29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Það sem er áhugavert við hugmyndir Thorsteins er að hann<br />

útskýrir hvað bindur samfélagið saman þrátt fyrir ójöfnuðinn,<br />

af hverju Bandaríkin hrynja ekki innan frá eins og oft hefur verið<br />

spáð. „Vinnulýðurinn“ vill ekki koma frístundastéttinni frá völdum<br />

eins og Marx spáði heldur vill hann verða hluti af frístundastéttinni.<br />

Lýðurinn dáir höfðingjana meira en hann fordæmir þá. Lýðurinn vill<br />

þess vegna herma eftir frístundastéttinni, kaupa það sem hún kaupir<br />

og neyta þess sem hún neytir, hvort sem hann hefur efni á því eður ei.<br />

Þetta er spurning um „eftirtektarverða neyslu“. Jafnvel þó að lýðurinn<br />

fari sjálfur að líta með óvirðingu á vinnu sína kemur óánægjan ekki<br />

fram í byltingu heldur í þrautseigju til að skríða með öllum tiltækum<br />

ráðum inn í heim frístundastéttarinnar. Þegar þangað er komið horfa<br />

menn niður með hinum á þau störf sem þeir unnu áður. Þannig verður<br />

til óstjórnlegt og oft og tíðum glórulítið neyslusamfélag sem byggist<br />

á von manna um að verða eins „flottir“ og þeir sem eru forsíðuefni<br />

þjóðfélagsímyndarinnar. Þetta er ameríski draumurinn.<br />

Hin óstjórnlega hvatning<br />

Frístundastéttin er íhaldsöm, vill ekki breytingar, í hugmyndafræði<br />

Thorsteins.<br />

Annar góður hugmyndafræðingur, sem nýlega var farið að dusta<br />

rykið af, er Jósep Schumpeter, austurrískur lög- og hagfræðingur.<br />

Schumpeter kom hugmyndinni um mikilvægi frumkvöðulsins í<br />

uppgangi þjóðfélagsins aftur í umræðuna. Hann gerði það með því að<br />

sýna hvernig nýsköpun skapar hagnað í hagkerfi þar sem er fullkomin<br />

samkeppni. Einungis með því að brjóta leikinn upp, bjóða nýjar eða<br />

endurbættar vörur og þjónustu, koma með nýjar framleiðsluaðferðir<br />

eða nýtt skipulag, væri hægt að breyta leiknum og skapa hagnað.<br />

Þetta var það sem hann kallaði „skapandi<br />

eyðileggingu“. Frumkvöðullinn er sá<br />

sem leiðir breytingarnar.<br />

Frumkvöðullinn var ekki<br />

sérstaklega nefndur í hugmyndafræði<br />

Thorsteins en hann segir að nýsköpun<br />

vinnustéttarinnar sé forsenda framfara.<br />

Tæki frumkvöðulsins er nýsköpun í<br />

hugmyndafræði Schumpeters. Hann<br />

lýsti frumkvöðlinum eins og um hetju<br />

væri að ræða sem af óeigingirni færi<br />

í það vanþakkláta hlutverk að rugla<br />

gangi mála og breyta leiknum. Innsæi<br />

Thorsteins er áhugaverður útgangspunktur í þessu samhengi. Eina<br />

leiðin fyrir „vinnulýðinn“ til þess að komast í hóp frístundastéttarinnar<br />

er að gera eitthvað nýtt eða á nýstárlegan hátt, að brjóta upp leikinn.<br />

Þar sem jöfnuður er fyrirskipaður er þessi löngun ekki til staðar.<br />

Frumkvöðull Schumpeters vinnur af skynsemi og rökhyggju.<br />

Mikilvægur hlekkur í hugmyndum Thorsteins, er að rökhyggja og<br />

skynsemi reki þjóðfélagið ekki áfram heldur innbyggð óskynsemi<br />

byggð á þröngsýni og þráhyggju. Oft og tíðum er þetta vonlítill<br />

eltingarleikur við glys og glingur sem breytir engu um lífið og<br />

tilveruna þegar öll kurl eru komin til grafar. En eltingarleikurinn er<br />

undirstaða hagvaxtar, neysla annars vegar og nýsköpun hins vegar.<br />

Velgengni getur orðið þjóðfélaginu að fjörtjóni, sagði Schumpeter.<br />

Hann sló því fram að „offitan“ myndi drepa frumkvæðið þar sem<br />

enginn skapaði auðæfi þegar afkomendur auðsældar hefðu ekkert<br />

verðmætaskyn lengur. Vandamál framtíðarinnar væri ekki skortur á<br />

frístundum heldur of margar frístundir og hvað ætti að gera við þær.<br />

Hvatningin til að skapa væri ekki lengur fyrir hendi. Þessi hugmynd<br />

er ekki ósvipuð hugmyndum Thorsteins um að ef allir væru að leika<br />

sama leik og frístundastéttin væri enginn til að skapa auðsæld í<br />

þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir um hið staðnaða þjóðfélag eru þó<br />

að vissu leyti í mótsögn við skapandi eyðileggingu Schumpeters. 2<br />

Hann talaði um að „elítan“, rétt eins og Thorstein talaði um<br />

„frístundastéttina“, myndi stjórna samfélaginu og reyna að byggja<br />

upp stofnanakerfi til að tryggja eignarhald sitt og yfirráð. Hann sagði<br />

jafnframt að elítan tæki breytingum, það eru mismunandi aðilar sem<br />

eru elítan á mismunandi tímum og leiða samfélagið. Ný elíta getur<br />

gert gömlu elítuna úrelta.<br />

Hvatning og von eru vanmetnir drifkraftar einstaklinga og<br />

þjóðfélags. „Ameríski draumurinn“ hefur verið eyjaskeggjum<br />

mikilvægur til þess að neyta og skapa, hin óstjórnlega hvatning til<br />

að halda eltingaleiknum endalaust áfram. Að einhverju leyti snýst<br />

eltingaleikurinn um að verða hluti af hinni nýju elítu og gera þá<br />

gömlu úrelta.<br />

Þrenning ein og sönn<br />

„Ameríski draumurinn“<br />

hefur verið eyjaskeggjum<br />

mikilvægur til þess að neyta<br />

og skapa, hin óstjórnlega<br />

hvatning til að halda<br />

eltingaleiknum endalaust<br />

áfram.<br />

Það er tómt mál að tala um hvað hefði orðið eða ekki orðið hefðu<br />

Bandaríkjamenn ekki hersetið Ísland. Hvort sem eyjarskeggjum<br />

líkar það betur eða verr þá hafði sú ákvörðun að fá Bandaríkjamenn<br />

til þess að vernda landið langvarandi afleiðingar, bæði til góðs og<br />

ills eftir því frá hvaða bæjardyrum er<br />

horft. Eftir 65 ára hersetu er herinn<br />

farinn heim en ameríski draumurinn<br />

lifir í íslensku þjóðinni. Eftir stendur<br />

ein mesta frumkvöðlaþjóð Evrópu,<br />

gegnsýrð af „eftirtektarverði neyslu“<br />

sem rekur hana áfram eins og hún sé viti<br />

sínu fjær, í óstjórnlegum eltingarleik. 3<br />

Frístundastéttin og elítan lifa góðu lífi<br />

en það hefur orðið mannabreytingar<br />

í elítunni á síðastliðnum árum.<br />

Hugmyndafræðilega er leikurinn hins<br />

vegar sá sami.<br />

Það leikur enginn vafi á að Bandaríkin eru fyrirmynd Íslands<br />

en ekki Danmörk, Bretland eða önnur Evrópulönd. Smjörþefinn<br />

fengu Íslendingar með komu Kanans árið 1941. Áhrifin voru ekki<br />

fyrst og fremst efnahagsleg heldur menningarleg. Íslendingar fengu<br />

sjálfstraust á þessum árum sem hefur vaxið stöðugt síðan. Þeir<br />

fengu fyrirmynd sem hvatti þá áfram til þess að gera hagvöxt að<br />

meginmarkmiði þjóðfélagsins. Hin heilaga þrenning sem hefur gert<br />

Ísland að einu ríkasta landi í heimi miðað við landsframleiðslu og<br />

höfðatölu er; sjálfstraust, hvatning og fyrirmynd. Fræjunum var sáð<br />

árið 1941.<br />

1<br />

Sögur af liðnum atburðum eru dæmdar til þess að vera villandi á einn eða annan hátt. Hugmyndafræði hefur oft leikið sögumenn grátt og leitt þá villur vegar án þess að þeir geri sér<br />

grein fyrir því. Of mikil fastheldni við einhliða hugmyndafræði blindar menn. Þess vegna er hugsanlega hægt að skoða söguna í nýju ljósi þegar úreltar hugmyndir, eins og þær sem eru<br />

eyrnamerktar „hægri“ og „vinstri“, þurfa ekki að vera leiðarljós söguskoðunar og hægt er að tala um hugmyndir án þess að þurfa að flokka þær með villandi flokkunarkerfi.<br />

2<br />

Stundum er talað um hinn unga og hinn gamla Schumpeter þegar talað er um hann þar sem ýmislegt sem hann sagði á eldri arum þykir í mótsögn við það sem hann sagði á sínum<br />

yngri arum.<br />

3<br />

Frumkvöðullinn og nýsköpun sem forsenda aukinnar auðsældar er tiltölulega nýtt fyrirbæri í seinni tíma hagfræði. Menningarlegir áhrifaþættir eru sjaldan nefndir. Þess vegna er<br />

hægt að segja sömu söguna á nýjan hátt sem gefur hugsanlega áhugaverðari mynd af eyjaskeggjum og efnahagslegum árangri þeirra en gamlar útgáfur af sömu sögu, sem oft eru<br />

byggðar á úreltri hugmyndafræði.<br />

22

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!