08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

kemur fram að starfsánægja í skólanum mælist 4,3 árið 2009 og 3,4 árið 2008. Árið 2009 er<br />

ánægja starfsmanna meiri en í öllum <strong>fyrir</strong>tækjum og stofnunum (4,1). Í könnuninni mælist<br />

bjartsýni starfsmanna MH 4,2, samanborið við 4,1 hjá öllum <strong>fyrir</strong>tækjum og stofnunum.<br />

Þegnhegðun starfsmanna (hegðun sem er <strong>fyrir</strong>tækinu í hag og starfsmaður sýnir eigin<br />

frumkvæði, tekur virkan og uppbyggilegan þátt í atburðum o.fl.) mælist 4,2 samanborið við<br />

4,1 hjá öllum <strong>fyrir</strong>tækjum og stofnunum. 70 Í könnun á starfsumhverfi ríkisstofnana 2006<br />

mælist starfsánægja starfsmanna skólans 4,39 sem er hærra en hjá öðrum framhalds- og<br />

háskólum (4,22), öðrum opinberum <strong>fyrir</strong>tækjum og stofnunum (4,01) og á almennum<br />

vinnumarkaði (4,17). Í sömu könnun mælist starfsandi 4,19 sem er einnig hærri en hjá<br />

samanburðaraðilum. 71<br />

Þá sagði starfsfólk andann meðal nemenda góðan og tóku fulltrúar nemenda undir það.<br />

Hvern morgun er boðið upp á hafragraut í mötuneyti nemenda og sjá rektor, konrektor og<br />

áfangastjóri um að skammta grautinn. 72<br />

3.11. Mat úttektaraðila<br />

Stefna og markmið Menntaskólans við Hamrahlíð eru vel skilgreind og ná til flestra þátta<br />

skólasamfélagins og virðast í samræmi við lög og aðalnámskrá.<br />

MH hefur sett fram skýra kennslufræðilega stefnu sem er nú til endurskoðunar í nýrri<br />

skólanámskrá. Stefnan virðist vel útfærð með fjölbreyttu námsframboði,<br />

kennsluaðferðum og skýrum námskröfum.<br />

Kennarar, skólanefnd og skólastjórn taka þátt í stefnumótun skólans en virkja mætti<br />

nemendur enn betur, svo og foreldraráð.<br />

Jafnréttisáætlun skólans er í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og<br />

karla.<br />

Í úttektinni kemur fram gagnrýni úr ýmsum áttum, innan skóla sem utan, á framkvæmd<br />

rektors á reykingabanni reglugerðar um takmarkanir á tóbaksreykingum. Slæmt er að<br />

gefa þurfi eftir gagnvart þessum lögum á skólalóðinni. Stefna og reglur skólans eru<br />

skýrar en erfitt og of tímafrekt er <strong>fyrir</strong> skólann að vakta hvern nemanda. Þá virðist sem<br />

ekki sé öllum aðilum skólasamfélagsins kunnar þær aðgerðir og viðurlög sem nú þegar<br />

eru til staðar í tóbaks- og vímuvörnum. Úttektaraðilar telja því mikilvægt tækifæri <strong>fyrir</strong><br />

skólann að fara yfir og endurskoða þessi mál í heild sinni með aðkomu hlutaðeigandi<br />

70 Cranet könnun 2008 og 2009.<br />

71 Könnun á starfsumhverfi ríkisstofnana 2006.<br />

72 Rýnihópar kennara og fagstjóra, rýnihópar starfsfólks, fundur með deildarstjórum og fundur með yfirstjórn<br />

23. og 24.11.2010.<br />

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!