08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2. Menntaskólinn við Hamrahlíð<br />

Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 og brautskráði sína fyrstu stúdenta árið<br />

1970. Árið 1972 var skólinn frumkvöðull hér á landi í að koma á áfangakerfi í stað<br />

bekkjarkennslu. Sama ár var sett á laggirnar öldungadeild, sú fyrsta í íslenskum<br />

framhaldsskóla. Skólinn var lengi tilraunaskóli og fór því ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum. Má<br />

þar nefna félagsfræðabraut og síðar tónlistarbraut til stúdentsprófs, skólakór og marga<br />

valáfanga og kennslu ýmissa námsgreina sem ekki voru í námskrá. Árið 1997 hóf skólinn<br />

undirbúning að kennslu til alþjóðlegs stúdentsprófs, International Baccalaureate Diploma, og<br />

voru hinir fyrstu úr því námi brautskráðir sumarið 2000. Skólinn hefur byggt upp ýmsa<br />

þjónustu við nemendur með sérþarfir og er kjarnaskóli í kennslu heyrnarskertra og<br />

heyrnarlausra. Þá er skólinn kjarnaskóli <strong>fyrir</strong> listdans. Á vorönn 2011 sækja 1190 nemendur<br />

dagskóla og um 200 nemendur stunda nám í öldungadeild. Starfsmenn skólans eru 120 í<br />

100 stöðugildum.<br />

2.1. Nemendur - fjöldi og fjölbreytni<br />

Nemendum skólans hefur fjölgað á undanförnum árum. Tafla 1 sýnir nemendafjölda hans og<br />

útskrifaða stúdenta árin 2007 - 2011.<br />

2007 v 2007 h 2008v 2008h 2009v 2009 h 2010v 2010h 2011 v<br />

Dagskóli 1040 1150 1120 1125 1100 1216 1200 1220 1190<br />

Öldungadeild 215 215 184 177 180 240 250 275 200*<br />

Útskrifaðir<br />

stúdentar -<br />

dagskóli<br />

160 99 153 108 140 69 167 81<br />

Útskrifaðir<br />

stúdentar -<br />

öldungadeild<br />

15 10 21 9 16 12 7 6<br />

Tafla 1. Nemendafjöldi og útskrifaðir stúdentar í Menntaskólanum við<br />

Hamrahlíð 2007-2011.<br />

*Gert ráð <strong>fyrir</strong> að verði 240 í loka annar.<br />

Flestar umsóknir nemenda MH koma úr Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en einnig sækir<br />

fjöldi nemenda utan höfuðborgarsvæðisins um skólavist í MH. Umsækjendur eru að meðaltali<br />

með háa einkunn úr grunnskóla en meðalskólaeinkunn innritaðra nýnema í íslensku og<br />

stærðfræði árin 2004 - 2009 er frá rúmlega 8 til 8.50, hæst árið 2004. Árið 2009 komu í heild<br />

32% umsókna frá skólum sem lengi voru skilgreindir sem hverfisskólar MH.<br />

Löng hefð er <strong>fyrir</strong> stuðningi við nemendur með sérþarfir í MH sem er eins og fram hefur<br />

komið kjarnaskóli 2<br />

(móðurskóli) í kennslu heyrnarskertra og heyrnarlausra. Vegna fleiri<br />

2 Lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla 29. gr.<br />

9

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!