17.11.2014 Views

Nr. L 295/36 Stjórnartíðindi EB 20.10.78 ÞRIÐJA TILSKIPUN ...

Nr. L 295/36 Stjórnartíðindi EB 20.10.78 ÞRIÐJA TILSKIPUN ...

Nr. L 295/36 Stjórnartíðindi EB 20.10.78 ÞRIÐJA TILSKIPUN ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/<strong>36</strong> Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>20.10.78</strong><br />

ÞRIÐJA <strong>TILSKIPUN</strong> RÁÐSINS<br />

frá 9. október 1978<br />

um samruna almenningshlutafélaga, byggð á g-lið 3. mgr. 54. gr. sáttmálans<br />

(78/855/<strong>EB</strong>E)<br />

RÁÐ EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,<br />

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu,<br />

einkum g-lið 3. mgr. 54. gr.,<br />

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1 ),<br />

með hliðsjón af áliti Evrópuþingsins ( 2 ),<br />

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndarinnar<br />

( 3 ),<br />

og að teknu tilliti til eftirfarandi:<br />

Sú samræming, sem kveðið var á um í g-lið 3. mgr. 54. gr. og<br />

í hinni almennu áætlun um afnám hafta á staðfesturétti ( 4 ),<br />

var hafin með tilskipun 68/151/<strong>EB</strong>E ( 5 ).<br />

Samræmingunni var haldið áfram hvað snertir stofnun almenningshlutafélaga<br />

(„public limited liability companies“),<br />

svo og tilskilið hlutafé og breytingar á hlutafé þeirra, með<br />

tilskipun 77/91/<strong>EB</strong>E ( 6 ) og að því er varðar ársreikninga<br />

tiltekinna gerða félaga með tilskipun 78/660/<strong>EB</strong>E ( 7 ).<br />

Verndun hagsmuna félagsmanna og þriðja aðila krefst þess<br />

að lög aðildarríkjanna um samruna almenningshlutafélaga<br />

( 1 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. C 89, 14. 7. 1970, bls. 20.<br />

( 2 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. C 129, 11. 12. 1972, bls. 50; Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. C 95, 28. 4.<br />

1975, bls. 12.<br />

( 3 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. C 88, 6. 9. 1971, bls. 18.<br />

( 4 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. 2, 15. 1. 1962, bls. <strong>36</strong>/62.<br />

( 5 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. L 65, 14. 3. 1968, bls. 8.<br />

( 6 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. L 26, 31. 1. 1977, bls. 1.<br />

( 7 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. L 222, 14. 8. 1978, bls. 11.<br />

verði samræmd og að í lögum allra aðildarríkjanna verði<br />

ákvæði um samruna.<br />

Í tengslum við slíka samræmingu er einkar mikilvægt að<br />

tryggt sé að hluthafar í samrunafélögum fái nægilega vitneskju<br />

um samrunann, á eins hlutlægan hátt og kostur er og<br />

að réttar þeirra verði gætt á viðeigandi hátt.<br />

Eins og nú er háttað gildir tilskipun 77/187/<strong>EB</strong>E ( 8 )um<br />

verndun réttinda launþega við eigendaskipti að fyrirtækjum,<br />

atvinnurekstri, eða hluta atvinnurekstrar.<br />

Veita verður lánardrottnum, þar á meðal eigendum útgefinna<br />

skuldabréfa og þeim sem eiga aðrar kröfur á hendur<br />

samrunafélögunum, vernd gegn tjóni af völdum samrunans.<br />

Færa verður út gildissvið þeirra birtingarkrafna sem gerðar<br />

eru með tilskipun 68/151/<strong>EB</strong>E, þannig að þær taki einnig<br />

til samruna, svo að þriðji aðili hafi greiðan aðgang að upplýsingum.<br />

Verndarráðstafanir sem gera ber í þágu félagsmanna og<br />

þriðja aðila í tengslum við samruna ber að auka, þannig<br />

að þær taki einnig til ákveðinna lagalegra aðgerða sem eru<br />

í mikilvægum atriðum áþekkar samruna, svo að ekki verði<br />

vikist undan þeirri skyldu að veita slíka vernd.<br />

( 8 ) Stjtíð. <strong>EB</strong> nr. L 61, 5. 3. 1977, bls. 26.


<strong>20.10.78</strong> Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/37<br />

Til að eyða allri réttaróvissu um tengsl hlutaðeigandi félaga,<br />

milli þeirra og þriðja aðila, og um innbyrðis tengsl<br />

félagsmanna, er nauðsynlegt að takmarka möguleikana á<br />

ógildingu með því að bæta úr ágöllum hvarvetna þar sem<br />

unnt er, og með því að takmarka málshöfðunarfrest vegna<br />

ógildingar.<br />

I. KAFLI<br />

Reglur um samruna með yfirtöku félags á einu<br />

eða fleiri félögum og um samruna með stofnun<br />

nýs félags<br />

SAMÞYKKT <strong>TILSKIPUN</strong> ÞESSA:<br />

1. gr.<br />

Gildissvið<br />

1. Ráðstafanir til samræmingar, sem mælt er fyrir um í<br />

tilskipun þessari, skulu gilda um lög og stjórnsýslufyrirmæli<br />

í aðildarríkjunum um eftirfarandi gerðir félaga:<br />

— í Þýskalandi:<br />

die Aktiengesellschaft,<br />

— í Belgíu:<br />

la société anonyme / de naamloze vennootschap,<br />

— í Danmörku:<br />

aktieselskaber,<br />

— í Frakklandi:<br />

la société anonyme,<br />

— á Írlandi:<br />

public companies limited by shares, public companies<br />

limited by guarantee having a share capital,<br />

— áÍtalíu:<br />

la società per azioni,<br />

— í Lúxemborg:<br />

la société anonyme,<br />

— í Hollandi:<br />

de naamloze vennootschap,<br />

— í Breska konungsríkinu:<br />

public companies limited by shares, public companies<br />

limited by guarantee having a share capital.<br />

2. Aðildarríkin geta ákveðið að láta þessa tilskipun ekki<br />

ná til samvinnufélaga, sem stofnuð eru sem ein gerð félaganna<br />

sem talin eru upp í 1. mgr. Að því marki sem þessi<br />

möguleiki er nýttur í lögum aðildarríkjanna skal þess krafist<br />

af slíkum félögum að þau noti orðin „samvinnufélag“ í<br />

öllum skjölum sem um getur í 4. gr. tilskipunar 68/151/<strong>EB</strong>E.<br />

3. Aðildarríkin geta ákveðið að láta þessa tilskipun ekki<br />

ná til félags eða félaga sem verið er að taka yfir eða leggja<br />

niður, á meðan gjaldþrotameðferð, aðgerðir dómstóla eða<br />

hliðstæðar aðgerðir standa yfir.<br />

2. gr.<br />

Aðildarríkin skulu, þegar í hlut eiga félög sem lúta lögum<br />

þeirra, kveða á um reglur sem taka til samruna með yfirtöku<br />

félags á einu eða fleiri félögum og samruna með stofnun nýs<br />

félags.<br />

3. gr.<br />

1. Í tilskipun þessari merkir „samruni með yfirtöku“ það<br />

þegar einu eða fleiri félögum er slitið án þess að skiptameðferð<br />

komi til og allar eignir og skuldir þeirra eru yfirfærðar<br />

til annars í skiptum fyrir útgáfu hlutabréfa í yfirtökufélaginu<br />

til hluthafa félagsins eða félaganna sem yfirtekin eru og, ef<br />

svo ber undir, greiðslu reiðufjár sem ekki er hærri en 10%<br />

af nafnverði þeirra hlutabréfa sem þannig eru gefin út eða,<br />

ef ekki er um að ræða nafnverð, af bókfærðu verði þeirra.<br />

2. Lög aðildarríkis geta kveðið á um að samruni með<br />

yfirtöku geti einnig farið fram þótt eitt eða fleiri þeirra<br />

félaga sem yfirtekin eru gangist undir skiptameðferð, að<br />

því tilskildu að þessi kostur sé bundinn við félög sem hafa<br />

ekki enn hafist handa við að úthluta eignum sínum til hluthafa.<br />

4. gr.<br />

1. Í tilskipun þessari merkir „samruni með stofnun nýs<br />

félags“ það þegar tveimur eða fleiri félögum er slitið án<br />

þess að skiptameðferð komi til og allar eignir þeirra og<br />

skuldir eru yfirfærðar á félag sem þau stofna í skiptum fyrir<br />

útgáfu hlutabréfa í nýja félaginu til hluthafa þeirra og, ef<br />

svo ber undir, greiðslu reiðufjár sem ekki er hærri en 10%<br />

af nafnverði þeirra hlutabréfa sem þannig eru gefin út eða,<br />

ef ekki er um að ræða nafnverð, af bókfærðu verði þeirra.<br />

2. Lög aðildarríkis geta kveðið á um að samruni með<br />

stofnun nýs félags geti einnig farið fram þótt eitt eða fleiri<br />

þeirra félaga sem verða lögð niður gangist undir skiptameðferð,<br />

að því tilskildu að þessi kostur sé bundinn við félög<br />

sem hafa ekki enn hafist handa við að úthluta eignum sínum<br />

til hluthafa.


<strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/38 Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>20.10.78</strong><br />

II. KAFLI<br />

Samruni með yfirtöku<br />

5. gr.<br />

1. Stjórn eða framkvæmdastjórn samrunafélaganna skal<br />

semja drög að skriflegum samrunasamningi.<br />

2. Í drögum að samrunasamningi skal eftirfarandi að<br />

minnsta kosti tilgreint:<br />

a) gerð, heiti og skráð skrifstofa hvers samrunafélaganna;<br />

b) skiptihlutfall hlutabréfanna og fjárhæð greiðslu í reiðufé<br />

ef við á;<br />

c) skilmálar varðandi úthlutun hlutabréfa í yfirtökufélaginu;<br />

d) sá dagur þegar réttur eigenda þeirra hlutabréfa til hlutdeildar<br />

í hagnaði myndast og sérstök skilyrði varðandi<br />

þann rétt;<br />

e) sá dagur þegar starfsemi félagsins sem er yfirtekið skal<br />

færð í bókhaldi sem starfsemi yfirtökufélagsins;<br />

f) hvaða réttindi eru veitt af hálfu yfirtökufélagsins eigendum<br />

þeirra hlutabréfa sem sérstök réttindi fylgja og<br />

eigendum annarra verðbréfa en hlutabréfa, eða hvaða<br />

ráðstafanir séu fyrirhugaðar í því sambandi;<br />

g) hvaða sérstöku kjör bjóðast þeim sérfræðingum sem<br />

um getur í 1. mgr. 10. gr. og þeim sem annast stjórn<br />

félaganna, framkvæmdastjórn, aðra stjórn ásamt eftirlitsaðilum<br />

samrunafélaganna ef um slíkt er að ræða.<br />

6. gr.<br />

Birta skal drög að samrunasamningi fyrir hvert samrunafélaganna,<br />

á þann hátt sem lög hvers aðildarríkis mæla fyrir<br />

um samkvæmt 3. gr. tilskipunar 68/151/<strong>EB</strong>E, eigi síðar<br />

en einum mánuði fyrir þann hluthafafund sem á að taka<br />

ákvörðun um samrunann.<br />

7. gr.<br />

1. Til samruna er að minnsta kosti krafist samþykkis<br />

hluthafafundar hvers félags sem tekur þátt í honum. Lög aðildarríkjanna<br />

skulu kveða á um að ákvörðun þessi þarfnist<br />

meirihluta minnst þriðju hluta atkvæða sem standa annaðhvort<br />

að baki hlutabréfunum eða skráðu hlutafé sem farið<br />

er með atkvæði fyrir.<br />

Lög aðildarríkis mega þó kveða á um að einfaldur meirihluti<br />

atkvæða sem um getur í fyrstu undirgrein hér að ofan<br />

skuli nægja þegar farið er með atkvæði fyrir að minnsta<br />

kosti helming skráðs hlutafjár. Þar að auki skulu reglur um<br />

breytingar á stofnsamningi og samþykktum gilda þar sem<br />

við á.<br />

2. Ef um er að ræða fleiri en einn flokk hlutabréfa, skal<br />

ákvörðun um samruna vera háð sérstakri atkvæðagreiðslu<br />

að minnsta kosti hvers hluthafahóps sem verður fyrir því að<br />

réttindi hans breytast vegna viðskiptanna.<br />

3. Ákvörðunin skal bæði taka til samþykkis á drögum<br />

að samrunasamningi og breytinga á stofnsamningi og samþykktum<br />

sem samruninn útheimtir.<br />

8. gr.<br />

Ekki er nauðsynlegt að lög aðildarríkis áskilji að hluthafafundur<br />

yfirtökufélags samþykki samruna ef eftirfarandi skilyrðum<br />

er fullnægt:<br />

a) birtingin sem kveðið er á um í 6. gr. verður að fara<br />

fram, fyrir yfirtökufélagið, eigi síðar en einum mánuði<br />

fyrir auglýstan hluthafafund félagsins eða félaganna<br />

sem tekin eru yfir, þar sem tekin verður ákvörðun um<br />

drög að samrunasamningi;<br />

b) eigi síðar en einum mánuði fyrir þann dag sem tilgreindur<br />

er í a-lið skal öllum hluthöfum hvers yfirtökufélags<br />

gefinn kostur á að kynna sér í skráðri skrifstofu<br />

yfirtökufélagsins þau skjöl sem um getur í 1. mgr. 11.<br />

gr.;<br />

c) veita skal einum eða fleiri hluthöfum yfirtökufélags<br />

sem þar eiga lágmarkshlut rétt til að krefjast þess<br />

að boðað sé til hluthafafundar í yfirtökufélaginu til<br />

að ákveða hvort samþykkja skuli samruna. Ekki má<br />

ákveða lágmarkshlut þennan yfir 5%. Aðildarríkin<br />

mega þó kveða á um að hlutabréf án atkvæðisréttar<br />

skuli ekki talin með við þennan útreikning.<br />

9. gr.<br />

Stjórn eða framkvæmdastjórn hvers samrunafélaganna skal<br />

semja nákvæma skriflega skýrslu til skýringar á drögum<br />

að samrunasamningi og með lagalegum og fjárhagslegum<br />

ástæðum samrunans, einkum á skiptihlutfalli hlutabréfa.<br />

Hafi sérstök vandamál komið upp við verðmætamat skal<br />

einnig fjallað um þau í skýrslunni.<br />

10. gr.<br />

1. Drög að samrunasamningi skulu athuguð af einum<br />

eða fleiri sérfræðingum sem yfirvald á sviði dómgæslu eða<br />

stjórnsýslu hefur skipað eða samþykkt og starfa fyrir hönd<br />

hvers félags sem tekur þátt í samrunanum en óháð þeim,<br />

og skulu þeir gefa hluthöfum skriflega skýrslu. Í lögum<br />

aðildarríkja má þó kveða á um að öllum félögunum séu


<strong>20.10.78</strong> Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/39<br />

skipaðir einn eða fleiri óháðir sérfræðingar sameiginlega,<br />

ef það er gert af yfirvaldi á sviði dómgæslu eða stjórnsýslu<br />

að ósk þeirra beggja. Eftir því sem kveðið kann að vera á<br />

um í löggjöf hvers aðildarríkis geta sérfræðingar þessir jafnt<br />

verið einstaklingar, lögpersónur sem fyrirtæki.<br />

2. Í skýrslu þeirri sem um getur í 1. mgr. skulu sérfræðingar<br />

ætíð gera grein fyrir því hvort þeir telji skiptihlutfall<br />

hlutabréfa sanngjarnt. Í skýrslu þeirra skal að minnsta kosti:<br />

a) skýra frá aðferðum þeim sem beitt er til að komast að<br />

niðurstöðu um fyrirhugað skiptihlutfall hlutabréfa;<br />

b) gera grein fyrir hvort þessi aðferð eða aðferðir séu<br />

fullnægjandi með tilliti til viðkomandi máls, skýra frá<br />

tölulegum niðurstöðum við beitingu hverrar þessara<br />

aðferða og setja fram álit á hlutfallslegu vægi sem slíkum<br />

aðferðum er gefið þegar tölulegar niðurstöður eru<br />

ákveðnar.<br />

Hafi sérstök vandamál komið upp við verðmætamat skal<br />

einnig fjallað um þau í skýrslunni.<br />

3. Hver sérfræðingur skal eiga rétt á að fá aðgang að<br />

öllum upplýsingum og skjölum samrunafélaganna sem máli<br />

skipta og að hlutast til um allar nauðsynlegar rannsóknir.<br />

11. gr.<br />

1. Eigi síðar en einum mánuði áður en hluthafafundur<br />

sá verður haldinn sem taka skal ákvörðun um drög að<br />

samrunasamningi, eiga allir hluthafar að minnsta kosti rétt<br />

á að kynna sér eftirtalin skjöl í skráðri skrifstofu félags síns:<br />

a) drög að samrunasamningi;<br />

b) ársreikninga og ársskýrslur samrunafélaganna fyrir<br />

þrjú næstliðin reikningsár;<br />

c) milliuppgjör sem ekki miðast við fyrra tímamark en<br />

fyrsta dag þriðja mánaðar áður en drögin að samrunasamningnum<br />

voru gerð, ef síðasti ársreikningur er fyrir<br />

reikningsár sem lauk áður en sex mánuðir voru til þessa<br />

tímamarks;<br />

d) skýrslu stjórna eða framkvæmdastjórna samrunafélaganna,<br />

sem kveðið er á um í 9. gr.;<br />

e) skýrslur þær sem mælt er fyrir um í 10. gr.<br />

2. Milliuppgjör það sem kveðið er á um í c-lið 1. mgr.<br />

skal samið með sömu aðferðum og sett upp á sama hátt og<br />

síðasti árlegi efnahagsreikningur.<br />

Þó má setja ákvæði í lög aðildarríkja um:<br />

a) að ekki sé þörf á nýrri vörutalningu;<br />

b) að aðeins megi breyta verðmætistilgreiningum síðasta<br />

efnahagsreiknings til samræmis við færslur í bókhaldi;<br />

þó skal taka tilliti til eftirfarandi:<br />

— afskrifta og fjár sem lagt er fyrir á millibilstíma,<br />

— verulegra raunvirðisbreytinga sem koma ekki fram<br />

í bókhaldi.<br />

3. Hver hluthafi skal ef hann óskar þess eiga rétt á að fá<br />

afhent endurgjaldslaust afrit af öllum þeim skjölum sem um<br />

getur í 1. mgr., eða sumum þeirra eða öllum, eftir því sem<br />

hann vill.<br />

12. gr.<br />

Um verndun réttinda launþega hvers samrunafélaganna<br />

gilda reglur tilskipunar 77/187/<strong>EB</strong>E.<br />

13. gr.<br />

1. Í lögum aðildarríkjanna skal kveðið á um viðeigandi<br />

tilhögun til verndar hagsmunum þeirra lánardrottna<br />

samrunafélaganna er eiga kröfur frá því fyrir birtingu draga<br />

að samrunasamningi sem ekki voru enn fallnar í gjalddaga<br />

við birtinguna.<br />

2. Í lögum aðildarríkja skal því að minnsta kosti kveðið<br />

á um að þessir lánardrottnar eigi rétt á fullnægjandi<br />

tryggingu þegar slík vernd er nauðsynlegt vegna fjárhags<br />

samrunafélaganna enda hafi lánardrottnar ekki þá þegar<br />

nægar tryggingar.<br />

3. Slíkar verndarráðstafanir geta verið mismunandi fyrir<br />

lánardrottna yfirtökufélagsins og fyrir lánardrottna félagsins<br />

sem tekið er yfir.<br />

14. gr.<br />

Með fyrirvara um það er eigendur skuldabréfa beita réttindum<br />

sínum sameiginlega tekur 13. gr. til eigenda skuldabréfa<br />

samrunafélaganna, nema fundur eigenda bréfanna hafi samþykkt<br />

samrunann, ef kveðið er á um slíkan fund í landslögum,<br />

eða eigendur þeirra samþykkt hann hver fyrir sig.<br />

15. gr.<br />

Eigendum verðbréfa, annarra en hlutabréfa, sem sérstök<br />

réttindi fylgja, skulu í yfirtökufélaginu ekki veitt minni<br />

réttindi en þeir höfðu í félaginu sem tekið er yfir, nema<br />

fundur eigenda að bréfunum hafi samþykkt breytingar á<br />

þeim réttindum ef kveðið er á um slíkan fund í landslögum,<br />

eða eigendur þeirra samþykkt þær hver um sig, eða ef<br />

eigendurnir eiga rétt til þess að bréf þeirra séu innleyst af<br />

yfirtökufélaginu.


<strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/40 Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>20.10.78</strong><br />

16. gr.<br />

1. Nú er í lögum aðildarríkis ekki kveðið á um fyrirbyggjandi<br />

eftirlit af hálfu dómstóla eða stjórnvalda um lögmæti<br />

samruna, eða eftirlitið tekur ekki til allra þeirra lagalegu<br />

aðgerða sem krafist er við samruna, skal þá gera og<br />

staðfesta í réttu og lagalegu formi fundargerð þeirra hluthafafunda<br />

sem ákveða samruna og þar sem við á samrunasamninginn<br />

sem er afrakstur slíkra hluthafafunda. Í þeim<br />

tilvikum þar sem ekki er þörf á að fá samþykki hluthafafunda<br />

allra samrunafélaganna fyrir samrunanum skal semja<br />

og staðfesta í réttu og lagalegu formi drög að samrunasamningi.<br />

2. Lögbókandi eða yfirvald sem bært er til að semja og<br />

staðfesta skjal í réttu og lagalegu formi skal skoða og staðfesta<br />

tilvist og gildi löggerninga og formsatriða sem krafist<br />

er af félaginu sem hann eða það er umbjóðandi fyrir, svo og<br />

drög að samrunasamningi.<br />

17. gr.<br />

Gildistökudagur samruna ákvarðast af lögum aðildarríkjanna.<br />

18. gr.<br />

1. Tilkynna skal samruna á þann hátt sem kveðið er á<br />

um í lögum hvers aðildarríkis, samkvæmt 3. gr. tilskipunar<br />

68/151/<strong>EB</strong>E, fyrir hvert samrunafélaganna.<br />

2. Yfirtökufélagið getur sjálft sinnt þeim kröfum sem<br />

gerðar eru til tilkynningar hvað snertir félagið eða félögin<br />

sem tekin eru yfir.<br />

b) ef þau eru í eigu félagsins sem tekið er yfir eða aðila<br />

sem kemur fram í eigin nafni en fyrir þess hönd.<br />

3. Undanfarandi ákvæði hafa ekki áhrif á lög þeirra aðildarríkja<br />

sem gera sérstakar kröfur um hvernig staðið skuli<br />

að yfirfærslu tiltekinna eigna, réttinda eða skuldbindinga<br />

af hálfu félags sem tekið er yfir, þannig að hún sé gild<br />

gagnvart þriðja aðila. Yfirtökufélag getur sjálft séð um að<br />

fullnægja þeim kröfum en í lögum aðildarríkja má þó heimila<br />

að félagið sem tekið er yfir geti sinnt þeim áfram um<br />

takmarkaðan tíma, er ekki má vera lengri en sex mánuðir<br />

frá því er samruni öðlast gildi, nema sérstaklega standi á.<br />

20. gr.<br />

Í lögum aðildarríkjanna verða hið minnsta að vera reglur<br />

sem gilda um skaðabótaábyrgð þeirra sem sæti eiga í stjórn<br />

eða framkvæmdastjórn félags sem er tekið yfir gagnvart<br />

hluthöfum þess, vegna misferlis þessara aðila við undirbúning<br />

eða framkvæmd samruna.<br />

21. gr.<br />

Í lögum aðildarríkjanna verða hið minnsta að vera reglur<br />

sem gilda um skaðabótaábyrgð þeirra sérfræðinga sem<br />

eru ábyrgir fyrir hönd félagsins sem tekið er yfir að semja<br />

skýrslu þá sem fjallað er um í 1. mgr. 10. gr. gagnvart hluthöfum<br />

þess, vegna misferlis þeirra við störf sín.<br />

22. gr.<br />

19. gr.<br />

1. Samruni hefur eðli sínu samkvæmt eftirfarandi<br />

réttaráhrif sem verða samtímis:<br />

a) yfirfærslu, bæði gagnvart félaginu sem tekið er yfir,<br />

yfirtökufélaginu og þriðja aðila, á öllum eignum og<br />

skuldum félagsins sem tekið er yfir til yfirtökufélagsins;<br />

b) hluthafar félagsins sem tekið er yfir verða hluthafar í<br />

yfirtökufélaginu;<br />

c) félaginu, sem tekið er yfir, er slitið.<br />

2. Ekki skal skipt á hlutabréfum í yfirtökufélaginu og<br />

hlutabréfum í félaginu sem tekið er yfir:<br />

a) ef þau eru í eigu yfirtökufélagsins eða aðila sem kemur<br />

fram í eigin nafni en fyrir þess hönd; eða<br />

1. Í lög aðildarríkja má aðeins setja reglur um ógildingu<br />

samruna í samræmi við eftirfarandi skilyrði:<br />

a) ógildingu skal ákveða með dómi;<br />

b) aðeins má ógilda samruna sem hefur öðlast gildi samkvæmt<br />

17. gr. ef ekki hefur verið haft fyrirbyggjandi<br />

eftirlit með lögmæti hans af hálfu dómstóla eða stjórnvalda,<br />

eða ef ekki hefur verið frá honum gengið og<br />

hann staðfestur í réttu lagalegu formi, eða ef sýnt er<br />

að ákvörðun hluthafafundar sé ógild eða ógildanleg að<br />

landslögum;<br />

c) ógildingarmál verður ekki höfðað eftir að sex mánuðir<br />

eru liðnir frá því að samruni öðlast gildi gagnvart þeim<br />

sem krefst ógildingar eða bætt hefur verið úr ágallanum;


<strong>20.10.78</strong> Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/41<br />

d) sé unnt að bæta úr þeim ágalla sem ógilding samruna<br />

getur byggst á, skal lögbær dómstóll veita þeim félögum<br />

sem um er að ræða frest til þess;<br />

e) dómur um ógildingu samruna skal birtur með þeim<br />

hætti sem mælt er fyrir um í lögum hvers aðildarríkis<br />

samkvæmt 3. gr. tilskipunar 68/151/<strong>EB</strong>E;<br />

f) veiti lög aðildarríkis þriðja aðila heimild til að véfengja<br />

ógildingardóm, ber honum að gera það innan sex mánaða<br />

frá birtingu dómsins með þeim hætti sem mælt er<br />

fyrir um í tilskipun 68/151/<strong>EB</strong>E;<br />

g) ógildingardómur breytir í sjálfu sér engu um gildi<br />

skuldbindinga sem yfirtökufélag ber eða gengist hefur<br />

verið undir gagnvart því, ef þær hafa orðið til áður<br />

en dómurinn var birtur og eftir það tímamark sem um<br />

getur í 17. gr.;<br />

h) félög sem hafa verið aðilar að samruna skulu bera<br />

óskipta ábyrgð hvað við kemur skuldbindingum<br />

yfirtökufélagsins sem greint er frá í g-lið.<br />

2. Þrátt fyrir það sem í a-lið 1. mgr. segir má kveða á um<br />

það í lögum aðildarríkis að ógilding samruna skuli ákveðin<br />

með stjórnvaldsúrskurði, ef honum má áfrýja til dómara.<br />

Gilda þá b-, d-, e-, f-, g- og h-liðir með samsvarandi hætti<br />

um stjórnvaldið. Kæra til ógildingar verður ekki lögð fram<br />

eftir að sex mánuðir eru liðnir frá þeim degi sem um getur<br />

í 17. gr.<br />

3. Framanskráð hefur engin áhrif á lög aðildarríkja um<br />

ógildingu samruna sem lýst er yfir í kjölfar eftirlits með<br />

lögmæti, annars en fyrirbyggjandi eftirlits með lögmæti af<br />

hálfu dómstóla eða stjórnvalds.<br />

III. KAFLI<br />

Samruni með stofnun nýs félags<br />

23. gr.<br />

1. Ákvæði 5., 6., 7. og 9. – 22. gr. skulu gilda, samanber<br />

þó 11. og 12. gr. tilskipunar 68/151/<strong>EB</strong>E, um samruna með<br />

stofnun nýs félags. Þegar svo stendur á merkja „samrunafélög“<br />

og „félag sem tekið er yfir“ félögin sem lögð eru niður,<br />

og „yfirtökufélag“ nýja félagið.<br />

2. A-liður 2. mgr. 5. gr. skal einnig gilda um nýja félagið.<br />

3. Drög að samrunasamningi, svo og stofnsamningur<br />

nýja félagsins eða drög að stofnsamningi þess, og samþykktir<br />

þeirra eða drög að samþykktum þess, ef samningurinn,<br />

samþykktirnar eða drögin að þeim eru í sérstöku skjali,<br />

skulu samþykkt á hluthafafundi hvers þeirra félaga sem<br />

leggja á niður.<br />

4. Við stofnun nýs félags þurfa aðildarríkin ekki að beita<br />

reglum um staðfestingu á öðrum greiðslum en í reiðufé sem<br />

kveðið er á um í 10. gr. tilskipunar 77/91/<strong>EB</strong>E.<br />

IV. KAFLI<br />

Yfirtaka eins félags á öðru, þar sem hið fyrrnefnda<br />

á minnst 90% af hlutabréfum hins félagsins<br />

24. gr.<br />

Aðildarríkin skulu kveða á um, þegar í hlut eiga félög sem<br />

lög þeirra ná yfir, framkvæmd þess þegar einu eða fleiri<br />

félögum er slitið án þess að til skiptameðferðar komi og<br />

allar eignir þeirra og skuldir eru framseldar til annars félags<br />

sem á öll hlutabréf þeirra og önnur verðbréf er veita rétt<br />

til að greiða atkvæði á hluthafafundi. Slík framkvæmd skal<br />

stjórnast af ákvæðum II. kafla að undanteknum 5. (b-, c-<br />

og d-liðir 2. mgr.), 9., 10., 11. (d- og e-liðir 1. mgr.), 19.<br />

(b-liður 1. mgr.), 20. og 21. gr.<br />

25. gr.<br />

Aðildarríkin þurfa ekki að beita 7. gr. við framkvæmdina<br />

sem greint er frá í 24. gr. hafi eftirfarandi lágmarksskilyrðum<br />

verið fullnægt:<br />

a) birting sú sem kveðið er á um í 6. gr. skal í tengslum<br />

við hvert félag sem tekur þátt í aðgerðunum hafa komið<br />

til framkvæmda í síðasta lagi einum mánuði áður en<br />

samruninn öðlast gildi;<br />

b) eigi síðar en einum mánuði áður en aðgerðin öðlast<br />

gildi skal öllum hluthöfum í yfirtökufélaginu gefinn<br />

kostur á að kynna sér, í skráðri skrifstofu félagsins, þau<br />

skjöl sem um getur í í a-, b- og c-lið 1. mgr. 11. gr. Um<br />

þetta gilda 2. og 3. mgr. 11. gr.;<br />

c) ákvæði c-liðar 8. gr. skulu gilda.<br />

26. gr.<br />

Aðildarríki geta beitt ákvæðum 24. og 25. gr. þegar einu<br />

eða fleiri félögum er slitið án þess að skiptameðferð komi<br />

til og þau framselja allar eignir og skuldir sínar til annars<br />

félags, svo framarlega sem öll hlutabréf og önnur verðbréf


<strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/42 Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>20.10.78</strong><br />

sem um getur í 24. gr. og félagið eða félögin sem tekin<br />

eru yfir séu í eigu yfirtökufélagsins eða þeirra aðila sem<br />

eiga þessi hlutabréf og verðbréf í eigin nafni en fyrir hönd<br />

yfirtökufélagsins.<br />

tekin eru yfir séu í eign yfirtökufélagsins eða þeirra aðila<br />

sem eiga þessi hlutabréf og verðbréf í eigin nafni en fyrir<br />

hönd yfirtökufélagsins.<br />

27. gr.<br />

V. KAFLI<br />

Aðrar aðgerðir sem jafna má til samruna<br />

Í þeim tilvikum að samruni verður á þann hátt að eitt eða<br />

fleiri félög eru tekin yfir af öðru félagi sem á minnst 90% en<br />

ekki öll hlutabréf og önnur verðbréf í hverju þessara félaga<br />

þar sem eign þeirra veitir atkvæðisrétt á hluthafafundum,<br />

þurfa aðildarríkin ekki að krefjast þess að hluthafafundur<br />

yfirtökufélagsins samþykki samrunann ef eftirfarandi lágmarksskilyrðum<br />

hefur verið fullnægt:<br />

a) birting sú sem kveðið er á um í 6. gr. skal hafa komið<br />

til framkvæmda í síðasta lagi einum mánuði fyrir þann<br />

dag er halda skal hluthafafund í félaginu eða félögunum<br />

sem tekin eru yfir til að taka ákvörðun um drög að<br />

samrunasamningi;<br />

b) eigi síðar en einum mánuði fyrir þann dag sem tilgreindur<br />

er í a-lið skal öllum hluthöfum í yfirtökufélaginu<br />

veittur kostur á að kynna sér, í skráðri skrifstofu<br />

félagsins, þau skjöl sem um getur í a-, b- og c-lið 1.<br />

mgr. 11. gr. Um þetta gilda 2. og 3. mgr. 11. gr.;<br />

c) ákvæði c-liðar 8. gr. skulu gilda.<br />

28. gr.<br />

30. gr.<br />

Nú heimila lög aðildarríkis að greiðsla reiðufjár fari fram<br />

úr 10% þegar einhverjar þær aðgerðir eiga sér stað sem<br />

tilgreindar eru í 2. gr., og gilda þá ákvæði II., og III. kafla<br />

og 27., 28. og 29. gr.<br />

31. gr.<br />

Nú heimila lög aðildarríkja einhverja þá aðgerð sem um getur<br />

í 2., 24. og 30. gr. án þess að öll félögin sem sameinast<br />

verði lögð niður, og gilda þá ákvæði II. kafla að undanskildum<br />

c-lið 1. mgr. 19. gr., III. eða IV. kafla eftir því sem<br />

við á.<br />

VI. KAFLI<br />

Lokaákvæði<br />

Aðildarríki þurfa ekki að beita 9. – 11. gr. um samruna í<br />

skilningi 27. gr. hafi eftirfarandi lágmarksskilyrðum verið<br />

fullnægt:<br />

a) eigendur minnihluta hlutafjár félagsins sem tekið er<br />

yfir skulu eiga rétt á því að yfirtökufélagið taki yfir<br />

hlutabréf þeirra;<br />

b) sé þessi réttur nýttur skulu þau eiga rétt á að fá greiðslu<br />

sem nemur verðmæti hlutabréfanna;<br />

c) ef ósamkomulag verður um slíkar greiðslur skal vera<br />

hægt að láta dómstól skera úr um fjárhæð greiðslu.<br />

29. gr.<br />

Aðildarríki geta beitt ákvæðum 27. og 28. gr. þegar einu eða<br />

fleiri félögum er slitið án þess að til skiptameðferðar komi<br />

og allar skuldir þeirra eru framseldar til annars félags, að<br />

því tilskildu að minnst 90% en ekki öll hlutabréf og önnur<br />

verðbréf sem um getur í 27. gr. og félagið eða félögin sem<br />

32. gr.<br />

1. Aðildarríki skulu samþykkja nauðsynleg lög og<br />

stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari eigi síðar<br />

en þremur árum eftir birtingu hennar. Þau skulu tilkynna<br />

framkvæmdastjórninni það þegar í stað.<br />

2. Engu að síður má heimila fimm ára frest frá því að<br />

reglur þær sem um getur í 1. mgr. öðlast gildi og þar til þær<br />

koma til framkvæmda um óskráð félög í Breska konungsríkinu<br />

og á Írlandi.<br />

3. Aðildarríkin þurfa ekki að beita ákvæðum 13., 14. og<br />

15. gr. um eigendur breytanlegra skuldabréfa og annarra<br />

breytanlegra verðbréfa, hafi þegar verið kveðið á um réttarstöðu<br />

eigenda ef til samruna kemur í útgáfuskilmálum á<br />

þeim tíma er lög og stjórnsýslufyrirmæli þau sem um getur<br />

í1.mgr.öðlastgildi.<br />

4. Aðildarríki þurfa ekki að beita tilskipun þessari um<br />

samruna eða aðgerðir sem jafna má til samruna ef sá undir-


<strong>20.10.78</strong> Stjórnartíðindi <strong>EB</strong> <strong>Nr</strong>. L <strong>295</strong>/43<br />

búningur sem landslög krefjast hefur þegar farið fram eða<br />

þær kröfur sem þau gera hafa þegar verið uppfylltar þegar<br />

reglur þær sem um getur í 1. mgr. öðlast gildi.<br />

33. gr.<br />

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.<br />

Gjört í Lúxemborg 9. október 1978.<br />

Fyrir hönd ráðsins,<br />

H. J. VOGEL<br />

forseti.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!