26.01.2015 Views

11. tbl. þriðjudagur 12. júní. - Bændasamtök Íslands

11. tbl. þriðjudagur 12. júní. - Bændasamtök Íslands

11. tbl. þriðjudagur 12. júní. - Bændasamtök Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

8<br />

Risaátak í ferðaþjónustu<br />

í ríki<br />

Vatnajökuls<br />

12<br />

Útskriftir nemenda<br />

á Hólum<br />

og Hvanneyri<br />

16<br />

Keyptum<br />

jörðina til<br />

að vera þar<br />

<strong>11.</strong> tölublað 2007 Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> Blað nr. 262 Upplag 16.500<br />

Mjólk sem<br />

reykingavörn<br />

Splunkunýr heimur<br />

Sum matvæli fá vindlinginn til<br />

að bragðast verr og það geta<br />

þeir, sem vilja hætta að reykja,<br />

notað sér.<br />

Mjólk er efst á lista yfir reykingafjandsamleg<br />

matvæli. Vís indamenn<br />

við stofnunina The Duke<br />

Center for Nicotine and Smok ing<br />

Cessation Research í Banda ríkjunum<br />

hafa fengið fólk til að neyta<br />

margs konar matvæla og reykja<br />

síðan á eftir.<br />

Í ljós kom að mjólk, ostur,<br />

ávextir og grænmeti gáfu vindlingunum<br />

verra bragð, en kaffi, te,<br />

áfengi og kókakóla bættu tóbaksbragðið.<br />

Þessar niðurstöður ætti að vera<br />

unnt að nota til að setja saman andreykingamatseðil<br />

eða til að búa til<br />

tyggigúmmí eða töflur, sem draga<br />

úr reykingaþörfinni.<br />

Rannsóknin var fjármögnuð<br />

af National Institute on Drug<br />

Abuse, sem berst gegn hvers kyns<br />

mis notkun óhollra efna, og niðurstöðurnar<br />

eru birtar í aprílhefti<br />

tíma ritsins Nicotine and Tobacco<br />

Research.<br />

Nýtt líf hefur litið dagsins ljós, einmitt daginn sem sumarið kom loksins á Norðurlandi eftir eindæma kaldan og hráslagalegan maímánuð. Þetta folald á<br />

bænum Langhúsum í Fljótum fæddist svo sannarlega inní sumarið. Mynd ÖÞ<br />

Sem kunnugt er fóru menn frá<br />

Samkeppniseftirlitinu í höfuð stöðvar<br />

Mjólkursamsölunnar (MS) að<br />

morgni 5. <strong>júní</strong> sl. Þeir höfðu meðferðis<br />

úrskurð frá Héraðsdómi<br />

Reykjavíkur um heimild til húsleitar.<br />

Í úrskurðinum kom fram<br />

að Samkeppniseftirlitinu er heimil<br />

leit í húsakynnum Mjólk ur samsölunnar<br />

ehf. á Bitruhálsi.<br />

Magnús Ólafsson, aðstoðar forstjóri<br />

MS sagði í samtali við Bændablaðið,<br />

skömmu áður en það fór<br />

í prentun, að þessi leit hafi farið<br />

fram. Hins vegar væri ekkert nýtt<br />

að frétta af málinu síðan fulltrúar<br />

Samkeppniseftirlitsins birtust á<br />

Bitruhálsinum 5. <strong>júní</strong> sl.<br />

,,Það gerist ekkert í þessu máli<br />

í nánustu framtíð. Það tekur slíkan<br />

tíma að fara í gegnum þann fjölda<br />

Handbók bænda 2007 á leið til áskrifenda<br />

Samkeppniseftirlitið sótti gögn í húsakynni MS og skyldra félaga<br />

Tilefni húsleitar er ansi rýrt<br />

– segir Magnús Ólafsson aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar<br />

Magnús Ólafsson aðstoðarforstjóri<br />

Mjólkursamsölunnar.<br />

Handbók bænda 2007 er komin<br />

út og er á leið til áskrifenda. Í<br />

bókinni í ár kennir ýmissa grasa<br />

en auk hefðbundins uppflettiefnis<br />

er að finna nýtt efni sem gagnast<br />

lesendum.<br />

Þar má nefna minnispunkta fyrir<br />

umsjónarmenn stóðhestahólfa, upplýsingar<br />

um ræktun jarðarberja,<br />

túnslátt að hausti og sölu bújarða<br />

og meðferð söluhagnaðar. Nýlegur<br />

sauðfjársamningur er birtur í heild<br />

sinni í bókinni í ár, ásamt reglum um<br />

aksturs- og ferðakostnað dýralækna.<br />

Þá er kynning á nýja fyrirtækinu<br />

Matís ohf. sem sinnir rannsókna- og<br />

nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði<br />

auk þess sem fjallað er um verkefnið<br />

Beint frá býli. Fast efni eins<br />

og dagatal, upplýsingar um girðingakostnað<br />

og listi yfir verktaka í<br />

landbúnaði er á sínum stað og fóðurtöflur<br />

hafa verið uppfærðar, sumar<br />

hverjar sem verða notaðar í nýja<br />

fóðurmatskerfinu NorFor.<br />

Handbók bænda 2007 er 296<br />

blaðsíður á lengd og í A5 broti.<br />

Ritstjórar eru Tjörvi Bjarnason<br />

og Matthías Eggertsson en prentsmiðjan<br />

<strong>Íslands</strong>prent sá um prentun.<br />

Þröstur Haraldsson setti bókina<br />

upp og teikningar eru eftir<br />

Þorstein Davíðsson. Bókin er seld<br />

í áskrift og lausasölu og kostar kr.<br />

3.000 með vsk. Áskrifendur greiða<br />

ekki póstburðargjöld en í lausasölu<br />

greiðir móttakandi burðargjöldin.<br />

Hægt er að panta bókina með því<br />

að senda tölvupóst á tb@bondi.is<br />

eða hringja í síma 563-0300.<br />

gagna sem þeir afrituðu og ljósrituðu<br />

að það verður bið á því að eitthvað<br />

nýtt gerist í málinu,“ sagði<br />

Magnús.<br />

Varðandi þá ásökun talsmanna<br />

Mjólku um að MS hefði veitt Nettó<br />

40% afslátt af MS Lgg+ jógúrt<br />

segir Magnús að það hafi aldrei átt<br />

sér stað. Það kom fram í auglýsingu<br />

frá Nettó í Fréttablaðinu að<br />

þessi afsláttur væri í boði en hann<br />

var alfarið á vegum Nettó og ekki<br />

byggður á afslætti sem MS veitti og<br />

kom því MS ekkert við.<br />

,,Ég verð að segja það að okkur<br />

hér þótti tilefni þessarar húsleitar<br />

ansi rýrt,“ sagði Magnús Ólafsson.<br />

Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður<br />

MS hefur sagt að MS hafi<br />

ávallt viljað vinna með Sam keppn iseftirlitinu<br />

og því hefði verið hægur<br />

vandi að nálgast allar upplýsingar<br />

án húsleitar.<br />

S.dór<br />

Sjá einnig leiðara bls. 6<br />

Mjólkurkúm fjölgar<br />

Endurskoða þarf skipulag búfjárverndarmála,<br />

segir landsráðunautur í búfjárrækt<br />

Í lok maí lauk árlegu uppgjöri forðagæsluskýrslna búfjáreftirlitsins.<br />

Helsta breytingin frá fyrra ári er fjölgun mjólkurkúa um nær<br />

1000, eru nú 25.504 að tölu en heildarfjöldi nautgripa í landinu er<br />

nú um 68.670. Hrossum hefur einnig fjölgað nokkuð, eru nú 75.644 á<br />

skýrslum. Sauðfjártalan er svipuð og nokkur undanfarin ár, nú örlítil<br />

fjölgun á milli ára þannig að vetrarfóðrað fé er 455.656 að tölu.<br />

Svínastofninn er í nokkrum vexti, nú samtals 4218 gyltur og geltir,<br />

og sömuleiðis minkastofninn sem telur nú 41.957 læður og högna, en<br />

alirefastofninn er orðinn lítill, aðeins 116 dýr. Þá má geta þess að á<br />

liðnu sumri var ræktað korn á rúmlega 3000 hekturum með yfir <strong>11.</strong>000<br />

tonna uppskeru. Innan við 10% heyjaforðans var verkað sem þurrhey<br />

og fer það hlutfall lækkandi. <strong>Bændasamtök</strong> <strong>Íslands</strong> hafa umsjón með<br />

skýrslusöfnun og uppgjöri forðagæsluskýrslna ásamt búfjáreftirliti, í<br />

umboði Landbúnaðarstofnunar á Selfossi, en gert er ráð fyrir að stofnunin<br />

taki við þessum verkefnum á næsta ári.<br />

Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, sem hefur umsjón með búfjáreftirlitsmálunum,<br />

þurftu búfjáreftirlitsmenn að hafa afskipti af lélegri<br />

fóðrun og aðbúnaði búfjár á allmörgum stöðum á landinu í vetur og<br />

hefur þurft að vísa nokkrum slíkum málum til héraðsdýralækna lögum<br />

samkvæmt. Iðulega er um að ræða sömu búin eða búfjáreigendurna ár<br />

eftir ár. Hann telur ástæðu til að endurskoða kerfið lið fyrir lið, taka<br />

þurfi búfjárverndarmálin fastari tökum enda auknar kröfur gerðar á<br />

þessu sviði sem snerta meðal annars ímynd landbúnaðarins.


2<br />

Fréttir<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Íslenskar garðplöntur<br />

merktar með fánaröndinni<br />

Allir tollar voru afnumdir af<br />

garð plöntum þann 1. mars sl.<br />

við harðorð mótmæli garðyrkjubænda<br />

sem sögðu um mismunun<br />

að ræða. Viðurkennt var<br />

af yfirvöldum að þarna hefði<br />

minni hagsmunum verið fórnað<br />

fyrir meiri í samningum við<br />

Evrópusambandið. Því má búast<br />

við umtalsverðum innflutningi<br />

á garðplöntum á þessu sumri.<br />

Vegna þeirrar samkeppni ætla<br />

íslenskir garðplöntuframleiðendur<br />

að taka upp merkingar<br />

á íslenskri framleiðslu með<br />

íslensku fánaröndinni. Eins og<br />

allir vita hefur íslenskt grænmeti<br />

verið í sérmerktum pakkningum<br />

um árabil og tilbúna vendi úr<br />

afskornum blómum var byrjað<br />

að sérmerkja í fyrra. En nú er<br />

komið að garðplöntunum.<br />

Íslenskir garðplöntuframleiðendur<br />

leggja metnað sinn í að bjóða<br />

garðplöntur sem henta íslensku<br />

veðurfari og hafa sannað sig við<br />

Vilja afnema<br />

nýju vatnalögin<br />

Þingflokkur Vinstri grænna<br />

hefur lagt fram á Alþingi<br />

frumvarp til laga um að lög nr.<br />

20/2006, vatnalög, falli brott<br />

og að lög nr. 15/1923, vatnalög<br />

með síðari breytingum, haldi<br />

gildi sínu. Í greinargerð með<br />

frumvarpinu segir:<br />

,,Setning nýrra vatnalaga,<br />

heildarlaga í stað þeirra sem<br />

gilt höfðu allt frá 1923, var<br />

eitt umdeildasta mál 132. löggjafarþings.<br />

Þáverandi stjórnarandstaða<br />

sameinaðist í andstöðu<br />

við málið og lagði til að<br />

því yrði vísað frá, samanber<br />

nefndarálit á þingskjali 864<br />

frá því þingi. Meginrök stjórnarandstöðunnar<br />

voru að með<br />

frumvarpinu væri hróflað með<br />

óábyrgum og óvarlegum hætti<br />

við farsælli niðurstöðu Alþingis<br />

um nýtingarrétt á vatni frá 1923<br />

og einkaeignarétti gert of hátt<br />

undir höfði.<br />

Við lokameðferð málsins<br />

náðist sú málamiðlun að fresta<br />

gildistöku hinna nýju vatnalaga<br />

fram yfir kosningar á þessu vori<br />

og þar til nýtt þing hefði komið<br />

saman og gæti tekið afstöðu til<br />

málsins...“<br />

Starf nautgriparæktarráðunauts<br />

auglýst<br />

<strong>Bændasamtök</strong> <strong>Íslands</strong> auglýsa<br />

á bls. 20 eftir landsráðunaut í<br />

nautgriparækt. Starfinu hefur<br />

Jón Viðar Jónmundsson sinnt<br />

af stakri prýði um langt árabil<br />

jafnframt starfi landsráðunautar<br />

í sauðfjárrækt.<br />

Landsráðunautsstörfum fyrir<br />

báðar stóru búgreinarnar í landinu<br />

hefur vissulega fylgt mikið<br />

vinnuálag og ábyrgð sem ekki er<br />

á allra færi að rísa undir. Það er<br />

sameiginlegur vilji stjórnenda BÍ<br />

og Jóns Viðars að samtökin leiti<br />

nú eftir starfsmanni sem uppfyllir<br />

hæfniskröfur til að sinna nautgriparáðunautsstarfinu.<br />

Það myndi létta<br />

vinnuálagi af Jóni og gæfi honum<br />

aukið svigrúm til að sinna spennandi<br />

verkefnum í sauðfjárræktinni.<br />

íslenskar aðstæður og verið aðlagaðar<br />

þeim.<br />

Sameiginlegur gagnagrunnur<br />

Helga Hauksdóttir, framkvæmdastjóri<br />

Sambands garðyrkjubænda,<br />

sagði í samtali við Bændablaðið að<br />

í byrjun þessa árs hafi garðyrkjubændur<br />

komið sér upp sameiginlegum<br />

gagnagrunni. Þar er komið<br />

fyrir öllum þeim upplýsingum sem<br />

liggja fyrir hjá garðplöntubændum.<br />

Þeir hafa að sjálfsögðu mikla<br />

reynslu af mismunandi tegundum<br />

og yrkjum sem engir aðrir hafa.<br />

Síðan ætla þeir að koma með sameiginlegar<br />

merkingar á sína vöru. Ragna Helgadóttir, heimasætan á Kjarri í Ölfusi, með nýju merkimiðana fyrir<br />

Helga segir að nú fari að koma íslensku garðplöntuframleiðendurna. Á spjaldinu eru góðar upplýsingar um<br />

í ljós fyrstu áhrif þess að tollar plöntuna og íslenska fánaröndin er neðst á því eins og sjá má. Ljósm. MHH<br />

voru afnumdir af garðplöntum 1.<br />

mars sl. Þegar eru komnir til landsins<br />

nokkrir gámar fullir af sumarblómum<br />

sem koma á markaðinn<br />

nú þegar sumarblómatíminn hefst<br />

af fullum krafti. Helga telur að á<br />

næstu árum verði áhrifin af þessu<br />

afnámi tolla enn meiri. Þess vegna<br />

sé nauðsynlegt fyrir íslenska garðplöntuframleiðendur<br />

að merkja sína<br />

vöru því þeir séu með plöntur sem<br />

aðlagaðar hafa verið íslensku veðurfari.<br />

Íslenskir garðplöntuframleiðendur<br />

að þróa sínar trjáplöntur og fjölær<br />

blóm þannig að þau þola fullkomlega<br />

íslenskt veðurfar.<br />

Að herða blóm<br />

Varðandi einæru blómin er ekki um<br />

mikla þróun að ræða en hinsvegar<br />

hafa garðplöntubændur valið úr harðgerðustu<br />

tegundirnar. Síðan kemur<br />

það sem kallað er að herða einærblóm<br />

eins og til að mynda stjúpur.<br />

Þá eru þær ræktaðar inni framan af<br />

eru þær settar út og þar með aðlagast<br />

þær hinum lága hita sem er hér á<br />

landi. Þar sem þetta er ekki gert þola<br />

sumarblómin ekki kuldakast eins og<br />

koma svo oft hér á landi, þau láta<br />

þegar í stað á sjá á meðan ekkert sér á<br />

hertu blómunum.<br />

Vegna þessa er nauðsynlegt<br />

að sérmerkja íslensku framleiðsluna<br />

því hún hefur verið aðlöguð<br />

íslensku veðurfari og hitastigi þolir<br />

hvoru tveggja betur en suðræn<br />

hafa í gegnum árin verið en seinni hluta ræktunartímabilsins blóm.<br />

S.dór<br />

Ný útflutningsgrein: gamlir Landróverar<br />

Gamlir Landróverar gætu orðið<br />

ný útflutningsgrein hjá bændum<br />

ef marka má reynslu Torfa<br />

Þórarinssonar bónda á Skógum<br />

í Hörgárdal. Hann auglýsti einn<br />

slíkan í Bændablaðinu ekki alls<br />

fyrir löngu og fékk mun meiri<br />

viðbrögð en hann átti von á. Nú<br />

er bíllinn seldur – til Danmerkur!<br />

Og Danir vilja fá fleiri.<br />

Forsaga málsins er sú að Torfi<br />

auglýsti í Bændablaðinu í vetur eftir<br />

Landróver af lengri gerðinni. Ekki<br />

bar það árangur en hann keypti<br />

hins vegar jeppa af styttri gerðinni<br />

austan af landi. Svo frétti hann af<br />

öðrum af lengri gerðinni og keypti<br />

hann. Þá hafði hann ekkert við þann<br />

stutta að gera lengur og auglýsti<br />

hann til sölu í Bændablaðinu.<br />

„Viðbrögðin voru langt umfram<br />

það sem ég átti von á. Ég fékk<br />

fjölda símtala og þar á meðal frá<br />

útlöndum. Og nú er jeppinn sem ég<br />

keypti í vetur á leið til Danmerkur.<br />

Sá sem kaupir er íslenskur húsasmiður<br />

sem býr í Hróarskeldu og<br />

er að læra gamla byggingarlist.<br />

Hann er félagi í Landróverklúbbi<br />

Samtökin Landsbyggðin lifi<br />

héldu byggðaþing á Hvanneyri<br />

sl. laugardag í samvinnu við<br />

Land búnaðarháskóla <strong>Íslands</strong>.<br />

Voru þar flutt fimm erindi um<br />

mál sem varða landsbyggðina<br />

miklu og að þeim loknum voru<br />

pall borðsumræður. Verða þinginu<br />

gerð nánari skil hér í Bændablað<br />

inu á næstunni.<br />

Á sunnudaginn var svo haldinn<br />

aðalfundur samtakanna og fór þar<br />

allt fram með hefðbundnum hætti. Í<br />

frétt frá samtökunum segir að mikil<br />

eindrægni hafi ríkt um kjör nýrrar<br />

stjórnar. Stjórnarfundur sem haldinn<br />

var strax í kjölfar aðalfundarins<br />

skipti verkum milli stjórnarmanna.<br />

Danskir áhugamenn um Landróver væru eflaust til að í að greiða morðfjár<br />

fyrir þennan, verst þó að hann skuli líta svona vel út því aðalsportið hjá<br />

þeim er að gera þá upp.<br />

Danmerkur og þegar hann sagði frá<br />

auglýsingunni varð uppi fótur og fit<br />

Byggðaþing haldið á<br />

Hvanneyri um helgina<br />

Í stjórn sitja nú: Formaður er<br />

Ragnar Stefánsson, Laugasteini,<br />

Svarf aðardal, varaformaður Sveinn<br />

Jóns son kenndur við Kálfskinn,<br />

ritari er Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum<br />

og Stefán Á Jónsson, Kagaðarhóli<br />

Austur-Húnavatnssýslu<br />

er gjaldkeri. Meðstjórnendur eru<br />

Elísabet Gísla dóttir, Reykjavík,<br />

Sigríður Svavarsdóttir, Akureyri<br />

og Guðjón D. Gunnarsson, Reykhólum.<br />

Varamenn í stjórn eru: Stefánía<br />

V. Gísladóttir, Kópaskeri, Þórunn<br />

Egils dóttir, Vopnafirði, Þormóður<br />

Ásvaldsson, Þingeyjarsveit, Silja<br />

Sig urðardóttir, Seyðisfirði og Pétur<br />

Tryggvi Hjálmarsson, Ísafirði.<br />

í klúbbnum. Hann hafði samband<br />

við mig og spurði hvað ég gæti<br />

útvegað marga bíla. Ástand bílanna<br />

skipti engu máli, hann gæti selt allt<br />

sem ég gæti útvegað,“ sagði Torfi.<br />

Félagarnir í Landróverklúbbnum<br />

gera bílana upp sjálfir og þeim<br />

fannst þeir hafa himin höndum<br />

tekið þegar þeir fréttu að bak við<br />

annan hvern hól á Íslandi lægi gamall<br />

Landróver. „Þeir ryðga svo illa<br />

niður þarna úti að þeir hverfa bókstaflega<br />

svo það er ekkert framboð<br />

af notuðum jeppum. Kaupandinn<br />

sagði mér að það væri hægt að fá<br />

alla varahluti í Landróver og að<br />

þeir kostuðu ekki mikið, hurðin<br />

með öllu tilheyrandi fæst til dæmis<br />

á 7.000 íslenskar krónur og galvaníseruð<br />

grind á 110.000,“ segir<br />

Torfi.<br />

Fáum sögum fer af því til hvers<br />

þeir dönsku nota bílana eftir að þeir<br />

hafa gert þá upp en Torfi segir að<br />

þar sem Landróver sé ekki með aflmestu<br />

bílum henti hann áreiðanlega<br />

vel í danskar fjallaferðir!<br />

Þeir sem hafa áhuga á að gera sér<br />

mat úr gamla jeppahræinu sínu ættu<br />

að hafa samband við Torfa en hann<br />

svarar í símann 897 7178. ÞH<br />

Banni við silungsveiðum<br />

í net í<br />

Eyjafirði aflétt<br />

Fyrir þremur árum setti veiðimálastjóri<br />

reglugerð sem bannaði<br />

allar silungsveiðar í net<br />

í Eyjafirði en bændur höfðu<br />

margir lagt net út frá sínu landi<br />

og veitt sér í soðið. Bannið náði<br />

til allra bæja í austanverðum<br />

Eyjafirði, það er í Svalbarðs- og<br />

Grýtubakkahreppum, en vestanmegin<br />

fjarðarins hafði silungsveiði<br />

í net verið bönnuð í mörg ár<br />

á undan. Þá náði reglugerð veiðimálastjóra<br />

um bann við silungsveiðum<br />

í net í sjó alveg austur í<br />

Þistilfjörð.<br />

Ástæða sjóveiðibannsins var<br />

sögð sú að koma í veg fyrir að<br />

lax veiddist í netin. Hins vegar er<br />

enginn lax í Eyjafjarðará þannig<br />

að þetta bann gat ekki átt þar við.<br />

Bændur sem urðu fyrir veiðibanninu<br />

undu því ekki og lögðu fram<br />

stjórnsýslukæru en henni var hafnað.<br />

Þá sendu þeir málið til umboðsmanns<br />

Alþingis sem úrskurðaði<br />

bændum í hag í fyrra. Samt var<br />

það ekki fyrr en nú í vor sem bréf<br />

var sent út frá Landbúnaðarstofnun<br />

um að netaveiðibanninu í Eyjafirði<br />

austanverðum væri aflétt.<br />

Bréfið sem bændur við Eyjafjörð<br />

austanverðan fengu er eftirfarandi:<br />

Reglur<br />

um afnám reglna nr. 373, 29.<br />

apríl 2004, um bann við netaveiði<br />

göngusilungs við Eyjafjörð.<br />

1. gr.<br />

Með hliðsjón af ítarlegri ákvæðum<br />

nýrra laga nr. 61/2006 um lax- og<br />

silungsveiði varðandi netaveiðar<br />

á göngusilungi í sjó eru felldar úr<br />

gildi reglur nr. 373, 29. apríl 2004,<br />

um bann við netaveiði göngusilungs<br />

við Eyjafjörð.<br />

2. gr.<br />

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt<br />

15. gr. laga nr. 61/2006, um<br />

lax- og silungsveiði, öðlast gildi<br />

við birtingu.<br />

3. gr.<br />

Reglur þessar fella ekki úr gildi auglýsingu<br />

nr. 197/1943 um bann við<br />

veiði göngusilungs við Fnjóskárósa.<br />

Undir bréfið ritar Jón Gíslason,<br />

forstjóri Landbúnaðarstofnunar.<br />

Varðandi svæðið austur um til<br />

Þórshafnar sagði Viktor Stefán<br />

Pálsson að hjá Landbúnaðarstofnun<br />

væri verið að skoða aðstæður á því<br />

svæði. Þar eru nokkrar laxveiðiár<br />

sem gæti þurft að verja fyrir netaveiðum<br />

í sjó.<br />

S.dór<br />

Dómkórinn syngur<br />

í Grundarfjarðarkirkju<br />

Dómkórinn í Reykjavík hefur<br />

haft þann sið um árabil<br />

að ljúka vetrarstarfi sínu<br />

með ferðalagi og tónleikum<br />

á landsbyggðinni. Hefur<br />

hann sungið víðsvegar um<br />

landið á þessum ferðum. Að<br />

þessu sinni er ferðinni heitið<br />

á Snæfellsnes og verða<br />

tónleikar haldnir í Grundarfjarðar<br />

kirkju laugardaginn<br />

16. <strong>júní</strong> kl. 14.<br />

Þar syngur kórinn íslensk<br />

þjóð lög og sálmalög, erlenda<br />

madrigala, sönglagaflokk eftir<br />

Johannes Brahms og fleira.<br />

Aðgangur er ókeypis og öllum<br />

frjáls meðan húsrúm leyfir.<br />

Kórinn skipa rúmlega 50 söngvarar<br />

en stjórnandi er Marteinn<br />

H. Friðriksson dómorganisti.


4<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

10 ára afmæli Suðurlandsskóga fagnað<br />

Hressir starfsmenn Stíganda, frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, Hlynur<br />

Tryggvason, Gunnar Sigurðsson og Jón Sverrisson. Ljósm. ÖÞ<br />

Trésmiðjan Stígandi á<br />

Blönduósi sextíu ára<br />

Þann 1 maí sl. voru sextíu ár hvað þeir eru að gera og hvað viðskiptavinurinn<br />

leggur uppúr að fá,“<br />

liðin frá því Byggingafyrirtækið<br />

Stígandi hf. á Blönduósi var stofnað.<br />

Það er nú með elstu starfandi maður blaðsins leit inn hjá honum<br />

sagði Jón Sverrisson þegar tíðinda-<br />

fyrirtækjum í þessari grein á á dögunum.<br />

landinu.<br />

ÖÞ<br />

Stofnendur Stíganda voru<br />

Kristján Gunnarsson byggingameist<br />

ari, Kaupfélag Austur Húnvetn<br />

inga, Búnaðarsamband A-Húnvetn<br />

inga og Blönduósbær. Í dag er<br />

Sláttur hafinn<br />

Hilmar Kristjánsson framkvæmdastjóri<br />

stærsti eigandinn, en auk hans<br />

í Eyjafirði<br />

eru sex starfsmenn eigendur að<br />

fyrirtækinu. Stígandi hefur allt frá<br />

upphafi verið til húsa að Húnabraut<br />

29 á Blönduósi. Þar byrjaði það<br />

í húsnæði sem var um 250 m 2 að<br />

stærð en árið 1977 var byggt við<br />

og húsið stækkað í um 930 m 2 .<br />

Fyrirtækið hefur í dag á að skipa<br />

ágætum vélakosti til starfseminnar.<br />

Jón Sverrisson verkstjóri hjá<br />

Stíganda sagði að næg verkefni<br />

væru framundan. Þannig væru í dag<br />

bókuð verk talsvert fram á næsta<br />

ár. Fyrirtækið er bæði í nýbyggingum<br />

og innréttingasmíði. Það<br />

hefur selt mikið af innréttingum á<br />

Reykjavíkursvæðið undanfarin ár<br />

og þær hafa líkað vel. Til marks um<br />

það sagði Jón að í nokkrum tilfellum<br />

hefði Stígandi verið með hæsta<br />

tilboð í verk og fengið það samt.<br />

Þeir væru að smíða dýrar innréttingar<br />

en leggðu líka mikið uppúr<br />

að hafa þær vandaðar og það hefði<br />

skilað sér. Verkkaupar eru bæði fyrirtæki,<br />

stofnanir og einstaklingar.<br />

Starfsmenn um þessar mundir<br />

eru um 25 talsins og nokkrir búnir<br />

að vinna lengi hjá fyrirtækinu.<br />

„Þetta eru magnaðir karlar sem vita<br />

Suðurlandsskógar á Selfossi fögnuðu<br />

10 ára starfsafmæli sínu<br />

þriðjudaginn 5. <strong>júní</strong> með af mælissamkomu<br />

hjá Jóni Hólm Stefánssyni<br />

og Rósu Finnsdóttur, skógarbændum<br />

í Gljúfri í Ölfusi.<br />

Farið var yfir sögu verkefnisins<br />

og það sem framundan er, auk<br />

þess sem boðið var upp á kleinur<br />

og ketilkaffi að hætti skógarmanna.<br />

Í dag eru um 270 bændur í<br />

Suðurlandsskógum og í ár er ætlað<br />

að gróðursettar verði 1,3 milljónir<br />

plantna á vegum verkefnisins.<br />

Lög um Suðurlandsskóga voru<br />

sett á Alþingi 1997, en ný lög um<br />

landshlutaverkefnin, sem Suðurlands<br />

skógar heyra undir, voru samþykkt<br />

2. <strong>júní</strong> 2006. Fyrst var gróðursett<br />

undir merkjum Suður landsskóga<br />

vorið 1998.<br />

Suðurlandsskógar er átaksverkefni<br />

í skógrækt á Suðurlandi til 40<br />

ára. Takmarkið er að rækta upp<br />

skóg í 5% af láglendi svæðis ins á<br />

tímabilinu. Starfssvæði verkefnisins<br />

nær yfir Reykjanes, Ár nessýslu,<br />

Rangárvallasýslu og Skaftafells<br />

sýslur báðar. MHH<br />

Þrír skógarbændur, hjónin í Gljúfri,<br />

Rósa og Jón Hólm, ásamt Sigurði<br />

Hermannssyni í Gerðarkoti í Ölfusi.<br />

Sláttur hófst í Eyjafjarðarsveit sl. föstudag, en þá hófu þrír bændur slátt að því er best er vitað. Einn þeirra,<br />

Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum notaði blíðskaparveðrið og sló um 3-4 ha í námunda við bæinn. „Þetta er nú<br />

frekar með fyrra fallinu,“ segir hann. Lítið hefur rignt norðan heiða að undanförnu og segir Benjamín tún frekar<br />

þurr, „það mætti nú alveg rigna töluvert, það yrði ágætt fyrir sprettuna,“ segir hann. Útlit hvað heyskap varðar<br />

segir hann þó gott og tún hafi komið vel undan vetri, hvergi kalbletti að sjá. „Veturinn var frekar mildur, bæði<br />

mars og apríl voru hlýir og það skiptir miklu máli,“ segir hann.<br />

Allir stjórnarmenn hjá Suðurlandsskógum mættu að sjálfsögðu í 10 ára<br />

afmælið. Hér eru þau, talið frá vinstri; Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri<br />

verkefnisins, Hreinn Óskarsson, Garðar Hannesson, stjórnarformaður og<br />

Agnes Geirdal.<br />

Brunavarnir í sveitum<br />

Helstu fréttir af brunavarnarverkefninu<br />

eru þær að nú er lokið yfirferð<br />

um sveitabæi í Grundarfirði.<br />

Næst verða teknar fyrir brunavarnir<br />

í Borgarbyggð en sveitarfélagið<br />

mun þar vinna með okkur<br />

að verkefninu. Tryggingafélögin<br />

hafa sýnt verkefninu áhuga og<br />

eru áhugsöm um samstarf og hafa<br />

einnig tekið á sig hluta kostnaðar.<br />

Þegar er búið að selja nokkur<br />

sérhæfð brunavarnarkerfi fyrir<br />

búfjárhús en eitt slíkt kerfi er til sölu<br />

hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands.<br />

Frá þessu er greint í Fréttabréfi<br />

Búnaðarsamtaka Vesturlands.<br />

Húsbyggingar á Hólmavík<br />

Vefurinn strandir.is segir frá því<br />

að framundan séu húsbyggingar á<br />

Hólmavík, en skortur hefur verið<br />

á íbúðarhúsnæði í þorpinu undanfarið.<br />

Nýlega ráðstafaði sveitarstjórn<br />

Strandabyggðar síðustu<br />

skipulögðu einbýlishúsalóðinni við<br />

Lækjartún og einnig er fyrirhugað<br />

að stofnað verði félag sem hefur á<br />

stefnuskránni að reisa einingarhús<br />

á Hólmavík. Að því félagi standa<br />

Kaupfélag Steingrímsfjarðar,<br />

Hólma drangur ehf., Sparisjóður<br />

Stranda manna og Trésmiðjan<br />

Höfði ehf.<br />

Garðyrkjuráðunauturinn fluttur í Reykholt<br />

Magnús Á. Ágústsson garðyrkjuráðunautur<br />

Bændasamtakanna<br />

hefur nú starfað í Tungunum í<br />

nærfellt ár. Magnús flutti með<br />

skrifstofu sína frá Reykjum og<br />

er með skrifstofu á Bjarkarbraut<br />

13 í Reykholti. Símanúmerin eru<br />

483 4579 og 892 4003 en hann<br />

verður í fríi án síma frá 25. <strong>júní</strong><br />

til 6. júlí.<br />

Svo skemmtilega vildi til að<br />

þegar hann tilkynnti flutning<br />

sinn í Reykholt, flutti Pósturinn<br />

<strong>Bændasamtök</strong>in líka í Reykholt<br />

en að vísu í annað hús! Þetta sýnir<br />

hve auðvelt og sársaukalítið það<br />

getur verið að flytja stofnanir út á<br />

land.<br />

Magnús er ánægður með flutninginn,<br />

segir að Reykholt sé miðsvæðis<br />

ef litið er til garðyrkju og<br />

væntanleg brú að Flúðum hjá<br />

Bræðratungu muni leiða til þess<br />

að um 80% framleiðenda í garðyrkju<br />

verði í 15 mínútna fjarlægð<br />

frá Reykholti. Ekki er nokkur vafi<br />

Magnús Á. Ágústsson ráðunautur.<br />

á að brúin yfir Hvítá mun efla uppsveitirnar<br />

mikið, að hans mati.<br />

„Það telst til gleðilegra tíðinda<br />

í sveitinni að nú er verið að byggja<br />

nýtt gróðurhús á Espiflöt þar sem<br />

framleiða á blóm til afskurðar.<br />

Mikill samdráttur hefur orðið í<br />

ræktunarflatarmáli í blómum en<br />

framleiðsla hefur ekki minnkað að<br />

sama skapi þar sem framleiðsla á<br />

m 2 hefur aukist með aukinni lýsingu.<br />

Feðgarnir í Gufuhlíð, Helgi<br />

og Jakob, eru einnig að byggja nýtt<br />

gróðurhús en þeir rækta gúrkur.<br />

Hinum megin Hvítár er búið að<br />

planta miklu af káli þrátt fyrir að<br />

tíðin hafi verið stirð, tíðar frostnætur<br />

í maí og þurrkar og vindar.<br />

Nú eru gerðar athuganir með<br />

tvöfalda dúka yfir fyrstu útplantanir<br />

og lofar það góðu. Settur er<br />

plastdúkur með 500 götum á m 2<br />

yfir akrýldúk. Það er með ólíkindum<br />

hvað plastdúkurinn liggur<br />

rólega á í vindi á meðan hefðbundinn<br />

akrýldúkur lemur á plöntunum.<br />

Nauðsynlegt er að tryggja með<br />

slíkum aðferðum að uppskera náist<br />

að hausti en á síðasta ári björguðu<br />

hlýindin í ágúst og september því<br />

að uppskera náðist,“ segir Magnús<br />

Á. Ágústsson garðyrkjuráðunautur<br />

og hyggur gott til dvalar í<br />

Reykholti.<br />

Að ofan sjást framkvæmdir<br />

við byggingu nýs gróðurhúss<br />

í Gufuhlíð í Bláskógabyggð.<br />

Á neðri myndinni má sjá<br />

tvöfalda dúkinn sem garðyrkjubændur<br />

nota til að hlífa<br />

plöntunum við vindbarningi.


5<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


6<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Málgagn bænda og landsbyggðar<br />

Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er<br />

dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu<br />

Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka <strong>Íslands</strong>.<br />

Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.<br />

Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.<br />

Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is<br />

Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is<br />

Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is<br />

Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is<br />

Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – <strong>Íslands</strong>póstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621<br />

LEIÐARINN<br />

Það brá óneitanlega mörgum í brún þegar<br />

Samkeppniseftirlitið réðst til inngöngu í húsakynni<br />

Mjólkursamsölunnar fyrir rúmri viku og<br />

krafðist þess að sjá bókhald fyrirtækisins. Höfðu<br />

starfsmenn eftirlitsins á brott með sér þvílíkt<br />

magn skjala að forsvarsmenn fyrirtækisins telja<br />

að það taki mánuði að afrita og skoða það allt.<br />

Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvert framhald<br />

málsins verður.<br />

Fram hefur komið að tildrög þessarar aðfarar að<br />

fyrirtækinu séu þau að forsvarsmenn samkeppnisaðilans<br />

Mjólku hafi kært Mjólkursamsöluna<br />

fyrir að veita óeðlilega mikinn afslátt af vörutegundum<br />

sem keppa um hylli neytenda á markaði<br />

við vörur Mjólku. Einkum hefur verið rætt um<br />

Fetaost og jógúrt í því sambandi. Forsvarsmenn<br />

Mjólkursamsölunnar hafa svarað því til að þeir<br />

hafi ekki veitt afsláttinn sem auglýstur var í blöðum<br />

heldur hafi það verið smásöluverslanirnar<br />

sem tóku það upp hjá sjálfum sér að veita afslátt<br />

af þessum vörum.<br />

Hér skal ekki lagður dómur á það hvor aðilinn<br />

hefur rétt fyrir sér. Vonandi tekur rannsókn<br />

Samkeppniseftirlitsins fljótt af svo þessar ásakanir<br />

hangi ekki lengi yfir markaðnum. Það væri<br />

engum til góðs.<br />

Það er hins vegar ástæða til að fjalla nokkuð<br />

um þau átök sem Mjólkursamsalan og Mjólka<br />

hafa átt í að undanförnu á markaði fyrir tilteknar<br />

mjólkurafurðir. Einkum er það tvennt sem rétt<br />

er að staldra við. Annars vegar er það staðhæfing<br />

sem oft hefur heyrst úr ranni Mjólku og lögmaður<br />

fyrirtækisins endurtók í fjölmiðlum eftir innrás<br />

Samkeppniseftirlitsins en hún er á þá leið að sá<br />

munur sé á þessum tveimur mjólkursamlögum að<br />

annað njóti ríkisstyrkja en hitt ekki.<br />

Þessi staðhæfing stenst einfaldlega ekki.<br />

Hvorugt fyrirtækjanna nýtur ríkisstyrkja. Það gera<br />

hins vegar mjólkurframleiðendur sem fá beingreiðslur<br />

úr ríkissjóði en þær tengjast hversu mikið<br />

Vandlifað á<br />

markaðnum<br />

þeir leggja inn af mjólk og greiðslumarki þeirra. Þá<br />

skiptir engu máli hvort þeir leggja inn hjá Mjólku<br />

eða Mjólkursamsölunni, greiðslurnar eru þær<br />

sömu. Mjólkuframleiðendur, sem eru í viðskiptum<br />

við Mjólku og eru greiðslumarkshafar hafa<br />

nákvæmlega sömu stöðu og innleggjendur hjá MS.<br />

Með þessu er á engan hátt verið að draga úr því<br />

að vissulega er staða Mjólkursamsölunnar á markaðnum<br />

langtum öflugri en Mjólku, bæði í krafti<br />

stærðarinnar, sögunnar og eignartengsla við bændur.<br />

Mjólka starfar því innan greiðslumarkskerfisins<br />

og forsvarsmenn fyrirtækisins eiga ekki að reyna<br />

ljúga öðru að þjóðinni, enda hafa þeir alla burði til<br />

að standa með sóma að sínu fyrirtæki.<br />

Hitt atriðið er heldur snúnara en það snýst um<br />

það sem nefnt hefur verið millifærslukerfi mjólkuriðnaðarins.<br />

Í stuttu máli gengur það út á að<br />

hluti mjólkurafurða á markaði, einkum drykkjarmjólkin,<br />

er háður opinberum verðlagsákvæðum.<br />

Verðið er ákveðið í þar til skipaðri nefnd, bæði<br />

mjólkurverð til framleiðanda og heildsöluverð<br />

þeirra vöruflokka sem undir nefndina heyra. Af<br />

einhverjum ástæðum hefur nefndin haft þann sið<br />

á undanförnum árum að hafa verðið á drykkjarmjólkinni<br />

lægra en framleiðslukostnaður gefur<br />

tilefni til. Þennan mismun verða samlögin að<br />

bæta sér upp með hærra verði á þeim vörum sem<br />

ekki eru háðar verðlagákvæðum.<br />

Þetta þarf skilyrðislaust að leiðrétta. Framleiðslukostnaður<br />

verður að endurspeglast í verðlagningu.<br />

Slíka leiðréttingu á að gera í samstarfi við<br />

fulltrúa neytenda í Verðlagnefnd búvöru. Heildar<br />

söluverðmæti mjólkurvöru þarf ekki að hækka þó<br />

slíkar leiðréttingar verði gerðar. Millfærslur í verði<br />

á milli mjólkurvara og mjólkursamlaga, með viðkomu<br />

í ríkissjóði, birtist okkur síðan sem útgjöld<br />

ríkissjóðs upp á hundruð milljóna þótt fjármunirnir<br />

séu sóttir til fyrirtækjanna.<br />

En það er ekki sjálfgert að breyta þessu í einu<br />

vetfangi. Þegar Guðbrandur Sigurðsson forstjóri<br />

Mjólkursamsölunnar lagði það til í vetur brást<br />

Morgunblaðið hart við og sakaði hann um einokunartilburði.<br />

Eflaust eiga margir erfitt með að<br />

átta sig á því hvernig það geta talist einokunartilburðir<br />

að afnema opinbera verðlagningu á mjólk.<br />

Skýringin er sú að millifærslukerfið veldur því<br />

að sumar afurðir eru hærra verðlagðar en aðrar á<br />

markaðnum. Þetta hefur Mjólka notfært sér, enda<br />

einskorðast framleiðsla fyrirtækisins við vörur<br />

sem hafa góða framlegð og þurfa ekki að leggja<br />

til þeirrar millifærslu sem meðal annars tryggir<br />

öllum neytendum landsins sama verð á mjólkurvöru<br />

um allt land. Fyrir vikið getur Mjólka<br />

boðið bændum hærra verð fyrir afurðir sínar en<br />

Mjólkursamsalan gerir. Væri millifærslunum hætt<br />

og verðlag látið ráðast á markaði er hætt við að<br />

fyrirtækið lenti í vanda.<br />

Það er því vandséð hvernig best er að leysa<br />

þennan hnút. Vonandi bera menn þó gæfu til þess<br />

að koma á eðlilegu ástandi þannig að þessi tvö<br />

fyrirtæki og fleiri geti starfað hlið við hlíð. Þá ríkti<br />

eðlileg samkeppni á markaðnum sem öllum ætti<br />

að vera til góða – jafnvel þótt sumir séu stærri en<br />

aðrir. Það er hins vegar ekki endilega víst að besta<br />

leiðin að slíku ástandi liggi um dómssalina. –ÞH<br />

Spáir flóttamannastraumi norður á bóginn þegar líður á öldina<br />

James Lovelock, sem um áratugaskeið<br />

hefur rannsakað og<br />

fjallað um umhverfismál, var<br />

nýlega á ferð í Noregi þar sem<br />

hann hélt fyrirlestur um þessi<br />

mál hjá „Miðstöð fyrir þróun<br />

og umhverfi“ (Senter for miljø<br />

og utvikling), en það er stofnun<br />

sem starfar við Háskólann í Ósló.<br />

Jafnframt var hann útnefndur<br />

fyrstur manna til að gegna gestaprófessorsstöðu<br />

við háskólann, en<br />

þessi staða er nýstofnuð og kennd<br />

við Arne Næss, heimspekiprófessor<br />

við skólann.<br />

James Lovelock er Englendingur,<br />

fæddur árið 1919. Hann lærði efnafræði<br />

og læknisfræði en hefur um<br />

áratugaskeið verið sjálfstætt starfandi<br />

vísindamaður með aðaláherslu<br />

á umhverfismál. Árið 1979 vakti<br />

hann á sér alþjóðaathygli þegar<br />

hann sendi frá sér bók sína: Gaia:<br />

A New Look at Life on Earth, eða<br />

Gaia, ný sýn á lífið á jörðinni, en<br />

Gaia er nafn á grísku jarðargyðjunni.<br />

Í bókinni lýsir hann jörðinni<br />

sem lifandi veru. Árið 2006 gaf<br />

hann síðan út bókina The Revenge<br />

of Gaia, eða Gaia svarar fyrir sig.<br />

Í áðurnefndum fyrirlestri hélt<br />

James Lovelock<br />

hann því fram að lönd á norðurslóðum<br />

jarðar, þ.e. Norðurlönd,<br />

norðursvæði Rússlands og Síberíu<br />

og Norður-Ameríku verði óskalönd<br />

mannkyns þegar stórir hlutar<br />

jarðar verða orðnir óbyggilegir<br />

vegna hlýnunar andrúmsloftsins.<br />

Saharaeyðimörkin sækir norður<br />

á bóginn og Suður-Evrópa finnur<br />

þegar fyrir þurrkunum, segir hann.<br />

James Lovelock telur ólíklegt að<br />

unnt verði að stöðva hlýnunina. En<br />

nokkur hluti mannkyns mun lifa af.<br />

Noregur nýtur forréttinda með<br />

mikið vatnsafl og veðurfar sem víða<br />

verður hagstæðara til matvælaframleiðslu<br />

við að hlýna nokkuð.<br />

En Norðmenn standa gagnvart<br />

erfiðu siðferðilegu vandamáli<br />

vegna þess að mikill þrýstingur<br />

verður frá flóttamönnum sem munu<br />

sækja norður á bóginn í stórum stíl.<br />

Öll hin fögru markmið sem er<br />

að finna í Kýótó-bókuninni minna<br />

mig á München árið 1938 þegar<br />

velviljaðir stjórnmálamenn lýstu<br />

því yfir að það yrði friður um vora<br />

daga.<br />

Þegar veður hlýnar á jörðinni<br />

mun verða mikill samdráttur í matvælaframleiðslu.<br />

Jafnvel þó að<br />

úrkoma aukist þá eykst uppgufunin<br />

einnig vegna aukins hita, sagði<br />

James Lovelock.<br />

Jafnframt lítur hann á verksmiðjubúskapinn<br />

sem aðalógnina við heilbrigði<br />

jarðar. Hinn vélvæddi stórbúskapur,<br />

sem nú er í mikilli sókn og<br />

Brasilía er glöggt dæmi um en einnig<br />

mörg önnur lönd, er miklu skaðlegri<br />

en Tsjernobyl. Við húðflettum<br />

jörðina og losun koltvísýrings væri<br />

ekki jafn mikil og raun ber vitni ef<br />

við hefðum ekki gengið á skógana<br />

eins og við höfum gert, segir hann.<br />

Við völdum stórfelldum skaða á<br />

jörðinni en samt ert þú bjartsýnismaður.<br />

Hvers vegna<br />

„Við höfum ekki eyðilagt jörðina<br />

en við höfum valdið því að Gaia<br />

hefur flutt sig úr því ástandi sem<br />

hún var í yfir í hlýrra ástand. En það<br />

er allt í lagi með jörðina sem hnött,<br />

hún mun verða til um milljarða ára<br />

skeið,“ segir James Lovelock sem<br />

er einnig bjartsýnn á það að hluti<br />

mannkyns muni lifa af.<br />

„Breytingar á hitafari á jörðinni<br />

eru hluti af milljón ára langri sögu<br />

mannsins. Á þeim tíma hafa átt sér<br />

stað sjö stórar veðurfarsbreytingar<br />

sem valdið hafa gífurlega miklum<br />

breytingum. Norðurhvel jarðar var<br />

allt hulið ís á sínum tíma og sjávarborð<br />

hefur verið allt að því 120<br />

metrum hærra en nú,“ segir hann.<br />

„Það tók Gaiu 2,7 milljónir ára<br />

að skapa dýr sem gat hugsað, skrifað<br />

í blöð og skoðað jörðina utan<br />

úr himingeimnum. Eigum við að<br />

gefast upp Nei, aldrei nokkurn<br />

tímann.“<br />

Heimasíða James Lovelock er<br />

www.jameslovelock.com<br />

Nationen, stytt og endursagt<br />

LOKAORÐIN<br />

Fjósin spretta eins<br />

og gorkúlur<br />

Hér til hliðar er fjallað um málefni<br />

mjólkuriðnaðarins og mætti<br />

draga þá ályktun af leiðaranum<br />

að þar logaði allt í illdeilum og<br />

hælbítar hefðu yfirráðin í greininni.<br />

Svo er ekki og fer raunar<br />

fjarri. Íslensk mjólkurframleiðsla<br />

virðist standa með miklum blóma<br />

um þessar mundir, í það minnsta<br />

ef marka má fréttir sem þaðan<br />

berast.<br />

Á forsíðu Bændablaðsins er<br />

greint frá því í frétt að mjólkurkúm<br />

landsins hafi fjölgað um<br />

eitt þúsund sem samsvarar um<br />

4% fjölgun á einu ári. Þetta endurspeglar<br />

í raun það ástand sem<br />

ríkir á markaði fyrir mjólkurvörur:<br />

þar selst allt sem lagt er inn og<br />

það sem ekki er selt innanlands<br />

er flutt út á viðunandi verði.<br />

Innlögn hjá mjólkursamlögum<br />

landsins hefur aukist og greinin<br />

virðist vera búin að ná sér aftur<br />

á strik eftir nokkurn samdrátt í<br />

framleiðslu sem meðal annars var<br />

rakinn til þess hversu kúm fækkaði<br />

vegna kvótaviðskipta milli<br />

landshluta.<br />

En nú er sem sé allt á uppleið<br />

og dæmi um það eru fjósbyggingar<br />

sem fréttist af um land allt.<br />

Í þessu blaði er sagt frá stærstu<br />

fjósbyggingu landsins sem er nýrisin<br />

norður í Eyjafirði. Þar er hægt<br />

að framleiða 700-800 þúsund lítra<br />

af mjólk á ári hverju, þótt bændur<br />

verði að sætta sig við helming<br />

þeirrar framleiðslu til að byrja<br />

með vegna kvótastöðu sinnar.<br />

Þeir segjast ætla sér að ná fullum<br />

afköstum innan tveggja ára.<br />

Fjósið í Garði er langt í frá það<br />

eina sem er að rísa þessi misserin.<br />

Þannig fékk Bændablaðið ábendingu<br />

um það úr einu héraði að þar<br />

væru þrjár fjósbyggingar ýmist<br />

hafnar eða alveg að hefjast.<br />

Og þá eru ónefnd stóru ævintýrin.<br />

Austur í Skaftafellssýslu hefur<br />

fyrirtækið Lífsval uppi áform um<br />

að reisa geysistórt kúabú þar sem<br />

áður var starfrækt graskögglaverksmiðjan<br />

Flatey. Lífsvalsmenn<br />

hafa verið að búa sig undir þessar<br />

framkvæmdir með því meðal annars<br />

að kaupa upp kúabú í fullum<br />

rekstri í öðrum héruðum í því<br />

skyni að flytja framleiðsluréttinn<br />

austur í Flatey. Þar mun því rísa<br />

einskonar mjólkurstóriðja með<br />

400 kýr og fjölda starfsmanna og<br />

ekki víst að áköfustu unnendum<br />

fjölskyldubúanna standi alveg á<br />

sama um þessi tíðindi.<br />

Nýjustu tíðindin berast svo<br />

vestan úr Saurbæ í Dölum þar<br />

sem hugumstórir menn hafa keypt<br />

bæinn Kverngrjót og hyggjast<br />

byggja þar 2.600 fermetra fjós<br />

sem yrði 500 fermetrum stærra en<br />

áðurnefnt fjós í Garði í Eyjafirði.<br />

Það mun vera keypt inn í heilu<br />

lagi frá Ameríku og þarf lítið<br />

annað en að koma því fyrir á undirstöðum<br />

sínum og skrúfa það<br />

saman.<br />

Núorðið er til siðs að mæla<br />

fjós ekki eftir kúafjölda sem<br />

kemst fyrir í þeim heldur fjölda<br />

mjaltaþjóna eða róbóta. Eftir<br />

þeim mælikvarða er fjósið í<br />

Garði tveggja róbóta fjós en í<br />

Kverngrjóti verða róbótarnir<br />

eflaust ekki færri en þrír ef allt fer<br />

sem ætlað er. Um Flateyjarfjósið<br />

er best að segja sem minnst fyrr<br />

en það er risið.<br />

Það sem er athyglisvert við<br />

framkvæmdirnar í Kverngrjóti er<br />

að fréttir herma að ekki sé á dagskrá<br />

að kaupa kvóta heldur leggja<br />

inn mjólkina hjá Mjólku.<br />

Samanlagt sýnir þetta að íslenskir<br />

kúabændur hugsa stórt<br />

þessa dagana og eru hvergi bangir.<br />

–ÞH


7<br />

Í umræðunni<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Þjóðlendumálin gætu að<br />

óbreyttu tekið meira en áratug<br />

Fáir þekkja stöðuna í þjóðlendumálunum<br />

betur en Ólafur<br />

Björnsson, lögmaður á Selfossi.<br />

Bændablaðið bað hann að skýra<br />

og meta stöðuna í málunum eins<br />

og hún er núna.<br />

,,Það má segja að þjóðlendumálin<br />

séu í miðju kafi um þessar mundir.<br />

Það er búið að taka um það bil hálft<br />

landið til meðferðar. Suðurlandið<br />

er lengst komið í því. Það er búið<br />

að fara í gegnum óbyggðanefnd,<br />

héraðsdóm og Hæstarétt. Nokkur<br />

mál vestast í landnámi Ingólfs eru<br />

þó um þessar mundir að fara fyrir<br />

héraðsdóm. Þrjú mál úr Austur-<br />

Skaftafellssýslu hafa verið kærð til<br />

Mannréttindadómstóls Evrópu. Þær<br />

kærur fóru nú í vor. Nýbúið er að<br />

kveða upp úrskurði á N-Austurlandi<br />

og menn eiga alla möguleika á að<br />

skjóta þeim úrskurðum til dómstóla<br />

og hafa til þess sex mánuði. Ég<br />

reikna með að flestir bændur fari<br />

með málin fyrir dómstóla,“ sagði<br />

Ólafur.<br />

Málin á öllum stigum<br />

Hann segir að nú sé verið að vinna<br />

Þjóðlendu mál in hafa vak ið upp<br />

miklu fleiri spurn ingar en fengist<br />

hafa svör við í meðferð þeirra fyrir<br />

Óbyggða nefnd og dóm stólum.<br />

Meðal þess sem fræði menn velta<br />

fyrir sér er heimilda notkun þessara<br />

stjórnvalda og málskilningur<br />

dómara og annarra lögfræðinga<br />

á forn um bréfum og heimildum<br />

sem þeir styðjast við. Um þetta<br />

fjall aði Einar G. Pétursson rannsóknarprófessor<br />

á Árnastofnun í<br />

erindi sem hann flutti á málþingi<br />

í Heklusetri 2. <strong>júní</strong> sl.<br />

Einar hóf erindi sitt á vangaveltum<br />

manna um eignir kirkjujarða á<br />

fjalldölum. Tók hann dæmi úr sinni<br />

heimasveit, Fellsströnd í Dalasýslu<br />

þar sem Staðarfell hefur um langan<br />

aldur átt Flekkudal sem er langt frá<br />

öðru landi jarðarinnar. Flekkudalur<br />

er eign Staðarfells í kaupbréfi fyrir<br />

Staðarfelli frá árinu 1385. Staðarfell<br />

hefur alla tíð verið bændakirkja og<br />

þess vegna hefur Flekkudalurinn<br />

fylgt jörðinni og gerir það enn.<br />

Mjög víða eiga kirkjur fjalllendi.<br />

Þúsundir óskoðaðra bréfa<br />

Því miður eru heimildir um eignir<br />

jarða ekki alltaf svona skýrar. Einar<br />

notaði einkum Íslenzkt fornfréfasafn,<br />

sem nær þó aðeins fram til<br />

1570, og vísitasíubækur Brynjólfs<br />

Sveinssonar biskups. Við rannsóknina<br />

á eignarhaldi Flekkudals rakst<br />

hann á bréf frá 1613 sem staðfesti<br />

eldra bréfið en það bréf barst honum<br />

í hendur þegar hann tók á móti<br />

bréfum í handritaskilum úr Árnasafni<br />

í Kaupmannahöfn.<br />

Í erindi sínu harmaði Einar<br />

hversu illa hafi verið staðið að útgáfu<br />

fornbréfa og heimilda á síðustu<br />

áratugum. Það hafi verið gert<br />

af myndarskap meðan á sjálfstæðisbaráttunni<br />

stóð en eftir það hafi<br />

áhuginn fjarað út. Nú sé staðan sú<br />

að í Árnastofnun liggi „skjöl svo<br />

þúsundum skiptir, sem ekki hafa<br />

verið skoðuð fyrir Óbyggðanefnd<br />

og enginn veit í raun hvað geyma“.<br />

Hvað merkir afréttur<br />

Einar fjallar nokkuð um merkingu<br />

orðanna „af réttur“ og „afréttar eign“<br />

að málum bæði í Norður- og<br />

Suður-Þingeyjarsýslum en það sé<br />

á byrjunarstigi. Til standi að skila<br />

kröfulýsingum og greinargerðum<br />

og flytja mál fyrir Óbyggðanefnd í<br />

september nk.<br />

,,Það má því segja að þjóðlendumálin<br />

séu á öllum stigum<br />

því norðvestanvert og vestanvert<br />

landið, sem og Vestfirðir, eru alveg<br />

eftir. Það er því ljóst að áratugur<br />

eða meira mun líða þar til þessum<br />

málum lýkur,“ segir Ólafur.<br />

Umdeilt atriði<br />

Fyrir kosningarnar í vor var rætt<br />

um að reyna að leysa þessi mál<br />

meira í sátt en gert hefur verið. Það<br />

segir Ólafur að gæti flýtt afgreiðslu<br />

málanna umtalsvert.<br />

Dæmi hafa verið nefnd um að<br />

bændur hafi keypt lönd af ríkinu<br />

sem nú séu allt í einu úrskurðuð<br />

þjóðlendur og þar með eign ríkisins.<br />

Ólafur segir að í flestum<br />

þeim tilvikum hafi verið um að<br />

ræða gamlar kirkjujarðir og gömul<br />

afréttarlönd kirknanna og því verið<br />

um afréttaralmenning að ræða. Það<br />

sem fræði menn<br />

hefur greint<br />

á um lengi<br />

hvað feli í sér.<br />

Þegar fossamál<br />

in komu til<br />

umræðu á alþingi<br />

1917 var<br />

Bjarni Jónsson<br />

frá Vogi fenginn<br />

til að kveða<br />

upp úr um það hvað orðið „afréttur“<br />

þýddi og var niðurstaða hans sú að<br />

yfirráð einstaklinga og sveitarfélaga<br />

yfir slíku svæði takmörkuðust við<br />

það sem „ríkið vill veita þeim“.<br />

Eggert Briem bóndi í Viðey birti<br />

um svipað leyti grein þar sem hann<br />

komst að þveröfugri niðurstöðu,<br />

þe. að ókleift væri að draga afréttir<br />

undir landssjóð fremur en hverja<br />

aðra jarðeign í landinu.<br />

Árið 2001 ritaði Gunnar F. Guðmundsson<br />

sagnfræðingur sem var<br />

um tíma starfsmaður Óbyggðanefndar<br />

grein þar sem hann benti á<br />

ýmsar veilur í rökstuðningi Bjarna<br />

og segir að ekki sé hægt að fullyrða<br />

„að afréttareign hafi einungis<br />

falið í sér beitarítak og e.t.v einhver<br />

takmörkuð not sem annaðhvort var<br />

eigendalaust eða í eigu ríkisins“.<br />

Segir Gunnar einnig að þjóðlendulögin<br />

eigi sér frekar réttlætingu í<br />

einhvers konar „heildarhagsmunum<br />

þjóðarinnar“ en að þau styðjist við<br />

söguleg rök.<br />

Einar ræðir um notkun lögfræðinga<br />

á fjallskilareglum sem heimild<br />

og hefur það við þær að athuga að<br />

slíkar reglur hafi fyrst verið settar<br />

um aldamótin 1800 og eigi því<br />

ekki við þegar eldri heimildir segi<br />

annað.<br />

Ofsatrú á Landnámu<br />

Eina heimild hafi lögfræðingar<br />

sem vélað hafa um þjóðlendumál<br />

þó talið afar trausta og er marg oft<br />

vitnað í hana í hæstaréttar dóm um.<br />

Það er Landnáma. Þar er lýst um<br />

400 landnámum í upphafi <strong>Íslands</strong>byggðar.<br />

Gallinn er hins vegar sá<br />

að hún var sennilega samin rúmlega<br />

200 árum eftir að landnám hófst<br />

fyrir 900 og mjög breyttar gerðir<br />

geti enginn selt meira en hann eigi<br />

og það skipti því engu máli þótt<br />

einhver embættismaður hjá ríkinu<br />

hafi afsalað landi. Inntak eignarréttar<br />

breytist ekki. Landið verði áfram<br />

afréttaralmenningur og þar með<br />

þjóðlenda. Ekki sé hægt að breyta<br />

því í eignarland með einfaldri sölu<br />

embættismanns. Slíkt yrði að gera<br />

með lögum, að sögn Ólafs. Hann<br />

tekur fram að þetta sé þó mjög<br />

umdeilt meðal löglærðra manna<br />

sem leikmanna og því margt óljóst<br />

í málinu enn þá.<br />

hennar sem hafa varðveist eru frá<br />

því um 1300.<br />

Á hinn bóginn hafi þessir sömu<br />

lögfræðingar ekki haldið á lofti<br />

ákvæði sem finna má bæði í Jónsbók<br />

og Grágás og segja til um það<br />

að ekki sé skylda að ganga á merki<br />

á fjöllum uppi, þe. ekki sé þörf á að<br />

tilgreina nákvæmlega landamerki<br />

á vatnaskilum. Einar bendir einnig<br />

á þá staðreynd að á landnámsöld<br />

náði byggð lengra inn á hálendið en<br />

nokkru sinni síðar. Um þetta segir<br />

hann að engu sé líkara en að sumir<br />

lögfræðingar, þar með taldir hæstaréttardómarar,<br />

skilji ekki mælt mál.<br />

Máldagar, þ.e. eignaskrár kirkna,<br />

eru teknir með mikilli varfærni.<br />

Aftur á móti meta lögfræðingar<br />

Land námu svo mikils að ekki þarf<br />

að ræða heimildagildi hennar.<br />

Þegar málið um hvort Skjaldbreiður<br />

væri þjóðlenda var fyrir<br />

héraðsdómi Suðurlands 13. október<br />

2005 er eftirfarandi rökstuðningur<br />

tilgreindur af hálfu ríkisins: „Það<br />

liggi ljóst fyrir, að réttarþróun allt<br />

að núverandi stöðu mála sé á þá<br />

lund, að enginn hafi getað eignast<br />

grunnrétt að hálendissvæðum utan<br />

landnáma. Við athugun á því hvað<br />

felist í hugtökunum „almenningur“<br />

og „afréttur“ séum við Íslendingar<br />

í þeirri einstæðu aðstöðu, að hafa<br />

skjallegar frásagnir um landnám<br />

<strong>Íslands</strong>, en þær frásagnir hafi verið<br />

Um 80 þúsund mál bíða<br />

afgreiðslu<br />

Aðspurður hvort hann telji öruggt<br />

að Mannréttindadómstóllinn taki<br />

málin fyrir segir hann að því fari<br />

fjarri að það sé öruggt. Það væri<br />

hrein heppni ef svo færi enda bíði<br />

um 80 þúsund mál afgreiðslu hjá<br />

dómstólnum. Og jafnvel þótt dómstóllinn<br />

tæki málin fyrir sé ekki<br />

öruggt að landeigendur vinni þau.<br />

Ólafur segir að menn hafi<br />

deilt um eignarrétt á hálendinu<br />

í hátt í hundrað ár. Það byrjaði<br />

allt með Bjarna frá Vogi 1907<br />

þegar átök hófust um fossana og<br />

svo kölluð fossalög voru sett.<br />

Síðan hafa fallið dómar eins og<br />

Landmannaafréttardómur fyrri 1955<br />

og Landmannaafréttardómur síðari<br />

1981. Þá komst Hæstiréttur að þeirri<br />

niðurstöðu að Landmannaafrétt ætti<br />

enginn, hvorki ríkið, hrepparnir né<br />

bændur. Um væri að ræða almenning<br />

óháðan öllum. Árið 1997 féll<br />

dómur um Auðkúluheiði og þjóðlendumálin<br />

hófust svo árið 1999<br />

en lög þar um höfðu verið sett árið<br />

áður. Þjóðlendumálin hafa því staðið<br />

yfir í 80 ár.<br />

S.dór<br />

Á hverju byggjast úrskurðir í þjóðlendumálum<br />

Einar G. Pétursson gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun lögfræðinga<br />

á heimildum þegar þeir fjalla um eignarhald á landi<br />

Þjóðlendumálin geta snúist um veruleg verðmæti.<br />

taldar áreiðanlegar af sagnfræðingum.<br />

Samkvæmt þessum heimildum<br />

sé greint frá yfir 400 landnámum<br />

og sé hvergi getið um þau, nema<br />

þar sem um sé að ræða eignarlönd<br />

sem síðar hafi verið byggð. Einnig<br />

sé talið áreiðanlegt, að Jónsbók í<br />

núverandi afritum sýni hver lög<br />

voru talin gilda hér 1281.“ Einar<br />

spyr hvaða sagnfræðingar það séu<br />

sem telji Landnámu áreiðanlega,<br />

skjallega heimild<br />

Málaferlin gætu dregist á langinn<br />

Lokaorð Einars í erindinu eru á<br />

þessa leið:<br />

„Ekki er gott að segja til um<br />

hvernig þjóðlendumál þróast í framtíðinni.<br />

Nokkur mál eru nú kom in<br />

fyrir Evrópudómstólinn og yrðu þau<br />

tekin fyrir þar og ynnust, gæti það<br />

þýtt að málaferli héldu lengi áfram.<br />

Öruggt er aftur á móti, að sökum<br />

þess hve illa var staðið að leit að<br />

skjölum eiga einhver gögn eftir að<br />

koma í ljós, sem verða grundvöllur<br />

nýrra málaferla. Ótrúlegt er annað<br />

en sagnfræðing ar hnekki trú lögfræðinga<br />

á Landnámu. Hér eiga<br />

vel við orð Þór arins skólameistara<br />

á Akureyri, er sagði: „Spillt þjóð félag<br />

þarf marga lögfræðinga.“ Fyrir<br />

skömmu endurtók ég ofangreind<br />

orð í eyru prófessors í lögum, sem<br />

bætti við: „Og gjörspillt geysimarga.““<br />

–ÞH<br />

MÆLT AF<br />

MUNNI FRAM<br />

Ragnar Ingi Aðalsteinsson spyr um<br />

höfund þessarar vísu:<br />

Gakktu á skíðum gleðinnar<br />

í grónum hlíðum lukkunnar.<br />

Farðu á skautum farsældar<br />

fram hjá brautum glötunar.<br />

Kristján Bersi telur að þetta sé ein<br />

af þeim vísum sem gjarnan voru<br />

settar í minningabækur skólabarna<br />

um 1950.<br />

Heiður heillar sveitar<br />

Sigurður Sigurðarson spurði um<br />

höfund þessarar vísu á Leir og fékk<br />

svar að hún væri eftir Borgfirðinginn<br />

Jakob á Varma læk.<br />

Það myndi heiðri heillar sveitar<br />

bjarga,<br />

hryggja fáa, en gleðja æði marga<br />

og menninguna stórkostlega styrkja,<br />

ef Sturla í Fossatúni hætti að yrkja.<br />

Ný ríkisstjórn<br />

Auðvitað tóku hagyrðingar til<br />

við að yrkja um nýja ríkisstjórn á<br />

ýmsan hátt. Kristján Bersi á þessa:<br />

Boðaðrar stjórnar er beðið enn,<br />

bráðum er látið vaða<br />

og Bleikjustjórnin birtist senn<br />

bæði til gagns og skaða.<br />

Benedikt Jónsson orti:<br />

Löngum reynist lánið valt,<br />

en lukkan mætust.<br />

Ingibjörg var þá eftir allt<br />

allra stelpna sætust.<br />

Kristján Bersi orti þessa vísu að<br />

loknum lestri á Reykjavíkurbréfi<br />

Moggans.<br />

Sumum verður í hamsi heitt<br />

og hatast við frama Ingibjargar.<br />

En að henni finna má ekki neitt,<br />

– Alveg sama hvað Styrmir<br />

þvargar.<br />

Hjálmar Freysteinsson sagði:<br />

Annað skemmtilegt í fréttum, sem<br />

féll auðvitað í skuggann, var að<br />

Frjálslyndir hefðu boðið gömlu<br />

stjórninni aðstoð sína.<br />

Er þraukaði stjórn við þunga nauð<br />

þrotið var afl og kraftur,<br />

góðhjartaður Guðjón bauð<br />

að gefa þeim sleggjuna aftur.<br />

Kristbjörg heitir höfundur þessarar<br />

vísu sem birtist á Leir:<br />

Nú var Framsóknarflokkurinn<br />

kvaddur<br />

förinni lokið, sagan skráð,<br />

nú er þar margur í nauðum staddur<br />

nú þarf að stofna sendiráð.<br />

Þessi spurning vaknaði hjá Hjálmari<br />

Freysteinssyni:<br />

Spurningar þeirrar spyrja má<br />

spekinga í eðlisfræði,<br />

hvort ríkisstjórn mynda eigi á<br />

alræmdu sprungusvæði.<br />

Og hann bætir við:<br />

Ég hef tekið eftir því að óvenjumikið<br />

kossaflens fylgir myndun<br />

þessarar stjórnar. Man ekki til að<br />

Halldór og Davíð hafi sést kyssast<br />

hér fyrrum þó ég efi ekki að þá hafi<br />

langað til þess. Ingibjörg hefur nú<br />

tilkynnt að kynjaskipting verði<br />

jöfn í ráðherraliði Samfylkingar.<br />

Efalítið er til bóta,<br />

engan vegin skaðað getur<br />

að Ingibjörg noti kynjakóta<br />

svo „kossastjórnin“ endist betur.<br />

Séra Hjálmar Jónsson flutti Geir<br />

og flokksráði Sjálfstæðisflokksins<br />

þessa limru:<br />

Þó að oft megi árangurs vona<br />

og Ingibjörg Sólrún sé kona<br />

og stjórnin sé klár<br />

og kvitt næstu ár<br />

þá kysstu´ekki konuna svona.<br />

Umsjón:<br />

Sigurdór Sigurdórsson<br />

ss@bondi.is


8<br />

Ríki Vatnajökuls ehf.<br />

Risaátak hafið í að auka ferðaþjónustuna<br />

á Suðausturlandi<br />

Stofnað hefur verið fyrirtækið<br />

Ríki Vatnajökuls ehf. Það eru<br />

ferðaþjónustuaðilar á svæðinu<br />

frá Hvalnesi í austri og að<br />

Lómagnúpi í vestri sem að því<br />

standa. Undir klasann falla allir<br />

þeir aðilar svæðisins sem þjóna á<br />

einn eða annan hátt ferðamönnum<br />

eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu.<br />

Um er að ræða þá sem selja<br />

m.a. gistingu, veitingar, afþreyingu,<br />

reka verslanir og veita<br />

samfélagslega þjónustu, svo sem<br />

menningarstarfsemi, heilbrigðisþjónustu<br />

og samgöngur.<br />

Undanfara stofnunar Ríkis<br />

Vatnajökuls má rekja til fundaferðar<br />

um klasasamstarf að tilstuðlan<br />

Frumkvöðlaseturs Austurlands ehf.<br />

árin 2004 til 2006, ásamt verkefninu<br />

Hagvöxtur á heimaslóð veturinn<br />

2007. Fjöldi ferðaþjónustuaðila<br />

hefur tekið þátt í vinnufundum,<br />

fyrirlestrum og námskeiðum vegna<br />

þessa.<br />

Eindreginn vilji til að efla<br />

ferðaþjónustuna<br />

Ari Þ. Þorsteinsson, sem sæti á<br />

í stjórn Ríkis Vatnajökuls ehf.,<br />

segir að það sem einkennt hafi<br />

klasaundirbúninginn sé eindreginn<br />

vilji allra hagsmunaaðila til að<br />

byggja upp öfluga ferðaþjónustu<br />

sem byggi á samstarfi aðila<br />

sem gjarnan hafa verið í harðri<br />

samkeppni. Þátttakendur í klasanum<br />

meta því ávinning samstarfs fram<br />

yfir sundurlyndi. Hann segir að<br />

það hafi tekið tvö ár að undirbúa<br />

stofnun fyrirtækisins og sannfæra<br />

alla aðila í ferðamannaþjónustunni<br />

á svæðinu um nauðsyn þess að<br />

vinna saman en ekki að menn séu<br />

að pukrast hver í sínu horni.<br />

Mestur vandi íslenskrar ferðaþjónustu<br />

hefur verið að fá betri nýtingu<br />

yfir vetrartímann. Ari segir að<br />

afstaða fólks til vetrarins á Íslandi<br />

sé að breytast nokkuð. Myrkrið,<br />

kyrrðin, norðurljósin, snjósleðaferðir<br />

og margt fleira verði eftirsóttara<br />

með hverju árinu sem líði.<br />

Í könnunum sem gerðar hafa<br />

verið kemur í ljós að ýmislegt er<br />

hægt að gera til efla ferðaþjónustuna<br />

yfir veturinn. Ari segir að<br />

fyrir austan hafi verið gerð tilraun<br />

með að auglýsa norðurljósin og<br />

þó nokkur hópur erlendra ferðamanna<br />

hafi komi til landsins þess<br />

vegna. Þeim var boðið að fara í<br />

hreindýraskoðunarferð, boðið upp<br />

á alíslenskan mat og loks horfði<br />

fólk á norðurljósin. Það er ekki síst<br />

fólk frá hinum heitu löndum Suður-<br />

Evrópu sem hefur áhuga á svona<br />

ferðum sem þó hafa afar lítið verið<br />

markaðssettar á þeim slóðum.<br />

Vatnajökull segullinn<br />

Ari segir að markmið klasans sé að<br />

vinna saman að því að gera Ríki<br />

Vatnajökuls að einu af fimm þekktustu<br />

ferðaþjónustusvæðum <strong>Íslands</strong><br />

innan fjögurra ára með áherslu á<br />

hið einstaka umhverfi Vatnajökuls,<br />

auðuga menningu og mannlíf og<br />

sérstöðu í matvælum. Ætlunin sé<br />

að auka fjölda ferðamanna í Ríki<br />

Vatnajökuls um 8-11% á næstu<br />

fimm árum.<br />

Í mars síðastliðnum samþykkti<br />

Alþingi lög um stofnun<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Vatnajökulsþjóðgarðs og verður<br />

hann stærsti þjóðgarður Evrópu.<br />

Vatnajökull og þjóðgarðurinn<br />

marka svæðinu mikla sérstöðu á<br />

heimsvísu og er einn helsti segull<br />

landsins gagnvart ferðamönnum.<br />

Þess má geta að fjörutíu aðilar<br />

skráðu sig sem stofnhluthafa í Ríki<br />

Vatnajökuls á stofnfundi fyrirtækisins.<br />

S.dór<br />

Hvers vegna vill ríkisstjórnin fórna landbúnaðarskólunum<br />

– Leyfum búnaðarskólunum á Hvanneyri og Hólum að njóta sérstöðu sinnar<br />

Ég hygg að flestir landsmenn séu<br />

stoltir af Landbúnaðarháskóla<br />

<strong>Íslands</strong> á Hvanneyri og Hólaskóla<br />

- Háskólanum á Hólum í Hjaltadal.<br />

Þetta eru einir elstu skólar landsins,<br />

stofnaðir 1889 og 1882. Þeir standa<br />

nú í miklum blóma og eru ótvíræð<br />

flaggskip menntasetra í dreifbýli<br />

á Íslandi. Þótt allir vilji nú Lilju<br />

kveðið hafa hefur barátta þeirra<br />

fyrir tilveru sinni ekki alltaf verið<br />

dans á rósum hin síðari ár. Með<br />

breyttri menntastefnu og tilkomu<br />

fjölbrautaskólanna og niðurlagningu<br />

iðnskólanna á árunum fyrir<br />

1980 var gerð hörð hríð að landbúnaðarskólunum.<br />

Þeir þóttu úreltir<br />

og rétt væri að steypa þeim inn í hið<br />

samhæfða og einsleitna framhaldsskólakerfi.<br />

Hólaskóla var reyndar<br />

lokað í tvö ár í þessari hrinu en var<br />

settur af stað á ný með pólitískri<br />

ákvörðun fyrir þrýsting frá velunnurum<br />

hans. Hér skal ekki lagt mat<br />

á hvort fjögurra ára samræmdur<br />

framhaldsskóli fyrir alla hafi verið<br />

rétt stefnumörkun á sínum tíma en<br />

ég tel að iðnmenntunin hafi ekki<br />

borið sitt barr út um land eftir að<br />

þessi ákvörðun var tekin. Heilu<br />

atvinnugreinarnar búa enn að nemendum<br />

gömlu iðnskólanna, sérstaklega<br />

út um land. Búnaðarskólarnir<br />

hafa skarað fram úr í þróun tækni<br />

og háskólanám á sviði grunngreina<br />

atvinnuveganna.<br />

Æ síðan hafa búnaðarskólarnir<br />

þurft að standa vörð um tilveru<br />

sína og sjálfstæði en jafnframt ná<br />

að þróast í fjölþættar viðurkenndar<br />

háskóla- og rannsóknastofnanir.<br />

Áhrifamiklum aðilum innan<br />

stjórnsýslunnar hefur verið tilvist<br />

þessara skóla einhver þyrnir í augum.<br />

Þeir skilja hvorki né þekkja til innviða<br />

þessara menntasetra né skynja<br />

hin sterku tengsl þeirra við atvinnulífið<br />

í landsbyggðarsamfélaginu og<br />

stöðu þeirra á alþjóðavísu.<br />

Næsta Bændablað<br />

kemur út þriðjudaginn<br />

26. <strong>júní</strong><br />

Menntamál<br />

Jón Bjarnason<br />

Alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar<br />

– græns framboðs<br />

jb@althingi.is<br />

Ég var skólastjóri á Hólum í<br />

Hjaltadal 1981 til 1999 og þekki vel<br />

þessa baráttu. Mér er nær að fullyrða<br />

að hvorki Landbúnaðarháskóli<br />

<strong>Íslands</strong> né Hólaskóli væru við<br />

lýði með þeirri reisn sem þeir eru<br />

í dag ef þeir hefðu t.d. heyrt undir<br />

menntamálaráðuneytið.<br />

Sérstaða og náin tengsl skólanna<br />

við grasrótarsamfélagið<br />

Styrkur þessara skóla er sérstaða<br />

þeirra og náin tengsl við grasrót<br />

dreifbýlisins. Þeir heyrðu fyrst<br />

undir atvinnuvegaráðuneytið og<br />

síðar undir landbúnaðarráðuneytið<br />

og nutu þess. Samtök bænda og<br />

fjöldi velunnara stóðu vörð um<br />

þá. Þeir eru ekki venjulegir skólar<br />

í skilningi „teknókrata“ nútímans.<br />

Þetta eru staðir, fjölhliða menntaog<br />

menningarstofnanir landsbyggðarinnar<br />

og þjóðarinnar allrar.<br />

Þeir eru lögbýli með fjölbreyttan<br />

búrekstur.<br />

Ég minnist þess veturinn 1999<br />

þegar sett voru ný lög um búnaðarfræðslu<br />

og Hvanneyrarskólinn<br />

viðurkenndur sem háskóli og<br />

Hólaskóli fékk lagaheimild fyrir<br />

sérhæfðu háskólanámi. Þá var einnig<br />

gerð hörð atlaga að skólasetrunum<br />

og fram kom tillaga um að<br />

flytja þá til menntamálaráðuneytis.<br />

Þá var leitað ásjár forsætisráðherra,<br />

Davíðs Oddssonar. Hann spurði<br />

þeirrar eðlilegu spurningar hvort<br />

eitthvert vandamál væri að hafa<br />

þá undir landbúnaðarráðuneytinu,<br />

hvort eitthvað gengi illa. Hann vissi<br />

að þeir hafa haft þessa stjórnsýslulegu<br />

stöðu í 100 ár, hún hefði reynst<br />

þeim vel og því hvorki rök né þörf<br />

fyrir slíkum breytingum<br />

Fjöregg landbúnaðarins<br />

Búnaðarskólarnir hafa byggst upp á<br />

mjög sérstæðan hátt. Þar hefur farið<br />

saman menntun, endurmenntun,<br />

rannsóknir og ráðgjöf. Sami aðilinn,<br />

sama stofnunin, hefur gjarnan<br />

haft alla þessi þætti á hendi. Þessi<br />

samþætting hefur reynst öllum hagkvæm.<br />

Náin tengsl eru við háskóla<br />

og rannsóknastofnanir í nágrannalöndum<br />

en einnig mjög bein tengsl<br />

Ég var að glugga í nýútkomna<br />

bók, skáldsöguna Byggðir og bú<br />

Suður-Þingeyinga 2005. Tæplega<br />

verður þetta flokkað undir heimildarit,<br />

slíkar eru vitleysurnar.<br />

Menn sagðir dánir þó við þokkalega<br />

heilsu séu. Sé bókin Byggðir<br />

og bú frá 1985 borin saman við<br />

þessa ber ekki saman um marga<br />

hluti, hvor sem er réttari. Ef skoðuð<br />

er stærð til dæmis íbúðarhúsa<br />

er samanburður ekki góður. Húsin<br />

hafa annaðhvort minnkað eða<br />

stækkað, sum sennilega eins. Ekki<br />

skal fullyrt hvor bókin réttari er.<br />

Ekkert samræmi er við upptalningu<br />

bygginga, ýmist gripafjöldi<br />

eða m 2 . Sé litið yfir jarðir í talinu<br />

á undan eyðibýlum virðast allar<br />

vera í byggð þótt svo sé ekki.<br />

Kannski hafa jarðir þurft að vera<br />

í eyði einhvern tiltekinn árafjölda<br />

til þess að flokkast sem eyðijarðir.<br />

Allavega sé ég ekki þar regluna.<br />

Ábúendatal greinir ekki frá<br />

ábúðarlokum ef jörð fer í eyði. Af<br />

hverju lýsing á landamerkjum er<br />

sett með jörðum veit ég ekki og<br />

sé ekki hvaða heimildargildi slíkt<br />

hefur eða annan tilgang. Sagt er í<br />

formála að bókin miðist við 2005<br />

og ætti því ábúendatal að miðast<br />

við það. Nokkrir aðilar eru<br />

með dánardægur 2006. Þar fer sú<br />

regla.<br />

við bændur og annað starfsfólk í<br />

landbúnaði hér innanlands.<br />

Skólarnir hafa sýnt mikinn<br />

sveigjanleika og náð að aðlaga sig<br />

stöðugt að breyttum aðstæðum svo<br />

aðdáun vekur.<br />

Landbúnaðarskólarnir eru hluti<br />

af hinni sterku ímynd landbúnaðarins<br />

og dreifbýlisins. Þeir hafa einnig<br />

verið merkisberar nýrra tíma í landbúnaði<br />

sem borið er traust til innan<br />

Við hjónin eigum sumarhús í<br />

landi Þverár í Reykjahverfi. Þar<br />

eru fleiri bústaðir, en mín kona<br />

ein sögð vera eigandi að bústað.<br />

Ég hef sennilega ekki staðið nægjanlega<br />

gegn eignatöku hennar. Ein<br />

kona, sem átti tvö börn fyrir hjónaband,<br />

er sögð eiga börnin með<br />

sitt hvorum manninum. Konan<br />

segir svo ekki vera. Kannski veit<br />

ritnefndin eða höfundur betur<br />

en konan. Þá er á kjöl bókanna<br />

nafn Ragnars Þorsteinssonar<br />

eins og hann sé einn höfundur,<br />

gott fyrir aðra ritnefndarmenn<br />

eða Búnaðarsamband Suður-<br />

Þingeyinga að vera ekki bendlaðir<br />

við rangfærslur eða lélega vinnslu<br />

og yfirlestur en í öllu falli einkennileg<br />

merking á svona bók. Þá<br />

finnst mér vanta að bæjarnafnatal<br />

sé í báðum bókunum en ekki bara<br />

í síðara bindi, en það er svo sem<br />

ekki neitt rangt við það, aðeins<br />

mín skoðun. Þá þarf ekki að leita<br />

eins lengi að bæ ef maður er ekki<br />

þeim mun kunnugri og ekki að<br />

vera með báðar bækurnar við<br />

hendina. Og ekki er dýrðin gefin.<br />

Eg trúi því tæpast að ég hafi fundið<br />

allar villurnar en nóg er samt. Í<br />

Bændablaðinu frá 1.maí 8.<strong>tbl</strong> segir<br />

í viðtali við Ragnar Þorsteinsson:<br />

„Ég er búinn að kynnast fólkinu<br />

vel, enda fór eg heim á hvern<br />

greinarinnar. Við eigum ekki að taka<br />

neina óþarfa áhættu í þessum efnum.<br />

Ég skora á ríkisstjórnina að falla<br />

frá áformum sínum um að rjúfa<br />

meira en aldargömul tengsl landbúnaðarskólanna<br />

við atvinnuráðuneyti<br />

sitt og samtök bænda. Þessi<br />

sambúð hefur verið öllum aðilum<br />

farsæl.<br />

Það veit enginn hvað átt hefur<br />

fyrr en misst hefur.<br />

Byggðir og bú Suður-Þingeyinga,<br />

skáldsaga með staðreyndaívafi<br />

bæ. Það var gríðarleg áhersla lögð<br />

á að ná efninu sem réttustu og mér<br />

sýnist á þeim viðbrögðum sem<br />

bókin fær að litlar athugasemdir<br />

séu og almenn ánægja með hana.“<br />

Auðvitað er ekki almenn<br />

ánægja með bókina og ég veit<br />

að henni hefur verið skilað enda<br />

lítið hægt að gera þegar verkið<br />

er komið út. Sjálfsagt er erfitt<br />

að skila svona bók til að fá endurgreitt<br />

verðið enda getur maður<br />

illa skilað bók sem maður kaupir<br />

en er ekki ánægður með efnið. Þó<br />

tel ég að svona rit eigi að vera rétt<br />

og greina frá staðreyndum. Ég veit<br />

um aðila sem sendu inn leiðréttingar<br />

í tæka tíð en þær voru ekki<br />

teknar með.<br />

Mér finnst ekki ástæða til að<br />

klappa lengi fyrir þessu verki. Ég<br />

held að enginn hafi sóma af þessari<br />

útgáfu, því miður, en til þessa<br />

virðist hafa verið vandað með<br />

prentun og annan frágang.<br />

Ég held að þetta rit megi kalla<br />

í besta falli Jarðalýsingu Suður-<br />

Þingeyinga með staðreyndaívafi.<br />

Þetta getur því miður aldrei orðið<br />

heimildarrit.<br />

Ævarr Hjartarson<br />

Furulundi 33<br />

600 Akureyri


9<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


10<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Húnvetningar langþreyttir á lélegu dreifikerfi<br />

Nýlega var haldinn fundur<br />

um dreifikerfi eMax í Húnavatns<br />

hreppi. Á fundinn mættu<br />

fulltrúar frá Hive, sem eru<br />

nýir eigendur eMax, fulltrú ar<br />

Bændasamtakanna og Húnavatns<br />

hrepps og er það von þeirra<br />

síðar nefndu að netsamband á<br />

svæð inu færist í betra horf í kjölfar<br />

fundarins.<br />

Eftir að eMax hafði lokið uppbyggingu<br />

á þráðlausu netsambandi<br />

í Húnavatnshreppi lét fjarskiptanefnd<br />

Húnavatnshrepps gera úttekt<br />

á dreifikerfinu. Verkefnið var unnið<br />

af IceCom í byrjun maí 2007. Ægir<br />

Sigurgeirsson formaður fjarskiptanefndar<br />

Húnavatnshrepps fór yfir<br />

stöðu mála varðandi uppsetningu<br />

á dreifikerfinu. Lýsti hann ýmsum<br />

vandamálum sem komið hafa upp<br />

við uppsetningu kerfisins og slæmum<br />

frágangi þess. Í skýrslu IceCom<br />

kemur fram að frágangi kerfisins er<br />

víða ábótavant hvað varðar lagnir,<br />

einangrun og fagleg vinnubrögð.<br />

Gerði hann kröfu um að staðið sé<br />

við þann samning sem gerður var<br />

við eMax um uppsetningu og virkni<br />

kerfisins.<br />

Niðurstaða fundarins var sú<br />

að Hive verður send skýrsla um<br />

Forsvarsmenn Fjarskiptasjóðs<br />

hafa undanfarið fundað með<br />

fjarskiptafyrirtækjunum og<br />

safnað gögnum til að finna út<br />

hvar sé þörf á að fara í útboð.<br />

Stefnt er að því auglýsa útboð í<br />

byrjun júlí og að skrifað verði<br />

undir samninga við fyrirtæki<br />

í haust. Í framhaldinu hefjist<br />

uppbygging og á henni að verða<br />

að mestu lokið á árinu 2008.<br />

„Við erum í miðju ferli með<br />

háhraðanettengingarnar en búið er<br />

að kortleggja öll lögbýli á landinu<br />

og hnitsetningu þeirra. Undanfarið<br />

höfum við fundað með öllum fjarskiptafyrirtækjunum<br />

um það hvar<br />

þau eru með og hvar þau hyggjast<br />

vera með þjónustu og síðan leggjum<br />

við þær upplýsingar yfir kortaupplýsingarnar<br />

okkar. Samhliða<br />

þessari vinnu erum við að vinna<br />

útboðsgögn en stefnan er að geta<br />

auglýst útboð í byrjun júlí fyrir<br />

þau svæði þar sem enginn ætlar<br />

að bjóða þjónustu,“ útskýrir Jón<br />

Eðvald Malmquist, lögfræðingur í<br />

Samgönguráðuneytinu.<br />

ástand kerfisins eins fljótt og hægt<br />

er en samkvæmt upplýsingum<br />

Bændasamtakanna er skýrslan þegar<br />

komin í hendur Hive. Fulltrúar<br />

Hive gefa sér fimm virka daga til<br />

Búnir að skilgreina vandann<br />

Í dag eru um 95 prósent landsmanna<br />

með ADSL-tengingu<br />

og 2-3 prósent með þráðlausar<br />

háhraðalausnir. Því eru enn 2-3<br />

prósent sem eftir er að þjónusta og<br />

Fjarskiptasjóður þarf að stuðla að<br />

uppbyggingu á þeim svæðum ef<br />

fjarskiptafyrirtækin hyggjast ekki<br />

gera það.<br />

„Við erum búnir að skilgreina<br />

vandann og vitum betur stöðuna<br />

í dag en áður. Landfræðilega er<br />

þetta erfitt fyrir okkur á mörgum<br />

sviðum miðað við til dæmis<br />

í mörgum Evrópulöndum en það<br />

sem vinnur með okkur er að alltaf<br />

er að koma betri tækni. Þá hefur<br />

mikil uppbygging á þessu sviði átt<br />

sér stað hér á landi á undanförnum<br />

árum og sem dæmi hafa fyrirtæki<br />

hér verið að setja upp ADSLstöðvar<br />

í dreifbýli fyrir um það<br />

bil 100-200 manns á meðan víða í<br />

Evrópu eru ekki settar upp stöðvar<br />

fyrir minna en 4000 manns og því<br />

eru margir þar ekki með neinar<br />

tengingar,“ segir Jón Eðvald.<br />

að svara skýrslunni og gera áætlun<br />

um lagfæringar. Farið verður yfir<br />

uppsetningu kerfisins í Svartárdal<br />

og Vatnsdal með það að markmiði<br />

að laga tengingar þar. Síðan verður<br />

Fjarskiptasjóður:<br />

Búnir að kortleggja öll lögbýli landsins<br />

En hvað finnst ykkur um þá<br />

einkennilegu stöðu sem upp er<br />

komin hjá sumum sveitarfélögum<br />

að vegna þjónustuleysis hafa sum<br />

þeirra velt því fyrir sér að segja<br />

upp samningum við fjarskiptafyrirtæki<br />

á grundvelli markaðsbrests<br />

til að ríkið taki við á þeim stöðum<br />

og styrki sveitarfélögin<br />

„Málið er að á nokkrum stöðum<br />

úti á landi hafa sveitarfélög<br />

verið að gera samninga við fjarskiptafyrirtæki<br />

um uppbyggingu<br />

á hráhraðatengingum og þannig<br />

flýtt fyrir uppbyggingu á sínum<br />

svæðum. Ef sveitarfélag, sem<br />

gert hefur slíkan samning, segir<br />

upp samningi við fjarskiptafyrirtæki<br />

er meginspurning hvort<br />

fyrirtækið ætlar að halda áfram<br />

að bjóða þjónustu á svæðinu eða<br />

ekki. Ef fyrirtækið ætlar að halda<br />

áfram að bjóða upp á þjónustu á<br />

svæðinu er ekki þörf fyrir aðkomu<br />

Fjarskiptasjóðs. Það sem skiptir<br />

auðvitað mestu máli er að allir<br />

hafi möguleika á háhraðatengingum,“<br />

svarar Jón Eðvald. ehg<br />

kerfið yfirfarið í heild sinni.<br />

Jákvæðir og neikvæðir þættir<br />

Jón Baldur Lorange, yfirmaður<br />

tölvudeildar Bændasamtakanna, sat<br />

Nýverið skipti fjarskiptafyrirtækið<br />

eMax um eigendur og<br />

hefur nú sameinast fjarskiptafyrirtækinu<br />

Hive.<br />

„Með sameiningunni verður<br />

þetta mun stærri eining sem fylgir<br />

meiri styrkleiki og meira þjónustuframboð.<br />

Við erum að fara yfir<br />

allt dreifikerfi eMax til að styrkja<br />

það og bæta. Það hafa verið veikleikar<br />

í kerfinu sem við erum að<br />

vinna að en okkur er kappsmál að<br />

bæta kerfið þannig að nettengingar<br />

verði stöðugar og að þetta komist í<br />

gott horf,“ útskýrir Einar Kristinn<br />

Jónsson, framkvæmdastjóri Hive<br />

og WBS (Wireless Broadband<br />

Systems), og segir jafnframt:<br />

„eMax-tæknin er barn síns tíma en<br />

þegar fram líða stundir munum við<br />

koma upp nýrri tækni hérlendis.“<br />

Á döfinni hjá hinu sameinaða<br />

fyrirtæki er að taka í notkun nýtt og<br />

fullkomnara kerfi innan tíðar sem<br />

er í þróun í Þýskalandi.<br />

„Við sem stöndum að baki WBS<br />

Háskóli <strong>Íslands</strong> hlaut afmælisstyrk Framleiðnisjóðs<br />

Í tilefni af 40 ára afmæli Framleiðnisjóðs<br />

landbúnaðarins í lok<br />

síðasta árs voru boðnir fram sérstakir<br />

styrkir til rannsóknaverkefna<br />

á tilteknum sviðum. Annars<br />

vegar skyldi tekin fyrir notkun<br />

landsins, frá haga til maga, til<br />

framleiðslu vegna frumþarfa/<br />

vöru og þjónustu – staða, skipulag<br />

og möguleikar í innlendu og<br />

erlendu markaðsumhverfi næstu<br />

ára og hins vegar fjölþættur landbúnaður,<br />

atvinnugrundvöllur<br />

dreif býlis – faglegar, hagrænar<br />

og fé lagslegar forsendur til þess<br />

að efla hann á næstu árum.<br />

Alls bárust sjö umsóknir. Sérstakri<br />

nefnd skipaðri fulltrúum Framleiðnisjóðs,<br />

Bændasamtakanna<br />

og Rannís var falið að leggja mat<br />

umsóknirnar. Hlutskörpust varð<br />

umsókn frá Háskóla <strong>Íslands</strong> vegna<br />

rannsóknar á litrófi landbúnaðarins<br />

og forsendum fjölbreyttrar atvinnu<br />

í sveitum. Að umsókninni standa<br />

Anna Karlsdóttir, lektor við HÍ,<br />

Karl Benediktsson, dósent við HÍ<br />

og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor<br />

við HÍ, öll á sviði landfræði og með<br />

tengsl m.a. við ferðamálafræði,<br />

sam félagsfræði, byggðaþróun og<br />

stjórn málafræði.<br />

Markmið þeirrar rannsóknar er<br />

að kanna forsendur fyrir fjölþættum<br />

landbúnaði á Íslandi. Kannað<br />

verður hvers konar nýbreytni hefur<br />

helst náð að festa rætur í íslenskum<br />

sveitum og hvaða atriði hafa<br />

ýmist stuðlað að eða hindrað að<br />

fjölþættur landbúnaður hafi náð að<br />

dafna. Ekki verður horft eingöngu<br />

til hefðbundins framleiðsluhlutverks<br />

landbúnaðarins, heldur horft<br />

á atvinnugreinina á breiðari hátt en<br />

hingað til hefur yfirleitt verið gert.<br />

Verkefnið mun hefjast á greiningu<br />

á mismunandi landfræðilegum<br />

aðstæðum fyrir fjölþættan landbúnað.<br />

Tekin verða viðtöl við fólk<br />

í sveitum, sem farið hefur nýjar<br />

leiðir. Í framhaldi viðtalanna verður<br />

gerð spurningakönnun meðal úrtaks<br />

bænda af öllu landinu, þar sem innt<br />

verður eftir aðstæðum þeirra og viðhorfum<br />

til breytinga í landbúnaði.<br />

Niðurstöður verða túlkaðar í ljósi<br />

tiltekins líkans úr félagsvísindum,<br />

um sjálfbært lífsviðurværi.<br />

Með verkefninu fæst traustur upplýsingagrunnur<br />

um íslenskan landbúnað<br />

í samtímanum, bæði það sem<br />

vel hefur tekist og það sem ekki hefur<br />

gengið upp, sem og um mat bænda<br />

á ástæðum þessa. Niðurstöðurnar<br />

munu hafa umtalsvert hagnýtt gildi.<br />

Unnt verður að skilgreina betur en<br />

áður hvernig best verður stutt við<br />

fundinn og vonast til að nettengingar<br />

allra Húnvetninga komist nú<br />

senn í viðunandi lag.<br />

„Þetta er mál sem snertir hagsmuni<br />

landsbyggðarinnar mikið, enda<br />

aðgangur að upplýsingasamfélaginu<br />

orðinn forsenda byggðar um<br />

allt land. Við höfum heyrt óánægju<br />

meðal bænda og sveitarfélaga varðandi<br />

þjónustu eMax en reksturinn<br />

hefur verið mjög erfiður vegna innri<br />

aðstæðna í fyrirtækinu og tíðra eigendaskipta<br />

en ég vonast nú til að<br />

þetta lagist með nýjum eigendum.<br />

Nýjum eigendum hefur verið send<br />

skýrsla um ástand kerfisins og nú<br />

er að sjá hvort hugur fylgi máli en<br />

þeir lýstu sig reiðubúna að vinna<br />

að skjótri úrlausn í samstarfi við<br />

heimamenn. Það er vissulega rétt að<br />

geta þess að með tilkomu eMax og<br />

annarra smærri fjarskiptafyrirtækja<br />

á landsbyggðinni hefur orðið meiri<br />

samkeppni á fjarskiptamarkaði á<br />

landsbyggðinni sem hefur orðið<br />

til hraðvirkari Internettenginga<br />

og lægri fjarskiptakostnaður hjá<br />

bændum miðað við ISDN-þjónustu<br />

Símans. Það breytir hins vegar ekki<br />

því að fyrirtækið verður að standa<br />

við gerða samninga og bjóða upp<br />

á ásættanlega þjónustu við viðskiptavini<br />

sína ella leita þeir annað.<br />

Allt þetta vekur einnig upp spurningar<br />

um aðkomu Fjarskiptasjóðs<br />

við uppbyggingu háhraðatenginga á<br />

landsbyggðinni.“<br />

ehg<br />

Fjarskiptafyrirtækið eMax skiptir um eigendur:<br />

Breyttar áherslur og ný tækni<br />

„Ójöfnuðurinn eykst ef við nýtum ekki tækifærin<br />

núna,“ segir Einar Kristinn Jónsson frkvstj.<br />

nýsköpun til sveita. Verkefnið mun<br />

auðvelda mótun markvissrar landbúnaðar-<br />

og byggðastefnu, sem<br />

tekur mið af svæðisbundnum þörfum<br />

og fjölbreytileika.<br />

Meðfylgjandi mynd var tekin á<br />

stjórnarfundi FL þegar umsækjendur<br />

komu til við viðræðna um framvindu<br />

verkefnisins.<br />

höfum verið að þróa fjórðu kynslóðar<br />

fjarskiptatækni til að geta<br />

flutt háhraðanet og verið með fjölþáttaþjónustu<br />

þráðlaust sem hentar<br />

bæði í dreifbýli og þéttbýli. Okkar<br />

framtíðarsýn er að koma þessu fyrir<br />

og veita þessa þjónustu um allt land<br />

í náinni framtíð. Með þessari nýju<br />

tækni verður netið mun afkastameira<br />

og þá er til dæmis sjónvarpið<br />

orðið gagnvirkt. Það eru því gríðarlega<br />

miklar breytingar í vændum<br />

og tækifærið er núna til að ráðstafa<br />

þessum fjármunum sem ríkið fékk<br />

úr sölunni á Símanum. Ef það gerist<br />

ekki fljótlega eykst ójöfnuðurinn<br />

milli dreifbýlis og þéttbýlis enn<br />

frekar því tækniþróunin er svo ör<br />

og menn þurfa að ná í skottið á sér í<br />

þessum málum,“ segir Einar.<br />

Núverandi fyrirkomulag<br />

samkeppnishamlandi<br />

Þar sem talið berst að fjármunum<br />

tengdum háhraðatengingum í dreifbýli<br />

er ekki úr vegi að spyrja Einar<br />

hvað honum finnist um aðkomu<br />

Fjarskiptasjóðs og stjórnvalda til<br />

að koma á slíkri þjónustu.<br />

„Mér finnst þetta á kolrangri<br />

leið og ég hefði talið að þessum<br />

fjármunum væri mun betur komið<br />

í höndum sveitarfélaga heldur en<br />

Fjarskiptasjóðs. Þá væri hægt að<br />

taka betur mið af aðstæðum í hverju<br />

sveitarfélagi fyrir sig og slík aðferð<br />

væri meira örvandi fyrir samkeppnina.<br />

Miðað við pólitískar yfirlýsingar<br />

sem gefnar voru þegar lögin um<br />

Fjarskiptasjóð voru sett og loforð<br />

gefin um að þá yrðu háhraðatengingar<br />

í dreifbýli að veruleika, hefðu<br />

menn átt að gera það í fullri alvöru<br />

og standa við þær væntingar sem<br />

voru gefnar. Fólk veit ekki hvaða<br />

svæði verða styrkt og núverandi<br />

fyrirkomulag er samkeppnishamlandi,“<br />

segir Einar og bætir við:<br />

„Það skiptir miklu máli til að<br />

jafna aðstöðumun dreifbýlis og þéttbýlis<br />

að netið sé öflugra og hraðara<br />

en það er í dag. Við stöðvum ekki<br />

þessa þróun því það verður áfram<br />

þörf fyrir vaxandi hraða. Til að<br />

dreifbýlið búi við sömu aðstæður<br />

og þéttbýlið þarf að sjá til þess að<br />

þar sé hægt að koma meiri þjónustu<br />

yfir netið, eins og til dæmis síma<br />

og sjónvarpi. Þetta verður ekki viðunandi<br />

fyrr en dreifbýlið nýtur þessara<br />

sömu aðstæðna í fjarskipta- og<br />

margmiðlunarþjónustu.“ ehg


11<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


12<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Útskriftarnemar úr hrossaræktardeild stilltu sér upp fyrir ljósmyndarann að lokinni útskrift.<br />

Háskólinn á Hólum útskrifaði 67 nemendur<br />

Laugardaginn 26. maí sl. útskrifaði<br />

Hólaskóli – háskólinn á<br />

Hólum 67 nemendur, þá fyrstu<br />

sem útskrifast frá skólanum sem<br />

háskóla samkvæmt íslenskum<br />

lögum. Skúli Skúlason, rektor<br />

Háskólans á Hólum, flutti ræðu<br />

við athöfnina.<br />

Hann sagði m.a. að nú væri<br />

hátíðisdagur á Hólum og að þessi<br />

hátíð markaði tímamót með ýmsum<br />

hætti. Í fyrsta lagi væru nú brautskráðir<br />

fyrir Háskólann á Hólum er ótvíræð<br />

og sköpunarkraftur nemenda<br />

og starfsfólks er mikill.“<br />

Í lok ræðu sinnar þakkaði rektor<br />

deildarstjórum, kennurum og<br />

starfsmönnum skólans fyrir vel<br />

unnin störf og óskaði nemendum<br />

til hamingju með daginn og bað þá<br />

muna að þeir væru nú orðnir sterkur<br />

hluti af því 901 árs samfélagi sem<br />

Hólaskóli er og bauð nemendur og<br />

allt þeirra fólk ævinlega velkomið<br />

nemendur með fyrstu<br />

heim að Hólum.<br />

háskólagráðu, BA-próf í ferðamálafræði.<br />

Nemendur voru brautskráðir<br />

Í öðru lagi væri vor-<br />

brautarskráning deilda nú sameiginleg<br />

og með nýju sniði. Þetta væri<br />

til að undirstrika nýja tíma skólans<br />

sem fullgilds háskóla.<br />

Þá sagði rektor:<br />

,,Við lifum á breytingaskeiði þar<br />

sem sköpunarmáttur menntunar og Skúli rektor ásamt útskriftarnemendum af ferðamálabraut, deildarstjórinn<br />

með eftirfarandi gráður: Hestabrautarskráning<br />

fræð ingar og leiðbeinendur voru<br />

28, tamningamenn 15, þjálfarar<br />

og reiðkennarar 14. Einn nemandi<br />

útskrifaðist með diplómatagráðu<br />

í ferðamálafræði og 9 nemendur<br />

með BA-gráðu í ferðamálafræði og<br />

eru þeir fyrstu BA- nemendur skólans.<br />

lærdóms mun ráða úrslitum. Þörfin lengst til hægri.<br />

S.dór<br />

Rektorskápan<br />

Kápan sem Skúli Skúlason<br />

rekt or skrýddist við brautskráninguna<br />

vakti óskipta athygli.<br />

Höfundur hennar og hönnuður<br />

er Helga Rún Pálsdóttir<br />

og leitaði hún fyrirmynda til<br />

lærdómsaldarinnar svokölluðu,<br />

en þá réðu ríkjum á Hólum<br />

Guðbrandur Þorláksson og<br />

Arngrímur lærði meðal annarra.<br />

Málfríður Finnbogadóttir<br />

vann mikla heimildavinnu um<br />

búninga þessa tíma. Kápan er<br />

úr flaueli og hana prýðir geitaskinn.<br />

Rektor LBHÍ við skólaslit í Reykholti:<br />

Eðlilegt að allar menntastofnanir<br />

heyri undir sama fagráðuneyti<br />

Landbúnaðarháskóli <strong>Íslands</strong><br />

brautskráði 38 nemendur þann<br />

1. <strong>júní</strong> sl. en alls stunduðu<br />

237 nemendur nám við skólann<br />

í vetur. Athöfnin fór fram í<br />

Reykholtskirkju þar sem Ágúst<br />

Sigurðsson rektor flutti ræðu.<br />

Helsta umfjöllunarefni hans var<br />

stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar<br />

sem tók við völdum í vor en<br />

hún hefur meðal annars boðað<br />

tilflutning verkefna milli ráðuneyta.<br />

Um það sagði Ágúst:<br />

„Í stjórnarsáttmálanum er stefnt<br />

að því að færa til verkefni innan<br />

stjórnarráðsins og meðal annars<br />

rætt um að flytja menntastofnanir<br />

landbúnaðarins undir ráðuneyti<br />

menntamála. Þessi fyrirætlan<br />

hugnast okkur hjá LbhÍ vel og<br />

við teljum að það sé fullkomlega<br />

eðlilegt að flokka allar íslenskar<br />

menntastofnanir undir sama fagráðuneyti.<br />

Við vitum að hvað skólastarfið<br />

snertir þá er hér ekki um<br />

mjög stóra breytingu að … Hitt<br />

er annað að það er að mörgu að<br />

hyggja áður en þetta getur orðið<br />

því tryggja þarf áframhaldandi eflingu<br />

á því mikilvæga rannsóknarstarfi<br />

sem unnið er innan vébanda<br />

LbhÍ enda hefur LbhÍ verulega<br />

sérstöðu í íslensku menntakerfi<br />

með um og yfir 60% starfseminnar<br />

í rannsóknum. Rannsóknum sem<br />

að stórum hluta eru unnar í miklu<br />

Frá brautskráningu LBHÍ í Reykholtskirkju.<br />

Að ofan sést útskriftarhópurinn,<br />

þjóðlega klæddur, og<br />

hér til hliðar sitja þeir saman Ágúst<br />

Sigurðsson rektor og Einar K.<br />

Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.<br />

samstarfi við atvinnulífið. Gæta<br />

þarf að því að þessi miklu tengsl<br />

rofni ekki heldur eflist enn frekar<br />

enda er það í algjörum samhljómi<br />

við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar<br />

um samstarf atvinnulífsins<br />

og íslensku háskólanna. Við vitum<br />

að Landbúnaðarháskólinn er faglega<br />

sterkur á sínum sérsviðum og<br />

innviðir traustir og við hlökkum<br />

einfaldlega til þess að takast á við<br />

þessar breytingar með góðum undirbúningi<br />

og í nánu samstarfi við<br />

ráðuneyti landbúnaðar, mennta og<br />

fjármála.“<br />

Að vanda hlutu þeir nemendur<br />

sem þóttu skara fram úr í námi<br />

verðlaun. Háskólamegin hlutu<br />

fimm nemendur verðlaun: Guðfinna<br />

Harpa Árnadóttir fyrir bestan<br />

árangur á búvísindabraut; Sunna<br />

Áskelsdóttir fyrir góðan árangur á<br />

sviði náttúru og umhverfis; Rakel<br />

Jakobína Jónsdóttir fyrir lokaverkefni<br />

til BS-prófs á sviði skógfræði<br />

og landgræðslu og Þórunn<br />

Pétursdóttir fyrir lokaverkefni til<br />

MS-prófs í landgræðslufræðum.<br />

Loks hlaut Lilja Filippusdóttir<br />

verðlaun fyrir góðan árangur í<br />

lokaverkefni til BS-prófs á sviði<br />

umhverfisskipulags.<br />

Á búfræðibraut hlutu sjö nemendur<br />

verðlaun: Guðlaug Björk<br />

Guðlaugsdóttir fyrir góðan árangur<br />

á búfræðiprófi og voru þau<br />

verðlaun frá <strong>Bændasamtök</strong>um<br />

<strong>Íslands</strong>; Ásrún Árnadóttir fyrir<br />

góðan árangur í nautgriparæktargreinum;<br />

Einar Guðmundur<br />

Þorláksson fyrir góðan árangur í<br />

sauðfjárrækt; Vagn Kristjánsson<br />

fyrir góðan árangur í bútæknigreinum;<br />

Hildur Sigurgrímsdóttir fyrir<br />

góðan árangur í hagfræðigreinum;<br />

Svala Skúladóttir og Guðrún<br />

Steinþórsdóttir fyrir góða ástundun.


13<br />

Sumarið er tími bænda- og<br />

sveitamarkaða í mörgum löndum<br />

en hérlendis hefur þessi skemmtilegi<br />

möguleiki framleiðenda til að<br />

koma vörum beint til neytenda<br />

ekki verið mikið notaður fram til<br />

þessa. Þeir markaðir sem verið<br />

hafa í gangi á síðustu misserum<br />

virðast samt stöðugt vera að<br />

eflast og festa sig æ meir í sessi.<br />

Bændablaðið ræddi við talsmenn<br />

nokkurra þeirra markaða sem<br />

verða munu starfræktir á komandi<br />

sumri. Fyrst má nefna að<br />

starfsemi Kolaportsins verður í<br />

gangi um helgar sem verið hefur<br />

en Kolaportið er lang stærsti<br />

markaður landsins.<br />

Í Dalseli í Mosfellsbæ hefur<br />

verið starfræktur vinsæll bændamarkaður<br />

til fjölda ára og þangað<br />

kemur fjöldi íbúa af höfuðborgarsvæðinu<br />

að ná sér nýtt grænmeti,<br />

blóm o.fl. Markaðurinn verður í<br />

gangi á komandi sumri og er stefnt<br />

að opnun um miðjan júlímánuð<br />

en markaðurinn verður opinn á<br />

sunnudögum milli 12:00-17:00 alla<br />

sunnudaga fram í byrjun september.<br />

Í Eyjafirði var starfræktur<br />

skemmti legur sveitamarkaður við<br />

gróður húsið gengt Jólahúsinu á<br />

síð asta sumri. Markaðurinn naut<br />

fádæma vinsælda og var mikið<br />

sóttur af heimamönnum og ferðafólki.<br />

Að sögn aðstandenda markaðarins<br />

á að endurtaka leikinn á<br />

komandi sumri. Stefnt er að því að<br />

markaðurinn fari að stað um miðjan<br />

júlí og verði fram til ca. 20 ágúst<br />

en markaðurinn verður væntanlega<br />

opinn 11:00-17:00 á sunnudögum.<br />

Sumarið er tími markaða<br />

Beint frá býli – sala heimavinnsluafurða<br />

Konurnar í lifandi landbúnaði<br />

á Snæfellsnesi hyggjast standa<br />

fyrir markaði fyrsta laugardaginn<br />

í júlímánuði og er ætlunin að hafa<br />

hátíðarumgjörð um uppákomuna.<br />

Markaðutrinn verður haldinn<br />

í samkomuhúsinu í Breiðabliki<br />

og stefnt að fjölbreyttu vöruframboði<br />

og skemmtan (heimabakstur,<br />

kaffi, tónlist, kompuhorn o.m.fl.).<br />

Þetta verkefni er að sögn sprottið<br />

út úr verkefninu Byggjum-brýr sem<br />

margar konur á Snæfellsnesi voru<br />

þátttakendur í.<br />

Á síðasta ári stóðu Búnaðarsamband<br />

Vesturlands fyrir bændamörkuðum<br />

á Hvanneyri sem þótti heppnast<br />

vel og vera góð viðbót við<br />

aðra möguleika fyrir ferðafólk á<br />

Hvanneyri. Þessa dagana er verið<br />

að safna liði á ný og ætlunin að<br />

standa fyrir mörkuðum allt eftir<br />

áhuga framleiðenda.<br />

Á Laxá í Leiraársveit var einn<br />

fjölsóttasti sveitamarkaður landsins<br />

á liðnu ári og verður leikurinn endurtekinn<br />

á komandi sumri og markaðurinn<br />

opinn alla sunnudaga frá<br />

kl 13:00-16:00.<br />

Árni Jósteinsson hjá <strong>Bændasamtök</strong>unum<br />

sagði blaðamanni að hann<br />

hefði haft fregnir af markvissum<br />

þreifingum um stofnun bændamarkaða<br />

á vestfjörðum og á austurlandi<br />

en slíkt biði frekari kynningar síðar<br />

meir. Árni minnti ennfremur á að<br />

aðilarnir á bak við verkefnið beint<br />

frá býli væru tilbúnir að veita frumkvöðlum<br />

aðstoð við að koma fleiri<br />

mörkuðum á laggirnar og gæti fólk<br />

haft samband gegnum netfangið<br />

aj@bondi.is.<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


14<br />

Vottunarstofan Tún<br />

Sjálfstætt hugsjónafélag<br />

í eigu fjölmargra aðila<br />

Lífræn ræktun á ávöxtum, grænmeti,<br />

mjólkurafurðum, villtum<br />

íslenskum plöntum og fleiru<br />

hefur farið vaxandi undanfarin<br />

misseri þótt sumum þyki of hægt<br />

ganga. Til að fá lífræna ræktun<br />

viðurkennda þarf að koma<br />

til vottun frá Vottunarstofunni<br />

Tún ehf. Gunnar Gunnarsson<br />

veitir þeirri stofnun forstöðu og<br />

bað Bændablaðið hann að segja<br />

frá tilurð vottunarstofunnar og<br />

starfi hennar.<br />

Hann segir að Tún sé sjálfstætt<br />

hugsjónafélag eins og títt<br />

er um þá hópa sem eru að skipta<br />

sér af umhverfismálum og því<br />

um líku þótt það sé vottunarfyrirtæki.<br />

Það voru margir sem komu<br />

að stofnun Túns ehf sem varð til<br />

vegna áhuga ýmissa á Suðurlandi<br />

á lífrænni ræktun. Að stofnuninni<br />

komu bændur, sveitarfélög, samtök<br />

neytenda og verslunar sem<br />

og ýmis fyrirtæki í úrvinnslu og<br />

markaðssetningu á landbúnaðarafurðum.<br />

Það voru því fjölmargir<br />

aðilar sem komu að stofnun vottunarstofunnar<br />

og eiga hana. Að<br />

sögn Gunnars hefur Tún alltaf<br />

verið rekið eins og hvert annað<br />

hugsjónarfélag.<br />

Við bryggjuna<br />

bátur vaggar<br />

hljótt<br />

Vottun samkvæmt alþjóðlegum<br />

stöðlum<br />

,,Margir hafa talið nauðsynlegt að<br />

hvetja til þess að teknar séu upp<br />

lífrænar aðferðir landbúnaði og<br />

annarri matvælaframleiðslu. Í öðru<br />

lagi að framleiðsla lífrænna afurða<br />

sé vottuð samkvæmt alþjóðlegum<br />

stöðlum,“ sagði Gunnar.<br />

Vottunarstofan Tún ehf hefur<br />

nýlega vottað söfnun á íslenskum<br />

plöntum á jörðinni Klængshóli í<br />

Skíðdal. Nær vottunin til ræktaðs<br />

og óræktaðs landsvæðis sem notað<br />

verður til söfnunar og ræktunar á<br />

ýmsum plöntum sem verða síðan<br />

hráefni í græða- og lækningajurturtir.<br />

Og þetta hefur verið gert víðar.<br />

Gunnar segir að í tilfellum sem<br />

þessum sé jörðin skoðuð og vottunin<br />

byggist á því að Tún þróaði<br />

alþjóðlegt vottunarkerfi í samræmi<br />

við íslenskar aðstæður og löggjöf.<br />

Hluti af þessari starfsemi er reglubundið<br />

eftirlit með þeim sem hafa<br />

áhuga á að markaðssetja vörur sem<br />

lífrænar.<br />

Ítarleg úttekt<br />

,,Sá sem gerir það verður áskrifandi<br />

að þjónustu Túns ehf. sem<br />

felur í sér í upphafi ítarlega úttekt<br />

Gunnar Gunnarsson.<br />

á allri framleiðslueiningunni, hvort<br />

sem um er að ræða hefðbundið<br />

landbúnaðarbýli eða garðyrkjubýli<br />

eða vinnslufyrirtæki sem tekur við<br />

hráefnum. Það er sérstaða vottaðrar<br />

lífrænnar framleiðslu að öll<br />

keðjan er vottuð undir eftirliti.<br />

Hver eining er skoðuð minnst einu<br />

sinni á ári til þess að ganga úr<br />

skugga um að alþjóðlegum reglum<br />

um lífræna ræktun eða framleiðslu<br />

er fylgt. Það er útilokað að nokkur<br />

geti komið fram með vörur hér<br />

á landi og sagt þær lífrænt ræktaðar<br />

án vottunar frá okkur,“ sagði<br />

Gunnar.<br />

Hann segir að lífræn ræktun hafi<br />

vaxið afskaplega hægt hér á landi<br />

og staðan í þeim málum lakari hér<br />

á landi en í öðrum Evrópulöndum.<br />

Samt sem áður er dálítill vöxtur í<br />

þessu nú og þá sérstaklega á þessu<br />

ári.<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Fjallagrasabúskapur gegn stóriðju<br />

Ómengaðar villtar íslenskar<br />

plöntur eru gríðarleg auðlind<br />

,,Það hefur stundum verið hæðst að því í umræðunni um stóriðju<br />

að stilla henni upp gegn fjallagrasabúskap. En sannleikurinn er<br />

sá að meðan villtar íslenskar plöntur fá að vera ómengaðar fyrir<br />

verksmiðjureyk og öðru slíku, þá eru þær gríðarleg auðlind. Hér<br />

á landi eru stór flæmi með margvíslegum tegundum af jurtum<br />

sem eru nýtanlegar til fæðubótar, lækninga og úrvinnslu í margvíslegan<br />

heilsu- og snyrtivöruiðnað,“ sagði Gunnar Gunnarsson,<br />

framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns ehf. í samtali við<br />

Bændablaðið.<br />

Hann segir að fólk hér á landi sé að gera sér grein fyrir því hvílík<br />

auðlind náttúruafurðirnar hér á landi eru og að mögulegt sé að nýta<br />

þær með ýmsu móti. Hann nefnir sem dæmi að meginparturinn af<br />

Tálknafirði, nokkur hundruð hektarar af eyðijörðum, hafi verið vottaðir<br />

lífrænt og þar er fyrirtækið Villimey að hasla sér völl með efni<br />

unnið úr vottuðum íslenskum villijurtum.<br />

Gunnar fullyrðir að möguleikar Íslendinga á því sviði að nýta<br />

ómengaðar villijurtir til ýmissa nota séu nær ótakmarkaðir.<br />

Lítill stuðningur<br />

Gunnar segir að það sé að jafnaði<br />

meiri vinna við lífræna ræktun í<br />

landbúnaði en hefðbundna. Verðið<br />

fyrir lífrænt ræktaðar afurðir á að<br />

vera nokkuð hærra en fyrir hinar<br />

en það fer nokkuð eftir aðstæðum<br />

á hverjum stað. Hér á landi fá<br />

bændur, að sögn Gunnars, lítinn<br />

sem engan stuðning til þess að<br />

taka upp þessa lífrænu aðlögunun<br />

eins og hún er kölluð. Fyrstu árin<br />

sem menn eru að breyta yfir í lífræna<br />

ræktun geta verið nokkuð dýr<br />

fyrir menn. Uppskera getur dottið<br />

eitthvað niður til að byrja með og<br />

þessu getur fylgt óvissa.<br />

,,Menn vænta þess að lífrænt<br />

ræktaðar afurðir séu hollari en<br />

hinar og rannsóknir eru að koma<br />

fram sem benda til þess að svo sé<br />

en vottun felur þó ekkert slíkt í<br />

sér,“ sagði Gunnar.<br />

Hann er eini fastráðni starfsmaður<br />

vottunarstofunnar en á landinu<br />

eru 10 eftirlitsmenn sem vinna<br />

fyrir Tún ehf. Það er fólk í öðrum<br />

störfum sem tekur að sér í hlutastarfi<br />

að hafa eftirlit fyrir Tún ehf.<br />

hér á landi og í Færeyjum þar sem<br />

Tún ehf. vinnur einnig að vottun.<br />

Vottunarstofn Tún ehf. var stofnað<br />

árið 1994 og hóf vottun tveimur<br />

árum síðar.<br />

S.dór<br />

70 ár frá því bræðsla<br />

hófst á Hjalteyri<br />

Það hefur að öllum líkindum verið<br />

aðeins líflegra á sjómannadaginn<br />

á Hjalteyri við Eyjafjörð<br />

fyrir 70 árum. Þá var þar líflegt<br />

lítið sjávarþorp með um 130<br />

íbúa. Núna standa byggingarnar<br />

auðar og líflausar líkt og minnisvarði<br />

um liðna tíma. Nú er þar<br />

starfrækt lúðueldi.<br />

Síldarbræðslan var reist á fjórða<br />

áratug síðustu aldar og var þá ein<br />

stærsta verksmiðja sinnar tegundar<br />

í Evrópu. Nú í <strong>júní</strong> eru liðin 70 ár<br />

síðan bræðsla hófst á eyrinni. Á vef<br />

um Hjalteyri er að finna þessa lýsingu:<br />

Í hörkufrosti í febrúarmánuði<br />

árið 1937 mátti sjá menn að verki<br />

neðan við langa skúrinn með haka<br />

og skóflur að grafa rásir fyrir undirstöður<br />

stærstu síldarbræðslu er þá<br />

hafði verið reist í Evrópu. Byrjað<br />

var að steypa upp norðurhlutann<br />

þar sem aðalvélasamstæðan,<br />

skilvindurnar og þurrkhúsið voru<br />

staðsett. Vegna frosta tóku menn<br />

til þess ráðs að hita sjó í steypuna<br />

en með því móti var hægt að auka<br />

byggingarhraðann til muna. Þegar<br />

verið var að slá upp fyrir og steypa<br />

þrærnar og mjölloftið var gengið<br />

frá uppsetningu í þeim húsum<br />

er þá var búið steypa. Loks kom<br />

strompurinn, en hann er 36 metrar<br />

á hæð, og svo lýsistankarnir. Fyrsta<br />

löndun var 16. <strong>júní</strong> sama ár. Seinna<br />

reisti Kveldúlfur hf. stórar mjölskemmur<br />

og annan stromp, þann<br />

er stendur enn. Þess má til gamans<br />

geta að maður einn veðjaði þegar<br />

slegið hafði verið frá strompinum<br />

að hann þyrði upp á hann. Lagði<br />

hann af stað upp og sáu menn<br />

fljótlega í iljarnar á honum upp við<br />

brúnina. Ekki lét hann það duga<br />

heldur fór hann upp á strompinn<br />

og rölti þar einn hring áður en hann<br />

lagði af stað niður aftur. Maður<br />

þessi hét Helgi Eyjólfsson og var<br />

byggingarmeistari verksmiðjunnar.<br />

Byggingarhraðinn var ótrúlegur<br />

og er oft talað um heimsmet í því<br />

sambandi. Byggingarleyfið er dagsett<br />

24. mars 1937. Fyrsta skóflustungan<br />

tekin í febrúar, en byrjað<br />

að bræða í <strong>júní</strong>.<br />

Hjalteyri hefur yfir sér ákveðinn<br />

draugalegan blæ en fiskihjallarnir<br />

eru þó fullhlaðnir af fiski. Þróun<br />

sjávarútvegs undanfarin ár hefur<br />

leitt til lokunar fleiri síldar- og<br />

loðnubræðsluverksmiðja og því má<br />

hafa það í huga hvort þetta sé það<br />

sem koma skal í framtíðinni, tómar,<br />

yfirgefnar verksmiðjur sem stara út<br />

á hafið og hlusta eftir ómi af sjómannavalsi<br />

liðinna tíma.<br />

GBJ


15<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri á hraðri siglingu<br />

Nýverið hlaut Elías Guðmundsson<br />

frá ferðaþjónustufyrirtækinu<br />

Hvíldarkletti ehf. á Suðureyri<br />

fyrstu verðlaun fyrir bestu markaðsáætlunina<br />

við útskrift í verkefninu<br />

Útflutningsaukning og<br />

hagvöxtur (ÚH) ásamt Sigrúnu<br />

Guðjónsdóttur frá hugbúnaðarog<br />

ráðgjafarfyrirtækinu Innn hf.<br />

í Reykjavík.<br />

„Við erum stolt af því að fá<br />

svona klapp á bakið og það er alltaf<br />

gaman þegar tekið er eftir því sem<br />

maður gerir. Nú stöndum við í stórræðum<br />

á Suðureyri og Flateyri við<br />

að taka á móti þýskum sjóstangaveiðimönnum<br />

en uppbókað er að<br />

mestu í sjóstangaveiðina í sumar.<br />

Það hefur gengið nokkuð vel þrátt<br />

fyrir leiðinlega tíð en það er ótrúlegt<br />

hvað Þjóðverjarnir láta veðrið<br />

hafa lítil áhrif á sig,“ segir Elías<br />

Guðmundsson, framkvæmdastjóri<br />

Hvíldarkletts.<br />

Ferðamenn og daglegt líf<br />

þorpsbúa<br />

Útflutningsráð <strong>Íslands</strong> stendur að<br />

verkefninu Útflutningsaukning<br />

og hagvöxtur í samvinnu við<br />

Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins,<br />

Landsbanka <strong>Íslands</strong>, Bakkavör<br />

Group, Byggðastofnun, Samtök<br />

iðnaðarins og Félag kvenna í<br />

atvinnurekstri. Þetta er í 17. sinn<br />

sem ÚH-námskeið er haldið á<br />

vegum Útflutningsráðs en um er að<br />

ræða þróunarverkefni fyrir lítil og<br />

meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga<br />

á að hefja útflutning eða festa í sessi<br />

útflutning sem þegar er hafinn.<br />

Markaðsáætlun Hvíldarkletts<br />

byggist á sjávarþorpinu Suðureyri.<br />

Í raun gengur verkefnið út á að<br />

breyta Súgandafirði í nokkurs konar<br />

„þemagarð“ þar sem ferðamenn<br />

geta komið í heimsókn og tekið þátt<br />

í daglegum störfum þorpsbúa; veitt<br />

sér í soðið, unnið í frystihúsinu<br />

og svo framvegis. Íbúarnir verða<br />

þannig á vissan hátt þátttakendur í<br />

sínum eigin raunveruleikaþætti.<br />

ehg


16<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Keyptum þennan stað til að vera á<br />

Rætt við tvenn hjón úr Reykjavík sem keyptu sér jörð í Reykholtsdal<br />

Fyrir nokkru birtist hér í<br />

Bændablaðinu viðtal við<br />

Guðmund Óla Gunnarsson<br />

hljómsveitarstjóra sem tilheyrir<br />

þeim vaxandi hópi þéttbýlisbúa<br />

sem hafa fundið sér athvarf í sveitinni.<br />

Nú er röðin komin að tvennum<br />

hjónum sem keyptu jörðina<br />

Búrfell í Reykholtsdal, eða því<br />

sem eitt sinn hét Hálsasveit, og<br />

hafa verið að byggja hana upp<br />

undanfarin fjögur ár. Það eru<br />

læknarnir Hannes Petersen og<br />

Friðrik Sigurbergsson og eiginkonur<br />

þeirra, Harpa Kristjánsdóttir<br />

gullsmiður og kennari<br />

og Árný Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur<br />

og forstöðu maður<br />

heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar.<br />

Þau Hannes og Harpa eru nú búin<br />

að endurbyggja gamla íbúðarhúsið,<br />

að heita má frá grunni, en Friðrik<br />

og Árný ákváðu að byggja nýtt hús<br />

sem þau eru flutt inn í. Öll starfa þau<br />

í Reykjavík, þeir Hannes og Friðrik<br />

á Landspítalanum í Fossvogi, Árný<br />

hjá Reykjavíkurborg og Harpa<br />

kennir við Iðnskólann. Hvað var<br />

það sem dró þau upp í sveit<br />

Friðrik: „Hjá okkur var það<br />

gamall draumur að eignast athvarf<br />

í sveit þar sem hægt væri að gera<br />

meira en á venjulegri sumarhúsalóð,<br />

eitthvað stærra. Við Árný<br />

höfum haft áhuga á skógrækt og<br />

getum sinnt henni hér.“<br />

Hannes: „Það var hestamennskan<br />

sem dró okkur hingað. Við eigum<br />

13 hesta og hafði lengi dreymt um<br />

að koma okkur upp aðstöðu til þess<br />

að geta verið með þá hjá okkur. Nú<br />

erum við með níu þeirra hér uppfrá<br />

en hinir eru enn fyrir sunnan.“<br />

Við dráttarvélina sem nágrannarnir þurftu einhvern tímann að kippa upp. Að baki sér í Búrfellshlíðina sem brátt<br />

verður þakin skógi og til vinstri er hlaðan sem nú er orðin að vélageymslu.<br />

samskipti við nágrannana. Friðrik<br />

bætir því við að þeir Hannes hafi<br />

getað liðsinnt fólki með sinni læknisfræðilegu<br />

kunnáttu og sparað því<br />

sporin niður í Borgarnes ef svo<br />

hefur borið undir. „Ætli það endi<br />

ekki með því að við opnum stofu<br />

hér uppfrá,“ bætir Hannes við og<br />

brosir.<br />

Þau segjast líka hafa séð að nóg<br />

framboð er á alls kyns félagslífi í<br />

sveitinni. „Það væri hægt að ganga<br />

í kirkjukór eða sækja tónleika í<br />

Reykholti eða Fossatúni. Á Mið-<br />

Fossum er mikið líf og hægt að<br />

sækja hin og þessi námskeið og<br />

þannig mætti áfram telja.“<br />

Þetta er ekki fjárfesting<br />

Bændur hafa stundum kvartað yfir<br />

því að þegar þéttbýlisbúar kaupi<br />

jarðir sé það þeirra fyrsta verk<br />

að setja upp skilti sem á stendur:<br />

Einkalóð, allur aðgangur bannaður.<br />

Þeir segja líka að erfitt geti reynst<br />

að fá þessa nýbúa til að taka þátt í<br />

smölun og öðrum störfum sem þarf<br />

að sinna í sveitinni.<br />

„Við viljum taka fullan þátt í<br />

störfum sveitarinnar og lokum ekki<br />

landinu fyrir umferð,“ segir Harpa.<br />

„Við höfum að vísu ekki farið á<br />

fjall ennþá en við greiðum fjallskilagjald<br />

og smölum heimalandið.“<br />

Hannes bætir því við að hann<br />

geti vel hugsað sér að fara á fjall,<br />

hann þurfi bara að gefa sig fram við<br />

fjallkónginn Jón á Kópareykjum.<br />

„Meðfram ánni norðan við veginn<br />

eru reiðleiðir sem við ætlum<br />

að halda opnum. Við höfum meira<br />

að segja rætt um að koma þar upp<br />

Góð skilyrði til skógræktar<br />

Þeir Hannes og Friðrik hafa þekkst<br />

lengi og starfa meðal annars saman<br />

í þyrlusveit lækna. „Við fórum að<br />

kíkja í kringum okkur og það er<br />

óneitanlega auðveldara að gera það<br />

úr þyrlu. Einn félaga okkar í þyrlusveitinni<br />

á jörð hér í mynni dalsins<br />

og hann benti okkur á að hér<br />

á Búrfelli væri jörð að fara í sölu.<br />

Við brugðumst hratt við og buðum<br />

uppsett verð í hana og fengum hana<br />

seinnihluta vetrar 2003.“<br />

Jörðin er 280 hektarar að stærð og<br />

liggur sunnan með Reykjadalsá upp<br />

í og yfir Búrfellin sem ná allt að 470<br />

metra hæð. Þau eiga sem sé fjöll.<br />

Þarna var sauðfjárbú en ræktun er<br />

ekki mikil, túnin eru um 20 hektarar.<br />

Friðrik segir að gróðurskilyrði fyrir<br />

skóg séu góð í hlíðum Búrfellanna,<br />

enda sjáist það á næsta bæ að þar<br />

gengur vel að rækta skóg.<br />

Friðrik og Árný ætla að helga<br />

sig skógræktinni og eru orðnir þátttakendur<br />

í Vesturlandsskógum sem<br />

hafa sett sér það verkefni að rækta<br />

allar suðurhlíðar Reykholtsdals.<br />

Þau ætla alveg að gefa hófdýrunum<br />

frí og mega ekki til þess hugsa að<br />

sauðfé komist í skóginn sem þau<br />

ætla sér að rækta. Þess vegna hafa<br />

þau lagt á sig að girða meðfram<br />

veginum inn dalinn á tveggja km<br />

kafla. Næsta skref verður að fá verktaka<br />

til þess að girða annað eins<br />

uppi í Búrfellinu og loka hinn verðandi<br />

skóg af. Fyrr geta þau ekki<br />

hafist handa við ræktunina fyrir<br />

alvöru.<br />

Harpa og Hannes ætla að taka<br />

þátt í skógræktinni og Harpa hefur<br />

meðal annars sótt skógræktarnámskeið<br />

á Hvanneyri ásamt Friðriki<br />

og Árnýju. Það eru þó hestarnir sem<br />

eiga hug þeirra fyrrnefndu. Þau eru<br />

búin að koma upp gerði fyrir hestana<br />

og eru byrjuð að innrétta fjárhúsið<br />

svo þau geti tekið hestana á<br />

hús. Hlöðuna er Friðrik búinn að<br />

leggja undir sig en hann er með allhastarlega<br />

véladellu.<br />

Við borðstofuborðið í gamla húsinu á Búrfelli, frá vinstri: Friðrik, Árný,<br />

Hannes og Harpa.<br />

Betri netaðgangur breytti miklu<br />

Hingað til hefur hreinsun jarðarinn<br />

ar og uppbygging tekið allan<br />

þeirra tíma og nú sjá þau fyrir endann<br />

á því. Þau eru búin að koma sér<br />

upp heilsársaðstöðu þar sem þau<br />

geta verið hvenær sem þau lystir.<br />

Raunin er líka sú að þau eru mikið<br />

á staðnum. Harpa: „Við Hannes<br />

fluttum lögheimilið okkar hingað<br />

upp eftir og erum hér alltaf þegar<br />

við getum. Í fyrrasumar kom ég<br />

ekki til Reykjavíkur samfleytt í<br />

tvo mánuði, átti bara ekkert erindi<br />

þangað!“<br />

Árný og Friðrik eru enn heimilisföst<br />

í Reykjavík en eru einnig<br />

eins mikið í Búrfelli og þau geta.<br />

„Við þyrftum að draga úr vinnu<br />

ef við ættum að vera hér meira,“<br />

segja þau. Raunar segist Árný oft<br />

koma upp eftir til þess að vinna.<br />

„Það er gott að vera hér í kyrrðinni<br />

ef maður þarf að lesa eitthvað eða<br />

skrifa. En þá sakna ég Netsins því<br />

aðgangur að því er ekki nógu góður<br />

hér. Ég gæti unnið miklu meira hér<br />

ef ég hefði betri aðgang að Netinu,“<br />

segir hún.<br />

Hannes tekur í sama streng.<br />

Hann vinnur að rannsóknum í sínu<br />

starfi og vonast til að geta unnið að<br />

úrvinnslu og skriftum sem tengjast<br />

rannsóknum. „En það byggist á því<br />

að hafa góðan netaðgang. Stór hluti<br />

þessara rannsókna er unnin í hópum<br />

sem oft þurfa að hittast og vinna<br />

saman. Það væri vel hægt að gera<br />

hér og í Reykholti er fín aðstaða til<br />

fundarhalda og hægt að halda ráðstefnur<br />

og útvega fólki gistingu. En<br />

þetta stendur og fellur með góðum<br />

netaðgangi.“<br />

Nú er eina netsambandið um<br />

venjulega símalínu sem er óskaplega<br />

seinvirkt og vonlaust að hlaða<br />

einhverju niður, í mesta lagi hægt<br />

að sinna bankaviðskiptum og þess<br />

háttar. Í boði hefur verið þráðlaust<br />

samband frá fyrirtækinu emax en<br />

það hefur þótt mjög óstöðugt svo<br />

þau hafa ekki tengst því. Nú hafa<br />

þau heyrt að til standi að setja upp<br />

nýja sendi á Skáneyjarbunguna<br />

og þá gæti sambandið lagast. „Þá<br />

tengjumst við strax því þá getum<br />

við boðið til okkar fólki og nýtt þá<br />

góðu þjónustu sem hér er að hafa,“<br />

segir Árný.<br />

Vilja tengjast sveitinni<br />

Ekkert þeirra fjögurra tengist dalnum<br />

svo neinu nemi. Þau segjast<br />

líka hafa verið svo upptekin við<br />

tiltekt á jörðinni og uppbyggingu<br />

húsanna að lítill tími hafi gefist til<br />

þess að stunda félagslíf og rækta<br />

sambandið við sveitungana. „En nú<br />

fer það að breytast,“ segir Harpa og<br />

bætir því við að hún hafi þó alltaf<br />

tekið þátt í árlegri kvennareið sem<br />

konurnar í dalnum standa fyrir.<br />

Hannes segir að allir nágrannar<br />

þeirra hafi undantekningarlaust tekið<br />

þeim vel og reynst þeim hjálplegir.<br />

„Ef við höfum bankað upp á eða<br />

hringt hafa allir verið boðnir og búnir<br />

að hjálpa okkur og gefa okkur ráð,<br />

lána okkur tæki eða kippa upp dráttarvélinni<br />

þegar við festum okkur.“<br />

Friðrik og Hannes með stolt staðarins, sexhjól sem þeir keyptu í vor og<br />

þeir segja að hafi komið sér afar vel í girðingavinnunni.<br />

„Við höfum líka kippt öðrum<br />

upp,“ skýtur Árný inn í.<br />

Hannes bætir því við að eflaust<br />

séu þau eitthvað milli tannanna á<br />

fólki. „Því finnst eflaust fyndið að<br />

sjá okkur snúa heyi með heytætlu<br />

þar sem aðeins þrír armar virka. En<br />

það er allt í lagi.“<br />

Friðrik er reyndar kominn til<br />

áhrifa í sveitinni, hann tók sæti í<br />

stjórn veiðifélags Reykjadalsár í<br />

vetur, enda mikill veiðimaður, þótt<br />

uppáhaldsíþróttin sé að ganga til<br />

rjúpna. Þau segjast hafa fullan hug<br />

á að tengjast samfélaginu í dalnum,<br />

sækja fundi og samkomur og eiga<br />

gerði þar sem hestamenn gætu áð<br />

með góðu móti. Það yrði okkur til<br />

ánægju,“ segir Hannes. Harpa bætir<br />

því við að þegar Kvennareiðin átti<br />

leið hjá Búrfelli í fyrra hafi Hannes<br />

komið út og trakterað konurnar á<br />

viskíi.<br />

Það er best að háls-, nef- og<br />

eyrnalæknirinn Hannes Petersen<br />

eigi lokaorðin í þessu spjalli þegar<br />

hann segir fyrir munn þeirra allra:<br />

„Fyrir okkur er þetta ekki fjárfesting.<br />

Við keyptum þennan stað til<br />

að vera á, en ekki til þess að ávaxta<br />

okkar pund.“<br />

Myndir og texti: –ÞH


17<br />

Gjörbreytt gufubað á Laugarvatni<br />

Framkvæmdir hefjast í ágúst<br />

Framkvæmdir við 750 fermetra<br />

heilsulind við gufubaðið á<br />

Laugarvatni hefjast um miðjan<br />

ágúst. Áætlað er að þeim verði<br />

lokið um mitt næsta ár en í millitíðinni<br />

verður gufubaðið lokað.<br />

„Núverandi mannvirki verða<br />

rifin og byggð mun stærri aðstaða<br />

með tengingu við Laugarvatn.<br />

Þannig verður með góðu móti<br />

hægt að taka á móti ríflega hundrað<br />

gestum í einu,“ segir Anna G.<br />

Sverrisdóttir framkvæmdastjóri<br />

Bláa lónsins, en dótturfélag þess,<br />

Íslenskar heilsulindir, mun sjá<br />

um rekstur nýja gufubaðsins.<br />

Fyrirtækið Gufa ehf. kostar hinsvegar<br />

uppbyggingu á staðnum<br />

og er fjármagn fyrir framkvæmdunum<br />

alveg í höfn, að sögn Önnu.<br />

Suðurland.is segir frá.<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Heimasíða Bændablaðsins: www.bbl.is


18<br />

Siglufjarðar-Seigur hlaut hvatningarverðlaun SSNV<br />

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á<br />

Norðurlandi vestra veitir árlega<br />

einu fyrirtæki á starfssvæði samtakanna<br />

hvatningarverðlaun. Að<br />

þessu sinni var það bátasmiðjan<br />

Siglufjarðar Seigur ehf. á Siglufirði<br />

sem hlaut verðlaunin vegna<br />

hugkvæmni og áræðis sem starfsmenn<br />

og stjórnendur hafa sýnt<br />

við uppbyggingu fyrirtækisins.<br />

,,Það er mikil viðurkenning og<br />

hvatning í að fá svona verðlaun,“<br />

sagði Guðni Sigtryggsson, framkvæmdastjóri<br />

fyrirtækisins, þegar<br />

Bændablaðið ræddi við hann. Hann<br />

sagði að Siglufjarðar Seigur hefði<br />

verið stofnaður árið 2005 af JE vélaverkstæði<br />

ehf. á Siglufirði, Seiglu<br />

ehf. í Reykjavík og Siglu fjarð arkaupstað.<br />

Í byrjun fullvann fyrirtækið<br />

plastbátsskrokka sem steyptir<br />

voru hjá Seiglu ehf. í Reykjavík en<br />

síðan fór fyrirtækið út í að smíða<br />

bátanna frá grunni. Það hefur nú<br />

Ólafsdalur í Gilsfirði<br />

Félag stofnað til varðveislu<br />

Hrönn Ásgeirsdóttir stjórnarformaður SSNV afhendir Guðna Sigtryggssyni<br />

hvatningarverðlaunin.<br />

Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur<br />

er formaður Ólafsdalsfélagsins.<br />

fyrsta bændaskóla landsins<br />

Sunnudaginn 3. <strong>júní</strong> var félag sem á að ganga í félagið. Einnig er verið<br />

heitir Ólafsdalsfélagið formlega að skoða aðkomu Dalabyggðar að<br />

stofnað í Ólafsdal. Fé lagið hefur félaginu. Hann sagði að það fyrsta<br />

það að markmiði að fá leyfi yfirvalda<br />

til að endur reisa byggingar landbúnaðarráðuneytisins um að fá<br />

sem félagið muni gera sé að leita til<br />

í Ólafsdal í Gils firði þar sem Torfi yfirráðarétt yfir Ólafsdal og hefja<br />

Bjarnason stofn aði fyrsta bændaskóla<br />

lands ins árið 1880. Formaður hús á staðn um þarfn ast mikilla við-<br />

framkvæmdir við endurbætur en<br />

félags ins var kjörinn Rögnvaldur gerða. Lítið sem ekk ert hefur verið<br />

Guð mundsson, einn af afkomendum<br />

Torfa í Ólafsdal. Flestir stofn-<br />

því frátöldu að skóla húsið var klætt<br />

gert hús um á staðn um til góða, að<br />

endur félagsins voru annað hvort að utan fyrir nokkr um árum, og eru<br />

afkomendur Torfa eða eiga rætur húsin orðin illa farin.<br />

sínar í Gilsfirði og nágrenni.<br />

Rögnvaldur sagði í samtali við Ýmsar hugmyndir uppi<br />

Bændablaðið að stofnendur félagsins<br />

hefðu verið 35. Fjöldi manns um hvað geri eigi við Ólafsdal í<br />

Ýmsar hugmyndir hafa komið fram<br />

víða um land hefur lýst yfir áhuga framtíðinni. Flestar hugmyndirnar<br />

eru tengdar menningartengdri<br />

ferðaþjónustu. Ein hugmyndin er<br />

að koma upp lifandi safni sem sýni<br />

hvernig búið var í Ólafsdal á tíma<br />

Torfa Bjarnasonar en skólinn starfaði<br />

frá 1880 til 1907.<br />

lokið smíði á sjö bátum þar af þrír<br />

sem fyrirtækið hefur alfarið byggt.<br />

Einn af þessum bátum var seldur<br />

til Noregs í vor og segist Guðni<br />

búast við því að hann opni leiðir til<br />

frekari sölu á bátum frá Seig ehf.<br />

Gert var við skólahúsið í Ólafsdal að utanverðu árið 1996 en síðan hefur<br />

ekkert verið gert þar. Á myndinni til vinstri segir Guðmundur Rögn valdsson,<br />

sonur bóndans sem tók við búi eftir fjölskyldu Torfa Bjarna sonar,<br />

fundarmönnum frá lífinu í Ólafsdal á æskuárunum.<br />

Rögnvaldur tók skýrt fram að<br />

allar þær hugmyndir sem komið<br />

hafa fram séu ómótaðar og því<br />

alveg óvíst hvað verður ofan á.<br />

Hann sagði að fyrsta verkið yrði að<br />

leita til landbúnaðarráðuneytisins<br />

um leyfi fyrir félagið að koma þarna<br />

að málum. Fáist það sé næsta verkefni<br />

að leggja upp plön fyrir framtíð<br />

staðarins, afla fjár og hefjast svo<br />

handa um framkvæmdir. Þessi undirbúningur<br />

gæti tekið eitt og hálft ár<br />

eða svo að sögn Rögnvaldar.<br />

Stjórn félagsins<br />

Á stofnfundi Ólafsdalsfélagsins<br />

var kjörinn 7 manna stjórn. Rögnvaldur<br />

Guðmundsson er sem fyrr<br />

segir formaður en aðrir í stjórn<br />

eru Svavar Gestsson sendiherra,<br />

Þórður Magnússon, stjórnar for maður<br />

Marels, Sumarliði R. Ísleifsson<br />

sagnfræðingur, Guðjón T. Sig urðs -<br />

son, oddviti Dalabyggðar, Sig ríð ur<br />

Jörundsdóttir sagnfræðing ur og<br />

Halla Steinólfsdóttir. Í varastjórn<br />

eru Laufey Steingrímsdóttir og Arnar<br />

Guðmundsson blaðamaður. S.dór<br />

Um tvöþúsund hafa séð<br />

Mýrarmanninn<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Svona líta bátar Siglufjarðar-Seigs út en á þessu ári verða smíðaðir fjórir<br />

bátar og vonandi sex á ári þegar fram líða stundir.<br />

til Noregs. Hann segir að markaður<br />

sé ágætur fyrir svona báta<br />

hét á landi. Að vísu sé hann dálítið<br />

brokkgengur, eins og hann orðaði<br />

það, því þegar verið er að hræra í<br />

kvótakerfinu kemur það alltaf fyrst<br />

niður á bátasmíðinni. Guðni segir<br />

að það séu um 3.500 vinnustundir<br />

á bak við einn svona bát fullgerðan.<br />

Upphafleg ætlun fyrirtækisins var<br />

að smíða sex báta á ári en í ár verða<br />

þeir fjórir en Guðni telur að markmiðinu<br />

um sex báta á ári verði náð.<br />

Hjá fyrirtækinu vinna nú fjórir sérþjálfaðir<br />

starfsmenn í meðferð og<br />

vinnslu plastefna.<br />

Guðni segir að það sé markmið<br />

fyrirtækisins að smíða báta sem eru<br />

samkeppnishæfir í verði og gæðum<br />

á við það sem best gerist, bæði<br />

innanlands og utan og tryggja viðskiptavinunum<br />

þjónustu sem uppfyllir<br />

þarfir þeirra og óskir eins og<br />

best verður á kosið.<br />

Það var Adolf H. Berndsen,<br />

formaður SSNV, sem afhenti hvatningarverðlaunin<br />

í húsakynn um<br />

Siglufjarðar Seigs en verðlauna gripinn<br />

hannaði Fríða Björk Gylfadóttir,<br />

listamaður á Siglufirði.<br />

Sæði tekið úr Stála<br />

frá Kjarri á hverjum<br />

morgni út <strong>júní</strong><br />

Sæðistaka úr hæst dæmda<br />

stóðhesti landsins, Stála frá<br />

Kjarri í Ölfusi, stendur nú<br />

sem hæst yfir og verður út<br />

allan <strong>júní</strong>mánuði.<br />

Páll Stefánsson, dýralæknir<br />

tekur sæði úr klárnum á hverjum<br />

degi og sæðir síðan þær<br />

merar, sem komið er með undir<br />

Stála samdægurs. Stáli er eini<br />

stóðhesturinn á Íslandi þetta<br />

vorið þar sem sæði er tekið<br />

á þennan hátt eftir að sæðingastöðinni<br />

í Gunnarsholti var<br />

lokað. Gert er ráð fyrir að um<br />

70 merar verði sæddar í þessu<br />

verkefni í Kjarri. Folatollurinn<br />

er 150 þúsund krónur en þá<br />

er allt innifalið. “Þetta hefur<br />

gengið mjög vel, það er gott að<br />

eiga við klárinn og fyljunarprósentan<br />

frá honum er mjög góð”,<br />

sagði Helgi Eggertsson, eigandi<br />

Stála.<br />

MHH<br />

„Mýramaðurinn hefur bara<br />

gengið ljómandi vel og aðsókn<br />

verið meiri en ég bjóst við fyrirfram,“<br />

sagði Gísli Einarsson<br />

sjónvarpsmaður og höfundur<br />

Mýramannsins aðspurður í tilefni<br />

þess að sýningum á verkinu<br />

fer nú fækkandi. „Þetta var<br />

samið með það í huga að sýna<br />

það í Landnámssetrinu hér í<br />

Borgarnesi. Þar rúmast liðlega<br />

80 manns á sýningu. Svo gerðum<br />

við undantekningu og vorum með<br />

eina sýningu á Hofsósi. Þetta er<br />

bæðið skáldskapur og byggt á<br />

sögulegum heimildum.<br />

Það má segja að þetta sé tilraun<br />

til að viðhalda hinni gömlu sagnahefð<br />

sem tíðkaðist í baðstofum<br />

þessa lands og við fleiri tækifæri í<br />

gamladaga. En hjá okkur er raunar<br />

talmálið brotið upp og skotið inná<br />

milli vídeómyndum.“<br />

Verkið sem Gísli samdi fyrr á<br />

þessu ári og hefur síðan sviðsett í<br />

samráði við Kjartan Ragnarsson<br />

forstöðumann Landnámssetursins<br />

rekur kosti, galla, göngulag, söngog<br />

drykkjusiði og margvísleg önnur<br />

sérkenni Mýramanna. Verkið spannar<br />

yfir tímabilið allt frá landnámi<br />

og til Mýraeldanna á síðasta ári.<br />

Fyrirmyndinni að þessu segir Gísli<br />

að Páll Brynjarsson bæjarstjóri hafi<br />

gaukað að sér. En á námsárum sínum<br />

í Noregi sá Páll þar flutt sagnaverk<br />

sem byggðist uppá að segja<br />

molbúasögur af Norðlendingum í<br />

Noregi. Þetta var grunnhugmyndin<br />

og þar sem mikið var til af gömlum<br />

og nýjum skemmtisögum af<br />

Mýramönnum þótti tilvalið að snúa<br />

þessu upp á þá en hefði í raun getað<br />

verið í hvaða byggðarlagi sem var á<br />

landinu þar sem nægur efniviður var<br />

til staðar.<br />

ÖÞ<br />

Helgi með Stála, sem hefur í<br />

nógu að snúast þessa dagana<br />

í sæðistökunni í Kjarri. Skyldustörfum<br />

hestsins lýkur 1. júlí<br />

þegar honum verður sleppt út<br />

í haga.


19<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


20<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Ráðstefna um þróun klasa á dreifbýlum svæðum<br />

Dagana <strong>11.</strong>-13. <strong>júní</strong> 2007 stendur Vaxtarsamningur Eyjafjarðar<br />

fyrir ráðstefnunni „Rural clusters 2007“ þar sem fjallað verður um<br />

þróun klasa í dreifbýli. Ráðstefnan verður haldinn í Háskólanum á<br />

Akureyri.<br />

Margir helstu sérfræðingar heims í klasafræðum munu koma og halda<br />

fyrirlestra auk þess sem kynnt verða klasaverkefni frá ýmsum heimshornum.<br />

Allar upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.ruralclusters2007.<br />

com<br />

Notaðar vélar<br />

hjá Vélfangi<br />

Teg: MF 375<br />

Árg: 1992, Notkun: 3400 vstd. 75 hö<br />

Helsti Búnaður: BM tæki<br />

Verð án vsk.: 1,450,000<br />

Tegund: MF 390<br />

Árg: 1995, Notkun: 2400 vst.<br />

Stærð: 80 hö, Drif: 2wd<br />

Helsti Búnaður: Vendigír.<br />

Verð án vsk.: 1,450,000<br />

Tegund: Case 995<br />

Árg: 1990 5000 vst.<br />

Stærð: 105 hestöfl, Drif: 4x4<br />

Helsti búnaður: 6 strokka.<br />

Verð án vsk.: 1,000,000-<br />

Gerð: Same<br />

Árg: 1990, 5700 vst.<br />

Drif: 4x4 hö, Tæki: Alö 690<br />

Verð án vsk: 1,500,000,-<br />

Tegund: Greenline<br />

Árg: 2005, Notkun: 50 vst<br />

Sláttuborð: 1,8 m, vagn 5,0 m 3<br />

Verð án vsk kr: 1.900.000,-<br />

Tegund: Kverneland 7512<br />

Árg: 1989<br />

Búnaður: 75 cm. barkastýrð.<br />

skurðarbúnaður,teljari<br />

Verð án vsk. 250.000<br />

Tegund: Welger RP 12S<br />

Árg: 1995 Garnbinding<br />

Verð án vsk: 300.000.-<br />

Tegund: Ehlo 1410<br />

Árg: 1995<br />

Búnaður: 75 cm. barkastýrð.<br />

skurðarb,teljari og fallpallur<br />

Verð án vsk. 300.000<br />

Tegund: Pöttinger 3200 SC<br />

Árg: 2002<br />

Búnaður: 2,00 m sópvinda, 14<br />

hnífa, netbúnaður. flotdekk,<br />

sparkari.<br />

Verð án vsk.: 1,200,000.-


21<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Landssamband kúabænda<br />

vill þakka eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan stuðning vegna glæsilegrar<br />

árshátíðar LK í Sjallanum á Akureyri 14. apríl s.l.<br />

Bústjóri, staðarhaldari<br />

– Möðruvöllum í Hörgárdal<br />

Atlantsolía<br />

Búaðföng ehf.<br />

Dýralæknaþjónusta<br />

Eyjafjarðar<br />

Icepharma<br />

Jötunn-Vélar ehf<br />

Kaupfélag Skagfirðinga<br />

Kaupþing hf<br />

KEA<br />

Landbúnaðarráðuneytið<br />

Landsbankinn hf<br />

Landstólpi ehf.<br />

Lýsing hf<br />

Mjólkursamsalan ehf.<br />

Remfló ehf.<br />

Sláturfélag Suðurlands svf.<br />

Sparisjóður Norðlendinga<br />

Sparisjóður Skagafjarðar<br />

Sölufélag Austur-<br />

Húnvetninga<br />

Vélar og Þjónusta<br />

Vélaver<br />

Vélfang<br />

Landbúnaðarháskóli <strong>Íslands</strong> óskar eftir að ráða bústjóra/staðarhaldara.<br />

Starfið felst í staðarhaldi og búrekstri á sögu- og<br />

kostajörðinni Möðruvöllum í Hörgárdal.<br />

Umsækjendur skulu hafa búfræðimenntun og mikla reynslu af<br />

störfum við kúabú. Mikilvægir eiginleikar í starfinu eru samstarfshæfni,<br />

snyrtimennska og faglegur metnaður sem er forsenda<br />

árangurs í nútíma búrekstri.<br />

Nánari upplýsingar veita Þóroddur Sveinsson (S: 460 4477 skrifstofa,<br />

462 6823 heima eða 843 5331, tölvupóstur: thorodd@<br />

lbhi.is) og Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri (S: 843 5301 tölvup:<br />

thorvaldur@lbhi.is). Á heimasíðu Landbúnaðarháskólans eru<br />

að finna frekari upplýsingar um Möðruvelli.<br />

Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2007. Umsóknir sendist til<br />

Landbúnaðarháskóla <strong>Íslands</strong>, Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri,<br />

Hvanneyri 311 Borgarnes.<br />

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu<br />

liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði.<br />

Landbúnaðarháskóli <strong>Íslands</strong><br />

- Háskóli lífs og lands -<br />

www.bbl.is


22<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Tímarit um landnámshænur<br />

komið út<br />

Blaðið Landnámshænan 2007<br />

er komið út. Eigenda- og ræktendafélag<br />

inga víðs vegar um landið, og<br />

auglýsa árlega sýningu félagsins<br />

Landnámshænsna sem verður 30. <strong>júní</strong> næstkominga<br />

(ERL) gefur árlega út þetta<br />

tímarit sem er helgað ræktun<br />

andi.<br />

Blaðið er allt litprentað en<br />

landnámshænsna á Íslandi. meðal efnis er veggspjald í undirbúningi<br />

Blaðið er fullt af fræðandi efni<br />

um landnámshænuna og fallegum<br />

myndum af þessum litríka<br />

hænsnastofni. Því er ætlað að<br />

vekja áhuga á ræktun landnámshænsna<br />

og kynna kosti<br />

þessa einstaka stofns, sem nú<br />

telur líklega um 3000 einstakl-<br />

þar sem landsmenn eru<br />

beðnir að láta vita ef þeir eiga lýsingar<br />

á mynstri og litum hænsnanna<br />

á veggspjaldinu sem er mismunandi<br />

eftir landshlutum; myndir<br />

af sýningu félagsins 2006; grein<br />

um rannsóknir sem sýna ótvírætt<br />

að egg úr lausagönguhænum eru<br />

Litskrúðug<br />

lömb<br />

Áætlað er að í sauðburðinum á<br />

Íslandi komi um 800.000 lömb í<br />

heiminn. Að sjálfsögðu eru þau<br />

margvísleg að lit og hér fylgja<br />

með tvær myndir sem blaðinu<br />

bárust af skemmtilegum litaafbrigðum.<br />

Fréttaritari okkar í<br />

Mývatnssveit sendi okkur þennan<br />

pistil um hrútlambið litskrúðuga:<br />

Það er einstaklega fallegt þetta<br />

þrílita hrútlamb í búi Halldórs<br />

Árnasonar í Garði í Mývatnssveit.<br />

Ég fékk Árna Halldórsson til að<br />

litgreina lambið. Hann segir það<br />

goltótt með hvíta sokka á afturfótum<br />

en hvíta leista á framfótum.<br />

Lambið er líka hvítkrúnótt og með<br />

hvítan dindil. Móðirin er kollótt<br />

og mórauð, ættuð úr Strandasýslu<br />

og þangað var sótt sæðið sem hún<br />

fékk og gaf mórauða gimbur auk<br />

hrútlambsins. Gimbrin var vanin<br />

undir aðra á. Þeir Garðsfeðgar vilja<br />

síður láta gemlinginn ganga með 2<br />

lömb í sumar. Árni segir að guli liturinn<br />

hverfi með tímanum og verði<br />

hvítur að mestu. Trúlegast verður<br />

hann settur á vetur, sá litli. BFH<br />

Við þetta má bæta að Ólafur<br />

Dýrmundsson kallar þetta litaafbrigði<br />

golsuflekkótt, nánar tiltekið<br />

golsuarnhosótt. Hann segir að þetta<br />

sé ekki algengt en komi þó fyrir af<br />

og til.<br />

Frá Jóni S. Sigmarggyni barst<br />

einnig mynd af lambi sem fæddist<br />

að Desjamýri í Borgarfirði eystra.<br />

Það er hvítt með svartan blett í<br />

andliti. Ólafur sagði að þetta væri<br />

í raun ekki sjálfstætt litaafbrigði en<br />

skemmtilegt engu að síður að sjá<br />

svona lamb.<br />

mun næringarríkari og hollari en<br />

egg úr verksmiðjubúum; grein um<br />

fóðrun hænsna og umgengni barna<br />

við hænur, svo fátt eitt sé nefnt.<br />

Bóthildur hefur borið<br />

26 lömbum á níu árum<br />

Ærin Bóthildur á Heydalsá við<br />

Steingrímsfjörð bar á dögunum<br />

þremur lömbum en það hefur hún<br />

gert árlega síðan árið 2000. Sem<br />

gemlingur var hún tvílembd en<br />

ekki hefur brugðist að hún kæmi<br />

með þrjú lömb síðan.<br />

Það er Branddís Ösp Ragnarsdóttir<br />

sem á þessa frjósömu kind og eru þær<br />

jafnöldrur, báðar níu ára. Kindina<br />

fékk Branddís að gjöf þegar hún<br />

var á fyrsta ári, frá föðurforeldrum<br />

sínum þeim Braga Guðbrandssyni<br />

og Sólveigu Jónsdóttur sem einnig<br />

búa á Heydalsá. Í fyrrahaust höfðu<br />

lömb alls 944 kg að þyngd komið<br />

af fjalli undan Bóthildi, að vísu með<br />

hjálp „kjörmæðra“ því þriðja lambið<br />

hefur jafnan verið vanið undir aðra<br />

á. Samtals hefur hún borið 26 lömbum<br />

á níu árum og hafa þau öll lifað.<br />

Bóthildur hafði þá skilað tæpum 250<br />

kílóum af kjöti en einnig hefur mikið<br />

verið látið lifa undan henni.<br />

Bóthildur er undan hrútnum<br />

Þyrli 94-399 frá Heydalsá en sá<br />

mun hafa verið afar frjósamur.<br />

Eru hrútar undan honum notaðir á<br />

sæðingarstöðvum og afkvæmi til<br />

undan honum víða um land. Ragnar<br />

Bragason, bóndi á Heydalsá, segir<br />

þrjár ær enn vera á lífi undan Þyrli.<br />

Hann telur að Bóthildur muni senn<br />

ljúka ævistarfinu, enda orðin níu<br />

vetra og þar með elsta ærin í fjárhúsinu.<br />

Á myndinni að ofan er Branddís<br />

með lömbin Rose og Jack sem<br />

heita eftir persónum úr uppáhaldskvikmyndinni,<br />

Titanic. Þriðja lambið,<br />

Aron, var vanið undir aðra á. Á<br />

hinni myndinni eru systurnar Þórey<br />

og Branddís að skoða lítið lamb.<br />

kse<br />

Stærsta dráttarvél í Evrópu til <strong>Íslands</strong><br />

Vélfang ehf. afhenti á dögunum<br />

stærstu dráttarvél sem framleidd<br />

er í Evrópu til Skarphéðins<br />

Jóhannesonar í Heflun ehf. Vélin er<br />

að gerðinni Fendt 936 Vario og er<br />

360 hestöfl. Í fréttatilkynningu frá<br />

Vélfangi segir að vélin sé vel útbúin<br />

og tæknilega fullkomin. Nefna<br />

þeir sérstaklega gírkassa vélarinnar<br />

og nýja tegund af vél sem ku vera<br />

einkar sparneytin sem munar um á<br />

tímum hás olíukostnaðar. Þess má<br />

geta til að ímynda sér stærð Fendt<br />

936 að þyngdarklossinn framan á<br />

vélinni 2,5 tonn en heildarþyngd er<br />

12,6 tonn.


23<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


24<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Sverrir Möller og Mirjam<br />

Blekkenhorst búa á Ytra-Lóni á<br />

Langanesi ásamt fjórum börnum<br />

sínum. Þau eru með um 400<br />

kinda fjárbú og einnig reka þau<br />

ferðaþjónustu. Búskap sinn byrjuðu<br />

þau á Hólsseli á Hólsfjöllum<br />

en neyddust til að flytja þaðan<br />

þegar lausaganga búfjár var<br />

bönnuð á svæðinu. Blaðamaður<br />

Bændablaðsins hitti þau fyrir í<br />

lok maí þegar sauðburður stóð<br />

sem hæst og ferðamannavertíðin<br />

senn að skríða af stað.<br />

Það er óhætt að segja að Ytra-<br />

Lón sé í ríki í íslenskrar náttúru því<br />

það eru fjölmargir fuglar sem taka<br />

á móti gestum sem þangað koma,<br />

brimið lætur í sér heyra og fjöllin<br />

eru skammt undan. Bæjarstæðið<br />

kann að þykja frekar afskekkt en<br />

það er einnig það sem gerir þetta<br />

umhverfi aðlaðandi fyrir ferðamenn.<br />

Nýr og bættur vegur liggur<br />

nú alla leið út á Font á Langanesi<br />

og segja þau hjónin að umferð hafi<br />

aukist út á nesið og þar með ferðamannastraumurinn<br />

eftir að hægt<br />

var að fara á öllum bílum þangað.<br />

Farfuglaheimilið hefur verið opið<br />

síðan 1999. Það var í upphafi með<br />

átta rúmpláss en nú eru þar rúm<br />

fyrir 16 gesti.<br />

Bæði innlendir og erlendir<br />

ferðamenn<br />

Mirjam er hollensk að uppruna<br />

og hefur því tækifæri til að kynna<br />

ferðaþjónustuna fyrir samlöndum<br />

sínum. Það eru margar bókanir<br />

fyrir sumarið frá Hollandi en það<br />

er einnig til komið vegna viðtals<br />

og umfjöllunar sem birtist um<br />

ferðaþjónustuna í þarlendu blaði.<br />

Hollensk blaðakona sem kom til<br />

þeirra í desember skrifaði um Ytra-<br />

Lón í blað sitt, sem síðan var birt<br />

í fleiri blöðum og reyndist vera<br />

afar góð auglýsing. Sverrir segir að<br />

íslenskir ferðamenn komi bæði til<br />

að ganga um nesið og til fuglaskoðunar.<br />

Það eru fallegar gönguleiðir á<br />

nesinu og því margir sem nota sér<br />

það til útvistar og náttúruskoðunar í<br />

ferðalögum sumarsins.<br />

Mirjam segir að það sé ekki fullbókað<br />

fyrir sumarið en það líti þó<br />

vel út. Straumur ferðamanna virðist<br />

ekki fara eftir veðri og vindum<br />

og einhverjar sveiflur eru í fjölda<br />

þeirra. Árið 2003 var gott á meðan<br />

árið á eftir var frekar slakt án þess<br />

að hægt sé að nefna einhverja sérstaka<br />

ástæðu fyrir því. Hún segir að<br />

erlendu ferðamennirnir séu flestir<br />

búnir að bóka fyrir fram þannig að<br />

koma þeirra fari ekki eftir veðri.<br />

Íslenskir ferðamenn fari meira eftir<br />

veðri en þar komi einnig inn í að<br />

ef illa viðrar komi oft einhverjir í<br />

gistingu sem flýja inn úr tjöldum<br />

og tjaldhýsum. Þannig geti veðrið<br />

virkað í báðar áttir fyrir farfuglaheimilið.<br />

Nokkuð er um að það komi<br />

hópar sem fara í skipulagðar<br />

gönguferðir á Langanesi. Sjálf<br />

bjóða þau ekki upp á slíkar ferðir<br />

eða leiðsögn en hafa hjálpað til ef<br />

með þarf, skutlað hópum eða náð<br />

í þá eftir gönguferðir. Sverrir segir<br />

að stöðugt fleiri fuglaskoðarar uppgötvi<br />

þetta landshorn; fuglalífið sé<br />

fjölskrúðugt og þar sem lítil umferð<br />

sé um nesið að öllu jöfnu gefist<br />

gott færi til fuglaskoðunar. Þau<br />

hjónin eru þátttakendur í strandmenningarverkefni,<br />

NORCE, sem<br />

nær frá Húsavík að Langanesi, en<br />

fleiri lönd taka þátt í verkefninu.<br />

Það er verið að búa til skilti fyrir<br />

fuglaskoðara, vinna með vitana við<br />

ströndina og í sumar kemur út matreiðslubók<br />

með hefðbundnum uppskriftum<br />

af svæðunum.<br />

Ferðamennirnir dvelja mislengi<br />

en sumir koma til gistingar eftir að<br />

hafa dvalið á nesinu. Þau nefna þar<br />

sérstaklega eitt par sem kom að vori<br />

til og hafði þá dvalið í tvær vikur á<br />

Langanesinu og eingöngu lifað af<br />

því sem náttúran gaf af sér; veitt<br />

fisk, borðað egg o.fl. sem þykir<br />

frekar frumstætt nú.<br />

Erum okkar eigin hirðar<br />

Sverrir er fæddur og uppalinn í<br />

Reykjavík en fór tíu ára í sveit í<br />

Hólssel á Hólsfjöllum. Hann var<br />

þar í fjögur sumur og má segja að<br />

Í ríki náttúrunar<br />

Rætt við hjónin Sverri Möller og Mirjam Blekkenhorst<br />

sem búa með fé og ferðamenn í Ytra-Lóni á Langanesi<br />

Lömbin leika sér frjáls við hlið mæðra sinna í fjöruborðinu á Langa nesinu<br />

Alvin og Hugbjört heilsa upp á lömbin í fjárhúsinu.<br />

það hafi ráðið úrslitum um hans<br />

ævistarf. Tæpra 16 ára fór hann<br />

í Bændaskólann á Hvanneyri og<br />

þurfti undanþágu fyrir inngöngu<br />

þar sem hann byrjaði í janúar en<br />

varð ekki 16 ára fyrr en seinna á<br />

því ári. Leiðin lá fjótlega í búskapinn<br />

eftir það en hann hóf búskap á<br />

Hólsseli árið 1984, aðeins tvítugur<br />

að aldri.<br />

Þegar Mirjam kom fyrst til<br />

<strong>Íslands</strong> árið 1988 var hún í leit að<br />

smá tilbreytingu, hafði tekið sér<br />

frí frá námi en hún er klæðskeri að<br />

mennt. Hún réð sig sem ráðskonu<br />

hjá Sverri og hefur verið hér á landi<br />

síðan. Þau fara oft til Hollands að<br />

hitta fjölskyldu hennar sem kemur<br />

líka í heimsókn til <strong>Íslands</strong>. Börnin<br />

eru öll flugfær í hollensku þar sem<br />

hún hefur alltaf talað við þau á<br />

móðurmáli sínu. „Það er svo mikilvægt<br />

að þau geti talað við fólkið<br />

okkar úti, kynnst því þannig betur<br />

og átt við það eðlileg samskipti,“<br />

segir hún.<br />

Búsetan á Hólsfjöllunum fékk<br />

frekar dapurlegan endi því þau<br />

Þessi fallegi hrútur hefur afar sérstakan<br />

lit, hann er með mórauðan<br />

haus og svarflekkótt bak. Hann er<br />

einnig ferhyrndur eins og nokkrar<br />

ær á bænum<br />

neyddust til að flytja þaðan þegar<br />

lög voru sett um að banna lausagöngu<br />

búfjár á svæðinu. Þeir bændur<br />

sem þar bjuggu urðu því að selja<br />

sinn kvóta og jarðir til ríkisins.<br />

„Við sömdum beint við landbúnaðarráðuneytið<br />

um makaskipti á<br />

jörðum og fengum þessa ágætu jörð<br />

til ábúðar sem við gátum flutt með<br />

okkar bústofn á. Þetta voru í raun<br />

Fjölskyldan á Ytra-Lóni nýtur<br />

aðstoðar Corien Schrama í<br />

sveitastörfunum en Alvin var fjarri<br />

góðu gamni þegar myndin var<br />

tekin.<br />

bara nauðarflutningar sem engin<br />

þörf var fyrir að okkar mati. Það<br />

hlýtur að vera einsdæmi á Íslandi<br />

að það sé hægt að reka fólk svona<br />

í burtu af jörðum sínum,“ segir<br />

Sverrir og er greinilega ekki sáttur<br />

við málalok.<br />

Þau fluttu í Ytra-Lón sumarið<br />

1991 og voru svo alkomin þegar<br />

búið var að smala á Fjöllunum um<br />

haustið. Þó nokkur hlunnindi fylgja<br />

jörðinni, svo sem rekaviður, veiði<br />

og æðarvarp. Sverrir segir að það<br />

sé auðvitað líka kostur að þarna séu<br />

fleiri nágrannar, miklu félagslegra<br />

heldur en það var á Fjöllunum.<br />

„Okkur hefur liðið mjög vel hérna.<br />

Það tók smá tíma að átta sig á þessu<br />

öllu vegna þess að maður flutti<br />

nauðugur en það er gott að vera<br />

hérna,“ segir Mirjam.<br />

Hreinn blekkingaleikur<br />

Síðan lausaganga búfjár var bönnuð<br />

á Hólsfjöllum hefur miklum<br />

peningum verið varið í ræktun<br />

lands og uppgræðslu mela. Sverrir<br />

segist hafa skoðað þetta þó nokkuð<br />

og sjái ekki betur en þetta fari<br />

mest í eintóma sýndarmennsku<br />

þar sem áhersla sé lögð á að rækta<br />

upp örfoka mela með fram þjóðveginum<br />

þar sem til sjáist. ,,... sem<br />

engin þörf er á að græða þar sem<br />

búfé er ekki til staðar til að nýta<br />

gróðurinn, en minna gert til þess<br />

að stöðva uppblástur í rofabörðum<br />

þar sem mest þörfin er á, það<br />

þykir víst of dýrt.” Hann segir að til<br />

að byrja með hafi verið grætt upp<br />

með fram gamla veginum í gegnum<br />

Grímsstaði en þegar hann var<br />

færður var byrjað að græða upp<br />

í kringum nýja veginn. „Ef það<br />

hefðu verið fleiri bændur og meiri<br />

samstaða þá hefði ekki verið hægt<br />

að gera þetta,“ segir Mirjam og<br />

talar um hvað það sé leiðinlegt að<br />

keyra þarna og sjá hvergi líf, ekki<br />

eina einustu sauðkind á beit.<br />

Sverrir telur að landþekkingin á<br />

Hólsfjöllunum týnist smám saman<br />

þegar engin byggð sé þarna. „Ég<br />

var fenginn fyrir nokkrum árum til<br />

að setja örnefni í Hólsselslandinu<br />

inn á GPS-tæki en ég þekki sjálfur<br />

ekki nema hluta af þeim.“ Hann<br />

segir að gróðrinum sé langbest<br />

haldið við á svona svæðum með<br />

hæfilegri beit, tilbúinn áburður sé<br />

oft svo yfirborðskenndur að gróðurinn<br />

sé alveg rótlaus.<br />

Skólinn þarf að tvinna saman<br />

bóklegt og verklegt<br />

Mirjam og Sverrir eiga fjögur börn.<br />

Hugbjört, sú yngsta, er tveggja<br />

ára, Alvin er sex ára og byrjar í<br />

skóla í haust, Janneke er 12 ára og<br />

Karlotta, sú elsta, er 14 ára. Þar sem<br />

engin önnur börn búa svo utarlega á<br />

Langanesinu núna keyra þau börnin<br />

sjálf í skólann, sem tekur vissulega<br />

mikinn tíma. Þau eru sammála um<br />

að það vanti miklu meiri verklegan<br />

þátt inn í grunnskólann. Sverrir<br />

segir að börnin séu alltof hlaðin<br />

heimavinnu eftir langa daga í skólanum,<br />

þau eyði allri sinni orku í<br />

þetta. „Þau þurfa að byrja á því að<br />

læra landafræðina og náttúrfræðina<br />

heima fyrir og vaxa út frá því.“<br />

Börnin sækja skóla á Þórshöfn<br />

en Mirjam segist horfa til skólans<br />

sem er í sveitinni í Þistilfirði. „Það<br />

er einstakt að hafa svona skóla í<br />

sveitinni. Það er líka svo gott fyrir<br />

samfélagið. Sveitin er góð fyrir<br />

krakkana að alast upp í, það er fjölskylduvænt<br />

og mér finnst gott að<br />

börnin alist sem mest upp heima ef<br />

það er hægt.“ Börnin hafa lítið farið<br />

á leikskóla en Alvin er þó í leikskólanum<br />

núna tvo daga í viku. Honum<br />

finnst gaman að leika við krakkana<br />

og þarf líka að kynnast þeim<br />

þar sem hann byrjar í skólanum í<br />

haust. Þau segja það mikilvægast af<br />

öllu að hlúa vel að börnunum. Þeim<br />

finnst að það vanti meiri framtíðarsýn<br />

í skólana og eins nýbreytni,<br />

að það mætti t.d. setja unglinga


25<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

í verknám á sveitabæi þar sem<br />

aðstaða sé til þess.<br />

Sverrir segir það auðvitað misjafnt<br />

hvernig börnin séu innbyggð;<br />

eitt sé meira á heimspekilegri nótunum<br />

á meðan annað sé meira í<br />

verklegu. Það skipti ekki máli hvar<br />

fólk sé fætt og uppalið, það sé öllu<br />

heldur hvernig hver og einn sé innbyggður<br />

og hvort hann finni sér<br />

þannig rétta braut í lífinu.<br />

framþróun, það dugir engin afturhaldssemi<br />

ef bændur eiga að vera<br />

samkeppnishæfir á markaðinum,“<br />

segir hann.<br />

Það er í nógu að snúast á stóru<br />

heimili eins og á Ytra-Lóni. Þau<br />

tína eitthvað af æðardúni úr hreiðrum<br />

og segja að varpið sé ágætt í<br />

ár. Einnig nýta þau allan rekavið<br />

en hver einasta spýta í farfuglaheimilinu<br />

er úr rekaviði af nesinu.<br />

Nú fer þó mestur viðurinn í girðingarstaura<br />

sem þau nota sjálf en<br />

einnig selja þau töluvert af staurum<br />

á hverju ári. Nokkrar kanínur og<br />

íslenskar hænur eru á bænum, sem<br />

og 17 hross sem notuð er til gagns<br />

og gamans.<br />

Það er heilmikil uppbygging<br />

sem þau hafa staðið fyrir á bænum<br />

og mikil vinna lögð í að gera farfuglaheimilið<br />

sem notalegast. Þau<br />

eru nokkuð bjartsýn á íslenskan<br />

landbúnað og hafa trú á sinni sveit.<br />

Heimasíða farfuglaheimilisins er<br />

http://www.visitlanganes.com<br />

Texti og myndir: GBJ<br />

Hundarnir sjá að mestu um<br />

smölun<br />

Sverrir nýtir sér hundana sína mikið<br />

við smölun. Hann segir það mesta<br />

mun og vinnusparnað að hafa þá.<br />

Nú eiga þau fimm Border Collie<br />

hunda. Sjálfur temur hann hundana<br />

og hefur farið á nokkur námskeið<br />

hjá Gunnari á Daðastöðum í<br />

Öxarfirði, sem er mikill hundaræktandi<br />

og Sverrir sækir hunda sína<br />

hiklaust til. En þetta er ekki það<br />

eina sem sparar vinnu; í fjárhúsinu<br />

er einnig búið að setja upp gjafakerfi<br />

þannig að það þarf ekki að<br />

vera stanslaust að gefa á garðann,<br />

heldur aðeins að setja rúllur undir<br />

þar til gerða talíu sem færir heyið<br />

fram í hús. Þar kemst um þriðjungur<br />

af kindunum að í einu og hafa<br />

þær því alltaf hey til átu. Sverrir<br />

segir að það sé miklu meira rými í<br />

húsinu eftir að hann breytti þessu,<br />

sauðburðaraðstaða sé góð og mun<br />

minni tími fari í gjafir og brynningu.<br />

Hann segi að fósturtalning í<br />

ánum sé einnig mikil bylting sem<br />

auðveldi um margt sauðburðinn.<br />

Það nýjasta er svo örmerking á<br />

lömbin þar sem allar upplýsingar<br />

eru settar inn í litla vasatölvu og<br />

merkið á lambinu síðan skannað til<br />

að sjá þær. „Þetta er það sem koma<br />

skal og á eftir að verða mikil breyting.<br />

Allt svona lagað gefur bændum<br />

færi á að hagræða í vinnu og<br />

auka þá jafnvel við sig fé og bæta<br />

framleiðsluna. Það verður að vera


26<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Fjósið er engin smá smíði yfir 2.100 fm að stærð, en það hefur enn ekki verið að fullu tekið í notkun. Ljósm. MÞÞ<br />

Stærsta fjós landsins tekið í notkun í Garði í Eyjafjarðarsveit:<br />

Kýrnar furðu fljótar að venjast nýjum aðstæðum<br />

Stærsta fjós á Íslandi fram<br />

til þessa var tekið í notkun á<br />

dögunum, en það er í Garði í<br />

Eyjafjarðarsveit. Nýja fjósið er<br />

um 2.140 fermetrar að stærð,<br />

íslensk límtrésskemma klædd<br />

yleiningum frá Límtré-Vírnet.<br />

Fjósið er glæsilegt í alla staði,<br />

vandað mjög og engu til sparað<br />

að búa það sem best tækjum<br />

og tólum sem til þarf við nútíma<br />

búskap.<br />

Nýja fjósið stendur áberandi<br />

uppi á hæðinni ofan við bæjarhúsin<br />

skammt norðan við eldra fjósið og<br />

er útsýnið frá fjósinu einkar gott,<br />

en þaðan sést hvort heldur sem er<br />

yfir Akureyri og út fjörð sem og inn<br />

eftir.<br />

Félagsbú er í Garði, en þar búa<br />

bræðurnir Aðalsteinn og Garðar<br />

Hallgrímssynir, ásamt eiginkonum<br />

sínum þeim Ásdísi Einarsdóttur<br />

og Þórunni Ingu Gunnarsdóttur og<br />

börnum þeirra.<br />

,,Hvað er mjólkin búin,”<br />

spyr Aðalsteinn þegar hann tínir<br />

til kaffi, kex og súkkulaði þegar<br />

Bændablaðið kom í heimsókn<br />

að líta á nýja fjósið. Vitanlega<br />

var bærinn ekki mjólkurlaus, það<br />

leyndist léttmjólkurferna í ísskápnum<br />

á kaffistofu fjóssins og því ekkert<br />

að vanbúnaði að hefja spjallið<br />

við þá bræður, Aðalstein og Garðar<br />

Í fjósinu eru 162 legubásar fyrir<br />

fullorðnar kýr og skipt þannig að<br />

139 eru fyrir mjólkandi en 23 fyrir<br />

geldar en auk þess 82 legubásar<br />

fyrir kvígur á ýmsum aldri. Það eru<br />

því samtals 244 legubásar í fjósinu.<br />

Þá eru mjög stórar hálmstíur<br />

fyrir smákálfa og einnig burðarog<br />

sjúkrastíur. Haughús er undir<br />

fjósinu og steinbitagólf ofan á.<br />

Nú eru um 90 mjólkurkýr í húsinu,<br />

geldneytið er úti við enn sem<br />

komið er og eitthvað af eldri kúm.<br />

Framkvæmdum innandyra er enda<br />

ekki að fullu lokið.<br />

Komin tími til að endurnýja<br />

Aðalsteinn og Garðar tóku við<br />

búinu af foreldrum sínum þeim<br />

Hallgrími Aðalsteinssyni og<br />

Magneu Garðarsdóttur. Þau hófu<br />

búskap í Garði, sem þau stofnuðu<br />

úr landi Jódísarstaða árið 1955.<br />

Bræðurnir tóku svo við árið 1980.<br />

,,Það var kominn tími til að endurnýja,”<br />

segir Garðar þegar talið<br />

berst að nýja fjósinu. Það sem fyrir<br />

var átti rætur sínar að rekja til upphafsára<br />

búskapar á jörðinni ,,og var<br />

á síðasta snúningi,” eins og hann<br />

orðar það. Bæði orðið of lítið og<br />

þarfnaðist mikillar endurnýjunar.<br />

Ábúendur í Garði, frá vinstri: Ásdís Einarsdóttir, Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir og Þórunn Inga Gunnarsdóttir<br />

framan við mjaltaþjóninn í nýja fjósinu þegar það var til sýnis á dögunum. Ljósm. Benjamín Baldursson.<br />

,,Við stöndum tveir að búinu og<br />

vildum gjarnan stækka við okkur,<br />

þannig að þegar farið var yfir málið<br />

kom ekki annað til greina en að<br />

byggja nýtt fjós. Ætli við höfum<br />

ekki byrjað að huga að byggingarframkvæmdum<br />

árið 2003, þá<br />

tókum við ákvörðun um að byggja<br />

og fórum að skoða hvað best hentaði,”<br />

segir hann.<br />

Auk þess að stunda búskapinn<br />

eru þeir bræður með umtalsverða<br />

verktakastarfsemi tengda landbúnaði,<br />

m.a. jarðvinnslu, plægingu, þeir<br />

tæta og eins stunda þeir kornrækt í<br />

samvinnu við hjónin í Grænuhlíð,<br />

Óskar og Rósu. Í sameiningu eiga<br />

búin félagið Grænagarð og hafa<br />

ræktað korn á um 50 ha lands á<br />

nokkrum stöðum í Eyjafjarðarsveit<br />

Vegna verktakastarfseminnar<br />

þótti ekki hentugt að koma upp<br />

hringekjufjósi líkt og er á Hrafnagili<br />

handan fjarðarins. ,,Sú leið sem við<br />

völdum hentar okkur afar vel, við<br />

eru ekki eins bundnir af því á hvaða<br />

tíma við förum í fjós og það fer vel<br />

saman við verktakavinnuna,” segja<br />

þeir bræður.<br />

Nú starfa 6 manns á búinu og<br />

við verktökuna, en synir Aðalsteins,<br />

Einar Örn og Magnús sjá um þann<br />

hluta starfseminnar að mestu leyti.<br />

,,Við erum með fjóra á launum<br />

núna, en ætli megi ekki gera ráð<br />

fyrir að umsvifin verið eitthvað<br />

minni yfir vetrarmánuðina og við<br />

verðum þá þrír til fjórir. Það á eftir<br />

að koma í ljós,” segir Aðalsteinn.<br />

Allt undir sama þaki<br />

Það var Ívar Ragnarsson sem<br />

teiknaði fjósið og hannaði í samvinnu<br />

við bræðurna. ,,Við sátum<br />

lengi yfir þessu og vorum með frá<br />

fyrstu stigum málsins, við reyndum<br />

í sameiningu að finna út hvernig<br />

best væri að hafa þetta,” segja þeir<br />

Aðalsteinn og Garðar, en fljótt kom<br />

upp sú hugmynd að hafa allt undir<br />

sama þaki, þ.e. mjólkurkýr, kálfauppeldið<br />

og fóðrunaraðstöðu. Það<br />

er ein helsta ástæða þess hversu stór<br />

byggingin er. ,,Jú, þetta er sjálfsagt<br />

stærsta fjós á landinu, en alls ekki<br />

stærsta búið, það er ekki samasemmerki<br />

þar á milli. Það lá fyrir<br />

að byggja þyrfti yfir bæði mjólkurkýr<br />

og geldneyti og við ákváðum<br />

að hafa þetta allt í einni og sömu<br />

byggingunni. Af því skapast heilmikið<br />

vinnuhagræði og þetta er allt<br />

óskaplega þægilegt,” bæta þeir við<br />

og bjóða upp á skoðunarferð um<br />

nýbygginguna.<br />

Þeir segjast hafa kappkostað að<br />

velja góð og vönduð tæki í fjósið.<br />

,,Við reyndum að fá þau bestu tæki<br />

sem völ er á og okkur sýnist sem<br />

þau ætli að reynast afar vel, þau<br />

hafa verið í notkun í þrjár vikur og<br />

allt gengið mjög vel.”<br />

Fóðurgangur er eftir fjósinu<br />

endilöngu enda kúnum skipt eftir<br />

nythæð og væntanlegum burðardegi<br />

svo mismuna megi þeim í<br />

gjöf. Heillfóðurvagn gengur sjálfvirkt<br />

eftir fóðurganginum, og ratar<br />

eftir rafkapli sem fræstur er ofan<br />

í fóðurganginn en einnig má aka<br />

gjafavagninum eftir eigin höfði og<br />

stitur þá fjósamaðurinn við stjórnvölinn<br />

enda hægt að aka fóðri úr<br />

blöndurunum í næsta hús ef vill en<br />

í gamla fjósinu verður einnig geldneytauppeldi.<br />

Flórgoðinn stendur fyrir sínu<br />

Í fjósinu er gríðar stórt og afkastamikið<br />

Cormall heilfóðurkerfi þ.e.<br />

blandarar og gjafavagn og mikið<br />

bákn áhorfs. ,,Við duttum niður á<br />

þetta kerfi og leist strax vel á, þetta<br />

er nýjung hér á landi að því er við<br />

best vitum,” segir bræðurnir.<br />

Þá er í nýja fjósinu tveir Lely<br />

A-3 mjaltaþjónar með öllum aukabúnaði<br />

og tveir Lely flórsköfuróbótar<br />

sem er nýjung hérlendis<br />

en þeir skríða um eins og mýs og<br />

skafa mykjuna ofan í haughúsið<br />

gegnum rimana milli steinbitana.<br />

Flórskafan hefur fengið nafnið<br />

Flórgoði og er mikill vinnuþjarkur<br />

að sögn bræðranna. ,,Hann kemur<br />

vel út og kæmi mér ekki á óvart<br />

að fleiri bændur fjárfestur í slíku<br />

tæki,” segir Aðalsteinn. Flórgoðinn<br />

er forritaður þannig að hann fer af<br />

stað um fjósið á ákveðnum tíma og<br />

geta eigendur ákveðið hversu oft<br />

þarf að fara í leiðangur. Þá eru þær<br />

leiðir sem hann fer einnig stilltar<br />

inn, ,,hann fer þrjár leiðir núna,<br />

en vera má að þeim verði fjölgað,”<br />

segir Garðar og bætir við að<br />

flórgoðinn anni mun meira svæði<br />

en hann geri nú. Hann er um 20<br />

mínútur í hverri ferð og það er<br />

allt afskaplega hreint og fínt eftir<br />

hann.”<br />

Kýrnar voru ekki lengi að venjast<br />

flórgoðanum segja þeir og láta<br />

hann ekki trufla sig. Þá voru þær<br />

líka afar fljótar að venjast nýja<br />

fjósinu. ,,Þær eru vanar básafjósi<br />

þar sem þær voru bundnar. Við<br />

áttum alveg eins von á að þær yrðu<br />

órólegar fyrst í stað en raunin varð<br />

önnur. Þær voru ekki nema um<br />

sólarhring að átta sig á nýjum staðháttum<br />

og nú er eins og þær hafi<br />

aldrei verið annars staðar en hér,”<br />

segja þeir Aðalsteinn og Garðar og<br />

bæta við að örlítið hafi þurft að ýta<br />

við sumum að skila sér til mjalta,<br />

þær hafi látið bíða aðeins eftir sér.<br />

,,Annars finnst okkur þær almennt<br />

hafa verið furðu fljótar að ná þessu<br />

öllu.”<br />

Þá má nefna að í byggingunni<br />

er stórt mjólkurhús, það hýsir um<br />

10 þúsund lítra mjólkurtank frá<br />

Lely Nautilus og er með sjálfvirku<br />

þvottakerfi.<br />

Loftræstikerfi er með loftræstimæni<br />

og opnanlegum gluggafögum<br />

sem eru á hliðum byggingarinnar<br />

en hvoru tveggja er stýrt sjálfvirkt<br />

frá veðurstöð á þaki hússins.<br />

Þá er lýsingu stýrt með birtuskynjara<br />

og tímastilli og sjálfvirkt<br />

hitanemakerfi er tengt brunaboða.<br />

Einnig er hægt að stjórna hitastigi<br />

drykkjarvatns kúnna. Kálfafóstra<br />

er í fjósinu og annar þremur hópum<br />

kálfa.<br />

Þá er að sjálfsögðu fjöldi<br />

drykkjar kera í fjósinu svo og tvær<br />

kúa klór ur sem flestum nýjum fjósum<br />

til heyrir, svo eitthvað sé nefnt.<br />

Rúmgóð 80 fermetra skrifstofurými<br />

og setustofa er á efri hæð<br />

mjólkurhússins í miðju fjósi og<br />

svalaloft framan við fjósmeginn<br />

en þaðan sést vítt og breitt um allt<br />

fjós. Úr skrifstofurýminu er fagurt<br />

útsýni yfir sveitina frá stórum vesturglugga.<br />

Stefna að því að tvöfalda<br />

framleiðsluna<br />

Þeir Garðsbændur hafa nú um 400<br />

þúsund lítra kvóta, en framleiðslugetan<br />

í nýja fjósinu er um helmingi<br />

meiri. ,,Við ættum að gera framleitt<br />

hér um 7-800 þúsund lítra af mjólk<br />

á ári miðað við íslenskar kýr,” segir<br />

Aðalsteinn. Bræðurnir stefna að<br />

því að stækka við sig og markmiðið<br />

er að ná fullri framleiðslu á<br />

næstu tveimur árum. Þeir segjast<br />

vera með mikið af gripum í uppeldi<br />

um þessar mundir og og á meðan<br />

greitt er fyrir umframmjólk eins og<br />

nú er gert telja þeir sig ekki þurfa<br />

að kaupa mjólkurkvóta strax. ,,Ég<br />

býst við að um þetta leyti á næsta<br />

ári verðum við komnir í þetta 6-<br />

700 þúsund lítra framleiðslu og ná<br />

svo fullum afköstum innan tveggja<br />

ára,” segir Aðalsteinn.<br />

MÞÞ


27<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Atlantsolía<br />

Fjölgar afgreiðslustöðvum á landsbyggðinni<br />

Atlantsolía ætlar að fjölga afgreiðslustöðvum<br />

um landið á<br />

næst unni. Nýlega var opnuð afgreiðslustöð<br />

á Akureyri og er það<br />

10. afgreiðslustöðin sem Atlantsolía<br />

opnar frá því fyrirtækið hóf<br />

starfsemi.<br />

Albert Þór Magnússon, framkvæmda<br />

stjóri Atlantsolíu, sagði í<br />

samtali við Bændablaðið að fyrirtækið<br />

hefði nú hafið sókn á landsbyggðinni<br />

en fram til þessa hefði<br />

það einkum reist afgreiðslustöðvar<br />

á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Þrjár lóðir<br />

Að sögn Alberts er fyrirtækið komið<br />

með lóðir undir afgreiðslustöðvar<br />

á þremur stöðum til viðbótar á<br />

landinu, Selfossi, Hveragerði og<br />

í Borgarnesi. Á þessum stöðum<br />

verða næstu stöðvar reistar að sögn<br />

Alberts.<br />

,,Í kjölfarið á því munum við<br />

víkka sjóndeildarhringinn enn frekar<br />

og reisa afgreiðslustöðvar víðar<br />

um landið,“ sagði Albert.<br />

Þjónusta við bændur<br />

Atlantsolía hefur boðið bændum<br />

upp á ákveðna þjónustu. Fyrirtækið<br />

býður þeim að láta þeim í té olíutanka<br />

og síðan er einn bíll eingöngu<br />

í því að fara um og fylla á<br />

þessa tanka hjá bændum. Albert<br />

segir að það sé orðið þónokkuð um<br />

að bændur hafi komið inn í þessa<br />

þjónustu. Þeir þurfa í framhaldinu<br />

ekki að gera annað en svara spurningum<br />

fyrirtækisins um hvort þá<br />

vanti olíu á tankana.<br />

Atlantsolía hefur verið gagnrýnd<br />

í fjölmiðlum í vetur fyrir að vera<br />

Albert Þór Magnússon framkvæmdastjóri Atlantsolíu við opnun bensínstöðvar<br />

á Akureyri, þeirrar fyrstu á landsbyggðinni.<br />

komin með sama olíu- og bensínverð<br />

og hin olíufélögin. Albert<br />

segir að þegar Atlantsolía hóf starfsemi<br />

sína hafi fyrirtækið boðið<br />

bensín og olíur á mun lægra verði<br />

en hin olíufélögin. Þetta hafi orðið<br />

til þess að þau lækkuðu sitt verð<br />

og því megi spyrja í dag, ef verð er<br />

borið einhvers staðar saman, hvort<br />

Atlantsolía hafi farið með sitt verð<br />

upp til þeirra eða þeir með sitt niður<br />

til Atlantsolíu.<br />

,,Það hefur líka sýnt sig að þar<br />

sem Atlantsolía er með afgreiðslustöðvar<br />

er samkeppnin meiri. Tilboð<br />

eru meira ríkjandi og verð á bensíni<br />

og olíu hjá gömlu félögunum<br />

er mun lægra þar sem þau eru með<br />

afgreiðslustöðvar nærri stöðvum<br />

Atlantsolíu. Fólk út á landi, þar sem<br />

Atlantsolía er ekki með afgreiðslustöðvar,<br />

geldur þess, vegna þess að<br />

gömlu félögin sinna þeim stöðum<br />

ekki neitt og þar er bensínverðið<br />

hæst. Þessu ætlum við að breyta,“<br />

sagði Albert Þór Magnússon. S.dór


28<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Dreifbýliskonur<br />

styrkja böndin<br />

Matarsetrinu<br />

að Grandagarði 8, milli kl. 13:00-16:00, laugardaginn 23. <strong>júní</strong>.<br />

Á síðastliðnum tveimur árum hafa konur vítt og breitt um landið tekið<br />

þátt í verkefninu Byggjum brýr sem hefur það aðalmarkmið að efla og<br />

styrkja konur í dreifbýli með námskeiðahaldi. Tvær þessara kvenna,<br />

önnur á Austurlandi og hin á Vesturlandi, skýrðu Bændablaðinu frá<br />

þátttöku sinni í verkefninu.<br />

Velkomin í Matarsetri þar sem matur, menning, líf og starf íslenskra og tékkneskra<br />

kvenna í dreifbýlinu verður kynnt; handverk, ferðaþjónusta, saga, upplifun, smakk og<br />

ýmislegt annað skemmtilegt verður á boðstólnum!<br />

An open day where women in Iceland and the Czech Republic presents<br />

their live in the rural area; their work, production, handcraft,<br />

nationality, hopes and dreams.<br />

Building Bridges<br />

– Conference<br />

in Ársalur Hotel Radison SAS hotel Saga<br />

22. june 2007<br />

Ráðstefna verður haldin í tengslum við verkefnið<br />

Byggjum brýr föstudaginn 22. <strong>júní</strong> á Hótel Sögu, kl 13:00-18:00.<br />

Hefur skilað mjög miklu<br />

Helga Guðmundsdóttir er við skipta fræð ingur og býr í Gilsár teigi II í<br />

Eiðaþinghá. Hún var svo kölluð lykilkona á sínu svæði og hafði það hlutverk<br />

að ýta undir frum kvæði, örva og hvetja til þátttöku og var því eins<br />

konar þjálfari.<br />

„Ég bý í dreifbýli og hef sýnt þessum málum áhuga; það er, ég hef<br />

brennandi áhuga á fram þróun á nýsköpunarstörfum í sveitum. Ég hef setið<br />

í stjórn búnaðar sam bandsins á svæðinu og er gamall kennari og lenti því í<br />

leiðtogahóp en ég er vön að matreiða efni ofan í fólk,“ útskýrir Helga og<br />

segir jafnframt:<br />

„Mér finnst þetta verkefni frá bært framtak og hugmyndin er geysi lega<br />

góð. Eini gallinn var að námsefnið var svolítið sundurlaust og það krafðist<br />

mikils undirbúnings lykilkvennanna. Ákveðnir þætt ir námsefnisins eru þó<br />

algjör gull korn, eins og til dæmis hefti sem við fengum gefins um heimavinnslu<br />

sem var mjög gott efni. Ég held að konunum upp til hópa hafi<br />

fundist þetta einstaklega skemmtilegt og þá einkum konum sem eru síst<br />

duglegar að sækja umræðufundi, námskeið og slíkt. Ég hefði ekki viljað<br />

vera án þessarar reynslu og er þakklát fyrir hönd þeirra kvenna sem komu<br />

í þetta. Konurnar okkar hér kalla á að við hittumst aftur í haust og það<br />

verður kannski til þess að tengslanet dreifbýliskvenna verður til. Þannig<br />

að þetta hefur skilað mjög miklu.“<br />

Megin markmið verkefnisins er að virkja og hvetja konur í landbúnaði enn frekar í því<br />

sem þær vilja taka sér fyrir hendur og styrkja þær þannig persónulega, félagslega og<br />

samfélagslega. Ná fram jafnrétti innan landbúnaðargeirans og koma í veg fyrir flótta ungra<br />

kvenna úr greininni.<br />

13:00 Rector Ágúst Sigurðsson, Agricultural University of Iceland (LbhÍ)<br />

13:15 Building- Bridges, educating women in rural areas<br />

Ms. Ásdís Helga Bjarnadóttir, the project coordinator, LbhÍ<br />

13:40 Women in icelandic agriculture<br />

Ms. Erna Bjarnadóttir, The Farmers Association in Iceland<br />

14:00 Empower women in agriculture to succeed<br />

Ms. Jolande Leinenback, project manager from Ed-consult in Denmark<br />

14:25 Building bridges succsess storys:<br />

From Iceland<br />

From Denmark<br />

From Slovak<br />

From Tuscany, Italy<br />

15:25 The power of networking<br />

Ms. Guðrún Magnúsdóttir, The Icelandic Association of Women<br />

Entrepreneurs<br />

16:00- 18:00 At the end of the Conference the Ministry of Agriculture will invite<br />

everyone to participate in a cultural end light dinner event…..<br />

Gott að styrkja og virkja konur<br />

Katharina Kotschote býr á Hofs stöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi<br />

en er fædd og uppalin í Þýskalandi og hefur verið búsett hérlendis í þrjú<br />

ár. Hún var almennur þátttakandi í Byggjum brýr-verkefninu og er mjög<br />

ánægð með hvernig til tókst.<br />

„Þetta byrjaði á því að við kom um nokkrar saman á konudaginn fyrir<br />

tveimur árum þar sem Ragn hildur Sigurðardóttir kynnti verk efnið. Þetta<br />

hljómaði allt vel og skemmtilega hjá henni og því ákvað ég að prófa að<br />

vera með. Mér finnst mikilvægt að konur sitji ekki bara heima heldur taki<br />

þátt. Einnig finnst mér mikilvægt að styrkja konur hér til að þær taki virkan<br />

þátt í samfélaginu,“ segir Katharina.<br />

Hún segir forvitnina hafa rekið sig áfram í verkefninu en hún tók þátt í<br />

örnámskeiði í landbúnaði og í vetur sótti hún námskeið um heimavinnslu<br />

og ferðaþjónustu.<br />

„Námskeiðin voru ágæt en nám skeiðsefnið var ekki aðalmál ið fyrir<br />

mig. Það var gaman að hitta konurnar og gera eitthvað saman og það<br />

fannst mér aðalmálið. Lykilatriði var að koma hugmyndafluginu af stað<br />

á fundunum. Ég kynntist nýjum konum og það kom mikið út úr því. Það<br />

kom til að mynda í ljós að nánast allar konurnar voru að gera eitthvað<br />

heima hjá sér og margar voru í einhvers konar handavinnu. Við ætlum að<br />

vera með markað í sumar en hugmyndin kom úr hópnum sem ég var í.<br />

Ég verð með græna rabarbarasultu á markaðnum að þýskri fyrirmynd og<br />

það verður spennandi að sjá hvernig fólki líkar hún,“ segir Katharina að<br />

lokum. ehg


29<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Starfsmenntun og<br />

fræðsla í atvinnulífinu<br />

Í lok maí var haldið málþing<br />

um starfsmenntun og fræðslu í<br />

atvinnu lífinu og starfsemi Landsmennt<br />

ar, fræðslusjóðs Sam taka<br />

atvinnulífsins og Starfs greina sambands<br />

<strong>Íslands</strong>. Góð þátttaka var<br />

á þinginu þar sem ýmis málefni<br />

voru á dagskrá en nokkur þeirra<br />

verða rakin hér.<br />

Kristín Njálsdóttir forstöðumaður<br />

Landsmenntar kynnti starfsemi<br />

sjóðsins sem hóf starfsemi í september<br />

árið 2000 sem og var fyrst<br />

hugsaður sem tilraunaverkefni.<br />

Sjóð urinn var síðan festur í sessi<br />

í kjarasamningunum árið 2004.<br />

Hlutverk hans er að styrkja fræðslu<br />

og færni í atvinnulífinu á landsbyggðinni<br />

og ná þannig að bæta<br />

árangur fyrirtækja og auka ánægju<br />

og hæfni fólks sem aðild á að<br />

honum. Kynnt voru helstu verkefni<br />

sem sjóðurinn hefur styrkt, svo<br />

og ýmsar áhugaverðar upplýsingar<br />

sem koma fram í ársskýrslunni<br />

fyrir árið 2006. Þá kom fram í máli<br />

Kristínar að stéttarfélögin almennt<br />

hefðu hingað til verið aðaldriffjöðrin<br />

í að koma á fræðslu fyrir<br />

verkafólk og að hvetja félagsmenn<br />

sína til frekara náms. Til eru fyrirmyndarfyrirtæki<br />

á landsbyggðinni<br />

sem sinna fræðslu starfsmanna<br />

sinna á markvissan hátt en almennt<br />

mættu þó fyrirtækin taka sig taki<br />

og koma á fræðslu í meira mæli en<br />

verið hefur og taka frumkvæði að<br />

fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Kristín<br />

sagði að menntun í atvinnulífinu<br />

væri sameiginlegt hagsmunamál<br />

stjórnvalda, atvinnurekenda og<br />

stétt arfélaga.<br />

,,Góð menntun er allra hagur”<br />

voru lokaorð hennar.<br />

Guðrún Vala Elíasdóttir frá<br />

Sí menntunarmiðstöð Vesturlands<br />

kvaddi sér hljóðs og kynnti nýstárlegar<br />

hugmyndir að sérstökum<br />

námskeiðum fyrir karlmenn á léttari<br />

nótunum en komið hafði fram<br />

að þeir væru ekki eins duglegir<br />

við að sækja sér menntun og konur<br />

eftir að hefðbundnu námi væri<br />

lokið. Steinunn K. Pétursdóttir<br />

frá Smellinn hf. kynnti sögu fyrirtækisins<br />

og lagði áherslu á að<br />

starfsmönnum þyrfti að líða vel í<br />

vinnunni og að ef starfsmenn væru<br />

ánægðir þá ykist framleiðnin.<br />

Þórunn Kristinsdóttir frá verkalýðs<br />

félaginu Stjörnunni í Grundarfirði<br />

ræddi um starfsmenntun og<br />

almenna fræðslu í atvinnulífinu frá<br />

sjónarhóli stéttarfélags.<br />

Í máli hennar kom fram að þeir<br />

sem ættu að baki stutta skólagöngu<br />

sætu oft í láglaunastörfum með<br />

lítið sjálfstraust. Ýmis námskeið<br />

hefðu verið haldin í gegnum tíðina<br />

af til dæmis stéttarfélögum sem sótt<br />

hefðu um styrk til námskeiðahalds<br />

til ýmissa aðila.<br />

Eftir stofnun starfsmenntasjóðanna<br />

varð mikil hvatning einstaklinga<br />

til að sækja sér aukna fræðslu<br />

eins og til dæmis á tölvunámskeið.<br />

Með tilkomu framhaldsskólans á<br />

Snæfellsnesi opnast möguleikar<br />

fólks á að sækja þangað einstakar<br />

námsgreinar. Mikilvægt væri að<br />

yfirmenn væru jákvæðir og hvettu<br />

starfsmenn til starfsmenntunar.<br />

Þórunn kom inn á að starfsfræðslunámskeið<br />

fiskvinnslunnar væri<br />

hvetj andi fyrir starfsfólk því það<br />

veitti launaflokkahækkanir.<br />

Ásmundur Sverrir Pálsson frá<br />

Fræðslu neti Suðurlands skýrði frá<br />

uppbyggingu og umhverfi fræðslumiðstöðva.<br />

Hvernig næst til nemenda<br />

en þeir sem helst þyrfti að ná<br />

til koma ekki án áreitis frá til að<br />

mynda vinnuveitenda/stéttarfélagi.<br />

Dreifibréf til viðbótar við hefðbundinn<br />

námsvísi skilaði í einhverjum<br />

tilfellum árangri. Ákjósanlegt<br />

væri að fyrirtæki hefðu starfandi<br />

fræðslunefndir starfsmanna og yfirmanna.<br />

Hann nefndi síðan dæmi<br />

um samstarfsaðila fræðlsunetsins,<br />

sem aðallega voru fyrirtæki og<br />

stofnanir og kynnti dæmi um nám<br />

og námskeið sem staðið hefði verið<br />

fyrir. Einnig rakti hann ferlið frá<br />

því hugmynd að námskeiði verður<br />

til og þar til því hefur verið komið<br />

á koppinn og nefndi síðan helstu<br />

hindranir fyrir því að fólk sækti<br />

námskeið eins og til dæmis lesblindu<br />

og fleira.<br />

ehg<br />

Frá málþingi um starfsmenntun og fræðslu í atvinnulífinu sem haldin var í Skíðaskálanum í Hveradölum í lok<br />

maí.


30<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Hjarta mitt er íslenskt<br />

Jósef á gula hjólinu kominn á Suzuki-jeppa<br />

Það eru margir Íslendingar sem<br />

muna eftir Jósef á gula hjólinu,<br />

enda hefur hann ferðast um<br />

Ísland á hverju sumri í 24 ár.<br />

Hann kemur á hverju vori, birgir<br />

sig upp af mat og heldur út í náttúruna.<br />

Núna er hins vegar mikil<br />

breyting á ferðahögum hans því<br />

hann hefur lagt gula hjólinu og<br />

innréttað lítinn rauðan Suzuki<br />

jeppa sem húsbíl.<br />

Jósef Niderberger er með sanni<br />

hægt að kalla ferðalang <strong>Íslands</strong>. Á<br />

hverju vori heldur hann frá heimalandi<br />

sínu Sviss áleiðis til <strong>Íslands</strong>.<br />

Hann hefur farið út um allt land,<br />

farið hringinn í kring um landið en<br />

segist kunna best við sig á norðausturhorninu.<br />

„Það er svo mikið af<br />

lækjum hérna og það er gott til að<br />

gera Bragakaffi,“ segir hann brosandi<br />

en hann hefur tileiknað sér íslenska<br />

tungu nokkuð vel. Síðasta haust áður<br />

en hann fór aftur heim fékk hann vilyrði<br />

fyrir því að innrétta þessa rauðu<br />

Suzuki bifreið sem húsbíl. Hann var<br />

gestur á Ytra-Álandi í Þistilfirði þegar<br />

blaðamaður Bændablaðsins hitti á<br />

hann en það var Skúli Ragnarsson<br />

bóndi þar sem gaf honum bílinn. Til<br />

landsins kom hann 18. maí og byrjaði<br />

strax að vinna í bílnum en hann<br />

var nánast fullbúinn þegar myndirnar<br />

voru teknar.<br />

Baðar sig í ísköldum ám og<br />

lækjum<br />

Jósef stoppar vanalega um 2-3 vikur<br />

á hverjum stað. Í sumar ætlar hann<br />

að fara úr Þistilfirðinum, í gegnum<br />

Raufarhöfn og Kópasker og til<br />

baka yfir Öxarfjarðaheiði. Áður<br />

tjaldaði hann alltaf en núna leggur<br />

hann húsbílnum og á þá auðveldara<br />

með að færa sig úr stað. Hann sest<br />

að við á eða læk enda finnst honum<br />

íslenska vatnið svo gott. Á hverjum<br />

morgni vaknar hann um átta, fær<br />

sér morgunmat og baðar sig svo í<br />

köldum læknum. Þá stendur hann<br />

útí vatninu í stígvélunum einum<br />

saman og þvær sér. „Ef það líður<br />

dagur á milli þá fer ég aðeins ofaní<br />

vatnið, í svona 10 sekúndur,“ segir<br />

hann og hlær dátt að grettu á svip<br />

blaðamanns, „það er svo gott fyrir<br />

hjartað, já, já.“ Jósef segir að hann<br />

labbi svo um, fylgist með fuglunum<br />

og blómunum, skrifi bréf til vina<br />

sinna heima og teikni aðeins.<br />

Innrétting bílsins er úthugsuð,<br />

þar er hver rúmsentimetri nýttur og<br />

hann er búinn að útbúa eldhús, skrifstofu<br />

og svefnpláss, auk þess sem<br />

farangurinn fær sitt pláss. Húsbíllinn<br />

er að sjálfsögðu bara fyrir einn, enda<br />

er bílstjórasætið eina sætið sem eftir<br />

er. Þar situr hann með þar til gerðan<br />

planka yfir stýrinu og er þar með<br />

kominn með skrifstofu. Eldhúsið er<br />

til hliðar, þar setur hann upp prímus<br />

til að elda á en undir plötunni er<br />

matargeymslan. Síðan setur hann<br />

upp rúmið sitt ofan á sama plankanum,<br />

sem nær frá mælaborðinu og<br />

alveg aftur að aftuhurðinni og notar<br />

einungis þunna tjalddýnu undir.<br />

Farangursrýmið var ekki alveg<br />

fullbúið en hann var þó búinn að<br />

setja spýtu fyrir aftan bílstjórasætið<br />

þannig að ef hann stoppar snögglega<br />

þá fer farangurinn ekki í höfuðið á<br />

honum.<br />

Ísskápinn grefur hann í jörðu,<br />

setur kassa af mat ofaní holuna og<br />

segir að þar sé vanalega um 5°C hiti<br />

Rúmið er hvorki stórt né útbúið neinum nútíma þægindum en Jósef vill<br />

ekki hafa þykka dýnu undir sér. Undir rúminu eru box undir mat og aðrar<br />

nauðsynjar.<br />

í jörðinni þannig að maturinn haldist<br />

góður, smjörið endist í margar<br />

vikur. Áður en hann leggur af stað<br />

upp í sumardvölina kaupir hann<br />

um 30 kíló af mat og þarf þá ekki<br />

að fara í kaupstað í nokkrar vikur.<br />

Þegar mjólkurvörurnar eru búnar,<br />

skyr, súrmjólk og fleira, hefur hann<br />

farið í kaupstað einu sinni í viku,<br />

hann nýtir sér ferðir póstbílsins<br />

sem fer frá Akureyri til Þórshafnar<br />

og til baka aftur. Sá bíll stoppar í<br />

eina klukkustund á Þórshöfn og þar<br />

með hefur Jósef nógan tíma til að<br />

versla, fara í pósthúsið eða sinna<br />

öðrum erindum.<br />

Aðspurður um hvort hann eigi<br />

sér einhverja uppáhaldsfugla á<br />

Íslandi segir hann að þrjár tegundir<br />

séu honum sérstaklega kærar, í<br />

móunum er það heiðlóan sem syngur<br />

svo fallega, í loftinu er það krían<br />

en á sjónum finnst honum lómurinn<br />

vera fallegastur. „Lómurinn<br />

er svolítið líkur Íslendingum, hann<br />

horfir svolítið upp og er stoltur,<br />

alveg eins og Íslendingar,“ segir<br />

Jósef og minnist svo sérstaklega<br />

á íslenskar konur, „hér eru karlar<br />

og konur jöfn, gera svo margt af<br />

því sama og allar konur kunna að<br />

keyra. Konurnar hér eru sjálfstæðar<br />

og það líkar mér, franskir menn<br />

hlaupa og opna dyr fyrir konum<br />

en konur eru engin börn, þær geta<br />

alveg opnað dyrnar sjálfar.“<br />

Lítið fjallaþorp í Sviss<br />

Vetrursetu hefur Jóesef í litlu fjallaþorpi<br />

í Sviss. Hann er kominn á<br />

eftirlaun en starfaði sem rafvirki.<br />

Þorpið er fyrir ofan þéttbýlan dalinn<br />

en í þorpinu er ekkert fyrirtæki<br />

heldur sækja íbúarnir vinnu niður í<br />

dalinn. Þar búa um 130 manns og<br />

þar af eru 5 bændur. Jósef segir að<br />

hann labbi stundum upp fjallið og<br />

fái sér morgunmat, þar er lítil kaffitería<br />

sem einn bóndi rekur með<br />

búskapnum. „Ég nota tímann á veturna<br />

til að undirbúa næsta sumar,<br />

gera við tjaldið mitt og fötin mín.<br />

Svo mála ég kannski aðeins heima<br />

hjá mér, vinn aðeins með timbur<br />

og labba í fjöllunum, alltaf nóg að<br />

gera,“ segir hann. „Ég fór fyrst til<br />

Það verður eflaust rjúkandi heitt<br />

Bragakaffi í eldhúsinu hjá honum<br />

í sumar.<br />

Einföld lausn á skrifstofunni, þarna<br />

les hann og teiknar.<br />

<strong>Íslands</strong> árið 1982, svo fór ég sumarið<br />

85 og á hverju ári eftir það. Ég<br />

er hálfur Íslendingur, blóðið er ekki<br />

íslenskt en hjarta mitt er íslenskt,“<br />

segir hann brosandi. Hann ber<br />

Íslendingum góða söguna, segir<br />

að eftir að hann fór að hægja á sér,<br />

vera lengur á sama stað þá kynnist<br />

hann fólkinu í sveitinni. Oft<br />

fær hann heimboð og einnig gefa<br />

margir sér tíma til að stoppa við hjá<br />

honum og spjalla.<br />

En hvað gerist ef bíllinn bilar<br />

„Ef bíllinn bilar þá bara bíð ég ef<br />

ég á nógan mat, svo sendi ég skilaboð<br />

til Skúla og hann kemur þá<br />

kannski á næstu dögum og kíkir á<br />

mig,“ segir hann sæll og ánægður<br />

með nýja bílinn sinn. Jósef lagði af<br />

stað til sumardvalarinnar í íslenskri<br />

náttúru skömmu eftir að hann gaf<br />

sér tíma til að spjalla við blaðamann<br />

og fréttist til byggða að hann<br />

væri mjög ánægður með vistina í<br />

húsbílnum sínum. GBJ<br />

Laugardaginn 26. maí 2007 var mikill dagur<br />

á Möðruvöllum. Þá var Leikhúsið vígt<br />

eftir glæsilega uppbyggingu. Þar er komið<br />

safnaðarheimili kirkjunnar og aðstaða til<br />

funda- og veitingasölu. Til vígsluhátíðarinnar<br />

komu yfir 120 gestir.<br />

Dagskráin hófst á því að Kirkjukór Möðruvalla<br />

klaustursprestakalls söng ljóð Jónasar<br />

Hallgrímssonar, Smávinir fagrir. Það var<br />

Davíð Stefánsson, formaður sjálfseignarstofnunarinnar<br />

Amtmannssetursins á Möðruvöllum,<br />

sem setti hátíðina og bauð menn<br />

vel komna. Hann skipaði séra Solveigu Láru<br />

Guðmundsdóttur veislustjóra. Fyrst las Þórodd<br />

ur Sveinsson stuttan kafla úr bókinni Minningar<br />

frá Möðruvöllum og Guðrún Jónsdóttir<br />

arkitekt las kafla úr endurminningum móður<br />

sinnar, Huldu Á. Stefánsdóttur. Þá söng kirkjukórinn<br />

Fífilbrekka gróin grund og séra Gylfi<br />

Jónsson las hluta af ljóði Davíðs Stefánssonar<br />

sem nefnist Möðruvallaskóli fimmtugur. Þar<br />

eru meðal annars þessi er indi:<br />

Vorið er komið heim í Hörgárdalinn,<br />

heilsar á ný og fagnar gömlum vinum,<br />

ber frá þeim kveðju, er kól og féllu í valinn,<br />

kemur með söng og gleðst með öllum hinum.<br />

Vorið það heilsar vinum sínum öllum:<br />

Velkomnir aftur heim að Möðruvöllum!<br />

Margt hefur breytzt, og margs er hér að sakna.<br />

Mörgum er ljúft að gista fornar slóðir.<br />

Moldin er trygg, og minningarnar vakna.<br />

Máli hins liðna tala steinar hljóðir.<br />

Margt hafa árin tengt við gamla grunninn.<br />

Geymt er hér margt – og þó er skólinn brunninn.<br />

Bræður og vinir, blessum liðna daga.<br />

Breytingum tímans æðri kraftar ráða.<br />

Vel er, ef okkar verk og æfisaga<br />

verða þeim ungu hvöt til nýrra dáða.<br />

Þá hafa rætzt í <strong>Íslands</strong>byggðum öllum<br />

óskir, sem fengu líf á Möðruvöllum.<br />

Þá kynnti Bjarni E. Guðleifsson byggingarsögu<br />

Leikhússins og Solveig Lára sagði<br />

frá framtíðaráformum um notkun hússins og<br />

uppbyggingu á staðnum. Hún fór að lokum<br />

með húsblessun og síðan tóku allir undir<br />

sönginn Ísland ögrum skorið. Að því loknu<br />

þáðu gestir veitingar og spjölluðu saman.<br />

Í tilefni af vígslunni voru Amtmannssetrinu<br />

færðar margar góðar gjafir.<br />

Amtmannssetrið vígir Leikhúsið á Möðruvöllum<br />

Þessi fallegi bjarndýrafelldur er gjöf Helenu<br />

Dejak eiganda Ferðaskrifstofunnar Nonna til<br />

Amtmannssetursins. Rithöfundurinn Nonni<br />

(Jón Sveinsson) sem ferðaskrifstofan er<br />

nefnd eftir fæddist á Möðruvöllum. Ísbirnir<br />

koma mikið við sögu í bókum Nonna.<br />

Saga Leikhússins í stuttu máli<br />

Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á<br />

Möðruvöllum sem var undanfari Menntaskólans<br />

á Akureyri. Möðruvallaskóli var þó<br />

einungis starfræktur í 22 ár því þegar skólahúsið<br />

brann árið 1902 var skólinn fluttur til<br />

Akureyrar. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum<br />

margir merkismenn sem unnu mikilvægt<br />

brautryðjendastarf í skólamálum og á<br />

sviði náttúruvísinda. Skólinn útskrifaði yfir<br />

230 nemendur sem margir urðu áberandi í<br />

þjóðlífinu. Til dæmis var algengt að Möðruvellingar<br />

gerðust kennarar í sínu heimahéraði.<br />

Þá má geta þess að alls 18 nemendur<br />

skólans voru kosnir þingmenn til Alþingis.<br />

Einu sýnilegu minjar skólans sem eftir eru<br />

á Möðruvöllum er sk. Leikhús sem var byggt<br />

sem leikfimihús og pakkhús. Leikfimihúsið<br />

var byggt sumarið 1881 og var það einnig<br />

nefnt danshús eða leikhús. Þar var kennd<br />

leikfimi og þar glímdu nemendur. Leikhúsið<br />

var þó tvímælalaust þekktast sem dans- og<br />

samkomuhús sveitarinnar en þar voru haldin<br />

harmóníkuböll nánast á hverjum sunnudegi.<br />

Leikhúsið var lítt innviðað, nema skilrúm<br />

um það nokkuð austan við miðju. Í vestari<br />

endanum var stórt salargólf. Leiksalurinn<br />

var 10x12 álnir að gólffleti eða 43 fermetrar<br />

en austurendi byggingarinnar var pakkhús.<br />

Skilrúm var á milli húsanna upp að skammbitum,<br />

en uppi var opið milli skemmuloftsins<br />

og leikfimihússins. Á fánastöng hússins var<br />

fáni með íslenska fálkamerkinu dreginn að<br />

húni við hátíðleg tækifæri.<br />

Vesturendinn á þessu húsi, hið raunverulega<br />

Leikhús, var rifinn 1911-1912 og viðurinn<br />

notaður í viðbyggingu íþróttahúss<br />

Mennta skólans á Akureyri, viðbyggingu sem<br />

kölluð er Fjós. Eftir stóð þá Pakkhúsið. Þegar<br />

Bjarni E. Guðleifsson flutti í Möðruvelli<br />

árið 1978 var Pakkhúsið orðið mjög lúið<br />

og hlaðið drasli. Síðar var fleygt inn í það<br />

hey böggum sem reyndar voru aldrei notaðir.<br />

Við vesturstafninn hafði verið byggð ein lyft<br />

skúrbygging með flötu þaki og var sagt að<br />

þar hefði fólk búið eftir að íbúðar hús brann<br />

á Möðruvöllum árið 1937. Fannst Bjarna og<br />

ýmsum öðrum að þetta næstelsta hús staðarins<br />

ætti skilið verðugra hlutverk en að grotna<br />

niður. Var gerð áætlun um það hve mikið<br />

mundi kosta að endurbyggja húsið svo að það<br />

yrði nothæft, en hugmyndin var þá að í húsinu<br />

yrði hægt að vera með sölu á ýmiss konar<br />

handverki og framleiðslu manna í nágrenninu.<br />

Var árið 1981 áætlað að það myndi kosta<br />

150.000 krónur. Í grein í Heimaslóð árið<br />

1982 var spurt: Hver vill fjármagna svona<br />

fyrirtæki Þá veitti Menningarsjóður KEA<br />

fyrsta styrkinn til þessarar uppbyggingar,<br />

krónur 3.500.<br />

Harmóníkan þanin aftur í Leikhúsinu eftir ríflega<br />

hundrað ára hlé. Vígslugestir viðra sig í<br />

góða veðrinu.<br />

Endurreisnin<br />

Það var ekki fyrr en Húsafriðunarsjóður byrj aði<br />

að styrkja bygginguna um 1990 að framkvæmdir<br />

hófust. Árið 1995 stofnuðu tíu áhugamenn<br />

sjálfseignarfélagið Leikhúsið á Möðruvöllum<br />

og var fjármagns til uppbyggingar leitað víða<br />

með litlum árangri. Sjálfseignarfélag þetta<br />

ákvað að nota virðulegra nafnið, Leikhús, og<br />

undir því nafni er húsið nú. Var félag þetta<br />

skráð með kennitölu og tóku þá að berast<br />

fyrirspurnir um það hvað væri á fjölunum í<br />

Leikhúsinu á Möðruvöllum og voru forsvarsmenn<br />

hússins stundum í virðulegum bréfum<br />

ávarpaðir sem leikhússtjórar. Hlutverk þessa<br />

sjálfseignarfélags var að vinna að endurbyggingu<br />

Leikhússins. Seinna komu fram áform um<br />

enn meiri uppbyggingu hér á staðnum og upp úr<br />

því var árið 2006 formlega stofnuð sjálfseignarstofnunin<br />

Amtmanssetrið á Möðruvöllum og<br />

að henni standa Landbúnaðarháskóli <strong>Íslands</strong>,<br />

Möðruvallaklausturssókn, Arnarneshreppur<br />

og Prestsetrasjóður. Hlutverk þess er fyrst<br />

og fremst að sjá um uppbygginguna á Möðruvöllum<br />

og er endurbygging Leikhússins fyrsti<br />

liðurinn í því starfi. Fjármagns í endurbygginguna<br />

hefur verið leitað víða en það var ekki<br />

fyrr en Arnarneshreppur kom inn sem eins<br />

konar kjölfestufjárfestir á árinu 2006 sem hlutirnir<br />

fóru að ganga.<br />

BEG/ÞS


31<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Orðsending til bænda<br />

Flugnaeyðing og eyðing<br />

kóngulóar er orðin hluti af vor- og<br />

sumarverkum til sveita<br />

Eins og undanfarin ár mun ég veita þjónustu sem felst í að<br />

losa fólk við flugur í húsum og kóngulær sem oft setjast að í<br />

þakskeggi, við glugga, hurðir og valda<br />

fólki ama.<br />

Aðgerðin er hreinleg og farið eftir<br />

kröfum um meðferð eiturefna.<br />

ýtrustu<br />

Endingartími aðgerðar er undantekningarlítið 1 ár.<br />

Vinsamlegast látið vita af ykkur sem fyrst svo hægt sé að<br />

skipuleggja ferðir og veita sem besta þjónustu.<br />

Byrjað verður á Austurlandi en síðan mun ég verða að<br />

Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi eins og<br />

venjulega.<br />

Jón Svansson<br />

meindýraeyðir<br />

(Austfirðingurinn)<br />

Símar: 893-5709 - 862-1422<br />

Heimasíða Bændablaðsins: www.bbl.is


32<br />

Utan úr heimi<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Uppgangur á alþjóðlegum<br />

mörkuðum fyrir búvörur<br />

Orkuráð Sameinuðu þjóðanna<br />

leggur áherslu á þá möguleika<br />

sem fylgja framleiðslu á líforku<br />

en einnig á hættur því fylgjandi<br />

ef ekki er hugað vel að mikilvægi<br />

matvælaframleiðslu, áhrifum á<br />

veðurfar og líffræðilegan fjölbreytileika.<br />

Skýrslan, sem birt var snemma í<br />

maí, leggur áherslu á að huga verði<br />

jafnt að efnahagslegum, umhverfislegum<br />

og félagslegum afleiðingum<br />

af framleiðslu líforku áður en<br />

teknar verða ákvarðanir um þróun<br />

og val á tækni við framleiðsluna.<br />

Sá sjúkdómur sem hér um ræðir<br />

nefnist svartryð (svartrost) og<br />

honum veldur sveppur (Puccinia<br />

graminis). Hin ýmsu afbrigði<br />

hans leggjast á allar korntegundir<br />

og fjölda villtra grastegunda.<br />

Nafnið kemur af svörtum vetrargróum.<br />

Gróin þurfa annan hýsil<br />

til að lifa, sem er berberisrunninn<br />

(Berberis vulgaris). Þau dreifast<br />

með vindi og skordýrum og lifa<br />

veturinn af í villtu grasi.<br />

Hér er ekki á ferð nýr sjúkdómur,<br />

Rómverjar til forna óttuðust hann og<br />

tilbáðu meira að segja “ryðguð” sér<br />

til halds og trausts. Svartryð getur á<br />

skömmum tíma eyðilagt þroskaðan<br />

kornakur og valdið gífurlegu tjóni.<br />

Það er því ekki óvænt að á tímum<br />

kalda stríðsins áttu bæði Sovétríkin<br />

og Bandaríkin birgðir af svartryðsgróum,<br />

sem hugsanlega mátti<br />

nota sem lífrænt vopn.<br />

Nær öll kornræktarlönd hafa<br />

orðið fyrir svartryðsfaraldri. Síðasti<br />

faraldurinn í Bandaríkjunum varð<br />

árið 1954 þegar sveppurinn eyðilagði<br />

um 40% af hveitiuppskerunni.<br />

Þegar “Græna byltingin”,<br />

kom til sögunnar fundust þolnir<br />

hveitistofnar gegn honum sem hafa<br />

haldið sjúkdómnum í skefjum.<br />

Útlit og horfur fyrir sölu búvara<br />

á heimsmarkaði eru mjög bjartar<br />

um þessar mundir. Sérfræðingar<br />

Efnahags- og framfarastofnunarinnar,<br />

OECD, og Matvælaog<br />

landbúnaðarstofnunar Sameinuðu<br />

þjóðanna, FAO, eru á<br />

einu máli um að eftirspurn eftir<br />

búvörum haldi áfram að aukast,<br />

og það hækkar það verð sem<br />

bændur fá fyrir þær.<br />

Staðan á heimsmarkaði fyrir<br />

búvörur var rædd á fundi Alþjóðasam<br />

taka bænda, IFAP, í Vínarborg<br />

í lok apríl sl. þar sem sérfræðingar<br />

upp lýstu að eftirspurnin væri verulega<br />

meiri en framboðið.<br />

Ástæða þessa er aukinn hagvöxtur<br />

í heiminum, einkum í austanverðri<br />

Asíu þar sem kjöt og mjólk ur vörur<br />

eru eftirsóttastar. Nýtil komin framleiðsla<br />

á líforku þrýstir einnig verði<br />

á búvörum enn frekar upp.<br />

Menn sáu hins vegar ekki neina<br />

árekstra í uppsiglingu milli framleiðslu<br />

á búvörum og líforku; frekar<br />

að þessar greinar bættu hvor<br />

aðra upp.<br />

Eftirspurn á heimsmarkaði eftir<br />

mjólk og mjólkurvörum vex hraðar<br />

en mjólkurframleiðslan, upplýsti<br />

talsmaður Alþjóðasamtaka mjólkuriðnaðarins.<br />

Spáð er að eftirspurn<br />

eftir mjólk muni aukast um 125<br />

milljónir tonna fram til 2015 en<br />

framboðið aðeins um helming þess.<br />

Áætlað er að í Kína vaxi eftirspurnin<br />

um 12-15 milljónir tonna á ári,<br />

sem mæta verði með innflutningi.<br />

Udo Folgart, formaður samtaka<br />

mjólkurframleiðenda í Þýskalandi,<br />

upplýsti að þróunin á þýska mjólkurmarkaðnum<br />

hefði orðið allt<br />

önnur en spáð var fyrir fáum árum.<br />

Offramleiðslan hefði horfið og<br />

salan slegið öll fyrri met. Það hefði<br />

auðveldað mjólkurbúum að hækka<br />

verðið, einnig á heimamarkaði.<br />

Landsbygdens Folk<br />

Tillögur Brundtland-nefndar SÞ í<br />

umhverfismálum frá 1987<br />

Varnaðarorð frá orkuráði SÞ um líforku<br />

„Hún á bæði að tryggja framboð<br />

á orku og að staðbundið jafnt sem<br />

hnattvænt umhverfi njóti verndar,“<br />

segir Mats Karlsson, formaður<br />

orkuráðs SÞ.<br />

Samkvæmt skýrslunni getur<br />

aukin áhersla á ræktun líforku<br />

dregið úr fátækt, aukið framboð á<br />

orku og styrkt búsetu í dreifbýli.<br />

Jafnframt fjallar hún um hvaða<br />

áhrif framleiðsla líforku getur haft<br />

á matvælaöryggi, breytingar á veðurfari<br />

og líffræðilegan fjölbreytileika,<br />

náttúruauðlindir, sem og<br />

atvinnutækifæri og viðskipti.<br />

Nú hefur það hins vegar gerst að<br />

mjög kröftugt afbrigði af svartryði,<br />

nefnt Ug99, er farið að dreifa sér.<br />

Það kom upp í Uganda í Afríku árið<br />

1999 og hefur síðan hægt og bítandi<br />

dreift sér um Austur-Afríku.<br />

Í janúar á þessu ári barst það yfir<br />

til Jemen og norður á bóginn til<br />

Súdan. Sérfræðingar telja að áður<br />

en langt um líður berist sveppurinn<br />

til Egyptalands, Tyrklands<br />

og Miðausturlanda og þaðan til<br />

Indlands. Eftir það er það aðeins<br />

spurning um tíma hvenær hann<br />

berst til annarra heimsálfa.<br />

Sá langi tími, sem nú hefur liðið<br />

frá síðasta faraldri, hefur skapað<br />

falskt öryggi meðal þeirra sem bera<br />

ábyrgð á þessum málaflokki. Faðir<br />

„Grænu byltingarinnar“, Nóbelsverð<br />

launahafinn Norman Bor laug,<br />

varaði alþjóðasamfélagið við þegar<br />

árið 2002, þegar sveppurinn hafði<br />

skotið rótum í Kenya, en ekki var<br />

tekið mark á þeim viðvörunum.<br />

Síðasta aldarfjórðung hefur<br />

lítil áhersla verið lögð á að rækta<br />

með kynbótum þolna hveitistofna<br />

gegn svartryði. Alþjóðlega miðstöðin<br />

fyrir þróun nýrra hveiti- og<br />

maísstofna, CIMMYT, hefur fyrst<br />

nýverið beint kröftum sínum að<br />

Reglur um vottun<br />

Að áliti orkuráðs SÞ gæti sá skaði,<br />

sem yrði á mannlegu samfélagi og<br />

umhverfi, vegið upp kostina við<br />

aukna notkun á líforku, ef ekki væru<br />

jafnframt gerðar framkvæmdaáætlanir<br />

til að verja viðkvæm svæði<br />

og beina þróuninni í sjálfbæra átt.<br />

Þar má nefna að framleiðsla líforku<br />

hefði neikvæð áhrif ef gamall<br />

skógur yrði ruddur til að rækta<br />

þar gróður til orkuframleiðslu. Það<br />

gæti leitt til mikillar losunar koltvísýrings,<br />

bæði frá trjábolunum og<br />

Sjúkdómur herjar á hveitirækt<br />

því og reynir nú að afla aukins fjármagns<br />

til verkefnisins.<br />

Hinn hávirki stofn af svartryði,<br />

Ug99, er miklu skæðari en þeir<br />

sem fyrir voru. Af 50 genum hveitisins<br />

sem veita vörn gegn svartryði<br />

eru einungis 10 sem í nokkrum<br />

mæli gefa mótstöðuafl gegn Ug99.<br />

Stofnar með þessi gen hafa nú<br />

verið víxlfrjóvgaðir með uppskerumiklum<br />

hveitistofnum frá Kenya<br />

og Eþíópíu. Í Afganistan, Indlandi,<br />

Nepal og Pakistan fara nú einnig<br />

fram tilraunir með að rækta nýja<br />

hveitistofna.<br />

Verkefnið er þannig komið af<br />

stað en áætlað er að það taki 5-8 ár<br />

að rækta þolið útsæði. Sérfræðingar<br />

halda því fram að til þess að þetta<br />

takist þurfi að leggja 3-5% af<br />

hveitiökrum undir ræktun á svartryðsþolnu<br />

útsæði.<br />

Það veldur svo enn frekari<br />

áhyggjum að virkni Ug99 svartryðsins<br />

fer enn vaxandi, auk þess<br />

sem dreifingarmöguleikar sveppsins<br />

aukast jafnt og þétt. Hveitiakrar<br />

nú á tímum eru þéttir, þeir fá mikinn<br />

áburð og jafnvel vökvun. Við<br />

þessi skilyrði nýtur sveppurinn sín<br />

sérlega vel og dreifist hratt.<br />

Við þær miklu samgöngur sem<br />

Um þessar mundir er þess minnst<br />

að 20 ár eru liðin síðan nefnd á<br />

vegum Sameinuðu þjóðanna um<br />

umhverfis- og þróunarmál lagði<br />

fram tillögur sína. Formaður<br />

nefnd arinnar var Gro Harlem<br />

Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra<br />

Noregs, og boðskapur<br />

nefndarinnar var: Sjálfbær þróun.<br />

Hverju hafa tillögurnar svo feng-<br />

hafa ekki reynst haldbærar<br />

ið áorkað nú 20 árum eftir að þær<br />

voru lagðar fram sem tímamóta<br />

stefnumörkun Svarið er: Engu.<br />

Fyrir nokkru flutti Gro Harlem<br />

Brundtland ræðu á þingi norska<br />

verkamannaflokksins. Þar gagnrýndi<br />

hún þá sem vildu gera aðgerðir<br />

í veðurfarsmálum að spurningu<br />

um meinlætalíf og sjálfsaga.<br />

Brundtland-nefndin boðaði hvorugt.<br />

Nei, við hagvexti ríkra landa<br />

mátti alls ekki hrófla til að gefa<br />

fátækum löndum svigrúm til að<br />

jafna aðstöðu sína gagnvart efnuðum<br />

löndum. Boðskapur nefndarinnar var<br />

samstiga boðskap Bush forseta eldri<br />

til umhverfisráðstefnu Sameinuðu<br />

þjóðanna í Rio de Janeiro árið 1992:<br />

„Breyting á bandarískum lífsstíl er<br />

ekki á dagskrá hér.“<br />

því kolefni sem safnast hefur fyrir í<br />

jarðvegi þar sem skógurinn vex.<br />

Af þeim ástæðum þarf að koma<br />

á fót alþjóðlegu vottunarkerfi sem<br />

fylgist með losun gróðurhúsalofttegunda<br />

til þess að tryggja að framleiðsla<br />

líforku uppfylli umhverfisstaðla<br />

í ferlinum frá ræktunarstaðnum<br />

til eldsneytistanksins.<br />

Með þessum fyrirvörum er það<br />

niðurstaða skýrslunnar að markaður<br />

fyrir líforku opni nýja möguleika<br />

fyrir bændur. Nationen<br />

eiga sér stað nú á tímum þá berst<br />

sveppurinn auðveldlega milli landa<br />

og heimsálfa. Að sögn tímaritsins<br />

New Scientist hefur öryggismálaráðuneyti<br />

Bandaríkjanna þegar<br />

fjallað um þá áhættu að hryðjuverkamenn<br />

beri með sér gró af ryðsveppi<br />

milli landa.<br />

Unnt er að verjast ryðsveppnum<br />

með því að sprauta akrana. Í fátækum<br />

löndum, þar sem hættan er mest,<br />

hafa bændur yfirleitt ekki ráð á að<br />

kaupa úðunarefni, þó að góð efni<br />

séu á boðstólum. En jafnvel ríkt<br />

land eins og Bandaríkin á ekki nóg<br />

af varnarefnum ef jafnframt þarf að<br />

berjast gegn sojabaunaryði sem er<br />

vandamál í sojabaunarækt þar.<br />

Ef svartryðið nær fótfestu í mörgum<br />

löndum samtímis má vænta þess<br />

að fátækustu löndin mæti afgangi í<br />

baráttunni við sjúkdóminn. Að sögn<br />

Norman Borlaug verður að treysta<br />

á úðun í fyrstunni en stefna síðan á<br />

þolna stofna, sem henta ræktunarskilyrðum<br />

á hverjum stað, þegar frá<br />

líður. Hann telur einnig að gagnleg<br />

mótstöðugen finnist í grasi í náttúrunni<br />

og öðrum gróðri. Hann bendir<br />

jafnframt á að sveppurinn ráðist<br />

ekki á hrísgrjónajurtina og spyr sig<br />

hvað því valdi. Landsbygdens Folk<br />

Alls lagði Brundtland-nefndin<br />

til fimm- til tíföldun á iðnaðarframleiðslu<br />

ríkja heims næstu 40 árin.<br />

Þessari aukningu er þegar náð, 20<br />

árum síðar, ekki síst með hjálp olíu<br />

og kola sem unnin eru úr jörðu.<br />

En fljótlega eftir að tillögurnar<br />

komu fram fóru að heyrast varnaðarorð.<br />

Tryggve Haavelmo, norskur<br />

nóbelsverðlaunahafi í hagfræði,<br />

sagði í viðtali þegar árið 1990:<br />

„Aukinn hagvöxtur í ríkum löndum<br />

er skelfileg tilhugsun. Hann<br />

stenst ekki gagnvart umhverfinu.<br />

Fríverslun ógnar einnig umhverfinu<br />

með því að auka neysluna. Án<br />

þeirra hliðaráhrifa væru skipti á<br />

vörum og þjónustu af hinu góða. Ég<br />

vara hins vegar við því að andrúmsloftið<br />

verði mengað með ú<strong>tbl</strong>æstri<br />

frá bílum og skipum í því skyni.“<br />

Hvað hefði Haavelmo, sem nú er<br />

látinn, sagt um það að flytja fisk frá<br />

Barentshafinu til Kína til flökunar<br />

og síðan aftur til Evrópu í fiskborð<br />

verslana<br />

Nationen<br />

Varast ber að<br />

grilla pylsur<br />

við opinn eld<br />

Komið hefur í ljós að varasamt<br />

er að grilla pylsur við<br />

logandi eld. Lengi hefur verið<br />

vitað að grillun og steiking<br />

getur myndað skaðleg efnasambönd<br />

í mat.<br />

Matvælaeftirlitið í Noregi<br />

fól norskri vísindanefnd um<br />

matvælaöryggi að meta hvort<br />

samband væri á milli mikillar<br />

neyslu á grillmat og krabbameins.<br />

Niðurstaða nefndarinnar<br />

var sú að þarna væri samhengi<br />

á milli við yfirdrifna neyslu<br />

á grillmat, þ.e. 30 sinnum eða<br />

oftar á sumri.<br />

Grillun yfir opnum eldi<br />

getur valdið því að efnið PAH<br />

(Polysykliske aromatiske<br />

hydrokarbonater) og HA<br />

(heterosykliske aromatiske<br />

aminer) myndist en þessi efni<br />

geta valdið krabbameini.<br />

Helle Knutsen, sem á sæti í<br />

vísindanefndinni um matvælaöryggi,<br />

staðfesti að hæstu gildi<br />

þessara efna væru í pylsum<br />

grilluðum við logandi eld. Hún<br />

mælir með því að grilla á glóðunum.<br />

Mette Habberstad, talsmaður<br />

Norska ferðafélagsins (Den<br />

Norske Turistforening), bendir<br />

á að orð hafi lengi legið á því að<br />

brenndar pylsur væru ekki hollur<br />

matur en bendir jafnframt á<br />

að það sé svo margt matarkyns<br />

sem megi grilla. Einnig má<br />

grilla mat í álpappír til að auka<br />

hollustu hans. Helle Knutsen<br />

staðfestir að þannig megi forðast<br />

hin varasömu efnasambönd.<br />

Nationen


33<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Nýliðið vor var óvanalega þurrt<br />

og hlýtt víða í Mið- og Austur-<br />

Evrópu. Þurrkarnir valda bæði<br />

bændum og kornfyrirtækjum<br />

áhyggjum og þau hafa nú þegar<br />

varað við samdrætti í kornframleiðslu<br />

og verðhækkunum.<br />

Kröftugt háþrýstisvæði hefur<br />

valdið því að hiti sl. vor var eins<br />

og um hásumar um nær alla Mið-<br />

Evrópu. Jafnvel um páskaleytið var<br />

hiti víða allt að 30°C.<br />

Verst kemur ástandið niður á<br />

ræktun maltbyggs, sem notað er til<br />

ölgerðar, og ölgerðir spá nú þegar<br />

verðhækkun á öli þegar líður á árið.<br />

Kornskortur á alþjóðlegum<br />

mörkuðum<br />

Alþjóðlegir kornmarkaðir hafa<br />

þegar látið í ljós áhyggjur yfir þurrkunum<br />

í Evrópu en í Bandaríkjunum<br />

hafa vorfrost einnig skaðað kornræktina.<br />

Afleiðingin er sú að verð<br />

á hveiti og maís á mörkuðum hefur<br />

þegar hækkað verulega.<br />

Hveitibirgðir í heiminum eru nú<br />

þær minnstu í 25 ár. Með það í huga<br />

hafa fregnir um hugsanlegan samdrátt<br />

í hveitiframleiðslu í Evrópu<br />

valdið áhyggjum. Láti úrkoman á<br />

sér standa getur það haft alvarlegar<br />

afleiðingar í för með sér, að áliti<br />

franska markaðsráðgjafarfyrirtækisins<br />

Aqvitel.<br />

Alþjóða kornráðið, International<br />

Grain Counsil (IGC), hefur einnig<br />

uppi varnaðarorð. Mark aðs fræðingar<br />

þess benda á að eftirspurn<br />

eftir korni sé vaxandi og að 100<br />

milljóna tonna framleiðsluaukning<br />

í ár nægi ekki til að fullnægja<br />

aukinni eftirspurn. IGC bendir<br />

einnig á að kornbirgðir hafi ekki<br />

verið minni síðan á 8. áratug síðustu<br />

aldar. Markaðsfræðingarnir<br />

hafa þegar dregið úr uppskeruspá<br />

í Bandaríkjunum um eina milljón<br />

tonna en þeir hafa enn ekki metið<br />

uppskeruhorfur í Evrópu.<br />

IGC áætlaði kornbirgðir í heiminum<br />

um sl. áramót 115 milljónir<br />

tonna en þær voru 134 milljónir<br />

tonna um áramótin 2005/06.<br />

Varúðaráætlun á Ítalíu<br />

Á Ítalíu hyggst ríkisstjórnin<br />

leggja fram varúðaráætlun vegna<br />

hinna miklu þurrka sem þar hafa<br />

verið síðan í september í fyrra.<br />

Kornforðabúr landsins, Pódalurinn,<br />

hefur sérstaklega orðið illa úti.<br />

Vatnsstaðan í Pófljótinu er sex<br />

Þurrkar hafa áhrif á kornuppskeru í Evrópu í ár<br />

metrum lægri en eðlilegt má teljast<br />

og margar hliðaránna, en þær eru<br />

alls 141, eru vatnslausar.<br />

Þriðjungur af uppskeru nytjagróðurs<br />

í Ítalíu fellur til í Pódalnum.<br />

Bregði ekki til úrkomu fljótlega<br />

hefur það alvarlegar afleiðingar.<br />

Árið 2003 voru þarna miklir þurrkar<br />

og samtök ítalskra bænda, Coldiretti,<br />

óttast að það endurtaki sig.<br />

Náttúruverndarsamtökin WWF<br />

gagnrýna ítalskan landbúnað<br />

fyrir að fara illa með vatnið með<br />

útiræktun á tegundum sem þurfa<br />

mikla vökvun, svo sem fljótvaxin<br />

jarðarber, sykurrófur og maís. Ítalir<br />

vökva 1,6 milljónir hektara.<br />

Þurrkurinn hefur einnig bitnað<br />

á mikilvægum kornræktarsvæðum<br />

í Austur-Evrópu. Í Ungverjalandi<br />

stigu upp mikil rykský við sáningu<br />

á maís og í Úkraínu, einkum sunnan-<br />

og austanverðum hlutum landsins,<br />

hefur hiti og þurrkur valdið<br />

skaða.<br />

Landsbygdens Folk


34<br />

Á markaði<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Verð á greiðslumarki mjólkur<br />

Dagsetning<br />

gildistöku<br />

Sala á<br />

greiðslumarki ltr.<br />

Grasfræ á 7.000 hektara flutt inn 2006<br />

Á síðastliðnu ári voru flutt til landsins ríflega 217<br />

tonn af grasfræi. CIF verðmæti þess var um 33<br />

milljónir króna eða 152 kr/kg. Að jafnaði þarf um<br />

30 kg í hektarann, þannig að þetta fræmagn dugar í<br />

ríflega 7.000 hektara lands. Upplýsingar eru fengnar<br />

frá Hagstofu <strong>Íslands</strong>.<br />

Í töflunni hér að neðan er að finna magn og verð<br />

einstakra tegunda, eftir númerum í tollskrá. Á innflutt<br />

fræ leggjast ýmiskonar gjöld, á fræ í pappírsumbúðum<br />

leggst 7 kr/kg úrvinnslugjald og 3 kr/kg ef það er í<br />

plastumbúðum. Í báðum tilfellum á þetta við um hvert<br />

kg umbúða. Þá skal greiða 3,1% eftirlitsgjald af sáðvöru<br />

og er gjaldstofninn tollverð vörunnar.<br />

Fyrir þá sem ekki kannast við skammstafanirnar<br />

FOB og CIF, þá merkir sú fyrrnefnda „free on board“,<br />

það er verð vöru sem komin er í skip í útflutningshöfn.<br />

Sú síðarnefnda merkir „cost, insurance, freight“, það er<br />

verð vöru komið á hafnarbakkann í innflutningshöfn,<br />

þar sem búið er að greiða fyrir vöruna sjálfa, flutning,<br />

tryggingu og uppskipun hennar.<br />

Frægerð og tollskrárnúmer Magn, tonn FOB verð<br />

(þús. kr)<br />

CIF verð<br />

(þús. kr)<br />

Flutningskostnaður<br />

kr/kg<br />

Meðalverð<br />

(CIF) kr/kg<br />

fræs<br />

Smárafræ í >=10 kg umbúðum<br />

13,1 1.064 1.195 10 91,22<br />

1209.2201<br />

Annað smárafræ 1209.2209 0,02 102 114 600 5.700<br />

Túnvingulsfræ í >=10 kg umbúðum 21,0 3.123 3.355 11 159,76<br />

1209.2301<br />

Annað túnvingulsfræ 1209.2309 8,7 1.030 1.107 8,90 127,24<br />

Vallarsveifgrasfræ í >=10 kg umbúðum 5,5 1.208 1.415 37,60 257,27<br />

1209.2401<br />

Annað vallarsveifgrasfræ 1209.2409 44,5 5.206 5.566 8,10 125,08<br />

Rýgresisfræ í >= 10 kg umbúðum<br />

26,9 3.668 3.964 11 147,36<br />

1209.2501<br />

Annað rýgresisfræ 1209.2509 44,6 3.870 4.152 6,30 93,09<br />

Vallarfoxgrasfræ í >= 10 kg umbúðum 57,8 5.490 5.971 8,30 103,30<br />

1209.2601<br />

Annað vallarfoxgrasfræ 1209.2609 47,9 7.985 8.751 16 182,69<br />

Annað grasfræ í >=10 kg umbúðum 31,7 7.796 8.378 18,40 264,29<br />

1209.2901<br />

Annað grasfræ 1209.2909 20,8 3.254 3.551 14,30 170,72<br />

Innflutningur á kartöflum, grænmeti ofl. frá áramótum<br />

magn, kg<br />

Apríl<br />

fob, þús.<br />

kr<br />

Uppsafnað frá<br />

upphafi verðlagsárs, ltr.<br />

Frá áramótum<br />

cif, þús. kr magn, kg fob, þús.<br />

kr<br />

Meðalverð síðustu<br />

500.000 ltr. kr/ltr*<br />

1. september 2006 770.408 770.408 306<br />

1. október 2006 255.807 1.026.215 302,26<br />

1. nóvember 2006 237.742 1.263.957 287,76<br />

1. desember 2006 413.565 1.677.522 270,61<br />

1. janúar 2007 672.824 2.350.346 280,31<br />

1. febrúar 2007 498.998 2.849.344 274,84<br />

1. mars 2007 243.870 3.093.214 277,29<br />

1.apríl 2007 3<strong>12.</strong>313 3.405.527 287,38<br />

1. maí 2007 198.489 3.604.016 285,76<br />

1. <strong>júní</strong> 2007 265.078 3.869.094 277,14<br />

cif, þús. kr<br />

Kartöflur 72.780 4.623 5.363 278.115 16.296 18.313<br />

Tómatar 86.118 14.187 15.735 308.983 40.674 47.567<br />

Nýtt blómkál og hnappað 35.923 5.648 6.633 156.198 23.618 28.313<br />

spergilkál<br />

Nýtt hvítkál 103.396 1.908 2.618 278.624 4.759 6.535<br />

Nýtt spergilkál 22.494 3.013 3.809 88.215 10.375 13.879<br />

Jöklasalat 91.516 <strong>12.</strong>516 16.552 394.644 44.528 60.805<br />

Annað nýtt salat 32.220 <strong>12.</strong>561 18.767 116.651 46.669 69.803<br />

Gulrætur og næpur 108.016 7.594 <strong>11.</strong>038 335.655 25.549 38.692<br />

Nýjar gulrófur 15.690 631 711 45.249 1.692 1.899<br />

Gúrkur 1.917 212 239 115.058 16.250 20.638<br />

Ný paprika 133.127 32.366 35.751 462.511 95.039 109.843<br />

Ný jarðarber 30.995 <strong>12.</strong>310 16.152 115.330 49.489 64.300<br />

Nýir sveppir 13.021 4.269 2.703 48.007 13.943 19.774<br />

Laun á bændabýlum<br />

Nú fer í hönd sá árstími þegar sumarstarfsfólk streymir í sveitirna<br />

til að vinna við heyskap, mjaltir og önnur störf sem tilheyra<br />

sumrinu. Í gildi er samningur milli Bændasamtaka <strong>Íslands</strong> og<br />

Starfsgreinasambands <strong>Íslands</strong> um lágmarks kauptaxta á bændabýlum.<br />

Samningarnir eru með innifaldri desember- og orlofsuppbót samkvæmt<br />

kjarasamningi. Mánaðarlaun miðast við 40 stunda vinnuviku<br />

eða 173,33 stundir á mánuði. Samningurinn tilgreinir einnig tímakaup<br />

miðað við dagvinnu, yfirvinnu og stórhátíðir sem og eftir aldri<br />

launþega. Við röðun í kauptaxta gildir afmælismánuður. Þá er að finna<br />

umsaminn frádrátt frá launum vegna fæðis og húsnæðis. Samningurinn<br />

er á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is, þar sem einnig er<br />

að finna upplýsingar um stéttarfélagsgjald, lífeyrissjóðsgjald, sjúkrasjóðsgjald<br />

o.s.frv.<br />

Athygli launagreiðenda er einnig vakin á að fæði og húsnæði teljast<br />

til skattskyldra launatekna.<br />

Fiskisaga kaupir Ostabúðina<br />

á Bitruhálsi og Mjólkurbúðina<br />

„Við sjáum ýmsan hag í þessum<br />

kaupum og einn af þeim<br />

er að útfæra veisluþjónustuna<br />

meira og tvinna alla þessa þætti<br />

saman, það er kjöt, fisk, osta<br />

og mjólkurvörur. Með kaupum<br />

á Ostabúðinni fáum við til<br />

að mynda heilmikla þekkingu<br />

og reynslu starfsfólks en þar er<br />

mikil framleiðsla í veisluréttum.<br />

Við viljum selja gæðaosta í<br />

sælkeraverslunum okkar, osta<br />

sem fólk getur borðað með eða<br />

eftir máltíð. Hugmyndin er einnig<br />

að setja upp sælkeraverslun<br />

á Selfossi innan tíðar þannig að<br />

þetta er mjög spennandi verkefni,“<br />

segir Haukur Víðisson,<br />

framkvæmdastjóri Fiskisögu og<br />

Gallerís Kjöts.<br />

„Við sjáum ýmsan hag í þessum<br />

kaupum og einn af þeim er að<br />

útfæra veisluþjónustuna meira og<br />

tvinna alla þessa þætti saman, það<br />

er kjöt, fisk, osta og mjólkurvörur.<br />

Með kaupum á Ostabúðinni fáum<br />

við til að mynda heilmikla þekkingu<br />

og reynslu starfsfólks en þar<br />

er mikil framleiðsla í veisluréttum.<br />

Við viljum selja gæðaosta í<br />

sælkeraverslunum okkar, osta sem<br />

fólk getur borðað með eða eftir<br />

máltíð. Hugmyndin er einnig að<br />

setja upp sælkeraverslun á Selfossi<br />

Múgsaxarar snúa aftur<br />

Fyrsti sjálfkeyrandi múgsaxarinn,<br />

sem fluttur er inn til<br />

landsins um árabil, var afhentur<br />

verktakafyrirtækinu Túnfangi<br />

á dögunum. Fyrirtækið er í eigu<br />

þeirra Davíðs Ingvasonar og<br />

Sigurðar Ágústssonar og tekur<br />

að sér heyskap fyrir bændur.<br />

Saxarinn er að gerðinni Claas<br />

Jaguar 850 Speedstar með fjórhjóladrifi<br />

og knúinn áfram af 412<br />

hestafla mótor. Vélin sem Túnfang<br />

innan tíðar þannig að þetta er mjög<br />

spennandi verkefni,“ segir Haukur<br />

Víðisson, framkvæmdastjóri<br />

Fiskisögu og Gallerís Kjöts.<br />

Fiskisaga, sem meðal annars á<br />

og rekur samnefndar fiskbúðir og<br />

kjötbúðirnar Gallerý kjöt, hefur<br />

samið við og Osta- og smjörsöluna<br />

og Mjólkursamsöluna um<br />

kaup á Ostabúðinni á Bitruhálsi og<br />

Mjólkurbúðinni á Selfossi. Fram<br />

kemur í tilkynningunni að eigendaskipti<br />

verði á morgun og verða<br />

báðar verslanir starfrækar áfram<br />

með svipuðu sniði.<br />

keypti er m.a. með sjálfvirkum<br />

brýningarútbúnaði, stein- og stálvörn<br />

í tromlu, sjálfvirku smurkerfi<br />

og laser- útbúnaði sem les staðsetningu<br />

múgans og stýrir vélinni<br />

eftir honum. Múgsaxarar sem þessi<br />

voru algengir hérlendis á tímum<br />

graskögglaverksmiðjanna en sölumenn<br />

Vélfangs telja í fréttatilkynningu<br />

að tækið eigi eftir að breyta<br />

fóðuröflun á Íslandi til batnaðar og<br />

gera hana fjölbreyttari.


35<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Æðarbændur<br />

Móttaka æðardúns, hreinsun og sala<br />

• Erum leiðandi í hreinsun og sölu sem yfir 100 viðskiptavinir<br />

okkar sanna.<br />

• Ekki geyma dúninn.<br />

• Láttu okkur sjá um að koma dúninum í verð fyrir þig.<br />

• Þaulvant fólk<br />

• Elsta starfandi æðradúnshreinsun í landinu<br />

• Öruggir viðskiptahættir<br />

• Örugg sala<br />

• Frábært verð.<br />

• Dúnninn hreinsaður strax og seldur<br />

• Himinn er þekkt vörumerki með örugg viðskiptasambönd<br />

• Fljót og góð þjónusta<br />

HIMINN<br />

Hilmar eða Þórunn<br />

s. 434-1430, 893-6745 434-1588, 434-1429.<br />

himinn@simnet.is<br />

www.bbl.is<br />

Sturtu vagnar<br />

og stálgrindahús<br />

frá<br />

WECKMAN<br />

Sturtuvagnar<br />

Einnig þakog<br />

veggstál<br />

á góðu verði<br />

Stálgrindahús.<br />

Margar gerðir,<br />

hagstætt verð.<br />

H. Hauksson ehf<br />

Suðurlandsbraut 48<br />

Sími: 588 1130<br />

Fax: 588 1131


36<br />

Líf og starf<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Bókarfregn<br />

Úr steinaríkinu – Náttúruskoðarinn III<br />

Út er komin bókin Úr steinaríkinu.<br />

Höfundur er Bjarni E.<br />

Guðleifsson, náttúrufræðingur, á<br />

Möðruvöllum í Hörgárdal. Bókin<br />

er þriðja ritið í bókaflokki hans<br />

Náttúruskoðarinn, en áður hafa<br />

komið út bækurnar Úr dýraríkinu,<br />

2005, og Úr jurtaríkinu,<br />

2006.<br />

Bókin veitir margháttaðan fróðleik<br />

um steinaríkið, eins og fyrri<br />

bækur höfundar veittu um dýraríkið<br />

og jurtaríkið. Fram kemur bæði<br />

í formála bókarinnar og heimildaskrá<br />

að vel hefur verið vandað til<br />

efnisöflunar og að margir kunnáttumenn,<br />

hver á sinu sviði, hafa lesið<br />

yfir handritið. Þannig er í bókinni<br />

mikill og staðgóður fróðleikur um<br />

steinaríkið, bæði eins og það er frá<br />

náttúrunnar hendi en einnig inngrip<br />

mannsins í það og hagnýting þess<br />

til mannlegra þarfa<br />

Væntanlegir lesendur gætu ætlað<br />

að hér lægi klippt og skorið fyrir<br />

alþýðleg og aðgengileg bók um<br />

það efni, sem bókarheitið vísar til,<br />

steinaríkið. Víst má það til sanns<br />

vegar færa. Allar „ríkja“ bækur<br />

Bjarna, dýra-, jurta- og steinaríkja,<br />

sprengja þó þann ramma utan af sér.<br />

Er þetta kostur eða galli Víst<br />

er hugsanlegt að einhverjir kaupi<br />

bókina og telji sig svikna af því hve<br />

langt Bjarni seilist út á jaðar eða út<br />

fyrir uppgefið heiti á titilsíðu. Mér<br />

segir þó hugur að hinir verði í miklum<br />

meirihluta sem þakka fyrir allt<br />

það hugmyndaríki, sem í bókinni er<br />

að finna.<br />

Þannig er að á þeirri upplýsingaöld,<br />

sem við nú lifum, þá er vandinn<br />

frekar að verja sig fyrir upplýsingaflóðinu<br />

heldur en að láta það stjórnlaust<br />

yfir sig ganga. Í því grugguga<br />

fljóti, sem þar vellur fram, sé það<br />

mörgum að skapi að leggja eyra<br />

við þann streng sem Bjarni slær í<br />

bókum sínum, þjóðlegan og náttúruvænan<br />

stíl, þar sem höfundur<br />

kann þá list að skopast að sjálfum<br />

sér. Sögur og sagnir og ekki síður<br />

Vefrænt aðgengi að loftmyndum<br />

ljóð og kveðskapur tengdur náttúrunni<br />

er þar áberandi og meðvitað<br />

eða ómeðvitað er bókin andóf gegn<br />

tíðaranda efnishyggju og úrvalsvísitalna<br />

og vitnisburður um það að<br />

lífsfyllingin kemur innan frá þegar<br />

betur er að gáð.<br />

Ég sé fyrir mér að bókin henti<br />

vel þeim sem er á leið í sumarbústað<br />

til að vinda ofan af streitu<br />

hversdagsins, hún er á bylgjulengd<br />

við bjarkarilm og fuglasöng sem og<br />

íslenskan ljóða og sagnaarf án þess<br />

að slaka nokkuð á fræðilegu gildi<br />

sínu.<br />

Ég sé bókina einnig fyrir mér til<br />

tækifærisgjafa, bæði handa leitandi<br />

fólk á leið út í lífið og þeim sem<br />

eiga sér ljúfar minningar um tengsl<br />

við náttúru og umhverfi.<br />

Það er margt og mikið vitað um<br />

steinaríkið en tóninn sem sleginn er<br />

í þessari bók er ekki víða sleginn.<br />

Matthías Eggertsson<br />

Fram kom í síðasta Bændablaði<br />

að <strong>Bændasamtök</strong> <strong>Íslands</strong> og<br />

Loftmyndir ehf hafa gert með<br />

sér samning um vefrænt aðgengi<br />

BÍ að landfræðilegum gögnum<br />

Loftmynda.<br />

Loftmyndir ehf hafa staðið fyrir<br />

loftmyndaflugi frá árinu 1996 og hafa<br />

þeir nú lokið við að taka myndir af<br />

öllu landinu. Myndatöku er þó hvergi<br />

lokið því ætlunin er að endurnýja<br />

myndirnar á nokkurra ára fresti.<br />

Fjölmörg tækifæri skapast með<br />

aðgengi að loftmyndasafni sem<br />

þessu enda myndirnar í góðri upplausn.<br />

Fyrst og fremst hafa ráðunautar<br />

nú möguleika á að nota<br />

loftmyndir sem hjálpargögn við<br />

þeirra hefðbundnu störf. Einfalt<br />

er að mæla vegalengdir og flatarmál<br />

og taka hnitapunkta með<br />

hjálp veflausnarinnar. Þess vegna<br />

nýtast myndirnar vel í alla ráðgjöf<br />

hvað varðar jarðrækt og framræslu.<br />

Einnig til að staðsetja ýmsa<br />

hluti svo sem vatnsból og rotþrær.<br />

Veflausnin býður uppá möguleika til<br />

að geyma í gagnagrunni þau atriðið<br />

sem verið er að staðsetja og mæla.<br />

Með tímanum mun því byggjast upp<br />

miðlægur gagnagrunnur sem gefur<br />

okkur t.d. yfirlit yfir úttektir á þróunar-<br />

og jarðabótaverkefnum svo<br />

sem ræktun korns og upphreinsanir<br />

úr framræsluskurðum. Einnig mun<br />

með tímanum byggjast upp gagnagrunnur<br />

yfir ræktað land á Íslandi<br />

Bændur geta fengið gert túnkort<br />

á hagstæðara verði en almennt<br />

hefur tíðkast. Vegna þess að staðsetning<br />

túnanna er geymd í miðlægum<br />

gagnagrunni má með einföldum<br />

hætti, breyta og laga túnkortin eftir<br />

því sem ræktarlandið breytist.<br />

Ýmis sérverkefni má vinna með<br />

hjálp loftmyndanna gegn sérstöku<br />

gjaldi og má þar helst nefna hnitun<br />

landamerkja og verkefni sem<br />

tengjast skipulagsmálum við mannvirkjabyggingar,<br />

afmörkun stakra<br />

lóða og landspildna.<br />

Aðgengi að loftmyndagrunninum<br />

er nýtilkomið og eiga ráðunautar<br />

því eftir að læra og tileinka<br />

sér möguleikana sem honum fylgja.<br />

Margt á enn eftir að þróa og laga<br />

að þörfum ráðunauta og bænda.<br />

Frekari fréttir af þessum vettvangi<br />

er því að vænta von bráðar.<br />

BPB<br />

HEYRT Í SVEITINNI<br />

Kristján Gunnarsson<br />

mjólkureftirlitsmaður<br />

Stutt saga af uppátækjasömum<br />

frum kvöðlum í sveitinni<br />

Ábúendur í Holtsseli í Eyja fjarðarsveit,<br />

þau Guðrún Egilsdóttir og<br />

Guðmundur Jón Guðmundsson,<br />

eru þekkt fyrir að fara ótroðnar<br />

slóðir og hafa í áranna rás verið<br />

frumkvöðlar að mörgum nýjungum<br />

í bútækni.<br />

Þau hafa oftar en ekki flutt sjálf inn<br />

tæki og tól til bústarfanna enda afar<br />

dugleg að sækja sýningar erlendis<br />

og ekki síður að fara á eigin vegum<br />

og banka uppá hjá bændum í öðrum<br />

löndum ef þurft hefur til að skoða<br />

og spyrja eftir reynslu þarlendra<br />

bænda af hinum og þessum búnaði<br />

til búskaparins.<br />

Þá hafa þau undanfarin ár flutt inn<br />

og miðlað til bænda hómópatískum<br />

náttúruefnum frá fyrirtækinu Alta-<br />

Vet í Danmörku sem selur alls kyns<br />

stoð- og bætiefni til notkunar við<br />

margs konar sjúkdómum í skepnum,<br />

s.s. júgurbólgu, sleni og meltingarsjúkdómum<br />

og föstum hildum<br />

svo eitthvað sé nefnt.<br />

Og nýjasta „uppátæki“ þeirra hjóna<br />

er ísgerðin.<br />

Fyrir tæpum tveimur árum hófst<br />

framleiðsla á mjólkur-/rjómaís<br />

nefnt Holtselshnoss hjá Guðrúnu<br />

og Guðmundi eftir að þau höfðu<br />

skoðað áhugaverða ísgerðarvél<br />

erlendis.<br />

Guðmundur rak augun í auglýsingu<br />

í breska bændablaðinu Farmers<br />

Weekly þar sem þessi vél var kynnt<br />

og ákváðu þau að innrétta pláss á<br />

hlöðuloftinu og hefja ísgerðina.<br />

Ísinn er aðallega framleiddur<br />

fyrir betri veitingahús og sælkerabúðir<br />

og selst mjög vel.<br />

Ísinn er gerilsneyddur (ísvélin<br />

sér um það sjálf) og er án allra<br />

aukaefna og því hrein náttúruafurð<br />

en hefur samt eins árs geymsluþol<br />

í frysti.<br />

Ísvélin er mjög fullkomin og tölvustýrð<br />

en hægt er að velja á milli 400<br />

mismunandi uppskrifta við ísgerðina<br />

og allar hugsanlegar bragðtegundir,<br />

s.s. allar hefðbundnar tegundir eins<br />

og jarðarberja, vanillu, hnetu og<br />

súkkulaðiís en einnig framandi tegundir<br />

eins og bjórís (gæti orðið góð<br />

söluvara á börum) og margt fleira<br />

sem ísunnendum gæti þótt gott.<br />

Og svo datt þeim hjónum í<br />

hug sú snildarhugmynd að hressa<br />

uppá uppskriftalistann og hafa<br />

sínar einkauppskriftir til viðbótar.<br />

Auðvitað varð KEA-skyr fyrir<br />

valinu og farið var af stað með tilraunaframleiðslu<br />

af skyr-ís þar sem<br />

notað er hreint KEA-skyr án bragðefna<br />

sem undirstaða í framandi og<br />

frábæran ís sem býður uppá ýmis<br />

bragðefni, undirritaður smakkaði<br />

einmitt skyr-ís með bláberjum og<br />

er ekki hættur að sleikja út um nú<br />

þremur vikum síðar.<br />

Þá hafa þau einnig framleitt ítalskan<br />

ávaxtaís sem er bæði eggja- og<br />

mjólkurlaus, að ógleymdum ís fyrir<br />

sykursjúka.<br />

Nú stendur fyrir dyrum vígsla<br />

glæsilegs ísveitingastaðar sem innréttaður<br />

hefur verið á fjósloftinu í<br />

Holtsseli þar sem framreiddur verður<br />

ísinn góði ásamt léttum veitingum<br />

öðrum og verður gaman að rúlla<br />

í fjörðinn með frúna og barnabörnin<br />

í ísveislu í Holtssel.<br />

Þau hjón eru góð fyrirmynd um<br />

átakið „Beint frá býli“ og vís til<br />

fleiri uppátækja ef ég þekki þau rétt.<br />

Það var því mjög ánægjulegt og kom<br />

ekki á óvart að Búnaðarsamband<br />

Eyjafjarðar veitti þeim hvatningarverðlaunin<br />

2007.<br />

Hluti af ófullgerðu túnkorti.<br />

Veflausn og myndagrunnur Loftmynda ehf.<br />

www.bbl.is


37<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


38<br />

Hetjusaga lamaðs bónda<br />

Heimildarmyndin Annað líf<br />

Ástþórs var forsýnd á hvítasunnudag<br />

á Skjaldborgarhátíðinni<br />

á Patreksfirði en myndin er<br />

hetjusaga ungs bónda, Ástþórs<br />

Skúlasonar á Melanesi á<br />

Rauðasandi, sem lamaðist fyrir<br />

neðan mitti eftir alvarlegt umferðarslys<br />

í byrjun árs 2003. Þrátt<br />

fyrir lömunina ákvað hann fyrir<br />

tæpu ári að taka við búforráðum<br />

á Rauðasandi eftir foreldra sína<br />

ásamt unnustu sinni, Margréti<br />

Fanneyju Sigurðardóttur.<br />

Í myndinni er fylgst með daglegu<br />

lífi Ástþórs, allt frá því hann<br />

stundaði endurhæfingu á Grensásdeildinni<br />

til dagsins í dag í bústörfunum.<br />

Ungi bóndinn mætir á hverjum<br />

degi miklum hindrunum og<br />

þröskuldum sem hann reynir að<br />

yfirstíga eftir bestu getu og eru fá<br />

verk sem vaxa Ástþóri í augum.<br />

„Ég hef alltaf verið hrifinn af<br />

bændum og mig hafði lengi langað<br />

að gera mynd um bónda. Síðan frétti<br />

ég af manni sem hafði lent í bílslysi,<br />

lamast fyrir neðan mitti og byggi í<br />

sveit en þá kviknaði áhugi minn.<br />

Ég hafði samband við Ástþór þegar<br />

Mikið var um að vera hjá Birnu<br />

Mjöll Atladóttur, bónda á<br />

Breiðavík í Vestur-Barða strandar<br />

sýslu, í sauðburðinum sem<br />

og öðrum sauðfjárbændum. Á<br />

þess um mikla álagstíma prófaði<br />

Birna Mjöll nýtt græðandi krem,<br />

Sára-Galdur, sem hún fullyrðir<br />

að hafi bjargað sér og sínum á<br />

þess um tíma.<br />

„Þessi uppgötvun mín á Sára-<br />

Galdri átti sér stað í sauðburðin um<br />

í fyrra. Þá vorum við með heimalninga<br />

og þrír þeirra fengu vörtur<br />

í kringum munninn. Sú sem<br />

ann aðist þá kvartaði yfir þessu og<br />

fannst þetta ljótt. Sárakremið var á<br />

borðinu svo að ég sagði stelpunni<br />

að bera þetta á útbrotin. Tveimur<br />

dögum síðar sagði hún að vörturnar<br />

væru horfnar en eftir voru einungis<br />

hárlausir blettir,“ útskýrir Birna<br />

Mjöll og segir jafnframt:<br />

„Ástæða þess að kremið var á<br />

borðinu var sú að í kringum sauðburðinn<br />

eru lömbin slímug og það<br />

er farið inn í rollur og maður brennur<br />

á höndum svo maður er alltaf<br />

að prófa ný krem. Sára-Galdur er<br />

svolítið feitt krem og þeir sem notuðu<br />

það í kringum sauðburðinn<br />

núna héldu sér góðum af þurrki og<br />

bruna allan tímann. Þetta er algjört<br />

undraefni. Þegar náttúran var að<br />

lifna við fékk ég flóabit og var með<br />

töflur við því. Eina nóttina var ég<br />

alveg viðþolslaus vegna ertings og<br />

hann var á Grensási og í fyrstu leist<br />

honum ekkert á að hafa mann yfir<br />

sér næstu árin en síðan sló hann til.<br />

Ég fylgdist með honum í þrjú ár frá<br />

2003 og fór alls 11 ferðir vestur á<br />

mismunandi árstíðum. Viðbrögð við<br />

myndinni hafa verið framar vonum<br />

og ég hef fengið góða gagnrýni.<br />

Núna er ég að undirbúa aðra heimildarmynd<br />

sem of snemmt er að tala<br />

ítarlega um en ég get sagt að hún<br />

gerist í sveit og náttúran er alltaf til<br />

staðar í myndunum mínum,“ segir<br />

Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður.<br />

ehg<br />

Undrakrem úr íslenskum jurtum<br />

Sumarsmiðja í Tjarnarlundi<br />

Dagana 2.-6. júlí næstkomandi<br />

verður starfrækt sumarsmiðja<br />

fyrir börn í Tjarnarlundi í<br />

Saurbæ og er hún ætluð börnum<br />

á grunnskólaaldri úr Dalasýslu<br />

og Austur-Barðastrandarsýslu.<br />

Markmiðið með sumarsmiðjunni<br />

er að gefa börnun á svæðinu<br />

kost á samstarf við fagmenn<br />

á sviði lista og hönnunar þar sem<br />

fléttað er saman verklegri og<br />

fræðilegri nálgun og unnið út frá<br />

aðstæðum á svæðinu. Innblástur<br />

verður fenginn frá umhverfi og<br />

meðal vindurinn sem er góður<br />

til að skapa hljóð en einnig til að<br />

láta hluti fljúga.<br />

Sumarsmiðjan er skipulögð í<br />

tengslum við Myndlistaskólann<br />

í Reykjavík en umsjónarmaður<br />

hennar er Þóra Sigurðardóttir<br />

fyrrum skólastjóri þess skóla.<br />

Skráning fer fram til 15. <strong>júní</strong><br />

í síma 551 1990. Námskeiðið<br />

stend ur í 20 kennslustundir og er<br />

möguleiki á að skrá börn í sumardvöl<br />

dagana sem það stendur yfir<br />

að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í<br />

náttúru Vesturlands, jarðfræði umsjá Höllu Stein ólfs dóttur sem<br />

og menningu, og áhersla lögð á<br />

að nýta þau hráefni og viðfangsefni<br />

sem tiltæk eru. Hljóðheimur<br />

umhverfisins og hversdagslegra<br />

hluta verður kannaður, þar á<br />

hefur full réttindi til að annast<br />

börn í sumardvöl. Nánari upplýsingar<br />

veitir Þóra í síma 896 1930.<br />

Sveitarstjórn Dalasýslu styrkir<br />

námskeiðið ásamt fleirum.<br />

Hér má sjá á heimalning á Breiðavík hvernig hann steyptist út í vörtum í<br />

kringum munninn en með því að bera kremið Sára-Galdur á útbrotin hurfu<br />

þau á tveimur dögum.<br />

bar á bitin Sára-Galdur. Við það fór<br />

kláðinn en ég fann enn aðeins fyrir<br />

bitunum.“<br />

Eingöngu íslenskar,<br />

ósnortnar jurtir<br />

Frá árinu 1990 hefur Aðalbjörg Þorsteinsdóttir<br />

starfað við að þróa og<br />

framleiða smyrsl, salva og áburði<br />

úr plöntum sem hún tínir á heimaslóðum<br />

sínum við Tálknafjörð<br />

og einnig á stórum svæðum við<br />

Patreksfjörð og Arnarfjörð. Hún á<br />

heiðurinn af kreminu Sára-Galdri<br />

sem Birna Mjöll á Breiðavík notar<br />

nú óspart með góðum árangri.<br />

„Það er mjög ánægjulegt að fá<br />

slík ummæli um vörurnar sínar<br />

en mest er um vert að virknin sé<br />

svona góð, þá er takmarkinu náð.<br />

Mér var ýtt út í þessa framleiðslu<br />

af fjölskyldunni eftir að hafa prófað<br />

og þróað uppskriftir sem ég sótti<br />

í hefðir og sögusagnir sem gengið<br />

hafa mann fram af manni á Íslandi<br />

í hundruð ára. Ég nota eingöngu<br />

íslenskar jurtir í vörurnar mínar<br />

og nota engin rotvarnar-, litar- eða<br />

ilmefni. Ég er komin með lífræna<br />

vottun á landsvæðið þar sem ég<br />

tíni villtu jurtirnar og það hefur<br />

mikla þýðingu,“ segir Aðalbjörg<br />

sem framleiðir einnig vöðva- og<br />

liðagaldur, fótagaldur, húðgaldur,<br />

bossa- og bumbukrem og varasalva.<br />

ehg<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Um 300 árlegir viðburðir á landinu<br />

Landssamtök hátíða og menningarviðburða (LHM) eru eins árs<br />

gömul samtök og hafa á skrá um þrjú hundruð árlegar hátíðir og<br />

viðburði hér á landi. Júlíus Júlíusson, formaður samtakanna, segir<br />

ýmislegt vera á döfinni hjá samtökunum.<br />

„Samtökin voru stofnuð í maí árið 2006 í Ketilshúsinu á Akureyri.<br />

Þar komu um 60 stofnfélagar allsstaðar að af landinu. Þeir sem vinna<br />

í þessu áttu engan til að leita til og voru margir einir að vinna í þessu<br />

hátíðaskipulagi og núna eru þetta víða orðnar miklar og stórar hátíðir.<br />

Því stofnuðum við þessi samtök til að standa sameiginlega vörð um<br />

hagsmuni og vinna saman á landsvísu við að kortleggja menningarviðburði.<br />

Núna er verkefni okkar að vera málsvari fyrir hátíðarnar, efla<br />

fagmennsku og fræðslu og koma upp þekkingarbrunni um alla viðburðina<br />

vítt og breitt um landið. Hugmynd er uppi um að stofna sjóð<br />

sem gæti þá hugsanlega styrkt viðburði og einnig er í burðarliðnum<br />

að opna heimasíðu með viðburðalista sem mikið er spurt um,“ segir<br />

Júlíus Júlíusson, formaður LHM, og framkvæmdastjóri Fiskidagsins<br />

mikla á Dalvík.<br />

Viðburðadagatal í <strong>júní</strong><br />

2. <strong>júní</strong>-19. ágúst Menningarveisla Sólheima<br />

8.-17. <strong>júní</strong> Víkingahátíð í Hafnarfirði<br />

18.-24. <strong>júní</strong> Við Djúpið, tónlistarhátíð á Ísafirði<br />

23. <strong>júní</strong> Jónsmessuhátíð víða um land<br />

23. <strong>júní</strong> Flughelgi Flugsafns <strong>Íslands</strong> á Akureyri<br />

23. <strong>júní</strong> Skógardagurinn mikli á Egilsstöðum<br />

23. <strong>júní</strong> Fjöruhlaðborðið í Hamarsbúð á Vatnsnesi<br />

22.-24. <strong>júní</strong> Harmonikkuhátíð í Húnaveri í Húnavatnshreppi<br />

28.-30. <strong>júní</strong> Blúshátíð á Ólafsfirði<br />

29.<strong>júní</strong>-1. júlí Bíldudals grænar á Bíldudal<br />

29. <strong>júní</strong>-1. júlí Hamingjudagar á Hólmavík<br />

27.-30. <strong>júní</strong> Djasshátíð á Egilsstöðum<br />

27. <strong>júní</strong>-1. júlí Act Alone leiklistarhátíð á Ísafirði<br />

30. <strong>júní</strong> Handverksdagurinn á Blönduósi<br />

Námskeið í tamningu fjárhunda<br />

Undanfarin ár hefur endurmennt<br />

unardeild LbhÍ boðið upp<br />

á námskeið í tamningu fjárhunda.<br />

Aðalleiðbeinandi námskeiðanna<br />

er Gunnar Einarsson<br />

frá Daðastöðum, en hann hefur<br />

í gegnum tíðina flutt inn öfluga<br />

hunda til undaneldis, alið og tamið<br />

fjölda hunda af Border Collie<br />

kyni. Hann hefur einnig leiðbeint<br />

um 850 manns á 111 námskeiðum<br />

á árabilinu frá 1993-2007. Áhugi<br />

á notkun fjárhunda við smalamennskur,<br />

einkum í sauðfjárrækt<br />

en einnig í hrossarækt, hefur<br />

stóraukist. Tamningaaðferðin<br />

get ur þó nýst einnig í öðrum tilgangi,<br />

þ.e. að hafa almennt betri<br />

stjórn á hundinum.<br />

Boðið er reglulega uppá grunnnámskeiði<br />

í tamningu fjárhunda<br />

sem og framhaldsnámskeið. Grunntamning<br />

gerir hundinn ekki sjálfkrafa<br />

að góðum fjárhundi, frekar<br />

en grunntamning á hrossum.<br />

Mikilvægt er því að beita markvissari<br />

þjálfum og bæta við frekari<br />

þekkingu þegar grunnatriðunum er<br />

náð. Hámarksfjöldi þátttakenda á<br />

hvert námskeið er 10.<br />

Þátttakendur vinna með eigin<br />

hund á námskeiðunum. Kennsla<br />

er að mestu verkleg en að auki<br />

eru haldnir fyrirlestrar um notkun<br />

fjárhunda. Námskeiðið nýtist eigendum<br />

Landamæra-Collie (Border-<br />

Collie) hunda best en eigendur annarra<br />

hunda geta einnig haft gagn<br />

af námskeiðinu. Lágmarksaldur<br />

hunda er 6 mánaða. Gerð er sú<br />

krafa að hundar sem koma á námskeiðið<br />

skulu vera bólusettir við<br />

smáveirusótt (smitsjúkdómur) og<br />

skal bólusetningin ekki vera eldri<br />

en 2 ára og ekki yngri en 10 daga.<br />

Hugsanleg smithætta er á ábyrgð<br />

hundaeigenda. Hundar skulu einnig<br />

vera ormahreinsaðir og skal sú<br />

hreinsun ekki vera eldri en 12 mánaða.<br />

Þrjú námskeið verða haldin nú í<br />

<strong>júní</strong>mánuði.<br />

Grunnnámskeið:<br />

Tími: fös. 15. <strong>júní</strong> kl 10:00-18:00<br />

og lau. 16. <strong>júní</strong> kl. 09:00-18:00<br />

(22,5 kennslustundir) að Ytra-<br />

Lóni á Langanesi.<br />

Tími: þri. 19. <strong>júní</strong> kl 10:00-18:00<br />

og mið. 20. <strong>júní</strong> kl 09:00-18:00<br />

(22,5 kennslustundir) að Kirkjubóli<br />

í Dýrafirði.<br />

Framhaldsnámskeið:<br />

Tími: mán. 18. <strong>júní</strong> kl 10:00-18:00<br />

(10 kennslustundir) í Eyjafirði<br />

– nánar tilgreint síðar.<br />

Námskeiðin eru styrkhæft í gegnum<br />

ýmis stéttarfélög sem og fyrir<br />

bændur gegnum Starfsmenntasjóð<br />

bænda – sjá www.bondi.is<br />

Upplýsingar og skráning: endurmenntun@lbhi.is<br />

eða í síma 433<br />

5033/843 5308. Einnig er hægt<br />

að skrá sig í gegnum heimasíðuna<br />

www.lbhi.is undir Námskeið í<br />

hægri stiku og á www.landbunadur.<br />

is – Nám og námskeið.<br />

Sumarhátíðin<br />

Bjartar nætur<br />

ehg<br />

Fjöruhlaðborð<br />

Um Jónsmessuna hefur á annan<br />

áratug verið haldin vegleg<br />

sumarhátíð í Hamarsbúð<br />

á Vatnsnesi. Að þessu sinni<br />

verður umrædd hátíð haldin<br />

laugardaginn 23. <strong>júní</strong> og<br />

hefst kl. 19:00. Þetta er orðinn<br />

árviss atburður þar sem<br />

Húsfreyjurnar á Vatnsnesi<br />

framreiða margs konar sælkerarétti<br />

sem sumir hverjir<br />

eru afar fáséðir á borðum<br />

landsmanna. Mikið er<br />

lagt upp úr að matföngin<br />

á hlaðborðinu séu allt í<br />

senn: Fjölbreytt, sérstök og<br />

í fyrsta gæðaflokki svo sem<br />

flestir geti fundið eitthvað<br />

við sitt hæfi í mat og drykk.<br />

Fjöruhlaðborðið er löngu<br />

landsþekkt og sækja gestir<br />

þangað um langan veg til að<br />

njóta þeirrar sérstöðu sem<br />

þarna er boðin.<br />

Áhugasömum skal bent á að<br />

matseðillinn er birtur á ://www.<br />

northwest.is<br />

Fastur liður í sumarhátíðinni<br />

eru tvær áhugaverðar gönguferðir<br />

sem farnar eru þennan<br />

sama dag, önnur á Vatnsnesfjalli,<br />

hin með ströndinni norðan<br />

Hamarsbúðar. Göngufólk endar<br />

ferðirnar við fjöruhlaðborðið.


39<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007


40<br />

Líf og lyst<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson mætti á opna húsið,<br />

ásamt núverandi ráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni. Það fór vel á með<br />

þeim félögum enda mjög góðir vinir.<br />

Ný heimasíða Landbúnaðarstofnunar<br />

Einar Kristinn Guðfinnsson, nýr landbúnaðarráðherra opnaði nýlega<br />

nýja heimasíðu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi. Það var gert<br />

við sama tækifæri og opið hús var hjá stofnunni þar sem gestir og<br />

gangandi gátu komið og skoðað húsnæði stofnunarinnar og kynnt<br />

sér starfsemi hennar. Þá var gestum boðið uppá pylsur og meðlæti<br />

að hætti hússins. Mikil ánægja var með opna húsið og framtakið hjá<br />

Landbúnaðarstofnun.<br />

MHH<br />

Jón Gíslason, forstjóri Landbúnaðarstofnunar<br />

kynnti nýja<br />

heimasíðu stofnunarinnar eftir<br />

að Einar Kristinn hafði opnað<br />

hana formlega. Slóðin á síðuna<br />

er www.lbs.is. Markmiðið<br />

með nýrri heimasíðu er að viðskiptavinir<br />

geti með auðveldum<br />

hætti nálgast upplýsingar,<br />

nauðsynleg umsóknareyðublöð<br />

og önnur gögn sem<br />

varða hagsmuni og starfsemi<br />

þeirra. Í framtíðinni er einnig<br />

stefnt að rafrænum viðskiptum<br />

og að viðskiptavinir geti<br />

nálgast upplýsingar um stöðu<br />

mála sem eru til umfjöllunar<br />

hjá stofnuninni.<br />

Farmers Market<br />

Útflutningur á næsta leiti<br />

Ýmislegt spennandi er á döfinni leggjum mikið upp úr hönnuninni<br />

hjá fyrirtækinu Farmers Market og setjum ekkert í gang nema vera<br />

sem hannar og framleiðir föt 100 prósent ánægð með vöruna og<br />

og fylgihluti eingöngu úr náttúrulegum<br />

hráefnum þar sem segir annar eigandi fyrirtækisins,<br />

það kostar oft margar tilraunir,“<br />

íslenska ullin er í hávegum höfð. Jóel Pálsson.<br />

Nýjar vörur og útflutningur til Á síðasta ári vann fyrirtækið úr<br />

Norðurlandanna er nú helst á tveimur tonnum af ull til að framleiða<br />

vörur sínar og mun það magn<br />

dagskrá.<br />

„Það er aðeins að bætast í hjá aukast töluvert á þessu ári.<br />

okkur en við erum að hlaða utan „Við erum með prjónakonur hér<br />

um kjarnann sem við erum með. Í heima en til lengri tíma erum við<br />

haust munum við selja alla vörulínuna<br />

okkar í Danmörku, Svíþjóð útflutningsvöru og að hægt sé að<br />

að hugsa þetta sem vörumerki og<br />

og mögulega í Finnlandi. Við vinna þetta fyrir stórar pantanir. Því<br />

erum að reyna að útvíkka og hugsa höfum við kannað aðstæður í Kína<br />

íslensku lopapeysuna aðeins upp á en þar eru möguleikar sem eru ekki<br />

nýtt og þróa hana. Það er frábært fyrir hendi hér heima. Hérna er þetta<br />

að geta verið með íslenskt hráefni aðallega gert í íhlaupavinnu en það<br />

í sölu erlendis en við erum fyrst er erfitt að eiga við það til lengdar<br />

nema að maður eigi og fremst að keppa í gæðum. Við<br />

verksmiðju.<br />

Nýr vefur Veðurstofu <strong>Íslands</strong><br />

Nýlega opnaði nýr og endurbættur vefur Veðurstofu <strong>Íslands</strong>, www.<br />

vedur.is. Nýi vefurinn tekur fyrst og fremst mið af auknum kröfum<br />

um myndræna framsetningu upplýsinga. Á vefnum má finna<br />

mikið magn hagnýtra upplýsinga og fróðleiks sem ekki hefur verið<br />

aðgengilegur áður. Nýjasta veftækni er notuð til að birta mikið af<br />

rauntímaupplýsingum um veður, jarðskjálfta og fleira á aðgengilegan<br />

hátt. Þá hefur Veðurstofan sett sér það markmið að sem<br />

mest af gagnasöfnum stofnunarinnar, framleiðslu hennar og þjónustu<br />

verði á vefnum.<br />

Sérstök áhersla er lögð á veðurspár í hárri upplausn en að þróun og<br />

framleiðslu slíkra spáa fyrir Ísland og umhverfi þess hefur verið unnið<br />

í nokkur ár í samstarfi Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði<br />

með stuðningi Vegagerðarinnar, Flugmálastofnunar, Siglingastofnunar,<br />

Rannís og fleiri. Á grundvelli laga um veðurþjónustu, svo og breyttrar<br />

stefnu stjórnvalda í aðgengi að opinberum upplýsingum, hefur<br />

Veðurstofan sett sér það markmið að sem mest af gagnasöfnum stofnunarinnar,<br />

framleiðslu hennar og þjónustu verði á opnum og aðgengilegum<br />

vef. Miðar Veðurstofan við að verða í fremstu röð meðal veðurstofa<br />

hvað þetta áhrærir segir í tilkynningu.<br />

Nýjasta peysan frá Farmers Market<br />

heitir Skarðshlíð en allar peysur<br />

fyrirtækisins heita eftir íslenskum<br />

bæjum. Hönnuður er Bergþóra<br />

Guðnadóttir og efnið í peysunni er<br />

100% íslensk ull.<br />

Við teljum að bændamenning og<br />

-stemmning eigi mikið inni og að<br />

meira mætti gera úr verðmætum<br />

sem skapast hjá bændastéttinni.“<br />

ehg<br />

Líka hjá Orkuveitunni<br />

Orkuveita Reykjavíkur hefur<br />

komið upp nýjum fræðsluvef um<br />

starfsemi fyrirtækisins. Þar má<br />

finna allar helstu upplýsingar<br />

um fyrirtækið en einnig margvíslegan<br />

fróðleið um orku- og<br />

umhverfismál.<br />

Meðal þess sem þar er að finna<br />

er fræðsla um kolefnisbindingu<br />

með skógrækt og landgræðslu þar<br />

sem útskýrt er á auðskiljanlegan<br />

hátt hvað um er að ræða. Er óhætt<br />

að mæla með því við þá sem vilja<br />

setja sig inn í þau mál að eyða<br />

nokkrum mínútum í að hlusta á<br />

þær útskýringar.<br />

Veffang þessarar nýju heimasíðu<br />

er: http://fraedsla.or.is<br />

Skorið, kryddað og grillað<br />

Enn og aftur er grilltíminn<br />

ofar lega í huga matarskríbents<br />

Bænda blaðsins sem reiðir hér<br />

fram lambasteik með Brie-osti<br />

og furuhnetum, gúrkusalat með<br />

ferskri myntu og kryddsmjör<br />

með gráðosti eða kúmenfræjum.<br />

Lambasteik með Brie-osti<br />

Fyrir 4<br />

4 stk. lambaframhryggjasneiðar<br />

1 tsk. salt<br />

1 tsk. pipar<br />

1 tómatur, skorinn í sneiðar<br />

200 g Brie-ostur<br />

2 msk. furuhnetur<br />

Aðferð:<br />

Brúnið furuhnetur við lágan hita á<br />

pönnu og geymið. Skerið mesta fitu<br />

af lambaframhryggjarsneiðunum<br />

og saltið og piprið. Setjið á grillið<br />

og grillið við lágt hitastig 2-3 mínútur<br />

hvora hlið. Setjið eina sneið af<br />

MATUR<br />

tómat og væna sneið af osti á hverja<br />

lambasneið og stráið furuhnetum<br />

yfir. Setjið lokið yfir grillið og<br />

grillið áfram í tvær mínútur. Berið<br />

fram með gúrkusalati og góðri sósu<br />

að eigin vali.<br />

Gúrkusalat með myntu<br />

Fyrir 6<br />

2 agúrkur<br />

2 tómatar<br />

2 hvítlauksrif<br />

2 rauðir chili-aldin<br />

2 dósir jógúrt, hreinar<br />

1 dós sýrður rjómi<br />

1 tsk. kúmen<br />

10 blöð fersk mynta<br />

salt<br />

Aðferð:<br />

Skerið gúrkuna í grófa bita og látið<br />

safann renna úr. Flysjið tómatana,<br />

fjarlægið fræin og skerið þá í litla<br />

bita. Fínhakkið hvítlauk, chili-aldin<br />

og myntuna. Blandið öllu saman<br />

í skál og saltið eftir smekk. Látið<br />

bíða í kæli í nokkra stund áður en<br />

borið er fram.<br />

Kryddsmjör<br />

100 g smjör, við stofuhita<br />

1,5 dl. rifinn gráðostur<br />

1 tsk. kúmenfræ<br />

Aðferð:<br />

Hrærið smjörið þar til það verður<br />

mjúkt. Deilið því í tvennt og blandið<br />

rifnum gráðaosti í annan helminginn<br />

og kúmenfræjum í hinn.<br />

Hægt er að leika sér með blöndur<br />

í kryddsmjör að eigin vild, nota til<br />

dæmis ýmis krydd, hvítlauk, pestó<br />

og sólþurrkaða tómata svo fátt eitt<br />

sé nefnt.<br />

ehg<br />

Kryddsmjör með gráðosti og kúmenfræjum.<br />

2 4 7<br />

1 6 8 2<br />

8 9 3<br />

1<br />

2 1 9 4<br />

7<br />

3 2 5<br />

9 6 4 7<br />

1 2 9<br />

4 2<br />

8<br />

5 6 3 1<br />

2 9 7 4<br />

8 7<br />

6 4 8 1<br />

7 3 1 9<br />

7<br />

2 8<br />

5 2 8<br />

3 4<br />

9 1<br />

7 5 9<br />

4 8<br />

4 7 6<br />

7 5<br />

8 2<br />

2 6<br />

Sudoku<br />

Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er<br />

að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar.<br />

Sama talan má ekki koma fyrir<br />

tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og<br />

heldur ekki innan hvers reits sem<br />

afmarkaður er af sverari lín um.<br />

Þrautirnar eru miserfiðar, sú<br />

sem er lengst til vinstri er léttust og<br />

sú til hægri þyngst en sú í miðjunni<br />

þar á milli.<br />

Hægt er að fræðast nánar um<br />

Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni<br />

www.sudoku.com og þar er einnig<br />

að finna fleiri þrautir ef þessi<br />

skammtur nægir ekki.


41<br />

Menningarsmiðjan komin í gang<br />

Skólinn á Húsabakka í Svarfaðardal fær nýtt hlutverk<br />

Menningar- og listasmiðja var<br />

formlega stofnuð í skólahúsinu<br />

á Húsabakka sl. laugar dag<br />

og jafnframt var stofnað fé lag<br />

um hana með 21 stofnfélaga úr<br />

Svarfaðardal, Dalvík, Ár skógsströnd<br />

og víðar að. Kjörin var<br />

stjórn til haustsins en þá er gert<br />

ráð fyrir að haldinn verði aðalfundur.<br />

Að sögn Ingibjargar R.<br />

Kristinsdóttur formanns er mikill<br />

áhugi á listasmiðjunni. Hún<br />

segir að sjálfboðaliðastarf hafi<br />

verið unnið við undirbúninginn,<br />

tiltekt, málningu o.þ.h., og telst<br />

henni til að sú vinna nemi um 220<br />

vinnustundum. Stefnt er að því að<br />

starfsemi hefjist fyrir alvöru með<br />

haustinu og þá verði opið tvisvar<br />

í viku, annars vegar á dagtíma og<br />

hins vegar seinni parta.<br />

Félaginu hafa borist margháttaðar<br />

gjafir; tæki og tól, bækur og<br />

ýmis efniviður. M.a. gaf Guðrún<br />

Guðmundsdóttir listakona frá<br />

Karlsá smiðjunni gamla rokka,<br />

hesputré, mikið af bókum um listiðn<br />

og hannyrðir og ýmislegt fleira<br />

úr fórum sínum.<br />

Markmiðið með stofnun listasmiðjunnar<br />

er að sögn Ingibjargar<br />

að fólk geti komið saman og unnið<br />

að list sinni og lært jafnframt nýja<br />

hluti. Félagsskapurinn mun gangast<br />

fyrir námskeiðum. Fyrsta námskiðið<br />

á vegum þess verður námskeið í<br />

nýtingu villtra jurta. Það fer fram á<br />

Klængshóli í Skíðadal þann 24. <strong>júní</strong><br />

nk. frá 11-16 og er í umsjá Önnu<br />

Dóru Hermannsdóttur. Þá verður<br />

síðsumars haldið námskeið í nýtingu<br />

sveppa. Bæði þessi námskeið<br />

Nokkrar af stofnfélögum Menningar- og listasmiðjunnar, frá vinstri: Lena<br />

Gunnlaugsdóttir, Sigríður Hafstað, Ingibjörg R. Kristinsdóttir, Friðrika<br />

Jónmundsdóttir, Svala Sveinbergsdóttir, Guðrún Ingvadóttir, Bjarnveig<br />

Ingvadóttir, Jónína Hjaltadóttir og Inga María Stefánsdóttir.<br />

fara fram með þeim hætti að fyrst<br />

er fræðsla, síðan tekur við söfnun<br />

og loks er unnið úr uppskerunni.<br />

Tehettan Freyja hefur eignast heimili<br />

á Húsabakka.<br />

Allur útbúnaður til fluguhnýtinga<br />

er á staðnum.<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Æðarbændur<br />

Tökum á móti<br />

æðardúni til<br />

hreinsunar og<br />

sölu.<br />

Hafið samband í síma 892-8080<br />

Dúnhreinsunin ehf.<br />

Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur<br />

Flagheflar<br />

Vinnslubreidd 2,5 m<br />

Verð kr. 268.000 m. vsk.<br />

H. Hauksson ehf<br />

Suðurlandsbraut 48<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 588 1130


Smá<br />

auglýsingar<br />

42<br />

Til sölu<br />

Til sölu nýr 14 tonna vélavagn<br />

/ flatvagn með vökvabremsum<br />

fyrir dráttarvél. Pallstærð 2,45 x<br />

6,7 m. Verð kr. 1.360.000,- með<br />

vsk. - kr. 150.000 afsláttur. H.<br />

Hauksson ehf. sími 588-1130.<br />

Úrvals vatnslímdur birkikrossviður<br />

12mm og 9 mm. Tilvalinn til<br />

innréttinga og innanhúsklæðninga.<br />

Einnig ofnþurrkuð fura<br />

2,5” x 5”. Uppl. í síma 895-6594.<br />

Íslensk-Rússneska ehf.<br />

Til sölu þak- og veggstál. Galv.<br />

0,5 mm. Verð kr. 864 / m2. Galv.<br />

0,6 mm. Verð kr. 978 / m2. Litað<br />

0,45 mm. Verð kr. 860 / m2.<br />

Litað 0,5 mm. Verð kr. 1.160<br />

/ m2 Litað / stallað. Verð kr.<br />

1.200 / m2. H. Hauksson ehf.,<br />

sími 588-1130.<br />

Til sölu Claas 34 rúlluvél (90 cm<br />

rúllur) ásamt Kverneland 7510<br />

pökkunarvél. Pökkunarvélin er<br />

fyrir 50 cm plast. Báðar vélar<br />

eru í ágætu standi og hafa alltaf<br />

verið geymdar innandyra. Verð<br />

150.000 kr. fyrir báðar vélarnar.<br />

Einnig er til sölu Nissan Double<br />

Cap árg. ‘95 í þokkalegu standi.<br />

Óska einnig eftir snúningsvél.<br />

Uppl. í síma 898-2288. Auðun.<br />

Gaddavír – túngirðinganet –<br />

þanvír. Mjúkur gaddavír 2,2 mm,<br />

7 strengja túngirðinganet 68 cm<br />

og þanvír 2,5mm. Gott verð.<br />

Sendum samdægurs. Bindir og<br />

vír ehf., Eyrartröð 2, Hafnarfirði.<br />

Sími 564-6050, 891-8824, tölvupóstur:<br />

bindir@simnet.is “<br />

Til sölu er gott tækifæri til aukatekna.<br />

Hef til sölu Boy 30m<br />

plaststeypivél. Eitt mót er í vélinni<br />

ásamt frátökuróbot og öllu<br />

sem til þarf. Miklir möguleikar<br />

fyrir sniðuga einstaklinga að<br />

skapa sér aukatekjur. Uppl. í<br />

síma 820-5759.<br />

Til sölu nýr 14 tonna flatvagn.<br />

Pallstærð 2,5 x 9,0 m. Verð kr.<br />

970.000,- með vsk. H. Hauksson<br />

ehf., sími 588-1130.<br />

Til sölu ýmis tæki og annað til<br />

matvælagerðar (t.d. sultugerðar)<br />

m.a. kælir, vacum lokunarvél,<br />

vog, stálborð, krukkur og kassar.<br />

Einnig strikamerki og prentari.<br />

Uppl. í síma 862-3500.<br />

Landnámshænuungar. Er með<br />

til sölu eins og undanfarin ár<br />

landnámshænuunga. Margir<br />

og fjölbreyttir litir. Kyngreindir<br />

og fallegir fuglar. Hægt að fá<br />

yngri unga ef vill, eins frjó egg til<br />

útungunar. Verð með kjúklinga<br />

og unghænur til sölu í haust og<br />

fram eftir vetri. Skoðið heimasíðuna<br />

www.islenskarhaenur.is.<br />

Hafið samband við Júlíus í síma<br />

451-2271 eða á juliusb@simnet.<br />

is. Geymið auglýsinguna.<br />

Til sölu tveggja hesta kerra með<br />

tveimur hásingum. Þarfnast<br />

lagfæringar. Uppl. í síma 897-<br />

2171.<br />

Til sölu New Holland-835 rúlluvél,<br />

árg. ´91. JCB-820 beltagrafa,<br />

árg. ´91 og Bens 1417, árg.<br />

´98, 4x4. Uppl. í síma 898-5100.<br />

Sími 563 0300 Fax 552 3855<br />

Netfang augl@bondi.is<br />

Til sölu Toyota Hi-Lux, árg. ´90<br />

breyttur í 38”. Skipti á dráttarvél<br />

eða landbúnaðartækjum. Skoða<br />

allt. Uppl. í síma 849-3185.<br />

Til sölu New Holland LS-100,<br />

árg. ´05 með tækjum. Fella 520<br />

heytætla, árg. ´05 og Lely-410<br />

einnar stjörnu múgavél, árg. ´06.<br />

Uppl. í síma 434-1512 eða 862-<br />

9956.<br />

Til sölu tveir Land Rover, stuttir.<br />

Annar gangfær. Verð kr. 80.000<br />

báðir. Uppl. í síma 863-1272.<br />

Til sölu gröfugálgi, tjónaður eftir<br />

umferðaróhapp. Gálginn er<br />

af Komatsu WB97R árg. ´99.<br />

Nánari uppl. í síma 897-4949<br />

(Sjonni) eða á http://www.hrutatunga.net/galgi<br />

Til sölu nokkur fiskeldisker úr<br />

trefjaplasti. Stærð: 5 m x 1 m.<br />

Uppl. í síma 434-6786, 435-6750<br />

eða 860-2699.<br />

Til sölu Dodge Dakoda V-8, árg.<br />

´95. Óryðgaður og í toppstandi.<br />

Uppl. í síma 869-3631.<br />

Til sölu Nissan Patrol, árg.<br />

´90, ekinn 290.000 km. Verð<br />

kr. 240.000 og Man 16-250<br />

vörubíll. Fastur pallur. Verð kr.<br />

350.000. Uppl. í síma 892-4797,<br />

Guðmundur.<br />

Til sölu Ford 6640 Turbo 95 hö.,<br />

árg. ´94, lítur vel út, flaghefill 2,5<br />

m. Litið notaður Niemeyer pinnatætari,<br />

þriggja metra breiður með<br />

jafnara og valtara, lítið notaður.<br />

Hardy úðadæla 1000 ltr. með<br />

10 m breiðum úðara, flatvagn<br />

frá H. Haukssyni 14 t, 500 stórsekkir<br />

600 kg undir korn oog<br />

fleira. Pólaris fjórhjól, 4x4, með<br />

spili og dráttarkúlu. Uppl. í síma<br />

698-3200.<br />

Til sölu Pajero, árg.´97. 2,5 dísel,<br />

Intercooler. 35” breyttur. Verð kr.<br />

690.000-. Uppl í síma 861-1656.<br />

Til sölu Claas-240 rúlluvél, árg.<br />

´04. Roco-500 A pökkunarvél<br />

fyrir breiðfilmu, árg. ´96. MF-<br />

3070 árg. ´87, 4x4, 95 hö. og<br />

Krone stjörnumúgavél árg. ´95.<br />

Uppl. í síma 464-3635 eða 895-<br />

2599.<br />

Til sölu biluð Deutz-Fahr GP-230<br />

rúlluvél með söxunarbúnaði, árg.<br />

´94. NHK.-1650 pökkunarvél<br />

tölvustýrð, árg. ´99, f. 75 cm<br />

plast. Pökkunarvél Silo Vickler<br />

árg. ´94, f. 50 cm plast. Uppl.<br />

gefa Einar í síma 894-3422 og<br />

Guðmundur í síma 892-8928.<br />

Landnámshænur. Til sölu ungar<br />

á Norðurlandi. Fjölbreyttir litir.<br />

Uppl. í síma 865-5967.<br />

Til sölu notuð haugsuga 4000 ltr.<br />

haughrærur 5,2 m, pinnatætari 3<br />

m og hnífatætari 2,6 m. Uppl. í<br />

síma 587-6065 eða 892-0016.<br />

Til afgreiðslu flagvaltar 2,9m,<br />

slóðar 4 m, flagjafnar 3 m, ýtutennur<br />

2,65 m. Lyftukrókar og<br />

vökvayfirtengi. Uppl. í síma 587-<br />

6065 eða 892-0016.<br />

Á hagstæðu verði safnkassasláttuvél,<br />

9 hjóla rakstrarvélar,<br />

stjörnumúgavélar og heytætlur.<br />

Uppl. í síma 587-6065 eða 892-<br />

0016.<br />

Til sölu New Holland TS-115,<br />

árg. ´00, notuð 3.950 vst. 6 cyl.<br />

turbo með vökvavendigír vinstra<br />

megin, Alö-960 tæki. Uppl. í<br />

síma 895-3366.<br />

Til sölu Nissan King Cap, árg.<br />

´94, til niðurrifs. Vél keyrð um<br />

200.000 km. Einnig varahlutir<br />

eftir vélaskipti á sama bíl. Uppl.<br />

í síma 467-1054.<br />

Til sölu 60.000 ltr. greiðslumark<br />

í mjólk. Einnig nokkrar kýr og<br />

kvígur. Selst frá 1. sept 2007.<br />

Tilboð sendist á netfangið:<br />

pbondi@strik.is fyrir 15. júlí nk.<br />

Öllum tilboðum verður svarað.<br />

Áskilinn er réttur til að taka<br />

hvaða tilboði sem er eða hafna<br />

öllum.<br />

Til sölu De Laval skádæla.<br />

Þarfnast lagfæringar. Verð kr.<br />

50.000 án vsk. Uppl. í síma<br />

848-1619.<br />

Til sölu Mc Hale-991B pökkunarvél,<br />

árg. ´99. Verð kr. 450.000<br />

án vsk. Uppl. í síma 865-4454.<br />

Til sölu Bens-608 D, árg. ´73,<br />

baggatína og Howard 1050<br />

búfjáráburðardreifari.Uppl. í<br />

síma 478-8987 eða 865-6869.<br />

Gamlar gangfærar dráttarvélar<br />

til sölu, Ferguson, Farmal og<br />

Ford. Uppl. í síma 896-1154.<br />

Óska eftir<br />

Óska eftir að kaupa vél í Case<br />

895 xl, árg. ´92 og hornrúðurnar<br />

aftan í húsið. Vinsl. hafið<br />

samband við Sigurð í síma 465-<br />

2400 eða 820-4544.<br />

Óska eftir traktor fyrir lítið eða<br />

ekkert í Arnardal. Kær kveðja,<br />

Úlfur í Heimabæ, sími 897-6760<br />

eða 456-01<strong>12.</strong><br />

Óska eftir að kaupa traktor, 4x4,<br />

með tækjum til moksturs og tilfærslu<br />

á rúllum. Helst ekki stærri<br />

en 75 hö. Uppl. sendist á vellir2@isl.is<br />

eða hafið samband í<br />

s: 863-3110.<br />

Óska eftir að kaupa rúlluvagn,<br />

10-12 rúllur í botninn, eða öfluga<br />

grind á hásingu. Uppl. í<br />

síma 862-9380.<br />

Óska eftir að kaupa Ford Bronco<br />

Sport til uppgerðar, helst með<br />

heillegt boddý en skoða allt.<br />

Uppl. í síma 894-0815.<br />

Óska eftir að kaupa 34” dekk<br />

og felgur undir Ford dráttarvél.<br />

Getur gengið af fleiri tegundum.<br />

Uppl. í síma 471-1026 eftir kl.<br />

21.<br />

Óska eftir að kaupa notaða<br />

framsláttuvél. Uppl. í síma 898-<br />

7186.<br />

Atvinna<br />

Atvinnurekendur! Vantar ykkur<br />

starfsfólk Nínukot aðstoðar<br />

við að útvega erlent starfsfólk.<br />

Áralöng reynsla. Tökum einnig<br />

að okkur frágang á formlegri<br />

skráningu og pappírsvinnu<br />

vegna erlendra starfsmanna.<br />

Upplýsingar og pöntun í síma<br />

487-8576. Netfang: ninukot@<br />

ninukot.is.<br />

Óska eftir að ráða stelpu eða<br />

strák til að gæta barna, 18 mán.<br />

til 7 ára og til allra almennra<br />

sveitastarfa. Þarf að vera sjálfstæð/ur,<br />

dugleg/ur og samviskusöm/samur<br />

ekki yngri en 14 ára<br />

koma til greina. Allar upplýsingar<br />

í síma 860-1080 eða á ferjubakki2@emax.is<br />

12 ára drengur óskar eftir að<br />

komast á kúabú í sumar. Uppl. í<br />

síma 894-1772.<br />

Fertugur íslenskur karlmaður<br />

óskar eftir starfi á býli í sumar.<br />

Reglusamur en reykir. Fer í<br />

búfræðinám í haust. Uppl. í<br />

síma 849-4320.<br />

Leiga<br />

Til leigu jörð í Svarfaðardal.<br />

Tilvalin fyrir hestafólk. Nánari<br />

uppl. í síma 466-1028 eða 659-<br />

9596.<br />

www.bbl.is<br />

www.islenskarhaenur.is<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007<br />

Framleiðnisjóður<br />

landbúnaðarins styður:<br />

atvinnuuppbyggingu<br />

nýsköpun<br />

þróun<br />

rannsóknir<br />

endurmenntun<br />

í þágu landbúnaðar.<br />

Kynntu þér málið:<br />

Veffang: www.fl.is<br />

Netpóstfang: fl@fl.is<br />

Sími: 430-4300<br />

Aðsetur: Hvanneyri<br />

311 Borgarnes


43<br />

Bændablaðið | Þriðjudagur <strong>12.</strong> <strong>júní</strong> 2007

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!