29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Clemencía frænka<br />

SMÁSAGA EFTIR Ángeles Mastretta<br />

Unnusti Clemencíu Ortega gerði sér enga grein fyrir þeim heimi firru og ástríðu sem hann opnaði<br />

fyrir þetta kvöld. Hann seildist eftir þessu rétt eins og hverri annarri sultukrukku og lauk upp. En frá<br />

þeirri stundu fylltist líf hans allt - þessi áhyggjulausa ferð hans um lífið í ensku jakkafötunum eða með<br />

tennisspaðann - ilminum, því beiska bruggi, já, eitrinu.<br />

Clemencía frænka var vissulega falleg en<br />

bak við dökka lokkana leyndust ákveðnar<br />

hugmyndir sem með tímanum urðu til<br />

vandræða. Því í fyrstu voru það ekki aðeins<br />

duttlungar hennar heldur þessar hugmyndir<br />

sem komu henni áreynslulaust í þá leynilegu<br />

hvílu sem hún deildi með unnusta sínum.<br />

Á þeim tíma var það ekki bara svo að<br />

vel uppaldar stúlkur frá Puebla rekkjuðu<br />

ekki með unnustum sínum heldur hvarflaði<br />

hreint ekki að þeim að gera mætti ráð fyrir<br />

slíkum möguleika. En það var Clemencía<br />

frænka sem losaði um kotið þegar hún<br />

fann að geirvörturnar voru orðnar stinnar<br />

eins og tvær strýtur. Það var hún sem setti<br />

hendurnar inn undir buxurnar, í hellinn þar<br />

sem menn geyma gæludýr sitt, sem þeir<br />

flytja með sér um allar jarðir, dýrið sem þeir<br />

ljá manni þegar þá lystir og láta svo hverfa,<br />

skeytingarlaust og kyrrt líkt og það hefði<br />

aldrei komið nálægt okkur. Það var hún sem<br />

fálmaði eftir ólgandi ræflinum án þess að<br />

nokkur neyddi hana, það var hún sem vildi<br />

sjá hann, finna hann.<br />

Því var það svo að unnustinn fann hvorki<br />

til skammar þess sem hefur misnotað né<br />

skyldu þess sem er bundinn loforði. Þau<br />

elskuðust í matarbúrinu meðan athygli<br />

allra beindist að bróðurdóttur Clemencíu<br />

frænku sem fyrr um daginn hafði klæðst<br />

brúðarskarti til að ganga í hjónaband eins og<br />

lög gera ráð fyrir. Í matarbúrinu var dimmt<br />

og kyrrt undir lok veislunnar. Þar ilmaði af<br />

kryddi og múskati, súkkulaði frá Oaxaca og<br />

chílepipar, vanillu og ólífum, maískökum<br />

og saltfiski. Í fjarska ómaði tónlistin og<br />

inn á milli heyrðust köll um að brúðhjónin<br />

skyldu kyssast, að vesöl og ófríð stúlka ætti<br />

að fá brúðarvöndinn, að tengdaforeldrarnir<br />

skyldu fá sér snúning. Clemencía frænka gat<br />

ekki hugsað sér betri stað í veröldinni fyrir<br />

áætlanir sínar þetta kvöld. Þau elskuðust<br />

án heitstrenginga, án kúvendinga, laus við<br />

ábyrgðina sem fylgir því að vera á verði.<br />

Um stund voru þau það sem kallast -<br />

hamingjusöm.<br />

- Það er bergmynta í hárinu á þér, sagði<br />

móðir hennar þegar hún sá hana dansa<br />

nálægt borðinu þar sem hún hafði setið<br />

ásamt föður Clemencíu síðustu fimm og<br />

hálfa stundina.<br />

- Það hlýtur að vera úr brúðarvendinum<br />

sem lenti á mér.<br />

- Ekki sá ég að hann lenti á þér, sagði<br />

móðirin. - Ég kom ekki einu sinni auga á þig<br />

þegar honum var kastað. Og ég sem kallaði<br />

á þig.<br />

- Það var annar vöndur sem kom í<br />

minn hlut, svaraði Clemencía eins og<br />

blygðunarlaus prakkari.<br />

28

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!