29.07.2014 Views

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

Jóla-Vísbending 2006.pdf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Vikurit um viðskipti og efnahagsmál<br />

Verð 699,- M/VSK<br />

49. tölublað · 24. árgangur · 2006<br />

1


FRÁ RITSTJÓRA<br />

BENEDIKT JÓHANNESSON<br />

Í þetta sinn er meginþema jólablaðsins þættir úr hagfræðisögu<br />

20. aldarinnar á Íslandi og deilur manna um ýmis álitamál.<br />

Hugmyndafræðileg barátta setti svip á öldina og meira en<br />

helmingur mannkyns var lengst af í fjötrum flokka sem<br />

aðhylltust hugmyndir sem sagan hefur sannað að voru rangar.<br />

Íslendingar fóru ekki varhluta af hugsjónabaráttu. Hér er hluti af<br />

hugmyndasögunni rakinn af þeim mönnum sem best þekkja til.<br />

Hannes H. Gissurarson segir söguna af því þegar kenningar<br />

frjálshyggjunnar voru aftur kynntar fyrir landsmönnum á áttunda og<br />

níunda áratug síðustu aldar. Við þá sögu komu fjölmargir ungir menn<br />

sem enn eru áberandi í þjóðlífinu. Vilhjálmur Bjarnason staðnæmist<br />

við nokkrar ákvarðanir sem mestu hafa skipt í peningamálum<br />

þjóðarinnar. Niðurstaða hans er sú að Alþingi ráði lítt við slíkar<br />

ákvarðanir og veltir því fyrir sér hvort sú verði einnig raunin með<br />

upptöku evru hérlendis. Eyþór Ívar Jónsson telur að koma ameríska<br />

hersins árið 1941 hafi markað þáttaskil í sögu þjóðarinnar síðan.<br />

Jónas Haralz segir frá því hvernig Íslendingar þurftu að taka<br />

stefnumarkandi ákvarðanir í gengismálum á fyrri hluta aldarinnar,<br />

en bankakerfið var alls ekki undir slíkt búið og skilningur flestra<br />

stjórnmálamanna lítill. Ásgeir Jónsson veltir vöngum yfir því hvers<br />

vegna Reykjavík varð höfuðborg Íslands. Loks er viðtal við Ásmund<br />

Stefánsson ríkissáttasemjara en hann þekkir öðrum mönnum betur<br />

átökin sem einkenndu stéttabaráttuna á árunum eftir 1970.<br />

Mynd: Geir Ólafsson.<br />

Af því að nú fara jól og áramót í hönd birtum við líka jólalag<br />

ársins og vangaveltur um jólakvæði guðleysingjans og róttæklingsins<br />

Stephans G. Rifjaðir eru upp atburðir ársins úr Vísbendingu og loks<br />

kemur smásaga úr óvæntri átt. Lesendum Vísbendingar er þökkuð<br />

samfylgdin á liðnu ári og óskað gleðilegra jóla og velfarnaðar á<br />

komandi árum.<br />

EFNISYFIRLIT<br />

Frá ritstjóra .............................................................................2<br />

Jólasálmur ...............................................................................4<br />

Forsendur frjálshyggjubyltingarinnar ...................................6<br />

– Hannes Hólmsteinn Gissurarson<br />

firautir flingsins í fjármálum .................................................12<br />

– Vilhjálmur Bjarnason<br />

Ári› 2006 í Vísbendingu ........................................................15<br />

– Annáll<br />

Frá sér numin fljó› ...............................................................19<br />

– Eyflór Ívar Jónsson<br />

A› vera e›a vera ekki .............................................................23<br />

– Jónas H. Haralz<br />

Clemensía frænka ..................................................................28<br />

– Smásaga<br />

Afhverju er Reykjavík höfu›borg Íslands? ...........................30<br />

– Ásgeir Jónsson<br />

Vi›tal vi› Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara ..................32<br />

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson.<br />

Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík.<br />

Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.<br />

Netfang: visbending@heimur.is<br />

Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans<br />

Umbrot og hönnun: Ágústa Ragnarsdóttir<br />

Auglýsingar: Vilhjálmur Kjartansson, vilhjalmur@heimur.is<br />

Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök.<br />

Forsíðumynd: Sigurður Tómasson<br />

Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.<br />

2


ÍSLENSKA / SIA.IS / ICE 35339 12/06<br />

FYRIR HANDHAFA VILDARKORTA VISA OG ICELANDAIR:<br />

PUNKTAÐU NIÐUR FERÐALAGIÐ<br />

UM 6.000 KRÓNUR<br />

Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt<br />

10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í<br />

flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair, fyrir hvern<br />

sem er og hvenær sem er.*<br />

+ Fáðu nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is<br />

Vildarkort<br />

*Gildir til 1. janúar 2007.


JÓLAKVÆ‹I TRÚLEYSINGJANS<br />

Ljó‹: STEPHAN G. STEPHANSSON<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Svo lítil frétt var fæing hans<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Ljóð: Stephan G. Stephansson.<br />

Lag: bj<br />

<br />

<br />

Svo lít - il frétt va-ar fæð- ing hans í fjár - hús jöt - u -u hirð - ingj - ans að<br />

<br />

<br />

dag og ár- tal eng - inn reit, um ald - ur hans ei nokk - ur veit. Um<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

ald - ur hans ei nokk - ur sál - a veit.<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

<br />

Og jafnvel samtíð okkar enn<br />

sér ekki sína bestu menn,<br />

en bylting tímans birtir allt<br />

og bætir sumum hundraðfalt.<br />

Og bætir sumum aftur hundraðfalt.<br />

Því mótmælt hefði hans eigin öld,<br />

að afmælið hans sé í kvöld,<br />

og tengt þann atburð ársins við,<br />

að aftur lengist sólskinið.<br />

Að aftur fer að lengja sólskinið.<br />

En alltaf getur góða menn,<br />

og guðspjöll eru skrifuð enn.<br />

Hvert líf er jafnt að eðli og ætt<br />

sem eitthvað hefur veröld bætt.<br />

Sem eitthvað hefur veröldina bætt.<br />

Stephan G. Stephansson var trúleysingi en hafði þaullesið biblíuna og kunni hana öðrum mönnum<br />

betur. Hann sendi jólakvæði í nýársblað Heimskringlu árið 1899. Í því er viss þversögn að trúleysingi<br />

yrki jólakvæði enda kom á daginn að kvæðið var ekkert sérstaklega jólalegt. Hann nefndi það<br />

Eloi lamma Sabakhtani! en þetta eru orð Krists á krossinum: „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“<br />

Stephani finnst þessi orð eins geta átt við sig. Enda er umfjöllunin um boðskap Krists og hliðstæðuna<br />

við skáldið og bóndann.<br />

Með laginu hér að ofan eru gefin fjögur erindi og þannig gæti<br />

það í sjálfu sér staðið sem jólakvæði við jólalag. Þess ber að geta<br />

að lagsins vegna var bætt við einni línu neðst sem er heldur lengri<br />

endurtekning á síðustu línu Stephans.<br />

Kvæðið byrjar sakleysislega á fæðingu frelsarans, litlum og<br />

hversdagslegum atburði sem enginn veitti athygli á þeim tíma. Strax<br />

í öðru erindi er vísun í samtímann: „[S]amtíð okkar enn sér ekki<br />

sína bestu menn.“ Stephan var farinn að nálgast fimmtugt og fannst<br />

líklega að samferðamennirnir veittu honum ekki þá eftirtekt sem vert<br />

væri. Eins og trúleysingja er háttur minnir hann á að jól voru haldin<br />

hátíðleg í heiðnum sið.<br />

Hér eru birt fyrst þrjú erindin og fyrsta erindi þriðja hluta. Alls<br />

er kvæðið 27 erindi. Smám saman verður Stephan beittari: „Um<br />

okurkarl og aurasöfn hans orð ei vóru gælunöfn.“ Í næsta erindi segir:<br />

„Og bókstafs þræl og kredduklerk hann kærði fyrir myrkraverk.“<br />

Undir lokin víkur hann að hlutskipti skáldsins:<br />

Og skáldið hreppir hlutfall það,<br />

sem hversdagslífið þrengir að,<br />

sem hnígur undir önn og töf<br />

með öll sín bestu ljóð í gröf.<br />

4


ÆVIMINNINGAR JÓHANNESAR ZOËGA<br />

Jóhannes (t.h.) á göngu með kunningja sínum í<br />

München árið 1937.<br />

Eitt af síðustu verkum Jóhannesar var að hafa umsjón með<br />

byggingu Perlunnar.<br />

Pöntunarsími<br />

Æviminningar Jóhannesar<br />

Zoëga hitaveitustjóra komu út<br />

um miðjan desember.<br />

Í bókinni rekur Jóhannes<br />

uppvaxtarár sín á Norðfirði<br />

og segir frá námsárunum á<br />

Akureyri og í Reykjavík. Hann<br />

segir frá ýmsum ævintýrum<br />

frá stríðsárunum í Þýskalandi,<br />

„njósnaferð“ og verkbanni<br />

sem hann lenti í vegna ógætilegra<br />

ummæla um ráðamenn.<br />

Þegar loftárásir hófust náði<br />

hann oftar en einu sinni að<br />

bjarga húsi frá eyðileggingu<br />

með því að slökkva í logandi<br />

sprengju. Hann og félagi hans<br />

komust á ævintýralegan hátt<br />

til Danmerkur eftir stríðslok.<br />

Eftir stríð markaði hann spor í<br />

söguna með því að byggja upp<br />

Hitaveituna sem arðbærasta<br />

fyrirtæki landsins.<br />

Bókin er 224 bls. að stærð,<br />

prýdd fjölda mynda. Hægt er<br />

að panta bókina með því að<br />

hringja í síma 512 7575 eða<br />

senda tölvupóst á póstfangið<br />

bj@heimur.is.<br />

Útgefandi bókarinnar er<br />

Heimur hf.


Forsendur<br />

frjálshyggjubyltingarinnar<br />

Hannes Hólmsteinn Gissurarson<br />

Hannes H. Gissurarson varð helsti frumkvöðull frjálshyggjunnar á Íslandi kornungur. Hér lýsir hann óvægnum átökum um hana<br />

fyrstu árin.<br />

Mynd: Geir Ólafsson.<br />

Ísland skiptir ham<br />

Síðustu fimmtán árin hefur Ísland skipt um ham. Fyrir 1991 var<br />

verðbólga miklu meiri en í grannríkjunum og atvinnulíf óstöðugt,<br />

þandist út og dróst saman á víxl. Í sjávarútvegi var feikilegum<br />

fjármunum sóað í of mikla sókn í fiskstofna. Þá var oftast halli<br />

á fjárlögum. Hið opinbera safnaði skuldum, og hér var rekinn<br />

pilsfaldakapítalismi, svo að illa rekin fyrirtæki gátu jafnan treyst á<br />

aðstoð ríkisins. Háir skattar á fyrirtæki komu í veg fyrir eðlilegan<br />

vöxt þeirra. Ríkið rak fjölda fyrirtækja, ferðaskrifstofu, prentsmiðju,<br />

síldarvinnslu, banka og ýmsar aðrar lánastofnanir og síma. Vextir<br />

skömmtuðu ekki fjármagn, heldur misvitrir bankastjórar, sem iðulega<br />

voru undir áhrifum stjórnmálamanna, en þeir vildu auðvitað frekar<br />

fjárfesta í atkvæðum en arðsemi. Landsframleiðsla á mann var að<br />

vísu veruleg á Íslandi, en þegar horft er um öxl, sést, að ósjaldan var<br />

skýringin á því ýmist stríðsgróði eða rányrkja. Íslendingar höfðu fram<br />

til 1940 verið hálfdrættingar á við Dani, en komust þá upp fyrir þá<br />

vegna stríðsgróðans. Í kalda stríðinu munaði mjög um framkvæmdir<br />

varnarliðsins. Fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í fjórum áföngum<br />

veiddu útlendingar helming heildaraflans á Íslandsmiðum, en eftir<br />

hana féll hann óskiptur í hlut Íslendinga. Síldarstofninn hvarf um<br />

miðjan sjöunda áratug, og þorskstofninn var kominn að hruni í lok<br />

hins áttunda. Velmegun Íslendinga var því sýnd veiði, en ekki gefin.<br />

Þeir höfðu haldið misjafnlega á málum sínum. Það var ekki út í<br />

bláinn, að hagfræðingar spáðu því um 1990, að Íslendingar yrðu í<br />

aldarlok í röð fátækustu þjóða í Norðurálfunni.<br />

Nú er öldin önnur. Verðbólga hefur frá 1991 verið svipuð og í<br />

grannríkjunum. Halli á fjárlögum snerist í afgang, sem notaður<br />

var til að greiða upp skuldir ríkisins, sem nú má heita skuldlaust,<br />

ef tekinn er með í reikninginn gjaldeyrisforði Seðlabankans. Í skjóli<br />

kvótakerfisins spratt upp fjöldi öflugra útgerðarfyrirtækja, sem njóta<br />

þess, að takmarkaður aðgangur er að takmörkuðum auðlindum,<br />

eins og hagfræðin kveður nauðsynlegt. Íslenskur sjávarútvegur er<br />

miklu betur rekinn en gerist víðast annars staðar. Atvinnurekendur<br />

treysta ekki lengur á aðstoð ríkisins, heldur vita, að þeir standa og<br />

falla með eigin gerðum. Ríkið hefur selt fjölda fyrirtækja fyrir um<br />

150 milljarða íslenskra króna að minnsta kosti að núvirði, þar á<br />

meðal viðskiptabankana tvo og Símann. Vextir ráðast nú á frjálsum<br />

markaði, svo að bankar hafa breyst úr skömmtunarskrifstofum<br />

í þjónustufyrirtæki, sem keppa um viðskiptavini. Lífeyrissjóðir<br />

Íslendinga eiga vel fyrir skuldbindingum ólíkt sambærilegum<br />

stofnunum erlendis, og þar hefur myndast mikill sparnaður, sem<br />

skilað hefur sér í fjármagni á markaði. Leystur hefur verið úr læðingi<br />

ótrúlegur kraftur, eins og sést á íslensku útrásinni. Nú veifa íslenskir<br />

víkingar ekki sverði, heldur verði. Hin góðu lífskjör Íslendinga hvíla<br />

ekki lengur á rányrkju eða stríðsgróða, heldur á bættri afkomu og<br />

bjartsýni um framtíðina. Þótt einstaklingar og fyrirtæki skuldi að<br />

vísu talsvert, er þjóðin ung og hraust. Mengun og ofnýting ógna ekki<br />

auðlindum Íslendinga. Umfram allt hefur hugarfar breyst: Gróði er<br />

ekki lengur skammaryrði, heldur keppikefli. Nú lítur æskan upp til<br />

athafnamanna, eins og rithöfunda og skálda áður.<br />

Þessi lýsing á hamskiptum Íslands er ekki skáldleg sýn, heldur<br />

studd traustum gögnum. Fraser-stofnunin í Vancouver í Bresku<br />

Kólumbíu hefur tekið saman vísitölu atvinnufrelsis í heiminum<br />

að frumkvæði hins heimskunna hagfræðings Miltons Friedmans.<br />

Samkvæmt þeirri vísitölu var Ísland með einkunnina 4,1 af 10<br />

mögulegum árið 1975, en 7,9 árið 2004. Vísitalan er mæld í 124<br />

ríkjum, og var Ísland 53. ríkið í röðinni árið 1975, en hið níunda<br />

árið 2004, og má ætla, að landið hafi þokast eitthvað áfram upp eftir<br />

sölu Símans árið 2005. Samkvæmt annarri vísitölu atvinnufrelsis,<br />

sem Heritage Foundation í Washington-borg tekur saman, er Ísland<br />

enn ofar á lista, í fimmta sæti. Hvað olli þessum snöggu umskiptum?<br />

Auðvitað er ein skýringin fólgin í aðstæðum. Veruleikinn knúði menn<br />

til vitundar um það, að víðtækara atvinnufrelsi væri nauðsynlegt.<br />

6


Það hefur aukist um allan heim, ekki<br />

síst eftir hrun sósíalismans. En sú<br />

skýring nægir ekki. Vitundin er ekki<br />

óvirk, heldur á sinn þátt í að skapa<br />

veruleikann, eins og Hegel gamli<br />

hefði sagt. Skýra þarf, að frelsi hefur<br />

aukist meira á Íslandi en í flestum<br />

öðrum ríkjum. Önnur skýring á<br />

frelsisbyltingunni hérlendis er sú, að<br />

hópur æskumanna í Sjálfstæðisflokknum beitti sér upp úr 1970 fyrir<br />

aukinni frjálshyggju. Þessi hópur varð strax áhrifamikill, en óhætt er<br />

að segja, að hann hafi náð völdum, þegar einn helsti forystumaður<br />

hans, Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði<br />

ríkisstjórn vorið 1991, en Davíð var forsætisráðherra allt til haustsins<br />

2004 og síðan utanríkisráðherra til jafnlengdar 2005, þegar hann<br />

hætti stjórnmálaafskiptum og gerðist aðalbankastjóri Seðlabankans.<br />

Hér skal þessi fróðlegi þáttur í hugmyndasögu Íslendinga á tuttugustu<br />

öld stuttlega rakinn.<br />

Eimreiðarhópurinn<br />

Árið 1971 féll viðreisnarstjórnin eftir tólf ára valdatíma. Ungum<br />

stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins þótti þá nokkur þreytublær<br />

á ráðherrum flokksins, sem hefðu meiri áhuga á að halda um stýrið<br />

en beina því í rétta átt. Nokkrir þessara ungu manna urðu vinir<br />

í forsetakjöri 1968, þegar þeir studdu ekki Gunnar Thoroddsen,<br />

gamlan forystumann sjálfstæðismanna, heldur Kristján Eldjárn<br />

Umfram allt hefur hugarfar breyst:<br />

Gróði er ekki lengur skammaryrði,<br />

heldur keppikefli. Nú lítur æskan<br />

upp til athafnamanna, eins og<br />

rithöfunda og skálda áður.<br />

þjóðminjavörð. Þar á meðal voru<br />

þeir Magnús Gunnarsson, sem þá<br />

stundaði nám í viðskiptafræði í<br />

Háskóla Íslands, Þorsteinn Pálsson<br />

verslunarskólanemi og Davíð<br />

Oddsson menntaskólanemi. Í<br />

aðdraganda forsetakjörsins kynntust<br />

þeir Ragnari Jónssyni í Smára og<br />

hrifust af eldlegum áhuga hans á hvers<br />

konar menningarlegri sköpun, frjálslyndi hans og umburðarlyndi.<br />

Töldu þeir nauðsynlegt að blása nýju lífi í sjálfstæðisstefnuna. Árið<br />

1972 hafði Hilmir hf. keypt hið gamla tímarit Eimreiðina, og að<br />

ráði athafnamannsins Sveins R. Eyjólfssonar, sem rak Hilmi, var<br />

Magnús Gunnarsson fenginn til að ritstýra því. Fyrsta heftið undir<br />

nýrri ritstjórn kom út snemma árs 1973, þótt svo væri látið heita, að<br />

það væri frá árinu 1972. Þar var aðalefnið viðtal við Jónas H. Haralz,<br />

bankastjóra Landsbankans, um frjálshyggju. Má segja, að það orð<br />

hafi þá orðið fleygt í nýrri merkingu, sem þýðing enska orðsins<br />

„liberalism“ eða „libertarianism“, en áður hafði íslenska orðið einkum<br />

verið notað um guðleysi eða efahyggju í trúmálum. Í viðtalinu skýrði<br />

Jónas einföldum orðum út þá hugmynd frjálshyggjumanna allt<br />

frá Adam Smith, að dreifing þekkingar krefðist dreifingar valds.<br />

Sjálfstýring væri heppilegri en miðstýring, verðlagning gæðanna og<br />

frjáls viðskipti með þau betri en skattlagning og skriffinnska. Upp<br />

úr þessu hóf þessi hópur að hittast vikulega í hádeginu á skrifstofu<br />

Magnúsar Gunnarssonar, sem varð forstjóri Hafskips 1973. Síðan<br />

hittist hópurinn í mörg ár í svokölluðu turnherbergi á Hótel Borg.<br />

Árið 1971 var frjálshyggjuvakningin ekki hafin en á þessari mynd af Landsfundi Sjálfstæðisflokksins má sjá menn sem síðar komu<br />

mikið við sögu. Fremst sitja Gísli Baldur Garðarsson , Jón Steinar Gunnlaugsson, Eiríkur Benjamínsson, Þorsteinn Pálsson, Davíð<br />

Oddsson og Áslaug Ragnars.<br />

7


Í Eimreiðarhópnum voru á annan tug manna. Þeirra á meðal voru<br />

Magnús Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Geir H.<br />

Haarde, Kjartan Gunnarsson, Jón Óttar Ragnarsson (sonur Ragnars<br />

í Smára), Hrafn Gunnlaugsson, Baldur Guðlaugsson, Brynjólfur<br />

Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jón Steinar Gunnlaugsson,<br />

Gunnlaugur Claessen, Þór Whitehead og Þráinn Eggertsson.<br />

Þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson var ráðinn blaðamaður<br />

Eimreiðarinnar að tillögu Kjartans Gunnarssonar haustið 1973,<br />

bættist hann í hópinn. Næstu tvö árin komu út nokkur Eimreiðarhefti,<br />

sem vöktu mikla athygli, meðal annars með viðtölum við Ragnar<br />

Jónsson í Smára og Sigurð Líndal prófessor. Eimreiðarmenn<br />

voru allir virkir í starfi Sjálfstæðisflokksins og fjölmenntu á þing<br />

Sambands ungra sjálfstæðismanna á Egilsstöðum haustið 1973, þar<br />

sem þeir studdu Björn Bjarnason til formanns, en Friðrik Sophusson<br />

varð þá hlutskarpari. Enginn málefnaágreiningur var þó milli<br />

Eimreiðarhópsins og Friðriks og stuðningsmanna hans, en Friðrik<br />

var einn helsti forystumaður annars hóps, sem hittist líka reglulega í<br />

hádeginu þessi árin og löngum síðar, og voru þar meðal annarra Birgir<br />

Ísl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Ragnar Kjartansson, Björgólfur<br />

Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson, Pétur Sveinbjarnarson,<br />

Ellert B. Schram, Jón Magnússon og Valur Valsson. Höfðu margir úr<br />

þeim hópi haslað sér völl í atvinnulífinu.<br />

Eimreiðarmenn höfðu sumir unnið á Morgunblaðinu, til dæmis þeir<br />

Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson, og voru allir stuðningsmenn<br />

Geirs Hallgrímssonar í baráttu hans við Gunnar Thoroddsen um<br />

forystuhlutverk í Sjálfstæðisflokknum eftir óvænt fráfall Bjarna<br />

Benediktssonar sumarið 1970. Fór sú barátta þó aðallega fram<br />

á bak við tjöldin. Geir sigraði Gunnar í varaformannskjöri á<br />

landsfundi 1971 og varð formaður Sjálfstæðisflokksins 1973, þegar<br />

Jóhann Hafstein missti skyndilega heilsuna. Eftir kosningasigur<br />

Sjálfstæðisflokksins sumarið 1974 myndaði Geir ríkisstjórn. Það olli<br />

gremju Eimreiðarmanna og raunar flestra ungra sjálfstæðismanna,<br />

að stjórnin hreyfði lítt við ýmsum verkum vinstri stjórnarinnar 1971–<br />

1974. Í stjórnarandstöðu höfðu sjálfstæðismenn til dæmis gagnrýnt<br />

harðlega svonefnda Framkvæmdastofnun, en í stað þess að leggja<br />

stofnunina niður var einn þingmaður flokksins, Sverrir Hermannsson,<br />

gerður að forstöðumanni hennar ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins,<br />

og hóf hann að úthluta þaðan fé í því skyni að halda lífi í illa reknum<br />

fyrirtækjum. Skömmu eftir myndun stjórnarinnar gagnrýndi<br />

Þorsteinn Pálsson þetta harðlega á fjölmennum fundi á Hótel Esju,<br />

þar sem nú er Nordica Hotel. Sverrir var til andsvara, og tíðkuðust<br />

þar hin breiðu spjótin. Eimreiðarhópurinn beitti sér óspart fyrir<br />

framboði Davíðs Oddssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir<br />

borgarstjórnarkosningar 1974. Tók hann níunda sæti listans,<br />

vann það í kosningunum og gerðist strax ötull og harðskeyttur<br />

borgarfulltrúi. Þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Vísis<br />

1975, gengu þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson út og<br />

stofnuðu Dagblaðið. Hætti Eimreiðin að koma út í kjölfarið, enda<br />

varð ritstjórinn, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs<br />

1976 og oft bundinn erlendis við verkefni.<br />

Báknið burt!<br />

Friðrik Sophusson átti, sem formaður Sambands ungra<br />

sjálfstæðismanna 1973–1977, frumkvæði að því, að þeir Davíð<br />

Oddsson og Þorsteinn Pálsson unnu ásamt þeim Einari K. Guðfinnssyni<br />

og Vilhjálmi Egilssyni tillögur um úrbætur í atvinnumálum, sem<br />

kynntar voru 1975 undir kjörorðinu Báknið burt. Þar var lagt til, að<br />

ýmis fyrirtæki ríkisins yrðu seld. Þótt þessar hugmyndir þættu nú<br />

eflaust ekki ganga langt, vöktu þær þá mikla athygli. Ríkisstjórn Geirs<br />

Hallgrímssonar framkvæmdi þó engar þeirra. Friðrik Sophusson sat<br />

í útvarpsráði og stuðlaði að því, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson<br />

var fenginn til að sjá um vikulegan útvarpsþátt í Ríkisútvarpinu árin<br />

1976–1977. Kynnti Hannes þar kenningar ýmissa frjálshyggjumanna,<br />

svo sem Karls Poppers, Ludwigs von Mises, Friedrichs von Hayeks<br />

og Roberts Nozicks, og ræddi við Ólaf Björnsson prófessor og fleiri<br />

íslenska frjálshyggjumenn. Réðist dagblað sósíalista, Þjóðviljinn,<br />

harkalega á Hannes fyrir vikið og kallaði hann meðal annars<br />

„taðkvörn í byggðasafni“. Hannes skrifaði síðan frá 1977 og í nokkur<br />

ár vikulega um stjórnmálahugmyndir í Morgunblaðið. Friðrik<br />

Sophusson náði góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir<br />

þingkosningarnar 1978. Þegar hann var kominn á þing, beitti hann<br />

sér fyrir margvíslegum umbótum, til dæmis afnámi ríkiseinokunar<br />

í útvarpsrekstri, en áður hafði Guðmundur H. Garðarsson tekið það<br />

mál upp. Hlaut það þó ekki brautargengi að sinni. Herfilegur ósigur<br />

Sjálfstæðisflokksins í tvennum kosningum sumarið 1978, fyrst í<br />

Í þrítugsafmæli Hannesar 19. febrúar 1983 komu forystumenn<br />

í stjórnmálum. Hér eru Geir Hallgrímsson, formaður<br />

Sjálfstæðisflokksins, Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags<br />

jafnaðarmanna, og afmælisbarnið.<br />

borgarstjórnarkosningunum, þar sem hann missti meiri hluta sinn, og<br />

síðan í þingkosningunum, varð mörgum ungum sjálfstæðismönnum<br />

umhugsunarefni. Eftir harða baráttu við Júlíus Hafstein var<br />

Kjartan Gunnarsson kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra<br />

sjálfstæðismanna í Reykjavík, haustið 1977. Má segja, að það hafi<br />

verið upphafið að áhrifum Eimreiðarhópsins í Sjálfstæðisflokknum.<br />

Að frumkvæði Kjartans hélt Heimdallur sögulegan fund um framtíð<br />

Sjálfstæðisflokksins sumarið 1978, þar sem Davíð Oddsson og<br />

Friðrik Sophusson fluttu framsöguræður. Hvöttu þeir báðir til þess<br />

af miklum eldmóði, að Sjálfstæðisflokkurinn markaði skýrari<br />

frjálsræðisstefnu. Í pallborðsumræðum, sem þeir Geir Hallgrímsson<br />

og Gunnar Thoroddsen tóku þátt í, kom í fyrsta skipti fram opinberlega<br />

sú togstreita, sem hafði verið milli þeirra árin á undan.<br />

Kjartan Gunnarsson ákvað árið 1979 að gefa ræður þeirra<br />

Davíðs og Friðriks á Heimdallarfundinum út í bók ásamt greinum<br />

eftir nokkra aðra unga sjálfstæðismenn. Náðist ekki samkomulag<br />

um, að Heimdallur gæfi bókina út, þar sem andstæðingar Kjartans<br />

(og stuðningsmenn Jóns Magnússonar, sem var orðinn formaður<br />

Sambands ungra sjálfstæðismanna) voru í meiri hluta í stjórn. Ákvað<br />

Kjartan þá að gefa bókina út sjálfur, og sá Hannes Hólmsteinn<br />

8


Gissurarson um útgáfuna með aðstoð þeirra Ingu Jónu Þórðardóttur,<br />

Skafta Harðarsonar og Hreins Loftssonar. Hlaut bókin nafnið Uppreisn<br />

frjálshyggjunnar og kom út á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið<br />

1979. Höfundar voru auk þeirra Davíðs, Friðriks og Hannesar þau<br />

Jón Steinar Gunnlaugsson, Pétur J. Eiríksson, Geir H. Haarde, Jón<br />

Ásbergsson, Þráinn Eggertsson, Baldur Guðlaugsson, Halldór<br />

Blöndal, Bessí Jóhannsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Björn Bjarnason,<br />

Þór Whitehead og Þorsteinn Pálsson. Segja má, að tvö meginstef<br />

bókarinnar væru takmörkuð ríkisafskipti og traustar varnir. Á<br />

landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1979 bar það einnig til tíðinda, að<br />

Davíð Oddsson bauð sig fram til varaformanns, en tveir fulltrúar<br />

þeirra fylkinga, sem barist höfðu um völdin í flokknum, voru þá í<br />

framboði, þeir Gunnar Thoroddsen og Matthías Bjarnason, og báðir<br />

við aldur. Þótt Davíð næði ekki kjöri í það skipti, má segja, að með<br />

framboði sínu hafi hann rofið það tregðulögmál, sem verið hafði í<br />

Hugmyndir fræðimanna<br />

Sumarið 1978 kom út bókin Frjálshyggja og alræðishyggja eftir Ólaf<br />

Björnsson prófessor, sem ungur hafði hrifist af kenningum þeirra<br />

Ludwigs von Mises og Friedrichs von Hayeks. Skýrði hann þær<br />

skilmerkilega í þessu verki, sem óspart var rætt um, meðal annars<br />

í leshringjum Heimdallar. Eftir stofnun Félags frjálshyggjumanna<br />

vorið 1979 komu þrír heimskunnir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði<br />

á vegum þess til Íslands. Hinn fyrsti var Hayek, sem sótti Ísland heim<br />

vorið 1980 og flutti tvo fyrirlestra. Annar var um „Miðju-moðið“,<br />

þar sem Hayek hélt því fram, að lýðræðisjafnaðarstefna hvíldi á<br />

einfaldri hugsunarvillu. Hún væri, að unnt væri í framkvæmd að<br />

gera greinarmun á sköpun verðmætanna og skiptingu þeirra. Hayek<br />

sagði, að sú tekjuskipting, sem sprytti upp úr frjálsum viðskiptum,<br />

væri ómetanleg leiðsögn um það, hvernig kröftum manna yrði<br />

best varið, svo að þeir fullnægðu þörfum náunga sinna. Án þeirra<br />

upplýsinga, sem hún veitti, gæti atvinnulífið ekki vaxið og dafnað.<br />

Hinn fyrirlestur Hayeks var um samkeppni gjaldmiðla, sem<br />

nauðsynleg var að dómi hans til að tryggja festu í peningamálum.<br />

Næstur kom James M. Buchanan haustið 1982. Hann sagði deili á<br />

svonefndri almannavalsfræði eða hagfræðilegri greiningu stjórnmála.<br />

Samkvæmt almannavalsfræðinni verður að gera ráð fyrir, að<br />

stjórnmálamenn vinni að eigin hagsmunum eins og aðrir. Þess vegna<br />

beri að reyna að takmarka vald þeirra svo sem auðið er.<br />

Þriðji Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, sem sótti Ísland heim<br />

til að kynna frjálshyggjuhugmyndir, var Milton Friedman, sem<br />

Hannes sýnir Friedrich von Hayek blaðaskrif um frjálshyggju á<br />

Íslandi í heimsókn Hayeks til Íslands vorið 1980.<br />

Geir Hallgrímsson fagnaði<br />

Eimreiðarhópnum og<br />

frjálshyggjumönnunum ungu, enda<br />

hafði hann ríka samúð með<br />

sjónarmiðum þeirra, auk þess sem þeir<br />

voru flestir stuðningsmenn hans í<br />

baráttunni við Gunnar Thoroddsen<br />

gildi, og rutt brautina fyrir það, sem koma skyldi.<br />

Um sama leyti, 8. maí 1979, á áttræðisafmæli Friedrichs von<br />

Hayeks, stofnuðu nokkrir yngri menn Félag frjálshyggjumanna, sem<br />

átti að kynna skipulega hugmyndir og úrlausnir í anda frjálshyggju.<br />

Friðrik Friðriksson var fyrsti formaður félagsins, en í stjórn voru<br />

Auðun Svavar Sigurðsson, Árni Sigfússon, Gunnlaugur Sævar<br />

Gunnlaugsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson<br />

og Skafti Harðarson. Geir Hallgrímsson fagnaði Eimreiðarhópnum<br />

og frjálshyggjumönnunum ungu, enda hafði hann ríka samúð með<br />

sjónarmiðum þeirra, auk þess sem þeir voru flestir stuðningsmenn<br />

hans í baráttunni við Gunnar Thoroddsen. Snerust þeir ásamt þorra<br />

Sjálfstæðismanna gegn stjórnarmyndun Gunnars í ársbyrjun 1980,<br />

sem Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag tóku þátt í. Haustið 1980<br />

voru þau Kjartan Gunnarsson og Inga Jóna Þórðardóttir ráðin til að<br />

vera framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins, en Inga Jóna hvarf til<br />

annarra starfa 1984, og var Kjartan eftir það einn framkvæmdastjóri<br />

Sjálfstæðisflokksins allt til 2006. Þótt Kjartan beitti sér að sjálfsögðu<br />

ekki í innanflokksátökum, lagði hann frjálsræðishugmyndum<br />

ómetanlegt lið, á meðan hann sat í framkvæmdastjórastólnum. Það<br />

hafði líka sitt að segja, þegar Geir H. Haarde var kjörinn formaður<br />

Sambands ungra sjálfstæðismanna án mótframboðs á Ísafirði 1981.<br />

Gengu ungir sjálfstæðismenn fram sameinaðir eftir það.<br />

kom haustið 1984. Hann hélt blaðamannafund skömmu eftir komu<br />

sína. Þar spurði Bogi Ágústsson, þá fréttamaður Sjónvarpsins, hvort<br />

Friedman hefði eitthvert eitt lausnarorð fyrir Ísland. Friedman kvað<br />

já við. Bogi spurði þá, hvert það væri. Friedman svaraði: „Frelsi.“<br />

Á blaðamannafundinum deildi Friedman meðal annars á einokun í<br />

útvarpsrekstri. Friedman kom fram í sjónvarpsþætti föstudagskvöldið<br />

31. ágúst, þar sem háskólakennararnir Ólafur Ragnar Grímsson og<br />

Stefán Ólafsson gagnrýndu kenningar hans. Þeir ætluðu að klekkja<br />

á honum með því að benda á, að hann væri hlynntur lögleiðingu<br />

fíkniefna. En Friedman átti svar við því. „Ef afleiðingarnar af því<br />

að banna fíkniefni eru verri en afleiðingarnar af því að leyfa þau,<br />

þá er ég hlynntur því að leyfa þau.“ Þeir Ólafur Ragnar og Stefán<br />

vöktu líka máls á því, að selt væri inn á fyrirlestur Friedmans, sem<br />

ætti að vera daginn eftir í Háskóla Íslands, en fram að þessu hefðu<br />

háskólafyrirlestrar erlendra gesta verið ókeypis. Friedman svaraði,<br />

að hugtakanotkunin væri röng. Fyrirlestrar væru aldrei ókeypis.<br />

Venjulega þyrfti að kosta ferð fyrirlesarans og uppihald, jafnvel greiða<br />

honum þóknun fyrir, leigja sal og auglýsa fyrirlesturinn. Spurningin<br />

væri sú, hvort þeir, sem sæktu fyrirlesturinn, ættu að greiða fyrir hann<br />

eða hinir, sem ekki sæktu hann. Sjálfum fyndist sér eðlilegast, að<br />

áheyrendur greiddu fyrir hann, ekki aðrir. Varð fátt um svör. Húsfyllir<br />

var á fyrirlestrinum sjálfum eftir þessa skemmtilegu kynningu. Flutti<br />

9


Friedman erindi um, hversu langt væri frá, að aukin ríkisafskipti á<br />

Vesturlöndum hefðu náð yfirlýstum tilgangi sínum, og hvað því ylli,<br />

og svaraði hann að því loknu fjölda fyrirspurna.<br />

Félag frjálshyggjumanna tók 1980 að gefa út tímaritið Frelsið, og<br />

kom það út í níu ár. Þar var frjálshyggja kynnt af miklum krafti í<br />

greinum, viðtölum og athugasemdum. Meðal annars birtust þar erindi<br />

Hayeks, Buchanans og Friedmans og viðtal Hannesar Hólmsteins<br />

Gissurarsonar við heimspekinginn Karl Popper. Hannes var ritstjóri<br />

fyrstu sex árin, en síðan Guðmundur Magnússon sagnfræðingur. Í<br />

ritnefnd voru Gísli Jónsson, Ólafur Björnsson, Jónas H. Haralz,<br />

Matthías Johannessen og Þorsteinn Sæmundsson. Félagið gaf einnig<br />

út nokkrar bækur, þar á meðal greinasöfnin Einstaklingsfrelsi og<br />

hagskipulag eftir Ólaf Björnsson og Velferðarríki á villigötum eftir<br />

Jónas H. Haralz. Árið 1983 var einnig hrundið af stað Stofnun<br />

Jóns Þorlákssonar, en hún starfaði í nokkur ár, og var Hannes H.<br />

Gissurarson framkvæmdastjóri hennar. Hún var kennd við þann<br />

mann, sem hafði með gleggstum rökum mælt fyrir atvinnufrelsi<br />

að því að breyta Bæjarútgerð Reykjavíkur í einkafyrirtæki, en hún<br />

hafði verið rekin með stórtapi næstu ár á undan. Var Grandi hf.<br />

stofnaður við sameiningu Bæjarútgerðarinnar og útgerðarfyrirtækis<br />

í einkaeigu og hlutabréf í honum síðan seld á frjálsum markaði. Það<br />

er skemmtileg tilviljun, að hinn nýi forstjóri þessa fyrsta einkavædda<br />

fyrirtækis, Brynjólfur Bjarnason (úr Eimreiðarhópnum), varð síðar<br />

forstjóri Símans, sem var einkavæddur sumarið 2005 og var síðasta<br />

fyrirtækið sem var einkavætt í formannstíð Davíðs Oddssonar.<br />

Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens skildi eftir sig 100% verðbólgu<br />

sumarið 1983 og mjög óstöðugt atvinnulíf, og eftir þingkosningar<br />

mynduðu sjálfstæðismenn ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.<br />

Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra, en langflest<br />

mikilvægustu ráðherraembættin voru í höndum sjálfstæðismanna.<br />

Albert Guðmundsson varð fjármálaráðherra og seldi strax hlutabréf<br />

ríkisins í Eimskipafélaginu og Flugleiðum. Matthías Á. Mathiesen<br />

varð viðskiptaráðherra og beitti sér fyrir ýmsum breytingum í<br />

frjálsræðisátt. Það hafði eflaust sín áhrif á það, hversu ákveðinni<br />

Fjandskapur í garð<br />

athafnamanna var miklu<br />

algengari á níunda<br />

áratug en nú. Hér skrifar<br />

Alþýðublaðið gegn Hannesi<br />

H. Gissurarsyni fyrir að leyfa<br />

sér að afsaka Hafskipsmenn.<br />

Það sýni best barnaskap<br />

„nýfrjálshyggjumanna“.<br />

Þetta kosningablað kom út í<br />

42 þúsund eintökum.<br />

á öndverðri tuttugustu öld á Íslandi, en Hannes skrifaði einnig<br />

ævisögu Jóns, sem kom út 1992. Í framkvæmdaráði Stofnunar Jóns<br />

Þorlákssonar voru ýmsir áhugasamir forvígismenn úr atvinnulífinu,<br />

svo sem Sigurður Gísli Pálmason, Pétur Björnsson, Ingimundur<br />

Sigfússon, Brynjólfur Bjarnason og Ragnar Halldórsson. Stofnunin<br />

gaf meðal annars út bókina Lausnarorðið er frelsi, þar sem prentuð<br />

voru erindi Hayeks, Buchanans og Friedmans ásamt viðtölum við<br />

Karl Popper og fleiri.<br />

Kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum<br />

Eftir kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum tóku gerðir að fylgja<br />

orðum. Kynslóðaskiptin gerðust ekki baráttulaust. Í varaformannskjöri<br />

á landsfundi 1981 sigraði Friðrik Sophusson Ragnhildi Helgadóttur.<br />

Í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar 1982<br />

sigraði Davíð Oddsson Albert Guðmundsson naumlega. Undir<br />

forystu Davíðs endurheimtu sjálfstæðismenn síðan meiri hlutann<br />

í borgarstjórn. Davíð varð borgarstjóri og hóf þegar undirbúning<br />

stefnu var fylgt í fjármálum og viðskiptamálum, að Geir H. Haarde<br />

var aðstoðarmaður Alberts og Hreinn Loftsson aðstoðarmaður<br />

Matthíasar. Jafnvel Sverrir Hermannsson, sem hafði áður gagnrýnt<br />

unga sjálfstæðismenn harðlega og gerðist nú iðnaðarráðherra, tók<br />

þátt í sölu ríkisfyrirtækja, meðal annars Landsmiðjunnar.<br />

Þorsteinn Pálsson hafði náð kjöri á Alþingi fyrir Suðurland í<br />

þingkosningunum sumarið 1983. Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins<br />

þá um haustið tilkynnti Geir Hallgrímsson, að hann gæfi ekki lengur<br />

kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn bauð<br />

sig þá fram til formanns með stuðningi Geirs og fulltingi Davíðs<br />

Oddssonar, sem einnig hafði komið sterklega til greina í stöðuna,<br />

en þeir Birgir Ísl. Gunnarsson og Friðrik Sophusson voru líka í<br />

framboði. Skrifaði Þjóðviljinn þá, að „Eimreiðarklíkan“ væri að taka<br />

öll völd í Sjálfstæðisflokknum, en hana yrði að stöðva. Birti blaðið<br />

á forsíðu myndir af þeim Þorsteini, Davíð, Kjartani Gunnarssyni og<br />

Magnúsi Gunnarssyni. Náði Þorsteinn kjöri á landsfundinum, en<br />

Friðrik Sophusson varð varaformaður eins og verið hafði síðustu<br />

formannsár Geirs. Þegar Þorsteinn varð fjármálaráðherra 1985, beitti<br />

10


hann sér fyrir margvíslegum umbótum í ríkisfjármálum og naut þá<br />

aðstoðarmanns síns, Geirs Haardes. Þessi árin varð líka til vísir að<br />

kvótakerfi í sjávarútvegi fyrir frumkvæði útgerðarmanna og með<br />

lögum frá Alþingi. Hafði Hannes H. Gissurarson þegar vorið 1983<br />

skrifað um það í breska tímaritið Economic Affairs, að slíkt kerfi<br />

væri Íslendingum nauðsynlegt.<br />

Skömmu eftir að Milton Friedman fór frá Íslandi haustið 1984,<br />

skall á hart verkfall opinberra starfsmanna. Féllu þá niður útsendingar<br />

Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarps og sjónvarps. Um sama leyti fóru<br />

prentarar í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust um skeið. Þá<br />

hófu þeir Kjartan Gunnarsson og<br />

Formannskjör 1991<br />

Það var frjálslyndu fólki í Sjálfstæðisflokknum lyftistöng og hvatning,<br />

að þessi árin stjórnaði Margrét Thatcher Bretaveldi og Ronald<br />

Reagan Bandaríkjunum, en bæði höfðu þau lært margt af Hayek<br />

og Friedman og fylgdu þeirri hægri stefnu, sem best verður lýst<br />

með lágum sköttum og traustum vörnum. En Sjálfstæðisflokkurinn<br />

klofnaði vorið 1987, þegar Albert Guðmundsson gekk úr honum og<br />

stofnaði Borgaraflokkinn. Í þingkosningunum þá um sumarið galt<br />

flokkurinn afhroð. Geir Haarde settist á þing það ár og skipaði sér<br />

þar óðar á bekk með frjálshyggjumönnunum Þorsteini Pálssyni og<br />

Friðrik Sophussyni. Misjafnlega<br />

Hannes H. Gissurarson ásamt öðru<br />

tókst þó til í ríkisstjórn þeirri, sem<br />

áhugafólki útsendingar á útvarpsefni. Höfðað var opinbert mál gegn Sjálfstæðisflokkurinn myndaði<br />

Kölluðu þeir útvarpsstöð sína Frjálst þeim Kjartani, Hannesi Hólmsteini undir forystu Þorsteins með<br />

útvarp. Þeir vildu með því mótmæla<br />

Framsóknarflokki og Alþýðuflokki<br />

einokun ríkisins í útvarpsrekstri, og Eiríki Ingólfssyni fyrir hlut þeirra sumarið 1987, og hrökklaðist<br />

gegna eðlilegu öryggishlutverki að ólöglegum útvarpsrekstri (en af hún frá eftir eitt og hálft ár. Eitt<br />

útvarps og tryggja lýðræðislega<br />

umdeildasta verk stjórnarinnar<br />

skoðanamyndun í fjölmiðlalausu einhverjum ástæðum ekki gegn var, þegar Birgir Ísl. Gunnarsson<br />

landi. Á fréttastofu Frjáls útvarps forráðamönnum hinnar<br />

menntamálaráðherra skipaði<br />

störfuðu meðal annarra þau Björn<br />

Hannes Hólmstein Gissurarson,<br />

Bjarnason og Elín Hirst. Einnig útvarpsstöðvarinnar), og voru þeir sem þá var kominn til Íslands<br />

sendu nokkrir blaðamenn DV út efni sakfelldir í Sakadómi og<br />

með doktorspróf í stjórnmálafræði<br />

frá annarri stöð. Eftir útsendingar<br />

frá Oxford-háskóla, lektor í<br />

í átta daga lokaði lögreglan<br />

Hæstarétti.<br />

stjórnmálafræði í félagsvísindadeild<br />

útvarpsstöðvunum tveimur 10.<br />

Háskóla Íslands þvert á vilja<br />

október 1984. Það vakti mikla gremju í röðum sjálfstæðismanna,<br />

og gerðu þeir það að skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi,<br />

að einkaréttur ríkisins til útvarpsreksturs yrði afnuminn. Hafði<br />

Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra forystu í málinu, en<br />

aðstoðarmaður hennar, Inga Jóna Þórðardóttir, vann einnig að því.<br />

Margir framsóknarmenn greiddu þó atkvæði gegn frumvarpi að<br />

nýjum útvarpslögum og einnig ýmsir stjórnarandstæðingar, en þó<br />

ekki þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Höfðað var opinbert mál<br />

gegn þeim Kjartani, Hannesi Hólmsteini og Eiríki Ingólfssyni fyrir<br />

hlut þeirra að ólöglegum útvarpsrekstri (en af einhverjum ástæðum<br />

ekki gegn forráðamönnum hinnar útvarpsstöðvarinnar), og voru<br />

þeir sakfelldir í Sakadómi og Hæstarétti. Ekki þótti brot Kjartans<br />

þó ámælisverðara en svo, að hann var skipaður fyrsti formaður<br />

útvarpsréttarnefndar, sem framfylgja átti nýjum útvarpslögum. Hóf<br />

fyrsta einkaútvarpsstöðin, Bylgjan, útsendingar snemma árs 1986, en<br />

deildarmanna. Myndaði Steingrímur Hermannsson ríkisstjórn<br />

Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Borgara flokks<br />

haustið 1988. Davíð Oddsson borgarstjóri vann á sama tíma góða<br />

sigra í borgarstjórnarkosningunum 1986 og 1990. Hann gaf kost á<br />

sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1989, og dró Friðrik<br />

Sophusson sig til baka. Margir sjálfstæðismenn höfðu áhyggjur<br />

af því, að flokkur þeirra yrði áfram áhrifalaus og utan stjórnar, og<br />

skoruðu á Davíð að taka að sér formennsku í flokknum á landsfundi<br />

1991. Hann ákvað eftir nokkra umhugsun að gefa kost á sér, og var<br />

kosið milli hans og Þorsteins Pálssonar á landsfundinum. Davíð var<br />

kjörinn formaður og Friðrik Sophusson varaformaður. Leiddu þeir<br />

flokkinn til sigurs í þingkosningunum vorið 1991, og myndaði Davíð<br />

ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þar sem Friðrik varð<br />

fjármálaráðherra og Þorsteinn sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra.<br />

Hófst þá hið langa umbótaskeið, sem enn stendur.<br />

fyrsta einkasjónvarpsstöðin, Stöð tvö, þá um haustið.<br />

11


Þrautir þingsins<br />

í fjármálum<br />

VILHJÁLMUR BJARNASON VI‹SKIPTAFRÆ‹INGUR<br />

Vilhjálmur Bjarnason rekur í þessari grein hvernig margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar voru teknar án<br />

frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna.<br />

Mynd: Geir Ólafsson.<br />

Í stjórnarskrá lýðveldisins, sem stofnað var til árið 1944, er hvergi getið um fyrirkomulag peningamála. Það hefur heldur ekki verið<br />

til umræðu í umfjöllun um breytingar á stjórnarskrá á þeim 62 árum sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins. Þessu er á annan veg<br />

farið í bandarísku stjórnarskránni, sem varð til í uppkasti 1787. Þar er beinlínis tekið fram að þingið hafi vald til að ákveða hvernig<br />

málefnum gjaldmiðils skuli fyrir komið, svo og gengi gjald miðilsins gagnvart annarri mynt. Bandar íkjaþing ákvað síðan árið 1913<br />

hvernig gjald miðils málum skyldi fyrir komið, þ.e. með stofnun Seðlabankans, Federal Reserve árið 1914.<br />

Um svipað leyti og Bandaríkjaþing varðaði veginn fyrir Federal<br />

Reserve, þó eilítið fyrr, sam þykkti Alþingi lög um stofnun<br />

veðdeildar Landsbankans, þ.e. lög nr. 1/1900. Þar er lagt fyrir í 1.<br />

gr. „Í Landsbankanum í Reykjavík skal stofna veðdeild til þess að<br />

veitt verði lán um langt árabil og með vægum vöxtum gegn veði<br />

í fasteignum.“ Þessi fyrirheit um aldahvörf gáfu mynd af því sem<br />

verða skyldi á öldinni sem á eftir fylgdi. Alþingi tók sér vald til að<br />

hafa hönd í bagga og á stundum ákveða breytistærðir til verðlagningar<br />

á fjármála gerningum.<br />

Það er mjög lærdómsríkt að fara yfir feril þeirra breytistærða, sem<br />

ráða verð lagn ing unni, og hvernig Alþingi kom þar nærri á stundum<br />

en var á örlagastundu fjarri. Nærtækt er að velta upp spurningunni<br />

hvort evra verði lögeyrir á Íslandi án þess að Alþingi taki ákvörðun<br />

þar um.<br />

Helstu þættir<br />

Breytistærðirnar, sem skipta máli, eru eftirtaldar:<br />

• Gengi<br />

• Verðtrygging og verðbólga<br />

• Vextir<br />

Í kennslubókum fyrir byrjendur í hagfræði er það talið ósamrímanlegt<br />

að einn og sami aðili ákvarð i gengi gjaldmiðils og ákveði vexti á<br />

sama tíma. Það er undirliggjandi í gengis mark miðum seðlabanka,<br />

að seðlabanki ákvarði gengi eða geti haft áhrif á gengi gjaldmiðils<br />

með inn gripi á gjaldeyrismarkaði. Staðfesta seðlabanka við<br />

gengismarkmið getur falið í sér áhættu lausan hagnað í framvirkum<br />

viðskiptum á gjaldeyrismarkaði. Með verðbólgumarkmiði seðla banka<br />

lætur bankinn gengi gjaldmiðils ráðast af viðskiptum á markaði, óháð<br />

sínum afskiptum. Í ritgerð sinni um Orsakir erfiðleikanna í atvinnuog<br />

gjaldeyrismálum leiðir Benja mín Eiríksson, hag fræð ingur og<br />

síðar bankastjóri, rök að því að kreppan á Íslandi frá 1930–1938<br />

sé að nokkru leyti heimatilbúin vegna hins veika seðlabankavalds<br />

Lands bankans, sem jafnframt var stærsti viðskiptabanki landsins. Í<br />

raun ákvað bankastjórn bankans vexti af innlánum og útlánum og<br />

vaxtaákvarðanir tóku mið af „getu atvinnuveganna“, óháð framboði<br />

lánsfjár frá sparifjáreigendum, en gengi krónunnar var ákveðið af<br />

Alþingi. Álag á raunvexti vegna verð bólgu er grundvallaratriði til<br />

að tryggja framboð lánsfjár á lánamarkaði. Í því felst verðtrygging<br />

fjárskuldbindinga.<br />

Seðlabankinn hættir að vera skúffa<br />

Með nýrri löggjöf um Seðlabanka Íslands, þ.e. þegar verkefni<br />

seðlabanka eru endanlega skilin frá Landsbankanum í upphafi<br />

viðreisnar, lög nr. 10/1961, var Seðlabankanum falið að ákveða<br />

vexti í við skipt um innlánsstofnana en Alþingi var enn falið að<br />

12


ákvarða gengi. Löggjöfin er dagsett<br />

29. mars 1961. Á sama tíma fluttu<br />

þingmenn þingsályktunartillögur um<br />

að Alþingi skyldi álykta um hámark<br />

vaxta af afurða- og fasteignalánum<br />

í viðskiptum innláns stofnana. Áður<br />

en hálft ár var liðið, þ.e. 3. ágúst<br />

sama ár, gaf forseti Íslands, að tillögu<br />

við skipta ráðherra, út bráðabirgðalög<br />

þar sem brýna nauðsyn bar til, þess<br />

efnis að Seðlabanka var falið að ákveða<br />

gengi gjaldmiðils að fengnu samþykki<br />

ríkisstjórnarinnar. Í rökstuðningi með<br />

útgáfu bráðabirgðalaganna var sagt að<br />

með þessu væri fyrirkomulag gengismála<br />

fært í svipað horf og hjá öðrum þjóðum.<br />

Gengi krónunnar var fellt í kjölfarið, öðru sinni á tveim árum. Þegar<br />

Alþingi kom saman að hausti stóðu þingmenn andspænis orðnum<br />

hlut og þingmenn staðfestu hið nýja fyrirkomulag gengismála.<br />

Eftir sem áður ákvarðaði Seðlabankinn vexti í viðskiptum<br />

innlánsstofnana, en vextir eru í raun ein mikilvægasta breytistærðin í<br />

samkeppni innlánsstofnana. Þar sem samkeppni með vöxtum kom ekki<br />

til, varð samkeppni innlánsstofnana eins konar fegurðarsamkeppni<br />

þeirra. Inn stæðu eigendur greiddu herkostnaðinn, því vextir héldu<br />

engan veginn í við verðbólgu. Bankastjórn Seðla bankans breytti<br />

vöxtum mjög sjaldan, þannig var vöxtum breytt tvisvar til þrisvar<br />

sinnum frá 1960–1971.<br />

Vinstri stjórn samþykkir verðtryggingu<br />

Á árunum sem í hönd fóru fór verðbólga úr böndum og raunvextir<br />

urðu stór kostlega neikvæðir með þeim afleiðingum að frá 1971–1974<br />

rýrnuðu innstæður í inn lánsstofnunum úr 40% af landsframleiðslu í<br />

26% af landsframleiðslu. Ekki var það af því að innstæðueigendur<br />

gerðu áhlaup á innlánsstofnanir með úttektum, heldur rýrnuðu<br />

Áður en áttundi áratugurinn<br />

var liðinn, gaf heldur í<br />

verðbólguna, svo mjög að<br />

forsætisráðherra þótti nóg<br />

um. Vorið 1979 lagði<br />

forsætisráðherra í þriggja<br />

flokka stjórn, Ólafur<br />

Jóhannesson, fram umdeilt<br />

frumvarp til laga um „stjórn<br />

efnahagsmála o. fl.“.<br />

innstæður vegna verðbólgu og lágra<br />

vaxta. Fólst í því stórfelld eignatilfærsla<br />

frá sparifjáreigendum til lántakenda.<br />

Viðbrögð Seðlabankans voru<br />

smá vægi legar vaxta breytingar og ein<br />

mjög flókin tæknileg útfærsla, sem fólst<br />

í fyrirbæri sem hét „vaxtaaukalán“.<br />

Út færslan fól st í því að dreifa<br />

„verðbótaþætti vaxta“ á eftirstöðvar<br />

láns tíma lána. Almenn verðtrygging<br />

inn lána var ekki talin ásættanleg fyrir<br />

svonefnda undir stöðu at vinnuvegi<br />

landsins. Áður en áttundi áratugurinn<br />

var liðinn, gaf heldur í verðbólguna,<br />

svo mjög að for sætis ráð herra þótti nóg<br />

um. Vorið 1979 lagði forsætisráðherra<br />

í þriggja flokka stjórn, Ólafur Jóhannesson, fram umdeilt frumvarp<br />

til laga um „stjórn efnahagsmála o. fl.“. Sjöundi kafli frumvarpsins<br />

fjallaði um verðtryggingu fjár skuld bindinga og lánskjaravístölu.<br />

Ekki var full samstaða um frumvarpið innan stjórnar flokkanna.<br />

Þingmenn stjórnar and stöðuflokksins, Sjálfstæðis flokksins, töldu<br />

meginefni frumvarpsins óþarft, en þó væri kaflinn um verðtryggingu<br />

bitastæður. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði: „Allt er málið klætt<br />

kerfisbúningi og of stjórnaræði. Engu að síður er það góðra gjalda<br />

vert, að stjórnarflokkarnir allir skuli lýsa yfir stuðningi sínum<br />

við verð tryggingu fjár skuldbindinga, enda má segja að það sé<br />

kaldhæðni að ganga ætíð á eftir erlendum spari fjáreigendum og<br />

biðja þá um að fjármagna íslenskar fram kvæmdir með fullri verð- og<br />

gengis tryggingu á sama tíma og íslenskum sparifjáreigendum er það<br />

fyrirmunað.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram tillögur<br />

um að afnema lög um bann við verðtryggingu fjárskuldbindinga<br />

og takamarkanir á valdsviði Seðlabankans fyrr á þessu þingi.<br />

Frumvarpið var sam þykkt sem lög frá Alþingi, nr. 13/ 10. apríl 1979.<br />

Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því.<br />

Þrír menn sem komu mikið við sögu efnahagsmála á 20. öldinni. Jónas Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofnunar og síðar<br />

bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og seðlabankastjóri.<br />

Steingrímur var forsætisráðherra þegar vaxtafrelsið komst á en var í fríi þegar ákvörðunin var tekin.<br />

Mynd: Morgunblaðið.<br />

13


Vaxtafrelsi án lagasetningar<br />

Í lögum um Seðlabankann frá 1961 sagði: „Seðlabankinn hefur rétt<br />

til að ákvarða hámark og lág mark sem innlánsstofnanir mega reikna<br />

af innlánum og útlánum.“ Með sameiginlegri ákvörðun starfandi<br />

forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins,<br />

sem þá var utan ríkisstjórnar, og bankastjórnar Seðlabankans í<br />

ágúst 1984 var innlánsstofnunum falið að ákvarða eigin vexti í<br />

viðskiptum sínum. Forsætisráðherra var í fríi þegar ákvörðunin var<br />

tekin. Seðlabankinn hafði heimild til íhlutunar ef vextir keyrðu úr<br />

hófi og yrðu langt umfram það sem gerist í við skiptalöndum Íslands.<br />

Aldrei kom til slíkrar íhlutunar. Með því var komið vaxtafrelsi og<br />

starf skilyrði sett fyrir virkan fjármálamarkað. Ákvörðunin var ekki<br />

talin þurfa frekari lagastoð. Hugs anlega hafa einhverjir þingmenn<br />

talið nauðsynlegt að breyta lögum um Seðlabankann. Í raun var<br />

vaxtafrelsi komið á, án þess að slík ákvörðun væri rædd á Alþingi<br />

en víst er að af leið ing arnar voru ekki fyrirsjáanlegar. Seðla bankinn<br />

stofnaði „kaupþing“, Verðbréfaþing Íslands, árið 1985 en þar voru<br />

skráð spariskírteini. Verðbréfaþing er í dag Kauphöll Íslands hf.<br />

Kaupþingsstarfsemi var þó meðal lögbundinna verkefna Seðla banka<br />

Íslands í lög unum frá 1961. Með því að afnema hömlur á erlendum<br />

lántökum og síðar frelsi í fjár magns flutningum komst endanlega á<br />

forsenda fyrir markaðsvöxtum sem tóku mið af vöxtum erlendis.<br />

Vilhjálmur telur að merkustu ákvarðanir í peningamálum<br />

þjóðarinnar hafi komið inn bakdyramegin á Alþingi hafi þær<br />

verið ræddar þar yfirhöfuð.<br />

Mynd: Páll Kjartansson.<br />

Þáttur Iðnaðarbanka í frelsinu<br />

Með heimild til að verðtryggja fjárskuldbindingar gátu lánastofnanir<br />

loks keppt við verð tryggð spar iskírteini ríkissjóðs, sem voru fram<br />

til þessa eina brjóstvörn sparifjáreigenda. Iðn aðar bankinn gaf út<br />

verðtryggð skuldabréf í skiptum fyrir skuldabréf með fast eigna veði.<br />

Vaxtakjör á skuldabréfum Iðnaðarbankans voru eins og Seðlabankinn<br />

heimilaði, svo og fast eignaveðskuldabréfin, en þar sem þau voru<br />

gefin út af þriðja aðila, ekki mót tak anda verð tryggðu skuldabréfa<br />

bankans, var hægt að reikna út aðra ávöxtunarkröfu en sam kvæmt<br />

nafn vöxtum bréfanna. Handhafi verðtryggðu bankabréfanna seldi<br />

þau til líf eyris sjóðs eða annarra með svip uðum útreikningum, þannig<br />

að í viðskiptunum fólust markaðsvextir án af skipta Seðla banka.<br />

Stjórnvöld stóðu frammi fyrir því að ákæra sparifjáreiganda fyrir<br />

að okra á banka sem hefðu einungis verið broslegir tilburðir til að<br />

verja úrelt kerfi sem var orðið skaðlegt fyrir efnahagslífið. Skömmu<br />

síðar hófu verðbréfasjóðir Kaupþings hf. og Verðbréfamarkaðar<br />

Fjár fest inga félagsins hf. starfsemi sína. Allt voru það heiðvirðir<br />

menn, sem stóðu að þessum við skiptum. Áður var slíkum viðskiptum<br />

lýst í kvæði Tómasar Guðmundssonar, Hótel Jörð:<br />

Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur gefst<br />

né færi á að ráðstafa nokkru betur.<br />

Því alls sem lífið lánaði, dauðinn krefst,<br />

í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.<br />

Skýring: Metúsalem og Pétur; fjármálamenn í Reykjavík.<br />

Fyrsta skerf inn í nútímann: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn<br />

og Alþjóðabankinn<br />

Rétt er að minna á þær alþjóðastofnanir, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn<br />

og Alþjóðabankann, sem tryggðu stöðugleika í gjaldeyrismálum<br />

heimsins á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Sáttmálar þessara<br />

stofnana voru samþykktir af fulltrúum þeirra þjóða sem töldu sig<br />

verða í sigurliði síðari heimsstyrjaldarinnar. Samkomustaðurinn var<br />

í Bretton Woods í New Hamp shire í Bandaríkjunum. Sáttmálarnir<br />

voru lagðir fyrir Alþingi til staðfestingar haustið 1944. Ólafur Thors<br />

forsætisráðherra mælti fyrir staðfestingu í neðri deild Alþingis<br />

og Ásgeir Ás geirsson, bankastjóri og fulltrúi á Bretton Woods<br />

fundinum, mælti fyrir stað fest ingu í efri deild Alþings. Sáttmálarnir<br />

voru staðfestir umræðulaust og án mótatkvæða.<br />

Ályktun: Alþingi ræður ekki við peningaákvarðanir<br />

Af því sem að framan er sagt má draga eina meginályktun. Peningamál<br />

og gengismál og stórar ákvarðanir varðandi þá málaflokka voru ekki<br />

eðlilegt verkefni Alþingis á síðustu öld. Alþingi stóð oftar en ekki<br />

andspænis orðnum hlut án þess að geta haft áhrif á ferlið. Einhverjum<br />

kann að þykja gott að þróun hafi átt sér stað undir sveigjanlegri<br />

löggjöf. Það er hins vegar verra ef evra verður gjaldmiðill okkar án<br />

þess að Alþingi taki um það formlega ákvörðun. Atvinnulíf í landinu<br />

getur ekki lengi búið við það að sveiflur í gengi krónunnar gagnvart<br />

erlendri mynt séu 10–15% innan árs. Einstök fyrirtæki geta nú<br />

tekið erlenda mynt sem bókfærslumynt. Ekki er vitað hve stór hluti<br />

landsframleiðslu er færður í erlendri mynt en það mun aukast frá því<br />

sem nú er með aukinni alþjóðavæðingu fyrirtækja og sveiflum líkum<br />

þeim sem verið hafa á gengi krónunnar á því ári sem nú er að líða.<br />

14


ÁRI‹ 2006<br />

Í VÍSBENDINGU<br />

Margt hefur borið til tíðinda á sviði efnahagsmála og viðskiptalífs á yfirstandandi ári. Vísbending<br />

hefur verið með puttann á púlsinum að venju. Hér tökum við nokkur dæmi. Ef höfundar er ekki<br />

getið eru greinar eftir ritstjóra. Eyþór Ívar Jónsson stýrði nokkrum blöðum og eru tilvitnanir í greinar<br />

hans merktar EÍJ.<br />

Hugsanir í upphafi árs<br />

Í upphafi árs ræddi blaðið um þróun á árinu:<br />

Rök hníga til þess að jafnvægi sé nú náð og sumir telja jafnvel að<br />

þegar íbúðarhúsnæði sem nú er á leiðinni á markað verði fullbúið<br />

gæti húsnæðisverð lækkað á ný.<br />

13. janúar. Hvað boðar nýárs blessuð sól?<br />

Jafet Ólafsson spáir því að hlutabréf muni hækka um 25 til 30% í<br />

verði á árinu. Sérfræðingar tala samt um það að markaðurinn sé mjög<br />

hátt metinn miðað við alla venjulega mælikvarða.<br />

20 janúar. Þandar taugar.<br />

Sagan kennir okkur að það eru örfá tilvik þar sem hlutabréf gefa 20%<br />

eða hærri árlega raunávöxtun á tíu ára tímabili — þau eru þrjú talsins<br />

í rannsókn sem náði til 17 landa og yfir rúmlega 100 ára tímabil.<br />

Í þessu tilliti er sennilega ástæða til þess að óttast tölfræðina þegar<br />

væntingar um ávöxtun innlendra hlutabréfa til næstu 3–5 ára eru<br />

settar fram.<br />

3. febrúar. Almar Guðmundsson:<br />

Verður vindátt einhvern tíma óhagstæð á innlendum hlutabréfamarkaði?<br />

Forsætisráðherra kemur fram og fer, en stjórnin situr<br />

Snemma árs lýsti blaðið yfir ánægju með<br />

forsætisráðherra:<br />

Halldór Ásgrímsson sýndi gott fordæmi<br />

með því að segja sína skoðun skorinort<br />

á Viðskiptaþingi. Allt of algengt er að<br />

stjórnmálamenn tali eins og véfréttir og<br />

forðist að tala um raunveruleg vandamál.<br />

Halldór benti réttilega á að almenningur<br />

er yfirleitt íhaldssamur og líklegur til þess<br />

að snúast á móti framfaramálum. Hann<br />

talaði um erfiðar breytingar sem barist<br />

hefur verið um á liðnum árum, breytingar<br />

sem flestir eru nú á að hafi horft til heilla:<br />

„Oftast hafa þær mætt harðri gagnrýni og<br />

skoðanakannanir sýnt mikla andstöðu. Enn<br />

er breytinga þörf og ég horfi með tilhlökkun<br />

til að takast á við þær með ykkur og öðrum.“<br />

Ef Halldór heldur áfram að tala svona geta<br />

menn hlakkað til næstu ræðu hans.<br />

17. febrúar. Forsætisráðherra tekur til máls<br />

Hrifningin var minni nokkru seinna:<br />

Í þeirri krísu sem íslenskt viðskiptalíf hefur<br />

þreytt á undanfönum vikum hefur mátt<br />

greina að núverandi forsætisráðherra á<br />

erfitt með að átta sig á breyttum aðstæðum.<br />

Hann hefur til að mynda fundið þörf<br />

fyrir að gerast spámaður um verðbólgu<br />

og spáð „verðbólguskoti“ frekar en<br />

„verðbólguskriðu“. Hann lýsti því yfir<br />

að ríkið myndi hlaupa undir bagga með<br />

bönkunum ef illa færi og endurskaðaði<br />

þannig ríkisábyrgðina sem átti að heyra<br />

sögunni til með einkavæðingunni.<br />

28. apríl. EÍJ: Breyttar áherslur hins<br />

opinbera.<br />

Skömmu síðar sagði forsætisráðherra<br />

af sér og því langt í næstu ræðu. Ekki<br />

urðu þó þáttaskil í stefnumálum<br />

ríkisstjórnarinnar við þær breytingar á<br />

æðstu stjórn:<br />

Af umræðum eftir að skýrslan kom fram að<br />

dæma er ekki líklegt að verulegur árangur<br />

náist. Kristinn H. Gunnarsson telur að lægra<br />

verð á landbúnaðarvörum sé hættulegt fyrir<br />

efnahagslífið því að þá aukist kaupmáttur<br />

og þar með þensla, sem virki þvert gegn<br />

aðhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þessi<br />

sjónarmið frá honum koma ekki á óvart.<br />

Forsætisráðherra er mjög varkár í<br />

umfjöllun um skýrsluna (Morgunblaðið<br />

19.7. 2006): „En ég vil hins vegar standa<br />

vörð um landbúnaðinn, það hefur minn<br />

flokkur alltaf gert og stjórnarflokkarnir eru í<br />

sjálfu sér ágætlega samstíga um það.<br />

21. júlí. Hvers vegna er dýrt að búa á<br />

Íslandi?<br />

Sagan sýnir okkur þó að í fjárlagagerð eru<br />

margir veikir punktar og á kosningavetri<br />

kalla menn ekki allt ömmu sína. Að grunni til<br />

er það ágætis regla að ef stjórnmálamönnum<br />

auðnast ekki að draga saman seglin hjá<br />

hinu opinbera í uppsveiflu ætti vöxtur<br />

útgjalda aldrei að vera meiri en sem nemur<br />

langtíma framleiðniaukningu hagkerfisins.<br />

Ef menn brjóta þá reglu er farið að selja<br />

útsæði til að fæða of feita þjóð.<br />

13. október. Halldór Benjamín Þorbergsson:<br />

Bremsan, bensíngjöfin og kúplingin.<br />

15


Bankakreppa<br />

Eftir ítrekuð varnaðarorð um að<br />

gengi hlutabréfa og krónunnar<br />

kynni að vera býsna hátt kom allt í<br />

einu skellur úr óvæntri átt. Erlendir<br />

matsaðilar lýstu yfir ótta og Danski<br />

banki greip þá tækifærið:<br />

Morgunblaðinu er legið á hálsi að<br />

magna upp ótta um bankakerfið.<br />

Kannski hefur blaðið ætlað að bæta<br />

úr því og gefa bankamönnum góð<br />

ráð með fyrirsögninni: „Sæki um mat<br />

hjá S&P“ Ég get ekki að því gert að<br />

mér datt í hug bankastjóri sem stendur<br />

álútur eins og Ólíver Tvist með<br />

framrétta lófa fyrir framan forstjóra<br />

S&P og stynur upp: „Herra, get ég<br />

fengið mat?“<br />

17. mars. Nú gerist margt í senn.<br />

Það voru hins vegar ekki slíkar<br />

rökræður sem stöðvuðu rallíið á<br />

hlutabréfamarkaðinum heldur ótti við<br />

fjármálakrísu, eða öllu heldur áhyggjur<br />

útlendinga af íslenskri fjármálakrísu.<br />

Áhrifin voru hins vegar þau sömu<br />

og þegar einhver stingur títuprjóni<br />

í blöðruna, loftið fór úr henni með<br />

ýlfri og látum og á tveimur og hálfum<br />

mánuði hafði úrvalsvísitalan lækkað<br />

um 23%.<br />

5. maí. EÍJ: Í óöryggi markaðarins.<br />

Jón Sigurðsson, fyrrverandi<br />

ráðherra og bankastjóri við NIB,<br />

tók að sér að kynna staðreyndir um<br />

bankakerfið:<br />

Þótt öllu þessu sé til skila haldið breytir<br />

það ekki því að varnaðarmerkin eru<br />

greinileg og felast þau í viðskiptahalla<br />

og verðbólgu. Það eru vondu fréttirnar.<br />

Góðu fréttirnar eru að íslenska<br />

hagkerfið og stjórnkerfið hafa sýnt og<br />

sannað að þau hafa burði til þess að<br />

kljást við vanda af þessu tagi.<br />

23. júní. Jón Sigurðsson: Vaxandi<br />

áhrif banka og sparisjóða.<br />

,,Niðurstaðan er hinn villtasti tryllir,<br />

en bersýnilega sannur,“ segir Extra<br />

Bladet. Fyrstu viðbrögð flestra eru<br />

eflaust að láta sem ekkert sé. En bæði<br />

hér og í Danmörku munu einhverjir<br />

spyrja: „Ætli sé ekki eitthvað til í<br />

þessu?“ Og þá er tilganginum náð.<br />

27. október. Something is rotten in the<br />

state of Denmark.<br />

Skattamál<br />

Ólíkir aðilar hér á landi hafa ályktað<br />

að eðlilegt sé að skattur sé flatur.<br />

Viðskiptaráðið, BSRB og Vísbending hafa<br />

öll lagt þetta til:<br />

Persónuafsláttur er vinsæll vegna þess að<br />

almennt vill fólk ekki þurfa að láta frá sér<br />

peninga sem það hefur aflað. Lágtekjufólki<br />

finnst það græða á því að fá afsláttinn því<br />

að ráðstöfunartekjurnar eru mun meiri en<br />

þær væru ef skattur legðist á allar tekjur.<br />

Stundum virðist málflutningur hjá einstaka<br />

hagsmunahópum ganga út á það að það sé<br />

einstakt lán að vera skattlaus. Þetta er að<br />

sjálfsögðu firra. Það sem skiptir einstaklinginn<br />

máli er ekki að vera skattlaus heldur að<br />

ráðstöfunartekjur hans séu sem mestar.<br />

7. júlí. 20% flatur skattur.<br />

Flatir skattar virðast ekki njóta mikils fylgis<br />

meðal þeirra sem hafa rætt um tekjur og skatta<br />

að undanförnu. Þvert á móti virðist svo sem<br />

stórir hópar telji að það markmið skattheimtu<br />

að afla tekna fyrir sameiginlegar þarfir vegi<br />

mun minna en áhrif skatta til tekjujöfnunar.<br />

Að vísu hefur sá galli verið á umræðunni að<br />

hún hefur snúist mjög um misrétti launa þegar<br />

tölur sýna ... að í raun er dreifing launa nú<br />

mjög svipuð og fyrir áratug. Hins vegar hafa<br />

fjármagnstekjur allra aukist en mjög ójafnt eins<br />

og sást í sömu grein. Fyrir nokkrum árum var<br />

tekinn upp flatur 10% fjármagnstekjuskattur<br />

hér á landi. Á áratug hafa fjármunatekjur<br />

ellefufaldast að raunvirði.<br />

25. ágúst. Flatir skattar: Áhrif á<br />

launagreiðendur.<br />

Þegar álagningarskrá var lögð fram<br />

kom fram árleg reiðialda yfir því að<br />

sumir fá meira en aðrir. En útreikningar<br />

Vísbendingar sýndu enn einu sinni að<br />

jöfnuður í launum er svipaður og verið<br />

hefur í áratug. Fjármagnstekjur skiptast<br />

hins vegar mjög ójafnt:<br />

Þessi athugun bendir til þess að hér á landi<br />

sé tiltölulega lítill mismunur milli launatekna<br />

hinna ýmsu tekjuhópa og að sá munur hafi<br />

verið stöðugur í um áratug þrátt fyrir að<br />

rauntekjur hafi aukist mikið. Þetta sýnir að<br />

tekjuaukningin hafi skilað sér tiltölulega<br />

vel til allra tekjuhópa. Á sama tíma<br />

margfaldast vægi fjármunatekna. Þær aukast<br />

hjá öllum tekjuhópum, en miklu meira<br />

hjá þeim tekjumeiri. Öruggt er að þennan<br />

mikla vöxt megi rekja til þeirra breytinga í<br />

frjálsræðisátt sem Íslendingar hafa notið,<br />

einkum eftir að landið varð aðili að Evrópska<br />

efnahagssvæðinu árið 1993.<br />

28. júlí. Kjarabót, jöfnuður og bræðralag?<br />

Steingrímur talar um misrétti í þjóðfélaginu<br />

en mismunandi tekjuskiptingu ætti að vera<br />

hægt að ræða af skynsemi vegna þess að til<br />

er tölulegur mælikvarði á slíka skiptingu,<br />

Gini-stuðullinn. En hér verður Steingrími<br />

á að rugla saman launum og tekjum. Laun<br />

eru það sem greitt er fyrir vinnu einstaklinga<br />

og þrátt fyrir að laun nokkurra einstaklinga<br />

hafi hækkað mjög mikið hefur Gini-stuðull<br />

vegna launa verið nær óbreyttur í áratug<br />

eins og komið hefur fram hér í Vísbendingu.<br />

Hins vegar er mikil og vaxandi misskipting<br />

í fjármunatekjum. Steingrími er reyndar<br />

vorkunn þar sem fræðimenn við Háskóla<br />

Íslands hafa ekki gert skýran greinarmun<br />

á þessu tvennu. Steingrímur segir: „Hér<br />

birtist með ótvíræðum hætti hvað stóraukinn<br />

launamunur í þjóðfélaginu og ekki síður<br />

minnkandi tekjujöfnunargildi skattkerfisins<br />

og samneyslunnar hefur haft í för með sér.“<br />

17. nóvember. Við öll. Hugsanir Steingríms J.<br />

Sigfússonar.<br />

Við og útlendingarnir. Frumkvöðlar og útrás.<br />

Íslenskir athafnamenn vöktu athygli erlendis en ekki alltaf hrifningu. Útrásin var oft til<br />

umfjöllunar í blaðinu:<br />

Margt er kennt í háskólum og fyrir nokkrum árum kom hópur háskólastúdenta í heimsókn<br />

á Frjálsa verslun. Nemendurnir höfðu orð á því að þeir sem væru útnefndir menn ársins<br />

af blaðinu færu yfirleitt á hausinn fljótlega. Þetta sögðust þeir hafa eftir kennurum sínum.<br />

Ritstjóranum brá að vonum við þessi tíðindi því að hann hafði talið sig vera að velja rjómann<br />

úr atvinnulífinu.<br />

6. október. Verða menn ársins gjaldþrota?<br />

Íslenska útrásin hefur byggst á ofurtrú á þeirri framtíðarsýn og viðskiptamódelum sem íslenskir<br />

fjárfestar ganga með í maganum. Það sem hefur hins vegar verið þeim til framdráttar er að<br />

þetta eru tiltölulega einföld viðskiptamódel sem skapa fókus.<br />

14. júlí. EÍJ: Endir á ástarævintýri.<br />

16


Ég heiti Baldvin, Jón Baldvin<br />

Njósnamál settu sinn svip á árið. Strax í<br />

upphafi árs var þessi tilvitnun í Bjarna<br />

Ben. birt í blaðinu. Hún reyndist óvæntur<br />

fyrirboði þess sem koma skyldi á árinu:<br />

Bjarni Benediktsson skrifaði í tilefni af<br />

hálfrar aldar afmæli Morgunblaðsins árið<br />

1963: „Skilningur á því að óþægilegum<br />

staðreyndum verður ekki eytt með því að<br />

þegja um þær, er nú auðsærri í öllum blöðum<br />

en áður var ... Því miður ber enn of mikið<br />

á einskisverðum skömmum og skætingi,<br />

jafnvel á stundum beinum ósannindum.<br />

Þessum ófögnuði heldur áfram meðan<br />

menn halda að markaður sé fyrir hann.<br />

En meginhluti lesenda hefur andstyggð á<br />

þvílíkum varningi. Flestir vilja fá hlutlausar<br />

fréttir, einnig af því sem andstæðingar segja<br />

og gera.“<br />

20. janúar. Ráða eigendur yfir fjölmiðlum<br />

sínum?<br />

Allt í einu var sem hér á landi hefði<br />

verið samfellt njósnanet allt frá dögum<br />

Hermanns Jónassonar fram á stjórnartíð<br />

Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem bæði<br />

virtist gerandi og þolandi:<br />

Ekki má gleyma því að helsti njósnari Breta<br />

og Bandaríkjamanna hér á landi í seinni<br />

heimsstyrjöldinni var Hendrik Ottósson,<br />

en hann hafði útbúið lista um Þjóðverja og<br />

þá sem hann taldi hliðholla þeim. Hendrik<br />

Ottósson var einn þekktasti kommúnisti<br />

landsins og kunnur útvarpsmaður. Líklega<br />

hefur starf Hendriks verið umsvifamesta<br />

leyniþjónusta á Íslandi fyrr og síðar.<br />

29. september. Þjóðmál.<br />

Hvað hefðu Jón Baldvin og Steingrímur<br />

gert ef rannsókn þeirra hefði ekki skilað<br />

þeim árangri að hreinsa Svavar af grun um<br />

njósnir? Hefðu þeir notað upplýsingarnar til<br />

þess að klekkja á honum? Hefðu þeir verið<br />

til með að nota aðrar aðferðir en skoðun<br />

á skjalasöfnum erlendis til þess að vera<br />

vissir? Jón Baldvin segist bara hafa gert<br />

það sama og kollegar hans annars staðar<br />

á Norðurlöndum og þess vegna hafi þetta<br />

verið í lagi. Þeir beittu hlerunum. Hvað<br />

gerði Jón Baldvin?<br />

20. október. Hvar var Ólafur Ragnar?<br />

Jón Baldvin Hannibalsson er einn<br />

merkasti stjórnmálamaður seinni tíma<br />

hérlendis. Á sínum tíma taldi hann<br />

mikilvægara að sinna Grænlendingum en<br />

Simoni Peres sem kom hingað til lands til<br />

þess að ræða við ráðamenn meðan hann<br />

gerði friðarsamninga við Palestínumenn,<br />

samninga sem hann, Rabin og Arafat fengu<br />

allir friðarverðlaun Nóbels fyrir. Peres komst<br />

svo að orði um þá sem ekki vildu hitta hann:<br />

„Í lýðræðisríki hafa menn rétt til að hafa<br />

rangt fyrir sér og sumir nota þann rétt.“<br />

8. desember. Eftirá minningar.<br />

Alhliða<br />

fjármálaþjónusta<br />

fyrir þig og þína<br />

Keflavík - Njarðvík - Sandgerði - Garður - Grindavík - Vogar<br />

www.spkef.is<br />

Einn tveir og þrír 12.078<br />

Með því að selja eignir var til dæmis unnt að<br />

sýna jákvæða afkomu árið 2005 á Maggabúð<br />

– eins og Halldór Laxness kallaði Magasin<br />

du Nord.<br />

11. ágúst. Guðmundur Magnússon.<br />

Eignarhald atvinnuhúsnæðis.<br />

Auðvitað væri það „hösl“ ársins ef<br />

Dagsbrúnarmenn hættu við að gefa blaðið<br />

út í bili og biðu frekar og sæju hvernig<br />

markaðurinn þróaðist en þeir eru sennilega<br />

komnir of langt í vinnslunni til þess að vilja<br />

taka þann kost.<br />

18. ágúst. EÍJ: Fríblaðabyltingin.<br />

Æ ofan í æ er bankinn beðinn um að<br />

fjármagna glæstar spilaborgir og síðan<br />

er honum legið á hálsi að vilja ekki<br />

taka þátt í að styðja við bakið á nýjum<br />

viðskiptahugmyndum. Stundum er eins og<br />

frumkvöðlar haldi að þeir séu yfir það hafnir<br />

að standa við gerða samninga.<br />

Kaupþing hefur að mestu tapað því fé<br />

sem það hefur lagt til sprotafyrirtækja. Hið<br />

sama á við um íslenska ríkið, að manni<br />

skilst.<br />

10. nóvember. Sigurður Einarsson: Skortur á<br />

virðingu fyrir samningum og fjármagni.<br />

Einhver gæti efast um réttmæti þess að bera<br />

saman auglýsingastefnu Bandaríkjamanna<br />

og Íslendinga. Þeim efasemdum er hægt að<br />

svara með því að neysluhættir Íslendinga<br />

líkist meira þeim amerísku en þeim<br />

evrópsku. Hin íslenska ,,eyðslukló“ virðist<br />

með öðrum orðum apa flest eftir þeirri<br />

amerísku og stenst henni fyllilega snúning<br />

í þeim efnum.<br />

22. september. Þorsteinn Þorsteinsson: Krafa<br />

um árangur af markaðsstarfi.<br />

Fólk sóar því oft tíma sínum án þess að gera<br />

sér grein fyrir því hversu mikill hluti tíma<br />

dagsins, vikunnar, ársins og ævinnar fer í<br />

slíka sóun. Afleiðingin er oft sú að fólk hefur<br />

ekki tíma til þess að hugsa, vegna þess að<br />

það er svo upptekið við að gera ekki neitt.<br />

20. október. EÍJ: Evreka.<br />

17


Siðgæði í viðskiptum og stjórnmálum<br />

Vísbending er óþreytandi í því að ræða um siðgæði í viðskiptum manna á milli, jafnt athafnamanna sem pólitíkusa:<br />

Hversu algengt er samráð um verðlag? Rannsóknir sýna að samráð er<br />

býsna algengt. Samkvæmt könnunum telur meira en helmingur forstjóra<br />

í 1000 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna samráð í viðskiptalífinu<br />

algengt.<br />

10. mars. Helgi Gunnlaugsson. Afbrot hinna efnameiri.<br />

Sé þetta rétt túlkun á viðskiptalegum tilgangi eru öll önnur lán til stjórnenda<br />

en þau sem veitt eru í þessum tilgangi óheimil og gildir þá einu hvernig<br />

til þeirra var stofnað. Staða á viðskiptareikningi sem á sér mótbókun í<br />

handbæru fé eða öðrum eignum er því andstæð hlutafélagalögum.<br />

31. mars. Stefán Svavarsson. Lán og lagasmíði.<br />

Enron-málið er fullflókið til þess að menn geti dregið af því lærdóm. Enn<br />

og aftur hefur sést að eftirlit þarf að vera í lagi og framkvæmdastjórar<br />

mega ekki hafa endurskoðendur í vasanum. Það var aftur á móti erfitt í<br />

tilviki Enrons, eins og víðar, vegna þess að endurskoðendurnir vissu að<br />

þeir gátu átt á hættu að missa margvísleg verkefni fyrir fyrirtækið ef þeir<br />

væru með múður vegna reikninganna. Allir höfðu því hag af því að taka<br />

þátt í leikritinu.<br />

2. júní. Enron-málið.<br />

Davíð Oddsson lagði fram þá hugmynd að banna framlög einkaaðila til<br />

stjórnmálaflokka. Sú tillaga hefur aldrei verið rædd sem skyldi. Á henni<br />

má eflaust bæði finna kost og löst. Aðalatriði er að ljóst sé hver borgar<br />

brúsann, en það getur alltaf eitrað umræðuna ef ekki liggur fyrir hver<br />

fjármagnar framboð.<br />

1. september. Þakkarskuldin.<br />

Yfirleitt hefur ekki þurft að kenna Íslendingum hvernig á að fara fram hjá<br />

lögum, einkum ef þeir geta hagnast á tiltækinu. Ein helsta röksemd fyrir<br />

breytingunum er að með því sé verið að tryggja að alþingismenn sem<br />

fari með mörg hundruð milljarða af almannafé séu ekki keyptir. Þannig<br />

mátti skilja málflutning Helga Hjörvars í Kastljósi 21. nóvember. En<br />

auðvitað fjallar frumvarpið ekkert um það. Þeir alþingismenn sem eru til<br />

sölu verða áfram keyptir þó að það verði kannski ekki gegnum prófkjör<br />

eða kosningar.<br />

24. nóvember. Lýðræði til sölu.<br />

Úr einu í annað<br />

Blaðinu er fátt óviðkomandi eins og<br />

eftirfarandi upptalning sýnir. Herinn<br />

fór öllum að óvörum. Árum saman hafa<br />

menn rembst við að halda honum en á<br />

endanum virðist tapið af brottförinni<br />

lítið:<br />

Alls gæti þá brottför varnarliðsins kostað<br />

Íslendinga sex til sjö milljarða til skamms<br />

tíma en nær fjórum til fimm ef litið er til<br />

lengri tíma. Á móti kemur að líklegt er að<br />

upp byggist arðbærari starfsemi á svæðinu<br />

til frambúðar og því gæti frjáls markaður<br />

verið fljótur að vinna upp skammtímatapið.<br />

24. mars. Varnirnar og veskið.<br />

Frelsi, réttlæti og fagleg vinnubrögð<br />

eru mörgum pennum Vísbendingar<br />

umhugsunarefni:<br />

Lífeyriskerfi Íslendinga er um margt til<br />

fyrirmyndar en þar bíða óleyst verkefni.<br />

Lífeyriskerfið er ekki aðeins reist á<br />

samningum og löggjöf heldur einnig<br />

óskrifuðum samfélagssáttmála. Forsenda<br />

hans er jafnrétti í lífeyriskjörum landsmanna.<br />

Veikist sú forsenda er vegið að undirstöðum<br />

kerfisins.<br />

30. júní. Ólafur Ísleifsson: Hræringar í<br />

lífeyriskerfinu.<br />

Skipun nýs Seðlabankastjóra fyrir skömmu<br />

kann að marka þáttaskil í baráttunni gegn<br />

verðbólgu. Margir bjuggust við að fráfarandi<br />

forsætisráðherra hlyti stöðuna, en þess í stað<br />

var starfsmaður bankans skipaður.<br />

4. ágúst. Sigurður Jóhannesson: Breytt<br />

peningastefna?<br />

Vísbending hefur oft birt greinar sem<br />

hafa verið gagnrýnar á það hversu lítil<br />

arðsemi er af virkjun við Kárahnjúka.<br />

Talsmenn andstæðra sjónarmiða þáðu<br />

ekki boð um að birta greinar í ritinu.<br />

En blaðið féllst ekki á örvæntingarfullar<br />

tilraunir andstæðinga virkjunarinnar á<br />

elleftu stundu:<br />

En nú er framkvæmdunum nær lokið og<br />

það er kjánalegt að halda áfram að berjast<br />

gegn þeim eins og hópur útlendinga<br />

gerir enn. Síðast bættist þar í hópinn<br />

undarleg kona sem segist vera amerískur<br />

verkfræðiprófessor. Ég sé að bornar eru<br />

brigður á styrk mannvirkja og undirstaða,<br />

en þótt rétt væri; hvernig getur hún sagt til<br />

um þetta eftir að hafa verið hér í örfáa daga?<br />

Háskólapróf veitir enga tryggingu fyrir því<br />

að fólk sé skynsamt eða heiðarlegt.<br />

18. ágúst. Lítils virði.<br />

Vísbending hefur talið evruna góðan kost<br />

fyrir Íslendinga en blaðið er opið fyrir<br />

ýmsum sjónarmiðum:<br />

Að ígrunduðum kostum og göllum sem<br />

fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu<br />

annars vegar og núverandi peningastefnu<br />

hins vegar er það niðurstaða okkar að<br />

Íslendingum sé betur borgið með núverandi<br />

fyrirkomulag í gengismálum en með því<br />

að taka upp fastgengisstefnu og ganga í<br />

evrópska myntsamstarfið.<br />

27. janúar. Gylfi Zoëga og Tryggvi Þór<br />

Herbertsson: Fyrirkomulag gengismála á<br />

Íslandi.<br />

Ekki fer illa á því að enda á heilræði sem<br />

menn geta gert að áramótaheiti:<br />

Nýlega hlýddi ég á erindi merks læknis hér<br />

á landi sem sagði frá stórum rannsóknum á<br />

heilsu fólks. Meðal helstu niðurstaðna var<br />

að menn ættu að drekka tvö til fjögur glös af<br />

rauðvíni á dag, stunda fjörugt kynlíf, kjósa<br />

hægriflokka og fara oft í óperuna.<br />

10. febrúar. Táp og fjör.<br />

18


FRÁ SÉR NUMIN FIJÓ‹<br />

EYFIÓR ÍVAR JÓNSSON<br />

Eyjaskeggjar Íslands eru með merkilegri þjóðum heims –<br />

sérstaklega ef þeir sjálfir segja frá. Þeir eiga það sameiginlegt að<br />

ýkja allverulega sögur, ekki síst afrekssögur af sjálfum sér.<br />

Hugsanlega hefur það hjálpað þeim að búa til hina<br />

„raunverulegu“ sögu þjóðarinnar. Sagan er merkileg vegna þess<br />

að fámenn þjóð, í landi sem jafnan hefur þótt óbyggilegt, hefur<br />

unnið sig frá örbirgð til auðsældar. Hvernig eyjaskeggjum tókst<br />

þetta er umdeilt og flestar útskýringar í besta falli gróf einföldun<br />

og misvísandi eftir því frá hvaða bæjardyrum er horft. 1 Sú<br />

sögutúlkun sem sett er hér fram, er tilgáta um að upptök<br />

stökkbreytingar þjóðarinnar og breyttra efnahagslegra aðstæðna<br />

hennar megi að einhverju leyti, ef ekki að miklu leyti, finna í<br />

þeim atburði þegar þjóðin var hernumin, frá sér numin, af<br />

erlendum öflum.<br />

Hernumið land<br />

Sagan hefur verið sögð ótal sinnum, en aldrei eins og hún er sögð hér.<br />

Lítil þjóð í nafla alheimsins, alls staðar og hvergi, var enn á ný fótum<br />

troðin af útlendingum, sem vildu þjóðinni vel og tóku völdin í sínar<br />

hendur. Nú var það ekki til þess að bjarga þjóðinni frá sjálfri sér þó<br />

óljóst sé hverju lýðurinn hefði tekið upp á ef hann hefði verið látinn<br />

afskiptalaus í geðveikum heimi. Nú var verið að bjarga þjóðinni<br />

frá illsku alheimsins, blóðrauðum kommúnisma og vægðarlausum<br />

nasisma. Jafnvel þó að fylgismenn þessara tveggja stefna léku lausum<br />

hala á dimmbláu og veðurblásnu skerinu í hversdagslegu þunglyndi<br />

var hættan sú að erlend átrúnaðargoð þeirra uppgötvuðu mikilvægi<br />

eyjunnar í heildarstríðsmyndinni. Ísland var vitinn á Atlantshafinu.<br />

Árið var 1940, dagurinn 10. maí. Ísland var hernumið í<br />

fyrsta skipti. Breska konungsveldið sýndi mátt sinn og megin.<br />

Eyjarskeggjar höfðu þó ekki verið sjálfs síns herrar í sjö hundruð<br />

ár eða allt frá því að þeir gengu undir verndarvæng Noregskonungs.<br />

Þá var það vegna þess að klíkuskapur eylendinga og stríð þeirra á<br />

milli stefndi í borgarastyrjöld. Þegar hér var komið sögu var lýðurinn<br />

hins vegar undir verndarvæng danska konungsins. Eyjaskeggjar<br />

réðu þó innanríkismálum og töldu sig fullvalda. Bretar voru engu<br />

að síður að hrifsa völdin af Dönum þar sem Íslendingar voru ekki<br />

sjálfstæð þjóð og voru danskættaðir eyjarskeggjar handteknir ásamt<br />

Þjóðverjum og sendir af landi brott. Mótspyrnan við hernámið var<br />

lítil. Heimastjórnin var samþykk hernáminu enda átti hún ekki<br />

annarra kosta völ. Einhverjir eyjarskeggjar steyttu hnefa og mótmæltu<br />

yfirganginum harðlega. Allt kom fyrir ekki, orrustan var fyrir fram<br />

töpuð. Þeir áttu þó síðar eftir að hefna sín rækilega á stórveldinu, í<br />

„stríði“ sem var háð á hentugri velli, á sæ úti, og hafði meira gildi,<br />

þorskígildi. Eyjaskeggjar voru þó fljótir að sjá að það borgaði sig að<br />

vinna með hernámsliðinu.<br />

Bretar voru aldrei sérstaklega velkomnir á Íslandi þó að sumir<br />

landsmenn væru fegnir því að þeir yrðu á undan Þjóðverjum sem<br />

voru í miklum útrásarham á þessum árum. Síðar kom í ljós að<br />

Hitler og hyski hans hafði augastað á landinu fyrir og eftir að Bretar<br />

hertóku það. Segja sagnfræðingar að það hafi einungis verið happ<br />

að áætlun Þjóðverja – sem kölluð var „Íkarus“ – um að ráðast inn<br />

frá vesturströnd Íslands, hafi ekki orðið að veruleika. Af hverju<br />

þýsku hugmyndafræðingarnir völdu heitið Íkarus er óljóst en það<br />

er kaldhæðni örlaganna að notuð var tilvísun í hinn unga Íkarus, úr<br />

grískri goðafræði, sem flaug á heimatilbúnum vængjum of nálægt<br />

sólinni svo að vaxið sem hélt fuglafjöðrum við líkama hans bráðnaði<br />

og hann féll bjargarlaus í sjóinn og endaði þar með ævi sína. Viðvera<br />

Breta gerði Þjóðverjum erfiðara fyrir og tafði árásina á Ísland sem<br />

varð að lokum að engu vegna annarra stríðsaðgerða Hitlers. „Sólin“<br />

var of heit fyrir metnað nasismans.<br />

Bretar urðu aldrei frelsishetjur á Íslandi. Þeir hlutu litlar þakkir<br />

fyrir að aldrei varð stríð á Íslandi sem hefði verið óumflýjanlegt ef<br />

Þjóðverjar hefðu orðið fyrri til. Bretar stöldruðu stutt við á landinu.<br />

Skipt var inn á árið 1941. Þá kom Kaninn og þjóðin varð frá sér<br />

numin.<br />

Amerískasti útkjálki Evrópu<br />

Mynd: Geir Ólafsson<br />

Eyþór Ívar Jónsson rekur hér hugmyndir sínar um hvað hafi<br />

skipt mestu um efnahagsþróun á Íslandi síðari hluta 20. aldar.<br />

Árið 2006 yfirgaf bandaríski herinn flugvöllinn í Keflavík og skildi<br />

eftir tóma og afgirta „borg“ á Suðurnesjum. Höfðu bandarískir<br />

hermenn þá verið hér á landi í 65 ár. Eyjaskeggjar sögðu brottförina<br />

sviksemi, rétt eins og þegar hjónaband byggt á venju frekar en ást<br />

brestur. Í upphafi voru þó eyjaskeggjar yfirsig ástfangnir.<br />

Þegar Kaninn kom hingað, þann 7. júlí árið 1941, virðist sem<br />

hann hafi átt greiðari leið í fiðurmjúkan faðm þjóðarinnar en<br />

Bretar. Íslendingar höfðu líka beðið Bandaríkjamenn um að koma<br />

sér til verndar þar sem þörf var fyrir breska setuliðið annars staðar<br />

á þessum styrjaldartímum. Bandaríkjamenn, sem á þeim tíma tóku<br />

ekki þátt í stríðinu, voru því miklu meiri bjargvættir þjóðarinnar en<br />

Bretar. Koma bandaríska hersins markaði tímamót, því að hvorki<br />

Ísland né Bandaríkin voru hlutlaus í stríðinu eftir samkomulag um<br />

hervernd Bandaríkjanna. Hið nýja herlið þurfti ekki að hlusta á ákúrur<br />

eyjarskeggja eða horfa upp á steytta hnefa. Aðdáunin var bæði dulin<br />

og ljós. Þetta var upphafið á ástarævintýri.<br />

Nútíminn hafði gert innrás á Íslandi. Sveitamenning og tómleiki<br />

sjávarþyrpingarinnar vék fyrir popp-kultúr og neyslugleði.<br />

Íslendingar litu aldrei til baka og fyrirheitna landið varð fyrirmyndin<br />

og markmiðið. Þröngsýnir eyjarskeggjar voru táldregnir með glitri<br />

glingursins. Amerísku hermennirnir urðu vinsælli en hinir bresku<br />

þar sem þeir áttu sand af seðlum í samanburði við aðþrengda<br />

Breta sem voru farnir að sætta sig við fyrstu ölframleiðslu Egils<br />

Skallagrímssonar. Íslenska þjóðin varð aldrei hin sama.<br />

19


Koma bandaríska hersins árið 1941 skipti sköpum fyrir hvernig íslensk<br />

efnahagsmál þróuðust síðan.<br />

Mynd: Ólafur K. Magnússon.<br />

Eyjan var dæmd til þess að verða amerískasta úthverfi Evrópu.<br />

Þjóð og menning var upp frá því, rétt eins og hinir stóru jarðflekar sem<br />

skipta landinu, klofin á milli Evrópu og Ameríku. Einstaklingshyggja<br />

Bandaríkjamanna er óvíða sterkari en hér á landi og kvenhyggja,<br />

jöfnuður og samkennd, er á sama tíma enn rótsterk eins og hjá<br />

frændum okkar á Norðurlöndunum – en er hugsanlega víkjandi. Spor<br />

Bandaríkjamanna rista djúpt í íslensku þjóðarsálinni en það er óljóst<br />

hversu djúp þau spor hefðu orðið ef þeir hefðu yfirgefið landið í lok<br />

stríðsins eins og upphaflega var samið um. Ef til vill hefði fljótlega<br />

fennt í þau spor og minningin ein lifað eins og góð auglýsing sem þó<br />

hefur lítil áhrif þar sem hún er ekki endurtekin nægilega oft. Þetta var<br />

hins vegar auglýsingaherferð.<br />

Bandaríkjamenn höfðu ekki hug á að fara eftir stríðslok þann 8.<br />

maí árið 1945. Þeir óskuðu eftir að fá að hafa þrjár herstöðvar í landinu<br />

en að lokum var samið um að þeir hefðu afnot af Keflavíkurflugvelli<br />

en ekki formlega herstöð. Árið 1949 gerðust Íslendingar stofnaðilar<br />

að Norður-Atlantshafsbandalaginu. Tveimur árum seinna tóku<br />

Bandaríkjamenn að sér varnir landsins. Bandaríkjamenn fóru aldrei<br />

og það var því ekki fyrr en á þessu ári, 2006, sem hinni bandarísku<br />

„hersetu“ lauk.<br />

Sjálfstæði með hjálpardekkjum<br />

Samfylgdin við Bandaríkjamenn jók sjálfstraust þjóðarinnar.<br />

Eyjaskeggjar stefndu leynt og ljóst að sjálfstæði löngu fyrir hersetuna,<br />

höfðu heimild til þess með samningum frá árinu 1918, en það hefur<br />

sennilega aukið sjálfstraustið að Bandaríkjamenn voru tilbúnir að<br />

viðurkenna lýðveldið. Eyjaskeggjar vildu lýsa yfir sjálfstæði árið<br />

1942 en Bandaríkjamenn þrýstu á að Íslendingar biðu þar til eftir<br />

stríð. Íslendingar lýstu svo yfir sjálfstæði frá Dönum árið 1944, á<br />

meðan danski kóngurinn sat í þýsku stofufangelsi. Eyjaskeggjar<br />

afneituðu frænda en hlupu í faðminn á hinum nýja stóra bróðir í<br />

staðinn.<br />

Eyjaskeggjar hafa alltaf verið stoltir. Þeim hefur jafnan verið<br />

illa við að viðurkenna annað en eigið ágæti. Íslendingar vilja ekki<br />

heyra þess getið að Þorskastríðið hafi þeir unnið á hinum pólitíska<br />

vettvangi fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna en ekki<br />

fyrir hetjulega framgöngu sæúfinna baráttujaxla<br />

sem hafi verið tilbúnir að hætta lífi og limum<br />

fyrir málstaðinn. Jafnframt hefur lítið verið gert úr<br />

Marshall-aðstoðinni í uppbyggingu fiskveiðiflotans<br />

og þeim tekjum sem Íslendingar hafa haft af<br />

varnarliðssamningnum í áranna rás. Þetta vó hins<br />

vegar þungt fyrir fátæka þjóð. Varnarliðið var lengi<br />

vel ein af höfuðatvinnugreinum landsins. Eins er<br />

lítið talað um þann stóra þátt sem Bandaríkjamenn<br />

hafa átt í uppbyggingu samgangna til og frá<br />

landinu. Það eru hins vegar margar vísbendingar<br />

um að Bandaríkjamenn hafi átt verulegan þátt í<br />

uppbyggingu íslenska efnahagsundursins.<br />

Hugmyndafræðileg umskipti urðu á Íslandi á<br />

þessum tíma og hagfræði sem byggðist á fríverslun<br />

tók að grafa um sig. Meira að segja gamlir<br />

sósíalistar, eins og Benjamín H. J. Eiríksson,<br />

fóru vestur um haf til að læra og komu frelsaðir<br />

til baka. Benjamín var farinn að efast áður en<br />

hann fór út en umskiptin urðu í Ameríku og það<br />

er spurning hvort hann og aðrir hefðu átt eins<br />

greiða leið í ameríska háskóla ef Ísland hefði ekki<br />

verið undir verndarvæng Bandaríkjanna. Hin<br />

hugmyndafræðilega bylting tók hins vegar áratugi.<br />

Stöðugt og mikið fylgi Sjálfstæðisflokksins hér á landi sýnir að<br />

grundvöllur skapaðist fyrir frjálslyndar hugmyndir þótt aðrir flokkar<br />

hafi oft leitt breytingarnar í íslensku samfélagi. Nú eru hugmyndir<br />

um frjálsræði miklu sterkari hér á landi en annars staðar í Evrópu ef<br />

Bretlandseyjar eru undanskildar.<br />

Saga og aðstæður hafa mótað Íslendinga á þann veg að þeim<br />

hefur þótt tilgangslaust að horfa til lengri tíma og hafa því aldrei<br />

verið mjög móttækilegir fyrir skipulagsfræði. Ófyrirsjáanlegt veðrið<br />

og dyntótt náttúran hefur ráðið þar miklu. Eyjarskeggjar eru líka<br />

sjálfstæðir að eðlisfari, vilja bjarga sér sjálfir, en hættir til að horfa<br />

ekki á heildarmyndina og þræla sér út á röngum forsendum. Þeir áttu<br />

hins vegar auðvelt með að setja sig inn í hugmyndina um „ameríska<br />

drauminn“ og nota hana sem leiðarljós til framdráttar. Kannski var<br />

það fyrir tilstilli skáldsins, sem fyrirfinnst í brjósti hvers einasta<br />

eyjarskeggja, að hann lét sig dreyma. Þrátt fyrir að vera skammsýnir,<br />

allt frá því að þeir hjuggu niður skógi vaxið landið, fóstruðu þeir nýja<br />

framtíðarsýn. Sú framtíðarsýn var að eignast allt það sem veröldin<br />

hafði upp á að bjóða.<br />

Eftirtektarverð neysla<br />

Aukin auðsæld þjóðar eykur neyslugleði hennar og eyjarskeggjar<br />

uxu hratt upp úr nægjuseminni. Hin sama nægjusemi einkennir<br />

enn frændur okkar Dani. Það er rétt eins og Íslendingar hafi verið<br />

sveltir í þúsund ár slík hefur áfergjan verið í aukna neyslu allar<br />

götur frá því að Kaninn keypti sig fyrst inn í hjarta þjóðarinnar.<br />

Frelsi á fjármagnsmarkaði og gríðarleg ásókn í lánsfjármagn bendir<br />

til þess að áfergjan hafi hvergi dvínað. Sykurát, jeppar, nýjustu<br />

heimilistækin, sprengja í húsnæðiskaupum og mikil neysla áfengisog<br />

þunglyndislyfja sýnir að nægjusemi er ekki einn af kostum (eða<br />

ókostum) íslensku þjóðarinnar. Neyslan er merki auðsældarinnar,<br />

þjóðin vill sýna sig og sanna fyrir sjálfri sér og umheiminum.<br />

Íslenska þjóðin líkist að mörgu leyti þeirri amerísku. Norðmaður<br />

að nafni Thorstein Veblen er einn af þeim hugmyndafræðingum<br />

nítjándu aldarinnar sem hafa nær gleymst, en hann setti í lok þeirrar<br />

aldar fram nýstárlega lýsingu á Bandaríkjunum. Sú lýsing er engu<br />

20


Til forna var vel skilgreind frístundastétt á Íslandi, stétt sem tók sér auð með valdi<br />

eða brellum, ef ekki svikum. Þeir menn voru engir iðjuleysingar heldur voru þeir iðnir<br />

við að sölsa undir sig auðæfi af einskæru ræningjaeðli að mati Thorsteins.<br />

minna áhugaverð en lýsing Tocquevilles fimmtíu árum fyrr, en<br />

báðir sáu landið með augum gestsins. Thorstein notaði hugtök<br />

eins og „eftirtektarverð neysla“ (e. Conspicuous Consumption) og<br />

„frístundastéttin“ (e. Leisure Class) sem hafa gleymst en eiga enn<br />

erindi. Það skemmtilega við lýsingu hans, í þessu samhengi, er að<br />

Íslendingasögurnar eru rótin að hugmyndafræði hans. Þó að bókin,<br />

The Theory of the Leisure Class, sé rétt rúmlega hundrað ára gömul<br />

þá er hún glettilega góð lýsing á Íslandi eins og það er um þessar<br />

mundir.<br />

Til forna var vel skilgreind frístundastétt á Íslandi, stétt sem tók<br />

sér auð með valdi eða brellum, ef ekki svikum. Þeir menn voru engir<br />

iðjuleysingar heldur voru þeir iðnir við að sölsa undir sig auðæfi<br />

af einskæru ræningjaeðli að mati Thorsteins. Þeir sköpuðu aldrei<br />

auð með vinnu eða hæfni. Þeir stunduðu iðju sína með fulltingi<br />

samfélagsins og var jafnvel litið upp til þeirra sem valdamanna. Sóun<br />

og eyðsla var aldrei sett í samhengi við þessa höfðingja. Thorstein<br />

hélt því fram að samfélög á þeim tíma sem hann lifði hefðu erft<br />

margt frá hinum frumstæðu samfélögum og þó línurnar væru ekki<br />

eins skýrar væri frístundastéttin enn áberandi.<br />

Útleiðsla Thorsteins var á þann veg að smám saman færi það að<br />

verða hetjulegt og aðdáunarvert að sölsa undir sig auð með valdi og<br />

klókindum en drægi úr göfugleika vinnunnar. Thorstein sá fyrir sér<br />

að vinnusemin, sem eitt sinn hefði verið svo göfug, yrði niðurlægð<br />

og það myndi grafa undan þjóðfélaginu. Ekki er ljóst hvort hann sá<br />

að hið íslenska klíkustríð, sem leiddi til þess að Íslendingar afsöluðu<br />

sér sjálfstæði sínu, væri afleiðing af þessu. Íslendingar hafa verið<br />

vinnusöm þjóð allt til loka tuttugustu aldarinnar en einhvern tímann<br />

á síðari hluta tíunda áratugarins urðu „gömul sannindi“ eins og<br />

„vinnan göfgar manninn“ hlægileg.<br />

Neysla, sérstaklega neysla á lúxusvörum og þjónustu, er<br />

aðdáunarverð í þjóðfélagi frístundastéttarinnar en vinnusemin er<br />

fáránleiki lágstéttarinnar. Vinnusemin verður þó að vera fyrir hendi til<br />

þess að fjármagna neysluna ellegar þarf að gera það með lántökum.<br />

Það getur verið hættulegt stundargaman.<br />

Ameríski draumurinn<br />

Íhaldssamir Evrópubúar hafa stundum litið niður á Bandaríkin<br />

sem land úrkynjunar og fávisku. Það gerðu þeir þegar Bandaríkin<br />

voru að byggjast upp og gera það enn þó að Bandaríkin hafi hoppað<br />

fram úr Evrópu á flestum ef ekki öllum sviðum. Þeir eru einnig til<br />

sem horfðu með aðdáun til vesturs en aðdáunin er blendin, þeir<br />

aðhyllast frelsið en fordæma afleiðingarnar.<br />

Óvíða er ójöfnuður meiri en í Bandaríkjunum. Forstjórar<br />

stórfyrirtækja og bankamenn sópa til sín auðæfum í nafni<br />

kaupréttar og þóknunar fyrir aðstöðumismun, oft einskorðaðan<br />

aðgang að upplýsingum. Hugmyndafræðilegur misskilningur á<br />

eiginhagsmunum, hvatningu og leiðtogahæfni hefur gert forstjórum<br />

kleift að safna auði en njóta um leið aðdáunar. Á sama tíma sópa<br />

fátæklingarnir skítugum brauðmolunum upp af gangstéttinni.<br />

Evrópskum menntamönnum, sem sjaldnast hafa sjálfir gert handtak í<br />

lífinu, blöskrar og kalla á mikilvægi jafnaðar. Upphaflega voru rökin<br />

komin úr smiðju Karls Marx, á þann veg að uppreisn öreiganna<br />

myndi valda stríðsástandi í samfélaginu þegar þeir sameinuðu krafta<br />

sína og uppgötvuðu óréttlætið. Núna snúast rök jafnaðarmanna um<br />

hvað er „mannúðlegt“. Vandræðagangurinn er skiljanlegur þar sem<br />

góð hugmyndafræði sem útskýrir efnahagsleg áhrif jafnaðar og<br />

ójafnaðar og hvað drífur slík hagkerfi áfram er ekki til.<br />

Gjöf til framtí›ar<br />

Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins<br />

me› Framtí›arbók KB banka.<br />

Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi<br />

2.500 kr. mótframlag frá bankanum.<br />

A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum<br />

til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda.<br />

fiú getur gengi› frá kaupum á Framtí›arbók í síma 444 7000<br />

e›a í næsta útibúi KB banka.<br />

21


Það sem er áhugavert við hugmyndir Thorsteins er að hann<br />

útskýrir hvað bindur samfélagið saman þrátt fyrir ójöfnuðinn,<br />

af hverju Bandaríkin hrynja ekki innan frá eins og oft hefur verið<br />

spáð. „Vinnulýðurinn“ vill ekki koma frístundastéttinni frá völdum<br />

eins og Marx spáði heldur vill hann verða hluti af frístundastéttinni.<br />

Lýðurinn dáir höfðingjana meira en hann fordæmir þá. Lýðurinn vill<br />

þess vegna herma eftir frístundastéttinni, kaupa það sem hún kaupir<br />

og neyta þess sem hún neytir, hvort sem hann hefur efni á því eður ei.<br />

Þetta er spurning um „eftirtektarverða neyslu“. Jafnvel þó að lýðurinn<br />

fari sjálfur að líta með óvirðingu á vinnu sína kemur óánægjan ekki<br />

fram í byltingu heldur í þrautseigju til að skríða með öllum tiltækum<br />

ráðum inn í heim frístundastéttarinnar. Þegar þangað er komið horfa<br />

menn niður með hinum á þau störf sem þeir unnu áður. Þannig verður<br />

til óstjórnlegt og oft og tíðum glórulítið neyslusamfélag sem byggist<br />

á von manna um að verða eins „flottir“ og þeir sem eru forsíðuefni<br />

þjóðfélagsímyndarinnar. Þetta er ameríski draumurinn.<br />

Hin óstjórnlega hvatning<br />

Frístundastéttin er íhaldsöm, vill ekki breytingar, í hugmyndafræði<br />

Thorsteins.<br />

Annar góður hugmyndafræðingur, sem nýlega var farið að dusta<br />

rykið af, er Jósep Schumpeter, austurrískur lög- og hagfræðingur.<br />

Schumpeter kom hugmyndinni um mikilvægi frumkvöðulsins í<br />

uppgangi þjóðfélagsins aftur í umræðuna. Hann gerði það með því að<br />

sýna hvernig nýsköpun skapar hagnað í hagkerfi þar sem er fullkomin<br />

samkeppni. Einungis með því að brjóta leikinn upp, bjóða nýjar eða<br />

endurbættar vörur og þjónustu, koma með nýjar framleiðsluaðferðir<br />

eða nýtt skipulag, væri hægt að breyta leiknum og skapa hagnað.<br />

Þetta var það sem hann kallaði „skapandi<br />

eyðileggingu“. Frumkvöðullinn er sá<br />

sem leiðir breytingarnar.<br />

Frumkvöðullinn var ekki<br />

sérstaklega nefndur í hugmyndafræði<br />

Thorsteins en hann segir að nýsköpun<br />

vinnustéttarinnar sé forsenda framfara.<br />

Tæki frumkvöðulsins er nýsköpun í<br />

hugmyndafræði Schumpeters. Hann<br />

lýsti frumkvöðlinum eins og um hetju<br />

væri að ræða sem af óeigingirni færi<br />

í það vanþakkláta hlutverk að rugla<br />

gangi mála og breyta leiknum. Innsæi<br />

Thorsteins er áhugaverður útgangspunktur í þessu samhengi. Eina<br />

leiðin fyrir „vinnulýðinn“ til þess að komast í hóp frístundastéttarinnar<br />

er að gera eitthvað nýtt eða á nýstárlegan hátt, að brjóta upp leikinn.<br />

Þar sem jöfnuður er fyrirskipaður er þessi löngun ekki til staðar.<br />

Frumkvöðull Schumpeters vinnur af skynsemi og rökhyggju.<br />

Mikilvægur hlekkur í hugmyndum Thorsteins, er að rökhyggja og<br />

skynsemi reki þjóðfélagið ekki áfram heldur innbyggð óskynsemi<br />

byggð á þröngsýni og þráhyggju. Oft og tíðum er þetta vonlítill<br />

eltingarleikur við glys og glingur sem breytir engu um lífið og<br />

tilveruna þegar öll kurl eru komin til grafar. En eltingarleikurinn er<br />

undirstaða hagvaxtar, neysla annars vegar og nýsköpun hins vegar.<br />

Velgengni getur orðið þjóðfélaginu að fjörtjóni, sagði Schumpeter.<br />

Hann sló því fram að „offitan“ myndi drepa frumkvæðið þar sem<br />

enginn skapaði auðæfi þegar afkomendur auðsældar hefðu ekkert<br />

verðmætaskyn lengur. Vandamál framtíðarinnar væri ekki skortur á<br />

frístundum heldur of margar frístundir og hvað ætti að gera við þær.<br />

Hvatningin til að skapa væri ekki lengur fyrir hendi. Þessi hugmynd<br />

er ekki ósvipuð hugmyndum Thorsteins um að ef allir væru að leika<br />

sama leik og frístundastéttin væri enginn til að skapa auðsæld í<br />

þjóðfélaginu. Þessar hugmyndir um hið staðnaða þjóðfélag eru þó<br />

að vissu leyti í mótsögn við skapandi eyðileggingu Schumpeters. 2<br />

Hann talaði um að „elítan“, rétt eins og Thorstein talaði um<br />

„frístundastéttina“, myndi stjórna samfélaginu og reyna að byggja<br />

upp stofnanakerfi til að tryggja eignarhald sitt og yfirráð. Hann sagði<br />

jafnframt að elítan tæki breytingum, það eru mismunandi aðilar sem<br />

eru elítan á mismunandi tímum og leiða samfélagið. Ný elíta getur<br />

gert gömlu elítuna úrelta.<br />

Hvatning og von eru vanmetnir drifkraftar einstaklinga og<br />

þjóðfélags. „Ameríski draumurinn“ hefur verið eyjaskeggjum<br />

mikilvægur til þess að neyta og skapa, hin óstjórnlega hvatning til<br />

að halda eltingaleiknum endalaust áfram. Að einhverju leyti snýst<br />

eltingaleikurinn um að verða hluti af hinni nýju elítu og gera þá<br />

gömlu úrelta.<br />

Þrenning ein og sönn<br />

„Ameríski draumurinn“<br />

hefur verið eyjaskeggjum<br />

mikilvægur til þess að neyta<br />

og skapa, hin óstjórnlega<br />

hvatning til að halda<br />

eltingaleiknum endalaust<br />

áfram.<br />

Það er tómt mál að tala um hvað hefði orðið eða ekki orðið hefðu<br />

Bandaríkjamenn ekki hersetið Ísland. Hvort sem eyjarskeggjum<br />

líkar það betur eða verr þá hafði sú ákvörðun að fá Bandaríkjamenn<br />

til þess að vernda landið langvarandi afleiðingar, bæði til góðs og<br />

ills eftir því frá hvaða bæjardyrum er<br />

horft. Eftir 65 ára hersetu er herinn<br />

farinn heim en ameríski draumurinn<br />

lifir í íslensku þjóðinni. Eftir stendur<br />

ein mesta frumkvöðlaþjóð Evrópu,<br />

gegnsýrð af „eftirtektarverði neyslu“<br />

sem rekur hana áfram eins og hún sé viti<br />

sínu fjær, í óstjórnlegum eltingarleik. 3<br />

Frístundastéttin og elítan lifa góðu lífi<br />

en það hefur orðið mannabreytingar<br />

í elítunni á síðastliðnum árum.<br />

Hugmyndafræðilega er leikurinn hins<br />

vegar sá sami.<br />

Það leikur enginn vafi á að Bandaríkin eru fyrirmynd Íslands<br />

en ekki Danmörk, Bretland eða önnur Evrópulönd. Smjörþefinn<br />

fengu Íslendingar með komu Kanans árið 1941. Áhrifin voru ekki<br />

fyrst og fremst efnahagsleg heldur menningarleg. Íslendingar fengu<br />

sjálfstraust á þessum árum sem hefur vaxið stöðugt síðan. Þeir<br />

fengu fyrirmynd sem hvatti þá áfram til þess að gera hagvöxt að<br />

meginmarkmiði þjóðfélagsins. Hin heilaga þrenning sem hefur gert<br />

Ísland að einu ríkasta landi í heimi miðað við landsframleiðslu og<br />

höfðatölu er; sjálfstraust, hvatning og fyrirmynd. Fræjunum var sáð<br />

árið 1941.<br />

1<br />

Sögur af liðnum atburðum eru dæmdar til þess að vera villandi á einn eða annan hátt. Hugmyndafræði hefur oft leikið sögumenn grátt og leitt þá villur vegar án þess að þeir geri sér<br />

grein fyrir því. Of mikil fastheldni við einhliða hugmyndafræði blindar menn. Þess vegna er hugsanlega hægt að skoða söguna í nýju ljósi þegar úreltar hugmyndir, eins og þær sem eru<br />

eyrnamerktar „hægri“ og „vinstri“, þurfa ekki að vera leiðarljós söguskoðunar og hægt er að tala um hugmyndir án þess að þurfa að flokka þær með villandi flokkunarkerfi.<br />

2<br />

Stundum er talað um hinn unga og hinn gamla Schumpeter þegar talað er um hann þar sem ýmislegt sem hann sagði á eldri arum þykir í mótsögn við það sem hann sagði á sínum<br />

yngri arum.<br />

3<br />

Frumkvöðullinn og nýsköpun sem forsenda aukinnar auðsældar er tiltölulega nýtt fyrirbæri í seinni tíma hagfræði. Menningarlegir áhrifaþættir eru sjaldan nefndir. Þess vegna er<br />

hægt að segja sömu söguna á nýjan hátt sem gefur hugsanlega áhugaverðari mynd af eyjaskeggjum og efnahagslegum árangri þeirra en gamlar útgáfur af sömu sögu, sem oft eru<br />

byggðar á úreltri hugmyndafræði.<br />

22


Að vera eða ekki<br />

Íslensk gengismál á fyrri hluta tuttugustu aldar<br />

JÓNAZ H. HARALZ<br />

Jónas Haralz þekkir öðrum mönnum betur þróun hagsögunnar á Íslandi á 20. öld. Á síðari hluta aldarinnar kom hann mikið við<br />

sögu efnahagsmála þjóðarinnar. Hér rekur hann mikilvægan þátt í sögu fyrri hluta aldarinnar.<br />

Í þeim umræðum um gengismál, sem staðið hafa hér á landi undanfarin ár hefur athygli lítt verið vakin á því að á fyrri hluta síðustu<br />

aldar hafi Íslendingar oftar en einu sinni orðið að taka afstöðu til tengingar krónunnar við gull eða erlendar myntir og til þátttöku í<br />

alþjóðlegu samstarfi í peningamálum. Í því yfirliti sem hér fer á eftir er sjónum beint að þeim ágreiningi sem uppi var um þessi mál og<br />

ástæðum þess og afleiðingum að dráttur varð á því að ákvarðanir væru teknar um þau.<br />

Í upphafi aldarinnar var verðmæti íslensku krónunnar hið sama<br />

og annarra króna innan norræna myntsambandsins og svaraði til<br />

ákveðins þunga gulls samkvæmt myntlögum, eins og tíðkaðist<br />

innan alþjóðlegs kerfis gullfótarins. Við upphaf styrjaldarinnar<br />

1914 riðlaðist þetta kerfi, er hvarvetna í Evrópu þurfti í skyndi að<br />

hverfa frá gullinnlausn. Að styrjöldinni lokinni var um það einhugur<br />

á alþjóðavettvangi að endurreisa skyldi gullfótinn sem menn töldu<br />

hafa verið grundvöll blómlegra alþjóðaviðskipta á árunum fyrir<br />

styrjöldina. Þetta var þó hægara sagt en gert þar sem miklar almennar<br />

verðhækkanir höfðu orðið á styrjaldarárunum, mismunandi miklar í<br />

hinum ýmsu löndum. Mikill ágreiningur var um það hvort hverfa<br />

skyldi aftur til fyrra gullgengis frá því í upphafi styrjaldar, eða<br />

ákveða nýtt gengi í samræmi við það verðlag sem orðið var. Um<br />

miðjan þriðja áratuginn varð niðurstaðan sú í næstu nágrannalöndum<br />

okkar, Bretlandi og þremur Norðurlandanna, að fyrra gullgengi varð<br />

fyrir valinu, en Finnland og ýmis önnur lönd Evrópu kusu að ganga<br />

skemmra.<br />

Hér á landi hafði verðlag á styrjaldarárunum hækkað mun meira<br />

en í sambandslandinu Danmörku. Jafngildi íslensku krónunnar við<br />

þá dönsku gat því ekki staðist, og tóku bankarnir upp sjálfstæða<br />

skráningu íslensku krónunnar í júní 1922 eftir að gjaldeyrisútstreymi<br />

hafði orðið og gjaldeyrisviðskipti færst út fyrir bankana tvo sem þá<br />

störfuðu hér á landi. Var gengið í fyrstu breytilegt eftir mati bankanna<br />

á aðstæðum, án beinna afskipta af opinberri hálfu. Tveimur árum<br />

síðar, í júní 1924, voru hins vegar sett lög um gengismál þar sem<br />

skráning gengisins var falin þriggja manna gengisnefnd með<br />

23


Jón Þorláksson stóð að gengishækkun 1924-5 einni<br />

umdeildustu ákvörðun í sögu gengismála á Íslandi.<br />

einum fulltrúa frá hvorum bankanna og formanni skipuðum af<br />

fjármálaráðherra. Engin ákvörðun var hins vegar tekin um festingu<br />

gengisins, enda stóðu þá yfir miklar umræður á milli svokallaðra<br />

hækkunarmanna og stýfingarmanna, hliðstæðar þeim sem fram fóru<br />

erlendis um sama leyti. Hækkun gengisins á árinu 1924 og fram<br />

eftir árinu 1925, ekki síst vegna batnandi árferðis, mætti hins vegar<br />

andspyrnu útflutningsatvinnuveganna og leiddi til ályktunar Alþingis<br />

í júní 1925 um að gengisnefnd skyldi stefna að stöðugu gengi.<br />

Síðla sumars þetta sama ár, 1925, varð mikil og óvænt hækkun<br />

á dönsku krónunni gagnvart sterlingspundi. Leiddi hún til væntinga<br />

um svipaða hækkun íslensku krónunnar og mikils innstreymis<br />

gjaldeyris til Landsbankans. Vegna þeirrar gengisáhættu sem í þessu<br />

fólst, krafðist bankinn hækkunar á skráningu gengisins sem fulltrúi<br />

fjármálaráðherra í gengisnefndinni féllst á. Hækkaði gengið því mjög<br />

í ágúst og september. Mikil andstaða útflytjenda gegn þessari þróun<br />

leiddi þá til breyttrar afstöðu fjármálaráðherra og stöðvunar frekari<br />

hækkunar þann 27. október, en þá var gengi sterlingspundsins 22.15<br />

krónur. Engin formleg samþykkt var gerð af þessu tilefni, en þetta<br />

gengi gagnvart sterlingspundi hélst óbreytt í nærfellt fjórtán ár, en<br />

með því var krónan óbeint tengd gulli, á meðan pundið var á gullfæti,<br />

og gjaldeyrisviðskipti þá að öllu leyti frjáls.<br />

Ein ástæða þess að varanleg afstaða var ekki tekin í gengismálinu<br />

á þessum tíma var sú að bankamál landsins voru í ólestri. Eiginlegum<br />

seðlabanka hafði ekki verið komið á fót, en Íslandsbanka, sem var í<br />

einkaeigu en þó undir beinum opinberum áhrifum, hafði verið veitt<br />

takmarkað leyfi til seðlaútgáfu, auk þess sem landssjóður samkvæmt<br />

lögum gaf út seðla fyrir Landsbankann. Eftir lok styrjaldarinnar, þegar<br />

Íslandsbanki hafði komist í greiðsluerfiðleika, bar brýna nauðsyn<br />

til að koma nýrri skipan á réttinn til seðlaútgáfu og á fyrirkomulag<br />

bankamála yfirleitt. Þetta kom þó ekki til umfjöllunar Alþingis fyrr en<br />

árið 1924, og stóð sú umfjöllun til 1927 þegar samþykkt voru ný lög<br />

um Landsbankann sem tóku nokkrum breytingum árið eftir þegar ný<br />

ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Samkvæmt lögunum átti krónan<br />

að vera innleysanleg í gulli miðað við upphaflegt gengi hennar. Þetta<br />

ákvæði skyldi þó ekki koma til framkvæmda fyrr en Alþingi ákvæði,<br />

en það fól í reynd í sér frestun á því hvorutveggja, hvert endanlegt<br />

gullgengi skyldi vera og hvenær það skyldi taka gildi. Annað aðalatriði<br />

hinna nýju laga var hið tvíþætta hlutverk Landsbankans, að vera<br />

seðlabanki og viðskiptabanki í senn. Í reynd varð síðara hlutverkið þó<br />

mun þyngra á metunum en hið fyrra, andstætt því sem upphafsmaður<br />

laganna, Jón Þorláksson forsætisráðherra, hafði ætlast til, en það var<br />

að bankinn með tímanum skyldi draga úr sparisjóðsviðskiptum og<br />

seðlabankahlutverkið verða ráðandi í starfsemi hans.<br />

Að lögunum um Landsbankann frágengnum var gengismálið<br />

tekið til athugunar á nýjan leik af hálfu nýrrar ríkisstjórnar<br />

Framsóknarflokksins sem hafði festingu krónunnar á stefnuskrá<br />

sinni. Var formanni gengisnefndar, Ásgeiri Ásgeirssyni, falið<br />

að undirbúa frumvarp um málið. Leitaði hann af þessu tilefni<br />

álits frá seðlabönkum Noregs og Svíþjóðar og sömuleiðis frá<br />

sænska hagfræðingnum Gustav Cassel, sem þá var einn kunnasti<br />

sérfræðingur í peningamálum í Evrópu. Studdu þessir ráðgjafar það<br />

allir að gengi krónunnar skyldi lögfest sem fyrst og bundið við gull á<br />

ríkjandi gullgengi en ekki á fyrra gengi frá 1914. Frumvarp um þetta<br />

var borið fram á Alþingi 1929, en meirihluti var ekki fyrir samþykki<br />

þess þar sem þingmenn bæði Íhaldsflokks og Alþýðuflokks studdu<br />

festingu á gamla gullgenginu. Um sama leyti stakk Jón Þorláksson<br />

upp á málamiðlun sem gerði ráð fyrir aðlögun að fyrra gullgengi<br />

með skjótum hætti, án hægfara verðhjöðnunar. Um þessar tvær<br />

leiðir var tekist næstu þing á eftir allt fram á sumarþing 1931, án<br />

þess að niðurstaða fengist. Í september það ár gerðist það svo að<br />

Englandsbanki hvarf frá gullinnlausn og heimskreppan mikla komst<br />

í algleyming.<br />

Ástæðurnar fyrir því að úrlausn á gengismálinu fékkst ekki<br />

á þessum árum voru af ýmsum toga spunnar. Miklu skipti að<br />

ákvörðunin var ekki talin aðkallandi. Það gengi sem staðnæmst hafði<br />

verið við í október 1925 reyndist í raun hæfilegt þegar kom fram á<br />

árið 1927. Þá var enn djúpstæður ágreiningur á milli hækkunarmanna,<br />

sem töldu það siðferðilega skyldu að hverfa til fyrra gullgengis, og<br />

stýfingarmanna sem töldu þetta myndi verða of dýru verði keypt í<br />

þrengingum atvinnulífsins. Málamiðlun Jóns Þorlákssonar var snjöll<br />

úrlausn, en flókin og nánast óframkvæmanleg að mati Gustavs<br />

Cassels. Loks skipti það máli að eiginfjárstaða Landsbankans, sem<br />

og gjaldeyrisstaða hans, voru mun veikari en seðlabanki lands á<br />

gullfæti hefði þurft á að halda, samtímis því sem aukning opinberra<br />

framkvæmda var meira áhugamál stjórnvalda en fjárhagslegur<br />

styrkur bankans, og þar með landsins.<br />

Gullfætinum fórna›<br />

Ein ástæða þess að varanleg afstaða var ekki tekin í gengismálinu á þessum tíma<br />

var sú að bankamál landsins voru í ólestri. Eiginlegum seðlabanka hafði ekki verið<br />

komið á fót, en Íslandsbanka, sem var í einkaeigu en þó undir beinum opinberum<br />

áhrifum, hafði verið veitt takmarkað leyfi til seðlaútgáfu, auk þess sem landssjóður<br />

samkvæmt lögum gaf út seðla fyrir Landsbankann.<br />

24


Um slíkar hugmyndir, sem<br />

Skipulagsnefnd atvinnumála (Rauðka)<br />

gerði tillögur um árið 1937, náðist þó<br />

ekki samkomulag á milli þeirra flokka<br />

sem að ríkisstjórninni stóðu.<br />

Þegar Englandsbanki hvarf frá gullinnlausn 20. september 1931<br />

tók gengisnefnd þá ákvörðun að halda föstu gengi gagnvart<br />

sterlingspundi. Um þetta var ekki ágreiningur, hvorki innan<br />

nefndarinnar né utan hennar, og var málið ekki lagt fyrir Alþingi.<br />

Gerði formaður nefndarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, sem nú hafði<br />

tekið við embætti fjármálaráðherra, grein fyrir því í blaðagreinum<br />

hversu mikilvægt pundið væri í utanríkisviðskiptum landsins og<br />

hversu áríðandi væri að rjúfa ekki þau tengsl sem verið hefðu á milli<br />

krónunnar og pundsins. Komst hann svo að orði að sterlingspundið<br />

væri hinn eiginlegi gullfótur krónunnar sem tryggði velgengni<br />

hennar og festu.<br />

Með þessari ákvörðun gengisins töldu stjórnvöld þó ekki nóg<br />

að gert. Sama dag og hið nýja gengi kom til skráningar, hinn 2.<br />

október, gaf fjármálaráðherra út reglugerð á grundvelli laganna um<br />

gengisskráningu og gjaldeyrismál frá 1924 þar sem komið var á<br />

skilaskyldu gjaldeyris og bönkunum tveimur, sem annast skyldu öll<br />

gjaldeyrisviðskipti, var falið að takmarka sölu á gjaldeyri til kaupa<br />

á ónauðsynlegum varningi. Þessu var enn frekar fylgt eftir síðar í<br />

október með annarri reglugerð um bann við innflutningi á óþarfa<br />

varningi sem sett var á grundvelli laga frá 1920. Var þetta gert<br />

samkvæmt ósk Landsbankans sem óttaðist að hann gæti ekki staðið<br />

við erlendar skuldbindingar sínar síðar á árinu. Var þar með gengið í<br />

garð það tímabil hafta sem stóð í nærfellt þrjátíu ár.<br />

Hversu eðlileg sem sú ákvörðun var að halda tengingunni<br />

við pundið óbreyttri haustið 1931, hefði hún þurft að takast til<br />

endurskoðunar von bráðar. Önnur Norðurlönd reyndu fyrst að halda<br />

fast við gullfótinn. Þegar það reyndist ókleift, leyfðu þau genginu að<br />

fljóta, en það var talið samsvara best þörfum atvinnulífsins. Leiddi<br />

þetta til lækkunar gengis gagnvart gulli sem í öllum löndunum var<br />

nokkru meiri en gengisfall sterlingspundsins. Hér á landi var sá<br />

kostur að taka upp sveigjanlega gengisskráningu hins vegar ekki<br />

ræddur. Um þann kost segir Jóhannes Nordal : „Með því að láta<br />

gengið breytast eftir markaðsaðstæðum, eins og gert var upp úr 1922,<br />

hefði það leitað nýs jafnvægis og hægt hefði verið að koma í veg fyrir<br />

óhóflegt útstreymi gjaldeyris án þess að taka upp gjaldeyrishöft.“ 1)<br />

Afkoma sjávarútvegsins batnaði til muna árin 1933 og 1934. Þrátt<br />

fyrir þetta var hert mjög á innflutnings- og gjaldeyrishöftum þegar<br />

ný ríkisstjórn, „stjórn hinna vinnandi stétta“, tók við taumunum árið<br />

1934. Ætlast var til að beiting hafta kæmi í stað stjórnar gengis- og<br />

peningamála í samræmi við þær skipulagshugmyndir sem þá voru<br />

í tísku meðal jafnaðarmanna í Evrópu. Um slíkar hugmyndir, sem<br />

Tveir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á Ísland sjást<br />

hér á mynd frá 1937. Sigurbjörn Einarsson biskup og Benjamín<br />

Eiríksson hagfræðingur. Benjamín hafði á síðari árum meiri<br />

áhuga á trúmálum en hagfræði.<br />

Skipulagsnefnd atvinnumála (Rauðka) gerði tillögur um árið 1937,<br />

náðist þó ekki samkomulag á milli þeirra flokka sem að ríkisstjórninni<br />

stóðu. Á sama tíma fór hagur útgerðarinnar versnandi að nýju, ekki<br />

síst vegna styrjaldarinnar á Spáni og erfiðleika á öðrum mörkuðum.<br />

Formælendur gengisfestu áttu sterk ítök hér á landi allan fjórða<br />

áratuginn, líkt og verið hafði áratuginn á undan, ekki síst innan<br />

verkalýðssamtaka og meðal verslunarmanna. Hins vegar þrýstu<br />

formælendur útflutningsgreina á gengisbreytingu, í fyrstu einkum<br />

fulltrúar bænda í nýstofnuðum Bændaflokki, en síðar forsvarsmenn<br />

útgerðar með vaxandi þunga. Hagfræðingurinn Gunnar Viðar,<br />

síðar bankastjóri Landsbankans, gerði glögga grein fyrir kostum<br />

gengisbreytingar og skaðsemi innflutningshaftanna í blaðagreinum<br />

haustið 1936, um það leyti sem Frakkar hurfu frá gulltryggingu.<br />

Tveimur árum síðar birtist svo hið víðkunna rit Benjamíns<br />

Eiríkssonar, Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálum,<br />

þar sem sýnt var fram á að gjaldeyrisskorturinn stafaði af mótsögn<br />

í gengismálum og peningamálum, annars vegar föstu gengi, hins<br />

vegar lánsfjárþenslu. Úr þessu gætu innflutningshöft ekki bætt, enda<br />

ekki öðru líkari en stíflugarði á floti.<br />

Afleit og versnandi staða útgerðarinnar leiddi til þess vorið<br />

1938 að milliþinganefnd var skipuð til að kanna þá stöðu og gera<br />

1)<br />

Jóhannes Nordal: „Mótun peningakerfisins fyrir og eftir 1930“, Frá kreppu til viðreisnar, Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 78.<br />

Gleðileg jól og<br />

farsælt komandi ár!<br />

NÓI SÍRÍUS<br />

25


tillögur til úrbóta. Um haustið það ár rofnaði stjórnarsamstarf<br />

Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og tók Framsóknarflokkurinn<br />

þá forustu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og gengisbreytingu sem<br />

náði fram að ganga vorið 1939, án þess þó að tök reyndust á að létta<br />

um leið af innflutningshöftum. Undirbúningur þess máls fór að öllu<br />

leyti fram á vegum stjórnmálaflokkanna allt til þess að hið nýja gengi<br />

var samþykkt af Alþingi.<br />

N‡skipan gjaldeyrismála<br />

Í síðari heimsstyrjöldinni miðri hófu Bretar og Bandaríkjamenn<br />

undirbúning að nýskipan alþjóðlegra gjaldeyrismála. Ekki var í<br />

þetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma á<br />

fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera<br />

nokkurn sveigjanleika umfram það sem gullfóturinn hafði haft. Var<br />

Íslendingum boðin þátttaka í undirbúningi þessara tillagna, og þegar<br />

kom að stofnfundi hinna nýju samtaka, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og<br />

Alþjóðabankans, sem haldinn var í Bretton Woods í Bandaríkjunum í<br />

júlí 1944, sendu Íslendingar þriggja manna nefnd á vettvang. Voru það<br />

þeir Magnús Sigurðsson, bankastjóri Landsbankans, sem var formaður<br />

nefndarinnar, Ásgeir Ásgeirsson, þá bankastjóri Útvegsbankans, og<br />

Svanbjörn Frímannsson, aðalbókari Landsbankans.<br />

Samkvæmt stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi sjóðurinn<br />

ákvarða stofngengi hvers lands, sem ekki mátti breyta nema til<br />

leiðréttingar á grundvallarmisræmi (fundamental disequilibrium),<br />

og þá aðeins með samþykki sjóðsins. Enn fremur skuldbundu aðilar<br />

sjóðsins sig til að leyfa frjálsar greiðslur vegna viðskipta með vörur<br />

og þjónustu, en eftirlit átti að haldast með fjármagnsflutningum. Til<br />

þess að auðvelda aðlögun að viðskiptafrelsinu og verjast áföllum<br />

síðar meir skyldi aðildarlöndum vera heimilt að kaupa erlendan<br />

gjaldeyri af sjóðnum gegn eigin mynt samkvæmt kvóta er hverju<br />

landi var úthlutað. Gátu kaup er námu allt að einum fjórða kvótans,<br />

en það svaraði til upphaflegs framlags landsins í gulli og gjaldeyri,<br />

farið fram án samþykkis sjóðsins, en slíkt samþykki þurfti til frekari<br />

nýtingar.<br />

Hvorki íslenska sendinefndin né íslensk stjórnvöld virðast hafa<br />

litið svo á að þátttaka í gjaldeyrissjóðnum gæti orðið grundvöllur að<br />

Magnús Sigurðsson, bankastjóri Landsbankans, var<br />

formaður nefndar sem fór utan á stofnfund nýrra samtaka,<br />

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem haldinn<br />

var í Bretton Woods í Bandaríkjunum í júlí 1944. Með honum í<br />

nefndinni voru Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri Útvegsbankans,<br />

og Svanbjörn Frímannsson, aðalbókari Landsbankans.<br />

Ekki var í þetta skipti haft í huga að endurreisa gullfótinn heldur að koma á<br />

fastgengiskerfi sem tengdist gulli en hefði jafnframt til að bera nokkurn sveigjanleika<br />

umfram það sem gullfóturinn hafði haft.<br />

festu í gengismálum samfara frelsi í viðskiptum hér á landi. Taldi<br />

nefndin ráðlegt að halda kvóta Íslands sem lægstum og var hann<br />

ákveðinn 1 milljón dollara, í stað 3,5 milljóna sem stóð til boða.<br />

Aðrar þjóðir sóttust hins vegar eftir sem hæstum kvóta til þess að<br />

tryggja betur gjaldeyrisstöðu sína. Í skýrslu nefndarinnar, og enn<br />

frekar í flutningi málsins á Alþingi, var þátttaka Íslands fyrst og<br />

fremst réttlætt með því að hún myndi greiða fyrir útflutningi til landa<br />

þar sem ella þyrfti að koma til vöruskipta. Það var með öðrum orðum<br />

litið á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem „clearing-sjóð“. Starfsemi hans<br />

var þó ekki við þetta miðuð, heldur við það að sérhvert land kæmi<br />

gengismálum sínum og fjármálum svo fyrir að viðskipti gætu orðið<br />

frjáls við önnur lönd. Í útvarpserindi sem einn nefndarmanna, Ásgeir<br />

Ásgeirsson, hélt í mars 1946, í tilefni af því að stofnanirnar voru<br />

að taka til starfa, kemur þó fram dýpri skilningur en þetta. Bendir<br />

Ásgeir á það hlutverk þeirra að veita aðilum sínum upplýsingar og<br />

ráðleggingar þegar vanda beri að höndum. Gætu Íslendingar notið<br />

góðs af þessu nú þegar alvarlegir erfiðleikar steðji að, og þeim ætti<br />

ekki að vera vandara um að þiggja ráð en öðrum sem stærri séu og<br />

voldugri.<br />

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tók til starfa í árslok 1946<br />

reyndust samskipti Íslands við hann bæði lítil og stirð. Vildi sjóðurinn<br />

taka stofngengi íslensku krónunnar til endurskoðunar líkt og gengi<br />

annarra landa sem raskast hefði á styrjaldarárunum, en þessu tóku<br />

íslensk yfirvöld fjarri. Sömuleiðis var hugmyndum sjóðsins um<br />

breytta stefnu í efnahagsmálum með öllu hafnað af Íslands hálfu árið<br />

1948. Um svipað leyti gerðist landið aðili að Marshall-aðstoðinni, en<br />

þar með féllu samskipti við sjóðinn niður að sinni. Á sjötta áratugnum<br />

fylgdist sjóðurinn með þróun efnahagsmála hér á landi og gagnrýndi<br />

þau atriði í stefnu stjórnvalda sem hann taldi brjóta í bága við<br />

gildandi reglur. Það var hins vegar ekki fyrr en undir lok áratugarins,<br />

þegar stjórnmálaumskipti höfðu orðið í landinu, að sjóðurinn lýsti<br />

sig reiðubúinn til stuðnings við almenna og róttæka stefnubreytingu<br />

26


í efnahagsmálum. Þegar fulltrúi hans,<br />

Norðmaðurinn Rolf Evensen, kom til<br />

landsins í nóvember 1959 til þess að<br />

kynna sér umfangs-miklar fyrirætlanir<br />

nýrrar ríkisstjórnar flutti hann þau<br />

skilaboð að Íslandi stæði til boða<br />

hækkun á kvóta sínum úr 1 milljón í<br />

11 milljón dollara. Treysti landið sér<br />

hins vegar ekki til róttækra umbóta og<br />

vildi halda sér við ríkjandi kerfi, myndi<br />

sjóðurinn ekki geta léð því samþykki.<br />

Svo fór að hin auknu dráttarréttindi urðu<br />

bakhjarl þeirra víðtæku umbóta sem<br />

gengu undir nafninu viðreisn. Höfðu þá<br />

liðið fimmtán ár frá því að Ísland gerðist<br />

aðili að sjóðnum, án þess að landið færði<br />

sér í nyt þá kosti sem aðildin gat veitt til<br />

að endurheimta frjáls viðskipti.<br />

Afdrifarík mistök<br />

Á fyrri hluta tuttugustu aldar slógu íslensk stjórnvöld því þrisvar<br />

sinnum á frest að laga gengismál landsins að breytingum sem orðið<br />

höfðu í umheiminum. Í fyrsta skipti stafaði drátturinn einna helst af<br />

ágreiningi um hækkun gengisins, enda þótt samstaða væri um sjálfa<br />

tenginguna við gull. Í annað skiptið, þegar gullfóturinn brast árið<br />

1931, var haldið fast við tengingu við sterlingspundið en ekki leitað<br />

eftir jafnvægi á grundvelli hreyfanlegs gengis, eins og gert var á öðrum<br />

Norðurlöndum. Þriðja sinnið, á árunum eftir síðari heimsstyrjöld, var<br />

látið undir höfuð leggjast að fylgja þeim reglum um ákvörðun gengis<br />

sem fólust í Bretton Woods kerfinu sem Íslendingar höfðu gerst<br />

aðilar að um leið og því var komið á fót árið 1944.<br />

Telja má að drátturinn í lok þriðja áratugarins hafi ekki skipt<br />

sköpum vegna þess að skeið gullfótarins hafi hvort eð er verið á enda<br />

runnið. Eigi að síður hefðu áherslur í stjórn efnahagsmála tvímælalaust<br />

orðið aðrar en var hefði eindregið verið stefnt að tengingu við gull á<br />

þessum tíma. Styrking gjaldeyris- og gullforða hefði þá haft forgang<br />

umfram aukningu opinberra framkvæmda og landið verið betur<br />

Kreppan hér á landi varð dýpri<br />

og langvinnari en annars hefði<br />

orðið, og landið festist æ meir<br />

í haftakerfi sem erfitt reyndist<br />

að brjótast undan. Hið sama<br />

gerðist að styrjöldinni lokinni,<br />

að dráttur á aðlögun að<br />

nýjum kringumstæðum varð<br />

til þess að Íslendingar flæktust<br />

í æ margbrotnara hafta- og<br />

styrkjakerfi<br />

undir heimskreppuna búið en raun<br />

varð á. Það fer á hinn bóginn ekki milli<br />

mála hversu alvarlegar afleiðingar sú<br />

gengisstefna hafði sem tekin var 1931<br />

og fylgt allt fram til 1939. Kreppan<br />

hér á landi varð dýpri og langvinnari<br />

en annars hefði orðið, og landið festist<br />

æ meir í haftakerfi sem erfitt reyndist<br />

að brjótast undan. Hið sama gerðist að<br />

styrjöldinni lokinni, að dráttur á aðlögun<br />

að nýjum kringumstæðum varð til þess<br />

að Íslendingar flæktust í æ margbrotnara<br />

hafta- og styrkjakerfi, sem haldið var<br />

uppi með erlendri efnahagsaðstoð, á<br />

sama tíma og nágrannar þeirra nutu<br />

góðs af vaxandi viðskiptum og frjálsara<br />

athafnalífi.<br />

Það væri fljótræði að draga þá ályktun af þessari reynslu fyrri tíma<br />

að mestu skipti að laga stjórn gengis- og peningamála sem fyrst að<br />

stefnu umheimsins, hver sem hún kynni að vera. Nokkur tími getur<br />

liðið áður en ljóst er hver sú stefna raunverulega sé, og ekki er víst<br />

að hún henti landinu í öllu tilliti. Það skiptir hins vegar miklu að fyrir<br />

hendi sé sú umgjörð stofnana þar sem unnt sé að meta aðstæður<br />

sem best og leggja á ráð um stefnuna og framkvæmd hennar, en því<br />

var ekki að heilsa á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar sjálfstæðum<br />

seðlabanka hafði ekki verið komið á fót. Þá er ekki síður mikils um<br />

það vert að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar einskorði sig ekki<br />

við afstöðu sem þeir geta trauðla horfið frá þegar vísbendingar leiða<br />

til nýrra átta.<br />

Heimildir:<br />

Við þessa samantekt hefur verið stuðst við ritgerðir eftir þá Bjarna Braga Jónsson,<br />

Jóhannes Nordal, Jónas H. Haralz og Magnús Svein Helgason í bókinni: Frá kreppu til<br />

viðreisnar, Hið íslenska bókmenntafélag 2002. Enn fremur er stuðst við grein<br />

Hannesar H. Gissurarsonar: Gengishækkunin 1925 í Landshagir, Landsbanki Íslands<br />

1986, og við grein þeirra Jóhannesar Nordals og Ólafs Tómassonar: Frá floti til flots í<br />

Klemensarbók, FVH , 1985.<br />

Gutenberg<br />

gleðileg jól<br />

Gleðileg jól og farsælt komandi ár<br />

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða<br />

Gutenberg ehf. | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Kt: 440734 0149 | Sími: 545 4400 Fax: 545 4401<br />

27


Clemencía frænka<br />

SMÁSAGA EFTIR Ángeles Mastretta<br />

Unnusti Clemencíu Ortega gerði sér enga grein fyrir þeim heimi firru og ástríðu sem hann opnaði<br />

fyrir þetta kvöld. Hann seildist eftir þessu rétt eins og hverri annarri sultukrukku og lauk upp. En frá<br />

þeirri stundu fylltist líf hans allt - þessi áhyggjulausa ferð hans um lífið í ensku jakkafötunum eða með<br />

tennisspaðann - ilminum, því beiska bruggi, já, eitrinu.<br />

Clemencía frænka var vissulega falleg en<br />

bak við dökka lokkana leyndust ákveðnar<br />

hugmyndir sem með tímanum urðu til<br />

vandræða. Því í fyrstu voru það ekki aðeins<br />

duttlungar hennar heldur þessar hugmyndir<br />

sem komu henni áreynslulaust í þá leynilegu<br />

hvílu sem hún deildi með unnusta sínum.<br />

Á þeim tíma var það ekki bara svo að<br />

vel uppaldar stúlkur frá Puebla rekkjuðu<br />

ekki með unnustum sínum heldur hvarflaði<br />

hreint ekki að þeim að gera mætti ráð fyrir<br />

slíkum möguleika. En það var Clemencía<br />

frænka sem losaði um kotið þegar hún<br />

fann að geirvörturnar voru orðnar stinnar<br />

eins og tvær strýtur. Það var hún sem setti<br />

hendurnar inn undir buxurnar, í hellinn þar<br />

sem menn geyma gæludýr sitt, sem þeir<br />

flytja með sér um allar jarðir, dýrið sem þeir<br />

ljá manni þegar þá lystir og láta svo hverfa,<br />

skeytingarlaust og kyrrt líkt og það hefði<br />

aldrei komið nálægt okkur. Það var hún sem<br />

fálmaði eftir ólgandi ræflinum án þess að<br />

nokkur neyddi hana, það var hún sem vildi<br />

sjá hann, finna hann.<br />

Því var það svo að unnustinn fann hvorki<br />

til skammar þess sem hefur misnotað né<br />

skyldu þess sem er bundinn loforði. Þau<br />

elskuðust í matarbúrinu meðan athygli<br />

allra beindist að bróðurdóttur Clemencíu<br />

frænku sem fyrr um daginn hafði klæðst<br />

brúðarskarti til að ganga í hjónaband eins og<br />

lög gera ráð fyrir. Í matarbúrinu var dimmt<br />

og kyrrt undir lok veislunnar. Þar ilmaði af<br />

kryddi og múskati, súkkulaði frá Oaxaca og<br />

chílepipar, vanillu og ólífum, maískökum<br />

og saltfiski. Í fjarska ómaði tónlistin og<br />

inn á milli heyrðust köll um að brúðhjónin<br />

skyldu kyssast, að vesöl og ófríð stúlka ætti<br />

að fá brúðarvöndinn, að tengdaforeldrarnir<br />

skyldu fá sér snúning. Clemencía frænka gat<br />

ekki hugsað sér betri stað í veröldinni fyrir<br />

áætlanir sínar þetta kvöld. Þau elskuðust<br />

án heitstrenginga, án kúvendinga, laus við<br />

ábyrgðina sem fylgir því að vera á verði.<br />

Um stund voru þau það sem kallast -<br />

hamingjusöm.<br />

- Það er bergmynta í hárinu á þér, sagði<br />

móðir hennar þegar hún sá hana dansa<br />

nálægt borðinu þar sem hún hafði setið<br />

ásamt föður Clemencíu síðustu fimm og<br />

hálfa stundina.<br />

- Það hlýtur að vera úr brúðarvendinum<br />

sem lenti á mér.<br />

- Ekki sá ég að hann lenti á þér, sagði<br />

móðirin. - Ég kom ekki einu sinni auga á þig<br />

þegar honum var kastað. Og ég sem kallaði<br />

á þig.<br />

- Það var annar vöndur sem kom í<br />

minn hlut, svaraði Clemencía eins og<br />

blygðunarlaus prakkari.<br />

28


Móðirin var vön svörum af þessu tagi.<br />

Jafnvel þótt hún teldi þau fjarstæðukennd<br />

með öllu rakti hún þau til þess andlega<br />

ójafnvægis sem dóttirin bjó við allt frá<br />

því hún hafði mátt þola skæða mislinga<br />

og hitasótt sem fylgdi í kjölfarið. Þar að<br />

auki vissi hún að á stundum sem þessum<br />

var vísara að spyrja einskis frekar til að<br />

koma í veg fyrir vandræði. Hún lét sér því<br />

nægja vangaveltur um að bergmynta væri<br />

stórkostleg jurt, gersamlega vanmetin í<br />

eldamennsku.<br />

- Engum hefur hugkvæmst að setja hana<br />

í eftirrétti, sagði hún stundarhátt, eins og til<br />

að enda mál sitt.<br />

- Mikið dansar hún Clemencía vel,<br />

sagði maðurinn við hlið hennar til að hefja<br />

samræður.<br />

Þegar unnustinn, sem Clemencía frænka<br />

hafði gefist í matarbúrinu, vildi ganga að<br />

eiga hana kvað hún það ómögulegt. Svar<br />

hennar var þrungið slíkri alvöru að hann hélt<br />

sig hafa misboðið henni, því í stað þess að<br />

biðja hennar fyrr hafði hann í heilt ár verið<br />

aðnjótandi að mörgum duldum ilminum<br />

meðan hann kom bakaríum sínum á fót uns<br />

þau voru orðin sex talsins; bakarí þar sem<br />

fengust bæði brauð og sætabrauð, og tvö<br />

til viðbótar þar sem seldar voru tertur og<br />

ávaxtahlaup.<br />

En það var ekki ástæðan fyrir höfnun<br />

Clemencíu frænku. Þær voru margar og hún<br />

hafði einfaldlega aldrei haft tíma eða þörf<br />

fyrir að útskýra þær.<br />

- Ég hélt að þú hefðir skilið þetta fyrir<br />

löngu, sagði hún.<br />

- Skilið hvað? spurði hann.<br />

- Að það var aldrei ætlun mín að gifta<br />

mig, ekki einu sinni þér.<br />

- Ég skil ekki, sagði unnustinn sem var<br />

bara ósköp venjulegur maður. - Viltu vera<br />

hóra allt lífið?<br />

Þegar Clemencía frænka heyrði þessi<br />

orð sá hún á augabragði eftir hverri stund,<br />

hverju síðdegi og kvöldi sem hún hafði<br />

gefið þessum ókunna manni. Hún hafði ekki<br />

einu sinni skap í sér til að móðgast.<br />

- Viltu ekki fara núna, sagði hún, - áður<br />

en ég rukka þig um fúlguna sem þú skuldar<br />

mér.<br />

Hann varð skelkaður og lét sig hverfa.<br />

Skömmu síðar kvæntist hann dóttur<br />

innflytjanda frá Astúrías, skírði sex börn<br />

og minningarnar máðust með tímanum<br />

þar til þær urðu fúlar líkt og staðið vatn<br />

við brúnir á gosbrunni. Hann varð ákafur<br />

vindlareykingamaður, fékk sér alltaf í<br />

staupinu síðdegis, vissi ekki hvað hann<br />

átti af sér að gera þegar hann lá andvaka í<br />

morgunsárið og þreyttist seint á að hafa<br />

uppi á nýjum leiðum í viðskiptum. Hann<br />

var fámáll, átti tvo vini sem hann fór með<br />

í skotklúbbinn alla laugardaga; meiri trúnað<br />

gat hann ekki sýnt þeim en þá barnalegu<br />

reiði sem lamaði hann þegar hann hæfði ekki<br />

tvær eða fleiri dúfur. Honum sárleiddist.<br />

Þriðjudagsmorgun einn, nítján árum eftir<br />

að hann fór á mis við ilm og varir Clemencíu<br />

frænku, kom til hans maður ættaður frá<br />

Yucatán og vildi selja honum matvöruverslun<br />

sem var með hvað fjölbreyttast úrval í<br />

borginni. Þeir héldu af stað til að skoða<br />

verslunina. Þeir fóru inn um bakdyrnar,<br />

gegnum risastóra víngeymslu sem var full<br />

af fræjum, hveiti og sykursekkjum, korni,<br />

súkkulaði, kryddjurtum, chílepipar og öðru<br />

sem oftast er í matarbúrum.<br />

Samstundis fann hann til óróleika um<br />

allan líkamann. Hann dró upp ávísanaheftið<br />

og hugðist kaupa allt saman án þess að hafa<br />

litið það augum, borgaði sölumanninum<br />

fyrsta uppsetta verðið, stökk út og hljóp<br />

að húsinu með görðunum þremur þar sem<br />

Clemencía frænka bjó enn. Þegar hún heyrði<br />

að maður beið hennar við dyrnar hraðaði hún<br />

sér niður stigann sem lá að blómumprýdda<br />

húsagarðinum með öllum fuglunum.<br />

Þegar hann sá Clemencíu nálgast, þessa<br />

þrjátíu og níu ára drottningu jafnvægis,<br />

langaði hann að kyssa gólfið sem hún gekk<br />

eftir. Hann horfði á hana koma nær og vildi<br />

helst hverfa þegar hann hugsaði til þess hve<br />

ljótur hann var orðinn og gamall. Clemencía<br />

skynjaði óróleika hans og kenndi í brjósti um<br />

hann vegna ístrunnar og skallans, sömuleiðis<br />

pokanna, sem voru farnir að myndast undir<br />

augunum, og mæðusvipsins sem hann hefði<br />

viljað má af andlitinu.<br />

- Við höfum elst, sagði hún og tilreiknaði<br />

sér líka öll ósköpin til að róa hann.<br />

- Þú þarft ekki að aumka þig yfir mig.<br />

Ég hef verið hreint fífl og ber þess greinileg<br />

merki.<br />

- Ég elskaði þig ekki vegna gáfnafarsins,<br />

sagði Clemencía frænka með bros á vör.<br />

- En þú hættir að elska mig því ég var<br />

fífl, sagði hann.<br />

- Ég hef aldrei hætt að elska þig, sagði<br />

Clemencía frænka. - Ég vil bara ekki<br />

sólunda neinu. Allra síst tilfinningum.<br />

- Clemencía, sagði maðurinn og<br />

skalf af undrun, - en þú hefur átt tólf<br />

unnusta á eftir mér.<br />

- Já, og ég elska ennþá alla tólf,<br />

sagði Clemencía frænka og<br />

losaði af sér svuntuna.<br />

- Hvað þá? spurði<br />

veslings maðurinn.<br />

- Af öllu hjarta,<br />

svaraði Clemencía<br />

frænka. Þegar<br />

hún kom nær<br />

fyrrverandi unnustanum fann hún skjálfta<br />

hans sem hún ein þekkti.<br />

- Komum, sagði hún, tók undir handlegg<br />

hans og þau héldu af stað út. Þá hætti hann að<br />

skjálfa og fór með hana í flýti að versluninni<br />

sem hann hafði nýfest kaup á.<br />

- Slökktu ljósið, bað hún þegar þau<br />

komu inn í víngeymsluna og fann hvernig<br />

ilmur bergmyntunnar umlukti þau. Hann<br />

teygði handlegginn aftur fyrir sig og þarna<br />

í dimmunni gerði hann upp tuttugu ára<br />

fjarveru. Byrði líkamans var aflétt.<br />

Tveimur stundum síðar, meðan hann<br />

losaði bergmyntuna úr dökkum lokkunum á<br />

Clemencíu frænku, bað hann enn á ný:<br />

- Gifstu mér.<br />

Clemencía frænka kyssti hann rólega og<br />

klæddi sig svo í flýti.<br />

- Hvert ertu að fara? spurði hann þegar<br />

hann sá hana halda í átt að dyrunum og veifa<br />

í kveðjuskyni.<br />

- Út í morguninn, sagði frænkan og leit<br />

á úrið.<br />

- En þú elskar mig, sagði hann.<br />

- Já, svaraði Clemencía frænka.<br />

- Meira en alla hina? spurði hann.<br />

- Jafnmikið, svaraði frænkan.<br />

- Þú ert sannkölluð ... sagði hann, en<br />

Clemencía frænka greip frammí:<br />

- Gættu tungunnar, því ég tek fyrir og<br />

þrjátíu bakarí munu ekki duga til.<br />

Síðan opnaði hún dyrnar og hvarf án þess<br />

að segja orð.<br />

Næsta morgun barst Clemencíu Ortega<br />

gjafabréf upp á þrjátíu bakarí og eina<br />

matvöruverslun. Það kom í umslagi ásamt<br />

korti sem á stóð: „Þú ert mikill þverhaus.“<br />

Ángeles Mastretta (1949) er frá Mexíkó. Hún hefur<br />

starfað sem blaðamaður og rithöfundur. Skáldverk<br />

hennar Mujeres de ojos<br />

grandes (Konur með<br />

stór augu) kom út<br />

árið 1991. Í því eru<br />

37 sjálfstæðir þættir<br />

og er sá sem hér<br />

birtist tekinn úr þeirri<br />

bók. Hún hefur einnig<br />

gefið út skáldsögurnar<br />

Arráncame la vida (Rífðu<br />

úr mér kviku mína, 1985),<br />

Mal de amores (Ástarsorg, 1996),<br />

Ninguna eternidad como la mía<br />

(Engin eilífð líkt og mín, 1999) og<br />

greinasafnið Puerto libre (Fríhöfn, 1993)<br />

og El mundo iluminado (Upplýstur heimur,<br />

1998). Nýjasta skáldsaga hennar El cielo de los<br />

leones (Himinn ljónanna) kom út 2003.<br />

Þýðandi: Kristín Guðrún Jónsdóttir<br />

29


Af hverju er Reykjavík<br />

höfuðborg Íslands?<br />

ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆ‹INGUR<br />

Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur að það hafi ekki verið einber tilviljun eða forsjá goðanna að Reykjavík varð höfuðstaður Íslands.<br />

Mynd: Geir Ólafsson.<br />

Við fyrstu sýn virðist upphefð Reykjavíkur hafa ráðist við upphaf landnáms. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Arnarson, varpaði<br />

öndvegissúlum sínum fyrir borð á leið hingað til lands og hét að hann skyldi þar byggja er súlurnar kæmu á land. Hann lét síðan þræla<br />

sína fylgja strandlengjunni allt þar til súlurnar fundust í Reykjavík, og Ingólfur stóð við orð sín og settist þar að. Þetta er táknræn<br />

saga, hvort sem hún er sönn eður ei. Ingólfur kom að ónumdu landi og valdi Reykjavík fram yfir alla aðra staði á landinu. Upphefð<br />

Reykjavíkur virðist því vera annaðhvort verk guðlegrar forsjónar eða tilviljunarkenndra hafstrauma – eftir því hvernig á málin er<br />

litið. Svo virðist reyndar vera að sumir hafi undrast þetta val. Í Landnámu eru eftirfarandi ummæli höfð eftir Karla, öðrum þeim þræl<br />

sem fann súlurnar í Reykjavík: „Til ills fórum við um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Síðan strauk Karli með ambátt<br />

sér við hlið – fremur en setjast að við sundin blá – þó svo að Ingólfur hafi að lokum haft uppi á honum aftur við Ölfusvatn. Þetta bendir<br />

til þess að ritarar Landnámu hafi talið það merki um mikla hollustu við goðin að Ingólfur skyldi velja Reykjavík umfram aðra staði á<br />

landinu sem stóðu honum til boða.<br />

Reykjavík hverfur úr sögubókum eftir Ingólf<br />

Koma Ingólfs árið 874 virðist hafa markað upphaf að skipulegu<br />

landnámi hérlendis. Margt bendir til þess að Ingólfur og niðjar hans<br />

hafi gegnt forystuhlutverki á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar, meðal<br />

annars farið með vald allsherjargoða og stofnað fyrsta héraðsþingið<br />

á Kjalarnesi. „Ingólfur er frægastr allra landnámsmanna, því at<br />

hann kom hér at auðu landi ok byggði fyrst landit og gerðu aðrir<br />

landnámsmenn eftir hans dæmum síðan,“ segir Landnáma. En eftir<br />

þennan glæsilega upphafskafla í sögu landsins hverfur Reykjavík af<br />

spjöldum sögunnar næstu árhundruðin. Íslandssagan gerist að mestu<br />

leyti í öðrum héruðum. Sumir staðir verða frægir sem ættarsetur,<br />

menntasetur, biskupssetur, verslunarstaðir eða aðsetur skálda og<br />

höfðingja. Á öðrum stöðum – jafnvel aumustu kotum – er barist,<br />

sæst eða samið og þeir staðir komast þannig inn í sögubækur. Jafnvel<br />

þegar sögunni víkur til Suðvesturlands og stórviðburðir gerast í<br />

hinu forna landnámi Ingólfs virðist sagan sneiða hjá Reykjavík.<br />

Klaustur er sett niður í Viðey, umboðsmaður konungs býr á<br />

Bessastöðum og Hafnarfjörður verður verslunarmiðstöð. Kópavogur<br />

verður nafnkenndur fyrir það eina atvik að þar var skrifað undir<br />

einveldishyllinguna árið 1662. En landnámsbær Ingólfs virðist<br />

dvelja í skugga.<br />

Var Skúli faðir Reykjavíkur?<br />

Vitaskuld var búið vel í Reykjavík. Þar var kirkjusetur og staðurinn<br />

var setinn af mörgum mætum mönnum. Síðar, eftir 1600, færist<br />

verslunin nær þegar Hólmurinn (Efferseyjar eða Grandaey) verður<br />

einn helsti verslunarstaðurinn við innanverðan Faxaflóa. En samt<br />

sem áður er það svo að Reykjavík virðist ekki fá líf fyrr en Skúli<br />

Magnússon landfógeti velur staðinn undir iðnfyrirtækin sín –<br />

Innréttingarnar – árið 1752. Á tímabilinu milli Ingólfs Arnarsonar<br />

30


og Skúla Magnússonar fógeta virðist fátt vekja athygli á Reykjavík<br />

umfram aðra staði á landinu. Raunar voru sögulegar tilvísanir ekki<br />

ofarlega í huga Skúla þegar hann valdi Reykjavík til þess að verða<br />

verksmiðjuþorp. Það má til dæmis marka af því að þeirri hugmynd var<br />

alvarlega velt upp að endurnefna Reykjavík í höfuðið á Danakonungi<br />

og kalla Kristjánsvík. Sá fyrsti sem vildi draga söguna til vitnis um að<br />

örlögin hefðu ráðið upphefð Reykjavíkur þegar í upphafi landnáms<br />

var Eggert Ólafsson í Mánamálum sínum. Hann var auk þess einn sá<br />

fyrsti sem sá fyrir sér borg með hellulögðum strætum – höfuðborg<br />

Íslands, en það er önnur saga. Skúli hafði fyrst og fremst hagræði<br />

í huga:<br />

Reykjavík vantaði virðuleika. Um þetta hafði Skúli fógeti ekki hugsað<br />

í fyrstu eða ekki tekið eftir því. Hans sjónarmið var hið hagnýta<br />

sjónarmið, að láta bæinn vera vel í sveit settan til atvinnurekstrar<br />

og láta hann liggja vel við gömlum höfuðbólum, fyrst og fremst sínu<br />

eigin höfuðbóli, Viðey. (Vilhjálmur Þ. Gíslason 1936)<br />

Þau höfuðból sem Skúli miðaði við voru Bessastaðir, Viðey, Hólmur<br />

og Nes. Þessir staðir hafa vitaskuld ekki lengur sömu þýðingu og<br />

þeir höfðu á átjándu öld. Þess vegna er ekki fráleitt að varpa þeirri<br />

spurningu fram hvort upphefð Reykjavíkur sé aðeins tilviljun –<br />

ákvörðun byggð á persónulegu mati eins manns, Skúla fógeta, sem<br />

fékk óvæntan aðgang að fjárhirslum konungs og miðaði við aðstæður<br />

sem voru gjörólíkar þeim sem nú þekkjast.<br />

„Allt til Reykjavíkur“<br />

Eins og kunnugt er fóru Innréttingar Skúla fógeta á hausinn ein<br />

af annarri, jafnvel þó að konungur verði miklum fjármunum í að<br />

halda þeim á floti. Það virðist í raun einsýnt að ef þessi iðnstarfsemi<br />

hefði verið það eina sem hóf Reykjavík yfir aðra staði hefðu þær<br />

dugað skammt sem þéttbýlisvaki. Landnámsjörð Ingólfs hefði þá<br />

endað sem áhugaverður staður í vegahandbókum með rústum og<br />

ef til vill einhverri byggð en alls ekki höfuðstaður. Sú varð þó ekki<br />

raunin. Staðreyndin er sú að lukka Reykjavíkur var sígandi og það<br />

tók áratugi fyrir bæinn að festa sig í sessi sem höfuðstað. Bærinn<br />

fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 og þá voru þar 302 íbúar. Þeim<br />

fækkaði heldur á næstu árum og voru ekki nema 291 árið 1792. En<br />

smám saman fóru æðstu embættismenn landsins að safnast þar fyrir<br />

og stjórnsýslukjarni tók að myndast. Landfógeti settist þar að 1792,<br />

Landsyfirréttur er settur þar niður 1800 eftir að Alþingi er lagt niður<br />

á Þingvöllum og upp úr aldamótunum flytja stiftamtmaður og biskup<br />

til staðarins. Landlæknir kemur 1833 og árið 1836 er skipuð sérstök<br />

bæjarstjórn. Um þessa þróun segir í norðlenskum húsgangi:<br />

Höfðingjar og heiðurskrans<br />

héðan burtu fýkur,<br />

æðst embætti innanlands,<br />

allt til Reykjavíkur.<br />

Upphefð Reykjavíkur kom hægt og bítandi<br />

Upphefð Reykjavíkur sem höfuðstaðar var hæg og bítandi og hófst<br />

raunar ekki fyrr en eftir að tilraunir Skúla fógeta voru um garð<br />

gengnar. Þar sem Ísland var undir dönskum yfirráðum og Danir sáu<br />

um stjórnsýslu og verslun hérlendis, var stór hluti af upphaflegum<br />

íbúum staðarins danskrar ættar. Árið 1805 voru þeir 63 af 879 manns<br />

Á dögum Skúla fógeta skorti Reykjavík virðuleika. Á þessari<br />

mynd frá 1930 hefur yfirbragðið breyst mjög til hins betra.<br />

Mynd: Karl Chr. Nielsen.<br />

í Reykjavíkursókn. Þessi danski svipur bæjarins varð ekki til þess<br />

að vekja sérstaka ást hjá þjóðinni til höfuðstaðarins. Það sést meðal<br />

annars á því að Fjölnismenn vildu láta setja Alþingi á Þingvöllum en<br />

alls ekki í Reykjavík. Hafi aðrir staðir hentað betur sem höfuðstaður<br />

hefði verið hægðarleikur að beina uppbyggingunni þangað þegar<br />

atvinnulíf og stjórnsýsla fór að færast til nútímahátta – en það gerðist<br />

ekki. Ástæðan er einfaldlega sú að staðsetning Reykjavíkur, sem<br />

miðstöðvar verslunar, þjónustu, iðnaðar og stjórnsýslu, var kjörin.<br />

Þar er góð höfn, laus við hafís, sem liggur vel við siglingum til og<br />

frá landinu. Þaðan er einnig stutt til margra af bestu fiskihöfnum og<br />

fiskimiðum landsins. Reykjavík er líka staðsett á ská við Vesturland<br />

og Suðurland og lá vel við landsamgöngum til tveggja stærstu og<br />

frjósömustu landbúnaðarhéraða landsins. Bærinn hafði því sérstöðu<br />

vegna þess að þar var þríþættur aðgangur að höfn, fiskimiðum og<br />

landbúnaðarsvæðum sem aðrir staðir höfðu ekki. Það var því engin<br />

tilviljun að Danir kusu að setja niður stjórnstöð sína á Bessastöðum,<br />

eða að kaþólska kirkjan skyldi stofna klaustur í Viðey, og ekki heldur<br />

að Hólmurinn skyldi vera helsti verslunarstaðurinn við innanverðan<br />

Faxaflóa. Sá staður sem veitti Reykjavík helstu samkeppni var<br />

Hafnarfjörður en fyrir daga Innréttinganna stungu ýmsir upp á honum<br />

sem höfuðstað og án efa hefði sá staður getað gegnt því hlutverki<br />

með sóma. Því má segja að jörðin Reykjavík hafi átt upphefð sína<br />

frumkvæði Skúla að þakka. Þótt Skúli hefði ekki komið til sögunnar<br />

hefði höfuðstaðurinn samt sem áður ekki legið ýkja fjarri Reykjavík<br />

og nær örugglega innan þeirra þéttbýlismarka sem nú eru kennd við<br />

höfuðborgarsvæðið. Það er því ekki hægt að fallast á að upphefð<br />

Reykjavíkur sem höfuðstaðar sé nema að litlu leyti tilviljun, hvað<br />

sem líður öndvegissúlum Ingólfs.<br />

31


„Það voru margir<br />

vantrúaðir á að þjóðarsáttin<br />

mundi skila sér“<br />

Viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara<br />

Mynd: Páll Stefánsson.<br />

Ásmundur Stefánsson hagfræðingur þekkir öðrum mönnum betur til samningamála á íslenskum<br />

vinnumarkaði undanfarna áratugi. Hann var ráðinn hagfræðingur ASÍ árið 1973 og varð forseti<br />

sambandsins árið 1980. Hann var lykilmaður í þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. Síðar hóf hann störf<br />

hjá Íslandsbanka og varð einn af framkvæmdastjórum bankans, sat í samninganefnd bankanna og<br />

var formaður hennar um tíma. Hann var um skeið framkvæmdastjóri EFA, sem var fjárfestingarfélag.<br />

Árið 2003 var hann skipaður ríkissáttasemjari. Hann hefur því kynnst kjarasamningum frá öllum<br />

hliðum. Vísbendingu þótti forvitnilegt að fá Ásmund til þess að líta um öxl til þess að velta fyrir sér<br />

kjarabaráttunni á undanförnum aldarþriðjungi.<br />

32


Voru verkföll ill nauðsyn?<br />

Verkalýðsbaráttan var mjög hörð á árum áður. Stundum stóðu<br />

allsherjarverkföll vikum saman. Var þetta nauðsynlegt til þess<br />

að tryggja lífskjörin?<br />

Það er reyndar ekki rétt að saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sé<br />

ein samfelld verkfallssaga þótt einstakar deilur, eins og Nóvudeilan<br />

og garnaslagurinn og svo tiltekin verkföll á stríðsárunum og síðan<br />

á sjötta og sjöunda áratuginum, sitji í fólki á okkar aldri eins og<br />

samfelldur slagur. Samskiptin á milli aðila voru þó harkalegri á<br />

árum áður en nú og traust á milli aðila minna. Þjóðfélagsbaráttan<br />

var öll grimmari og ég held þess vegna að deilurnar hafi verið<br />

óhjákvæmilegur fylgifiskur aðstæðna.<br />

Nú er vitað að verkföll valda þjóðhagslegum skaða, hvers vegna<br />

beittu menn þeim af slíkri hörku sem raun ber vitni? Var um<br />

að kenna óbilgirni atvinnurekenda eða óraunhæfum kröfum<br />

verkalýðsins?<br />

Eflaust hefur hvort tveggja komið til en ég held, eins og ég sagði<br />

áðan, að skýringin sé almenn harka í þjóðfélagsbaráttunni og skortur<br />

á trausti á milli aðila.<br />

Á árunum eftir 1970 byrjuðu hagfræðingar að vinna hjá<br />

verkalýðssamtökunum og atvinnuveitendum. Engu að síður<br />

voru samningarnir á árunum 1970 til 1990 yfirleitt upp á tuga<br />

prósenta hækkun launa og verðbólgan var 40 til 60% árum<br />

saman. Hvernig stóð á þessu?<br />

Þetta tímabil einkenndist af miklum sveiflum í efnahagslífinu og<br />

það má segja að aðstæður hafi ekki boðið upp á annað en gagnkvæma<br />

hörku. Verkalýðshreyfingin knúði fram kauphækkanir og stjórnvöld<br />

tóku þær til baka með gengisfellingum og verðbólgu. Það skorti<br />

traust og samstöðu milli aðila til að rjúfa þann vítahring. Það að<br />

hagfræðingar komu til starfa hjá samtökunum breytti þessu ekki í<br />

sviphendingu en ég held þó að það megi segja að þeir hafi stuðlað<br />

að því að gefa aðilum sameiginlegar viðmiðanir og færa umræðuna<br />

að samhengi einstakra þátta. Ráðning þeirra endurspeglar vilja<br />

samtakanna til að ná skýrari yfirsýn og styrkja þekkingu samtakanna<br />

á stöðu og samhengi efnahagsmála. Að því leyti er ráðningin tákn um<br />

breytingar í þjóðfélagsumræðunni og breyttar áherslur. Það er hins<br />

vegar út í hött að ímynda sér að það eitt að ráða hagfræðinga til starfa<br />

mundi umsnúa öllum vinnubrögðum.<br />

Spillti pólitíkin fyrir?<br />

Árið 1976 hafði verðbólga lækkað nokkuð frá árunum þar á<br />

undan. Eftir sólstöðusamningana 1977, sem leiddu til tugprósenta<br />

launahækkunar, rauk hún upp aftur og var komin yfir 100%<br />

þegar loks náðist eitthvert taumhald á henni árið 1983.<br />

Hvers vegna gátu menn ekki náð saman um aðgerðir til þess<br />

að ná verðbólgunni niður?<br />

Þetta voru miklir umbrotatímar í efnahagsmálum og þegar ég<br />

horfi til baka held ég að menn hafi einfaldlega ekki haft nein ráð til<br />

að fara aðrar leiðir. Til að rjúfa vítahringinn þurfti allsherjar samstöðu<br />

sem náðist einfaldlega ekki fyrr en árið 1990 og við þær sviptingar<br />

sem gengu yfir efnahagsmálin á þessum tíma hefði verið mjög erfitt<br />

að ná þessari samstöðu og samskipti aðila voru ekki nógu traust til<br />

þess að til slíkrar tilraunar gæti komið.<br />

Verkalýðshreyfingin var mjög pólitísk á þessum árum. Gat það<br />

spillt fyrir árangri í kjaramálum að menn vildu beita henni til<br />

þess að klekkja á stjórnvöldum?<br />

Samfélagið allt var miklu pólitískara á þessum árum en í dag.<br />

Innan verkalýðshreyfingarinnar voru flokksböndin hins vegar<br />

byrjuð að rakna upp og það sama á við um samtök atvinnurekenda.<br />

Á því tímabili sem þú talar um voru bæði vinstri og hægri stjórnir<br />

og hvorugt stjórnarmunstrið gat tekist á við sviptingarnar. Einmitt<br />

það var kannski sá lærdómur sem aðilar vinnumarkaðarins drógu af<br />

reynslu þessara ára. Stjórnarmunstrið var ef til vill ekki meginatriði.<br />

Samtökin á vinnumarkaði urðu sjálf að ná saman og leggja fram<br />

mótaðar línur gagnvart stjórnvöldum ef vænta átti árangurs.<br />

Stjórnvöld hafa oft komið að kjarasamningum með svonefndum<br />

félagsmálapökkum. Hvort er þetta gagnlegt eða skaðlegt? Er til<br />

einhver hæfileg aðkoma ríkisvaldsins?<br />

Ég held að það sé enginn einfaldur leiðarvísir til um aðkomu<br />

ríkisvaldsins á hverjum tíma. Ég tel að félagsmálapakkarnir hafi<br />

skipt miklu máli til að byggja upp gagnkvæmt traust milli aðila<br />

vinnumarkaðarins og stjórnavalda, auk þess sem þeir fólu í sér<br />

mikinn og varanlegan réttindaávinning. Til að rjúfa margnefndan<br />

vítahring voru félagsmálapakkarnir einir og sér hins vegar ekki<br />

nægilegir. Það varð að takast víðtækari samstaða þar sem tekið væri<br />

á efnahagsmálunum í heild.<br />

Hér á landi hefur vinnumarkaðurinn verið tvískiptur, almennur<br />

vinnumarkaður og opinber markaður. Þessir markaðir eru ekki<br />

alltaf samstiga. Hefði það verið til góðs að sömu reglur giltu um<br />

alla?<br />

Já, ég held að það hefði verið auðveldara að tengja samtökin ef<br />

forsendur hefðu verið þær sömu. Því má bæta við að munurinn hefur<br />

minnkað mjög með árunum, bæði með auknum réttindum fólks á<br />

almennum vinnumarkaði og minni mun á atvinnuöryggi opinberra<br />

starfsmanna og þeirra sem eru á almennum vinnumarkaði. Í dag<br />

sé ég fátt auknu samstarfi til fyrirstöðu og þess vegna sameiningu<br />

samtakanna.<br />

Í framhaldi af síðustu spurningu má segja að um árabil hafi<br />

aðilar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og verkalýður, haft<br />

talsverð pólitísk völd. Á síðari árum virðast þau hafa minnkað<br />

mikið og menn velta fyrir sér hvort svona samtök séu nauðsynleg.<br />

Hvað hefur breyst?<br />

Enn held ég raunar að verkalýðshreyfingin og samtök<br />

atvinnurekenda hafi veruleg pólitísk ítök. Hitt er ljóst að með auknum<br />

stöðugleika í samfélaginu verða átakaaugnablikin færri og áhrifin<br />

verða í meira mæli í daglegum samskiptum aðila. Við verðum líka að<br />

muna að áhrif bæði verkalýðshreyfingar og samtaka atvinurekenda<br />

hafa alltaf verið fyrst og fremst bundin við þau atriði sem beint snúa<br />

að vinnumarkaðsmálum og kjörum. Þannig sýnist mér til dæmis<br />

að stórar og endurteknar yfirlýsingar verkalýðshreyfingarinnar um<br />

herinn hafi aldrei skipt sköpum.<br />

Hvers vegna varð þjóðarsáttin ekki fyrr?<br />

Margir halda því fram að þjóðarsáttin hafi komið til vegna<br />

þess að ákveðnir forystumenn í verkalýðshreyfingunni og hjá<br />

Vinnuveitendasamabandinu hafi náð að byggja upp traust sín<br />

á milli. Stjórnmálamenn virtust standa á hliðarlínunni. Er þetta<br />

mergurinn málsins og hvers vegna náðist skyndilega að skapa<br />

þetta andrúmsloft sem kom verðbólgunni niður?<br />

Auðvitað skiptu einstaklingar og gagnkvæmt traust þeirra á milli<br />

lykilmáli. Þannig er það alltaf í mannlegum samskiptum. Þjóðarsáttin<br />

spratt hins vegar ekki upp í skyndi og eðli málsins samkvæmt gat<br />

hún ekki orðið að veruleika nema mikill fjöldi einstaklinga á ýmsum<br />

33


Samfelld velta kauphækkana,<br />

gengisfellinga og verðbólgu ógnaði<br />

rekstrarforsendum fyrirtækja og þar<br />

með atvinnuörygginu.<br />

Mynd: Páll Stefánsson.<br />

sviðum þjóðlífsins legðist á eitt. Um þó nokkurn tíma höfðu ASÍ<br />

og VSÍ haft gagnkvæman vilja til að finna leiðir til að brjótast út úr<br />

vítahringnum. Sérstaklega vil ég nefna samningana 1986, sem gengu<br />

hins vegar ekki eftir, fyrst og fremst af tveimur ástæðum. Það var of<br />

miklu velt á ríkisfjármálin og það komu ekki aðrir að málum en ASÍ<br />

og VSÍ. Það skorti sem sagt breidd.<br />

Hafði það áhrif að atvinnuleysi var orðið nokkurt á þessum<br />

árum?<br />

Atvinnuleysi var reyndar ekki mikið þegar<br />

þjóðarsáttarsamn-ingarnir voru gerðir. Það var hins vegar verulegur<br />

uggur í fólki um atvinnuöryggið. Samfelld velta kauphækkana,<br />

gengisfellinga og verðbólgu ógnaði rekstrarforsendum fyrirtækja og<br />

þar með atvinnuörygginu.<br />

Margir voru vantrúaðir á það að hægt væri að viðhalda<br />

þeim árangri sem náðist árið 1990 því að áður höfðu náðst<br />

áfangasigrar í baráttunni við verðbólguna sem svo glutruðust<br />

niður síðar. Sumir segja að aðgerðir stjórnarinnar árið 1991 hafi<br />

riðið baggamuninn. Hvað skipti mestu máli um að varanlegur<br />

árangur náðist?<br />

Það er rétt að það voru margir vantrúaðir á að þjóðarsáttin mundi<br />

skila sér. Háskólahagfræðingarnir voru til dæmis nokkuð samhljóða<br />

í því að ekkert mundi breytast. Um vorið sýndi Gallup-könnun að<br />

almenningur var vantrúaður á að verðbólga mundi hjaðna.<br />

Það sem réð úrslitum var tvímælalaust að samstaða um aðgerðir<br />

var breið. ASÍ og BSRB voru fullkomlega samstiga við<br />

samningsgerðina og bændasamtökin komu líka að henni. Samtök<br />

atvinnurekenda voru einnig einhuga, sem og bæði stjórnarflokkarnir<br />

og stjórnarandstaðan. Það var eindreginn vilji til að fylgja málum<br />

eftir og það var í mörgum atriðum gert með handafli. Bankarnir<br />

lækkuðu vexti í trausti þess að verðbólgan færi niður og<br />

verslunarfyrirtæki lækkuðu álagningu í trausti þess að þau þyrftu<br />

ekki að leggja til hliðar fyrir vöxtum og gengisbreytingum eins og<br />

áður. ASÍ og VSÍ unnu vel saman í því að ná þessum árangri og lögðu<br />

sameiginlega að fyrirtækjum að vinna með aðgerðunum. Það var<br />

sterkur meðbyr með þessari tilraun til að rjúfa vítahringinn og það<br />

vildi enginn láta standa sig að því að hann gerði ekki sitt.<br />

Það skipti líka miklu að jarðvegurinn hafði verið vel undirbúin.<br />

Þegar áttin hafði verið mörkuð stöðvaði ég samningaviðræður í<br />

mánuð til að færi gæfist til að fara yfir málin með stjórnum félaga<br />

og félagsmönnum ASÍ. Þessi ákvörðun var umdeild því að margir<br />

vildu keyra samningana í gegn strax. Ég er hins vegar viss um að<br />

ákvörðunin var rétt. Félagsmennirnir komu að undirbúningi og<br />

voru fyrir fram meðvitaðir um að verið væri að gera tilraun og<br />

umræður sýndu að þeir vildu gera tilraunina. Þeir vildu láta á það<br />

reyna hvort hægt væri að rjúfa vítahringinn. Á samráðsfundum eftir<br />

samningagerðina og við framlengingu þeirra um haustið 1990 var<br />

viljinn enn eindreginn.<br />

Á árunum 1990 til 1995 skertist kaupmáttur frá því sem samið<br />

var um í þjóðarsáttinni. Hvers vegna vildi verkalýðshreyfingin<br />

ekki beita afli til þess að reyna að rétta sinn hlut?<br />

Á þessu tímabili var verið að festa árangurinn í sessi. Það var<br />

samstaða um að treysta undirstöðurnar til frambúðar.<br />

Síðan 1995 hefur kaupmáttur styrkst ár frá ári og er nú um 50%<br />

betri en þá. Verkföll á almennum vinnumarkaði hafa ekki verið<br />

mörg eða löng á þessum tíma. Þýðir þetta að baráttan á árum<br />

áður hafi verið á röngum forsendum?<br />

Ég held að það segi hvorki eitt eða neitt um baráttuna á árum áður.<br />

Það endurspeglar aftur á móti þá víðtæku samstöðu sem var um að<br />

rjúfa vítahringinn 1990 og nýta þann ávinning sem þjóðarsáttin gaf.<br />

Voru einhver tækifæri á þessum árum sem menn misstu af? Var<br />

hægt að ná sambærilegum árangri fyrr?<br />

Auðvitað misstu menn af mörgum tækifærum en það þurfti of<br />

margt að breytast til að viðsnúningur gæti orðið. Það þurfti að leita<br />

leiða og ná samskiptum á breiðum grundvelli og það tókst 1990. Það<br />

tókst ekki fyrr.<br />

Við verðum líka að muna að áhrif bæði verkalýðshreyfingar og samtaka<br />

atvinurekenda hafa alltaf verið fyrst og fremst bundin við þau atriði sem beint<br />

snúa að vinnumarkaðsmálum og kjörum. Þannig sýnist mér til dæmis að stórar og<br />

endurteknar yfirlýsingar verkalýðshreyfingarinnar um herinn hafi aldrei skipt sköpum.<br />

34


EDDUVERÐLAUNAÞÁTTURINN<br />

Jón Ólafs á dagskrá Sjónvarpsins<br />

kl. 19.40 öll laugardagskvöld<br />

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS Í SJÓNVARPI

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!