17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

96<br />

landeigendur í hvert sinn sem einhverjar framkvæmdir hafi verið á Skeiðarársandi, svo sem við<br />

uppsetningu skipsbrotsmannaskýlis.<br />

Landsvæði það, sem fjármálaráðuneytið vilji færa undir þjóðlendur, sé meginhluti lands<br />

Skaftafells II og hafi engin tengsl við aðrar ætlaðar þjóðlendur og krafan styðjist hvorki við söguleg<br />

eða landfræðileg rök. Báðum megin landsins séu sandar sem íslenska ríkið geri ekki kröfur til<br />

að verði þjóðlendur. Fjármálaráðuneytið virðist taka mið af rennsli Skeiðarár nú og setja þar eystri<br />

kröfulínu sína en allt fram á nítjándu öld hafi áin runnið miklu vestar. Rennsli jökulánna geti breyst<br />

og þar sem áður hafi verið ófær sandur eða stórfljót geti nú verið gróðurvinjar og öfugt.<br />

Því er haldið fram að í landi Skaftafells hafi aldrei verið afréttur í þeim skilningi að afnot af<br />

landinu væru takmörkuð við beitarafnot eða sameiginleg afnot með öðrum. Engin skil hafi verið<br />

milli úthaga og afrétta. Landið hafi jafnvel verið notað til vetrarbeitar áður fyrr og nágrannar fengu<br />

leyfi til þess að nýta landið að hluta til beitar. Þótt innansveitarmenn hafi á einhverjum tímum tekið<br />

þátt í smölun á Skaftafellsfjöllum sé það engin sönnun fyrir því að landið sé frekar almenningur eða<br />

aðeins háð afnotarétti. Lög um afréttarmál og fjallskil geri ráð fyrir skipulagðri smölun á heimaafréttum<br />

og eignarlöndum bænda.<br />

Landnýting eigenda hafi takmarkast vegna eldgosa og flóða. Slíkar ytri aðstæður eigi ekki að<br />

valda því að talsmenn ríkisforsjár fái landið flokkað sem þjóðlendur á þeim grundvelli að það sé<br />

illnýtanlegt landeigendum. Þeirri röksemd megi þar að auki hafna með þeirri fullyrðingu að landið,<br />

eða hluta þess, megi rækta upp og muni Ragnar Stefánsson hafa haft þann möguleika í huga er hann<br />

gekkst inn á það við landskiptin 1969 að fá í sinn hlut sandinn í stað gróðursælla staða í jöklanna<br />

skjóli.<br />

Fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins hafi valið í þessu þjóðlendumáli að gera kröfur inn í land<br />

íslenska ríkisins sem heyri undir umhverfisráðherra og svo komi fjármálaráðherra sem eigandi<br />

Skaftafells I og samþykki kröfur sínar. Það sé engu líkara en fjármálaráðherra hafi ekki vitað um<br />

þjóðgarðinn, jarðarsölu og landskipti er hann setti kröfur sínar á kort í þessu þjóðlendumáli.<br />

Hafnað er rökstuðningi ríkisins um að Skeiðarársandur hafi aldrei verið numinn heldur einungis<br />

hið byggilega svæði og virðist þar átt við landræmu ofan sanda og neðan fjalla eins og landið er nú.<br />

Horfa verði til þeirra merkja sem tilgreind séu í Landnámu, þ.e. Jökulsár, og einnig til þeirrar<br />

gróðursældar sem var á landnámsöld.<br />

Í greinargerð kemur fram að jarðeigendur telja verulega skorta á að íslenska ríkið geti fært fyrir<br />

því rök hvers vegna landamerkjaskrárnar frá 1890 skuli ekki gilda sem eignarheimildir. Þá sé engin<br />

umfjöllun í greinargerð ríkisins um þýðingu afsalsins 1966 og gerðardómsins 1969 sem feli í sér<br />

ásamt landamerkjaskrám beinar eignarheimildir Skaftafells II að Skeiðarársandi.<br />

Ekki verði hjá því komist að gera sérstaklega að umtalsefni tómlæti íslenska ríkisins gagnvart<br />

því að Skeiðarársandur hafi verið hugsanlega almenningur eða einskis manns land. Slíkt tómlæti<br />

eigi að leiða til þess að ríkið glati rétti. Þvert á móti létu talsmenn ríkisins það gott heita að eigendur<br />

Skaftafells II fengu sandinn í skiptum fyrir betra land nær fjöllum.<br />

Því er haldið fram að fjármálaráðherra virðist kominn langt frá tilgangi laga nr. 58/1998 með<br />

kröfum sínum í þessu máli. Höfuðtilgangurinn með lögunum hafi verið að eyða óvissu um eignarhald<br />

að miðhálendi landsins og þannig hafi málið verið lagt fyrir alþingismenn árið 1998. Engin<br />

óvissa hafi verið um eignarhald að landi Skaftafells II enda hafi það verið þinglýst eign eigendanna.<br />

Sé alveg óskiljanlegt hvers vegna ríkið sé að seilast inn á eignarlandið og ætla verði að dugað hefði<br />

að gera Vatnajökul að þjóðlendu eins og ljóst sé af myndum sem birtist í dreifibæklingum og ætlað<br />

sé að kynna sjónarmið ríkisins í þjóðlendumálum.<br />

Við undirbúning þjóðlendulaga hafi komið fram að ekki ætti að telja þau landsvæði til þjóðlendna<br />

sem væru nú innan þinglýstra landamerkja jarða og sé engu líkara en kröfunefnd ríkisins<br />

hafi allt aðrar hugmyndir um þjóðlendur en þeir alþingismenn sem samþykktu frumvarpið að þjóðlendulögum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!