20.12.2013 Views

Fréttabréf apríl 2004 - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Fréttabréf apríl 2004 - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Fréttabréf apríl 2004 - Þróunarsamvinnustofnun Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Í byrjun 21. aldar nýtur fimmta hvert barn í þróunarríkjunum ekki<br />

skólagöngu eða rúmlega 100 milljónir barna. Um 860 milljónir karla<br />

og kvenna í heiminum kunna hvorki að lesa né skrifa.<br />

Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að menntun skili yfirleitt<br />

álitlegum arði. Þess vegna er bein þróunaraðstoð við menntun<br />

mannaflans í fátækum löndum ólíklegri til að mistakast en fjárhagsaðstoð<br />

til fjárfestingar í vélum og tækjum.


EFNISYFIRLIT<br />

Þakklátt þróunarstarf 3<br />

Sighvatur Björgvinsson<br />

Menntun gegn fátækt 4<br />

Þorvaldur Gylfason<br />

Hvers vegna fullorðinsfræðsla? 8<br />

Drífa Kristjánsdóttir<br />

Úr skugga trjánna - undir þak 11<br />

Þórdís Sigurðardóttir<br />

Konur og menntun í Mósambík: 13<br />

Skyggnst inn í líf tveggja kvenna í Mósambík<br />

Hulda Biering<br />

Verkefni MILAMDEC-lánasjóðsins á Filippseyjum 15<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

Grunnmenntun kvenna: 18<br />

Lykilatriði í félagslegri og efnahagslegri framþróun<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

,,Núna er ég ekki lengur hrædd<br />

við að segja skoðanir mínar“: 21<br />

Viðtal við þrjá þátttakendur í<br />

Help Yourself-verkefninu í Namibíu.<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

Kennaramenntun í Angóla 24<br />

Lilja D. Kolbeinsdóttir<br />

R E F L E C T<br />

Fullorðinsfræðsla og baráttan gegn<br />

fátækt og valdleysi 28<br />

Guðrún Haraldsdóttir<br />

Menntun fyrir alla 32<br />

Forgangsverkefni UNESCO á sviði menntamála<br />

Guðný Helgadóttir<br />

Útgefandi:<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands<br />

Þverholti 14<br />

Pósthólf 5330, 125 Reykjavík<br />

Sími: 545 8980<br />

Fax: 545 8985<br />

iceida@utn.stjr.is<br />

www.iceida.is<br />

Ritstjórn: Sjöfn Vilhelmsdóttir og Margrét<br />

Einarsdóttir<br />

Ábyrgðarmaður: Sighvatur Björgvinsson<br />

Mynd á forsíðu: Drífa Kristjánsdóttir<br />

Hönnun og umbrot: Vilborg Anna<br />

Björnsdóttir<br />

Prentun: Prentmet<br />

Höfundar greina eru ábyrgir fyrir þeim<br />

skoðunum sem þar koma fram. Þær þurfa<br />

ekki að lýsa stefnu starfsmanna eða stjórnar<br />

stofunarinnar.<br />

2


Sighvatur Björgvinsson<br />

ÞAKKLÁTT<br />

ÞRÓUNARSTARF<br />

Þúsaldarmarkmið um þróun voru samþykkt á 55. allsherjarþingi<br />

Sameinuðu þjóðanna í september árið 2000.<br />

Markmiðin eru alls átta talsins og marka stefnu alþjóðasamfélagsins<br />

í þróunarmálum fram til ársins 2015. Eitt af<br />

þessum markmiðum varðar menntun og er á þá leið að<br />

öllum börnum verði tryggð grunnskólamenntun. Ýmis<br />

önnur markmið varða einnig menntun og fræðslu, svo<br />

sem að tryggja jafnt aðgengi karla og kvenna að framhaldsskólamenntun<br />

og að berjast gegn sjúkdómum, sem<br />

ógna mannkyni, en snar þáttur í þeirri baráttu varðar<br />

upplýsingamiðlun og fræðslu. Segja má að fræðsla af<br />

einhverju tagi sé þáttur í öllum markmiðunum átta eigi<br />

síður en barátta gegn fátækt sem er sameiginlegur orsakavaldur<br />

þeirra vandamála sem þúsaldarmarkmiðunum<br />

er ætlað að takast á við.<br />

Verkefni, sem snúa að menntun og fræðslu, hafa verið<br />

ört vaxandi í starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands<br />

(ÞSSÍ). Á árinu 2002 voru slík viðfangsefni umfangsmest<br />

allra þeirra viðfangsefna, sem ÞSSÍ sinnir, og<br />

um 32% af útgjöldum ÞSSÍ til þróunaraðstoðar fóru á<br />

því ári til slíkra verkefna. Til fræðsluverkefna stofnunarinnar<br />

teljast verkefni allt frá byggingu grunnskóla og<br />

stuðningi við grunnskólastarf til fullorðinsfræðslu. Þar<br />

má einnig nefna viðfangsefni eins og uppbyggingu sjómannaskóla,<br />

gerð námsvísa í vélstjórnar- og skipstjórnarfræðum,<br />

fiskimannafræðslu, þjálfun framhaldsskólakennara,<br />

skipulagningu náms, ráðgjafar og þjálfunar<br />

kennara í fiskiræktarmenntun á háskólastigi, veitingu<br />

skólastyrkja til margvíslegs náms, jafnt í fagnámi sem<br />

framhaldsnámi á háskólastigi sem fram hefur farið bæði<br />

á Íslandi og í öðrum löndum, þjálfun og kennslu heilbrigðisstarfsfólks<br />

á vettvangi, svo nokkuð sé nefnt. Verkefni<br />

af þessu tagi eru þakklát verkefni. Öfugt við sum<br />

önnur verkefni í þróunarhjálp þá er ekki hætta á að viðfangsefni,<br />

sem varða þekkingaröflun og fræðslu, skili<br />

sér ekki og hafi ekki varanleg áhrif. Þekkingin verður<br />

ekki af fólki tekin og menntunin verður í askana látin<br />

því að hún opnar oft tækifæri til þess að tileinka sér nýjar<br />

vinnuaðferðir og bæta þar með lífskjörin.<br />

Fullorðinsfræðsluverkefni eru í hópi nýjustu viðfangsefna<br />

sem ÞSSÍ hefur látið sig varða og eru í mikilli uppbyggingu.<br />

Fleiri hundruð manns í fleiri tugum þorpa og<br />

byggðarlaga í samstarfslöndum ÞSSÍ njóta nú fullorðinsfræðslu<br />

á vegum stofnunarinnar. Fullorðinsfræðsla er<br />

um mjög margt öðru vísi en t.d. fræðsluverkefni á formlegu<br />

grunn- eða framhaldsmenntunarstigi. Þar gilda ýmis<br />

önnur lögmál. Meðal þess, sem þar þarf að taka tillit<br />

til, er að skipuleggja fræðsluna þannig að hún hafi hagnýtt<br />

gildi. Menntun menntunarinnar vegna er þar ekki<br />

yfirmarkmiðið heldur miklu frekar að reyna að samræma<br />

fræðsluna þörfum þess fólks sem henni er ætlað<br />

að gagnast. Að fullorðið fólk leggi á sig það erfiði að<br />

læra að lesa, reikna og skrifa verður að hafa hagnýtt<br />

gildi. Slíkum spurningum um hagnýtt gildi menntunarinnar<br />

verður að svara við skipulagningu námsins. Námsefnið<br />

verður að vera þannig úr garði gert að fólkið, sem<br />

er að læra að skrifa, lesa og reikna, sjái sér einhvern hag<br />

í þeirri þekkingu; hún verður að nýtast því til þess að<br />

geta bætt lífskjör sín og lífsumhverfi. Einnig verður þá<br />

námsefnið að vera sniðið við hæfi þess samfélags sem<br />

fólkið lifir í. Öðru vísi námsefni verður því að hanna fyrir<br />

fiskimannasamfélög en fyrir t.d. hirðingjasamfélög.<br />

Frumstæðasta tækni til þekkingaröflunar - lestrargetan<br />

- og þekkingarmiðlunar - skriftarkunnáttan - opnar<br />

fátæku fólki nýjan heim. Opnar því glugga til umheimsins.<br />

Fyrir tilverknað slíkrar grunnmenntunar getur fólk<br />

sótt sér reynslu annarra út fyrir sinn eigin reynsluheim,<br />

tileiknað sér hana og komið sínum eigin áhugamálum<br />

og þörfum á framfæri við þann umheim sem er utan<br />

göngufæris. Með aukinni menntun öðlast fólk einnig<br />

aukna sjálfsvitund; hún auðveldar því samanburð á eigin<br />

kjörum og annarra. Aukinni sjálfsvitund fylgir einnig<br />

gjarnan aukin þörf fyrir að láta taka tillit til sín, láta að<br />

sér kveða, láta sína rödd heyrast meðal annarra radda.<br />

Þannig er aukin menntun ekki aðeins til þess fallin að<br />

opna nýja sýn til umheimsins eða til þess að geta bætt<br />

lífskjör sín með því að tileinka sér reynslu og þekkingu<br />

annarra heldur er hún ekki síður líkleg til þess að stuðla<br />

að lýðræðisþróun. Því hvað er lýðræði í raun annað en<br />

það að fólk öðlist sem jöfnust tækifæri til að láta taka<br />

tillit til sín og viðhorfa sinna? Þannig stuðlar menntun<br />

auk alls annars bæði beint og óbeint að lýðræðislegum<br />

framförum.<br />

Þetta rit ÞSSÍ er helgað menntun, fræðslu og þekkingarmiðlun<br />

meðal fólks í þeim þróunarlöndum sem ÞSSÍ<br />

starfar í. Meðal þeirra, sem í ritið skrifa, er starfsfólk<br />

stofnunarinnar sem vinnur að slíkum verkefnum. Þeirra<br />

starf er mikilvægt og sennilega frá sjónarmiði hinna fátækustu<br />

meðal hinna fátæku þakklátasta starfið í þróunaraðstoð<br />

sem stundað er nú fyrir atbeina íslenskra<br />

skattgreiðenda.<br />

Höfundur er framkvæmdastjóri ÞSSÍ.<br />

3


Þorvaldur Gylfason<br />

Eyjólfur Valtýsson<br />

MENNTUN<br />

GEGN FÁTÆKT<br />

Afstaða manna til þróunarhjálpar hefur tekið talsverðum<br />

breytingum í tímans rás. Það stafar af því, að fengin<br />

reynsla hefur kennt mönnum að skipta um skoðun.<br />

Það er eins og vera ber. Í eina tíð þótti mörgum rétt,<br />

a.m.k. í orði kveðnu, að reiða fram sem mest fé handa<br />

fátækustu löndunum eftir þeirri einföldu reglu, að þau<br />

þyrftu mest á hjálp að halda. Þetta er góð og göfug<br />

hugsun, en reynslan virtist þó smám saman leiða það í<br />

ljós, að þróunarhjálp með þessum formerkjum bar iðulega<br />

lítinn árangur. Vandinn var sumpart sá, að fátækustu<br />

löndin voru sum hver og eru einræðislönd. Og<br />

hvað gerir spillt einræðisstjórn við hjálparfé? Hún stingur<br />

því á sig – það er a.m.k. algengt, til þess er einræðið,<br />

og almenningur situr þá eftir með sárt ennið. Málið er<br />

samt flóknara en svo. Þróunaraðstoð stórveldanna hefur<br />

iðulega tekið mið af ýmsu öðru en fátækt, t.a.m.<br />

hernaðarsjónarmiðum. Hvað sem því líður, þá þarf sterk<br />

bein til að þola mikla þróunarhjálp, því að hún hneigist<br />

eins og miklar auðlindir frá náttúrunnar hendi til að<br />

draga úr sjálfsbjargarviðleitni.<br />

,,Olían hefur gert okkur<br />

að letingjum“<br />

Nedadi Usman, fjármálaráðherra Nígeríu, er ekki að<br />

skafa utan af því, þegar hún segir fullum fetum, að Nígeríu<br />

myndi nú vegna betur, hefði olíuauðurinn aldrei<br />

fundizt (International Herald Tribune, 8. janúar <strong>2004</strong>).<br />

,,Olían hefur gert okkur að letingjum,” segir hún, og<br />

hnykkir á boðskapnum: ,,Við höfum spillzt.” Þessi vettvangslýsing<br />

ráðherrans rímar vel við samanburðarrannsóknir<br />

hagfræðinga frá síðustu árum. Vandinn er sá, að<br />

mönnum hættir til að fara illa með annarra fé. Manna<br />

af himnum getur því reynzt vera blendin blessun. Listin<br />

er að finna færar leiðir til að hjálpa fátækum þjóðum til<br />

sjálfshjálpar.<br />

Reynslan sýnir, að hagvöxtur til langs tíma litið stendur<br />

yfirleitt í öfugu hlutfalli við þróunarhjálp, þótt ótrúlegt<br />

megi virðast. Með öðrum orðum: þau lönd, sem<br />

þiggja mikla fjárhagsaðstoð erlendis frá, búa yfirleitt við<br />

hægari vöxt en hin, sem þiggja litla eða enga fjárhagsaðstoð<br />

að utan. Á hinn bóginn stendur hagvöxtur jafnan<br />

í réttu hlutfalli við erlenda fjárfestingu. Hvers vegna?<br />

Munurinn stafar af því, að erlend fjárfesting gerir jafnan<br />

meiri kröfur til viðtakandans en þróunarhjálp. Fyrirtæki<br />

festa því aðeins fé í öðrum löndum, að þau hafi trú<br />

á því, að fjárfestingin geti borið arð, og til þess að svo<br />

geti orðið, þarf ýmsum skilyrðum að vera fullnægt, t.d.<br />

um hagstjórn og stöðugleika. Af þessum samanburði er<br />

hægt að leiða einfalda ályktun. Það er yfirleitt vænlegra<br />

til árangurs að binda þróunaraðstoð skilyrðum um gott<br />

4


Kosturinn við skilyrta aðstoð er sá,<br />

að þannig nýtist hjálparféð bezt. Í<br />

ljósi þessara sjónarmiða hefur val<br />

Þróunarsamvinnustofnunar Íslands<br />

á samstarfslöndum tekizt mjög vel.<br />

Elfar Óskarsson<br />

Nemendur í sjómannaskólanum í Walvis Bay, Namibíu<br />

hagskipulag og skynsamlega hagstjórn frekar en að<br />

reiða fram féð skilmálalaust.<br />

Og þetta er einmitt það, sem nýjar rannsóknir hagfræðinga<br />

virðast sýna: skilyrt aðstoð skilar mestum árangri.<br />

Kosturinn við skilyrta aðstoð er sá, að þannig nýtist<br />

hjálparféð bezt; þá er ekki verið að kasta á glæ fjármunum,<br />

sem hefðu getað nýtzt betur annars staðar.<br />

Gallinn er á hinn bóginn sá, að skilyrt aðstoð lendir þá<br />

stundum hjá þeim, sem þegar hafa náð sómasamlegum<br />

árangri og þurfa þá eftir því síður á hjálpinni að halda<br />

en aðrir. Hagkvæm ráðstöfun hjálparfjárins gengur því<br />

út yfir ýtrustu jafnaðarsjónarmið, en þá er að vísu átt við<br />

jöfnuð milli landa frekar en milli einstaklinga. Það er lítið<br />

réttlæti fólgið í því og lítil hagkvæmni að veita fátækum<br />

löndum aðstoð, ef vitað er, að hjálpin nær ekki til<br />

þeirra landsmanna, sem helzt þurfa á henni að halda. Þá<br />

er skárra að binda hjálpina heldur við betur stæð lönd,<br />

þar sem meiri líkur eru á, að aðstoðin lendi í réttum<br />

höndum og beri tilætlaðan árangur. Einna helzt ætti að<br />

beina aðstoðinni að löndum, sem virða lýðræði og<br />

mannréttindi og stunda markaðsbúskap.<br />

Samstarfslöndin<br />

Í ljósi þessara sjónarmiða hefur val Þróunarsamvinnustofnunar<br />

Íslands á samstarfslöndum tekizt mjög vel.<br />

Samstarfslöndin eru nú fjögur og öll í Afríku: Namibía,<br />

Malaví, Mósambík og Úganda. Þrjú þeirra eru lýðræðisríki,<br />

a.m.k. á afríska vísu, öll nema Úganda, og þau<br />

standa nú ásamt Botsvönu og Suður-Afríku í fremstu röð<br />

lýðræðisríkja í álfunni. Þessi lönd verðskulda hjálp: þau<br />

hafa unnið til hennar. Segja má, að sama máli gegni um<br />

Úgöndu, því að þar hafa miklar umbætur átt sér stað í<br />

efnahagsmálum og á öðrum sviðum í stjórnartíð<br />

Músevenís forseta, enda þótt lýðræði þar sé ennþá<br />

ábótavant. Árangur Úgöndu undangengin ár er sérstakt<br />

fagnaðarefni í ljósi þeirra hörmunga, sem einræðisherrarnir<br />

Ídí Amín og Milton Obote leiddu yfir þetta fallega<br />

land árin 1966-1985 – landið, sem var einu sinni kallað<br />

Perla Afríku.<br />

Namibía er að mörgu leyti merkilegt land. Þar hafa<br />

þjóðartekjur á mann vaxið hröðum skrefum og voru árið<br />

2001 orðnar meiri en í Brasilíu og Rússlandi, rösklega<br />

fjórum sinnum meiri en í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar<br />

að meðaltali, fimm sinnum meiri en í<br />

Úgöndu, sjö sinnum meiri en í Mósambík og þrettán<br />

sinnum meiri en í Malaví. Namibía stendur nú jafnfætis<br />

Botsvönu, sem á heimsmet í hagvexti síðan 1965. Suður-<br />

Afríka er eina Afríkulandið, þar sem tekjur á mann eru<br />

meiri en í Namibíu og Botsvönu. Hér er átt við þjóðartekjur<br />

á kaupmáttarkvarða, sem tekur mið af því, að<br />

verðlag í þróunarlöndum er yfirleitt lægra og kaupmáttur<br />

hvers dollara og hverrar evru er að því skapi meiri en<br />

í iðnríkjum. Nígería með allar sínar olíulindir er aðeins<br />

hálfdrættingur á við Afríku í heild á þennan lífskjarakvarða.<br />

Namibía hefur margt annað til síns ágætis. Landið er<br />

opið upp á gátt gagnvart umheiminum: útflutningur<br />

vöru og þjónustu nemur meira en helmingi landsframleiðslunnar<br />

á móti þriðjungi í Afríku allri og aðeins 12%<br />

í Úgöndu. Fjárfesting nemur fjórðungi af landsframleiðslu,<br />

og það er ívið hærra hlutfall en í iðnríkjunum að<br />

meðaltali og mun hærra en í Afríku, þar sem meðalhlutdeild<br />

fjárfestingar í landsframleiðslu er nú nálægt sjöttungi<br />

og hefur farið vaxandi. Og útgjöld til menntamála<br />

í Namibíu eru meiri miðað við landsframleiðslu en víðast<br />

hvar annars staðar um heiminn, eða 8% (talan er frá árinu<br />

1998). Til viðmiðunar verja Afríkulönd sunnan Sahara<br />

röskum 3% af landsframleiðslu til fræðslumála.<br />

Fiskveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur í Namibíu. Fjármálaráðherra<br />

landsins sagði mér það fyrir fáeinum árum,<br />

að honum væri mikil ánægja að því að veita tekjum<br />

ríkisins af veiðigjaldi til menntamála. Þar er að sönnu<br />

verk að vinna, því að aðeins fjögur börn af hverjum<br />

fimm sækja grunnskóla þarna suður frá og röskur þriðjungur<br />

sækir framhaldsskóla. Namibískar stúlkur eiga þó<br />

jafngreiðan aðgang að skólum og piltar, og það er harla<br />

óvenjulegt í Afríku, því að þar hefur víðast hvar hallað á<br />

stúlkurnar í menntamálum. Namibía leggur því lofsverða<br />

rækt við allt þrennt: erlend viðskipti, fjárfestingu<br />

og menntun, og þá þarf engum að koma það á óvart,<br />

hversu vel landinu hefur vegnað í efnahagslegu tilliti,<br />

einkum síðan 1990, en þá varð landið sjálfstætt. Árangur<br />

Namibíu og einnig Botsvönu er til marks um það, að<br />

Afríkulöndum getur vegnað vel og þau geta vaxið hratt,<br />

sé vel á málum haldið.<br />

Hin samstarfslöndin þrjú eru skemmra á veg komin al-<br />

5


Namibískar stúlkur eiga þó jafngreiðan<br />

aðgang að skólum og piltar,<br />

og það er harla óvenjulegt í Afríku,<br />

því að þar hefur víðast hvar hallað á<br />

stúlkurnar í menntamálum.<br />

Reynir Þórarinsson<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

mennt og yfirleitt og þá einnig í menntamálum. Í Malaví<br />

og Úgöndu komast að vísu öll börn í grunnskóla skv.<br />

upplýsingum frá Alþjóðabankanum, en ekki nema röskur<br />

helmingur í Mósambík. Í Malaví sækir fjórði hver unglingur<br />

framhaldskóla, en aðeins tíundi hver í Mósambík.<br />

Af þessum tölum má ráða, hversu mikið þessi lönd eiga<br />

enn ógert í menntamálum. Reynslan sýnir, að menntun<br />

borgar sig. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess, að<br />

menntun skili yfirleitt álitlegum arði, jafnvel enn meiri<br />

arði en önnur fjárfesting. Hvert viðbótarár í skóla er<br />

talið auka laun manna um 6% að jafnaði (þetta er þó<br />

svolítið breytilegt eftir skólum o.þ.h.). Þar eð laun nema<br />

yfirleitt um tveim þriðju hlutum landsframleiðslunnar,<br />

getum við ályktað, að hvert viðbótarár mannaflans á<br />

skólabekk auki landsframleiðsluna um 4% eða þar um<br />

bil. Af þessum tölum má ráða, hversu miklu það skiptir<br />

að auka menntun mannaflans, einkum í þeim löndum,<br />

þar sem menntun er enn þá verulega ábótavant – og<br />

það er reglan víðast hvar. Rannsóknir á afrakstri menntunar<br />

í Bandaríkjunum sýna, að starfsmenn með háskólapróf<br />

hafa að jafnaði tvisvar sinnum hærri laun en þeir,<br />

sem luku framhaldsskóla og fóru ekki í háskóla. Launamunurinn<br />

– þ.e. afrakstur menntunar – hefur aukizt síðustu<br />

ár með aukinni tækni og auknum heimsviðskiptum,<br />

sem hafa ýtt undir innflutning á vinnufrekum varningi<br />

frá láglaunalöndum og með því móti þrýst launum<br />

verkafólks heima fyrir niður á við.<br />

Það er einnig fróðlegt að skoða þróunaraðstoðina,<br />

sem samstarfslöndin fjögur þiggja erlendis frá. Hún er<br />

langminnst í Namibíu, eða rösk 3% af landsframleiðslu<br />

(talan er frá árinu 2001). Til samanburðar þiggur Afríka<br />

öll þróunarhjálp, sem nemur tæpum 5% af landsframleiðslu<br />

að jafnaði, og Botsvana innan við 1%. Þróunaraðstoð<br />

Úgöndu nemur hins vegar 14% af landsframleiðslu,<br />

Malavís 23% og Mósambíks 28%. Þetta eru<br />

firnaháar tölur, enda eru Malaví og Mósambík í hópi<br />

þeirra tíu landa, sem þiggja mesta þróunarhjálp. Þessi<br />

lönd þurfa að vara sig – eins og Nígería.<br />

Og nú er svolítið freistandi að leggja létta gátu fyrir<br />

lesandann: hvar skyldi spilling vera mest í þessum hópi?<br />

– eins og hún er metin á mælikvarða Transparency<br />

International, sem hefur birt spillingarvísitölur fyrir<br />

mörg lönd nokkur undangengin ár. Svarið er – þú<br />

gizkaðir rétt! – Nígería. Olíugnægðin hefur skilað Nígeríu<br />

niður í neðsta sætið á spillingarlista Afríku (og<br />

næstneðsta sætið í heiminum öllum, hársbreidd fyrir ofan<br />

Bangladess). Botsvana er í efsta sætinu, minnst spilling<br />

þar, og Namibía er í næstefsta sæti, ekki slæmt.<br />

Malaví, Mósambík og Úganda eru þarna mitt á milli. Tilviljun?<br />

Varla.<br />

Sérstaða menntamálanna<br />

Hvað þarf til að lyfta þessum löndum? – og létta fátæktinni<br />

af fólkinu, sem byggir þau. Það er ekki langt síðan<br />

það var viðtekin skoðun meðal þróunarhagfræðinga, að<br />

fjárfesting í framleiðslutækjum – bara nógu mikil fjárfesting!<br />

– væri lykillinn að auknum hagvexti í fátækralöndum<br />

þriðja heimsins. Og væri nægum innlendum<br />

sparnaði ekki til að dreifa, og það var og er reglan í Afríku,<br />

þá þyrfti bara að útvega ódýr lán og styrki erlendis<br />

frá til að standa straum af fjárfestingunni.<br />

Þessi skoðun reyndist þó ekki alls kostar rétt, þegar til<br />

6


Gunnar Salvarsson<br />

brigðs markaðsbúskapar. Hér skilur á milli fjárfestingar í<br />

framleiðslutækjum og fjárfestingar í mannauði, þ.e.<br />

menntunar – og þennan greinarmun hefur mönnum<br />

stundum láðst að gera í þróunarsamvinnu. Munurinn á<br />

þessu tvennu er sá, að menntun fer næstum aldrei forgörðum:<br />

hún verður næstum aldrei aftur tekin. Þess<br />

vegna er bein þróunaraðstoð við menntun mannaflans í<br />

fátækum löndum ólíklegri til að mistakast en fjárhagsaðstoð<br />

til fjárfestingar í vélum og tækjum. Þetta er samt<br />

ekki alveg einhlítt. Reynsla kommúnistalandanna fyrrverandi<br />

í Austur-Evrópu er víti til varnaðar, því að þar var<br />

miklum fjármunum varið til þess að útvega fólki menntun,<br />

sem var sérhönnuð handa miðstjórnarveldinu og<br />

reyndist því lítils virði í markaðshagkerfinu, sem leysti<br />

áætlunarbúskapinn af hólmi eftir 1990. En þessu þurfa<br />

fátækralöndin í Afríku ekki að kvíða, því að þar er brýnast<br />

að kenna öllum lestur, skrift og reikning og ensku og<br />

frönsku og Word og Excel – og undirstöðugóð þjálfun í<br />

öllu því getur ekki misst marks. Það ætti því að koma<br />

sterklega til álita að beina þróunaraðstoð, eða a.m.k.<br />

einhverjum umtalsverðum hluta hennar, inn á þessar<br />

brautir. Því að menntun er næstum örugglega ein mikilvægasta<br />

og áreiðanlegasta uppspretta hagvaxtar um<br />

heiminn til langs tíma litið.<br />

Reynslan sýnir, að hagvöxtur til<br />

langs tíma litið stendur yfirleitt í<br />

öfugu hlutfalli við þróunarhjálp,<br />

þótt ótrúlegt megi virðast.<br />

Bein þróunaraðstoð við menntun<br />

mannaflans í fátækum löndum er<br />

ólíklegri til að mistakast en fjárhagsaðstoð<br />

til fjárfestingar í vélum<br />

og tækjum.<br />

kastanna kom, af tveim höfuðástæðum. Önnur ástæðan<br />

er sú, að það er brýnt að greina á milli magns og gæða<br />

fjárfestingar. Mikil fjárfesting er lítils virði, ef hún ber lítinn<br />

arð. Og einmitt það varð raunin víða um þróunarlönd,<br />

ekki sízt í Afríku, þar sem áætlunarbúskapur var<br />

víða tekinn upp að sovézkri fyrirmynd, eftir að þessi<br />

lönd tóku sér sjálfstæði eitt af öðru í kringum 1960, og<br />

markaðsbúskaparsjónarmið voru eftir því látin sigla lönd<br />

og leið. Þetta reyndist dýrkeypt, því að mikill hluti þeirrar<br />

fjárfestingar, sem Afríkulöndin réðust í, bar ekki nægan<br />

arð og skilaði því ekki tilætluðum hagvexti, auk þess<br />

sem fjárfestingin var heldur rýr á heimsvísu. Hin ástæðan<br />

er sú, að miðstýringin og markaðsfirringin í mörgum<br />

Afríkulöndum héldust í hendur við einræði eða a.m.k.<br />

fáræði á stjórnmálavettvangi og stóðu nauðsynlegu<br />

gæðaeftirliti með því móti fyrir þrifum og þá um leið<br />

vexti og viðgangi efnahagslífsins. Höfuðgalli einræðis er<br />

sá, að almenningur er þá sviptur réttinum til þess að losa<br />

sig við lélega valdsmenn og þá um leið réttinum til að<br />

búa í haginn fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning<br />

um hagskipulag, þ.e. markaðsbúskap frekar en miðstjórn,<br />

heldur einnig um hagstjórn frá ári til árs, þ.e.<br />

jafnvægi og stöðugleika frekar en upplausn og verðbólgu,<br />

sem hefur loðað við mörg Afríkulönd fram á síðustu<br />

ár, enda þótt verðbólga – og lýðræði – hafi færzt í<br />

vöxt í álfunni undangengin ár.<br />

Hverfulleiki fjárfestingar er nátengdur óvissum afrakstri<br />

þróunaraðstoðar að svo miklu leyti sem aðstoðinni<br />

hefur verið varið til fjárfestingar án fulls tillits til<br />

þeirra arðsemissjónarmiða, sem eru aðalsmerki heil-<br />

Höfundur er rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands<br />

og hefur stundað kennslu, rannsóknir og ráðgjöf í þróunarlöndum<br />

um allan heim.<br />

7


Drífa Kristjánsdóttir<br />

Drífa Kristjánsdóttir<br />

HVERS VEGNA<br />

FULLORÐINSFRÆÐSLA?<br />

Í Afríku er viðvarandi ólæsi í kringum 30%, í sumum<br />

löndum meira, í öðrum minna. Í flestum löndum álfunnar<br />

er ólæsi kvenna meira en ólæsi karla. Það eru einstaka<br />

undantekningar frá þessari reglu, eins og t.d. í<br />

Botsvana þar sem ólæsi karla mældist 25% en kvenna<br />

einungis 20% árið 2002. Ólæsi er líka yfirleitt útbreiddara<br />

í dreifbýli en þéttbýli.<br />

Allt frá því að ríki Afríku hlutu sjálfstæði hafa stjórnvöld<br />

reynt að auka menntun almennings með fullorðinsfræðslu<br />

þar sem verið er að kenna fólki að lesa, skrifa og<br />

reikna. Þessi viðleitni hefur oft leitt til herferða sem hafa<br />

risið hátt og dalað á milli, enda stjórnvöld oft háð utanaðkomandi<br />

fjármagni til að viðhalda fræðslunni. Það fer<br />

því frekar eftir áherslum í þróunarsamvinnu á hverjum<br />

tíma hversu mikla athygli fullorðinsfræðslan hefur fengið<br />

en því hversu mikil þörf hefur verið fyrir hana í einstökum<br />

löndum. Nú virðist sem alþjóðastofnanir séu að<br />

leggja aukna áherslu á almenna menntun til að auka<br />

velferð íbúanna í suðrinu og talað er um fullorðinsfræðsluna<br />

sem mikilvægan þátt í því að auka lífsgæði<br />

og draga úr fátækt.<br />

Veruleiki ólæsra<br />

Það eru almenn sannindi að þeir einstaklingar, sem ekki<br />

eru læsir og skrifandi, lifa í jaðri samfélagsins. Þeir geta<br />

ekki nýtt sér tækifærin sem í boði eru til þess að bæta<br />

lífskjör sín og hag, hvort sem um er að ræða aðgang að<br />

heilsugæslu eða t.d. upplýsingar um framþróun í landbúnaði.<br />

Þá eru það líka sannindi að þeir sem ekki hafa<br />

haft aðgang að grunnmenntun þekkja ekki gildi hennar<br />

fyrir daglegt líf og senda börnin sín síður í skóla. Það er<br />

talað um að ólæsi og menntunarskortur mæðra vegi<br />

sérstaklega þungt í þessu samhengi. Einstaklingar, sem<br />

eru ólæsir, eru síður efnahagslega virkir þátttakendur í<br />

samfélaginu, þeir eiga erfitt með að taka þátt í peningamarkaði,<br />

þeir ferðast síður út fyrir sitt heimahérað, eru<br />

útilokaðir frá þátttöku í stjórnmálum og eiga á allan<br />

hátt erfitt með að upplifa sig sem fullgilda samfélagsþegna<br />

í nútímasamfélagi. Kannanir sýna að það er bein<br />

fylgni milli menntunarskorts og fátæktar og því er hægt<br />

að álykta sem svo að vinna við fullorðinsfræðslu er vinna<br />

með þeim sem eru verst settir í samfélaginu.<br />

Almenn uppbygging fullorðinsfræðslunnar<br />

Í löndum sunnanverðrar Afríku eru yfirleitt kenndir<br />

grunnþættir menntunar í fullorðinsfræðslunámskeiðum,<br />

þ.e. lestur, skrift og stærðfræði. Kennsluefnið er gjarnan<br />

byggt upp á hagnýtan hátt þannig að þátttakendur sjái<br />

sér beinan hag af því að koma á námskeiðin vegna þess<br />

að þar geti þeir fengið fræðslu sem þeir geti nýtt sér í<br />

lífsbaráttunni. Reynslan hefur sýnt að með því að tengja<br />

kennsluna við daglegan veruleika þátttakenda næst<br />

betri árangur og brottfall nemenda verður minna.<br />

Námsefnið samanstendur gjarnan af þeim þáttum sem<br />

stjórnvöld telja vænlega til að bæta lífskjör þeirra fátækustu.<br />

Í því eru gjarnan ráð varðandi næringu og umönnun<br />

ungbarna og sjúkra, mikilvægi bólusetninga, almennt<br />

hreinlæti, ráð um hvernig hægt sé að auka landbúnaðarframleiðslu,<br />

um samskipti kynjanna, upplýsingar<br />

um réttindi og skyldur þegnanna, samskipti við yfirvöld,<br />

8


Ríki Afríku hafa reynt að auka menntun<br />

almennings með fullorðinsfræðslu.<br />

Þeir sem ekki hafa haft aðgang að<br />

grunnmenntun þekkja ekki gildi hennar<br />

fyrir daglegt líf. Með því að tengja<br />

kennsluna við daglegan veruleika þátttakenda<br />

næst betri árangur.<br />

Frá útskrift kennara af námskeiði í smáfyrirtækjarekstri í Úganda.<br />

Drífa Kristjánsdóttir<br />

hvernig á að kjósa, afleiðingar drykkjuskapar og eiturlyfjaneyslu<br />

svo að eitthvað sé nefnt. Oft geta þátttakendur<br />

á námskeiðunum ákveðið það í samvinnu við leiðbeinendur<br />

hvað þeir vilja fá fræðslu um fyrir utan hina<br />

hefðbundnu kennslu og eru þá gjarnan kallaðir til ráðunautar<br />

(extension workers) til þess að veita þá fræðslu.<br />

Oft koma þátttakendur á námskeiðin með þá von að<br />

þeir geti bætt fjárhaginn. Í mörgum fullorðinsfræðslunámskeiðum<br />

er því ofið inn fræðslu um hvernig hópurinn<br />

getur bætt efnahagslega afkomu sína með því að<br />

hrinda af stað einhverjum frumkvöðlaverkefnum og<br />

smáfyrirtækjum, eða taka þátt í einhvers konar örlánastarfsemi<br />

(micro credit schemes). Stundum verður þessi<br />

þáttur námskeiðsins megininntak fræðslunnar.<br />

Veitendur og þiggjendur<br />

fullorðinsfræðslu<br />

Fullorðinsfræðslan er ágætt dæmi um svið þar sem<br />

stjórnvöld, frjáls félagasamtök, kirkjudeildir, kvennasamtök<br />

og önnur slík samtök geta unnið að sameiginlegu<br />

markmiði, en farið sínar eigin leiðir að einhverju<br />

leyti. Úganda er ágætt dæmi um hvernig allir þessir aðilar<br />

vinna saman að því að minnka ólæsi í landinu.<br />

Stjórnvöld hafa í samvinnu við frjáls félagasamtök og<br />

aðra þá, sem að kennslunni koma, unnið aðgerðaráætlun<br />

til fimm ára um útbreiðslu kennslunnar í samræmi<br />

við markmið Menntunar- og menningarmálastofnunar<br />

Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um ,,menntun fyrir<br />

alla“, og hefur deild í félagsmálaráðuneytinu yfirumsjón<br />

með fullorðinsfræðslunni í landinu. Hlutverk stjórnvalda<br />

er fyrst og fremst að hafa yfirumsjón með verkefninu,<br />

að þróa og sjá til þess að kennsluefni sé til og að lágmarksgæði<br />

kennslunnar séu tryggð. Ráðuneytið vinnur<br />

að því að koma upp gagnagrunni til að halda utan um<br />

framgang fullorðinsfræðslunnar í landinu og útbýr líka<br />

stöðluð próf fyrir þá nemendur sem vilja spreyta sig á<br />

því að fara á milli þrepa, þ.e. frá grunnlestrarkennslunni<br />

yfir í nokkurs konar framhaldsbekk.<br />

Stjórnvöld reka líka stærsta fullorðinsfræðsluverkefnið<br />

í Úganda og nær það til allra 56 héraða landsins, þótt í<br />

mismiklum mæli sé. Margvíslegir aðilar koma líka að fullorðinsfræðslunni<br />

og bjóða gjarnan upp á ýmsa valkosti<br />

fyrir utan hina hefðbundnu lestrar- og skriftarkennslu<br />

stjórnvalda. Valkostirnir geta t.d. verið sérhannað námsefni,<br />

sem sniðið er að þörfum nemenda í samvinnu við<br />

stjórnvöld, eða rekstur samvinnufyrirtækja í tengslum<br />

við kennsluna. Þetta samstarf hefur tekist ágætlega og<br />

er óhætt að segja að undir þessari regnhlíf fari fram<br />

gróskumikið starf á sviði fullorðinsfræðslu í landinu.<br />

Hvað þarf til að reka góð<br />

fullorðinsfræðsluverkefni?<br />

Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar kannanir<br />

á fullorðinsfræðsluverkefnum með það að markmiði<br />

að draga saman þá reynslu, sem safnast hefur saman<br />

í gegnum árin, af því hvernig á að reka verkefni sem<br />

skila árangri. Ein úttekt, sem gjarnan er vitnað í, er úttekt<br />

á fullorðinsfræðslunni í Úganda sem Alþjóðabankinn<br />

kostaði árið 1999.<br />

Í þessari úttekt var reynt að meta hvort ein aðferð<br />

væri annarri betri við að veita fullorðnum grunnfræðslu<br />

jafnframt því að leggja mat á þá þætti aðra sem skipta<br />

máli við framkvæmd verkefnanna. Höfundar skýrslunnar<br />

komust að þeirri niðurstöðu að aðferðin sjálf skipti<br />

minna máli en hvernig haldið væri á spöðunum við<br />

framkvæmdina.<br />

Í ljós kom að þau verkefni, sem skiluðu bestum árangri,<br />

höfðu vel skilgreind markmið og markhóp, nægilegt<br />

framboð var á kennsluefni og leiðbeinendur höfðu<br />

hlotið nægilega þjálfun og stuðning og fengu einhverja<br />

umbun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Þessi verkefni<br />

eru yfirleitt rekin af frjálsum félagasamtökum, höfðu<br />

litla útbreiðslu og voru kannski rekin í einni eða tveimur<br />

sýslum eða héruðum. Verkefni stjórnvalda eru útbreiddari<br />

og staðlaðri og þar vantar nokkuð upp á að<br />

reglulegt eftirlit sé haft með framgangi kennslunnar og<br />

stuðningur við leiðbeinendur var lítill sem enginn eftir<br />

að grunnþjálfun hefur farið fram. Þrátt fyrir lélegri<br />

kennslu og mun meira brottfall útskrifast mun fleiri<br />

nemendur á námskeiðum stjórnvalda en hjá öllum hinum<br />

aðilunum til samans og hlýtur því að vera akkur í því<br />

að reyna að auka gæði þeirra fullorðinsfræðslunámskeiða<br />

sem stjórnvöld skipuleggja.<br />

Í könnuninni var einnig reynt að meta kostnað við<br />

fullorðinsfræðsluna. Þar kom í ljós að grunnnámið kostar<br />

á bilinu 4 til 12 Bandaríkjadollara á hvern nemanda.<br />

Ódýrustu verkefnin voru á vegum stjórnvalda en þau<br />

dýrari á vegum frjálsra félagasamtaka og munaði þá<br />

mest um hversu miklu var eytt í þjálfun leiðbeinenda og<br />

umbun til þeirra fyrir störf sín.<br />

9


Fullorðinsfræðslan er ágætt dæmi um<br />

svið þar sem stjórnvöld og frjáls félagasamtök<br />

geta unnið að sameiginlegu<br />

markmiði. Könnun leiddi í ljós að<br />

grunnnámið kostar á bilinu 4 til 12<br />

Bandaríkjadollara á hvern nemanda.<br />

Drífa Kristjánsdóttir<br />

Fiskiþorp við Viktoríuvatn í Úganda.<br />

Í öðrum könnunum hefur verið reynt að draga saman<br />

þá þætti eða samnefnara sem nauðsynlegt er að séu til<br />

staðar til þess að fullorðinsfræðsluverkefni gangi vel,<br />

óháð því um hvernig verkefni er að ræða eða hver framkvæmir<br />

þau. Í einni slíkri könnun eru borin saman 27<br />

ólík fullorðinsfræðsluverkefni sem rekin eru víðs vegar<br />

um heiminn. Niðurstaða þeirrar könnunar er að huga<br />

beri að eftirfarandi þáttum við undirbúning og framkvæmd<br />

fullorðinsfræðsluverkefna:<br />

1. Þörfin á fullorðinsfræðslunni verður að vera fyrir<br />

hendi. Þess vegna er mikilvægt að sníða verkefnin að<br />

aðstæðum á hverjum stað þannig að þau höfði til<br />

íbúanna. Þetta er sérstaklega mikilvægt í fjölmenningarsamfélögum<br />

Afríku þar sem íbúarnir tala ekki<br />

einungis ólík tungumál heldur hafa ólíka menningu<br />

og siði og lífsviðurværi er breytilegt. Það er ekki<br />

hægt að bjóða hirðingjasamfélögum Austur-Úganda<br />

upp á kennsluefni sem miðast við landbúnaðarsamfélögin<br />

í suðvesturhluta landsins. Fiskimannasamfélögin<br />

við Viktoríuvatn og Kyoga eru annað dæmi um<br />

samfélög sem þarf að taka sérstakt tillit til.<br />

2. Nauðsynlegt er að virkja stjórnvöld á staðnum til þess<br />

að taka þátt í fullorðinsfræðsluverkefnunum. Það er<br />

mikilvægt að stjórnmálamenn héraðsins og háttsettir<br />

embættismenn þekki til verkefnisins og geri sér<br />

grein fyrir því hvernig það geti breytt lífi íbúanna til<br />

hins betra. Samráðsfundir og almenn umræða um<br />

mikilvægi menntunar ættu því að vera hluti af undirbúningi<br />

fullorðinsfræðsluverkefna og viðvarandi<br />

þáttur í framkvæmd þeirra.<br />

3. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að kennslan<br />

tekur langan tíma áður er árangur verður sýnilegur.<br />

Gert er ráð fyrir því að það taki meðalnemanda<br />

a.m.k. 12 mánuði að ná tökum á grunnþáttum lesturs,<br />

skriftar og stærðfræði. Það ætti því að miða<br />

verkefnin til lengri tíma.<br />

4. Næg kennslugögn þurfa að vera til staðar og kennarar<br />

þjálfaðir þegar námskeiðin hefjast. Brottfall úr<br />

bekkjunum er alltaf þó nokkuð en það eykst ef verkefnin<br />

eru ekki nægilega vel undirbúin að þessu leyti.<br />

Reynslan hefur sýnt að það tekur langan tíma að<br />

endurvekja námskeið sem hefur farið úrskeiðis<br />

vegna þess að undirbúningur var ekki nægur.<br />

5. Einstaklingar, sem nýbúnir eru að læra að lesa og<br />

skrifa, vilja getað notað þessa kunnáttu sína í daglegu<br />

lífi. Þess vegna er mikilvægt að hugsa fyrir einhvers<br />

konar framhaldsnámi eða þjálfun sem tekur<br />

við þegar nemendurnir útskrifast úr lestrarkennslunni.<br />

Slík þjálfun þarf ekki endilega að vera formlegt<br />

nám, heldur getur líka verið nægjanlegt að hafa tiltækt<br />

einfalt lesefni.<br />

6. Mikilvægt að að tengja fullorðinsfræðsluna við baráttu<br />

fólks fyrir brauðinu. Fólk þarf að hafa á tilfinningunni<br />

að með því að læra að lesa geti það haft<br />

áhrif á líf sitt til hins betra. Það er mælt með því að<br />

bjóða upp á verkþjálfun með fram náminu eða þátttöku<br />

í einhvers konar fyrirtækjarekstri, til þess að<br />

fólk sjái tilgang með lestrarnáminu<br />

Litið er á framangreinda þætti sem einhvers konar<br />

samnefnara um góða starfshætti í fullorðinsfræðslu.<br />

Þótt sumum kunni að finnast þessir þættir sjálfsagðir fer<br />

því fjarri að þeir séu kjarninn í öllum fullorðinsfræðsluverkefnum.<br />

ÞSSÍ og fullorðinsfræðsla<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur nú um<br />

nokkurt skeið starfað að verkefnum, tengdum fullorðinsfræðslu.<br />

Þessi verkefni eru um margt ólík, sum eru<br />

rekin í dreifbýli og önnur á þéttbýlisstöðum, allt eftir<br />

þörfinni og aðstæðum á hverjum stað. Markmið fræðslunnar<br />

er þó alls staðar það sama, að auka útbreiðslu<br />

læsis meðal fólks og bæta lífskjör þeirra með markvissri<br />

fræðslu um málefni sem á þeim brenna. Þótt nálgunin<br />

geti verið ólík vinna ráðgjafar ÞSSÍ að þessum markmiðum<br />

með framangreinda þætti í huga.<br />

Þótt ekki sé nema nokkurra ára reynsla af verkefnunum<br />

er ljóst að ÞSSÍ á vissulega erindi inn á þetta svið.<br />

Fullorðinsfræðsluverkefni eru sveigjanleg og hægt að<br />

sníða þau að þörfinni á hverjum stað, þau eru tiltölulega<br />

ódýr í framkvæmd og falla vel að þeim markmiðum<br />

stofnunarinnar að styðja við þá sem verst eru settir í<br />

samfélaginu.<br />

Höfundur er verkefnisstjóri félagslegra verkefna ÞSSÍ í Úganda.<br />

10


Þórdís Sigurðardóttir<br />

Jóhann Pálsson<br />

Spennt börn bera ný húsgögn inn í Msakaskóla í janúar <strong>2004</strong>.<br />

ÚR SKUGGA TRJÁNNA<br />

– UNDIR ÞAK<br />

Á síðasta ári varð sérkennilegt slys í Malaví. Stórt og<br />

mikið tré brotnaði og lenti á barnahópi og nokkur barnanna<br />

létust. Þau voru í kennslustund í skólanum sínum.<br />

Hvernig má það vera? Jú, kennslustofan þeirra var undir<br />

berum himni í skugga þessa volduga trés. Þannig eru<br />

skilyrði fjölmargra barna í Malaví og fleiri löndum í Afríku.<br />

Það eru engar skólastofur til handa þeim og heldur<br />

engin námsgögn. Börnin sitja flötum beinum á jörðinni,<br />

í besta falli með eina máða stílabók og blýantsstubb í<br />

höndunum. Kennarinn, sem oftast er lítið menntaður<br />

sjálfur, reynir sitt besta til að ná athygli hópsins sem<br />

getur verið ansi fjölmennur því að oft eru á bilinu 50 til<br />

200 börn í bekk. Hann þylur upp lærdóminn og börnin<br />

hafa eftir honum í kór, sum geislandi af námsáhuga,<br />

önnur hálf utangátta og ekki alveg með á nótunum.<br />

Þrátt fyrir þessar hörmulegu aðstæður til náms reyna<br />

flestir foreldrar að senda börnin sín í grunnskóla, a.m.k.<br />

í fáein ár. Það er nú þannig með foreldra í Malaví eins<br />

og annars staðar að þeir trúa því að menntun sé lykillinn<br />

að betra lífi. Vissulega heltast mörg börn úr lestinni eftir<br />

því sem á líður en sum þeirra komast alla leið upp í áttunda<br />

bekk og ef þau eru bæði dugleg og heppin, þaðan<br />

áfram í framhaldsskóla.<br />

Það hafa sjálfsagt ekki margir þessara foreldra frétt<br />

neitt af því að nú er áratugur læsis hjá Sameinuðu þjóðunum<br />

eða að grunnmenntun hefur verið skilgreind sem<br />

mannréttindi. Heldur hafa þeir varla vitneskju um að alþjóðasamfélagið<br />

hefur sett sér það þúsaldarmarkmið að<br />

árið 2015 hafi öll börn í heiminum möguleika á að ljúka<br />

grunnskólaprófi. En þeir finna fyrir því og gleðjast þegar<br />

skóli rís í þorpinu þeirra og gera sitt besta til að taka<br />

þátt í því ævintýri, oft með því að leggja af mörkum<br />

ómælda vinnu við að búa til múrsteina, bera vatn að<br />

byggingunum og laga veginn svo að verktakarnir komist<br />

leiðar sinnar með vélar sínar og tæki.<br />

Stuðningur ÞSSÍ við skólabyggingar<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur starfað í<br />

Malaví í hartnær 15 ár. Framan af beindist starfið einkum<br />

að stuðningi við fiskimálageirann í landinu. Það var<br />

eiginlega fyrir tilviljun að stofnunin ljáði því eyra árið<br />

1995 fyrir orð hugsjónafólks á staðnum að taka þátt í að<br />

fjármagna byggingu fjögurra skólastofa í Namaziziskóla<br />

í þorpinu Chirombo á Apaflóasvæðinu við Malavívatn.<br />

Þegar fyrstu skólabyggingarnar voru risnar lét ÞSSÍ<br />

líka grafa tvær brunndælur, eina fyrir skólann og aðra<br />

fyrir þorpið, til að tryggja íbúunum aðgang að hreinu<br />

vatni. Árið 1999 barst meiri aðstoð frá ÞSSÍ til skólans, en<br />

11


þá var hafist handa við að byggja fjórar skólastofur til<br />

viðbótar, stjórnunarálmu, kamra og þrjú kennarahús.<br />

Þessar byggingar voru afhentar seint á árinu 2000. Enn<br />

fremur stóð stofnunin straum af kostnaði við námskeið<br />

um skipulag og rekstur skóla með þátttöku skólastjórnenda,<br />

kennara, foreldra og þorpsleiðtoga í þorpinu<br />

Chirombo.<br />

Skömmu síðar hófst vinaskólasamstarf Namazizi-skólans<br />

og Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, samstarf sem<br />

nemendur og kennarar beggja skóla hafa notið<br />

ómældrar ánægju af og sem efalaust hefur víkkað sjóndeildarhring<br />

bæði barnanna í suðri og norðri. Kennarahópurinn<br />

í Namazizi-skóla, með skólastjórann í fararbroddi,<br />

reyndist sterkur þegar stuðningur barst og skólinn<br />

hefur fengið orð á sig fyrir að vera sérlega góður<br />

sem aftur hefur haft í för með sér fjölgun nemenda, en<br />

þeir eru nú að nálgast 900. Skólinn er því enn og aftur<br />

að sprengja utan af sér byggingarnar og hefur því verið<br />

ákveðið að ÞSSÍ fjármagni framkvæmdir við að bæta við<br />

þremur skólastofum, bókasafni, geymslu og einu kennarahúsi<br />

til viðbótar við skólann á árinu <strong>2004</strong>.<br />

ÞSSÍ tók að sér að standa straum af kostnaði við byggingu<br />

annars skóla á árinu 2003 í fiskiþorpinu Msaka á<br />

Apaflóasvæðinu. Skólinn, sem ætlaður er 1200-1500<br />

ókeypis og hafa skólagjöld verið að hækka verulega að<br />

undanförnu sem gerir fjölmörgum nemendum erfitt að<br />

fara í frekara nám.<br />

Framhaldsskólanemendum á Apaflóasvæðinu hefur<br />

þó borist góður liðsauki frá Íslandi. Íslensk félagasamtök<br />

og einstaklingar hafa um nokkurra ára bil stutt við<br />

menntun ungmenna á svæðinu með því að leggja fram<br />

skólastyrki til nemenda sem komast inn í framhaldsskóla<br />

en hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að stunda þar<br />

nám. Meðal þessara aðila eru Soroptimistaklúbbur<br />

Reykjavíkur og Lionsklúbbur Njarðvíkur sem hvor um sig<br />

styrkir 20 stúlkur í Lisumbwi-framhaldsskólanum í<br />

Apaflóabænum. Styrkir þessir eru gríðarlega mikilvægir<br />

því að nær ókleift er fyrir efnalítið fólk að senda börn<br />

sín í skóla án slíks stuðnings. Stúlkur verða sérstaklega<br />

fyrir barðinu á örbirgðinni því að bræður þeirra eru<br />

frekar sendir í skóla þegar velja þarf á milli barnanna.<br />

Menntun fyrir alla<br />

Fátæktin í Afríku á sér margar og flóknar ástæður. Hagkerfi<br />

margra Afríkuríkja eru stöðnuð og haltra á eftir<br />

öðrum ríkjum heimsins. Hinn gríðarlegi efnahagslegi og<br />

félagslegi ójöfnuður innan landanna er önnur mikilvæg<br />

ástæða þess hve illa gengur að draga úr fátækt í álfunni.<br />

Flestir eru sammála um að bættur aðgangur að skólum<br />

Vinaskólasamstarf Namaziziskóla<br />

og Mýrarhúsaskóla hefur<br />

víkkað sjóndeildarhring bæði<br />

barnanna í suðri og norðri.<br />

Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur<br />

og Lionsklúbbur Njarðvíkur<br />

styrkir hvor um sig 20 stúlkur<br />

til framhaldsmenntunar.<br />

börnum, er byggður í tveimur áföngum með tíu skólastofum,<br />

fimm kennarahúsum, kömrum og stjórnunarálmu,<br />

auk viðgerða á þremur kennarahúsum og tveimur<br />

skólastofum sem voru fyrir á staðnum. Fyrri áfanga er nú<br />

lokið og starfsemi hafin í húsunum. Ráðgert er að seinni<br />

áfanga ljúki seint á þessu ári. Góð gjöf barst frá félagsmálaráðuneyti<br />

Íslands í ársbyrjun <strong>2004</strong>, sem gerir kleift<br />

að koma fyrir boltavelli á lóð skólans, og Lágafellsskóli í<br />

Mosfellsbæ hefur safnað fjármunum sem fyrirhugað er<br />

að nota til að kaupa bolta o.fl. fyrir nemendur. Þá hafa<br />

kennarar frá Kennaraháskóla Íslands komið og haldið<br />

stutt námskeið fyrir kennara beggja skólanna í sjálfboðavinnu.<br />

Það eru því margvísleg og jákvæð tengsl<br />

sem skapast hafa milli íslenskra og malavískra skóla á<br />

undanförnum árum. Ráðgert er að halda áfram með<br />

verkefnið og ráðast í byggingu skóla í einu til tveimur<br />

þorpum til viðbótar á næsta ári.<br />

Skólastyrkir til framhaldsskólanema<br />

Breytingar urðu í menntakerfi Malavís fyrir áratug en þá<br />

var ákveðið að öll börn ættu rétt á ókeypis grunnmenntun.<br />

Breytingin fól í sér að nemendafjöldinn tvöfaldaðist<br />

á skömmum tíma þrátt fyrir að grunnskólarnir væru í<br />

reynd mjög illa í stakk búnir til að taka við nemendunum.<br />

Hins vegar fer aðeins lítill hluti nemenda í framhaldsskóla<br />

og enn færri í háskóla. Þau skólastig eru ekki<br />

Skólabörn í Namazizi-skóla<br />

og aukin gæði menntunar séu afgerandi fyrir réttlátari<br />

og sjálfbærari þróun í álfunni. Menntun er þannig bæði<br />

forsenda og hreyfiafl hinna fátæku til að lyfta sér upp úr<br />

örbirgðinni, en hún er jafnframt vopn almennings hvar<br />

sem er í heiminum til að berjast fyrir og standa vörð um<br />

lýðræðislegar, félagslegar og efnahagslegar framfarir.<br />

Þúsaldarmarkmiðið „menntun fyrir alla“ á því ekki að<br />

vera orðin tóm heldur lifandi markmið sem unnið er<br />

markvisst að. Framlag ÞSSÍ og annarra íslenskra aðila til<br />

Malavís er vissulega lóð á þær vogarskálar.<br />

Höfundur er umdæmistjóri ÞSSÍ í Malaví.<br />

Guðný H. Gunnarsdóttir<br />

12


Hulda Biering<br />

KONUR OG MENNTUN<br />

Í MÓSAMBÍK:<br />

Skyggnst inn í líf tveggja kvenna í Mósambík<br />

Hér á eftir fara viðtöl við tvær merkar konur í Mapútóborg,<br />

þær Leontinu Sarmento dos Muchangos, deildarstýru<br />

í kvenna- og félagsmálaráðuneyti Mósambíks, og<br />

Orlöndu Paulinu Pindadele, framkvæmdastýru Samtaka<br />

ekkna og einstæðra mæðra í hverfi nr. 5 í Mapútóborg.<br />

Það var árið 2000 að ákveðið var innan félagsmálaráðuneytisins<br />

í Mósambík að stofna nýja deild til að<br />

sinna sérstaklega málefnum kvenna og fjölskyldna<br />

þeirra og var nafni ráðuneytisins jafnframt breytt í<br />

kvenna- og félagsmálaráðuneytið. Þetta sama ár hóf<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands samstarf við ráðuneytið<br />

sem fól í sér stuðning og ráðgjöf við hina nýstofnuðu<br />

deild. Markmið kvennamáladeildarinnar er fyrst og<br />

fremst að skilgreina, framkvæma og kynna málefni<br />

kvenna í Mósambík og þá sérstaklega með tilliti til<br />

menntunar, jafnréttis og aðferða í baráttunni gegn alnæmi.<br />

Sama ár hóf Þróunarsamvinnustofnun Íslands stuðning<br />

við grasrótarsamtök ekkna og einstæðra mæðra í<br />

hverfi nr. 5 í Mapútóborg. Í byrjun fólst stuðningurinn í<br />

að styrkja sauma- og sníðanámskeið sem síðar þróaðist í<br />

samstarf um uppbyggingu fullorðinsfræðslumiðstöðvar<br />

samtakanna. Meginmarkmið miðstöðvarinnar er að<br />

hjálpa konum til að hjálpa sér sjálfar. Boðið er upp á<br />

námskeið í lestri og bókhaldi auk fræðslu um heilsugæslu<br />

og hreinlæti. Jafnframt er lögð áhersla á rekstur<br />

smáfyrirtækja þar sem samtökin reka hænsnabú, garðrækt,<br />

sauma- og sníðastofu, hárgreiðslustofu og kolaog<br />

olíusölu. Konurnar fá því tækifæri til að nýta sér þá<br />

þekkingu sem þær öðlast á námskeiðunum.<br />

Undirritaðri lék forvitni á að skyggnast aðeins inn í líf<br />

þeirra Leontinu og Orlöndu, fá að fræðast um uppruna<br />

þeirra og hvernig þær sjá framtíðina fyrir sér varðandi<br />

málefni kvenna í Mósambík. Þær vinna hlið við hlið og<br />

leggja mikla áherslu á að mynda eða tengja brú milli<br />

löggjafans og grasrótarinnar.<br />

Leontina Sarmentos<br />

dos Muchangos<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

Leontina hefur stýrt kvennamáladeild kvenna- og félagsmálaráðuneytisins<br />

í Mósambík síðan snemma árs<br />

2001. Þegar hún hóf störf voru aðeins sjö starfsmenn og<br />

deildin í óviðunandi bráðabirgðahúsnæði, en mikið vatn<br />

hefur runnið til sjávar síðan og í dag er deildin í hentugu<br />

framtíðarhúsnæði og starfsmenn orðnir 30. Innri uppbygging<br />

deildarinnar er í góðum farvegi og mörg verkefni<br />

í gangi. Það er á brattann að sækja því að Mósambík<br />

er stórt land og í mörgum héruðum landsins er afkoma<br />

kvenna afar bágborin, allt að 70% ólæsi og stór<br />

hópur fólks býr við hungurmörk. Kvenna- og félagsmálaráðuneytið<br />

er með skrifstofur í öllum héruðum<br />

landsins og eitt af mörgum verkefnum deildarinnar er<br />

að ferðast um landið og meta þörfina fyrir aðstoð og<br />

uppbyggingu með fram því að kynna og koma á verkefnum<br />

til að styrkja og bæta hlut kvenna og fjölskyldna<br />

þeirra í landinu.<br />

Leontina er fædd 1959, gift Aniceto dos Muchangos,<br />

dósent við Kennaraháskólann í Mapútóborg og eiga<br />

þau þrjár dætur. Hún er vel menntuð kona, landfræðingur<br />

og stundar nú meistaranám í ,,Rural Development“,<br />

með sérstakri áherslu á fullorðinsfræðslu, með<br />

vinnu sinni í ráðuneytinu. Leontina talar reiprennandi<br />

ensku og frönsku auk portúgölsku, sem er hið opinbera<br />

Leontina er vel menntuð kona, landfræðingur og<br />

stundar nú meistaranám með vinnu sinni í ráðuneytinu.<br />

Hún er sannfærð um að með aukinni<br />

menntun muni hagur kvenna og fjölskyldna þeirra<br />

batna á komandi árum.<br />

13


mál Mósambíks, sem og móðurmál hennar, ronga. Hún<br />

er fædd í Nampulahéraði sem er í norðausturhluta<br />

landsins en fluttist ung til höfuðborgarinnar til að<br />

mennta sig. Hún er afar tengd uppruna sínum og þann<br />

litla frítíma, sem hún hefur, notar hún til að heimsækja<br />

heimahagana. Leontina starfaði um árabil sem kennari<br />

með fram því að vinna við ráðgjöf í landbúnaðarráðuneytinu.<br />

Fyrir nokkrum árum fór hún að starfa með<br />

regnhlífarsamtökum kvenna, ,,Women´s Forum“, sem<br />

hafa það að leiðarljósi að styrkja og bæta hag kvenna í<br />

Mósambík. En eins og áður sagði hefur hún verið deildarstýra<br />

kvennamáladeildarinnar frá 2001.<br />

Hlutur kvenna í þróunarlöndum er almennt afar bágborinn<br />

og er því eins farið í Mósambík. Í landinu geisaði<br />

styrjöld áratugum saman, eða allt frá 1964 þegar frelsisstríðið<br />

hófst sem lauk 1975 þegar landið fékk sjálfstæði,<br />

en þá tók við borgarastríð sem lauk ekki fyrr en 1992. Er<br />

því mikið um ekkjur og einstæðar mæður í Mósambík.<br />

Mikill skortur er á hæfu fólki til að sinna heilsugæslu og<br />

menntun og dregur Leontina ekkert úr því að ástandið í<br />

Mósambík hefur haft mjög slæm áhrif á málefni kvenna.<br />

Hún lítur björtum augum til framtíðarinnar og telur að<br />

hægt sé að bæta líf og kjör kvenna og fjölskyldna almennt<br />

í landinu þó að á brattann sé að sækja. Hún gerir<br />

sér grein fyrir því að það tekur langan tíma en er sannfærð<br />

um að með aukinni menntun, sem ber að leggja<br />

mikla áherslu á, muni hagur kvenna og fjölskyldna<br />

þeirra batna á komandi árum.<br />

Markmið kvennamáladeildarinnar er<br />

fyrst og fremst að skilgreina, framkvæma<br />

og kynna málefni kvenna í<br />

Mósambík og þá sérstaklega með tilliti<br />

til menntunar, jafnréttis og aðferða<br />

í baráttunni gegn alnæmi.<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

Frá AVIMAS-fræðslumiðstöðinni<br />

Orlanda Paulina<br />

Pindelane<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

Orlanda er 43 ára gömul ekkja og á tvö uppkomin börn.<br />

Hún er fædd og uppalin í Mapútóhéraði og er fjórða í<br />

röðinni af 14 systkinum. Foreldrar hennar unnu við landbúnaðarstörf<br />

og þurftu systkinin að vinna með þeim á<br />

akrinum um leið og þau komust á legg. Það var stundum<br />

hart í ári þegar uppskeran brást og var regntíminn<br />

oft þeirra versti tími. En á hennar heimili var lögð<br />

áhersla á að börnin lærðu að lesa og hvöttu foreldrarnir<br />

þau til að ná góðum prófum. Orlanda er með grunnskólapróf,<br />

auk þess lauk hún 10. bekk sem þykir afar góð<br />

menntun þar sem flestir þeirra sem fara í skóla á annað<br />

borð ljúka aðeins 1. til 4. bekk. Hún lagði mikið á sig til<br />

að ljúka grunnskólanum og var komin vel yfir tvítugt<br />

þegar hún lauk náminu þar sem hún varð að vinna með<br />

skólanum. Eftir að náminu lauk giftist hún og eignaðist<br />

börn og fékk góða stöðu við að kenna forskólabörnum.<br />

Hún starfaði einnig í nokkur ár við heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið<br />

sem þá var eitt ráðuneyti, og fór víðs<br />

vegar um landið til að fræða fólk um hvernig hægt er<br />

að fyrirbyggja sjúkdóma og um almennt hreinlæti.<br />

Það var svo fyrir 10 árum að hún missti manninn sinn<br />

og varð fyrirvinna heimilisins. Hún þekkti nokkrar konur<br />

sem eins var ástatt fyrir, vinkonur og frænkur, og fóru<br />

þær að hittast reglulega til að ræða vanda mósambískra<br />

kvenna í þessari stöðu. Smám saman víkkaði umræðan<br />

og þær fóru að velta fyrir sér aðstæðum kvenna almennt<br />

sem vegna menntunarskorts áttu enga möguleika<br />

á að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum.<br />

Þessi hópur kvenna stofnaði síðan árið 1997 Samtök<br />

ekkna og einstæðra mæðra (AVIMAS) í hverfi nr. 5 í<br />

Mapútóborg. Þær fóru hægt af stað og til að byrja með<br />

voru haldnir reglulegir fundir með konunum í hverfinu<br />

þar sem þær komu og ræddu vanda sinn og fengu<br />

huggun, hlýju og skilning þeirra sem stóðu í sömu sporum.<br />

Smám saman fóru þær að halda námskeið í handavinnu<br />

þar sem konurnar bjuggu til nytjahluti og seldu á<br />

mörkuðum í nágrenninu og rann allur ágóði aftur til<br />

samtakanna til efniskaupa. Eins sömdu þær við kolagerðarmenn<br />

sem seldu þeim kol til heimilisnota, t.d. við<br />

matargerð, og olíu fyrir lampa sem var svo selt í smásölu<br />

á mörkuðunum. Konurnar hófu síðan að leita til utanaðkomandi<br />

styrktaraðila og þróunarstofnana um ráðgjöf<br />

14


Orlanda er með grunnskólapróf sem þykir afar<br />

góð menntun þar sem flestir þeirra sem fara í<br />

skóla á annað borð ljúka aðeins 4. bekk.<br />

og styrki til handa samtökunum.<br />

Með átaki og mikilli fórnfýsi kvennanna ásamt utanaðkomandi<br />

styrkjum og stuðningi eru samtökin orðin að<br />

öflugri fullorðinsfræðslumiðstöð, viðurkennd af ríki og<br />

borg og fyrirmynd að svipuðum samtökum í öðrum<br />

hverfum borgarinnar og nágrannabæjum.<br />

Orlanda stýrir AVIMAS af miklum skörungsskap og<br />

stendur í ströngu alla daga. Hún segir þetta mjög gefandi<br />

starf en það megi aldrei slá slöku við og hún þurfi<br />

sífellt að vera vakandi fyrir nýjum möguleikum fyrir<br />

meðlimi samtakanna. Hún lítur björtum augum til framtíðarinnar<br />

og leggur áherslu á að vinnan göfgi manninn<br />

og það þurfi að leggja mikið af mörkum til að uppskera<br />

í hinu daglega lífi.<br />

Höfundur er verkefnisstjóri félagslegra verkefna<br />

ÞSSÍ í Mósambík.<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

VERKEFNI MILAMDEC<br />

-LÁNASJÓÐSINS<br />

Á FILIPPSEYJUM<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

Filippseyskir bændur að læra að búa til skordýraeitur úr hvítlauk, gini<br />

og kryddum.<br />

Það er ekki heiglum hent að finna vinnu hjá grasrótarsamtökum<br />

úti í hinum stóra heimi. Flest þeirra samtaka,<br />

sem bjóða upp á slíka þjónustu, krefjast fúlgu fjár fyrir<br />

sambönd og tengiliði og er það á fæstra færi að leggja<br />

út í slíkt ævintýri. AIESEC-háskólasamtökin við Háskóla<br />

Íslands eru þó ein af fáum undantekningum frá þessari<br />

reglu. AIESEC-samtökin senda háskólanema og nýútskrifaða<br />

út í heim til að vinna og fá í staðinn erlenda<br />

nema hingað til starfa. Ekki nóg með það að samtökin<br />

finni fyrir fólk starf sem hentar, heldur sjá þau einnig<br />

um að sækja það á flugvöllinn, finna húsnæði, næstu<br />

kjörbúð og fleira sem kynni að vanta. Þar sem ég var<br />

Sykurlögur pressaður úr sykurreyr.<br />

svo stálheppin að finna slíka þjónustu fannst mér ekki<br />

úr vegi að bregða mér til svæðis sem ég hefði aldrei farið<br />

til án öryggisnetsins sem AIESEC-samtökin buðu upp<br />

á: eyjunnar Mindanao á Suður-Filippseyjum þar sem fátækt<br />

er mikil og mikið um óeirðir. Fyrirtækið, sem bauð<br />

mér starf til sex mánaða, var Mindanao Muslim and<br />

Lumad Development Center eða „MILAMDEC-sjóðurinn“,<br />

lánasjóður í anda Grameen-bankans í Bangladess.<br />

Markmið sjóðanna tveggja er að fjármagna frumkvöðlastarfsemi<br />

fátækra kvenna og mennta þær og<br />

þjálfa í viðskiptum og sparnaði.<br />

15


Mindanao, fæðukarfa og púðurtunna<br />

Eyjan Mindanao er önnur stærsta eyjan í filippseyska<br />

Mindanao var vinnan sem mér bauðst hjá sjóðnum.<br />

MILAMDEC-sjóðurinn eru frjáls félagasamtök sem bjóða<br />

upp á smáviðskiptalán (að meðaltali um 8.000 kr.) til<br />

kvenna sem búa í afskekktum héruðum Mindanao. Þrátt<br />

fyrir umrótið á Mindanao hefur MILAMDEC-sjóðurinn<br />

haldið áfram starfsemi sinni og reyndar aukið hana fjórfalt<br />

síðan sjóðurinn var stofnaður árið 1992.<br />

Verkefnin, sem ég vann hjá sjóðnum, voru æði misjöfn.<br />

Fyrsta verkefnið mitt var fjárhagsáætlun og undirbúningur<br />

fyrir rekstur kartöfluútsæðismiðstöðvar, næsta var<br />

bygging barnaskóla í fátæku héraði og þar næst uppbygging<br />

viðamikils þjálfunarverkefnis fyrir bændur í náttúrulegum<br />

búskap sem nefndist NFTS (Natural Farming<br />

Technology System). Þjálfunarverkefnið var eitt viðamesta<br />

verkefnið sem sjóðurinn hefur fengist við þar sem hann<br />

hefur mest haldið sig við smálán og smærri verkefni.<br />

NFTS-fræðsluverkefnið<br />

NFTS-verkefnið er samstarfsverkefni MILAMDEC-sjóðsins<br />

og spænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar AECI.<br />

Markmiðið með fræðsluverkefninu var að þjálfa 3.000<br />

bændur á Norður-Mindanao sem áttu síðan að hjálpa til<br />

við þjálfun 5.000 annarra bænda á tveggja ára tímabili.<br />

Þremur þjálfunarstöðvum var komið á fót og 750 bændur<br />

voru þjálfaðir á fyrstu önn verkefnisins. Markmiðið<br />

var að auka tekjur bændanna um a.m.k. 10% yfir árið.<br />

Þessi aukning er smávægileg en mun vonandi verða<br />

byrjun á margföldunaráhrifum um leið og bændur fara<br />

að tileinka sér fræðin betur og kynna þau fyrir öðrum.<br />

Mikill eldmóður var í bændunum og fulltrúunum sem<br />

sjóðurinn réði fyrir þetta verkefni og voru allir reiðubúnir<br />

til þess að leggja hart að sér til þess að verkefnið<br />

Áhugasamir geta kíkt á www.aiesec.is<br />

fyrir AIESEC-háskólasamtökin og<br />

www.tacdrup.com.ph fyrir frekari upplýsingar<br />

um NFTS-verkefnið.<br />

eyjaklasanum og er hún rík af náttúrulegum auðæfum.<br />

Þökk sé hagstæðu loftslagi og gróðursæld hefur eyjan<br />

oft verið nefnd fæðukarfa Filippseyja. Þrátt fyrir þessar<br />

aðstæður er ímynd Mindanao afar neikvæð, bæði innan<br />

Filippseyja og alþjóðasamfélagsins. Ástandinu þar má<br />

helst líkja við púðurtunnu þar sem pólitískur ágreiningur<br />

og átök milli ættbálka og trúarhópa eiga sér stað í<br />

flestöllum héruðum eyjunnar. Bangsa-múslimar í<br />

Mindanao vilja sjálfstjórn í héruðum sínum og berjast<br />

fyrir henni með vopnum. Aðrir íbúar Mindanao eru þó<br />

ekki svo róttækir og vilja heldur finna aðrar leiðir til þess<br />

að minnka miðstýringu valdsins frá höfuðborginni Maníla<br />

í norðri og jafna skiptingu auðsins í landinu.<br />

Ástandið í Mindanao hefur stórlega batnað á síðustu<br />

árum en ýkjur fjölmiðla um ástandið gera það að verkum<br />

að sífellt minna fjármagn streymir til svæðisins. Sögur um<br />

skálmöld og hryðjuverk fengu ögn á mig í fyrstu en um<br />

leið og ég var komin til borgarinnar, sem ég bjó síðan í, sá<br />

ég að það stóð ekki steinn yfir steini í þessum sögusögnum.<br />

Yndislegra og friðsælla fólk en íbúa eyjunnar hef ég<br />

ekki fyrirhitt. Sprengingar voru þó tíðar og fylgst var með<br />

viðvörunum líkt og gert er með veðurfregnum hér heima;<br />

stundum var ástandinu lýst sem rauðu, stundum sem gulu<br />

eða appelsínugulu. Þó gilti það að ef sprengt var án viðvarana<br />

varð uppi fótur og fit og voru þá oft birt í blöðum<br />

opin bréf frá hryðjuverkamönnunum, afsakandi sig fyrir<br />

að koma eyjaskeggjunum að óvörum. Fólkið í kringum<br />

mig var orðið vant þessu og lífið gekk sinn vanagang með<br />

rafmagnsleysi vegna sprenginga og öðru í þeim dúr. Mér<br />

þótti hreint magnað að sjá hversu vel MILAMDEC-sjóðnum<br />

hefur tekist, með mikilli vinnu og einurð, að hafa<br />

veruleg áhrif á fátækt eyjaskeggja í þessu umhverfi sem<br />

einkennist af ójafnvægi og óeirðum.<br />

Góður árangur smálána<br />

(micro-credit) á átakasvæði<br />

Ein aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að fara til<br />

Starfsmenn á skrifstofu MILAMDEC-sjóðsins.<br />

yrði árangursríkt. Fulltrúarnir, sem sáu um útfærslu verkefnisins,<br />

voru allir nýútskrifaðir úr háskóla og atvinnulausir,<br />

enda er atvinnuástand bágborið en menntastig í<br />

landinu er hátt. Til þess að fá vinnu á kaffihúsi eða á<br />

kassa í búð þarf háskólagráðu og setið er um hvert starf.<br />

Fræðsla og þjálfun fyrir bændur<br />

Filippseyskir bændur eru langflestir afar fátækir og illa í<br />

stakk búnir til að sjá fjölskyldum sínum farborða. Mikið<br />

hefur verið rætt um hvernig haga skuli fjárhagsaðstoð<br />

til bænda en mikilvægt er að fjármögnuninni sé fylgt<br />

eftir með annarskonar aðstoð, til dæmis menntun og<br />

þjálfun bænda í meðferð tækja, í samskiptum og hvernig<br />

best sé að haga markaðssókn. Til þess að aðstoðin<br />

hafi áhrif á tekjur bændanna verður að huga að heildinni<br />

eins og reynt er að gera með NFTS-tækninni.<br />

NFTS-verkefnið er byggt á kóreskri hugmynd um náttúrulegan<br />

búskap en það er kerfisbundið heildarskipulag<br />

á búskap sem nýtir náttúruleg aðföng í gerð lyfja, fóðurs<br />

handa húsdýrum, áburðar fyrir nytjaplöntur o.fl.<br />

NFTS-verkefnið er byggt á þeim forsendum að mikil<br />

notkun ólífrænna efna í búskap sé hættuleg heilsu fólks,<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

16


Strætisvagn á Mindanao-eyju.<br />

minnki gæði jarðvegsins og valdi umhverfisspjöllum.<br />

Í verkefninu er lögð áhersla á bætta framleiðni og<br />

uppskeru og eru bændur þjálfaðir í því að nýta afgang<br />

frá landbúnaði í fóður fyrir húsdýr meðan mykjan er<br />

notuð sem áburður á akrana. Uppskera og búfé, sem eru<br />

alin við þessa tækni, eru fullkomlega samkeppnisfær á<br />

markaðnum þar sem framleiðslan er fullkomlega lífræn.<br />

Á þeim námskeiðum, sem ég sótti með bændunum, var<br />

mikið kennt um gerjun á ýmsum náttúrulegum efnum<br />

sem finnast í og kringum jarðir bændanna. Kjarni hins<br />

náttúrulega búskapar er þessi notkun gerjunar og er<br />

hægt með þessari aðferð að skera niður eða jafnvel eyða<br />

algerlega kostnaði við kaup áburðar og skordýraeiturs.<br />

Dæmi um náttúruleg aðföng til gerjunar eru sykur, alkóhól<br />

(t.d. gin), kryddjurtir, hvítlaukur, laukur og fleira. Úr<br />

þessum efnum voru bruggaðir mergjaðir safar sem lækna<br />

flensu, fæla burt skordýr eða laða þau til sín og lama, svo<br />

þau falli máttvana ofan í tjarnir og nýtist þannig sem<br />

fiskafóður, sem áburður á nytjaplöntur eða til að fæða<br />

búpeninginn. Reynslan af NFTS-tækninni á öðrum svæðum<br />

sýnir að ekki er einungis um að ræða aukna framleiðni<br />

hjá þeim sem tileinkuðu sér aðferðirnar heldur hefur<br />

framleiðslukostnaður einnig minnkað um 70%.<br />

Hagsbót fyrir konur og eldra fólk<br />

NFTS-tæknin fellur í grundvallaratriðum inn í ramma sjálfbærrar<br />

þróunar. Búfé er sett fram sem mesta tekjulindin,<br />

sérstaklega sem leið fyrir konur til að draga björg í bú.<br />

Þar sem MILAMDEC-sjóðurinn einbeitir sér að því að<br />

styrkja konur með ráðum og dáð lét vel að með NFTStækni<br />

er auðveldara fyrir konur, börn og eldra fólk að<br />

sjá um búpening, sérstaklega svín. Með nýju tækninni<br />

minnkar vinnan töluvert og hægt er að hafa svínastíur í<br />

bakgarðinum. Einnig eru algeng grös nýtt í a.m.k. 30%<br />

af fæði svínanna og minnkar það verulega aðfangakostnað.<br />

Á fyrstu námskeiðunum voru bændurnir hvað<br />

spenntastir að heyra um slíka svínarækt þar sem notað<br />

er sag sem bætt hefur verið með gerjuðu, lífrænu efni.<br />

Þess konar ræktun svína eyðir út notkun steyptra gólfa,<br />

hreinsun svínanna og ólykt. Eftir sex mánuði er hægt að<br />

nota sagið sem áburð fyrir tré og plöntur sem ræktaðar<br />

eru á býlinu.<br />

Þegar ég fór frá Mindanao var NFTS-verkefnið í fullum<br />

gangi. Verið var að byggja fleiri þjálfunarstöðvar þar<br />

sem kenna átti fleiri bændum um gerjun, svepparækt í<br />

bakgarðinum, hvernig byggja eigi svínastíur, hvernig<br />

fæla skuli burt óvelkomin skordýr og svo framvegis.<br />

Verkefnið hefur gengið vel og reynt hefur verið að<br />

fylgja þjálfuninni eftir með heimsóknum til útskrifaðra<br />

bænda og svo virðist sem flestir nýti fræðsluna mjög vel.<br />

Aðalmælikvarðinn á NFTS-verkefnið verður þó hvort<br />

þjálfunin muni bæta tekjur bændanna verulega.<br />

Mikil upplifun<br />

Það var frábær reynsla að fá starf hjá sjóði eins og<br />

MILAMDEC-sjóðnum og að kynnast fólki sem er sannfært<br />

um að hægt sé að ráðast á fátækt og vinna baráttuna.<br />

Með öðru starfsfólki sjóðsins heimsótti ég ótal<br />

margar konur sem höfðu fengið lán upp á 5 til 8 þúsund<br />

krónur og stofnað fyrirtæki. Viðfangsefni fyrirtækjanna<br />

var allt frá því að hanna gjafapappír og tilefniskort til<br />

þess að vinna ýmsar matvörur úr kókoshnetum. Þær<br />

höfðu menntað sig um gildi sparnaðar með hjálp sjóðsins<br />

og gátu nú keypt sér húsnæði og séð fyrir fjölskyldum<br />

sínum. Þó vinnulagið á Mindanao hafi verið annað<br />

en ég hef átt að venjast, með lúr eftir hádegismat og<br />

löngu spjalli meðan unnið var á gamla ritvél í staðinn<br />

fyrir íslenskt stress og læti, var ótrúlegt hverju var hægt<br />

að koma í verk með þrautseigju og trú á starfinu.<br />

Höfundur er hagfræðingur.<br />

Ólöf Magnúsdóttir<br />

17


Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

Hjördís Guðjónsdóttir<br />

GRUNNMENNTUN<br />

KVENNA:<br />

Lykilatriði í félagslegri og efnahagslegri framþróun<br />

Á síðustu árum hefur grunnmenntun kvenna í þróunarlöndum<br />

öðlast ákveðinn sess í umræðunni um þróun og<br />

þróunaraðstoð. Það er almennt viðurkennt að mikið<br />

ólæsi og skortur á almennri grunnmenntun meðal fullorðinna<br />

í þróunarlöndunum, og þá sérstaklega kvenna,<br />

setji efnahagslegri og félagslegri framþróun skorður.<br />

Því er í vaxandi mæli litið á lestrarkennslu og fullorðinsfræðslu<br />

sem aðferð, til að bæta efnahags- og félagslega<br />

stöðu kvenna í þróunarlöndum, og forsendu þess að<br />

konur geti tekið virkan þátt í þróunaraðstoð og þróun<br />

samfélagsins.<br />

Læsi og lestrarkunnátta<br />

Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna<br />

(UNESCO) áætlar að nú séu um 860 milljónir karla<br />

og kvenna (15 ára og eldri) í heiminum sem kunna<br />

hvorki að lesa né skrifa. Ólæsi meðal fullorðinna er aðallega<br />

að finna í þróunarlöndum og eru konur um tveir<br />

þriðju hlutar þess hóps. Hefur hlutfall kvenna í þessum<br />

hópi vaxið á síðustu áratugum, en það var 58% árið<br />

1960, og sýna framtíðarspár að hlutfall þeirra verði<br />

áfram um tveir þriðju eftir tíu ár. Tölurnar sýna að ólæsi<br />

meðal fullorðinna er mest í Afríku og eru afrískar konur<br />

í dreifbýli sá hópur sem helst hefur verið útilokaður frá<br />

formlegri skólagöngu. Meginástæður fyrir þessu eru<br />

taldar vera hin hefðbundu gildi um ólík hlutverk kynjanna<br />

innan fjölskyldunnar og í samfélaginu. Foreldrar<br />

eru oft viljugri til að leggja fé í menntun sona sinna en<br />

dætra. Það er vel þekkt staðreynd að í mörgum þróunarlöndum<br />

fá drengir að sækja skóla á meðan það er<br />

lögð áhersla á að stúlkur séu heima við og sinni heimilis-<br />

og landbúnaðarstörfum.<br />

Hvað telst vera lestrarkunnátta (literacy) í dag hefur<br />

nokkuð víða merkingu. Til að byrja með notaði UNESCO<br />

þá skilgreiningu að læs einstaklingur væri hver sá sem<br />

gæti lesið og skrifað einfaldan og stuttan texta sem<br />

tengdist daglegu lífi hans. Þessi skilgreining segir ekki til<br />

um hvort viðkomandi einstaklingur hafi næga þjálfun í<br />

lestri til að viðhalda kunnáttunni eða hvort hún sé á því<br />

stigi sem nútímasamfélag gerir kröfur um (t.d. að geta<br />

18


fyllt út eyðublöð eða lesið leiðbeiningar). Því var farið<br />

að nota skilgreiningu sem leggur áherslu á að lesskilningur<br />

og skriftargeta verði að vera á því stigi að fólk geti<br />

notað kunnáttuna til að sækja upplýsingar og þjónustu,<br />

notfært sér hana í vinnu og til virkrar þátttöku í uppbyggingu<br />

samfélagsins. Einnig kveður hin nýja skilgreining<br />

UNESCO á um að einstaklingur verði að hafa grunnþekkingu<br />

í stærðfræði til að teljast vera læs.<br />

Félagsleg áhrif menntunar kvenna<br />

Þær fjölmörgu rannsóknir, sem gerðar voru á kvennaáratug<br />

Sameinuðu þjóðanna (1975-1985), opnuðu fyrir<br />

umræðuna um bága menntunarstöðu kvenna í þróunarríkjunum.<br />

Í kjölfarið komu fram kröfur um að fullorðinsfræðsluverkefni,<br />

sérstaklega ætluð konum, yrðu sett á<br />

laggirnar til að bæta úr hinu mikla ósamræmi milli<br />

menntunarstöðu kynjanna. Á sama tíma komu fram<br />

sækja foreldrafundi.<br />

Grunnmenntun karla virðist ekki hafa jafn mikil félagsleg<br />

áhrif og hún skilar sér ekki endilega í betri velferð<br />

barna þeirra. Þess vegna er stundum tekið þannig<br />

til orða: „Að mennta karlmann er að mennta einstakling<br />

en að mennta konu er að mennta heila fjölskyldu“. Niðurstöður<br />

um þau jákvæðu, félagslegu áhrif, sem menntun<br />

kvenna hefur í för með sér, hafa ýtt enn frekar undir<br />

kröfur um sérstök fullorðinsfræðsluverkefni fyrir þær.<br />

Enn önnur ástæða fyrir því að skipuleggja fræðsluverkefni,<br />

sérstaklega fyrir konur, er sú að í mörgum þróunarlöndum<br />

er ekki alltaf hyggilegt að hafa konur og karla<br />

saman í bekk. Reynslan sýnir að sérstök kvennaverkefni<br />

eða kvennabekkir stuðla að góðri þátttöku kvennanna.<br />

Þær verða ófeimnari við að taka þátt, öruggari með sig<br />

og virkari í kennslustundum. Einnig gefur þetta fyrirkomulag<br />

kennurum og skipuleggjendum færi á að miða<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

Niðurstöður um jákvæð, félagsleg<br />

áhrif sem menntun kvenna hefur í<br />

för með sér hafa ýtt undir kröfur<br />

um sérstök fullorðinsfræðsluverkefni<br />

fyrir þær.<br />

Tilboð um verkþjálfun samhliða<br />

lestrarkennslu eykur áhuga á þátttöku<br />

í fullorðinsfræðsluverkefnum.<br />

rannsóknir sem sýndu að grunnmenntun kvenna hefur<br />

mikil félagsleg áhrif og skilar sér í betri velferð fjölskyldna<br />

þeirra. Sem dæmi má nefna að lestrarkunnátta<br />

gefur konum aðgang að upplýsingum um næringarfræði<br />

og umönnun barna og auðveldar þeim að sækja<br />

heilbrigðisþjónustu og félagslega þjónustu. Þetta skilar<br />

sér aftur í betri heilsu og velferð kvennanna sjálfra og<br />

barna þeirra. Kannanir hafa t.d. leitt í ljós að konur með<br />

fjögurra ára grunnmenntun eru frekar tilbúnar til að<br />

leita út fyrir fjölskylduna eftir aðstoð en þær konur sem<br />

enga menntun hafa. Því má segja að lestrarkunnátta<br />

auðveldi konum ekki aðeins að nýta sér þá samfélagsþjónustu<br />

sem þeim stendur til boða, heldur breyti<br />

menntunin viðhorfum þeirra til slíkrar þjónustu. Þá hafa<br />

rannsóknir sýnt að menntunarstaða kvenna getur haft<br />

mikil áhrif á hvernig börnum þeirra vegnar í námi. Þær<br />

konur, sem hafa grunnmenntun, geta t.a.m. aðstoðað<br />

börn sín við heimalærdóminn og þær eru líklegri til<br />

leggja meira upp úr menntun barna sinna, ekki síst<br />

dætra, en konur sem ekki hafa farið í nám. Einnig eru<br />

þær oft áhugasamari um að taka þátt í skólastarfinu og<br />

námsefnið og uppbyggingu verkefnanna að þörfum og<br />

áhuga kvenna.<br />

Viðurkennt er að fræðsluverkefni, sem ætluð eru<br />

ólæsum eða lítið menntuðum konum, þurfi að vera<br />

öðruvísi uppbyggð en þegar um er að ræða formlega<br />

menntun eins og við þekkjum í hinu almenna skólakerfi.<br />

Fullorðinsfræðsluverkefni fyrir konur í þróunarlöndunum<br />

miðast ekki aðeins við að kenna grundvallaratriði<br />

lesturs, skriftar og stærðfræði, heldur bjóða þau líka oft<br />

upp á félagslega fræðslu og verkþjálfun. Almennt er<br />

lögð áhersla á að nemendur séu virkir þátttakendur í<br />

kennslustundum og deili þekkingu sinni og reynslu hver<br />

með öðrum, en minna er lagt upp úr prófum eða mætingaskyldu.<br />

Uppbygging fullorðinsfræðsluverkefna<br />

Tvö sjónarmið hafa einkum komið fram um hvernig fullorðinsfræðsluverkefni<br />

fyrir konur eigi að vera uppbyggð.<br />

Það fyrra hefur verið nefnt velferðarsjónarmiðið<br />

19


Um 860 milljónir karla og kvenna í<br />

heiminum kunna hvorki að lesa né<br />

skrifa. Afrískar konur í dreifbýli eru<br />

sá hópur sem helst hefur verið útilokaður<br />

frá formlegri skólagöngu.<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

(welfare approach). Þar er áhersla lögð á jákvæð, félagsleg<br />

áhrif grunnmenntunar kvenna og miðast uppbygging<br />

námsins þá mikið við hlutverk kvenna sem mæðra.<br />

Til viðbótar við lestrarkennslu er þá gjarnan boðið upp á<br />

fræðslu í næringar- og heilsufræði, um fjölskylduáætlun<br />

og umönnun barna, auk þess sem konunum er kynnt sú<br />

félagslega þjónusta sem þeim stendur til boða. Einnig er<br />

oft boðið upp á verkþjálfun til að gefa konunum tækifæri<br />

til að auka framleiðni sína, hvort sem er innan eða<br />

utan heimilis, og auka þar með möguleika þeirra á að<br />

bæta fjárhagslega afkomu sína. Fyrirkomulag verkþjálfunarinnar<br />

getur falist í að kenna konunum hvers konar<br />

handverk (t.d. hannyrðir, skartgripagerð eða múrsteinagerð),<br />

sem og matargerð, bókhald, og leiðbeiningar um<br />

hvernig á að hefja rekstur smáfyrirtækja.<br />

Það hefur sýnt sig að tilboð um verkþjálfun samhliða<br />

lestrarkennslu eykur áhuga á þátttöku í fullorðinsfræðsluverkefnum.<br />

Það getur tekið fullorðinn einstakling<br />

allt að tvö til fjögur ár að ná fullum tökum á lestri<br />

og skrift og algengt er að fólk gefist upp áður en því<br />

takmarki er náð. Ólæsi og fátækt fara oft saman og ekki<br />

sjá allir tilganginn í að sækja lestrarnámskeið þar sem<br />

ekki er sjálfgefið að lestrarkunnáttan ein og sér bæti<br />

fjárhagsstöðuna, a.m.k. ekki þegar til skamms tíma er<br />

litið. En þegar konur sjá að þær geta sameinað lestrarnám<br />

og hagnýta þekkingu og þannig fengið raunhæfar<br />

vonir um að bæta fjárhagslega afkomu sína, verða þær<br />

mun viljugri til þátttöku.<br />

Seinna sjónarmiðið um hvernig eigi að byggja upp<br />

fullorðinsfræðsluverkefni fyrir konur hefur verið nefnt<br />

sjálfsstyrkingarsjónarmiðið (empowerment approach).<br />

Það er mun róttækara en velferðarsjónarmiðið og leggur<br />

m.a. áherslu á að kennsluaðferðir og námsefni taki á<br />

menningar- og félagslegum gildum samfélagsins um<br />

hlutverk kynjanna. Samkvæmt þessu sjónarmiði eiga<br />

fullorðinsfræðsluverkefni að gefa konum tækifæri til að<br />

byggja upp sjálfstraust og hagnýta þekkingu sem ekki<br />

einungis gerir þær að betri mæðrum, heldur styrkir þær<br />

einnig sem einstaklinga og hóp til að breyta pólitískri og<br />

félags- og efnahagslegri stöðu kvenna. Þess vegna er<br />

mikið lagt upp úr fræðslu um réttindastöðu kvenna,<br />

hvernig þær geta nýtt sér dómskerfið til að tryggja réttindi<br />

sín og verkefnum er styrkja sjálfsímynd þeirra og<br />

sjálfstraust. Skipulagning námsins tekur einnig mið af<br />

því að fá konur til að ræða um og skoða á gagnrýninn<br />

hátt þann félagslega veruleika sem þær búa við og opna<br />

þannig fyrir umræður um viðkvæm málefni eins og<br />

hefðbundin kynjahlutverk og heimilisofbeldi.<br />

Í framkvæmd fullorðinsfræðsluverkefna sem fylgja<br />

þessu sjónarmiði er jafnan lögð mikil áhersla á að nemendur<br />

taki þátt í framkvæmd skólastarfsins. Það gefur<br />

konunum hlutdeild í verkefnunum og stjórnunarreynslu<br />

sem síðar nýtist þeim við vinnu og í félagsstörfum. Hvað<br />

varðar verkþjálfunina fá konurnar tækifæri til að læra<br />

handverk og iðn sem hingað til hafa verið álitin ,,karlastörf“.<br />

Markmiðið er að gera konum kleift að komast í<br />

betur launuð störf og í leiðinni að breyta hugmyndum<br />

samfélagsins um skiptingu atvinnulífsins í karla- og<br />

kvennastörf.<br />

Velferðarsjónarmiðið hefur á síðustu árum verið að<br />

víkja fyrir hinu róttæka sjálfsstyrkingarsjónarmiði. Þetta<br />

hefur gerst samhliða þeim áherslubreytingum sem hafa<br />

átt sér stað í umræðunni um þróun og þróunaraðstoð.<br />

Aukin vitund er um það að virk þátttaka kvenna, hvort<br />

sem er í efnahags- og félags- eða stjórnmálum, er lykilatriði<br />

í að tryggja sjálfbæra þróun. Þess vegna eru alþjóðlegar<br />

þróunarstofnanir í vaxandi mæli farnar að styrkja<br />

verkefni sem miða að því að auka efnahagslegt sjálfstæði<br />

kvenna og breyta félagslegri og pólitískri stöðu<br />

þeirra. Fullorðinsfræðsluverkefni, sem sameina lestrarkennslu,<br />

verkþjálfun og félagslega fræðslu, eru einmitt<br />

talin vera árangursrík aðferð til að ná því markmiði.<br />

Höfundur starfaði sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna ÞSSÍ<br />

í Namibíu 1999-2003.<br />

Heimildir:<br />

• Aksornool, N. 1995. “Education to Empower.” Women, Education<br />

and Empowerment: Pathways towards Autonomy, ritstj.<br />

C. Medel-Añonuevo. Hamburg: UNESCO.<br />

• Ballara, M.1992. Women and Literacy. New Jersey: Zed Books<br />

Ltd.<br />

• Chlebowska, K. 1992. Knowing and Doing: Literacy for Women.<br />

Paris: UNESCO.<br />

• Lind, A. 1992. “Literacy: A Tool for the Empowerment of<br />

Women? Women’s Participation in Literacy Programmes of the<br />

Third World.” Svenska Unescorådets skriftserie. Nr. 1/1992.<br />

• UNESCO 1997. Adult Eduation in a Polarizing World. Paris:<br />

UNESCO<br />

• UNESCO 1998. “UNESCO and the Elimination of Illiteracy: Fifty<br />

Years of Fight (1946-1998).”<br />

• http://www.unesco.org/education/educprog/literacy/lit_eng.html.<br />

20


Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

M ichael Muhongo<br />

Útskrift af námskeiði í smáfyrirtækjarekstri í Help Yourself-verkefninu.<br />

,,NÚNA ER ÉG EKKI<br />

LENGUR HRÆDD VIÐ AÐ<br />

SEGJA SKOÐANIR MÍNAR“<br />

Viðtal við þrjá þátttakendur í Help Yourself-verkefninu í<br />

Namibíu.<br />

Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur um 10 ára<br />

skeið stutt við fullorðinsfræðslu í Namibíu. Sem stendur<br />

þá styður stofnunin þrjú fullorðinsfræðsluverkefni í<br />

Namibíu og eru þau öll á vesturströnd landsins í bæjunum<br />

Lüderitz, Walvis Bay og Swakopmund. Þessir bæir eiga<br />

það sameiginlegt að stór hluti íbúanna er fólk sem flutt<br />

hefur á mölina á síðustu árum, en síðan landið fékk sjálfstæði<br />

1990 hefur verið mikill fólksflótti úr sveitum í þéttbýlið<br />

í mið- og suðurhluta landsins. Eins og víða annars<br />

staðar í Afríku þá er menntunarstaða fólks í dreifbýli í<br />

Namibíu mun lakari en þeirra sem alast upp í bæjum og<br />

borgum. Þörfin fyrir fullorðinsfræðslu er því mikil fyrir<br />

fólkið sem er að flytja til Lüderitz, Walvis Bay og Swakopmund.<br />

Undirrituð hitti að máli þrjár konur sem allar hafa tekið<br />

þátt í fullorðinsfræðsluverkefninu Help Yourself<br />

Project sem ÞSSÍ styður í Walvis Bay og spurði þær um<br />

reynslu þeirra af náminu. Verkefnið hefur verið starfrækt<br />

í rúm 8 ár og er einungis ætlað konum. Boðið er<br />

upp á lestrar- og skriftarkennslu í oshiwambo og stærðfræði-<br />

og enskutíma en enska er hið opinbera mál<br />

Namibíu. Einnig er boðið upp á handavinnukennslu,<br />

sem og námskeið í rekstri smáfyrirtækja, matreiðslu,<br />

umönnun barna, sjálfsstyrkingu o.fl. Til að auðvelda<br />

konum að sækja námið býður verkefnið upp á barnagæslu<br />

þar sem börn að 6 ára aldri fá umönnun og<br />

fræðslu á meðan mæður þeirra sækja tíma.<br />

21


Theresia Namene er 28 ára, gift og þriggja barna<br />

móðir. Ólíkt flestum nemendum skólans, sem eru af<br />

Owambo-þjóðflokknum og frá Norður-Namibíu, þá er<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir Sjöfn Vilhelmsdóttir Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

Saima Mumangeni er 29 ára, fædd og uppalin á<br />

sveitabæ í Norður-Namibíu en flutti til Walvis Bay fyrir 5<br />

árum síðan. Hún er ógift og á eitt barn sem býr hjá móður<br />

hennar í Norður-Namibíu. Saima fór aldrei í grunnskóla<br />

og var því ólæs þegar hún ákvað að flytja til Walvis<br />

Bay í von um að finna atvinnu. Þegar atvinnuleitin<br />

bar engan árangur ákvað hún að skrá sig í lestrar- og<br />

skriftarnám í oshiwambo á vegum Help Yourself-verkefnisins.<br />

Saima segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir<br />

hana að halda sambandi við fjölskyldu sína eftir að hún<br />

flutti til Walvis Bay því að hún kunni einungis að skrifa<br />

nafnið sitt. Til að geta verið í bréfasambandi við fólkið<br />

heima í sveitinni þá varð hún að treysta á aðra til að<br />

skrifa og lesa fyrir sig. Saima byrjaði í náminu fyrir<br />

þremur árum og þegar hún hafði náð fullum tökum á<br />

lestri og skrift skráði hún sig í enskunám.<br />

Þegar Saima hafði náð fullum tökum á lestri og skrift skráði hún sig í enskunám.<br />

Linakela Frans er 39 ára, fædd og uppalin á sveitabæ<br />

í Norður-Namibíu en hefur búið í Walvis Bay síðan<br />

1996. Hún er ógift og á fjögur börn sem öll búa hjá<br />

skyldfólki í Norður-Namibíu. Linakela gekk í sveitaskóla<br />

en kláraði aðeins 9 ár af 12 ára grunnskólanámi. Hún<br />

lærði ensku í skólanum en kennslan var ekki góð og hún<br />

náði aldrei tökum á því að tala og skrifa ensku þó að<br />

henni gengi ágætlega að skilja málið. Þegar Linakela<br />

heyrði um Help Yourself-verkefnið rétt eftir að hún<br />

flutti til Walvis Bay ákvað hún að skrásetja sig til að ná<br />

betri tökum á ensku því að hún taldi það myndi auka<br />

líkur sínar á að finna vinnu. Linakela var í ensku- og<br />

handavinnunámi frá 1996 til 1999, en þá var hún ráðin<br />

sem aðstoðarkennari í handavinnudeild verkefnisins.<br />

Linakela hefur einnig sinnt forfallakennslu í lestrar- og<br />

skriftarbekkjum verkefnisins undanfarin ár.<br />

Linakela fór í fullorðinsfræðslu til að auka líkur sínar á að finna vinnu.<br />

Theresia af Damara-þjóðflokknum og fædd og uppalin í<br />

Walvis Bay. Hún hætti í skóla í 7. bekk því að foreldrar<br />

hennar höfðu ekki tök á að borga fyrir skólabúning<br />

hennar. Það var eiginmaður Theresiu sem hvatti hana til<br />

að fara aftur í nám og hún skráði sig í Help Yourselfverkefnið<br />

fyrir þremur vikum. Theresia segir það einstakt<br />

tækifæri fyrir konur eins og hana, sem ekki hafa<br />

haft tækifæri til að klára grunnskólanám, að eiga<br />

möguleika á fullorðinsfræðslu. Theresiu langar til að ná<br />

fullu valdi á ensku því að það er hið opinbera tungumál<br />

og það er tungumálið sem hún myndi tala við forsetann<br />

ef hún yrði svo heppin að hitta hann einhvern tímann.<br />

Einnig nefndi Theresia að með því að bæta sig í ensku<br />

og stærðfræði þá gæti hún betur aðstoðað börnin sín<br />

við heimalærdóminn. Hún sagði að það gerist alltof oft<br />

að hún sendi börnin sín í skólann með ókláruð heimaverkefni<br />

því að hún hefur ekki kunnáttu í ensku og<br />

stærðfræði til að hjálpa þeim.<br />

Theresia segir það einstakt tækifæri fyrir konur eins og hana sem ekki hafa haft tækifæri<br />

til að klára grunnskólanám að eiga möguleika á fullorðinsfræðslu.<br />

22


Hver er reynsla ykkar af náminu á vegum Help Yourselfverkefnisins?<br />

Hefur námið breytt lífi ykkar á einhvern<br />

hátt?<br />

LF: Að læra ensku og handavinnu hafði mikil áhrif á líf<br />

mitt. Áður þurfti ég sjálf að treysta á aðra til að túlka fyrir<br />

mig en núna get ég talað sjálf við afgreiðslufólk í verslunum<br />

og starfsfólk á sjúkrahúsinu og skrifstofum. Sem<br />

dæmi þá þurfti ég að leggjast inn á sjúkrahús fyrir fjórum<br />

árum og þá talaði ég við lækninn minn á ensku sem<br />

hefði verið óhugsandi áður. Að ná tökum á hinu opinbera<br />

tungumáli hefur aukið sjálfstraust mitt mikið og<br />

núna er ég ekki lengur hrædd við að segja skoðanir mínar.<br />

Og það sem meira er að núna tjái ég skoðanir mínar,<br />

hvort sem er beðin eða óbeðin. Áður en ég byrjaði í náminu<br />

kunni ég ekkert í handavinnu. Í dag get ég prjónað,<br />

saumað og hannað kjóla og árið 1999 var ég ráðin sem<br />

aðstoðarkennari við handavinnudeild verkefnisins.<br />

SM: Líf mitt hefur líka breyst síðan ég lærði að lesa og<br />

skrifa á móðurmáli mínu (oshiwambo). Áður gat ég bara<br />

skrifað nafnið mitt en í dag get ég lesið bækur á oshiwambo<br />

og ég get skrifað bréf til móður minnar sem<br />

býr norður í landi. Núna er ég að læra ensku og skil svolítið<br />

þó að ég geti ekki talað hana enn. Ég finn að ég er<br />

ekki eins feimin og ég var áður og satt best að segja þá<br />

er ég mjög ánægð með að hafa náð svona langt.<br />

Saima segir að hún hafi ekki kunnað til handavinnu<br />

áður en hún byrjaði í lestrar- og skriftarnáminu, en í dag<br />

er hún að læra að sauma og hefur nú þegar náð fullum<br />

tökum á að prjóna.<br />

En hvað með þig Theresia, nú ert þú nýbyrjuð í náminu,<br />

hverjar eru væntingar þínar?<br />

TN: Ég lít mjög björtum augum til framtíðarinnar því<br />

að nú munu draumar mínir rætast. Eins og stendur er<br />

enskan mín ekki góð og ég kann lítið í handavinnu. En<br />

ef ég næ góðum tökum á ensku, læri að sauma og fæ<br />

síðan leiðsögn um hvernig á að reka smáfyrirtæki þá get<br />

ég sett upp mína eigin saumastofu og það hefur mig<br />

dreymt um lengi.<br />

Hvaða hluti námsins finnst ykkur skemmtilegastur?<br />

LF: Mér þótti alltaf fyrirlestrarnir um heilsu-, samfélags-<br />

og mannréttindamál áhugaverðastir. Svo voru líka<br />

námskeiðin um rekstur smáfyrirtækja og jafnréttismál<br />

mjög góð.<br />

SM: Mér þykja ensku- og handavinnutímarnir<br />

skemmtilegastir.<br />

TN: Ég held að enskutímarnir eiga eftir að vera mikilvægastir<br />

fyrir mig því að ég þarf að ná tökum á ensku til<br />

að fá sem mest út úr öðrum hlutum námsins, þ.e. verkþjálfuninni,<br />

námskeiðunum og fyrirlestrunum.<br />

Hvað finnst ykkur um þá aðferð í fullorðinsfræðslu að<br />

blanda lestrar-, skriftar- og enskukennslu saman við<br />

verkþjálfun, lífsleikni og sjálfsstyrkingu?<br />

LF: Til þess að konur geti verið sjálfstæðar þurfa þær<br />

alhliða menntun eins og boðið er upp á í Help Yourselfverkefninu.<br />

Lestrar-, skriftar- og enskukunnátta er mikilvæg<br />

ein og sér því að hún veitir þér aðgang að upplýsingum<br />

og eykur sjálfstraust þitt. En að bjóða líka upp á<br />

verkþjálfun, eins og handavinnu og matreiðslu, og námskeið<br />

um rekstur smáfyrirtækja og í sjálfsstyrkingu hjálpar<br />

þér til að standa á eigin fótum.<br />

Help Yourself-fræðslumiðstöðin í Walvis Bay.<br />

SM: Ég tek undir með Linakelu að það er mjög mikilvægt<br />

að blanda þessu saman. Handavinnukennslan er<br />

mjög gagnleg því að það er hægt að prjóna og sauma<br />

fyrir aðra og ná sér þannig í peninga.<br />

TN: Mig langar til að setja upp mína eigin saumastofu<br />

og hafa fólk í vinnu og þess vegna þarf ég að kunna<br />

ensku, stærðfræði, handavinnu, og hvernig á að standa<br />

í rekstri. Þetta þarf allt að fara saman. Ég held að verkþjálfun<br />

verði alltaf að vera hluti af fullorðinsfræðslu.<br />

Með því að læra að sauma getum við konurnar gert við<br />

og saumað föt á börn okkar og þannig sparað peninga.<br />

Og svo eru matreiðslutímarnir frábærir af því að þar<br />

lærum við að elda góðan og hollan mat fyrir fjölskylduna.<br />

Linakela benti á að það að bjóða upp á leikskólavist<br />

fyrir börnin meðan mæður þeirra sækja tíma væri ómetanlegt<br />

því að hún gerði konum betur kleift að sækja<br />

námið. Saima og Theresia tóku undir orð Linakelu og<br />

bentu á að leikskólinn undirbýr börnin fyrir grunnskólanám.<br />

Þar sem flestir nemendanna í Help Yourself-verkefninu<br />

eru fátækar mæður þá er þetta einstakt tækifæri<br />

fyrir þær til að geta gefið börnum sínum möguleika á að<br />

vera í leikskóla.<br />

Hvað með framtíðina? Teljið þið að það verði enn þörf<br />

fyrir svona fullorðinsfræðsluverkefni í Walvis Bay eins og<br />

Help Yourself-verkefnið eftir 5 til 10 ár?<br />

LF: Ég er alveg viss um að verkefnið muni halda áfram.<br />

Það er þörf fyrir svona nám fyrir konur í Walvis Bay því<br />

að þetta er eini möguleikinn sem fátækar konur hér<br />

hafa til að bæta aðstæður sínar. Fullorðinsfræðsluverkefnið<br />

gefur fátækum konum í Walvis Bay von um bjartari<br />

framtíð. Hvað varðar mína framtíð þá sé ég sjálfa mig<br />

eftir 5 til 10 ár stjórna svona kvennaverkefni sem sameinar<br />

gunnmenntun, verkþjálfun og sjálfsstyrkingu.<br />

SM: Já, það verður enn þörf fyrir svona verkefni eftir<br />

10 ár.<br />

TN: Það verður tvímælalaust þörf fyrir svona verkefni<br />

hér í Walvis Bay í mörg ár enn. Við konurnar hér í<br />

Namibíu höfum þurft að þola svo mikið í gegnum tíðina.<br />

Allt of margar konur hér enda bara í drykkju því að þær<br />

eru ómenntaðar, hafa enga verkþekkingu, eru atvinnulausar<br />

og með lítið sjálfstraust. Konur hér þurfa að fá<br />

tækifæri til að fara í nám og bæta aðstæður sínar. Við<br />

sem höfum tekið málin í okkar hendur og skráð okkur í<br />

Help Yourself-verkefnið erum fyrirmyndir hinna. Við<br />

konurnar verðum að læra að taka málin í okkar hendur,<br />

mennta okkur og byggja okkur upp þannig að við getum<br />

verið sjálfstæðar en ekki öðrum háðar.<br />

Höfundur starfaði sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna ÞSSÍ<br />

í Namibíu 1999-2003.<br />

Sjöfn Vilhelmsdóttir<br />

23


Lilja D. Kolbeinsdóttir<br />

Hjördís Guðbjörnsdóttir<br />

KENNARAMENNTUN<br />

Í ANGÓLA<br />

Staða menntunar í heiminum<br />

Í þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um þróun<br />

í heiminum er lögð áhersla á að ,,öll börn njóti grunnskólamenntunar“<br />

árið 2015 og ,,að bæði stúlkur og<br />

drengir ljúki grunnskólanámi“. Það er talið að menntunarstig<br />

hafi áhrif á þróun einstakra samfélaga og<br />

óbeint á allan heiminn. Talið er að aukin menntun<br />

þjóðar skili bættum hagvexti og framþróun. Einnig er<br />

talið að menntun gefi einstaklingum aukna möguleika<br />

til að njóta betra lífs.<br />

Eðli og umfang hindrana sem eru í vegi fyrir því að<br />

tryggja öllum menntun eru mismunandi eftir svæðum<br />

og löndum. Hinir fátækustu, stúlkur og minnihlutahópar<br />

líða í flestum tilfellum mest fyrir takmarkaðan<br />

aðgang að formlegri menntun. Þetta á sérstaklega við<br />

í dreifbýli í þróunarlöndum þar sem tækifæri til menntunar<br />

eru af skornum skammti og skólar hafa í flestum<br />

tilfellum minni möguleika á að bjóða upp á góða<br />

menntun. Þessi ójöfnuður leiðir til þeirrar staðreyndar<br />

að hinir fátæku, sem eiga að hagnast mest á grunnmenntun,<br />

hafa minni möguleika sem oft ýtir undir félagslega<br />

mismunun þar sem hinir ríku komast fram fyrir<br />

hina fátæku.<br />

Þrátt fyrir að meira en hálf öld sé liðin frá því að<br />

menntun varð hluti af grundvallarmannréttindum með<br />

mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, var<br />

áætlað árið 2000, að um 855 milljónir manna í heiminum<br />

væru ólæsir. Það er því augljóst að gera þarf raunverulegt<br />

átak í menntamálum á þessari þúsöld.<br />

Menntun fyrir alla<br />

Síðastliðinn áratug hefur alþjóðasamfélagið sent frá<br />

sér margar áætlanir og yfirlýsingar þar sem aðalmarkmiðið<br />

er að vinna að grunnmenntun á alþjóðavettvangi.<br />

Átakið Menntun fyrir alla (Education For All<br />

(EFA)) var fyrst kynnt á Jomtien-ráðstefnunni í Taílandi<br />

1990 þar sem þjóðir heims, í samvinnu við Alþjóðabankann<br />

og stofnanir Sameinuðu þjóðanna (S.þ.), tóku<br />

höndum saman um að menntun yrði skilgreind sem<br />

forgangsþróunarmál. Árið 2000 vantaði enn mikið upp<br />

á að markmiðunum frá 1990 væri náð og hafa iðnríkin<br />

verið gagnrýnd fyrir að leggja ekki fram nægilega mikið<br />

fjármagn til aðstoðar þróunarlöndum. Átakið var því<br />

endurskoðað á fundi í Dakar í Senegal árið 2000. Niðurstaða<br />

þess fundar var svo kallaður Dakar-átaksrammi<br />

(Dakar-Framework of Action) þar sem þjóðir heims<br />

hafa skuldbundið sig til að vinna að sex meginmarkmiðum<br />

(Dakar-markmiðunum) hvað varðar menntun.<br />

24


Helsta markmiðið er að öllum börnum verði tryggður<br />

aðgangur að menntun sem felur í sér að stúlkum og<br />

börnum, sem búa við erfiðar aðstæður eða sem minna<br />

mega sín, verður tryggður réttur til náms. Auk þess er<br />

lögð áhersla á skólagöngu barna á leikskólaaldri, fullorðinsfræðslu<br />

og símenntun, sérstaklega fyrir konur.<br />

Þessum markmiðum á að ná fyrir árið 2015.<br />

Samkvæmt skýrslu, sem var gefin út á vegum átaksins<br />

Menntun fyrir alla fyrir árið 2002 (The EFA monitoring<br />

report – Is the world on track?), er heimurinn ekki á<br />

réttri leið með að ná takmarkinu að tryggja menntun<br />

fyrir alla árið 2015. Áætlað er að 113 milljónir barna á<br />

grunnskólaaldri gangi ekki í skóla og búa 97% þeirra í<br />

þróunarlöndunum. Á síðustu árum hefur komið fram<br />

gagnrýni á að í Dakar-markmiðunum sé ekki nægilega<br />

mikið hugað að mikilvægi þess að kennarar taki þátt í<br />

uppbyggingu menntamála í þróunarlöndum. Þar er ekkert<br />

talað um menntun eða starfsaðstöðu kennara eða<br />

hvernig þeir eigi að bera sig að við að hrinda markmiðunum<br />

í framkvæmd.<br />

Erfiðleikar sem kennarar<br />

í þróunarlöndum eiga við að etja<br />

Vinnuumhverfi kennara í þróunarlöndum er oft mjög<br />

bágborið. Þeir eru yfirleitt með á milli 50 og 100 nemendur<br />

í bekk og til eru dæmi um kennara sem eru með<br />

200 börn í einum bekk. Vinnuálag er oft mikið þar sem<br />

margir kennarar þurfa að vinna fleiri en eitt stöðugildi<br />

og þróun í Angóla?“ Angóla er það land í Afríku sem<br />

einna lengst hefur átt í stríðsátökum, allt frá upphafi<br />

baráttunnar um sjálfstæði frá Portúgölum í byrjun sjöunda<br />

áratugarins til harðrar borgarastyrjaldar sem snerist<br />

um valdabaráttu og yfirráð auðlinda. Friður komst<br />

ekki á fyrr en 4. apríl 2002. Dreifbýli landsins stendur<br />

mjög illa að vígi vegna óöryggis og skorts á fjármagni á<br />

öllum sviðum undanfarna áratugi. Meginástæðan fyrir<br />

vali mínu á þessu efni er að á árunum 1996 til 2001 vann<br />

ég sem kennari og verkefnisstjóri við kennaraskóla í Huambohéraði<br />

í Angóla. Helsta einkenni skólans er að<br />

hann menntar grunnskólakennara fyrir dreifbýli landsins<br />

og að ekki er eingöngu lögð áhersla á að kennararnir<br />

séu faglega vel undirbúnir, hugmyndaríkir og skapandi<br />

fyrir skólastarfið, heldur einnig að þeir taki frumkvæði<br />

í að stuðla að því að þróa samfélag sitt og nánasta<br />

umhverfi. Hluti af náminu felst í því að búa kennarana<br />

undir að takast á við þau mörgu verkefni sem bíða<br />

þeirra þegar komið er út í þorpin. Áhersla er lögð á að<br />

kennararnir hafi þekkingu á almennum vandamálum<br />

sem fyrir hendi eru í dreifbýlinu. Þar má nefna fátækt og<br />

lífsviðurværi fólks í þorpunum og grunnheilbrigðismál,<br />

t.d. hvernig á að verjast sjúkdómum eins og malaríu, alnæmi<br />

og berklum. Þeir læra einnig um mikilvægi bólusetninga,<br />

hreinsun neysluvatns og notkun salerna.<br />

Það er ekki óvenjulegt að líta á kennara sem virka aðila<br />

í þjóðfélaginu sem láta sig varða samfélagsbreytingar<br />

og umhverfi nemenda sinna. Í þróunarlöndum er<br />

Áætlað er að 113 milljónir<br />

barna á grunnskólaaldri<br />

gangi ekki í<br />

skóla og búa 97% þeirra<br />

í þróunarlöndunum.<br />

Kennarar í þróunarlöndunum<br />

eru yfirleitt með<br />

á milli 50 og 100 nemendur<br />

í bekk.<br />

Helsta aðfinnsluefnið í<br />

menntastefnunni,<br />

Menntun fyrir alla, er<br />

að kennaramenntun og<br />

endurmenntun kennara<br />

hefur ekki verið sett í<br />

brennidepil.<br />

vegna skorts á kennurum. Þá eru laun oft lág og ekki<br />

borguð á réttum tíma sem gerir það að verkum að kennararnir<br />

þurfa að leita sér annarra leiða til framfærslu<br />

sem kostar bæði tíma og fyrirhöfn. Léleg vinnuaðstaða<br />

og skortur á kennslugögnum veldur einnig kennurum<br />

vandræðum sem og langar vegalengdir á milli heimilis<br />

og vinnu en oftast ferðast þeir á milli staða á tveimur<br />

jafnfljótum. Svona mætti lengi telja.<br />

Kennarar og þróun í Angóla<br />

Helsta aðfinnsluefnið í menntastefnunni, Menntun fyrir<br />

alla, er að kennaramenntun og endurmenntun kennara<br />

hefur ekki verið sett í brennidepil samhliða átakinu.<br />

Skortur er á vel menntuðum kennurum til að taka þátt í<br />

þeim róttæku breytingum sem eiga að verða. Án þess að<br />

þessir þættir séu teknir til greina er erfitt að koma á<br />

menntun fyrir alla.<br />

Frá 2. maí til 31. ágúst 2003 vann ég við MA-rannsókn<br />

mína í menntunar- og þróunarfræðum sem nefnist<br />

,,Hvaða hlutverki geta kennarar gegnt í uppbyggingu<br />

stórum hluta kennara líkt við aðra þróunarfrömuði, eins<br />

og heilbrigðisstarfsmenn, og eru þeir flestir í þeim hópum<br />

sem finna má á afskekktustu stöðunum. Kennarar<br />

eru meðal þeirra íbúa sem hafa hæsta menntunarstigið<br />

í þorpunum og eru þess vegna hæfir til að stuðla að<br />

sjálfbærri þróun. Í þessu samhengi getur kennarinn orðið<br />

tengiliður milli samfélagsins, ríkisins og óháðra stofnana.<br />

Í flestum tilfellum eru þeir hæfir til að koma á<br />

framfæri tillögum um aukna aðstoð og kynna möguleika<br />

á starfsemi sem hægt er að koma á til aukinnar<br />

framþróunar á hverjum stað.<br />

Þar sem aldrei hafði verið gerð úttekt á því hvernig<br />

landsbyggðarkennurum í Angóla farnaðist í starfi og<br />

hvort þeir gætu í raun tekist á við þau hlutverk sem þeim<br />

voru ætluð að náminu loknu, spurði ég mig þeirrar<br />

spurningar hvort sú hugmynd að líta á kennara sem þróunarfrömuði<br />

skilaði sér í þeirra starfi og hvort þeir gætu<br />

sinnt þessu hlutverki með öllum þeim vandamálum sem<br />

þeir þyrftu að glíma við. Til þess að fá sem nákvæmastar<br />

niðurstöður gerði ég, ásamt öðrum nemanda, frumrann-<br />

25


Það er augljóst að ekki er nóg að<br />

tala um að það vanti byggingar og<br />

kennslugögn heldur er menntun og<br />

þjálfun kennara lykilatriði.<br />

Þrátt fyrir mikinn mótbyr og erfiðar<br />

aðstæður vakti það athygli hvað<br />

kennararnir sjálfir töldu hlutverk<br />

sitt vera mikilvægt.<br />

möguleika þeirra til að víkka út hlutverk sitt. Þegar<br />

kennarar starfa í minni hópum eða teymum á sama stað<br />

(í skóla, bæ eða þorpi) aukast líkurnar á því að þeir taki<br />

frumkvæði og að þau verkefni, sem þeir vinna að, verði<br />

sjálfbær og beri árangur. Eins og staðan er í dag eiga<br />

kennarar í Angóla erfitt með að hafa áhrif á framgang<br />

innan menntakerfisins sem kemur einnig niður á möguleikum<br />

þeirra til að láta gott af sér leiða í þróunarmálum<br />

utan veggja skólans.<br />

Þrátt fyrir mikinn mótbyr og erfiðar aðstæður vakti<br />

það athygli hvað kennararnir sjálfir töldu hlutverk sitt<br />

vera mikilvægt og að þeir litu á sig sem hugsandi og<br />

virka aðila, mikilvæga í því að bæta samskipti skóla og<br />

foreldra og samband samfélagsins við skólann. Einn<br />

kennarinn lýsti vinnuálaginu á eftirfarandi hátt:<br />

Lilja D. Kolbeinsdóttir<br />

Frá Angóla.<br />

sókn í Angóla. Skoðað var hvernig tuttugu og þrír kennarar,<br />

menntaðir við kennaraskólann í Huambohéraði,<br />

skynja stöðu sína í þróunarmálum í landinu og hver<br />

reynsla þeirra og helstu erfiðleikar eru í bæjunum Kaála<br />

og Bailundo. Einnig var talað sérstaklega við konur sem<br />

eru kennarar í Huamboborg. Meginmunurinn á Kaála og<br />

Bailundo er sá að Kaála er um 23 km frá héraðshöfuðborginni<br />

Huambo og hefur alla tíð verið undir stjórn ríkisstjórnarinnar,<br />

á meðan Bailundo, sem er um 82 km frá<br />

Huamboborg, var á valdi stjórnarandstöðunnar UNITA á<br />

árunum 1993 til 2000. Menntastigið í Kaála nær til tólfta<br />

bekkjar, eða menntaskólastigs, á meðan það nær aðeins<br />

til áttunda bekkjar í Bailundo. Þetta þýðir þó ekki að það<br />

sé menntun fyrir alla í þessum bæjum. Í þorpi í aðeins 15<br />

km fjarlægð frá Kaálabæ, sem er með 1000 börn á skólaaldri,<br />

er t.d. einungis einn kennari. Annað lýsandi dæmi<br />

frá Bailundo er þorp þar sem yfir 6300 börn hafa ekki aðgang<br />

að menntun. Þar er aðeins einn skóli með tveimur<br />

kennslustofum. Það er augljóst að ekki er nóg að tala um<br />

að það vanti byggingar og kennslugögn heldur er<br />

menntun og þjálfun kennara lykilatriði til að allir njóti<br />

menntunar í Angóla eins og í svo mörgum öðrum löndum.<br />

Þær aðstæður, sem kennararnir búa við í þorpunum,<br />

eru t.d. rafmagnsleysi, ekkert rennandi vatn, skortur á<br />

nauðsynjavörum, lélegar samgöngur og takmörkuð samskipti<br />

við umheiminn.<br />

Rannsóknarniðurstöður<br />

Í rannsókninni kom fram að það veltur algjörlega á þeim<br />

stuðningi sem kennarar fá frá fólkinu og stjórnendum<br />

þar sem þeir vinna, hvort þeir ná að vera í hlutverki þróunarfrömuða<br />

og vinna við þróunarmál í þorpunum.<br />

Þetta á einkum við þar sem ekkert formlegt stuðningskerfi<br />

er fyrir þá kennara sem vinna að einhverju leyti að<br />

málefnum utan almenns skólastarfs. Á afskekktari stöðum<br />

fá kennararnir hærri samfélagstöðu sem eykur<br />

„Ég get ekki nýtt mér allt það sem við lærðum í kennaraskólanum.<br />

Ég get ekki fylgst með hverjum einasta<br />

nemanda og forráðamönnum þeirra vegna þess að við<br />

erum með 50 til 60 nemendur í bekk og hver kennari<br />

getur kennt allt að þremur bekkjum. Hvernig er hægt<br />

að þekkja foreldra hvers einasta nemanda? Vandamálið<br />

er að við erum menntaðir til að kenna á fyrsta stigi og<br />

miðstigi en hér erum við öll að vinna á efsta stigi. Þetta<br />

var meira að segja svona þegar við vorum í æfingarkennslu,<br />

jafnvel þó að það væri tilkynnt að við værum<br />

menntaðir fyrir fyrsta stig og miðstig. Um leið og við<br />

komum á svæðið vorum við sett í að kenna á efsta stigi<br />

vegna skorts á kennurum og ég þurfti að vinna á morgnana,<br />

eftir hádegi og á kvöldin þar sem það var enginn<br />

annar stærðfræðikennari við skólann.“<br />

Þrátt fyrir erfiðleikana telja kennararnir sig vera lykilpersónur<br />

í því að brúa bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis,<br />

auk þess að vera frumkvöðlar í samfélaginu og<br />

fyrirmyndir unga fólksins í þorpunum. Alls vinna 44%<br />

kennaranna, sem tóku þátt í rannsókninni, við einhvers<br />

konar þróunarstörf fyrir utan hið almenna skólastarf.<br />

Lilja D. Kolbeinsdóttir<br />

26


Hinir fátækustu, stúlkur og minnihlutahópar<br />

líða í flestum tilfellum<br />

mest fyrir takmarkaðan aðgang að<br />

formlegri menntun.<br />

Það þarf menntastefnu sem gefur<br />

kennaranum meira gildi og hærri<br />

þjóðfélagsstöðu til að stuðla að<br />

sjálfbærri vinnu og framlagi þeirra<br />

til þróunar.<br />

Sem dæmi um þau þróunarstörf, sem kennararnir fást<br />

við, má nefna: samvinnu kennara í Bailundo við þróunarstofnun<br />

og almenning við að byggja nýjar skólastofur,<br />

salernisaðstöðu og vatnspumpu fyrir grunnskólann, símenntunarnámskeið<br />

fyrir kennara sem voru einangraðir<br />

í afskekktum þorpum í stríðinu, opnun forskóla fyrir<br />

börn flóttamanna til að undirbúa þau fyrir inngöngu í<br />

almenna skóla, íþrótta- og tómstundastörf fyrir unglinga,<br />

verkefni sem stuðlar að upplýsingu og fræðslu um<br />

alnæmi í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og innlenda<br />

hjálparstofnun, götuleikhús þar sem lögð er<br />

áhersla á að skapa umræðu um samfélagsmálefni eins<br />

og friðarsátt, kynjamisrétti, heilbrigðismál og hættur af<br />

völdum jarðsprengja, og bændasamtök til að bæta<br />

landbúnaðarframleiðslu smábænda.<br />

Einn kennarinn í Bailundo lýsti því þannig hvernig<br />

ástandið var þegar hópur fjögurra nýútskrifaðra kennara<br />

kom þangað árið 2000:<br />

„Þegar við komum hingað var ekkert skipulagt<br />

íþróttastarf og við skipulögðum það frá grunni. Við<br />

stofnuðum fótboltafélag og komum af stað miklu<br />

frjálsíþróttastarfi. Við fjórir skipulögðum fundi og héldum<br />

fyrirlestra um alnæmi og fengum fjárstuðning frá<br />

manni hér í bænum. Persónulega fékk ég það tækifæri<br />

að kynna mér menningu og siði svæðisins og tek nú að<br />

mér að kynna sögu staðarins fyrir gesti. Við vinnum líka<br />

mörg störf fyrir ríkið. Fyrstu tvö árin urðum við líka að<br />

standa vörð á nóttunni, sem hermenn, vegna öryggisaðstæðna<br />

í bænum. Vinnudagurinn gat því orðið frekar<br />

langur en nú er þessu lokið og við getum einbeitt okkur<br />

að skólanum og þróunarmálum.“<br />

Þrátt fyrir þær miklu hindranir og erfiðleika sem<br />

kennararnir eiga við að glíma í hlutverki sínu sem þróunarfrömuðir,<br />

kom það fram í rannsókninni að þeir geta<br />

gengt þessu hlutverki að vissum skilyrðum uppfylltum.<br />

Það þarf menntastefnu sem gefur kennaranum meira<br />

gildi og hærri þjóðfélagsstöðu til að stuðla að sjálfbærri<br />

vinnu og framlagi þeirra til þróunar. Fjárfesta þarf í eftirliti<br />

og stuðningi við kennarana, tryggja þarf reglulegar<br />

launagreiðslur (í dag eru laun ekki greidd á réttum<br />

tíma og rýrna því upp í mikilli verðbólgu), sem og<br />

kennslugögn og betri vinnuaðstöðu í skólum. Það að<br />

stuðla að því að kennarar gegni hlutverki sem þróunarfrömuðir<br />

í dreifbýli gerist ekki án fjármagns og skuldbindinga<br />

þar sem kennaramenntun er gerð að hornsteini<br />

menntastefnu landsins. Í landi eins og Angóla er<br />

fjárfesting í mannauði mikilvæg til að stuðla að þeirri<br />

öru þróun sem landið hefur farið á mis við síðastliðna<br />

áratugi.<br />

Höfundur er menntunar- og þróunarfræðingur og hlaut styrk<br />

frá ÞSSÍ til að gera vettvangsrannsókn í Angóla sumarið 2003<br />

Nokkrar heimildir:<br />

• Fredriksson, Irene & Kolbeinsdóttir, Lilja (2003) What Role Can<br />

Teachers Play in Local Reconstruction and Development in Angola?:<br />

Óútgefin MA-ritgerð við University of East Anglia,<br />

Norwich, UK.<br />

• UNESCO (2002) EFA Global Monitoring Report 2002 - Education<br />

For All. Is the World on Track?, hjá: http://portal.unesco.org/education/ev.php?URL_ID=11283&URL_DO=DO<br />

_TOPIC&URL_SECTION=201<br />

• UNESCO (2003) Menntun fyrir alla, hjá:<br />

http://www.unesco.org/education/efa/index.shtml<br />

• Watkins, K. (2000) The Oxfam Education Report, London:<br />

Oxfam Publication.<br />

Hjördís Guðbjörnsdóttir<br />

27


Guðrún Haraldsdóttir<br />

R E F L E C T<br />

Guðrún Haraldsdóttir<br />

FULLORÐINSFRÆÐSLA<br />

OG BARÁTTAN GEGN FÁTÆKT<br />

OG VALDLEYSI<br />

Fyrir tæpum þremur árum hóf Þróunarsamvinnustofnun<br />

Íslands að styðja lestrar- og skriftarnámskeið fyrir<br />

fullorðna við Apaflóa í Malaví. Á námskeiðunum er notuð<br />

aðferðafræði sem bresku félagasamtökin ActionAid<br />

þróuðu fyrir u.þ.b. áratug sem nefnist ,,Regenerated<br />

Freirean Literacy Through Empowering Community<br />

Techniques“ og er skammstöfuð REFLECT. Eins og nafnið<br />

gefur til kynna er nálguninni ætlað að leiða til annars<br />

og meira en þekkingar á lestrar- og skriftartækni.<br />

REFLECT-aðferðafræðin og<br />

Paulo Freire<br />

REFLECT-aðferðin í fullorðinsfræðslu byggist að stórum<br />

hluta á hugmyndum brasilíska kennslufræðingsins Paulos<br />

Freires sem hafði víðtæk áhrif í kennslufræðum á sjöunda<br />

og áttunda áratug síðustu aldar. Að mati Freires er ólæsi<br />

fullorðins fólks ein helsta birtingarmynd efnahagslegs og<br />

félagslegs óréttlætis í heiminum. Samkvæmt kenningum<br />

hans einkennist fátækt og valdleysi af því sem hann kallaði<br />

„menningu þagnarinnar“, þ.e. aðstæðum sem gera<br />

fólki erfitt fyrir að átta sig á orsökum fátæktarinnar og<br />

kúgar það til þagnar og aðgerðarleysis. Freire vildi tengja<br />

lestrar- og skriftarnám fullorðinna við baráttu fyrir félagslegum<br />

breytingum og réttlátari heimi. Hann vildi skilgreina<br />

slíkt nám sem pólitískt ferli þar sem nemendur<br />

þroska vitund sína um að fátækt þeirra og kúgun eru ekki<br />

óbreytanlegar aðstæður heldur tilbúinn veruleiki sem<br />

hægt er að breyta. Til að skapa aðstæður fyrir slíkt ætti<br />

að leggja áherslu á umræður og skoðanaskipti í kennslustundum.<br />

Freire taldi að tilbúnar kennslubækur væru of<br />

leiðandi og í flestum tilfellum algerlega óviðkomandi lífi<br />

nemandans og vildi leggja þær af. Í staðinn lagði hann til<br />

að kennarar noti teikningar eða ljósmyndir úr nánasta<br />

umhverfi nemendanna til að skapa umræður um aðstæður<br />

þeirra og vandamál. Með því móti vildi hann reyna að<br />

gera nemendur virka og skapandi gerendur í námsferlinu.<br />

Að mati Freires mundi sú nálgun viðhalda áhuga<br />

nemendanna betur um leið og hún myndi þroska vitund<br />

þeirra og samstöðu gegn kúgandi öflum.<br />

Árangurinn lét á sér standa<br />

Þó að hugmyndir Paulos Freires hefðu mikil áhrif á sínum<br />

tíma og þættir úr kenningum hans séu nú hluti af viðteknum<br />

kennsluaðferðum virðist raunverulegur árangur í<br />

formi aukins læsis og sjálfsvalds (empowerment) fátæks<br />

fólks í heiminum hafa látið á sér standa. Í skýrslu, sem Alþjóðabankinn<br />

gaf út árið 1994, er því haldið fram að einungis<br />

12,5% þeirra fullorðnu einstaklinga, sem byrja á<br />

28


REFLECT-aðferðin í fullorðinsfræðslu<br />

byggist að stórum<br />

hluta á hugmyndum<br />

brasilíska kennslufræðingsins<br />

Paulos Freires.<br />

Árangur í menntun barna<br />

tengist beint menntun<br />

foreldranna.<br />

REFLECT-aðferðin tengir<br />

kenningar Freires við<br />

aðferðir svokallaðrar<br />

þátttökuþróunar.<br />

Guðrún Haraldsdóttir<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

lestrar- og skriftarnámskeiðum í heiminum, nái tilætluðum<br />

árangri og viðhaldi kunnáttunni að námi loknu. Þessi<br />

takmarkaði árangur leiddi til dvínandi áhuga alþjóðlegra<br />

þróunarsamvinnustofnana á því að styðja slík námskeið í<br />

fátækum löndum heimsins á níunda og tíunda áratugnum<br />

þrátt fyrir mjög útbreitt menntunarleysi fullorðinna í<br />

mörgum þessara landa. Áhugi á menntamálum í kjölfar<br />

ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna „Menntun fyrir alla“ í<br />

Jomtien á Taílandi árið 1990 leiddi á þeim tíma fyrst og<br />

fremst til átaks í menntun barna. Að mati félagasamtakanna<br />

ActionAid tengist hins vegar árangur í menntun<br />

barna beint menntun foreldranna. Samtökin telja mikilvægt<br />

að leggja jafna áherslu á að auka grunnmenntun<br />

fullorðinna og menntun barna og í byrjun tíunda áratugarins<br />

fóru þau að reyna að endurvekja áhuga á fullorðinsfræðslu<br />

sem baráttutæki gegn menntunarleysi og fátækt.<br />

Sérfræðingar innan ActionAid-samtakanna telja að<br />

þrátt fyrir vinsældir og útbreiðslu hinna róttæku kenninga<br />

Freires hafi þær ekki náð að breyta að marki aðferðafræðinni<br />

við lestrar- og skriftarkennslu fullorðinna í<br />

heiminum. Telja þeir að víðast hafi verið haldið áfram að<br />

nota staðlaðar kennslubækur, kennarinn er jafnan áfram<br />

við stjórnvölinn og umræður eða skoðanaskipti eru í lágmarki.<br />

Með öðrum orðum, námið hefur haldið áfram að<br />

vera hið vélræna ferli sem Freire fordæmdi. ActionAidsamtökin<br />

tóku þá stefnu að þróa nýja aðferðafræði og<br />

útkoman var aðferðafræði sem tengir kenningar Freires<br />

við hugmyndir og aðferðir svokallaðra þátttökuþróunar<br />

(participatory development). Eftir ráðstefnu Sameinuðu<br />

þjóðanna í Dakar árið 2000, sem einnig bar yfirskriftina<br />

„Menntun fyrir alla“, virðist áhugi á fullorðinsfræðslu<br />

innan hins alþjóðlega samfélags vera að aukast á ný.<br />

Þátttökuþróun<br />

Flestar aðferðir, sem notaðar eru í tengslun við þátttökuþróun,<br />

byggjast á svokallaðri PRA-aðferðafræði (Participatory<br />

Rural Appraisal) sem þróaðist á áttunda og níunda<br />

áratug síðustu aldar. Þróun þessarar aðferðafræði<br />

var andsvar við þeirri hugmyndafræði sem alþjóðlegt þróunarstarf<br />

eftirstríðsáranna byggðist á, þar sem vestrænar<br />

þróunarsamvinnustofnanir lögðu línurnar um þróun í<br />

hinum fátæku ríkjum heimsins (gjarnan kallað „donordriven<br />

development“ eða „top-down development“).<br />

Grunnhugmynd PRA-aðferðafræðinnar er að gera þeim<br />

sem eiga að njóta góðs af þróunarverkefnum kleift að<br />

taka virkan þátt í ákvarðanatöku, undirbúningi og framkvæmd<br />

þeirra. Þátttökuþróun á að hafa jákvæð áhrif á<br />

sjálfsvald þeirra einstaklinga og samfélaga sem taka þátt<br />

í henni, auka áhuga þeirra á framkvæmdinni (ownership<br />

of development) og stuðla þannig að varanlegri þróun<br />

(sustainable development). Í þátttökuþróun er lögð<br />

áhersla á hið staðbundna samfélag (local community).<br />

Fylgireglan er sú að staðbundin vandamál krefjist staðbundinna<br />

lausna og hið staðbundna samfélag verður<br />

þannig bæði þiggjandi og gerandi í þróunarferlinu. Síðasta<br />

áratuginn hefur orðræða um þátttökuþróun og þróunarverkefni,<br />

sem byggjast að hluta eða öllu leyti á hugmyndafræði<br />

þátttökuþróunar, verið áberandi víða í Afríku,<br />

jafnt hjá stjórnvöldum, rótgrónum, alþjóðlegum þróunarsamvinnustofnunum<br />

og róttækum grasrótarhreyfingum.<br />

Tenging þátttökuþróunar<br />

og fullorðinsfræðslu<br />

Með þróun REFLECT-aðferðafræðinnar var í fyrsta sinn<br />

farið að nota þátttökuaðferð í lestrar- og skriftarnámi<br />

29


Staðbundin vandamál krefjist staðbundinna<br />

lausna og hið staðbundna<br />

samfélag verður þannig bæði þiggjandi<br />

og gerandi í þróunarferlinu.<br />

Við Apaflóa í Malaví styður ÞSSÍ<br />

REFLECT-námskeið í 23 þorpum.<br />

Guðrún Haraldsdóttir<br />

fullorðinna. Með þessari aðferðafræði er nýtt þátttökutækni<br />

frá PRA sem byggist á þeirri hugmynd að sjónsköpun<br />

(visualisation) sé áhrifarík leið til að örva sköpunarkraft<br />

og virkni nemenda í námsferlinu. Hver kennslustund<br />

byrjar á því að nemendur vinna saman að teikningu sem<br />

lýsir einhverju úr nánasta umhverfi þeirra. Þetta getur<br />

verið kort af landsvæði þorpsins, sem sýnir hvernig landareign<br />

skiptist á milli íbúanna, eða dagatal sem sýnir á<br />

hvaða tímum ársins moskítóflugur herja helst á þorpsbúa.<br />

Nemendur teikna þessar myndir í sameiningu á jörðina (á<br />

malar- eða moldarblett) og nota til þess trjágreinar, steinhnullunga<br />

og annað sem þeir finna í umhverfinu. Þegar<br />

teikningin er tilbúin er gerð eftirmynd af henni á stórt<br />

blað sem leiðbeinandinn notar til að hvetja til umræðna,<br />

t.d. um eignarhald á ræktunarlandi eða leiðir til þess að<br />

fækka malaríutilfellum í þorpinu. Leiðbeinandi notar svo<br />

lykilorð, setningar eða tölustafi úr umræðunum við að<br />

leiðbeina nemendunum í hinu eiginlega lestrar-, skriftarog<br />

reikningsnámi. Eina bókin, sem notuð er á REFLECTnámskeiðum,<br />

er handbók leiðbeinandans sem gefur hugmyndir<br />

um skipulag og stjórnun námsins. Engin kennslubók<br />

er notuð heldur eru teikningarnar, sem nemendurnir<br />

gera í sameiningu, auk þeirra orða og tölustafa, sem<br />

ákveðið er að skipti lykilmáli í umræðunum, notuð sem<br />

námsefni. Markmiðið er að nemendurnir sjálfir tengi<br />

námið við það sem mikilvægt er í lífi þeirra en eins og<br />

Freire gera ActionAid-samtökin ráð fyrir því að sú aðferð<br />

viðhaldi betur áhuga nemendanna og flýti jafnvel fyrir<br />

því að þeir læri að lesa og skrifa.<br />

REFLECT-aðferðafræðin snýst ekki bara um að bæta<br />

lestrar- og skriftarnám heldur er ætlast til þess að námsferlið<br />

hvetji til þróunarátaks eða breytinga í samfélaginu<br />

sem byggist á frumkvæði og þátttöku íbúanna sjálfra. Í<br />

stað óhlutbundinna umræðna um fátækt og kúgun, sem<br />

höfundar REFLECT-aðferðafræðinnar telja hafa einkennt<br />

fyrri kennsluaðferðir, byggðar á kenningum Freires, er<br />

með þessari aðferð í upphafi lögð áhersla á umræður um<br />

svokallaðar hagnýtar þarfir nemendanna sem fela ekki<br />

endilega í sér baráttu fyrir víðtækum, félagslegum breytinum.<br />

Þetta getur t.d. verið þörf fyrir að bæta aðgengi að<br />

hreinu drykkjarvatni í þorpinu eða þörf fyrir að bæta<br />

samgöngur til þorpsins. Lykilatriðið er að skilgreiningin á<br />

þessum þörfum eða vandamálum komi frá nemendunum<br />

sjálfum sem í framhaldinu skipuleggja átak til lausnar<br />

vandamálunum. Þetta getur t.d. falið í sér skipulagðan<br />

þrýsting á yfirvöld um að útvega aðgang að hreinu<br />

drykkjarvatni eða skipulagningu á vinnuátaki í þorpinu til<br />

að bæta vegasamgöngur til nærliggjandi svæða. Höfundar<br />

REFLECT-aðferðafræðinnar gera ráð fyrir því að slíkar<br />

umræður og hópvinna hvetji til skapandi hugsunar og<br />

aukins sjálfsvalds sem með tímanum gæti leitt til breytinga<br />

á valdatengslum og formgerð samfélagsins. Þannig<br />

gæti umræða um aðgang að hreinu drykkjarvatni leitt til<br />

aukinnar vitundar um verkaskiptingu kynjanna eða<br />

vinnuálag kvenna í samfélaginu en í Afríku eru konur<br />

gjarnan ábyrgar fyrir að sjá heimilunum fyrir drykkjarvatni,<br />

og umræður um vegasamgöngur gætu leitt til vitundarvakningar<br />

um óréttláta úthlutun ríkisfjárlaga. Með<br />

öðrum orðum er markmið framangreindar aðferðafræði<br />

að mæta námsþörfum einstaklinganna sem taka þátt í<br />

lestrar- og skriftarnámskeiðunum en einnig þörfum samfélagsins<br />

í heild.<br />

Fullorðinsfræðsla við Apaflóa<br />

REFLECT-aðferðafræðin við fullorðinsfræðslu er nú<br />

notuð víða um heim, m.a. í nokkrum Afríkuríkjum. Fyrstu<br />

REFLECT-námskeiðin byrjuðu í Malaví árið 1998 og er því<br />

ekki komin löng reynsla á framkvæmd REFLECT-aðferðafræðinnar<br />

í malavísku umhverfi. Nýlega stofnuðu félagasamtök<br />

og stofnanir, sem halda þessi námskeið, svokallað<br />

REFLECT-ráð (Malawi REFLECT Forum) sem mun hafa það<br />

hlutverk að samhæfa nám af þessu tagi í landinu og sjá<br />

um þjálfun fólks sem skipuleggur námskeið og undirbúning<br />

leiðbeinenda. Á stofnfundi ráðsins var starfsmaður<br />

Elín R. Sigurðardóttir<br />

30


Elín R. Sigurðardóttir<br />

Frá Apaflóahéraði.<br />

Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), Fred Chizule,<br />

kosinn formaður þess til tveggja ára. Mikilvægasta verkefni<br />

ráðsins til að byrja með verður að þróa samhæfðar<br />

aðferðir til að meta árangur REFLECT-námskeiðanna sem<br />

haldin eru í landinu en hingað til hefur hvert verkefni fyrir<br />

sig notað sínar eigin aðferðir.<br />

Við Apaflóa í Malaví styður ÞSSÍ REFLECT-námskeið í<br />

23 þorpum. Námskeiðin eru hluti af skipulagðri fullorðinsfræðslu<br />

malavíska ríkisins og er starfsfólk verkefnisins<br />

að mestu malavískir ríkisstarfsmenn, auk sjálfboðaliða<br />

úr þorpunum sem starfa sem leiðbeinendur á námskeiðunum.<br />

Stuðningur ÞSSÍ felst fyrst og fremst í stjórnsýslu<br />

og fjárhagslegum stuðningi við verkefnið, en mikill tími<br />

hefur farið í þjálfun leiðbeinenda og starfsfólks þau tvö<br />

ár sem verkefnið hefur verið rekið. Auk þeirrar þjálfunar<br />

hefur ÞSSÍ fjármagnað útgáfu á léttu lesefni fyrir<br />

nemendur, látið útbúa handbók fyrir leiðbeinendurna<br />

og í ágúst 2003 var til reynslu komið á barnagæslu fyrir<br />

börn nemenda í þremur þorpanna. Skipulagning barnagæslu<br />

samhliða fullorðinsfræðslunámi er nýlunda í<br />

Malaví en vonast er til þess að hægt verði að koma á<br />

barnagæslu samhliða námskeiðunum í öllum þorpunum<br />

á næstu tveimur árum.<br />

Ágætlega hefur gengið að reka REFLECT-námskeiðin<br />

við Apaflóa. Meðalþátttaka í námskeiðunum er tæplega<br />

þrjátíu nemendur og hafa leiðbeinendur námskeiðanna<br />

sýnt mikinn áhuga og tryggð við verkefnið. En REFLECTaðferðafræðin<br />

við fullorðinsfræðslu er margþætt nálgun<br />

og gera má ráð fyrir því að það taki tíma að þróa vissa<br />

hluta námskeiðanna. Það hefur t.d. vafist fyrir leiðbeinendum<br />

námskeiðanna við Apaflóa að fá nemendur til að<br />

verða virkir þátttakendur í náminu, en slík nálgun er róttæk<br />

breyting frá viðteknum kennsluháttum og rótgrónum<br />

samskiptamáta í landinu. Einnig er heldur ólíklegt að<br />

leiðbeinendurnir eigi auðvelt með að koma á umræðum<br />

um samfélagslegar eða pólitískar breytingar við nemendur<br />

í landi sem er enn stutt á veg komið við að losa sig<br />

undan einræðisstjórn og kúgun. Hins vegar hafa þátttakendur<br />

í REFLECT-námskeiðunum í flestum þorpunum<br />

þegar staðið fyrir ýmiss konar hópvinnu í þeim tilgangi<br />

að bæta eða breyta einhverju sem betur má fara í þorpinu<br />

þeirra. Einn hópur stóð fyrir átaki til að bæta veginn<br />

til þorpsins, annar hópur byggði skýli fyrir farþega almenningsfarartækja<br />

sem koma til þorpsins, og margir<br />

hópar hafa ræktað grænmeti sem þeir selja og nota<br />

ágóðann til að styrkja þá sem tilheyra hópnum eða aðra<br />

í þorpinu. REFLECT-námskeiðin við Apaflóa hafa þannig<br />

orðið til þess að tengja hina eiginlegu lestrar- og skriftarkennslu<br />

ýmsum minni háttar umbótum í þorpunum.<br />

Hvort það starf eða námið sjálft hvetji til einhverra samfélagslegra<br />

breytinga innan þorpanna eða utan þeirra í<br />

framtíðinni er erfitt að segja til um.<br />

Höfundur starfaði sem verkefnisstjóri félagslegra verkefna ÞSSÍ<br />

í Malaví 2001-<strong>2004</strong>.<br />

Heimildir:<br />

• Abadzi, H. (1994) What We Know About Acquisition of Adult<br />

Literacy – Is there Hope? Washington DC: The World Bank<br />

Discussion Paper 245.<br />

• Archer, D. & S. Cottingham (1996) The REFLECT Mother Manual:<br />

A New Approach to Literacy. London: Action Aid.<br />

• Chambers, R. (1994) Participatory Rural Appraisal (PRA): Challenges,<br />

Potentials and Paradigm. World Development 22 (10):<br />

1437-54.<br />

• Englund, H. (ritstj.) (2001) A Democracy of Chameleons: Politics<br />

and Culture in the New Malawi. Uppsala: Nordiska Afrikainstitutet.<br />

• Government of Malawi (2003) CONFINTEA Mid-term Review<br />

Meeting 9th to 12th September, 2003, Bangkok, Thailand.<br />

Malawi Report. Lilongwe: Ministry of Gender, Youth, and<br />

Community Services.<br />

• Green, M. (2000) Participatory Development and the Appropriation<br />

of Agency in Southern Tanzania. Critique of Anthropology<br />

20(1): 67-89.<br />

• Lauglo, J. (2001) Engaging with Adults: The Case for Increased<br />

Support to Adult Basic Education in Sub-Saharan Africa. Washington<br />

DC: The World Bank.<br />

31


Guðný Helgadóttir<br />

MENNTUN FYRIR ALLA<br />

Forgangsverkefni UNESCO<br />

á sviði menntamála<br />

Í byrjun 21. aldar er fimmta hvert barn á aldrinum 6-11<br />

ára í þróunarríkjunum ekki í skóla eða rúmlega 100 milljónir<br />

barna og um 60% þeirra eru stúlkur. Um 860 milljónir<br />

jarðarbúa eru ólæsir og um 70% þeirra búa í níu fjölmennustu<br />

ríkjum heims: Bangladess, Brasilíu, Kína, Egyptalandi,<br />

Indónesíu, Mexíkó, Nígeríu og Pakistan. Þetta<br />

eru nokkrar staðreyndir um uggvænlega stöðu mála.<br />

Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna<br />

(UNESCO) hefur sett menntun fyrir alla á oddinn sem<br />

aðalverkefni stofnunarinnar á sviði menntamála. Á árinu<br />

1990 var haldin alheimsráðstefna í Jomtien í Taílandi og<br />

varð hún til þess að koma menntamálum framar á forgangslistann<br />

í þróunaraðstoð. Síðan hefur orðið raunverulegur<br />

árangur: á hverju ári hefur börnum, sem sækja skóla,<br />

fjölgað um 10 milljónir og læsi á meðal fullorðinna hefur<br />

aukist í 85% hjá körlum og 74 % hjá konum. En betur má<br />

ef duga skal.<br />

Tíu árum síðar eða á árinu 2000 boðaði UNESCO aftur<br />

til alþjóðaráðstefnu og að þessu sinni í Dakar í Senegal.<br />

Ráðstefnan samþykkti sex markmið, svokölluð Dakarmarkmið,<br />

sem eru:<br />

1. Að efla og bæta leik- og forskólanám, sérstaklega fyrir<br />

þau börn sem verst eru sett.<br />

2. Að tryggja fyrir árið 2015 að öll börn, sérstaklega stúlkur,<br />

börn í erfiðum aðstæðum og úr minnihlutahópum,<br />

njóti ókeypis, góðs gunnskólanáms.<br />

3. Að efla lífsleikni ungra og aldinna.<br />

4. Að auka læsi um helming, sérstaklega á meðal kvenna,<br />

fyrir árið 2015, og bæta aðgengi fullorðinna að námi.<br />

5. Að draga úr kynjamismun í grunn- og framhaldsskólum<br />

fyrir árið 2005 og ná jafnrétti kynjanna til náms fyrir<br />

árið 2015.<br />

6. Að efla gæði menntunar.<br />

Meginábyrgðin á því að ná þessum markmiðum hvílir á<br />

stjórnvöldum í hverju landi, en þróunaraðstoð einstakra<br />

landa og fjölþjóðlegra stofnana, s.s. Þróunarstofnunar<br />

Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Barnahjálpar<br />

Sameinuðu þjóðanna og UNESCO, leggur löndunum lið.<br />

Allir verða að leggjast á eitt ef unnt á að vera að ná þessum<br />

markmiðum fyrir tilskilinn tíma.<br />

Á síðasta ári áttu öll aðildarlönd UNESCO að leggja fram<br />

landsáætlun um það hvernig ætlunin væri að ná Dakarmarkmiðunum.<br />

Menntamálaráðuneytið hafði forystu um<br />

að vinna slíka áætlun í samstarfi við fjölmargar stofnanir<br />

og samtök. Ísland var meðal fyrstu landa til að skila áætluninni<br />

en hún var afhent stofnuninni í ársbyrjun 2002.<br />

Í Dakar var UNESCO falin forysta og hefur aðalframkvæmdastjóri<br />

stofnunarinnar boðað árlega til fundar með<br />

háttsettum aðilum til að styrkja pólitískan vilja til að takast<br />

á við verkefnið og til að ýta undir að nægjanlegu fé verði<br />

varið til verkefnisins. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu<br />

Leikskólabörn í Lüderitz í Namibíu.<br />

stofnunarinnar er talið að auka þurfi árlega framlag til<br />

menntamála í heiminum um 8-15 milljarða Bandaríkjadala<br />

til að ná því marki að öll börn njóti grunnskólanáms árið<br />

2015. Má þess geta að þessi upphæð er minni en 2% af árlegum<br />

hernaðarútgjöldum ríkja heims.<br />

Undirstofnanir UNESCO á sviði menntamála: Menntamálastofnunin<br />

í Hamborg (UIE), sem einkum vinnur að<br />

fullorðinsfræðslu, Alþjóðamenntamálastofnunin í Genf<br />

(IBE) sem stendur fyrir alþjóðaráðstefnum um ákveðna<br />

þætti menntamála annað hvert ár, og Alþjóðastofnunin<br />

um menntamálaáætlanir í París (IIEP), sem menntar fólk úr<br />

stjórnsýslu landanna á sviði menntamála, styðja aðildarlönd<br />

stofnunarinnar hver á sínu sviði til að treysta undirstöðurnar.<br />

Parísarstofnunin (IIEP) býður upp á vetrarlangt<br />

nám fyrir starfsmenn í menntamálageira landanna. Liður í<br />

náminu er vettvangsheimsókn og kom námshópur í slíka<br />

ferð til Íslands vorið 1998. Þessi stofnun heldur líka ýmis<br />

styttri námskeið í aðildarlöndunum og hún vinnur einnig<br />

að verkefnum til að sporna við útbreiðslu alnæmis sem<br />

hefur verið mannskætt í þróunarríkjunum. Í dag standa<br />

mörg lönd frammi fyrir gífurlegum kennaraskorti vegna<br />

dauðsfalla af völdum alnæmis.<br />

Til að fylgjast með því hvernig gengur að ná Dakarmarkmiðunum,<br />

gefur UNESCO út tölfræðilegar upplýsingar<br />

um stöðu mála. Fyrsta skýrslan kom út á árinu 2002:<br />

,,Education for All - Is the World on Track?“ og í nóvember<br />

2003 kom út önnur skýrslan: ,,The Leap to Equality“. Samkvæmt<br />

seinni skýrslunni eiga mörg lönd langt í land með<br />

að ná því markmiði að árið 2005 hafi bæði kynin jafnan<br />

rétt til skólagöngu. Annað áhugavert í skýrslunni er að<br />

mörg lönd, þar á meðal Danmörk, Ísland og Svíþjóð, muni<br />

ekki ná jafnvægi í skólagöngu beggja kynja á framhaldsskólastigi<br />

árið 2015. Skýringin á því er meira brottfall hjá<br />

strákum en stúlkum úr framhaldsskólum. Einnig kemur<br />

fram í skýrslunni að framlag á vegum alþjóðastofnana og<br />

þróunarsamvinnustofnana hefur lækkað að raunvirði á<br />

síðustu árum. Þetta er í mótsögn við þá umræðu og þá<br />

áherslu sem fylgdi í kjölfar Dakar-yfirlýsingarinnar.<br />

Eins og fram kemur af framangreindu þá eiga þjóðir<br />

heims langt í land með að ná því markmiði að allir njóti<br />

einhverrjar skólagöngu árið 2015 og að unninn verði<br />

bugur á ólæsi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að<br />

helga áratuginn 2003-2013 baráttunni fyrir læsi. Vonandi<br />

tekst UNESCO og alþjóðasamfélaginu í heild sinni<br />

að veita þá aðstoð og það aðhald sem nauðsynlegt er til<br />

að málin þokist eitthvað að settu marki.<br />

Höfundur starfar hjá fastanefnd Íslands hjá UNESCO<br />

í sendiráði Íslands í París.<br />

Gísli Pálsson<br />

32

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!