29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Forsendur<br />

frjálshyggjubyltingarinnar<br />

Hannes Hólmsteinn Gissurarson<br />

Hannes H. Gissurarson varð helsti frumkvöðull frjálshyggjunnar á Íslandi kornungur. Hér lýsir hann óvægnum átökum um hana<br />

fyrstu árin.<br />

Mynd: Geir Ólafsson.<br />

Ísland skiptir ham<br />

Síðustu fimmtán árin hefur Ísland skipt um ham. Fyrir 1991 var<br />

verðbólga miklu meiri en í grannríkjunum og atvinnulíf óstöðugt,<br />

þandist út og dróst saman á víxl. Í sjávarútvegi var feikilegum<br />

fjármunum sóað í of mikla sókn í fiskstofna. Þá var oftast halli<br />

á fjárlögum. Hið opinbera safnaði skuldum, og hér var rekinn<br />

pilsfaldakapítalismi, svo að illa rekin fyrirtæki gátu jafnan treyst á<br />

aðstoð ríkisins. Háir skattar á fyrirtæki komu í veg fyrir eðlilegan<br />

vöxt þeirra. Ríkið rak fjölda fyrirtækja, ferðaskrifstofu, prentsmiðju,<br />

síldarvinnslu, banka og ýmsar aðrar lánastofnanir og síma. Vextir<br />

skömmtuðu ekki fjármagn, heldur misvitrir bankastjórar, sem iðulega<br />

voru undir áhrifum stjórnmálamanna, en þeir vildu auðvitað frekar<br />

fjárfesta í atkvæðum en arðsemi. Landsframleiðsla á mann var að<br />

vísu veruleg á Íslandi, en þegar horft er um öxl, sést, að ósjaldan var<br />

skýringin á því ýmist stríðsgróði eða rányrkja. Íslendingar höfðu fram<br />

til 1940 verið hálfdrættingar á við Dani, en komust þá upp fyrir þá<br />

vegna stríðsgróðans. Í kalda stríðinu munaði mjög um framkvæmdir<br />

varnarliðsins. Fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í fjórum áföngum<br />

veiddu útlendingar helming heildaraflans á Íslandsmiðum, en eftir<br />

hana féll hann óskiptur í hlut Íslendinga. Síldarstofninn hvarf um<br />

miðjan sjöunda áratug, og þorskstofninn var kominn að hruni í lok<br />

hins áttunda. Velmegun Íslendinga var því sýnd veiði, en ekki gefin.<br />

Þeir höfðu haldið misjafnlega á málum sínum. Það var ekki út í<br />

bláinn, að hagfræðingar spáðu því um 1990, að Íslendingar yrðu í<br />

aldarlok í röð fátækustu þjóða í Norðurálfunni.<br />

Nú er öldin önnur. Verðbólga hefur frá 1991 verið svipuð og í<br />

grannríkjunum. Halli á fjárlögum snerist í afgang, sem notaður<br />

var til að greiða upp skuldir ríkisins, sem nú má heita skuldlaust,<br />

ef tekinn er með í reikninginn gjaldeyrisforði Seðlabankans. Í skjóli<br />

kvótakerfisins spratt upp fjöldi öflugra útgerðarfyrirtækja, sem njóta<br />

þess, að takmarkaður aðgangur er að takmörkuðum auðlindum,<br />

eins og hagfræðin kveður nauðsynlegt. Íslenskur sjávarútvegur er<br />

miklu betur rekinn en gerist víðast annars staðar. Atvinnurekendur<br />

treysta ekki lengur á aðstoð ríkisins, heldur vita, að þeir standa og<br />

falla með eigin gerðum. Ríkið hefur selt fjölda fyrirtækja fyrir um<br />

150 milljarða íslenskra króna að minnsta kosti að núvirði, þar á<br />

meðal viðskiptabankana tvo og Símann. Vextir ráðast nú á frjálsum<br />

markaði, svo að bankar hafa breyst úr skömmtunarskrifstofum<br />

í þjónustufyrirtæki, sem keppa um viðskiptavini. Lífeyrissjóðir<br />

Íslendinga eiga vel fyrir skuldbindingum ólíkt sambærilegum<br />

stofnunum erlendis, og þar hefur myndast mikill sparnaður, sem<br />

skilað hefur sér í fjármagni á markaði. Leystur hefur verið úr læðingi<br />

ótrúlegur kraftur, eins og sést á íslensku útrásinni. Nú veifa íslenskir<br />

víkingar ekki sverði, heldur verði. Hin góðu lífskjör Íslendinga hvíla<br />

ekki lengur á rányrkju eða stríðsgróða, heldur á bættri afkomu og<br />

bjartsýni um framtíðina. Þótt einstaklingar og fyrirtæki skuldi að<br />

vísu talsvert, er þjóðin ung og hraust. Mengun og ofnýting ógna ekki<br />

auðlindum Íslendinga. Umfram allt hefur hugarfar breyst: Gróði er<br />

ekki lengur skammaryrði, heldur keppikefli. Nú lítur æskan upp til<br />

athafnamanna, eins og rithöfunda og skálda áður.<br />

Þessi lýsing á hamskiptum Íslands er ekki skáldleg sýn, heldur<br />

studd traustum gögnum. Fraser-stofnunin í Vancouver í Bresku<br />

Kólumbíu hefur tekið saman vísitölu atvinnufrelsis í heiminum<br />

að frumkvæði hins heimskunna hagfræðings Miltons Friedmans.<br />

Samkvæmt þeirri vísitölu var Ísland með einkunnina 4,1 af 10<br />

mögulegum árið 1975, en 7,9 árið 2004. Vísitalan er mæld í 124<br />

ríkjum, og var Ísland 53. ríkið í röðinni árið 1975, en hið níunda<br />

árið 2004, og má ætla, að landið hafi þokast eitthvað áfram upp eftir<br />

sölu Símans árið 2005. Samkvæmt annarri vísitölu atvinnufrelsis,<br />

sem Heritage Foundation í Washington-borg tekur saman, er Ísland<br />

enn ofar á lista, í fimmta sæti. Hvað olli þessum snöggu umskiptum?<br />

Auðvitað er ein skýringin fólgin í aðstæðum. Veruleikinn knúði menn<br />

til vitundar um það, að víðtækara atvinnufrelsi væri nauðsynlegt.<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!