29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Friedman erindi um, hversu langt væri frá, að aukin ríkisafskipti á<br />

Vesturlöndum hefðu náð yfirlýstum tilgangi sínum, og hvað því ylli,<br />

og svaraði hann að því loknu fjölda fyrirspurna.<br />

Félag frjálshyggjumanna tók 1980 að gefa út tímaritið Frelsið, og<br />

kom það út í níu ár. Þar var frjálshyggja kynnt af miklum krafti í<br />

greinum, viðtölum og athugasemdum. Meðal annars birtust þar erindi<br />

Hayeks, Buchanans og Friedmans og viðtal Hannesar Hólmsteins<br />

Gissurarsonar við heimspekinginn Karl Popper. Hannes var ritstjóri<br />

fyrstu sex árin, en síðan Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. Í<br />

ritnefnd voru Gísli Jónsson, Ólafur Björnsson, Jónas H. Haralz,<br />

Matthías Johannessen og Þorsteinn Sæmundsson. Félagið gaf einnig<br />

út nokkrar bækur, þar á meðal greinasöfnin Einstaklingsfrelsi og<br />

hagskipulag eftir Ólaf Björnsson og Velferðarríki á villigötum eftir<br />

Jónas H. Haralz. Árið 1983 var einnig hrundið af stað Stofnun<br />

Jóns Þorlákssonar, en hún starfaði í nokkur ár, og var Hannes H.<br />

Gissurarson framkvæmdastjóri hennar. Hún var kennd við þann<br />

mann, sem hafði með gleggstum rökum mælt fyrir atvinnufrelsi<br />

að því að breyta Bæjarútgerð Reykjavíkur í einkafyrirtæki, en hún<br />

hafði verið rekin með stórtapi næstu ár á undan. Var Grandi hf.<br />

stofnaður við sameiningu Bæjarútgerðarinnar og útgerðarfyrirtækis<br />

í einkaeigu og hlutabréf í honum síðan seld á frjálsum markaði. Það<br />

er skemmtileg tilviljun, að hinn nýi forstjóri þessa fyrsta einkavædda<br />

fyrirtækis, Brynjólfur Bjarnason (úr Eimreiðarhópnum), varð síðar<br />

forstjóri Símans, sem var einkavæddur sumarið 2005 og var síðasta<br />

fyrirtækið sem var einkavætt í formannstíð Davíðs Oddssonar.<br />

Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens skildi eftir sig 100% verðbólgu<br />

sumarið 1983 og mjög óstöðugt atvinnulíf, og eftir þingkosningar<br />

mynduðu sjálfstæðismenn ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.<br />

Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra, en langflest<br />

mikilvægustu ráðherraembættin voru í höndum sjálfstæðismanna.<br />

Albert Guðmundsson varð fjármálaráðherra og seldi strax hlutabréf<br />

ríkisins í Eimskipafélaginu og Flugleiðum. Matthías Á. Mathiesen<br />

varð viðskiptaráðherra og beitti sér fyrir ýmsum breytingum í<br />

frjálsræðisátt. Það hafði eflaust sín áhrif á það, hversu ákveðinni<br />

Fjandskapur í garð<br />

athafnamanna var miklu<br />

algengari á níunda<br />

áratug en nú. Hér skrifar<br />

Alþýðublaðið gegn Hannesi<br />

H. Gissurarsyni fyrir að leyfa<br />

sér að afsaka Hafskipsmenn.<br />

Það sýni best barnaskap<br />

„nýfrjálshyggjumanna“.<br />

Þetta kosningablað kom út í<br />

42 þúsund eintökum.<br />

á öndverðri tuttugustu öld á Íslandi, en Hannes skrifaði einnig<br />

ævisögu Jóns, sem kom út 1992. Í framkvæmdaráði Stofnunar Jóns<br />

Þorlákssonar voru ýmsir áhugasamir forvígismenn úr atvinnulífinu,<br />

svo sem Sigurður Gísli Pálmason, Pétur Björnsson, Ingimundur<br />

Sigfússon, Brynjólfur Bjarnason og Ragnar Halldórsson. Stofnunin<br />

gaf meðal annars út bókina Lausnarorðið er frelsi, þar sem prentuð<br />

voru erindi Hayeks, Buchanans og Friedmans ásamt viðtölum við<br />

Karl Popper og fleiri.<br />

Kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum<br />

Eftir kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum tóku gerðir að fylgja<br />

orðum. Kynslóðaskiptin gerðust ekki baráttulaust. Í varaformannskjöri<br />

á landsfundi 1981 sigraði Friðrik Sophusson Ragnhildi Helgadóttur.<br />

Í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar 1982<br />

sigraði Davíð Oddsson Albert Guðmundsson naumlega. Undir<br />

forystu Davíðs endurheimtu sjálfstæðismenn síðan meiri hlutann<br />

í borgarstjórn. Davíð varð borgarstjóri og hóf þegar undirbúning<br />

stefnu var fylgt í fjármálum og viðskiptamálum, að Geir H. Haarde<br />

var aðstoðarmaður Alberts og Hreinn Loftsson aðstoðarmaður<br />

Matthíasar. Jafnvel Sverrir Hermannsson, sem hafði áður gagnrýnt<br />

unga sjálfstæðismenn harðlega og gerðist nú iðnaðarráðherra, tók<br />

þátt í sölu ríkisfyrirtækja, meðal annars Landsmiðjunnar.<br />

Þorsteinn Pálsson hafði náð kjöri á Alþingi fyrir Suðurland í<br />

þingkosningunum sumarið 1983. Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins<br />

þá um haustið tilkynnti Geir Hallgrímsson, að hann gæfi ekki lengur<br />

kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn bauð<br />

sig þá fram til formanns með stuðningi Geirs og fulltingi Davíðs<br />

Oddssonar, sem einnig hafði komið sterklega til greina í stöðuna,<br />

en þeir Birgir Ísl. Gunnarsson og Friðrik Sophusson voru líka í<br />

framboði. Skrifaði Þjóðviljinn þá, að „Eimreiðarklíkan“ væri að taka<br />

öll völd í Sjálfstæðisflokknum, en hana yrði að stöðva. Birti blaðið<br />

á forsíðu myndir af þeim Þorsteini, Davíð, Kjartani Gunnarssyni og<br />

Magnúsi Gunnarssyni. Náði Þorsteinn kjöri á landsfundinum, en<br />

Friðrik Sophusson varð varaformaður eins og verið hafði síðustu<br />

formannsár Geirs. Þegar Þorsteinn varð fjármálaráðherra 1985, beitti<br />

10

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!