29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Í Eimreiðarhópnum voru á annan tug manna. Þeirra á meðal voru<br />

Magnús Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H.<br />

Haarde, Kjartan Gunnarsson, Jón Óttar Ragnarsson (sonur Ragnars<br />

í Smára), Hrafn Gunnlaugsson, Baldur Guðlaugsson, Brynjólfur<br />

Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jón Steinar Gunnlaugsson,<br />

Gunnlaugur Claessen, Þór Whitehead og Þráinn Eggertsson.<br />

Þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson var ráðinn blaðamaður<br />

Eimreiðarinnar að tillögu Kjartans Gunnarssonar haustið 1973,<br />

bættist hann í hópinn. Næstu tvö árin komu út nokkur Eimreiðarhefti,<br />

sem vöktu mikla athygli, meðal annars með viðtölum við Ragnar<br />

Jónsson í Smára og Sigurð Líndal prófessor. Eimreiðarmenn<br />

voru allir virkir í starfi Sjálfstæðisflokksins og fjölmenntu á þing<br />

Sambands ungra sjálfstæðismanna á Egilsstöðum haustið 1973, þar<br />

sem þeir studdu Björn Bjarnason til formanns, en Friðrik Sophusson<br />

varð þá hlutskarpari. Enginn málefnaágreiningur var þó milli<br />

Eimreiðarhópsins og Friðriks og stuðningsmanna hans, en Friðrik<br />

var einn helsti forystumaður annars hóps, sem hittist líka reglulega í<br />

hádeginu þessi árin og löngum síðar, og voru þar meðal annarra Birgir<br />

Ísl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Ragnar Kjartansson, Björgólfur<br />

Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson, Pétur Sveinbjarnarson,<br />

Ellert B. Schram, Jón Magnússon og Valur Valsson. Höfðu margir úr<br />

þeim hópi haslað sér völl í atvinnulífinu.<br />

Eimreiðarmenn höfðu sumir unnið á Morgunblaðinu, til dæmis þeir<br />

Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson, og voru allir stuðningsmenn<br />

Geirs Hallgrímssonar í baráttu hans við Gunnar Thoroddsen um<br />

forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum eftir óvænt fráfall Bjarna<br />

Benediktssonar sumarið 1970. Fór sú barátta þó aðallega fram<br />

á bak við tjöldin. Geir sigraði Gunnar í varaformannskjöri á<br />

landsfundi 1971 og varð formaður Sjálfstæðisflokksins 1973, þegar<br />

Jóhann Hafstein missti skyndilega heilsuna. Eftir kosningasigur<br />

Sjálfstæðisflokksins sumarið 1974 myndaði Geir ríkisstjórn. Það olli<br />

gremju Eimreiðarmanna og raunar flestra ungra sjálfstæðismanna,<br />

að stjórnin hreyfði lítt við ýmsum verkum vinstri stjórnarinnar 1971–<br />

1974. Í stjórnarandstöðu höfðu sjálfstæðismenn til dæmis gagnrýnt<br />

harðlega svonefnda Framkvæmdastofnun, en í stað þess að leggja<br />

stofnunina niður var einn þingmaður flokksins, Sverrir Hermannsson,<br />

gerður að forstöðumanni hennar ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins,<br />

og hóf hann að úthluta þaðan fé í því skyni að halda lífi í illa reknum<br />

fyrirtækjum. Skömmu eftir myndun stjórnarinnar gagnrýndi<br />

Þorsteinn Pálsson þetta harðlega á fjölmennum fundi á Hótel Esju,<br />

þar sem nú er Nordica Hotel. Sverrir var til andsvara, og tíðkuðust<br />

þar hin breiðu spjótin. Eimreiðarhópurinn beitti sér óspart fyrir<br />

framboði Davíðs Oddssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir<br />

borgarstjórnarkosningar 1974. Tók hann níunda sæti listans,<br />

vann það í kosningunum og gerðist strax ötull og harðskeyttur<br />

borgarfulltrúi. Þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Vísis<br />

1975, gengu þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson út og<br />

stofnuðu Dagblaðið. Hætti Eimreiðin að koma út í kjölfarið, enda<br />

varð ritstjórinn, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs<br />

1976 og oft bundinn erlendis við verkefni.<br />

Báknið burt!<br />

Friðrik Sophusson átti, sem formaður Sambands ungra<br />

sjálfstæðismanna 1973–1977, frumkvæði að því, að þeir Davíð<br />

Oddsson og Þorsteinn Pálsson unnu ásamt þeim Einari K. Guðfinnssyni<br />

og Vilhjálmi Egilssyni tillögur um úrbætur í atvinnumálum, sem<br />

kynntar voru 1975 undir kjörorðinu Báknið burt. Þar var lagt til, að<br />

ýmis fyrirtæki ríkisins yrðu seld. Þótt þessar hugmyndir þættu nú<br />

eflaust ekki ganga langt, vöktu þær þá mikla athygli. Ríkisstjórn Geirs<br />

Hallgrímssonar framkvæmdi þó engar þeirra. Friðrik Sophusson sat<br />

í útvarpsráði og stuðlaði að því, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson<br />

var fenginn til að sjá um vikulegan útvarpsþátt í Ríkisútvarpinu árin<br />

1976–1977. Kynnti Hannes þar kenningar ýmissa frjálshyggjumanna,<br />

svo sem Karls Poppers, Ludwigs von Mises, Friedrichs von Hayeks<br />

og Roberts Nozicks, og ræddi við Ólaf Björnsson prófessor og fleiri<br />

íslenska frjálshyggjumenn. Réðist dagblað sósíalista, Þjóðviljinn,<br />

harkalega á Hannes fyrir vikið og kallaði hann meðal annars<br />

„taðkvörn í byggðasafni“. Hannes skrifaði síðan frá 1977 og í nokkur<br />

ár vikulega um stjórnmálahugmyndir í Morgunblaðið. Friðrik<br />

Sophusson náði góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir<br />

þingkosningarnar 1978. Þegar hann var kominn á þing, beitti hann<br />

sér fyrir margvíslegum umbótum, til dæmis afnámi ríkiseinokunar<br />

í útvarpsrekstri, en áður hafði Guðmundur H. Garðarsson tekið það<br />

mál upp. Hlaut það þó ekki brautargengi að sinni. Herfilegur ósigur<br />

Sjálfstæðisflokksins í tvennum kosningum sumarið 1978, fyrst í<br />

Í þrítugsafmæli Hannesar 19. febrúar 1983 komu forystumenn<br />

í stjórnmálum. Hér eru Geir Hallgrímsson, formaður<br />

Sjálfstæðisflokksins, Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags<br />

jafnaðarmanna, og afmælisbarnið.<br />

borgarstjórnarkosningunum, þar sem hann missti meiri hluta sinn, og<br />

síðan í þingkosningunum, varð mörgum ungum sjálfstæðismönnum<br />

umhugsunarefni. Eftir harða baráttu við Júlíus Hafstein var<br />

Kjartan Gunnarsson kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra<br />

sjálfstæðismanna í Reykjavík, haustið 1977. Má segja, að það hafi<br />

verið upphafið að áhrifum Eimreiðarhópsins í Sjálfstæðisflokknum.<br />

Að frumkvæði Kjartans hélt Heimdallur sögulegan fund um framtíð<br />

Sjálfstæðisflokksins sumarið 1978, þar sem Davíð Oddsson og<br />

Friðrik Sophusson fluttu framsöguræður. Hvöttu þeir báðir til þess<br />

af miklum eldmóði, að Sjálfstæðisflokkurinn markaði skýrari<br />

frjálsræðisstefnu. Í pallborðsumræðum, sem þeir Geir Hallgrímsson<br />

og Gunnar Thoroddsen tóku þátt í, kom í fyrsta skipti fram opinberlega<br />

sú togstreita, sem hafði verið milli þeirra árin á undan.<br />

Kjartan Gunnarsson ákvað árið 1979 að gefa ræður þeirra<br />

Davíðs og Friðriks á Heimdallarfundinum út í bók ásamt greinum<br />

eftir nokkra aðra unga sjálfstæðismenn. Náðist ekki samkomulag<br />

um, að Heimdallur gæfi bókina út, þar sem andstæðingar Kjartans<br />

(og stuðningsmenn Jóns Magnússonar, sem var orðinn formaður<br />

Sambands ungra sjálfstæðismanna) voru í meiri hluta í stjórn. Ákvað<br />

Kjartan þá að gefa bókina út sjálfur, og sá Hannes Hólmsteinn<br />

8

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!