17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

94<br />

Landamerkjaskrá liggur fyrir í endurriti úr Landamerkjabók Skaftafellssýslu og eru landamerki við<br />

það miðuð við söluna.<br />

Jarðirnar eru seldar með öllum gögnum og gæðum að undanskildum Skeiðarársandi og þeim hlunnindum<br />

sem honum og fjörunni fylgja fyrir framan línu, sem hugsast dregin frá Lómagnúpi á Nyrðri menn<br />

í Hafrafelli og þaðan í sömu línu í mörk Skaftafells og Svínafells, eins og nánar er lýst á viðfestri<br />

loftljósmynd af landinu.<br />

Þá segir annars staðar í afsalinu: „Aðiljar áskilja sér gagnkvæman forkaupsrétt, verði jörð eða<br />

sandur seldur.“<br />

Í ofanrituðum texta afsalsins, sem undirritað hafi verið af ráðherra í ríkisstjórn Íslands á þeim<br />

tíma, sé að finna svo fortakslausar yfirlýsingar um beinan eignarrétt þeirra Jóns og Ragnars að<br />

Skeiðarársandi, þ.e.a.s. því landi sem síðar fékk heitið Skaftafell II, að hvaða lesandi sem er ætti<br />

ekki að velkjast í nokkrum vafa um hann. Þessu skjali hafi verið þinglýst.<br />

Landskipti hafi farið fram á óskiptu sameignarlandi bræðranna Jóns og Ragnars Stefánssona og<br />

íslenska ríkisins samkvæmt sérstökum samningi þar um sem undirritaður hafi verið af menntamálaráðherra<br />

4. júní 1969. Í gerðardómnum komi fram að hann leggi til grundvallar skiptingu lands<br />

landamerkjaskrána frá 5. maí 1890. Þá taki hann til skipta það land sem liggi sunnan línu þeirrar<br />

sem nefnd er í afsalinu hér að framan.<br />

Í gerðardómnum segi m.a.: 1<br />

Stærð hins óskipta lands er 435 hektarar með fyrirvara um nákvæmni, sem uppdrátturinn gefur tilefni<br />

til, þar sem mælikvarðinn er 1:50.000.<br />

Að meginhluta er land þetta samfelldir sandar og farvegir jökulkvísla, sem geta verið breytilegir frá<br />

ári til árs.<br />

Það er ágreiningslaust, að eignarhlutföll Skaftafells I og III á móti Skaftafelli I er 2:1, og samkvæmt<br />

þeim hlutföllum eru skiptin framkvæmd. Með tilliti til þess breytileika, sem land þetta er háð af náttúrunnar<br />

völdum, verður eigi við komið að gera á því notagildismast, sem stuðzt geti við viðhlítandi<br />

rök, en skiptamenn eru sammála um að neðsti hluti landsins allt upp í 30 metra hæðarlínu yfir sjó sé<br />

háður meira hvert sinn vexti jökulvatnanna heldur en það land, sem hærra liggur og er tekið tillit til<br />

þess við skiptin.<br />

Jafnframt hefur og verið höfð hliðsjón af, hver svæði á sandinum séu þannig sett, að áhættulítið væri<br />

að umbæta landið með ræktunarmannvirkjum. Við ákvörðun landamerkjalínanna er og við það stuðzt,<br />

að markalínurnar liggi þannig að að hlutur hvors sé samfelldur og að verðmætishlutföll landsins verði<br />

eftir skiptin í samræmi við eignarhlutföllin.<br />

Þá hafi gerðardómsmennirnir ekki talið fært að gera staðbundin skipti á hlunnindum jarðarinnar,<br />

selveiði og reka, sbr. 2. mgr. 3. gr. landskiptalaga nr. 46/1941.<br />

Ofangreind lýsing gerðardómsmanna á grundvelli skipta og aðferðum við skipti beri augljóslega<br />

með sér að sandurinn hafi verið háður einkaeignarrétti fyrir landskiptin og alls ekki sé um afrétt<br />

í þeim skilningi að bændur hafi einungis átt þar upprekstrarrétt eða beitirétt. Tekið sé beinlínis<br />

fram að það sé verið að skipta landi ekki afréttum og landinu fylgi hlunnindi. Því lýst að landið<br />

1 Skjal nr. 6 (11).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!