08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1. Inngangur<br />

Í þessari skýrslu er gerð grein <strong>fyrir</strong> úttekt á <strong>starfsemi</strong> Menntaskólans við Hamrahlíð. Markmið<br />

úttektarinnar er að leggja mat á <strong>starfsemi</strong> skólans með hliðsjón af gildandi lögum,<br />

reglugerðum og aðalnámskrá og veita almennt upplýsingar um <strong>starfsemi</strong> skólans. Í<br />

erindisbréfi <strong>mennta</strong>- og menningarmálaráðuneytis til úttektaraðila dags. 15.10.10 kemur fram<br />

að áhersla í úttektinni skuli einkum lögð á stjórnun, kennslu, námsmat, námskröfur, nýtingu<br />

tíma, starfsanda, viðhorf nemenda, starfsfólks og nærsamfélags til skólastarfsins, menntun<br />

kennara og hvernig innra mat skólans nýtist til umbótastarfs. 1<br />

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Attentus – mannauði og ráðgjöf, Árnýju Elíasdóttur<br />

og Ragnhildi Þórarinsdóttur að gera úttektina. Í skýrslu þessari er í upphafi sagt frá<br />

gagnaöflun og aðferðum við úttektina. Síðan er gerð grein <strong>fyrir</strong> <strong>starfsemi</strong> Menntaskólans við<br />

Hamrahlíð og niðurstöðum úttektarinnar. Þá er lýst styrkleikum, veikleikum, ógnunum og<br />

tækifærum skólans. Að lokum eru tillögur til úrbóta og viðaukar.<br />

1.1. Gagnaöflun<br />

Úttektaraðilar heimsóttu skólann þrisvar sinnum. Tekin voru viðtöl við rektor, konrektor og<br />

áfangastjóra, fundað með deildarstjórum og forstöðumanni bókasafns, námsráðgjöfum,<br />

hjúkrunarfræðingi, fjármálastjóra og starfsfólki af skrifstofu, rýnihópi fagstjóra, tveimur<br />

rýnihópum kennara, rýnihópi starfsfólks í ræstingum, umsjónarmanns fasteigna og<br />

kerfisstjóra, sjálfsmatshópi, stjórn nemendafélags, skólastjórn (skólaráði), stjórn foreldraráðs<br />

og fráfarandi formanni ráðsins og fulltrúum úr skólanefnd. Stóð hver fundur í rúmlega<br />

klukkustund en með yfirstjórn skólans í um tvo tíma. Markmiðið með viðtölum og fundum var<br />

að fá fram viðhorf mismunandi aðila til skólastarfsins og var stuðst við viðtalsramma sem tók<br />

mið af þeim þáttum sem úttekt ráðuneytisins beindist að.<br />

Auk ofangreindra viðtala, funda og vettvangsskoðunar byggir úttektin á fjölmörgum gögnum<br />

(sjá heimildaskrá).<br />

1 Erindisbréf til Attentus, 15.10. 2010.<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!