30.10.2014 Views

Full page fax print - Landbunadur.is

Full page fax print - Landbunadur.is

Full page fax print - Landbunadur.is

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Flutningur niturs á milli smára og grass.<br />

Þessi tilraun var gerð sumarið 2003 og er mastersverkefni Þóreyjar Ólafar Gylfadóttur við<br />

Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Leiðbeinandi Þóreyjar í Danmörku er dr. Henning<br />

Høgh-Jensen (þátttakandi í COST-852) og leiðbeinandi hér á Íslandi er Áslaug Helgadóttir.<br />

Meginmarkmið verkefn<strong>is</strong>ins eru (i) að mæla hlutdeild niturs, sem flyst milli hvítsmára og<br />

vallarsveifgrass, í umsetningu niturs í smáratúni og (ii) að meta gagnkvæman flutning á nitri<br />

milli tegundanna tveggja yfir eitt vaxtartímabil. Til mælinganna var notuð 3 ára gömul tilraun<br />

á Korpu þar sem sáð var hvítsmára og vallarsveifgrasi. Reknir voru niður 32 plasthólkar til að<br />

einangra jarðveginn innan hvers reits. Einstakar plöntur í tilraunareitum voru merktar beint<br />

með 15 N lausn (Urea) snemma sumars og voru sýni klippt fjórum sinnum með þriggja vikna<br />

bili, fyrst um 10 dögum eftir að merkingu lauk. Sýnin voru greind til tegunda og þurrkuð. Í<br />

Danmörku hafa sýnin verið efnagreind ( 15 N, heildar-N) í massagreini. Niðurstöður sýna að<br />

einhver flutningur á nitri hefur orðið milli tegunda. Ekki er búið að fullvinna niðurstöður.<br />

Hvítsmári og rótarhnýð<strong>is</strong>gerlar (132-9315)<br />

Frá árinu 1994 hefur samspil hvít- og rauðsmára og rótarhnýð<strong>is</strong>baktería verið rannsakað í<br />

tilraunum á móajarðvegi. Þetta er unnið í samstarfi við Mette Svennig ásamt allmörgum<br />

nemendum við Háskólann í Tromsö í Noregi.<br />

Í nágrenni Gunnarsholts á Rangárvöllum er móajarðvegur þar sem engar rótarhnýð<strong>is</strong>bakteríur<br />

fundust við skoðun sumarið 1993. Þarna gafst tækifæri að rannsaka hvernig rótarhnýð<strong>is</strong>bakeríur<br />

ná fótfestu í jarðveginum, hvernig samkeppni er á milli einstakra bakteríustofna um<br />

pláss í smárahnýðum og hvernig einstökum bakteríustofnum gengi að lifa í jarðvegi þar sem<br />

eiginn smári væri.<br />

Tilraunaspildunni var bylt í maí 1994 og hvítsmára sáð ásamt þremur bakteríustofnum (a,b,c),<br />

sem allir eru einangraðir úr jarðvegi í Norður-Noregi. Settar voru um 50 þús. bakteríur/fræ.<br />

Þessir stofna má aðgreina með DNA greiningu sem er forsenda fyrir því að hægt sé að fylgjast<br />

með afdrifum þeirra í tilrauninni. Tilraunaliðir voru fimm. Í öllum liðum var hvítsmári, en<br />

bakteríustofnarnir hreinir í þremur liðum, allir saman í einum lið og fimmti liðurinn<br />

ósmitaður. Fylgst var með vexti smárans næstu þrjú árin ásamt hlutdeild einstakra<br />

bakteríustofna. Vorið 1998 var smáranum eytt og byggi sáð í spilduna. Bygg var sáð aftur<br />

1999 og 2000 og smára sem spíraði var eytt. Þannig tókst að halda spildunni smáralausri<br />

fram á vor 2001 en þá var sáð í nýja tilraun með hreinum túnvingli og hvítsmára eða<br />

rauðsmára með túnvingli. Smárafræið var snitað með blöndu af bakteríustofnunum þremur í<br />

jöfnum hlutföllum.<br />

Helstu niðurstöður tilraunanna eru að einn bakteríustofninn (b) hafði áberandi meiri<br />

samkeppn<strong>is</strong>þrótt í því að mynda tengsl við hvítsmárann og það varð til þess að hlutdeild hans<br />

í hnýðum óx ár frá ári. Hann dreifði sér inn í tilraunareiti þar sem hinur stofnarnir voru og þar<br />

sem allir stofnar voru saman í byrjun náði hann að útiloka veikast stofninn (c) úr<br />

rótarhnýðum. Svipað gerð<strong>is</strong>t í viðmiðunarreit þar sem engar bakteríur voru í byrjun. Þangað<br />

barst hann strax ásamt hinum og hlutdeild hans óx með tímanum í rótarhnýðum.<br />

Stofnarnir voru m<strong>is</strong>virkir eftir tíma sumarsins. Þannig var stofn (a) hlutfallslega virkari um<br />

vor en seinni hluta sumars. Þetta skýrir líklega að hvítsmári náði mestri uppskeru þar sem<br />

hann var smitaður með blöndu af öllum stofnunum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!