29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Koma bandaríska hersins árið 1941 skipti sköpum fyrir hvernig íslensk<br />

efnahagsmál þróuðust síðan.<br />

Mynd: Ólafur K. Magnússon.<br />

Eyjan var dæmd til þess að verða amerískasta úthverfi Evrópu.<br />

Þjóð og menning var upp frá því, rétt eins og hinir stóru jarðflekar sem<br />

skipta landinu, klofin á milli Evrópu og Ameríku. Einstaklingshyggja<br />

Bandaríkjamanna er óvíða sterkari en hér á landi og kvenhyggja,<br />

jöfnuður og samkennd, er á sama tíma enn rótsterk eins og hjá<br />

frændum okkar á Norðurlöndunum – en er hugsanlega víkjandi. Spor<br />

Bandaríkjamanna rista djúpt í íslensku þjóðarsálinni en það er óljóst<br />

hversu djúp þau spor hefðu orðið ef þeir hefðu yfirgefið landið í lok<br />

stríðsins eins og upphaflega var samið um. Ef til vill hefði fljótlega<br />

fennt í þau spor og minningin ein lifað eins og góð auglýsing sem þó<br />

hefur lítil áhrif þar sem hún er ekki endurtekin nægilega oft. Þetta var<br />

hins vegar auglýsingaherferð.<br />

Bandaríkjamenn höfðu ekki hug á að fara eftir stríðslok þann 8.<br />

maí árið 1945. Þeir óskuðu eftir að fá að hafa þrjár herstöðvar í landinu<br />

en að lokum var samið um að þeir hefðu afnot af Keflavíkurflugvelli<br />

en ekki formlega herstöð. Árið 1949 gerðust Íslendingar stofnaðilar<br />

að Norður-Atlantshafsbandalaginu. Tveimur árum seinna tóku<br />

Bandaríkjamenn að sér varnir landsins. Bandaríkjamenn fóru aldrei<br />

og það var því ekki fyrr en á þessu ári, 2006, sem hinni bandarísku<br />

„hersetu“ lauk.<br />

Sjálfstæði með hjálpardekkjum<br />

Samfylgdin við Bandaríkjamenn jók sjálfstraust þjóðarinnar.<br />

Eyjaskeggjar stefndu leynt og ljóst að sjálfstæði löngu fyrir hersetuna,<br />

höfðu heimild til þess með samningum frá árinu 1918, en það hefur<br />

sennilega aukið sjálfstraustið að Bandaríkjamenn voru tilbúnir að<br />

viðurkenna lýðveldið. Eyjaskeggjar vildu lýsa yfir sjálfstæði árið<br />

1942 en Bandaríkjamenn þrýstu á að Íslendingar biðu þar til eftir<br />

stríð. Íslendingar lýstu svo yfir sjálfstæði frá Dönum árið 1944, á<br />

meðan danski kóngurinn sat í þýsku stofufangelsi. Eyjaskeggjar<br />

afneituðu frænda en hlupu í faðminn á hinum nýja stóra bróðir í<br />

staðinn.<br />

Eyjaskeggjar hafa alltaf verið stoltir. Þeim hefur jafnan verið<br />

illa við að viðurkenna annað en eigið ágæti. Íslendingar vilja ekki<br />

heyra þess getið að Þorskastríðið hafi þeir unnið á hinum pólitíska<br />

vettvangi fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna en ekki<br />

fyrir hetjulega framgöngu sæúfinna baráttujaxla<br />

sem hafi verið tilbúnir að hætta lífi og limum<br />

fyrir málstaðinn. Jafnframt hefur lítið verið gert úr<br />

Marshall-aðstoðinni í uppbyggingu fiskveiðiflotans<br />

og þeim tekjum sem Íslendingar hafa haft af<br />

varnarliðssamningnum í áranna rás. Þetta vó hins<br />

vegar þungt fyrir fátæka þjóð. Varnarliðið var lengi<br />

vel ein af höfuðatvinnugreinum landsins. Eins er<br />

lítið talað um þann stóra þátt sem Bandaríkjamenn<br />

hafa átt í uppbyggingu samgangna til og frá<br />

landinu. Það eru hins vegar margar vísbendingar<br />

um að Bandaríkjamenn hafi átt verulegan þátt í<br />

uppbyggingu íslenska efnahagsundursins.<br />

Hugmyndafræðileg umskipti urðu á Íslandi á<br />

þessum tíma og hagfræði sem byggðist á fríverslun<br />

tók að grafa um sig. Meira að segja gamlir<br />

sósíalistar, eins og Benjamín H. J. Eiríksson,<br />

fóru vestur um haf til að læra og komu frelsaðir<br />

til baka. Benjamín var farinn að efast áður en<br />

hann fór út en umskiptin urðu í Ameríku og það<br />

er spurning hvort hann og aðrir hefðu átt eins<br />

greiða leið í ameríska háskóla ef Ísland hefði ekki<br />

verið undir verndarvæng Bandaríkjanna. Hin<br />

hugmyndafræðilega bylting tók hins vegar áratugi.<br />

Stöðugt og mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins hér á landi sýnir að<br />

grundvöllur skapaðist fyrir frjálslyndar hugmyndir þótt aðrir flokkar<br />

hafi oft leitt breytingarnar í íslensku samfélagi. Nú eru hugmyndir<br />

um frjálsræði miklu sterkari hér á landi en annars staðar í Evrópu ef<br />

Bretlandseyjar eru undanskildar.<br />

Saga og aðstæður hafa mótað Íslendinga á þann veg að þeim<br />

hefur þótt tilgangslaust að horfa til lengri tíma og hafa því aldrei<br />

verið mjög móttækilegir fyrir skipulagsfræði. Ófyrirsjáanlegt veðrið<br />

og dyntótt náttúran hefur ráðið þar miklu. Eyjarskeggjar eru líka<br />

sjálfstæðir að eðlisfari, vilja bjarga sér sjálfir, en hættir til að horfa<br />

ekki á heildarmyndina og þræla sér út á röngum forsendum. Þeir áttu<br />

hins vegar auðvelt með að setja sig inn í hugmyndina um „ameríska<br />

drauminn“ og nota hana sem leiðarljós til framdráttar. Kannski var<br />

það fyrir tilstilli skáldsins, sem fyrirfinnst í brjósti hvers einasta<br />

eyjarskeggja, að hann lét sig dreyma. Þrátt fyrir að vera skammsýnir,<br />

allt frá því að þeir hjuggu niður skógi vaxið landið, fóstruðu þeir nýja<br />

framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn var að eignast allt það sem veröldin<br />

hafði upp á að bjóða.<br />

Eftirtektarverð neysla<br />

Aukin auðsæld þjóðar eykur neyslugleði hennar og eyjarskeggjar<br />

uxu hratt upp úr nægjuseminni. Hin sama nægjusemi einkennir<br />

enn frændur okkar Dani. Það er rétt eins og Íslendingar hafi verið<br />

sveltir í þúsund ár slík hefur áfergjan verið í aukna neyslu allar<br />

götur frá því að Kaninn keypti sig fyrst inn í hjarta þjóðarinnar.<br />

Frelsi á fjármagnsmarkaði og gríðarleg ásókn í lánsfjármagn bendir<br />

til þess að áfergjan hafi hvergi dvínað. Sykurát, jeppar, nýjustu<br />

heimilistækin, sprengja í húsnæðiskaupum og mikil neysla áfengisog<br />

þunglyndislyfja sýnir að nægjusemi er ekki einn af kostum (eða<br />

ókostum) íslensku þjóðarinnar. Neyslan er merki auðsældarinnar,<br />

þjóðin vill sýna sig og sanna fyrir sjálfri sér og umheiminum.<br />

Íslenska þjóðin líkist að mörgu leyti þeirri amerísku. Norðmaður<br />

að nafni Thorstein Veblen er einn af þeim hugmyndafræðingum<br />

nítjándu aldarinnar sem hafa nær gleymst, en hann setti í lok þeirrar<br />

aldar fram nýstárlega lýsingu á Bandaríkjunum. Sú lýsing er engu<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!