08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

10. Niðurstöður<br />

Áhersla úttektarinnar fólst í að leggja mat á stjórnun, kennsluhætti, námsmat, námskröfur,<br />

nýtingu tíma, samskipti, starfsanda, viðhorf nemenda, starfsfólks og nærsamfélags til<br />

skólastarfsins, menntun kennara og hvernig innra mat skólans virkar og nýtist til<br />

umbótastarfs.<br />

Úttektin leiðir í ljós að stefna og markmið Menntaskólans við Hamrahlíð eru vel skilgreind.<br />

Mikill metnaður ríkir í skólanum um kennsluhætti og fagmennsku sem sést m.a. í mjög<br />

fjölbreyttu námsframboði og skýrum námskröfum, vel menntuðum og áhugasömum<br />

kennurum, sterkum nemendum sem koma í skólann, stuðningi við nemendur með sérþarfir,<br />

litlu brottfalli, góðum árangri á stúdentsprófi, vel búnu skólasafni og fjölbreyttri námsráðgjöf<br />

við nemendur. Starfsandi er góður bæði meðal nemenda og starfsmanna, fjölbreyttar leiðir til<br />

boðskipta og upplýsingamiðlunar, húsnæði er rúmgott og aðstaða góð. Nemendur og<br />

foreldrar virðast ánægðir með skólann og hafa góðan aðgang að kennurum og stjórnendum<br />

og útskrifaðir nemendur hans telja undirbúning <strong>fyrir</strong> háskólanám góðan. Skólastjórn,<br />

skólanefnd, nemendafélag og foreldraráð eru virk og hafa komið að ýmsum málum. Yfirstjórn<br />

skólans treystir starfsfólki sínu vel, skipulag skólastarfsins er gott svo og fjárhagsleg stjórnun<br />

skólans.<br />

Gagnrýni beinist helst að því að endurgjöf, hvatning og í sumum tilfellum upplýsingagjöf<br />

stjórnenda mætti vera meiri og stjórnunin á vissan hátt formlegri. Innra mat skólans þarf að<br />

vera samstarfs- og umbótamiðaðra t.d. með því að fylgja betur eftir niðurstöðum úr<br />

könnunum og mati með kynningum og aðgerðum. Starfsmannasamtöl þurfa að vera<br />

reglulega, endurskoðun stefnu og aðgerða í vímuvörnum er æskileg og að uppfylla þarf<br />

skilyrði skólasamnings um grænfánaverkefni.<br />

44

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!