17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

neðst á sandinum sé verðminna en það efra og þar af leiði að stærra svæði kom í hlut bræðranna en<br />

nemur 2/3 af því landi sem verið var að skipta. Mjög athyglisvert sé að getið sé ræktunarmöguleika<br />

á hluta landsins en Ragnar Stefánsson hafði í bréfum til Páls S. Pálssonar tekið fram að hann hefði<br />

ekkert á móti því að fá sandinn vegna mögulegrar ræktunar.<br />

Ein frumskylda matsmanna áður en þeir byrji landskipti sé að rannsaka hvort land það, sem þeir<br />

eru að fara að skipta, sé með löglegum landamerkjum og aðgreint frá landi aðliggjandi jarða, sbr.<br />

9. gr. landskiptalaga. Þetta hafi matsmennirnir gert og engar efasemdir verið um merkin á þessum<br />

tíma.<br />

Eftir lýsingu gerðardómsmanna hafi þeir farið í einu og öllu eftir ákvæðum landskiptalaga við<br />

skiptin og þau aldrei verið vefengd eða beðið um upptöku þeirra. Fari svo að litið verði á<br />

Skeiðarársand sem þjóðlendu segi sig sjálft að eigendur Skaftafells hafi verið hlunnfarnir stórlega<br />

og yrðu að biðja um endurupptöku skipta. Allavega sé grundvöllur skiptanna þá brostinn og einnig<br />

grundvöllur jarðasölunnar 1966 þar sem aðilar hafi talið að töluverð verðmæti lægju í því landi sem<br />

eigendur Skaftafells II héldu eftir.<br />

Gerðardóminum hafi verið þinglýst hjá sýslumanni og með honum fylgt kort með ádregnum<br />

landamerkjalínum. Frumuppdráttur hafi ekki fundist hjá Sýslumannsembættinu á Höfn en afrit í<br />

vörslu Náttúruverndar hafi verið lagt fram.<br />

Öllum þessum skjölum hafi verið þinglýst án athugasemda og ekki hafi þau farið dult þar sem<br />

íslenska ríkið hafi getið þeirra í skjölum sínum og bréfum og lánastofnanir sem heyri undir íslenska<br />

ríkið hafi tekið veð ásamt öðrum í hinni þinglýstu eign. Er hætt við að veðhafar sætti sig ekki við<br />

að ríkið slái eign sinni á meginland jarðarinnar.<br />

Ef eignarréttur að Skeiðarársandi verður ekki viðurkenndur á grundvelli þinglýstra eignarheimilda<br />

telji jarðeigendur að þeir hafi öðlast eignarrétt að honum fyrir hefð og vísa til 1. mgr. 2. gr. og<br />

1. mgr. 6. gr. laga um hefð, nr. 46/1905. Eignarhefð verði unnin á fasteign með 20 ára óslitnu<br />

eignarhaldi og hvernig sem íslenska ríkið ætli að snúa við hlutunum komist það ekki fram hjá<br />

þeirri staðreynd að jarðeigendur og fyrri eigendur hafa í góðri trú haft öll umráð Skeiðarársands<br />

a.m.k. frá á árinu 1890. Ef íslenska ríkið sé tilbúið að efast um það megi benda á að íslenska ríkið<br />

viðurkenndi fullan og óskoraðan eignarrétt eigenda Skaftafells II að Skeiðarársandi með því að láta<br />

hann falla þeim í skaut í landskiptum árið 1969 þar sem gerðardómur hafi lýst eignarréttinum og<br />

markað á kort allt það land sem kom í hlut Skaftafells II. Íslenska ríkið og stofnanir þess hafi síðan<br />

greitt landeigendum fyrir malartekju og land undir raflínur og landeigendur hafi í öllu farið með<br />

umráð landsins í skjóli óumdeilds eignarréttar og m.a. leigt beitarafnot. Það séu komin næstum 33<br />

ár óvefengjanlegra eignarumráða þannig að hefð sé fyrir löngu fullnuð.<br />

Vísað er til umfjöllunar um hefð í almennum rökum óbyggðanefndar í úrskurðum á svæði 1.<br />

Eigendur Skaftafells hafi nýtt Skeiðarársand eins og kostur hafi verið á hverjum tíma. Ytri<br />

aðstæður, svo sem gróðureyðing, eldgos og flóð, hafi getað breytt þessu. Breytt notkun lands hafi<br />

ekki þá afleiðingu í för með sér að ríkið eignist landið eða það verði einskismannsland nema enginn<br />

geri tilkall til þess.<br />

Eigendur Skaftafells II hafi ætíð litið á Skeiðarársand sem eignarland sitt og ríkisstofnanir hafa<br />

greitt landeigendum bætur fyrir landafnot og malartekju á sandinum. Á undanförnum áratugum hafi<br />

Björgun hf. og Bergur Lárusson verið með tæki og mannskap til leitar að gullskipinu Het Wapen<br />

van Amsterdam og leitarmenn þurft að gera sérstaka samninga við landeigendur af því tilefni. Frá<br />

árinu 1957 hafi Svínafellsbændur leigt beitarland frá Skaftafelli á Skeiðarársandi, sbr. samning<br />

þeirra dags. 1. maí 1980. Í samningnum sé vísað til eldri samnings frá 1957. Leigi Svínfellingar af<br />

Skaftfellingum „... sumarbeit á eignarhluta þeirra úr Skeiðarársandi, vestan Skeiðarár ...“. Vegagerð<br />

ríkisins hafi greitt landeigendum fyrir malartekju bæði við gerð hringvegarins 1974 og vegna<br />

endurgerðar vegarins eftir flóðin miklu 1996, sbr. framlögð gögn. Rafmagnsveitur ríkisins og<br />

Landsvirkjun hafi greitt landeigendum fyrir land undir rafmagnsstaura. Samráð hafi verið haft við<br />

95

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!