29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

JÓLAKVÆ‹I TRÚLEYSINGJANS<br />

Ljó‹: STEPHAN G. STEPHANSSON<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Svo lítil frétt var fæing hans<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Ljóð: Stephan G. Stephansson.<br />

Lag: bj<br />

<br />

<br />

Svo lít - il frétt va-ar fæð- ing hans í fjár - hús jöt - u -u hirð - ingj - ans að<br />

<br />

<br />

dag og ár- tal eng - inn reit, um ald - ur hans ei nokk - ur veit. Um<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

ald - ur hans ei nokk - ur sál - a veit.<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Og jafnvel samtíð okkar enn<br />

sér ekki sína bestu menn,<br />

en bylting tímans birtir allt<br />

og bætir sumum hundraðfalt.<br />

Og bætir sumum aftur hundraðfalt.<br />

Því mótmælt hefði hans eigin öld,<br />

að afmælið hans sé í kvöld,<br />

og tengt þann atburð ársins við,<br />

að aftur lengist sólskinið.<br />

Að aftur fer að lengja sólskinið.<br />

En alltaf getur góða menn,<br />

og guðspjöll eru skrifuð enn.<br />

Hvert líf er jafnt að eðli og ætt<br />

sem eitthvað hefur veröld bætt.<br />

Sem eitthvað hefur veröldina bætt.<br />

Stephan G. Stephansson var trúleysingi en hafði þaullesið biblíuna og kunni hana öðrum mönnum<br />

betur. Hann sendi jólakvæði í nýársblað Heimskringlu árið 1899. Í því er viss þversögn að trúleysingi<br />

yrki jólakvæði enda kom á daginn að kvæðið var ekkert sérstaklega jólalegt. Hann nefndi það<br />

Eloi lamma Sabakhtani! en þetta eru orð Krists á krossinum: „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“<br />

Stephani finnst þessi orð eins geta átt við sig. Enda er umfjöllunin um boðskap Krists og hliðstæðuna<br />

við skáldið og bóndann.<br />

Með laginu hér að ofan eru gefin fjögur erindi og þannig gæti<br />

það í sjálfu sér staðið sem jólakvæði við jólalag. Þess ber að geta<br />

að lagsins vegna var bætt við einni línu neðst sem er heldur lengri<br />

endurtekning á síðustu línu Stephans.<br />

Kvæðið byrjar sakleysislega á fæðingu frelsarans, litlum og<br />

hversdagslegum atburði sem enginn veitti athygli á þeim tíma. Strax<br />

í öðru erindi er vísun í samtímann: „[S]amtíð okkar enn sér ekki<br />

sína bestu menn.“ Stephan var farinn að nálgast fimmtugt og fannst<br />

líklega að samferðamennirnir veittu honum ekki þá eftirtekt sem vert<br />

væri. Eins og trúleysingja er háttur minnir hann á að jól voru haldin<br />

hátíðleg í heiðnum sið.<br />

Hér eru birt fyrst þrjú erindin og fyrsta erindi þriðja hluta. Alls<br />

er kvæðið 27 erindi. Smám saman verður Stephan beittari: „Um<br />

okurkarl og aurasöfn hans orð ei vóru gælunöfn.“ Í næsta erindi segir:<br />

„Og bókstafs þræl og kredduklerk hann kærði fyrir myrkraverk.“<br />

Undir lokin víkur hann að hlutskipti skáldsins:<br />

Og skáldið hreppir hlutfall það,<br />

sem hversdagslífið þrengir að,<br />

sem hnígur undir önn og töf<br />

með öll sín bestu ljóð í gröf.<br />

4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!