29.07.2014 Views

unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011

unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011

unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Úttekt á Grunnskólanum í Sandgerði<br />

ekki morgunfundina en funda með skólastjórnendum tvisvar í mánuði. Mikil ánægja kom fram með<br />

morgunfundina meðal þeirra starfsmanna sem rætt var við <strong>og</strong> þeir sögðu að þar mæti yfirleitt allir<br />

starfsmenn. „10 mínútna fundirnir eru ómissandi.“ Skólaliðar sögðust fylgjast með fundargerðum á<br />

skjá. 12 Skólastjóri sagði að í starfsmannasamtölum hefðu allir starfsmenn lýst yfir ánægju með fundina.<br />

Í viðhorfskönnun meðal starfsmanna vorið 2010 voru allir starfsmenn mjög (83%) <strong>og</strong> frekar ánægðir<br />

(17%) með morgunfundina <strong>og</strong> tæp 86% mjög <strong>og</strong> frekar ánægð með upplýsingamiðlun innan skólans. 13<br />

2.4 Skólaráð<br />

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra <strong>og</strong> skólasamfélags um<br />

skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun <strong>fyrir</strong> skólann <strong>og</strong> mótun sérkenna hans í samræmi við<br />

stefnu sveitarfélags um skólahald <strong>og</strong> lög um grunnskóla. 14 Kosið er í skólaráð til tveggja ára í senn <strong>og</strong> á<br />

það að vera skipað níu einstaklingum. Í ráðinu skulu sitja tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars<br />

starfsfólks, tveir fulltrúar nemenda, tveir fulltrúar foreldra <strong>og</strong> skólastjóri auk fulltrúa<br />

grenndarsamfélagsins sem stjórn foreldrafélagsins kýs úr sínum hópi.<br />

Fyrsti fundur skólaráðsins var haldinn í september 2010 en ráðið hefur alls fundað þrisvar sinnum.<br />

Fundargerðir skólaráðs má lesa á heimasíðu skólans <strong>og</strong> þar kemur fram að fulltrúar foreldra mættu<br />

eingöngu á þriðja fundinn <strong>og</strong> engir nemendur eru í ráðinu. Í ráðinu hefur verið fjallað um ýmis mál,<br />

skólanámskrá, starfsáætlun, sjálfsmat, Mentor, Uppeldi til ábyrgðar, niðurstöður kannana <strong>og</strong><br />

rannsókna, niðurskurð fjárframlaga <strong>og</strong> skólamáltíðir. 15 Á fundi með úttektaraðilum mættu fulltrúar<br />

kennara, annarra starfsmanna <strong>og</strong> einn nemandi sem var að mæta á fund ráðsins í fyrsta sinn. Að sögn<br />

þeirra hefur ráðið „ekki starfað af fullum krafti“ en sé komið með grunn sem þurfi að vinna áfram með.<br />

Samstarf ráðsins <strong>og</strong> stjórnenda skólans hafi verið með ágætum <strong>og</strong> skólastjórnendur fylgi málum vel<br />

eftir en fundir ráðsins þurfi að vera reglulegri. Þeir fulltrúar sem á fundinum voru sögðust merkja aukinn<br />

áhuga foreldra á samstarfi við skólann, „foreldrafélagið er að blómstra.“ 16 Stjórnendur skólans sögðu að<br />

dregist hefði að stofna ráðið þar sem erfitt hefði verið að finna fulltrúa grenndarsamfélagsins. Ráðið hafi<br />

ekki nýst nægilega vel við stjórnun skólans fram að þessu. Erfitt hafi verið að fá fólk til að gera sér grein<br />

<strong>fyrir</strong> hlutverki sínu. Fundirnir hafi tilhneigingu til að fara of mikið í smáatriði. 17<br />

12 Fundir með starfsfólki 17. <strong>og</strong> 19. maí <strong>2011</strong>.<br />

13 Könnun Grunnskólans í Sandgerði meðal starfsmanna 2009-2010.<br />

14 Lög um grunnskóla 92/2008, 8. gr.<br />

15 Fundagerðir skólaráðs Grunnskóla Sandgerðis<br />

16 Fundur með fulltrúum úr skólaráði Grunnskóla Sandgerðis 19. maí 2010.<br />

17 Fundur með skólastjórnendum 17. maí <strong>2011</strong>.<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!