08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

8. Mannauður<br />

Starfsmenn skólans á vorönn 2011 eru 120 í 100 stöðugildum. Kynjahlutfall starfsmanna er<br />

35% karlar og 65% konur. Kynjahlutfall stjórnenda er 34% karlar og 64% konur.<br />

8.1. Menntun starfsfólks<br />

Tæplega 100 starfsmenn hafa háskólamenntun. Tafla 5 sýnir dæmigerðar prófgráður og<br />

fjölda starfsmanna sem þær hafa:<br />

Prófgráða<br />

Fjöldi<br />

starfsmanna<br />

BA/BS 41<br />

MA/MSc 52<br />

Phd 6<br />

Þar af eitt ár eða meira umfram 22<br />

hæstu prófgráðu<br />

Meistari/sveinspróf 3<br />

Stúdentspróf 1<br />

Samvinnuskólapróf 1<br />

Tafla 5. Prófgráður starfsmanna MH.<br />

8.1.1. Kennarar<br />

Allir fastráðnir kennarar hafa kennsluréttindi samanborið við 82% kennara í framhaldsskólum<br />

árið 2009. Rúmur helmingur þeirra er með aðra eða þriðju háskólagráðu. Til samanburðar er<br />

25,4% íslenskra framhaldsskólakennara með framhaldsmenntun úr háskóla. 148 Einungis<br />

örfáir stundakennarar, sem kenna sex kennslustundir í sérhæfðum áföngum, eru án réttinda.<br />

Meðalkennslureynsla eru 19,2 ár og meðalaldur 49,8 ár. Ný lög kveða á um meiri menntun til<br />

kennslu í faggrein eða á fagsviði en BA/BS en eru ekki afturvirk. Þar segir:<br />

Leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið<br />

hefur:<br />

1. meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga nr.<br />

63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á framhaldsskólastigi; eða<br />

2.<br />

öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á<br />

framhaldsskólastigi; eða<br />

3.<br />

meistararéttindum í iðngrein sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi í skilgreindri<br />

námsgrein eða á skilgreindu námssviði, auk 60 eininga náms í kennslu- og uppeldisfræði;<br />

eða<br />

4.<br />

fullgildu lokaprófi í listgrein, tæknigrein eða verkgrein sem nýtist til kennslu á<br />

framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði, enda komi slík<br />

148 Starfsfólk í framhaldsskólum í nóvember 2009. Sótt af vef Hagstofu Íslands 26.01. 2011.<br />

38

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!