29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

tillögur til úrbóta. Um haustið það ár rofnaði stjórnarsamstarf<br />

Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og tók Framsóknarflokkurinn<br />

þá forustu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og gengisbreytingu sem<br />

náði fram að ganga vorið 1939, án þess þó að tök reyndust á að létta<br />

um leið af innflutningshöftum. Undirbúningur þess máls fór að öllu<br />

leyti fram á vegum stjórnmálaflokkanna allt til þess að hið nýja gengi<br />

var samþykkt af Alþingi.<br />

N‡skipan gjaldeyrismála<br />

Í síðari heimsstyrjöldinni miðri hófu Bretar og Bandaríkjamenn<br />

undirbúning að nýskipan alþjóðlegra gjaldeyrismála. Ekki var í<br />

þetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma á<br />

fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera<br />

nokkurn sveigjanleika umfram það sem gullfóturinn hafði haft. Var<br />

Íslendingum boðin þátttaka í undirbúningi þessara tillagna, og þegar<br />

kom að stofnfundi hinna nýju samtaka, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og<br />

Alþjóðabankans, sem haldinn var í Bretton Woods í Bandaríkjunum í<br />

júlí 1944, sendu Íslendingar þriggja manna nefnd á vettvang. Voru það<br />

þeir Magnús Sigurðsson, bankastjóri Landsbankans, sem var formaður<br />

nefndarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, þá bankastjóri Útvegsbankans, og<br />

Svanbjörn Frímannsson, aðalbókari Landsbankans.<br />

Samkvæmt stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi sjóðurinn<br />

ákvarða stofngengi hvers lands, sem ekki mátti breyta nema til<br />

leiðréttingar á grundvallarmisræmi (fundamental disequilibrium),<br />

og þá aðeins með samþykki sjóðsins. Enn fremur skuldbundu aðilar<br />

sjóðsins sig til að leyfa frjálsar greiðslur vegna viðskipta með vörur<br />

og þjónustu, en eftirlit átti að haldast með fjármagnsflutningum. Til<br />

þess að auðvelda aðlögun að viðskiptafrelsinu og verjast áföllum<br />

síðar meir skyldi aðildarlöndum vera heimilt að kaupa erlendan<br />

gjaldeyri af sjóðnum gegn eigin mynt samkvæmt kvóta er hverju<br />

landi var úthlutað. Gátu kaup er námu allt að einum fjórða kvótans,<br />

en það svaraði til upphaflegs framlags landsins í gulli og gjaldeyri,<br />

farið fram án samþykkis sjóðsins, en slíkt samþykki þurfti til frekari<br />

nýtingar.<br />

Hvorki íslenska sendinefndin né íslensk stjórnvöld virðast hafa<br />

litið svo á að þátttaka í gjaldeyrissjóðnum gæti orðið grundvöllur að<br />

Magnús Sigurðsson, bankastjóri Landsbankans, var<br />

formaður nefndar sem fór utan á stofnfund nýrra samtaka,<br />

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem haldinn<br />

var í Bretton Woods í Bandaríkjunum í júlí 1944. Með honum í<br />

nefndinni voru Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Útvegsbankans,<br />

og Svanbjörn Frímannsson, aðalbókari Landsbankans.<br />

Ekki var í þetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma á<br />

fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera nokkurn sveigjanleika<br />

umfram það sem gullfóturinn hafði haft.<br />

festu í gengismálum samfara frelsi í viðskiptum hér á landi. Taldi<br />

nefndin ráðlegt að halda kvóta Íslands sem lægstum og var hann<br />

ákveðinn 1 milljón dollara, í stað 3,5 milljóna sem stóð til boða.<br />

Aðrar þjóðir sóttust hins vegar eftir sem hæstum kvóta til þess að<br />

tryggja betur gjaldeyrisstöðu sína. Í skýrslu nefndarinnar, og enn<br />

frekar í flutningi málsins á Alþingi, var þátttaka Íslands fyrst og<br />

fremst réttlætt með því að hún myndi greiða fyrir útflutningi til landa<br />

þar sem ella þyrfti að koma til vöruskipta. Það var með öðrum orðum<br />

litið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem „clearing-sjóð“. Starfsemi hans<br />

var þó ekki við þetta miðuð, heldur við það að sérhvert land kæmi<br />

gengismálum sínum og fjármálum svo fyrir að viðskipti gætu orðið<br />

frjáls við önnur lönd. Í útvarpserindi sem einn nefndarmanna, Ásgeir<br />

Ásgeirsson, hélt í mars 1946, í tilefni af því að stofnanirnar voru<br />

að taka til starfa, kemur þó fram dýpri skilningur en þetta. Bendir<br />

Ásgeir á það hlutverk þeirra að veita aðilum sínum upplýsingar og<br />

ráðleggingar þegar vanda beri að höndum. Gætu Íslendingar notið<br />

góðs af þessu nú þegar alvarlegir erfiðleikar steðji að, og þeim ætti<br />

ekki að vera vandara um að þiggja ráð en öðrum sem stærri séu og<br />

voldugri.<br />

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók til starfa í árslok 1946<br />

reyndust samskipti Íslands við hann bæði lítil og stirð. Vildi sjóðurinn<br />

taka stofngengi íslensku krónunnar til endurskoðunar líkt og gengi<br />

annarra landa sem raskast hefði á styrjaldarárunum, en þessu tóku<br />

íslensk yfirvöld fjarri. Sömuleiðis var hugmyndum sjóðsins um<br />

breytta stefnu í efnahagsmálum með öllu hafnað af Íslands hálfu árið<br />

1948. Um svipað leyti gerðist landið aðili að Marshall-aðstoðinni, en<br />

þar með féllu samskipti við sjóðinn niður að sinni. Á sjötta áratugnum<br />

fylgdist sjóðurinn með þróun efnahagsmála hér á landi og gagnrýndi<br />

þau atriði í stefnu stjórnvalda sem hann taldi brjóta í bága við<br />

gildandi reglur. Það var hins vegar ekki fyrr en undir lok áratugarins,<br />

þegar stjórnmálaumskipti höfðu orðið í landinu, að sjóðurinn lýsti<br />

sig reiðubúinn til stuðnings við almenna og róttæka stefnubreytingu<br />

26

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!