29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bankakreppa<br />

Eftir ítrekuð varnaðarorð um að<br />

gengi hlutabréfa og krónunnar<br />

kynni að vera býsna hátt kom allt í<br />

einu skellur úr óvæntri átt. Erlendir<br />

matsaðilar lýstu yfir ótta og Danski<br />

banki greip þá tækifærið:<br />

Morgunblaðinu er legið á hálsi að<br />

magna upp ótta um bankakerfið.<br />

Kannski hefur blaðið ætlað að bæta<br />

úr því og gefa bankamönnum góð<br />

ráð með fyrirsögninni: „Sæki um mat<br />

hjá S&P“ Ég get ekki að því gert að<br />

mér datt í hug bankastjóri sem stendur<br />

álútur eins og Ólíver Tvist með<br />

framrétta lófa fyrir framan forstjóra<br />

S&P og stynur upp: „Herra, get ég<br />

fengið mat?“<br />

17. mars. Nú gerist margt í senn.<br />

Það voru hins vegar ekki slíkar<br />

rökræður sem stöðvuðu rallíið á<br />

hlutabréfamarkaðinum heldur ótti við<br />

fjármálakrísu, eða öllu heldur áhyggjur<br />

útlendinga af íslenskri fjármálakrísu.<br />

Áhrifin voru hins vegar þau sömu<br />

og þegar einhver stingur títuprjóni<br />

í blöðruna, loftið fór úr henni með<br />

ýlfri og látum og á tveimur og hálfum<br />

mánuði hafði úrvalsvísitalan lækkað<br />

um 23%.<br />

5. maí. EÍJ: Í óöryggi markaðarins.<br />

Jón Sigurðsson, fyrrverandi<br />

ráðherra og bankastjóri við NIB,<br />

tók að sér að kynna staðreyndir um<br />

bankakerfið:<br />

Þótt öllu þessu sé til skila haldið breytir<br />

það ekki því að varnaðarmerkin eru<br />

greinileg og felast þau í viðskiptahalla<br />

og verðbólgu. Það eru vondu fréttirnar.<br />

Góðu fréttirnar eru að íslenska<br />

hagkerfið og stjórnkerfið hafa sýnt og<br />

sannað að þau hafa burði til þess að<br />

kljást við vanda af þessu tagi.<br />

23. júní. Jón Sigurðsson: Vaxandi<br />

áhrif banka og sparisjóða.<br />

,,Niðurstaðan er hinn villtasti tryllir,<br />

en bersýnilega sannur,“ segir Extra<br />

Bladet. Fyrstu viðbrögð flestra eru<br />

eflaust að láta sem ekkert sé. En bæði<br />

hér og í Danmörku munu einhverjir<br />

spyrja: „Ætli sé ekki eitthvað til í<br />

þessu?“ Og þá er tilganginum náð.<br />

27. október. Something is rotten in the<br />

state of Denmark.<br />

Skattamál<br />

Ólíkir aðilar hér á landi hafa ályktað<br />

að eðlilegt sé að skattur sé flatur.<br />

Viðskiptaráðið, BSRB og Vísbending hafa<br />

öll lagt þetta til:<br />

Persónuafsláttur er vinsæll vegna þess að<br />

almennt vill fólk ekki þurfa að láta frá sér<br />

peninga sem það hefur aflað. Lágtekjufólki<br />

finnst það græða á því að fá afsláttinn því<br />

að ráðstöfunartekjurnar eru mun meiri en<br />

þær væru ef skattur legðist á allar tekjur.<br />

Stundum virðist málflutningur hjá einstaka<br />

hagsmunahópum ganga út á það að það sé<br />

einstakt lán að vera skattlaus. Þetta er að<br />

sjálfsögðu firra. Það sem skiptir einstaklinginn<br />

máli er ekki að vera skattlaus heldur að<br />

ráðstöfunartekjur hans séu sem mestar.<br />

7. júlí. 20% flatur skattur.<br />

Flatir skattar virðast ekki njóta mikils fylgis<br />

meðal þeirra sem hafa rætt um tekjur og skatta<br />

að undanförnu. Þvert á móti virðist svo sem<br />

stórir hópar telji að það markmið skattheimtu<br />

að afla tekna fyrir sameiginlegar þarfir vegi<br />

mun minna en áhrif skatta til tekjujöfnunar.<br />

Að vísu hefur sá galli verið á umræðunni að<br />

hún hefur snúist mjög um misrétti launa þegar<br />

tölur sýna ... að í raun er dreifing launa nú<br />

mjög svipuð og fyrir áratug. Hins vegar hafa<br />

fjármagnstekjur allra aukist en mjög ójafnt eins<br />

og sást í sömu grein. Fyrir nokkrum árum var<br />

tekinn upp flatur 10% fjármagnstekjuskattur<br />

hér á landi. Á áratug hafa fjármunatekjur<br />

ellefufaldast að raunvirði.<br />

25. ágúst. Flatir skattar: Áhrif á<br />

launagreiðendur.<br />

Þegar álagningarskrá var lögð fram<br />

kom fram árleg reiðialda yfir því að<br />

sumir fá meira en aðrir. En útreikningar<br />

Vísbendingar sýndu enn einu sinni að<br />

jöfnuður í launum er svipaður og verið<br />

hefur í áratug. Fjármagnstekjur skiptast<br />

hins vegar mjög ójafnt:<br />

Þessi athugun bendir til þess að hér á landi<br />

sé tiltölulega lítill mismunur milli launatekna<br />

hinna ýmsu tekjuhópa og að sá munur hafi<br />

verið stöðugur í um áratug þrátt fyrir að<br />

rauntekjur hafi aukist mikið. Þetta sýnir að<br />

tekjuaukningin hafi skilað sér tiltölulega<br />

vel til allra tekjuhópa. Á sama tíma<br />

margfaldast vægi fjármunatekna. Þær aukast<br />

hjá öllum tekjuhópum, en miklu meira<br />

hjá þeim tekjumeiri. Öruggt er að þennan<br />

mikla vöxt megi rekja til þeirra breytinga í<br />

frjálsræðisátt sem Íslendingar hafa notið,<br />

einkum eftir að landið varð aðili að Evrópska<br />

efnahagssvæðinu árið 1993.<br />

28. júlí. Kjarabót, jöfnuður og bræðralag?<br />

Steingrímur talar um misrétti í þjóðfélaginu<br />

en mismunandi tekjuskiptingu ætti að vera<br />

hægt að ræða af skynsemi vegna þess að til<br />

er tölulegur mælikvarði á slíka skiptingu,<br />

Gini-stuðullinn. En hér verður Steingrími<br />

á að rugla saman launum og tekjum. Laun<br />

eru það sem greitt er fyrir vinnu einstaklinga<br />

og þrátt fyrir að laun nokkurra einstaklinga<br />

hafi hækkað mjög mikið hefur Gini-stuðull<br />

vegna launa verið nær óbreyttur í áratug<br />

eins og komið hefur fram hér í Vísbendingu.<br />

Hins vegar er mikil og vaxandi misskipting<br />

í fjármunatekjum. Steingrími er reyndar<br />

vorkunn þar sem fræðimenn við Háskóla<br />

Íslands hafa ekki gert skýran greinarmun<br />

á þessu tvennu. Steingrímur segir: „Hér<br />

birtist með ótvíræðum hætti hvað stóraukinn<br />

launamunur í þjóðfélaginu og ekki síður<br />

minnkandi tekjujöfnunargildi skattkerfisins<br />

og samneyslunnar hefur haft í för með sér.“<br />

17. nóvember. Við öll. Hugsanir Steingríms J.<br />

Sigfússonar.<br />

Við og útlendingarnir. Frumkvöðlar og útrás.<br />

Íslenskir athafnamenn vöktu athygli erlendis en ekki alltaf hrifningu. Útrásin var oft til<br />

umfjöllunar í blaðinu:<br />

Margt er kennt í háskólum og fyrir nokkrum árum kom hópur háskólastúdenta í heimsókn<br />

á Frjálsa verslun. Nemendurnir höfðu orð á því að þeir sem væru útnefndir menn ársins<br />

af blaðinu færu yfirleitt á hausinn fljótlega. Þetta sögðust þeir hafa eftir kennurum sínum.<br />

Ritstjóranum brá að vonum við þessi tíðindi því að hann hafði talið sig vera að velja rjómann<br />

úr atvinnulífinu.<br />

6. október. Verða menn ársins gjaldþrota?<br />

Íslenska útrásin hefur byggst á ofurtrú á þeirri framtíðarsýn og viðskiptamódelum sem íslenskir<br />

fjárfestar ganga með í maganum. Það sem hefur hins vegar verið þeim til framdráttar er að<br />

þetta eru tiltölulega einföld viðskiptamódel sem skapa fókus.<br />

14. júlí. EÍJ: Endir á ástarævintýri.<br />

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!