17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Engu sé líkara en íslenska ríkið sé að fara í eignarnám á Skeiðarársandi með kröfum sínum en<br />

eignarnámsheimild í þjóðlendulögum sé ekki til.<br />

Óvissa hefur engin verið um eignarréttinn á Skeiðarársandi. Hann sé í alfaraleið á milli blómlegra<br />

byggða og í engu hægt að jafna honum við sumarbeitilönd til fjalla.<br />

Hvað varði sönnun er á það bent að fyrir óbyggðanefnd sé ríkið að sækja málið gegn landeigendum<br />

og hefur sömu stöðu og stefnandi máls. Á ríkinu hvíli því hin almenna sönnunarskylda að það<br />

verði að sanna þá fullyrðingu sem málatilbúnaðurinn byggist á. Það sé langt í frá að svo hafi ríkið<br />

gert. Þvert á móti hafi eigendur Skaftafells sannað með þinglýstum skjölum, sem séu jafnvel undirrituð<br />

af fulltrúum ríkisins, að þeir séu eigendur þess lands sem ríkið krefst að verði þjóðlendur.<br />

Landeigendur vitna til 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttinda. Engan megi<br />

skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þurfi til þess lagafyrirmæli og komi<br />

fullt verð fyrir. Hér vanti almenningsþörfina, einnig lagaheimildina og ekki geri ríkið ráð fyrir að<br />

greiða nokkuð fyrir landið þó svo að það hafi forkaupsrétt að því og jafnvel rætt um kaup þess á<br />

liðnum áratugum. Niðurstaðan sé því sú að atlaga ríkisins gegn landeigendum í þessu máli sé andstæð<br />

stjórnarskrá. Einnig er vitnað til 25. og 26. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978, um rétt þinglýsts<br />

eiganda en þinglýsta eignarheimild hafi sá sem þinglýsingabók nefni eiganda á hverjum tíma. Skv.<br />

26. gr. njóti sá sem hefur þinglýsta eignarheimild að eign einnig slíkrar heimildar að einstökum<br />

hlutum hennar. Þá er vísað til 1. gr. laga um þjóðlendur o.fl., nr. 58/1998, að því er varðar skilgreiningu<br />

á eignarlöndum, 1. gr. laga um landamerki, nr. 41/1919, sbr. eldri lög um sama efni, 1.<br />

mgr. 2. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga um hefð, nr. 46/1905. Einnig vísa landeigendur til venju, þ.e. að<br />

það land sem að fornu hafi verið notað eingöngu af landeigendum sé með vísan til venjuréttar talið<br />

eignarland þeirra án takmarkana enda hafi nýting þeirra gefið slíkt til kynna.<br />

Jafnframt er bent á meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en íslenska ríkið hafi<br />

ekki sýnt fram á að það geti náð markmiðum sínum (eignarhald á sandinum) með öðru og vægara<br />

móti. Þá megi benda á jafnræðisregluna í 12. gr. og í því sambandi megi velta fyrir sér hvers vegna<br />

eignarhaldi á Skeiðarársandi ætti að vera öðruvísi háttað hjá Skaftafelli en annars staðar í sýslunni.<br />

Nágrannajarðir eigi land í sjó fram og fái að vera í friði með eignir sínar og ekki dugi sú skýring<br />

að Skeiðarársandur sé svo stór.<br />

Kröfulínur landeigenda séu alfarið byggðar á landamerkjaskránni frá 5. maí 1890, mörkum<br />

þjóðgarðs skv. 4. gr. reglugerðar nr. 319/1984 og ytri mörkum landspildu við þjónustumiðstöð skv.<br />

kaupsamningi, dags. 10. maí 1978.<br />

Kröfulína Skaftafells teygi sig upp á sporð Svínafellsjökuls. Hér sé aðeins verið að fara eftir<br />

landskiptum og merkjalínum sem ákveðnar voru 1969 og lýsa hinu þinglýsta landi þótt að jafnaði<br />

sé farið eftir jökulbrún, sbr. umfjöllun Tryggva Gunnarssonar um landamerki fasteigna í afmælisriti<br />

Gauks Jörundssonar. Tryggvi telji einnig hugsanlegt að landeigandi geti sýnt fram á að hluti jökuls<br />

teljist innan eignarlands ef það komi fram í landamerkjabréfum eða öðrum upplýsingum um<br />

landamerki en gerðardómurinn hafi einmitt að geyma slíkar upplýsingar.<br />

8.3. Almenn atriði er varða jarðir í kafla 8.4.<br />

Af hálfu eigenda jarðanna Svínafells, Hofs, Fagurhólsmýrar, Hnappavalla, Kvískerja, Fjalls og<br />

Breiðármerkur er í upphafi greinargerðar vikið stuttlega að málavöxtum og aðdragandi að setningu<br />

þjóðlendulaga, nr. 58/1998, reifaður. Þá er gerð grein fyrir gagnrýni sem kröfugerð fjármálaráðherra<br />

fyrir hönd íslenska ríkisins hafi sætt á opinberum vettvangi. Því næst er greint frá meðferð<br />

máls þessa í megindráttum.<br />

8.3.1. Rökstuðningur og lagarök<br />

Þá er vikið að rökstuðningi og lagarökum fyrir eignarréttarkröfum jarðeigenda. Vísað er til þess að<br />

eignarrétturinn sé friðhelgur og því haldið fram að með kröfugerð ríkisins sé gerð alvarleg aðför að<br />

97

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!