08.11.2014 Views

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

Úttekt á starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð unnin fyrir mennta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

að sögn stjórnenda. 36 Á fundi með stjórn foreldraráðs og fráfarandi formanni ráðsins kom<br />

fram það viðhorf að oft væri brotum á reglum ekki fylgt nægilega vel eftir af stjórnendum sem<br />

gæti skaðað ímynd skólans. Endurskoða þyrfti stefnu skólans í vímuvörnum og aðgerðir og<br />

viðurlög þar að lútandi. 37<br />

Í úttektinni kom fram hjá mörgum, sem rætt var við, að reglur um bann við reykingum væri<br />

ekki framfylgt þar sem nemendur fengju að reykja á skólalóðinni og ekki væri tekið nægilega<br />

á því af stjórnendum skólans. 38 Í reglum skólans segir að reykingar og önnur tóbaksnotkun<br />

sé óheimil í skólanum og næsta nágrenni. 39 Er það í samræmi við reglugerð um takmarkanir<br />

á tóbaksreykingum. 40<br />

Að sögn rektors er ásteytingarsteinninn sá að skólinn gerir undantekningu frá algjöru<br />

reykingabanni laganna og amast ekki við reykingum á litlum, afmörkuðum bletti í nokkurri<br />

fjarlægð frá skólahúsinu. Að öðru leyti sé reykingabanni á lóðinni fylgt markvisst eftir m.a.<br />

með áminningarbréfi rektors þar sem m.a. er boðið upp á regluleg viðtöl við<br />

hjúkrunarfræðing. 41 Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst árið 2010 kvörtun yfir<br />

reykingum á lóð skólans og óskaði ráðuneytið eftir umsögn og afstöðu rektors til<br />

kvörtunarinnar. Í kjölfar svars rektors sendi ráðuneytið bréf til þess sem kvartað hafði og<br />

segir þar að ráðuneytið telji málið ekki svo vaxið að það hafi valdheimildir til að beita sér í<br />

málinu en bendir á að hægt sé að beina kvörtun til Vinnueftirlits ríkisins. 42 Skólanum hefur<br />

einnig borist bréf frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar vegna brota á lögum<br />

um hollustu- og mengunarvarnir. Rektor hefur gert grein <strong>fyrir</strong> sjónarmiðum sínum. 43<br />

Skólinn leggur áherslu á fjölbreytni í líkamsræktarkennslu og að nemendum og<br />

starfsmönnum bjóðist hollur matur á hóflegu verði innan skólans. Hann tekur nú þátt í<br />

verkefni Lýðheilsustofnunar, Heilsueflandi framhaldsskóli. Markmiðið með verkefninu er að<br />

stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. 44 Á fundi með stjórn<br />

foreldraráðs kom fram það viðhorf að fjölga mætti tímum í íþróttum og miklar væntingar væru<br />

36 .Upplýsingar frá rektor jan. 2011.<br />

37 Fundur með stjórn foreldraráðs og fráfarandi formanni ráðsins 13.01. 2011<br />

38 Fundir með starfsfólki og foreldraráði 23. og 24. 11. 2010 og 13.01. 2011.<br />

39 Skólareglur. Sótt af heimasíðu skólans 25.01. 2011.<br />

40<br />

Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum nr. 326/2007, 2. gr.<br />

41 Upplýsingar frá rektor, jan. 2011. Bréf rektors til <strong>mennta</strong> – og menningarmálaráðuneytis 30.11.2010.<br />

Sýnishorn af áminningarbréfi rektors vegna brots gegn reykingabanni.<br />

42 Bréf <strong>mennta</strong> – og menningarmálaráðuneytis til rektors MH 16.10. 2010.<br />

43 Bréf rektors til <strong>mennta</strong>- og menningarmálaráðuneytis 30.11. 2010.<br />

44 Heilsueflandi skóli. Sótt af heimasíðu Lýðheilsustofnunar 14.01.2011.<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!