29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Jón Þorláksson stóð að gengishækkun 1924-5 einni<br />

umdeildustu ákvörðun í sögu gengismála á Íslandi.<br />

einum fulltrúa frá hvorum bankanna og formanni skipuðum af<br />

fjármálaráðherra. Engin ákvörðun var hins vegar tekin um festingu<br />

gengisins, enda stóðu þá yfir miklar umræður á milli svokallaðra<br />

hækkunarmanna og stýfingarmanna, hliðstæðar þeim sem fram fóru<br />

erlendis um sama leyti. Hækkun gengisins á árinu 1924 og fram<br />

eftir árinu 1925, ekki síst vegna batnandi árferðis, mætti hins vegar<br />

andspyrnu útflutningsatvinnuveganna og leiddi til ályktunar Alþingis<br />

í júní 1925 um að gengisnefnd skyldi stefna að stöðugu gengi.<br />

Síðla sumars þetta sama ár, 1925, varð mikil og óvænt hækkun<br />

á dönsku krónunni gagnvart sterlingspundi. Leiddi hún til væntinga<br />

um svipaða hækkun íslensku krónunnar og mikils innstreymis<br />

gjaldeyris til Landsbankans. Vegna þeirrar gengisáhættu sem í þessu<br />

fólst, krafðist bankinn hækkunar á skráningu gengisins sem fulltrúi<br />

fjármálaráðherra í gengisnefndinni féllst á. Hækkaði gengið því mjög<br />

í ágúst og september. Mikil andstaða útflytjenda gegn þessari þróun<br />

leiddi þá til breyttrar afstöðu fjármálaráðherra og stöðvunar frekari<br />

hækkunar þann 27. október, en þá var gengi sterlingspundsins 22.15<br />

krónur. Engin formleg samþykkt var gerð af þessu tilefni, en þetta<br />

gengi gagnvart sterlingspundi hélst óbreytt í nærfellt fjórtán ár, en<br />

með því var krónan óbeint tengd gulli, á meðan pundið var á gullfæti,<br />

og gjaldeyrisviðskipti þá að öllu leyti frjáls.<br />

Ein ástæða þess að varanleg afstaða var ekki tekin í gengismálinu<br />

á þessum tíma var sú að bankamál landsins voru í ólestri. Eiginlegum<br />

seðlabanka hafði ekki verið komið á fót, en Íslandsbanka, sem var í<br />

einkaeigu en þó undir beinum opinberum áhrifum, hafði verið veitt<br />

takmarkað leyfi til seðlaútgáfu, auk þess sem landssjóður samkvæmt<br />

lögum gaf út seðla fyrir Landsbankann. Eftir lok styrjaldarinnar, þegar<br />

Íslandsbanki hafði komist í greiðsluerfiðleika, bar brýna nauðsyn<br />

til að koma nýrri skipan á réttinn til seðlaútgáfu og á fyrirkomulag<br />

bankamála yfirleitt. Þetta kom þó ekki til umfjöllunar Alþingis fyrr en<br />

árið 1924, og stóð sú umfjöllun til 1927 þegar samþykkt voru ný lög<br />

um Landsbankann sem tóku nokkrum breytingum árið eftir þegar ný<br />

ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Samkvæmt lögunum átti krónan<br />

að vera innleysanleg í gulli miðað við upphaflegt gengi hennar. Þetta<br />

ákvæði skyldi þó ekki koma til framkvæmda fyrr en Alþingi ákvæði,<br />

en það fól í reynd í sér frestun á því hvorutveggja, hvert endanlegt<br />

gullgengi skyldi vera og hvenær það skyldi taka gildi. Annað aðalatriði<br />

hinna nýju laga var hið tvíþætta hlutverk Landsbankans, að vera<br />

seðlabanki og viðskiptabanki í senn. Í reynd varð síðara hlutverkið þó<br />

mun þyngra á metunum en hið fyrra, andstætt því sem upphafsmaður<br />

laganna, Jón Þorláksson forsætisráðherra, hafði ætlast til, en það var<br />

að bankinn með tímanum skyldi draga úr sparisjóðsviðskiptum og<br />

seðlabankahlutverkið verða ráðandi í starfsemi hans.<br />

Að lögunum um Landsbankann frágengnum var gengismálið<br />

tekið til athugunar á nýjan leik af hálfu nýrrar ríkisstjórnar<br />

Framsóknarflokksins sem hafði festingu krónunnar á stefnuskrá<br />

sinni. Var formanni gengisnefndar, Ásgeiri Ásgeirssyni, falið<br />

að undirbúa frumvarp um málið. Leitaði hann af þessu tilefni<br />

álits frá seðlabönkum Noregs og Svíþjóðar og sömuleiðis frá<br />

sænska hagfræðingnum Gustav Cassel, sem þá var einn kunnasti<br />

sérfræðingur í peningamálum í Evrópu. Studdu þessir ráðgjafar það<br />

allir að gengi krónunnar skyldi lögfest sem fyrst og bundið við gull á<br />

ríkjandi gullgengi en ekki á fyrra gengi frá 1914. Frumvarp um þetta<br />

var borið fram á Alþingi 1929, en meirihluti var ekki fyrir samþykki<br />

þess þar sem þingmenn bæði Íhaldsflokks og Alþýðuflokks studdu<br />

festingu á gamla gullgenginu. Um sama leyti stakk Jón Þorláksson<br />

upp á málamiðlun sem gerði ráð fyrir aðlögun að fyrra gullgengi<br />

með skjótum hætti, án hægfara verðhjöðnunar. Um þessar tvær<br />

leiðir var tekist næstu þing á eftir allt fram á sumarþing 1931, án<br />

þess að niðurstaða fengist. Í september það ár gerðist það svo að<br />

Englandsbanki hvarf frá gullinnlausn og heimskreppan mikla komst<br />

í algleyming.<br />

Ástæðurnar fyrir því að úrlausn á gengismálinu fékkst ekki<br />

á þessum árum voru af ýmsum toga spunnar. Miklu skipti að<br />

ákvörðunin var ekki talin aðkallandi. Það gengi sem staðnæmst hafði<br />

verið við í október 1925 reyndist í raun hæfilegt þegar kom fram á<br />

árið 1927. Þá var enn djúpstæður ágreiningur á milli hækkunarmanna,<br />

sem töldu það siðferðilega skyldu að hverfa til fyrra gullgengis, og<br />

stýfingarmanna sem töldu þetta myndi verða of dýru verði keypt í<br />

þrengingum atvinnulífsins. Málamiðlun Jóns Þorlákssonar var snjöll<br />

úrlausn, en flókin og nánast óframkvæmanleg að mati Gustavs<br />

Cassels. Loks skipti það máli að eiginfjárstaða Landsbankans, sem<br />

og gjaldeyrisstaða hans, voru mun veikari en seðlabanki lands á<br />

gullfæti hefði þurft á að halda, samtímis því sem aukning opinberra<br />

framkvæmda var meira áhugamál stjórnvalda en fjárhagslegur<br />

styrkur bankans, og þar með landsins.<br />

Gullfætinum fórna›<br />

Ein ástæða þess að varanleg afstaða var ekki tekin í gengismálinu á þessum tíma<br />

var sú að bankamál landsins voru í ólestri. Eiginlegum seðlabanka hafði ekki verið<br />

komið á fót, en Íslandsbanka, sem var í einkaeigu en þó undir beinum opinberum<br />

áhrifum, hafði verið veitt takmarkað leyfi til seðlaútgáfu, auk þess sem landssjóður<br />

samkvæmt lögum gaf út seðla fyrir Landsbankann.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!