðslugetu og lítillar uppskeru á auðnasvæðum þá veldur fátt fé<br />

miklu beitarálagi og því ofbeit.<br />

• Beit á auðnum dregur úr og getur jafnvel komið í veg fyrir fræmyndun plantna, sem<br />

plönturnar leggja þó mikla orku í. Nýliðun í gróðursamfélögunum og dreifing plantna<br />

getur því orðið afar hæg.<br />

• Í ófrjósömum jarðvegi auðna er lítil næring og plöntur þurfa þar hlutfallslega mikla orku<br />

til þess að draga til sín næringarefni (þ.e. þær þurfa að leggja í mikinn „kostnað“ til að<br />

ná næringunni til sín). Melaplöntur halda fast í þá næringu sem þær hafa aflað. Beit á<br />

slíkum plöntum veldur því hlutfallslega meira tjóni en þar sem styrkur næringarefna er<br />

meiri í jarðvegi.<br />

• Uppbygging næringarefna er forsenda gróðurframvindu á auðnum. Oftast er nitur (N)<br />

það næringarefni sem er mest takmarkandi. Segja má að niturmagn í jarðvegi auðna sé<br />

fyrir neðan lágmarksgildi til að viðhalda eðlilegri starfsemi v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong> (sjá almenna<br />

umfjöllun í bók Wh<strong>is</strong>enant, 1999, bls. 81-85). Nitur safnast í jarðveginn samhliða<br />

uppsöfnun lífrænna efna. Beitin fjarlægir hins vegar þau lífrænu efni sem gróður hefur<br />

myndað. Sumt af því efni fellur aftur til sem úrgangur frá beitardýrum, en annað tapast<br />

úr kerfinu. Uppbygging lífrænna efna á auðnum eykur frjósemi jarðvegs og stuðlar að<br />

aukinni hringrás næringarefna. Hringrás næringarefna á auðnum er hins vegar afar<br />

viðkvæm og allt rask getur haft langvinn og óafturkræf áhrif á hana.<br />

• Vatnsskortur er oft tilfinnanlegur í auðnum vegna lítillar vatnsheldni jarðvegsins. Þar<br />

sem gróður nemur land eykst vatnsheldnin, uppgufun minnkar, auk þess sem meiri snjór<br />

safnast saman á grónum svæðum og hripar niður í jarðveginn þegar hlýnar. Með<br />

auknum forða lífrænna efna batnar hæfileiki jarðvegsins til að miðla vatni. Um leið<br />

eykst efnaveðrun sem leiðir til myndunar leirs, sem aftur bindur meira vatn og miðlar<br />

næringarefnum.<br />

• Þar sem auðnir eru beittar nýtast góð ár (t.d. rök og hlý tímabil) síður til uppbyggingar<br />

v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins, því beitin dregur úr fræregni og minnkar ennfremur uppskeru og þar af<br />

leiðandi lífræn efni sem leggjast til jarðvegsins og bæta eiginleika hans.


17<br />

• Íslenskur gróður breið<strong>is</strong>t oft út með renglum, þannig að hver gróðurbrúskur stækkar<br />

smám saman. Slíkt landnám er líklega mun minna á beittu landi, því minni orka fæst til<br />

renglumyndunar og þær eru jafnframt fjarlægðar eða skemmdar með traðki.<br />

• Traðk raskar lífrænni jarðvegsskán (fléttur, mosar, þörungar), sem myndast gjarnan á<br />

friðuðum svæðum. Skánin dregur úr myndun ísnála, vinnur nitur úr loftinu og er<br />

mikilvæg fyrir landnám plantna. Slík skán getur einnig myndast við áburðargjöf á<br />

landgræðslusvæðum.<br />

Eftir því sem gróður eykst á auðnunum batna skilyrði fyrir aðrar lífverur, t.d. jarðvegslífverur,<br />

skordýr og fugla, sem aftur stuðla að enn frekari dreifingu næringarefna og fræs.<br />

Aðstæður á mörgum auðnum eru slíkar að þær gróa mjög hægt af sjálfu sér eða jafnvel ekki<br />

við núverandi aðstæður. Þetta á sérstaklega um sanda og svæði hátt til fjalla. En það réttlætir<br />

ekki búfjárbeit á slíkum svæðum. Öll beitarnýting svo viðkvæmra svæða hlýtur að teljast<br />

ofbeit og getur verið mjög afdrifarík.<br />

Víkjum þá aftur að vottun landnýtingar. Hvað með vottun á afrétti sem einkenn<strong>is</strong>t af<br />

auðnum, en litlu beitarálagi, þar sem eru sjáanleg ummerki um bötun, a.m.k. sums staðar á<br />

afréttinum Í ljósi þess sem hér var rakið hníga mörg rök gegn vottun slíkra svæða. Sem<br />

dæmi má nefna að beit, þó lítil sé, hægir mjög á gróðurframvindu innan svæðanna eins og<br />

áður er rakið. Það hlýtur einnig að vera meginmarkmið sjálfbærrar nýtingar, og þar með vottunar,<br />

að stuðlað sé að endurheimt landgæða, þar sem gróðurvana land hefur komið í stað<br />

gróins lands og frjórra v<strong>is</strong>tkerfa með margbreytilegri virkni („ecosystem function“). Beit á<br />

auðnum er með öðrum orðum mjög skaðleg, jafnvel þótt svæði kunni að vera í hægri framför.<br />

Þá er slíkt svæði engan veginn í stakk búið að mæta áföllum, svo sem gjóskufalli eða kuldakasti,<br />

sem nýting afrétta ætti þó að miðast við. Það er meginforsenda þeirra viðmiða sem hér<br />

eru sett fram að auðnir séu ekki beittar. Auðnir á afréttum eru ekki beitiland, hvort sem þær<br />

eru í framför eða ekki.<br />

Mikilvægt er að hafa í huga að sú vinna sem nú fer fram í tengslum við vottun landnýtingar<br />

er einung<strong>is</strong> skref í langri þróun. Líklegt er að reglur verði hertar eftir því sem framleiðsla<br />

sauðfjár lagar sig betur að gæðum landsins, en um leið ætti að ríkja meiri sátt um þessa<br />

framleiðslu. Svona aðlögun á ekki að þurfa að hafa mikil áhrif á framleiðslu sauðfjárafurða á<br />

Íslandi í heild (Ólafur Arnalds og Björn Barkarsson, 2003).<br />

3.5. Meginþættir áætlana um úrbætur<br />

Mikilvægur þáttur reglna um sjálfbæra landnýtingu er að landnotendum gefst kostur á að bæta<br />

land sitt og afrétti, þannig að það uppfylli viðmið innan tiltekinna tímamarka. Það er


18<br />

meginatriði að áætlanir um úrbætur séu varðaðar skýrum áföngum (vörðum), svo auðvelt sé<br />

að fylgjast með árangrinum.<br />

Úrbætur á afréttum felast oft í að greina afrétti í tvo hluta, annars vegar vel gróin<br />

beitarsvæði, en hins vegar rofsvæði og auðnir. Landnotendur geta í mörgum tilfellum leitað<br />

samninga við aðra aðila, t.d. sveitarfélög eða rík<strong>is</strong>valdið, um slíkar úrbætur, enda kunna slíkar<br />

framkvæmdir að hafa mun fjölþættari markmið, t.d. náttúruvernd, afmörkun þjóðlenda og<br />

friðun þjóðgarða.


19<br />

4. GRÓÐURFLOKKAR<br />

Flokkun gróðurs er meginatriði fyrir vottun landnýtingar og því verður varið nokkru rúmi til<br />

að skýra hugtök og gróðurflokka Nytjalands, sem notaðir eru til grundvallar vottunar<br />

v<strong>is</strong>tvænnar framleiðslu.<br />

Eftirfarandi umfjöllun byggir á fyrri hugmyndum um einkunnarkvarða (A-D), en þess skal<br />

getið að í tillögum L.r. til landbúnaðarráðuneyt<strong>is</strong> (nóv. 2002) er gert ráð fyrir breiðari kvarða<br />

(A-E).<br />

4.1. Hugtök<br />

Gróðurflokkur, ástand gróðurs, rofmyndir og rofeinkunnir eru lykilhugtök fyrir vottun<br />

landnýtingar. Þeim er ætlað að vega þá þætti nytjalandsins sem hvað mestu máli skipta<br />

varðandi nýtingu þess. Gróðurflokkur er hér notað sem hugtak fyrir gróðursamfélög sem hafa<br />

sérstaka eiginleika með tilliti til beitar. Séu skilgreiningar á gróðurflokkum rúmar geta mörg<br />

gróðursamfélög verið flokkuð sem einn gróðurflokkur. Ástand gróðurs með tilliti til beitar er<br />

gefið til kynna með einkunn sem hér verður kölluð gróðureinkunn. Það skal tekið fram að<br />

það er vandkvæðum bundið að finna samræmd hugtök um ástand gróðursins. Borgþór<br />

Magnússon o.fl. (1997) notuðu hugtakið „flokkur“ um ástandstig hrossahaga („ástandsflokkur“).<br />

<strong>Hér</strong> er notað hugtakið gróðurflokkur um einfalda flokka gróðurs, t.d. mosaþembu,<br />

graslendi o.s.frv., en gróðureinkunn fyrir ástandið. Þá væri æskilegt að finna samheiti fyrir<br />

niðurstöðu mats á gróðri (bæði gróðurflokk og gróðureinkunn), m.a. fyrir lokaeinkunn<br />

samfellds beitarsvæð<strong>is</strong> þar sem fleiri en einn gróðurflokkur (hver með sína gróðureinkunn)<br />

koma fyrir. Við teljum heppilegast að nota hugtakið gróðurgildi, eða lokaeinkunn lands sem<br />

gefa einmitt til kynna gildi landsins til nýtingar. Hafa skal í huga að hugtök eins og<br />

„gróðurlendi“ og „gróðurhverfi“ hafa ákveðna v<strong>is</strong>tfræðilega merkingu og því eru þessi hugtök<br />

ekki notuð hér.<br />

4.2. Um flokkunina<br />

Gróðurfar landsins er fjölbreytt og enginn möguleiki er á að gera þessum efn<strong>is</strong>flokki tæmandi<br />

skil í þessu riti. Í Gróður á Íslandi eftir Steindór Steindórsson (1964) er gróðurlendum skipað<br />

saman eftir skyldleika og vaxtarumhverfi, ekki ósvipað og ger<strong>is</strong>t með hið latneska nafnakerfi<br />

lífvera. Sú flokkun var grunnur að flokkun og kortlagningu gróðurs Íslands sem unnin var af<br />

Rala (Ingvi Þorsteinsson, 1981) og Steindóri Steindórssyni (sjá t.d. Steindór Steindórsson


20<br />

1964, 1980). Steindór og Ingvi Þorsteinsson flokkuðu gróðurinn í nokkur megin gróðurlendi<br />

á borð við mosaþembu, graslendi o.s.frv., en síðan var hverju gróðurlendi skipt upp enn frekar<br />

í gróðurhverfi og eru þau nú um 100 talsins.<br />

Sú flokkun sem hér er gerð tillaga að byggir að hluta á slíkri flokkun, en víkur þó frá<br />

henni í veigamiklum atriðum og er mun einfaldari. Það er fyrst og fremst vegna þess að hér<br />

er reynt að flokka land eftir nytjagildi (til beitar) og ástandi gróðurs, jafnframt því sem reynt<br />

er að halda flokkuninni eins einfaldri og kostur er. Gróðurinn er flokkaður í fremur<br />

auðgreinanlegar einingar sem nefndar eru gróðurflokkar. Hver gróðurflokkur getur verið afar<br />

breytilegur eftir aðstæðum.<br />

Þegar land er flokkað með tilliti til beitargæða þá verður slík flokkun að uppfylla þá<br />

meginkröfu að hún endurspegli einhvern raunverulegan mun á beitargæðum eða landgerðum,<br />

sem ætla má að hafi m<strong>is</strong>munandi eiginleika þegar litið er til beitarþátta og ástands gróðursins.<br />

Áherslan er því lögð á nytjagildi gróðurs m.t.t. beitar og jafnframt hæfni hans eða þróttar, m.a.<br />

með tilliti til umhverf<strong>is</strong>aðstæðna. Beitarhæfni er hins vegar flóknari eiginleiki en svo að einn<br />

þáttur geti ráðið þar úrslitum. Þar kemur umhverfið til, jarðvegur, veðurfar og fyrri<br />

beitarsaga, svo eitthvað sé nefnt. Oft hefur síðastnefndi þátturinn meira að segja en margur<br />

hyggur, en jafnframt er beitin sá þáttur sem auðveldast er að hafa stjórn á. Ofbeit rýrir þrótt<br />

rótarkerf<strong>is</strong>ins smám saman uns það megnar ekki að næra ofanjarðarhluta plöntunnar,<br />

svörðurinn rýrnar og hætta á rofi eykst. Jafnhliða verða breytingar á gróðurfari, þar sem<br />

uppskerurýrar plöntur og þær sem ekki eru eftirsóttar til beitar auka útbreiðslu sína á kostnað<br />

góðra beitarplantna (sjá t.d Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1992; Stoddard, Smith og Box,<br />

1975). Markmið góðra beitarhátta er að slíkt ger<strong>is</strong>t ekki eða slíkri þróun verði snúið við þar<br />

sem hún er hafin. Með hæfilegri beit má viðhalda uppskeruríkum gróðurflokkum.<br />

Ástand gróðurs er oft þannig að gróðurfari hefur hnignað til muna, enda þótt um samfellda<br />

gróðurhulu geti verið að ræða. Langt kann að vera um liðið (aldir) síðan slíkar breytingar áttu<br />

sér stað, t.d. vegna ofbeitar. Núverandi ástand er þá ekki í samræmi við getu v<strong>is</strong>tkerf<strong>is</strong>ins til<br />

framleiðni miðað við loftslag, jarðveg og aðra umhverf<strong>is</strong>þætti. Þá verður það matsatriði að<br />

hve miklu leyti núverandi landsnytjar skulu miðaðar við að efla gróðurfarið og endurheimt<br />

fyrri landgæði.<br />

Flokkun lands má ekki verða það flókin að upprunalegur tilgangur glat<strong>is</strong>t eða flokkunin<br />

hamli því að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi verði náð. Þetta er reynt að forðast<br />

með þeim aðferðum sem hér eru kynntar. Með aukinni þekkingu á samspili gróðurs og beitardýra,<br />

og síðan á áhrifum ytri þátta á borð við veðurfar, þá verður að endurskoða reglulega<br />

flokkun gróðurs og einkunnagjöf sem hér er sett fram, til að tryggja að tilgangi þeirra sé náð.


21<br />

Við skiptingu lands í gróðurflokka er jafnframt miðað við að unnt sé að greina landið með<br />

aðstoð gervihnattamynda. Slíkar myndir eru samsettar af gögnum sem byggja á mörgum stafrænum<br />

myndum af m<strong>is</strong>munandi sviðum litrófsins (bylgjulengdum). Sumir nemar gervihnattanna<br />

eru einkum ætlaðir til þess að greina á milli m<strong>is</strong>munandi gróðurs og þá sérstaklega þeir<br />

sem nema innrauða ge<strong>is</strong>lun, því þá má nota til að skynja magn blaðgrænu á yfirborði jarðar.<br />

Með úrvinnslu á gervihnattamyndum (stafrænni myndgreiningu) má greina á milli<br />

gróðurflokka á mjög hagkvæman hátt og þessari aðferð er beitt víða um heim við kortlagningu<br />

á gróðri. Þar sem slík flokkun tekur mið af framleiðni (blaðgrænu) hefur hún<br />

jafnframt mikið gildi fyrir mat á beitilandi. Nytjalandshópurinn hefur þegar þróað aðferðir til<br />

að greina á gervihnattamyndum á milli þeirra gróðurflokka sem hér eru tilgreindir (sjá<br />

www.nytjaland.<strong>is</strong>).<br />

Miðað er við 10 gróðurflokka. Þeir eru: ræktað land (m.a. uppgræðslur), kjarr- og<br />

skóglendi, graslendi, votlendi, hálfdeigja, ríkt mólendi, rýrt mólendi, mosavaxið land,<br />

háfgróið land og lítt gróið land. Auk gróðurflokkanna er vatn sérstakur flokkur.<br />

Hver gróðurflokkur fyrir sig hefur sameiginlega gróðurþætti. Þetta eru þættir sem<br />

ákvarða eiginleika hvers svæð<strong>is</strong>: uppskera, gróðurhula og tegundir. Við mat á landi er<br />

gróðurflokkur tiltekins skika (landeiningar) ákvarðaður og skikanum gefin einkunn. Við<br />

ákvörðun á gróðurflokki og einkunnargjöf er ekki stuðst við mældar stærðir heldur<br />

matskvarða, sem gerð er grein fyrir í þessum kafla. Lagt er mat á uppskeru, gróðurhulu,<br />

tegundir, rofdíla og fleiri auðgreinanlega þætti. Hafa skal í huga að þar sem rof er ríkjandi<br />

ræður rofeinkunn lokaeinkunn hvers skika.<br />

Skörun getur verið á milli gróðurflokka, því ein mynd breyt<strong>is</strong>t yfir í aðra án glöggra skila.<br />

Dæmi um þetta eru ógrónir melar (gróðurflokkur „lítt gróið land“). Melurinn fær gróðureinkunn<br />

C (sjá síðar), enda er melagróður rýr og uppskerulítill. Grónir melar geta hins vegar<br />

fengið betri einkunn og færast þá yfir í annan gróðurflokk, t.d. hálfgróið land, mosaþembu eða<br />

rýrt mólendi.<br />

Rétt er að hafa í huga að bersvæðagróður á lítið grónu landi (auðnum) er ekki metinn,<br />

heldur ræður rofeinkunn auðna á þeim svæðum. Rétt kann að sýnast að öll illa gróin svæði fái<br />

einkunn D (verstu einkunn) með tilliti til ástands gróðurs, en það er ekki gert að sinni. Reglur<br />

sem setja skorður fyrir hlutdeild auðna í því landi sem fær vottun tekur að einhverju leyti á<br />

þessum vankanta.


22<br />

4.3. Gróðurflokkar<br />

4.3.1. Ræktað land<br />

Þar er fyrst og fremst átt við tún og önnur ræktuð svæði, s.s. kornakra og grænmet<strong>is</strong>rækt.<br />

Ræktaðir skógar (erlendar tegundir) teljast til ræktaðs lands. Einnig teljast uppgræðslur<br />

ræktað land, en þær skulu ávallt merktar sérstaklega. Uppgræðslur eru þannig undirflokkur<br />

ræktaðs lands, þar til náttúruleg framvinda hefur tekið við og áburðargjöf er hætt.<br />

Ræktað land er margvíslegt og uppskera þess er mjög breytileg. Flög sem myndast við<br />

jarðrækt teljast sem ræktað land sé sáð í þau innan árs frá vottun. Sumir ræktaðir skógar hafa<br />

takmarkaða hulu botngróðurs og þar getur umtalsvert vatnsrof átt sér stað. Slíkt land er<br />

sjaldnast nýtt til beitar og kemur því ekki til álita hér.<br />

Mat á ástandi: Áborin tún sem nýtt eru til sláttar fá ávallt A. Önnur uppskeruminni<br />

ræktarlönd, t.d. óáborin tún sem hætt er að nýta, fá einnig einkunnina A, en þó B ef mosi er<br />

áberandi í sverði.<br />

A: Áborin tún og grasuppgræðslur með mikla gróðurframleiðni (áburður). Nær ekkert sést í<br />

bera mold. Ræktaður skógur með samfelldum botngróðri.<br />

A-B: Gömul tún og sjálfbærar uppgræðslur með samfellda gróðurþekju, en ekki eins mikilla<br />

uppskeru og áborið land. Ræktaður skógur með takmörkuðum botngróðri.<br />

C: Uppgræðslusvæði með heillega gróðurþekju, en rýra uppskeru. Sums staðar sést í bera<br />

mold.<br />

D: Ósjálfbærar uppgræðslur þar sem gróðurþekja er g<strong>is</strong>in og uppskera lítil, einkum mosi og<br />

fléttugróður, og hætta á að verði aftur ógróið land.<br />

4.3.2. Kjarrgróður og skóglendi<br />

<strong>Hér</strong> er átt við náttúrulegan birk<strong>is</strong>kóg eða lágvaxið kjarr. Trjágróðurinn rís upp fyrir graslagið,<br />

en getur verið mjög m<strong>is</strong>hár. Mörkin á milli mólend<strong>is</strong> og kjarrgróðurs miðast við hnéháan<br />

kjarrgróður (víðir og birki) og þekja hans þarf að vera >30 - 50% í lóðréttu ofanvarpi (mörk<br />

enn í mótun).<br />

Birki einkennir oftast kjarrlendi, en þó myndar víðir einnig kjarr. Stakar reyniviðarplöntur<br />

sjást sums staðar í kjarrlendi. Undir kjarrgróðrinum vaxa blómjurtir, grös og lyng. Alla jafna<br />

er kjarri vaxið land uppskerumikið og fær fremur góða einkunn m.t.t. gróðurs. Kjarrgróður<br />

ber vott um lítið eða hæfilegt beitarálag, sérstaklega ef eftirsóttar blómplöntur finnast í<br />

sverðinum. Kjarrgróður getur einnig verið að finna í mýrlendi, en þau flokkast þó alltaf til<br />

votlend<strong>is</strong> í þessari flokkun. Hafa ber í huga að beit á kjarrlendi getur haft neikvæð áhrif á


23<br />

trjágróðurinn og landið getur þróast t.d. yfir í mólendi, nema að beit sé með þeim hætti að<br />

skógurinn nái að endurnýja sig.<br />

Mat á ástandi: Land sem fellur undir kjarr- og skóglendi er yfirleitt uppskerumikið og vel<br />

fallið til beitar og það fær yfirleitt einkunnir A-B, en C er einnig hugsanleg einkunn.<br />

A: Undirgróður uppskerumikill og blómplöntur áberandi.<br />

B: Rýr undirgróður, stakir rofdílar og nagaðir vaxtarsprotar trjágróðurs.<br />

C: Undirgróður rýr, rofdílar nokkuð áberandi. Landinu hefur hnignað og hætta á eyðingu ef<br />

skógur nær ekki að endurnýja sig.<br />

4.3.3. Graslendi (og blómlendi)<br />

Graslendi í góðu ástandi einkenn<strong>is</strong>t af grösum, en sums staðar eru blómjurtir áberandi, s.s.<br />

brenn<strong>is</strong>óley og fíflar. Í þennan flokk falla einnig svæði þar sem blómplöntur eru ríkjandi og<br />

alla jafnan nefnast blómlendi. Graslendi er alla jafna uppskeruríkt og er það einkum að finna<br />

þar sem umhverf<strong>is</strong>aðstæður eru hagstæðar gróðri. Graslendi þekur oft stór svæði við<br />

brekkurætur. Gróður ár- og lækjarbakka telst iðulega til þessa flokks.<br />

Graslendi er oft einsleitt land og yfirleitt slétt en blómlendi eru stundum þýfð. Gróðurþekjan<br />

er yfirleitt mikil, en þó getur mosi verið þar áberandi í sverðinum. Blómlendi<br />

einkenn<strong>is</strong>t af þéttum gróðri, mosi er hverfandi og yfirleitt eru nokkrar blómtegundir ríkjandi.<br />

Sum blómlendi einkennast þó af einni eða fáum tegundum t.d. hvannastóð.<br />

Framræst land þar sem gróðurbreyting hefur átt sér stað, þ.e. votlend<strong>is</strong>tegundir hafa vikið<br />

fyrir grösum, er talið til þessa flokks.<br />

Mat á ástandi: Graslendi er metið eftir því hversu þétt grasið er, hversu gróskumikið það<br />

er og hlutdeild mosa. Graslendi fær oftast góða einkunn (A-B). Þar sem mikið ber á rofdílum<br />

fær graslendið lélegri einkunn (C), en rofdílar eru merki um of mikla nýtingu.<br />

A: Gróskumikið fjölbreytt graslendi með blómjurtum inn á milli. Litlar eða engar þúfur. B:<br />

Nokkuð ber á þúfum, en þær eru grasi grónar og mosi lítið áberandi. Lítið af rofdílum.<br />

Blómjurtir vart sjáanlegar.<br />

C: Graslendið ber greinileg einkenni langvarandi þungrar beitar, þekja léleg og rof í þúfum.<br />

Mosi talsvert áberandi.<br />

D: Gróðurþekjan mikið rofin. Allt að 50% yfirborðsins ógróið.<br />

4.3.4. Votlendi<br />

Undir flokkinn votlendi falla margvíslegar landgerðir, svo sem mýri, hallamýri og flói.<br />

Fjölbreytileiki votlend<strong>is</strong> er mikill.


24<br />

Helstu einkenn<strong>is</strong>tegundir mýra eru m.a. starir, mýrelfting og kv<strong>is</strong>tgróður. Á hálendi eru<br />

stinnastör og kv<strong>is</strong>tgróður áberandi. Aðrar algengar tegundir eru tjarnarstör, vetrarkvíðastör<br />

og gulstör. Helstu einkenn<strong>is</strong>plöntur flóa eru klófífa, en aðrar algengar tegundir eru gulstör,<br />

heng<strong>is</strong>tör, hrafnastör og vetrarkvíðastör.<br />

Allt land sem flokkast sem votlendi einkenn<strong>is</strong>t af miklum gróðri, m<strong>is</strong>fjölbreyttum, en<br />

nánast ævinlega þéttum sverði. Uppskera er oftast mikil. Votlendi er stundum þýft.<br />

Í sumum tilvikum kann að koma upp spurning um það hvort tjarnir í votlendi skuli teljast<br />

vatn eða sem hluti votlend<strong>is</strong>ins, sérstaklega við greiningu á gervihnattamyndum. Slíkt verður<br />

að meta eftir stærð tjarnanna og þá einnig hvort hver tjörn er nægjanlega stór til að verða að<br />

sérstakri einingu á þeim myndgögnum (t.d. gervihnattamyndum) sem notuð eru við greininguna.<br />

Rétt er að hafa í huga að úrkoma hefur áhrif á hversu mikið vatn er hverju sinni í<br />

yfirborði votlend<strong>is</strong>ins.<br />

Mat á ástandi: Votlendi er metið eftir uppskeru og hversu þýft það. Vegna þykks svarðar<br />

þolir votlendi beitarálag yfirleitt vel, en þó getur votlendi verið viðkvæmt fyrir traðki stærri<br />

beitardýra. Ofnýtingarmerki koma fram sem brattar þúfur og rofdílar.<br />

A: Uppskerumikið land, slétt eða litlar þúfur. Fjölbreyttur gróður og lítil ummerki eru um<br />

traðk. Engir rofdílar.<br />

B: Ummerki um traðk og rofdílar komnir í þekju en gróður þó samfelldur og þéttur að mestu.<br />

C: Rofdílar orðnir áberandi í þekjunni.<br />

D: Gróðurþekjan mikið rofin. Allt að 50% yfirborðsins ógróið.<br />

4.3.5. Hálfdeigja<br />

Undir þennan flokk falla deiglendi, jaðar og framræst votlendi sem ekki er farið að bera<br />

augljós merki gróðurbreytinga yfir í þurrlendi (graslendi eða mólendi).<br />

Hálfdeigja einkenn<strong>is</strong>t af tegundum sem bæði finnast í votlendi og þurrlendi.<br />

Einkenn<strong>is</strong>tegundir eru m.a. starir, t.d. stinnastör, mýrarstör og slíðrastör, elftingar, t.d<br />

mýrarelfting og klóelfting, sem og hrossanál. Aðrar algengar tegundir eru hálíngresi,<br />

snarrótarpunktur, túnvingull, vallhæra og smárunnar. Í hálfdeigju vex einnig oft víðir og<br />

stundum birkikjarr.<br />

Við fyrstu sýn er auðvelt að þekkja hálfdeigju á fífunni sem er mjög áberand um mitt<br />

sumar. Fífan er þó einnig algeng í votlendi og því þarf ganga úr skugga um það hvort þessi<br />

fífuflákar tilheyra votlendi fremur en hálfdeigju. Jarðvegur hálfdeigju er ætíð rakur, en þó<br />

stendur vatn sjaldnast upp undir grasrót. Samt getur vatn staðið í lautum á vorin og eftir<br />

mikla úrkomu.


25<br />

Hálfdeigja er oft þýfð og á mörkum votlend<strong>is</strong> og graslend<strong>is</strong> eða móa (þ.e. jaðar). Á<br />

mörkunum myndast oft einskonar þúfnagarður, einkum þar sem þurrlendið liggur nokkuð<br />

hærra en votlendið, eins og títt er í holtum og við hæðardrög.<br />

Mat á ástandi: Hálfdeigja er metin eftir uppskeru og beitareinkennum. Ofnýtingarmerki<br />

koma fram sem brattar þúfur og rofdílar.<br />

A: Uppskerumikið land, slétt eða litlar þúfur. Fjölbreyttur gróður. Heil gróðurþekja.<br />

B: Rofdílar sýnilegir í annars, því sem næst, samfelldri gróðurþekju.<br />

C: Talsvert af rofdílum og rofið virkt.<br />

D: Gróðurþekjan mikið rofin. Allt að 50% yfirborðsins ógróið.<br />

4.3.6. Ríkt mólendi<br />

Í ríku mólendi er hlutdeild eftirsóttra beitarplantna (grasa og blómplantna) í gróðurþekjunni<br />

umtalsverð (>10%). Jarðvegur er yfirleitt þykkur en yfirborðið oftast þýft. Ríkt mólendi er<br />

mjög fjölbreytilegt hvað gróðursamsetningu varðar, þar eru ýmsir smárunnar (blá- og<br />

aðalberjalyng, krækilyng, beitilyng og fjalldrapi) oft áberandi, sem og víðir. Alltaf er talsvert<br />

af grösum og/eða blómplöntum í sverðinu, en oftast einnig nokkur mosi.<br />

Oft kann að reynast erfitt að meta mörkin á milli ríks og rýrs mólend<strong>is</strong>, en eins og<br />

nafngiftirnar fela í sér þá er ríka mólendið gróskumeira, þ.e. munurinn er sá að í ríku mólendi<br />

er umtalsverð framleiðsla af nýtanlegri uppskeru. Munurinn á milli þessara flokka kemur<br />

yfirleitt skýrlega fram á gervihnattamyndum. Til að skera úr um það hvorum flokknum svæði<br />

tilheyrir á vettvangi er leitað eftir tegundum sem beitardýr eru sólgin í, s.s. grösum,<br />

blómplöntum, störum (stinnastör) og víði (sjá viðauka). Séu þessar tegundir áberandi er<br />

umtalsverð framleiðsla af nýtanlegri uppskeru og þá skal flokka landið sem ríkt mólendi.<br />

Einnig skal huga að hlutdeild mosa, en minna er af mosa í ríku mólendi en rýru, en mosi<br />

finnst þó oft á þúfnakollum í ríku mólendi.<br />

Þeki hnéhátt kjarr um og yfir 50% yfirborðsins flokkast svæðið sem kjarrlendi, en að<br />

öðrum kost sem ríkt mólendi.<br />

Rétt er að hafa það í huga að beit getur valdið því að einkenn<strong>is</strong>plöntur í ríku mólendi<br />

verða lítt áberandi við fyrstu sýn.<br />

Mat á ástandi: Mólendi er metið eftir því hversu þéttur hágróður er (grös og blómjurtir),<br />

hvort mosi er í yfirborði og hversu þýft það er. Þetta land er yfirleitt hentugt til beitar (sé<br />

jarðvegsrof lítið).<br />

A: Órofin gróðurþekja og mikið um grös innan um annan mólend<strong>is</strong>gróður. Ekkert rof.<br />

B: Meðalbrattar þúfur, lítið rof í þúfum.


26<br />

C: Brattar þúfur, rofdílar áberandi. Mosi oft áberandi. Vinsælar beitarplöntur mikið bitnar og<br />

lítið áberandi.<br />

D: Gróðurþekjan mikið rofin. Allt að 50% yfirborðsins ógróið.<br />

4.3.7. Rýrt mólendi<br />

Rýrt mólendi einkenn<strong>is</strong>t af lélegum beitarplöntum, einkum lyngtegundum (krækilyng,<br />

bláberjalyng, sortulyng, beitilyng, fjalldrapi), en einnig móasefi og þursaskeggi. Oft er þar<br />

mikill mosi og jafnvel fléttugróður. Lítið er af eftirsóttum beitarplöntum á borð við blómtegundir;<br />

grös og starir (t.d. stinnastör) hafa litla útbreiðslu (


27<br />

láglendi er mosavaxið land oft að finna á nýlegum hraunum, en einnig á röskuðum svæðum,<br />

svo sem þar sem jarðvegsrof hefur eytt fyrri gróðurhulu og jarðvegi. Mosi er einnig algengur<br />

um lágsveitir Suðurlands og á heiðum, ekki síst á vestanverðu landinu, þar sem úrkoma er<br />

mikil. Mosa- og fléttuvaxin hraun í Þingeyjarsýslum falla einnig í þennan flokk<br />

Með mosa vaxa oft grös, starir og smárunnar. Stinnastör vex víða með mosa, en af<br />

smárunnum má nefna grasvíði, krækilyng, grávíði, bláberjalyng og beitilyng.<br />

Mörkin á milli mosavaxins lands og annarra gróðurflokka geta verið óljós. Mörk mosa og<br />

rýrs mólend<strong>is</strong> eru oft harla óskýr, en mosinn er að jafnaði hærra á holtum og meira áveðra.<br />

Þar sem grös eða aðrar háplöntur vaxa með mosa og landið er lítið beitt verða grösin mjög<br />

áberandi og hætt er við því að við fyrstu sýn sýn<strong>is</strong>t vera um graslendi að ræða, en þegar að er<br />

nánar gáð kann hlutdeild mosa að vera yfir 2/3. Og á sama hátt þá kann hlutdeild mosa að<br />

sýnast meiri en ella sé land mikið bitið og grös lítt áberandi.<br />

Mosavaxið land er algengt á landi sem er að öðru leyti gróðurlítið. Við þær aðstæður er<br />

þekja mosans rofin. Þeki opnurnar í mosanum meira en 50% yfirborðsins þá flokkast landið<br />

sem hálfgróið. Almennt gildir að mosi verði að þekja 2/3 hluta yfirborðsins til að svæðið<br />

flokk<strong>is</strong>t sem mosavaxið land, en ef mosi er ríkjandi á annars gróðurlitlu landi þá flokkast<br />

svæðið til mosavaxins lands sé þekja mosans >50%.<br />

Mat á ástandi: Mosi er einkennandi fyrir rýrt land, sem hvorki ber né þolir mikla beit.<br />

Mosavaxið land er metið eftir því hversu mikil þekja mosa er, hversu þýft það er, rofdílum og<br />

hvar mosi vex ef landið er þýft.<br />

B: Slétt land með heillega gróðurþekju, þar sem með mosanum vaxa fyrst og fremst grös sem<br />

eru uppskerumikil og eftirsótt af beitardýrum. Nokkuð um tegundir sem eftirsóttar eru til<br />

beitar. Lítið er um rofdíla.<br />

C: Mosavaxið land, þar sem þúfur eru áberandi og/eða tegundirnar eru uppskerulitlar og lítt<br />

eftirsóttar af beitardýrum. Þekja rofdíla lítil-talsverð.<br />

D: Land með bröttum þúfum, þar sem mosinn er nánast einráður og eftirsóttar beitarplöntur<br />

hverfandi. Rofdílar eru oft áberandi í landinu, en það er ekki skilyrði fyrir þessari einkunn.<br />

4.3.9. Hálfgróið land<br />

Land í þessum flokki hefur gróðurhulu á bilinu 20-50%. Tegundasamsetningin getur verið<br />

m<strong>is</strong>munandi og bæði getur verið um að ræða eftirsóttar beitarjurtir og tegundir sem minna eru<br />

bitnar. Land sem telst til þessa flokks hefur litla framleiðslugetu og telst ekki í góðu ástandi<br />

sökum rofinnar gróðurhulu. Þessi svæði eru afar m<strong>is</strong>jöfn, en oftast er jarðvegurinn rýr.


28<br />

Ógróni hluti yfirborðsins getur ým<strong>is</strong>t verið þakinn grjóti, sandi, mold eða klöpp. Gróður getur<br />

verið að nema land á þessum svæðum eða að um sé að ræða gróðurleifar í röskuðu landi.<br />

Landformin geta m.a. verið holt, melar, áreyrar, sandar, skriður, hraun o.fl.<br />

Mat á ástandi: Mat á hálfgrónu landi bygg<strong>is</strong>t fyrst og fremst á gróðurþekju og hlutfalli<br />

vísitegunda í gróðurþekju (bæði vísbendingar um gott eða vont ástand gróðurs).<br />

B: Gróðurþekja er allt að 50% og þá fyrst og fremst grös, blómjurtir og jafnvel kjarrlendi.<br />

Ógróni hluti yfirborðsins stöðugur (grjót og klappir) og rof hverfandi.<br />

C: Gróðurþekja heil á grónum hluta landsins og einkenn<strong>is</strong>t að hluta af eftirsóttum<br />

beitargróðri (samsvarandi ríku mólendi). Gróni hluti landsins fengi A-B einkunn. Lítil<br />

merki um rof.<br />

D: Gróðurþekja nærri 20%, þ.e. neðri mörkum þessa flokks og rof talsvert áberandi, eða rof<br />

áberandi og lítil merki um framvindu gróðurs á lítið gróna hlutanum. Eða 30-50%<br />

gróðurhula, en gróni hluti landsins fengi gróðureinkunn C.<br />

4.3.10. Lítið gróið land, auðnir<br />

Í flokkinn lítt gróið land fara fjölmargar yfirborðsgerðir, sem hafa það sameiginlegt að vera<br />

lítið grónar. Gróðurþekja er ávallt minni en 20% sé metið í lóðréttu ofanvarpi. Gróður á<br />

auðnum einkenn<strong>is</strong>t af plöntum með víðtækt rótarkerfi og plöntueinstaklingarnir standa oft<br />

fjarri hver öðrum. Fjallað var ítarlega um beit á lítið grónu landi framar í þessu riti.<br />

Mat á ástandi: Lítt gróið land er viðkvæmt og hentar ekki til beitar. Rétt væri að<br />

einkunn lítt gróins lands væri alltaf D. <strong>Hér</strong> er sú leið ekki farin að sinni, enda er lítt gróið land<br />

metið sérstaklega sem sérstakt viðmið. Einkunn auðna er metin samkvæmt rofskala og er<br />

ým<strong>is</strong>t C eða D. Þetta leiðir að vísu til að rofeinkunn er notuð bæði fyrir ástand gróðurs og rof<br />

er varðar auðnir.<br />

C: Melar og land með tiltölulega stöðugt yfirborð (af auðn að vera), oft með grjóthulu sem<br />

verndar yfirborðið, en lítið af lausum sandi.<br />

D: Sendnar auðnir, moldir og grjótskriður. Rofmyndir sandmelar, sandhraun, sandar,<br />

urðarskriður, moldir. Sjá kafla um auðnir í bókinni „Jarðvegsrof á Íslandi“ (Ólafur<br />

Arnalds o.fl., 1997).


29<br />

5. STÝRIÞÆTTIR OG ÖNNUR ATRIÐI<br />

5.1. Vísiplöntur<br />

Eftirfarandi umfjöllun um vísiplöntur byggir á rituðum heimildum um lostætni plantna og<br />

plöntuval búfjár, m.a. skrifum Ingva Þorsteinssonar (1980, m.a. 3. tafla, bls. 95); Ingva<br />

Þorsteinssonar o.fl. (1984), Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur (1992) og Sigþrúðar Jónsdóttur<br />

(1989).<br />

Ýmsar tegundir plantna geta verið glögg vísbending um að gróðurfar sé í góðu eða lélegu<br />

(hnignuðu) ástandi. lögð er áhersla á að ástand sé metið eins og það er á hverjum tíma, en<br />

ekki miðað við hugsanlega eða áætlaða þróun landsins, sem er í flestum tilfellum mjög erfitt.<br />

Land í lélegu ástandi fær vitaskuld lélega einkunn, sem getur þó batnað ef vísiplöntur gefa til<br />

kynna betri einkunn en frumgreining hagans (t.d. á gervihnattamynd, rýrt mólendi). Þau atriði<br />

sem hér eru tilgreind byggja á reynslu gróðurnýtingardeildar Rala (nú umhverf<strong>is</strong>svið). Rétt er<br />

að koma upp vöktunarkerfi á ástandi haga á landsvísu, sem m.a. gæfi gögn sem nota mætti til<br />

að skilgreina betur vísiplöntur og einkenni batnandi eða versnandi ástands beitilands.<br />

Helstu vísiplönturnar sem gefa til kynna betra ástand en fyrsta greining í gróðurflokk eru<br />

lostætar blómplöntur á borð við blágresi og möðrutegundir, sem og víðitegundir (á þó ekki<br />

við hrossahólf). Þessar tegundir hverfa yfirleitt úr gróðurþekjunni við vaxandi beit á undan<br />

öðrum minna bitnum tegundum og því getur tilv<strong>is</strong>t þeirra gefið til kynna framför. Vísiplöntur<br />

er þó aðeins hægt að not til að bæta gróðureinkunn ef jarðvegsrof er lítið. Það er ekki<br />

nægjanlegt að finna þessar tegundir í þekjunni ef greinileg landhnignun á sér stað af völdum<br />

jarðvegsrofs.<br />

Helstu vísiplöntur sem gefa til kynna lélegt ástand hagans eru lyngtegundirnar (krækilyng,<br />

bláberjalyng, sortulyng), fjalldrapi, þursaskegg, hrossanál o.fl. tegundir, en einnig skortur á<br />

lostætum beitarplöntum. Drög að tegundarl<strong>is</strong>ta er birtur í viðauka, en á það er lögð áhersla að<br />

bæta þarf þennan l<strong>is</strong>ta eftir föngum sem fyrst.<br />

Miðað er við að vísiplöntur séu það auðgreinanlegar og áberandi í haganum að<br />

skoðunaraðili sjái í sjónhendingu hvort þær séu til staðar eða ekki, þ.e. þær þurfa að hafa<br />

næga hlutdeild í gróðurþekjunni til að sjást vel. Erfiðara er að skilgreina ákveðna hlutdeild,<br />

því hún kann að vera lítil talin í %, enda þótt þessar plöntur séu mjög sýnilegar.<br />

Við leggjum á það áherslu að mjög æskilegt telst að koma af stað vöktunarverkefni á<br />

vegum landbúnaðarins, þar sem settar verði upp á skipulegan hátt fjöldi fastra reita (>1000<br />

reitir), þannig að betri upplýsingar liggi fyrir um hlutdeild plantna í hinum m<strong>is</strong>munandi


30<br />

gróðurlendum, til þess að fylgjast með þróun á landsvísu og til að geta endurbætt matskerfið í<br />

framtíðinni. Þá er mikilvægt að stuðla að auknum rannsóknum á vísiplöntum, atferl<strong>is</strong>fræði<br />

sauðfjár og plöntuvali búfénaðar.<br />

5.2. Sandsvæði<br />

Sandsvæði ætti alls ekki að beita, jafnvel þótt gróðurhula sé nokkur. Í slæmu árferði fer<br />

sandsvæðum mjög hratt aftur ef sandfok kemst af stað að nýju. Slík svæði eru afar viðkvæm<br />

fyrir áföllum, svo sem gjóskufalli. Miða ætti við að á sandsvæðum sé samfelld og<br />

gróskumikil gróðurhula, bæði á afréttum og í heimalöndum. Miðað er við sand í landi sem<br />

flokkað er sem auðn og hálfgróið land við flokkun gróðurfars (flokkun byggð á gervihnattamynd).<br />

Afréttir sem einkennast af söndum teljast ekki hæfir til vottunar. Þar með ættu sendnir<br />

afréttir í nágrenni virkustu eldstöðvanna ekki að hljóta vottun, enda ætti skilyrð<strong>is</strong>laust að hlífa<br />

slíku landi við beit.<br />

5.3. Halli lands - stórgripir<br />

Brattlendi er mun viðkvæmara fyrir beit en sléttlendi. Sérstaklega er hlíðum hætt við rofi þar<br />

sem stórgripum er beitt á þær. Ennfremur er hlíðum mjög hætt við rofi þar sem mikil úrkoma<br />

getur fallið á skömmum tíma, t.d. á Suðausturlandi. Hlíðarnar eru sérstaklega viðkvæmar<br />

fyrir beit stórgripa á haustin, vetrum og á vorin. Þar sem hlíðar eru stór hluti heimalands (eða<br />

afréttar) verður að setja skilyrði um að þær séu ekki beittar af stórgripum.<br />

5.4. Stórgripir á afréttum<br />

Gróður á hálendi landsins er viðkvæmur og víða stendur hann höllum fæti. Stórgripir (hross)<br />

ganga nærri gróðri, og hófför geta valdið varanlegum skaða í þýfðu þurrlendi á hálendinu.<br />

Stórgripir valda auknu beitarálagi til viðbótar við sauðfjárbeitina, sem endurspeglast í ástandi<br />

afrétta, svo víða er sjálfgert að hætta beit hrossa eigi viðkomandi afréttur að fá vottun.<br />

Í þessu ljósi er það gert að skilyrði að meta verði sérstaklega öll afréttarlönd þar sem<br />

stórgripir ganga á landinu.


31<br />

HEIMILDIR<br />

Andrés Arnalds, 2001. Landkostir og landnýting – framtíðarsýn. Ráðunautafundur 2001: 69-<br />

73.<br />

Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1992. Beitarfræði fyrir bændaskóla. Drög að handriti.<br />

Bændaskólinn á Hvanneyri.<br />

Apfelbaum og Chapman, 1997. Ecological restoration. A practical approach. Í: (M.S. Boyce<br />

og A. Haney, ritstj.) Ecosystem Management: Applications for sustainable forest and wildlife<br />

resources. Yale University Press, New Haven, Connecticut.<br />

Archer, S., 1989. Have Southern Texas savannas been converted to woodlands in recent<br />

h<strong>is</strong>tory The American Natural<strong>is</strong>t 134: 545-561.<br />

Archer, S., 1996. Assessing and interpreting grass-woody plant dynamics. Í: (J. Hodgson og<br />

A. Illius, ritstj.) The ecology and management of grazing systems. Bls. 101-134. CAB<br />

International, Walllingford, Oxon, UK.<br />

Archer, S. og C. Stokes, 2000. Stress, d<strong>is</strong>turbance and change in rangeland ecosystems. Í:<br />

(Ólafur Arnalds og S. Archer, ritstj.) Rangeland Desertification. Bls. 17-38.<br />

Árni Bragason, 2001. Þróun og nýir straumar í náttúruvernd. Í: Áratugur í umhverf<strong>is</strong>vernd.<br />

Yfirlit yfir þróun á nokkrum sviðum umhverf<strong>is</strong>mála 1990-2000. Umhverf<strong>is</strong>ráðuneytið,<br />

Reykjavík.<br />

Arnold, R.W., 1983. Concepts of soils and pedology. Í: (L.P. Wilding, N.E. Smeck og G.F.<br />

Hall, ritstj.) Pedogenes<strong>is</strong> and Soil Taxonomy. I. Concepts and interactions. Bls. 1-21.<br />

Developments in Soil Science 11A, Elesevier, Amsterdam.<br />

Ása L. Aradóttir, 2001. Landgræðsla og baráttan við jarðvegseyðingu. Í: Áratugur í<br />

umhverf<strong>is</strong>vernd. Yfirlit yfir þróun á nokkrum sviðum umhverf<strong>is</strong>mála 1990-2000. Bls. 31-38.<br />

Umhverf<strong>is</strong>ráðuneytið, Reykjavík.<br />

Ása L. Aradóttir, Ólafur Arnalds og S. Archer, 1992. Hnignun gróðurs og jarðvegs. Græðum<br />

Ísland IV: 73-82.<br />

Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir og Björn H. Barkarson, 1997. Hrossahagar. Aðferð<br />

til að meta ástand lands. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins,<br />

Reykjavík.<br />

Buller, G.A., H. Wilson og A. Höll, 2000. Agri-environmental Policy in the European<br />

Union. Ashgate, Aldershot, Bretland.<br />

Daily, G.C., S. Alexander, P.R. Erlich, L. Goulder, J. Lubchenco, P.A. Matson, H.A. Mooney,<br />

S. Postel, S.H. Schneider, D. Tilman og G.M. Woodwell, 1997. Ecosystem services: Benefits<br />

supplied to human Societies by Natural Ecosystems. Issues in Ecology 2, Ecological Society<br />

of America, Washington D.C.


32<br />

Dale, V.H., S. Brown, R.A. Haeuber, N.T. Hobbs, N. Huntly, R.J. Maiman, W.E. Riebsame,<br />

M.G. Turner og T.H. Valone, 2000. Ecological principles and gudelines for managing the use<br />

of land. Ecological Applications 10: 639-670.<br />

FAO, 1993. Key aspects of strategies for the sustainable development of drylands. FAO,<br />

Róm.<br />

FAO, 1998. World Reference Base for Soil Resources. FAO-ISSS-ISRIC, Róm, Ítalíu.<br />

Fothergill, M. og D.A. Dav<strong>is</strong>, 2001. Quality products from a quality landscape. Ráðunautafundur<br />

2001: 15-23.<br />

Graetz, R.D., 1996. Empirical and practical approaches to land surface characterization and<br />

change detection. Í: (J. Hill og D. Peter, ritstj.) The use of remote sensing for land<br />

degradation and desertification monitoring in the Mediterranean Basin. Bls. 9-21. European<br />

Comm<strong>is</strong>sion, Brussels.<br />

Guðni Þorvaldsson, 2001. Góðra bænda hættir í framtíðinni. Ráðunautafundur 2001: 30-32.<br />

Gunnar Ólafsson, 1980. Næringargildi beitargróðurs. Íslenskar landbúnaðarrannsóknir 12:<br />

127-134.<br />

Heitschmidt, R.K. og J.W. Stuth, 1991. Grazing management. An ecological perspective.<br />

Timber Press, Portland, Oregon.<br />

Hlynur Óskarsson og Ása L. Aradóttir, 2001. Gildi úthaga – þjónusta v<strong>is</strong>tkerfa.<br />

Ráðaunautafundur 2001: 65-68.<br />

Hodgson, J. og A.W. Illius, 1996. The ecology and management of grazing systems. CAB<br />

International, Wallingford, Bretland.<br />

Holling, C.S., 1973. Resilience and stability of ecological systems. Annual Review of<br />

Ecology and Systematics 4: 1-23.<br />

Ingvi Þorsteinsson (ritstj.), 1980. Gróðurkortagerð og rannsóknir á beitilöndum. Íslenskar<br />

landbúnaðarrannsóknir 12(2).<br />

Ingvi Þorsteinsson, 1980. Gróðurskilyrði, gróðurfar, uppskera gróðurlenda og plöntuval<br />

búfjár. Íslenskar landbúnaðarrannsóknir 12: 85-99.<br />

Ingvi Þorsteinsson, Ólafur Arnalds og Ása Aradóttir, 1984. Rannsóknir á ástandi og beitarþoli<br />

gróðurlenda á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði 1983. Skýrsla Rannsóknastofnunar<br />

landbúnaðarins til Landsvirkjunar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík.<br />

Joyce, L.A., 1993. The life cycle of the range condition concept. Journal of Rangement 46:<br />

132-138.<br />

Kallander, I., 2001. Organic argriculture – basic principles and benefits. Ráðunautafundur<br />

2001: 33-35.


33<br />

Lebel, G.C. og H. Kane, 1991. Sjálfbær þróun. Leiðsögn um ritið Sameiginleg framtíð vor,<br />

skýrslu Umhverf<strong>is</strong>- og þróunarnefndar S.þ. Ritröð umhverf<strong>is</strong>ráðuneytið, 1. rit.<br />

Ludwig, J.A. og D.J. Tongway, 2000. Viewing rangelands as landscape systems. Í: (Ó.<br />

Arnalds og S. Archer, ritstj.) Rangeland desertification. Kluwer Academic Publ<strong>is</strong>hers,<br />

Dordrecht. Bls. 39-52.<br />

Malachek, J.C., D.F. Balph og F.D. Provenza, 1986. Plant defence and herbivore learning:<br />

Their consequences for livestock grazing systems. Í: (Ólafur Guðmundsson, ritstj.) Grazing<br />

Research at Northern Latitutes, NATO ASI Series A: Life Sciences Vol. 108, bls. 193-208.<br />

NRCS, 1994. Rangeland healt. New methods to classify, inventory, and monitor rangelands.<br />

National Academy Press, Washington D.C.<br />

NRCS-USDA, 1997. National Range and Pasture Handbook. USDA-NRCS, Washington<br />

DC.<br />

Nebel, B.J. og R.T. Wright, 2000. Environmental Science. 7. útg. Prentice Hall, New<br />

Jersey.<br />

Noy-Meir, I. og B.H. Walker, 1986. Stability and resilience in rangelands. Í: (P.J. Joss, P.W.<br />

Lynch og J.B. Williams, ritstj.) Rangelands: a resource under siege: Proceedings of the<br />

second International Rangeland Congress, Adelaide. Bls. 21-25.<br />

Ólafur Arnalds, 1990. Characterization and erosion of And<strong>is</strong>ols in Iceland. Ph.D. ritgerð,<br />

Texas A&M University, College Station, Texas.<br />

Ólafur Arnalds, 1997. Að lesa landið. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla<br />

rík<strong>is</strong>ins, Reykjavík.<br />

Ólafur Arnalds, 2003. Volcanic soils of Iceland. Catena. Í prentun.<br />

Ólafur Arnalds og Björn Barkarsson, 2003. Soil erosion and land use policy in Iceland in<br />

relation to sheep grazing and government subsidies. Environmental Science and Policy. Í<br />

prentun.<br />

Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar<br />

Grétarsson og Arnór Árnason, 1997. Jarðvegsrof á Íslandi. Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins og<br />

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík.<br />

Rannveig Ólafsdóttir, 2001. Land degradation and climate in Iceland. A spatial and temporal<br />

assessment. Meddelanden fran Lunds Universitets Geograf<strong>is</strong>ka Institutioner, Avhandling<br />

143, Lundur, Svíþjóð.<br />

Ríkharð Brynjólfsson, 2001. Lífrænn/hefðbundinn landbúnaður - Andstæður eða hliðstæður<br />

Ráðunautafundur 2001: 36-41.


34<br />

Schleicher-Tappeser, R. og F. Strati, 1999. Sustainability – A new paradigm for research Í:<br />

(M. Catizzone, ritstj.) From ecosystem research to sustainable development. Towards a new<br />

paradigm for ecosystem research. Ecosystem Research Report No. 26, European<br />

Comm<strong>is</strong>sion, EUR 18847 EN. Brussels.<br />

SER, 2002. The SER Primer on Ecologica Restoration. Society for Ecological Restoration<br />

Science and Policy Working Group. www.ser.org.<br />

SSSA, 1996. Glossary of Soil Science Terms. Soil Science Society of America, Mad<strong>is</strong>on,<br />

W<strong>is</strong>consin, Bandaríkin.<br />

Sigþrúður Jónsdóttir, 1989. Beitaratferli og plöntuval sauðfjár og hrossa. Ráðunautafundur<br />

1989: 133-140.<br />

Smith, E.L. (ritstj.), 1995a. The task group on unity and concepts in terms. The Society for<br />

Range Management. Rangelands 17: 85-92.<br />

Smith, E.L. (ritstj.), 1995b. Task group on unity in concepts and terminology. New concepts<br />

for assessment of rangeland condition. Journal of Range Management 48: 271-282.<br />

Steindór Steindórsson, 1964. Gróður á Íslandi. Almenna Bókafélagið, Reykjavík.<br />

Steindór Steindórsson, 1980. Flokkun gróðurs í gróðursamfélög. Íslenskar landbúnaðarrannsóknir<br />

12: 11-52.<br />

Stafford Smith, M., 1996. Management of rangelands. Paradigms at their limits. Í: (J.<br />

Hodgson og A.W. Illius, ritstj.) The ecology and management of grazing systems. Bls. 325-<br />

357.<br />

Stoddard, L.A., A.D. Smith og T. Box, 1975. Range management. 3. útg. McGraw-Hill,<br />

New York.<br />

Sigurður R. Gíslason, Stefán Arnórsson og Halldór Ármansson, 1996. Chemical weathering<br />

of basalt in Southwest Iceland: effects of runoff, age of rocks and vegetative/glacial cover.<br />

Americal Journal of Science 296: 837-907.<br />

Tongway, D., 1994. Rangeland soil condition assessment manual. CSIRO, Div<strong>is</strong>ion of<br />

Wildlife and Ecology, Canberra.<br />

Tongway, D. og N. Hindley, 1995. Manual for soil condition assessment of tropical<br />

grasslands, CSIRO Div<strong>is</strong>ion of Wildlife and Ecology, Canberra.<br />

Tongway, D. og N. Hindley, 2000. Assessing and monitoring desertification with soil<br />

indicators. Í: Rangeland desertification, (Ó. Arnalds og S. Archer, ritstj.) Kluwer Academic<br />

Publ<strong>is</strong>hers, Dordrecht. Bls. 89-98.<br />

Tongway, D.J. og J.A. Ludwig, 1997. The nature of landscape dysfunction in rangelands. Í:<br />

(J. Ludwig, D. Tongway, D. Freudenberger, J. Noble og K. Hodgkinson, ritstj.) Landscape<br />

ecology: Function and management. CSIRO Publ<strong>is</strong>hing, Australia. Bls. 49-61.


35<br />

Umhverf<strong>is</strong>ráðuneytið, 1996. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Framkvæmdaáætlun til<br />

aldamóta. Samþykkt í rík<strong>is</strong>stjórn 1997. Á vef Umhverf<strong>is</strong>ráðuneyt<strong>is</strong>ins.<br />

Westoby, M., B.H. Walker og I. Noy-Meir, 1989. Opportun<strong>is</strong>tic management for rangelands<br />

not at equilibrium. Journal of Range Management 42: 266-274.<br />

Wh<strong>is</strong>enant, S.G., 1999. Repairing damaged wildlands. A process-oriented, landscape-scale<br />

approach. Cambridge University Press.<br />

Williams, P.H. og R.J. Haynes, 1990. Influence of improved pastures and grazing animals on<br />

nutrient cycling within New Zealand soils. New Zealand Journal of Ecology 14: 49-57.


36<br />

VIÐAUKI 1<br />

Vísiplöntur:<br />

Þessi l<strong>is</strong>ti er settur fram til hagræðingar og byggir m.a. á skrifum Ingav Þorsteinssonar (1980),<br />

Gunnars Ólafssonar (1980), Ingva þorsteinssonar o.fl. (1984), Sigþrúðar Jónsdóttur (1989), og<br />

Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur (1992); auk reynslu þeirra sem komu að samningu þessa rits.<br />

Það er mjög mikilvægt að auka við þenna l<strong>is</strong>ta og endurskoða eftir því sem þekking eykst.<br />

Lostætar, bitnar<br />

blásveifgras<br />

blágresi<br />

blávingull<br />

brjóstagras<br />

fjallapuntur<br />

fjallasveifgras<br />

geldingahnappur<br />

grávíðir<br />

gullbrá<br />

gulvíðir<br />

hálíngresi<br />

lambagras<br />

ljósberi<br />

lógresi<br />

móastör<br />

skriðlíngresi<br />

slíðrastör<br />

smjörgras<br />

stinnastör<br />

sýkigras<br />

túnfíflar<br />

túnsúra<br />

túnvingull<br />

vallarsveifgras<br />

Síður bitnar<br />

augnfró<br />

bláberjalyng<br />

blóðberg<br />

dýragras<br />

fjalladepla<br />

fjallafoxgras<br />

fjallanóra<br />

fjallastör<br />

flagasef<br />

grasvíðir<br />

hálmgresi<br />

hárleggjastör<br />

hnappstör<br />

holtasóley<br />

hrossanál<br />

hvítmaðra<br />

kornsúra<br />

krækilyng<br />

lyfjagras<br />

maríuvendlingur<br />

melablóm<br />

melanóra<br />

mosajafni<br />

mosalyng<br />

móanóra<br />

músareyra <br />

naflagras<br />

sauðamergur<br />

tröllastakkur<br />

tungljurt <br />

vorblóm<br />

þursaskegg<br />

þúfusteinbrjótur


37<br />

VIÐAUKI 2<br />

Viljayfirlýsing vegna sauðfjársamnings:<br />

Viljayfirlýsing<br />

vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringarþáttar í samningi um framleiðslu<br />

sauðfjárafurða.<br />

Almennt<br />

Meginviðmiðun við ákvörðun á nýtingu heimalanda og afrétta er að nýtingin sé sjálfbær,<br />

ástand beitarlands sé ásættanlegt og gróður í jafnvægi eða framför. Bóndi sem sækir um<br />

þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu þarf að fá staðfest að hann hafi yfir að ráða<br />

beitilandi sem sé í viðunandi ástandi og beitarnýting sé sjálfbær. Nytjaland mun á næstu árum<br />

afla grunnupplýsinga um stærð einstakra jarða og gróðurfar þeirra og út frá þeim gögnum<br />

áætla hvort nægjanlegt gróðurlendi sé til núverandi beitarnytja. Matsreglur byggjast að<br />

stærstum hluta á mati á stærð gróðurlend<strong>is</strong> og gerð þess (gróðurfar - framleiðni) ásamt<br />

fyrirliggjandi gögnum um nýtingu og ástand, t.d. vegna rofs (uppblástur). Leiki vafi á að<br />

fullnægjandi beitiland sé fyrir hendi eða þar sem vitað er að ástand landsins er ekki<br />

ásættanlegt, s.s. vegna upplýsinga um rof eða hrossabeit, fer fram ítarlegri skoðun á landinu.<br />

Jafnframt skal stefnt að því að auðnir og rofsvæði verði ekki nýtt til beitar og gerðar<br />

tímasettar framkvæmda- og fjárhagsáætlanir um úrbætur eftir því sem við á. Fá<strong>is</strong>t ekki<br />

fjármagn til nauðsynlegra girðinga verða bændur ekki látnir gjalda þess í vottun.<br />

Heimalönd<br />

Fram fari mat á stærð og gerð gróðurlend<strong>is</strong> heimalanda. Staðfesta þarf að beitarnýting þess<br />

lands sem hver bóndi hefur afnotarétt af sé innan þeirra marka sem viðurkenndar<br />

verklagsreglur Nytjalands kveða á um. Séu heimalönd samliggjandi jarða ógirt getur<br />

vottunaraðili staðfest fyrir viðkomandi svæði í heild hvort beit sé fullnægjandi, að því<br />

tilskyldu að nýtingin sé ágreiningslaus.<br />

Afréttir<br />

Meta þarf hvar sauðfjárbeit getur tal<strong>is</strong>t v<strong>is</strong>tfræðilega sjálfbær, þ.e. að hún stuðli ekki að<br />

eyðingu gróðurs og að gróður sé í jafnvægi eða framför. Þar sem land hefur lágmarkshulu<br />

gróðurs, rof innan tilskildra marka og ástand gróðurs talið ásættanlegt, skal beitarnýting ekki<br />

vera meiri en svo að jafnvægi ríki eða gróðri fari fram og rof minnki. Þar sem gróðurhula er<br />

innan við tiltekið lágmark eða rof talið of mikið en þó samfelld gróðursvæði á afrétti, skal<br />

miða við að afmarka beitarsvæði afréttarins þar sem gróður er nógur og rof talið lítið. Afréttir<br />

sem einkennast fyrst og fremst af auðnum og/eða rofsvæðum geta fengið tímabundna vottun<br />

(t.d. allt að 10 ár), ef þar er unnið samkvæmt tímasettri áætlun um friðun afréttar á meðan<br />

annarra úrlausna er leitað, svo sem að skapa beit á öðrum stöðum. Þar sem svo háttar skal<br />

Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins í samráði við bændur, sveitarfélög, og Nytjaland, vinna aðgerðaráætlun<br />

um úrbætur.


38<br />

Úrbætur<br />

Þar sem umbóta er þörf svo uppfylla megi kröfur um landnýtingarþátt gæðastýringar gerir<br />

framleiðandi og eftir atvikum aðrir umráðaaðilar landgræðslu- og landnýtingaráætlun í<br />

samráði við Landgræðsluna. Áætlunin getur m.a. falið í sér beitarfriðun svæða, sáningu<br />

og/eða áburðargjöf og að viðkomandi bændur séu að vinna að uppgræðslu í heimalöndum til<br />

að geta minnkað álag á afrétt. Framkvæmd hennar skal höfð til hliðsjónar þegar vottunaraðili<br />

metur landið.<br />

Vottunaraðili<br />

Þar sem verklagsreglur og niðurstöður Nytjalands veita ekki fullnægjandi upplýsingar um að<br />

landnýting sé sjálfbær, þarf vottunaraðili með þekkingu á landlæsi að skoða viðkomandi land<br />

og nýtingu þess. Landgræðsla rík<strong>is</strong>ins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins þjálfa starfsfólk<br />

og samhæfa vottunina, en þeir sem votta þurfa að fá til þess viðurkenningu<br />

landbúnaðarráðuneyt<strong>is</strong>ins.<br />

Álita- og ágreiningsmál<br />

Ágreiningsefnum varðandi synjun á vottun vegna landnota skal vísað til úrskurðarnefndar<br />

sem landbúnaðarráðherra skipar.<br />

Gild<strong>is</strong>taka<br />

Ákvæði verklagsreglna þessara skulu taka gildi árið 2003 enda sé ljóst í upphafi árs 2003 að<br />

þær grunnupplýsingar sem aflað verður með verkefninu Nytjaland liggi fyrir eigi síðar en 1.<br />

sept. 2003.<br />

Reykjavík 11. mars 2000.<br />

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra<br />

Sveinn Runólfsson, Landgræðslu rík<strong>is</strong>ins<br />

Ari Teitsson, Bændasamtökum Íslands<br />

Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins<br />

Aðalsteinn Jónsson, Landsamtök sauðfjárbænda<br />

Þessi texti er fenginn af heimasíðu Bændasamtaka Íslands.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!