29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Vaxtafrelsi án lagasetningar<br />

Í lögum um Seðlabankann frá 1961 sagði: „Seðlabankinn hefur rétt<br />

til að ákvarða hámark og lág mark sem innlánsstofnanir mega reikna<br />

af innlánum og útlánum.“ Með sameiginlegri ákvörðun starfandi<br />

forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins,<br />

sem þá var utan ríkisstjórnar, og bankastjórnar Seðlabankans í<br />

ágúst 1984 var innlánsstofnunum falið að ákvarða eigin vexti í<br />

viðskiptum sínum. Forsætisráðherra var í fríi þegar ákvörðunin var<br />

tekin. Seðlabankinn hafði heimild til íhlutunar ef vextir keyrðu úr<br />

hófi og yrðu langt umfram það sem gerist í við skiptalöndum Íslands.<br />

Aldrei kom til slíkrar íhlutunar. Með því var komið vaxtafrelsi og<br />

starf skilyrði sett fyrir virkan fjármálamarkað. Ákvörðunin var ekki<br />

talin þurfa frekari lagastoð. Hugs anlega hafa einhverjir þingmenn<br />

talið nauðsynlegt að breyta lögum um Seðlabankann. Í raun var<br />

vaxtafrelsi komið á, án þess að slík ákvörðun væri rædd á Alþingi<br />

en víst er að af leið ing arnar voru ekki fyrirsjáanlegar. Seðla bankinn<br />

stofnaði „kaupþing“, Verðbréfaþing Íslands, árið 1985 en þar voru<br />

skráð spariskírteini. Verðbréfaþing er í dag Kauphöll Íslands hf.<br />

Kaupþingsstarfsemi var þó meðal lögbundinna verkefna Seðla banka<br />

Íslands í lög unum frá 1961. Með því að afnema hömlur á erlendum<br />

lántökum og síðar frelsi í fjár magns flutningum komst endanlega á<br />

forsenda fyrir markaðsvöxtum sem tóku mið af vöxtum erlendis.<br />

Vilhjálmur telur að merkustu ákvarðanir í peningamálum<br />

þjóðarinnar hafi komið inn bakdyramegin á Alþingi hafi þær<br />

verið ræddar þar yfirhöfuð.<br />

Mynd: Páll Kjartansson.<br />

Þáttur Iðnaðarbanka í frelsinu<br />

Með heimild til að verðtryggja fjárskuldbindingar gátu lánastofnanir<br />

loks keppt við verð tryggð spar iskírteini ríkissjóðs, sem voru fram<br />

til þessa eina brjóstvörn sparifjáreigenda. Iðn aðar bankinn gaf út<br />

verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir skuldabréf með fast eigna veði.<br />

Vaxtakjör á skuldabréfum Iðnaðarbankans voru eins og Seðlabankinn<br />

heimilaði, svo og fast eignaveðskuldabréfin, en þar sem þau voru<br />

gefin út af þriðja aðila, ekki mót tak anda verð tryggðu skuldabréfa<br />

bankans, var hægt að reikna út aðra ávöxtunarkröfu en sam kvæmt<br />

nafn vöxtum bréfanna. Handhafi verðtryggðu bankabréfanna seldi<br />

þau til líf eyris sjóðs eða annarra með svip uðum útreikningum, þannig<br />

að í viðskiptunum fólust markaðsvextir án af skipta Seðla banka.<br />

Stjórnvöld stóðu frammi fyrir því að ákæra sparifjáreiganda fyrir<br />

að okra á banka sem hefðu einungis verið broslegir tilburðir til að<br />

verja úrelt kerfi sem var orðið skaðlegt fyrir efnahagslífið. Skömmu<br />

síðar hófu verðbréfasjóðir Kaupþings hf. og Verðbréfamarkaðar<br />

Fjár fest inga félagsins hf. starfsemi sína. Allt voru það heiðvirðir<br />

menn, sem stóðu að þessum við skiptum. Áður var slíkum viðskiptum<br />

lýst í kvæði Tómasar Guðmundssonar, Hótel Jörð:<br />

Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst<br />

né færi á að ráðstafa nokkru betur.<br />

Því alls sem lífið lánaði, dauðinn krefst,<br />

í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.<br />

Skýring: Metúsalem og Pétur; fjármálamenn í Reykjavík.<br />

Fyrsta skerf inn í nútímann: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn<br />

og Alþjóðabankinn<br />

Rétt er að minna á þær alþjóðastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn<br />

og Alþjóðabankann, sem tryggðu stöðugleika í gjaldeyrismálum<br />

heimsins á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sáttmálar þessara<br />

stofnana voru samþykktir af fulltrúum þeirra þjóða sem töldu sig<br />

verða í sigurliði síðari heimsstyrjaldarinnar. Samkomustaðurinn var<br />

í Bretton Woods í New Hamp shire í Bandaríkjunum. Sáttmálarnir<br />

voru lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar haustið 1944. Ólafur Thors<br />

forsætisráðherra mælti fyrir staðfestingu í neðri deild Alþingis<br />

og Ásgeir Ás geirsson, bankastjóri og fulltrúi á Bretton Woods<br />

fundinum, mælti fyrir stað fest ingu í efri deild Alþings. Sáttmálarnir<br />

voru staðfestir umræðulaust og án mótatkvæða.<br />

Ályktun: Alþingi ræður ekki við peningaákvarðanir<br />

Af því sem að framan er sagt má draga eina meginályktun. Peningamál<br />

og gengismál og stórar ákvarðanir varðandi þá málaflokka voru ekki<br />

eðlilegt verkefni Alþingis á síðustu öld. Alþingi stóð oftar en ekki<br />

andspænis orðnum hlut án þess að geta haft áhrif á ferlið. Einhverjum<br />

kann að þykja gott að þróun hafi átt sér stað undir sveigjanlegri<br />

löggjöf. Það er hins vegar verra ef evra verður gjaldmiðill okkar án<br />

þess að Alþingi taki um það formlega ákvörðun. Atvinnulíf í landinu<br />

getur ekki lengi búið við það að sveiflur í gengi krónunnar gagnvart<br />

erlendri mynt séu 10–15% innan árs. Einstök fyrirtæki geta nú<br />

tekið erlenda mynt sem bókfærslumynt. Ekki er vitað hve stór hluti<br />

landsframleiðslu er færður í erlendri mynt en það mun aukast frá því<br />

sem nú er með aukinni alþjóðavæðingu fyrirtækja og sveiflum líkum<br />

þeim sem verið hafa á gengi krónunnar á því ári sem nú er að líða.<br />

14

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!