29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Siðgæði í viðskiptum og stjórnmálum<br />

Vísbending er óþreytandi í því að ræða um siðgæði í viðskiptum manna á milli, jafnt athafnamanna sem pólitíkusa:<br />

Hversu algengt er samráð um verðlag? Rannsóknir sýna að samráð er<br />

býsna algengt. Samkvæmt könnunum telur meira en helmingur forstjóra<br />

í 1000 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna samráð í viðskiptalífinu<br />

algengt.<br />

10. mars. Helgi Gunnlaugsson. Afbrot hinna efnameiri.<br />

Sé þetta rétt túlkun á viðskiptalegum tilgangi eru öll önnur lán til stjórnenda<br />

en þau sem veitt eru í þessum tilgangi óheimil og gildir þá einu hvernig<br />

til þeirra var stofnað. Staða á viðskiptareikningi sem á sér mótbókun í<br />

handbæru fé eða öðrum eignum er því andstæð hlutafélagalögum.<br />

31. mars. Stefán Svavarsson. Lán og lagasmíði.<br />

Enron-málið er fullflókið til þess að menn geti dregið af því lærdóm. Enn<br />

og aftur hefur sést að eftirlit þarf að vera í lagi og framkvæmdastjórar<br />

mega ekki hafa endurskoðendur í vasanum. Það var aftur á móti erfitt í<br />

tilviki Enrons, eins og víðar, vegna þess að endurskoðendurnir vissu að<br />

þeir gátu átt á hættu að missa margvísleg verkefni fyrir fyrirtækið ef þeir<br />

væru með múður vegna reikninganna. Allir höfðu því hag af því að taka<br />

þátt í leikritinu.<br />

2. júní. Enron-málið.<br />

Davíð Oddsson lagði fram þá hugmynd að banna framlög einkaaðila til<br />

stjórnmálaflokka. Sú tillaga hefur aldrei verið rædd sem skyldi. Á henni<br />

má eflaust bæði finna kost og löst. Aðalatriði er að ljóst sé hver borgar<br />

brúsann, en það getur alltaf eitrað umræðuna ef ekki liggur fyrir hver<br />

fjármagnar framboð.<br />

1. september. Þakkarskuldin.<br />

Yfirleitt hefur ekki þurft að kenna Íslendingum hvernig á að fara fram hjá<br />

lögum, einkum ef þeir geta hagnast á tiltækinu. Ein helsta röksemd fyrir<br />

breytingunum er að með því sé verið að tryggja að alþingismenn sem<br />

fari með mörg hundruð milljarða af almannafé séu ekki keyptir. Þannig<br />

mátti skilja málflutning Helga Hjörvars í Kastljósi 21. nóvember. En<br />

auðvitað fjallar frumvarpið ekkert um það. Þeir alþingismenn sem eru til<br />

sölu verða áfram keyptir þó að það verði kannski ekki gegnum prófkjör<br />

eða kosningar.<br />

24. nóvember. Lýðræði til sölu.<br />

Úr einu í annað<br />

Blaðinu er fátt óviðkomandi eins og<br />

eftirfarandi upptalning sýnir. Herinn<br />

fór öllum að óvörum. Árum saman hafa<br />

menn rembst við að halda honum en á<br />

endanum virðist tapið af brottförinni<br />

lítið:<br />

Alls gæti þá brottför varnarliðsins kostað<br />

Íslendinga sex til sjö milljarða til skamms<br />

tíma en nær fjórum til fimm ef litið er til<br />

lengri tíma. Á móti kemur að líklegt er að<br />

upp byggist arðbærari starfsemi á svæðinu<br />

til frambúðar og því gæti frjáls markaður<br />

verið fljótur að vinna upp skammtímatapið.<br />

24. mars. Varnirnar og veskið.<br />

Frelsi, réttlæti og fagleg vinnubrögð<br />

eru mörgum pennum Vísbendingar<br />

umhugsunarefni:<br />

Lífeyriskerfi Íslendinga er um margt til<br />

fyrirmyndar en þar bíða óleyst verkefni.<br />

Lífeyriskerfið er ekki aðeins reist á<br />

samningum og löggjöf heldur einnig<br />

óskrifuðum samfélagssáttmála. Forsenda<br />

hans er jafnrétti í lífeyriskjörum landsmanna.<br />

Veikist sú forsenda er vegið að undirstöðum<br />

kerfisins.<br />

30. júní. Ólafur Ísleifsson: Hræringar í<br />

lífeyriskerfinu.<br />

Skipun nýs Seðlabankastjóra fyrir skömmu<br />

kann að marka þáttaskil í baráttunni gegn<br />

verðbólgu. Margir bjuggust við að fráfarandi<br />

forsætisráðherra hlyti stöðuna, en þess í stað<br />

var starfsmaður bankans skipaður.<br />

4. ágúst. Sigurður Jóhannesson: Breytt<br />

peningastefna?<br />

Vísbending hefur oft birt greinar sem<br />

hafa verið gagnrýnar á það hversu lítil<br />

arðsemi er af virkjun við Kárahnjúka.<br />

Talsmenn andstæðra sjónarmiða þáðu<br />

ekki boð um að birta greinar í ritinu.<br />

En blaðið féllst ekki á örvæntingarfullar<br />

tilraunir andstæðinga virkjunarinnar á<br />

elleftu stundu:<br />

En nú er framkvæmdunum nær lokið og<br />

það er kjánalegt að halda áfram að berjast<br />

gegn þeim eins og hópur útlendinga<br />

gerir enn. Síðast bættist þar í hópinn<br />

undarleg kona sem segist vera amerískur<br />

verkfræðiprófessor. Ég sé að bornar eru<br />

brigður á styrk mannvirkja og undirstaða,<br />

en þótt rétt væri; hvernig getur hún sagt til<br />

um þetta eftir að hafa verið hér í örfáa daga?<br />

Háskólapróf veitir enga tryggingu fyrir því<br />

að fólk sé skynsamt eða heiðarlegt.<br />

18. ágúst. Lítils virði.<br />

Vísbending hefur talið evruna góðan kost<br />

fyrir Íslendinga en blaðið er opið fyrir<br />

ýmsum sjónarmiðum:<br />

Að ígrunduðum kostum og göllum sem<br />

fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu<br />

annars vegar og núverandi peningastefnu<br />

hins vegar er það niðurstaða okkar að<br />

Íslendingum sé betur borgið með núverandi<br />

fyrirkomulag í gengismálum en með því<br />

að taka upp fastgengisstefnu og ganga í<br />

evrópska myntsamstarfið.<br />

27. janúar. Gylfi Zoëga og Tryggvi Þór<br />

Herbertsson: Fyrirkomulag gengismála á<br />

Íslandi.<br />

Ekki fer illa á því að enda á heilræði sem<br />

menn geta gert að áramótaheiti:<br />

Nýlega hlýddi ég á erindi merks læknis hér<br />

á landi sem sagði frá stórum rannsóknum á<br />

heilsu fólks. Meðal helstu niðurstaðna var<br />

að menn ættu að drekka tvö til fjögur glös af<br />

rauðvíni á dag, stunda fjörugt kynlíf, kjósa<br />

hægriflokka og fara oft í óperuna.<br />

10. febrúar. Táp og fjör.<br />

18

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!