17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

92<br />

ið með öllu í byrjun 18. aldar en um svipað leyti er farið að kvarta mjög yfir ágangi Skeiðarár sem<br />

þá lá í grennd við Skaftafell og kom úr jökli nálægt Jökulfelli. Hún hafi áður verið vætla. Það megi<br />

telja öruggt að á 18. öld hafi Jökulsá á Sandi flutt sig austur í Skeiðará og úr því orðið þessi<br />

Skeiðará sem er talin vera eitt af mestu vatnsföllum landsins.<br />

Í bókinni „Leyndardómar Vatnajökuls“ eftir Hjörleif Guttormsson og Odd Sigurðsson (útg.<br />

1997) komi fram að jarðfræðilegar rannsóknir sýni að á hlýskeiði eftir ísöld hafi Skeiðarárjökull<br />

verið mun styttri og við landnám hafi hann vart náð suður fyrir Færnes. Þá hafi verið gróðursæll<br />

dalur milli Eystrafjalls og Jökulfells. Tekið er undir þær kenningar að á þjóðveldisöld hafi Skeiðará<br />

runnið þar sem nú er vestanverður Skeiðarársandur.<br />

Í greinargerð jarðeigenda segir að land Skaftafells hafi verið háð einkaeignarrétti allt frá landnámi.<br />

Eigendur Skaftafells II byggi eignarrétt sinn á Skeiðarársandi aðallega á landnámi (töku),<br />

skráðum eignarheimildum og hefð.<br />

Vísað er til umfjöllunar um Landnámu í almennum rökum óbyggðanefndar í úrskurðum á svæði<br />

1. Þorgerður hafi numið allt land milli Jökulsár og Kvíár og stofnast þar eignarréttur á öllu landi<br />

milli þessara tveggja vatnsfalla. Engar heimildir séu um að hluti lands þessa hafi fallið úr einkaeign<br />

á liðnum öldum og orðið almenningur. Jarðeigendur hafi gert sennilegt að það sama eigi við um<br />

Skeiðarársand sem og aðrar eignir í Öræfum. Eignarréttur hafi stofnast með töku og viðurkenndum<br />

aðferðum skv. norrænum rétti á þjóðveldisöld. Þótt við vitum ekki hvar Jökulsá hafi runnið<br />

nákvæmlega á þjóðveldisöld þá telji vísindamenn að farvegurinn hafi verið á vestanverðum Skeiðarársandi.<br />

Eigendur Núpsstaðar og eigendur Skaftafells miði mörk jarðanna við línu um Súlutinda og sé<br />

sú lína nálægt rennsli Gígjukvíslar í dag. Jökulfell hafi verið innan landnámsins og þaðan hafi verið<br />

stutt í jökulinn. Þar sem bithagarnir hafi verið í fjalllendinu milli jöklanna hafi ekkert verið sjálfsagðara<br />

en þeir tilheyrðu landnámsjörðinni. Engin ástæða hafi verið til annars að ætla en að landnámið<br />

næði til sjávar og engin skynsamleg rök hníga til þess að ætla að landnámsmenn hafi ekki<br />

numið land allt til sjávar. Ef numið var land milli vatnsfalla hafi landnámið náð frá upptökum til<br />

ósa nema annað væri tekið fram.<br />

Þrjú þinglesin skjöl hafi meginþýðingu við ákvörðun þess hvort eigendur Skaftafells II eigi<br />

einkaeignarétt að Skeiðarársandi eða ekki. Það er landamerkjaskráin 5. maí 1890, afsal til Náttúruverndarráðs<br />

13. maí 1966 og gerðardómurinn 25. nóvember 1969.<br />

Lög um landamerki, nr. 5/1882, hafi lagt þær skyldur á eigendur og umráðamenn jarða að<br />

skrásetja nákvæma lýsingu á landamerkjum jarða sinna. Skráning landamerkja í Austur-<br />

Skaftafellssýslu til samræmis lögunum hafi farið fram árið 1890. Í landamerkjaskrá Skaftafells frá<br />

5. maí 1890 segi „Móti jörðinni Núpstað á Skaftafell land svo langt vestur að Súlnatindar beri hver<br />

í annan.“ Í landamerkjaskrá Núpsstaðar frá 7. maí 1891 segi: „Að austan: Að Súlnatindar beri hver<br />

í annan, skoðað frá sjó, en beina leið að norðan og að stórstraumsfjörumáli“ Eigendur Núpsstaðar<br />

hafi staðfest landamerkjaskrá Skaftafells og eigendur Skaftafells staðfest landamerkjaskrá<br />

Núpsstaðar. Ekki hafi verið ágreiningur um landamerkin fyrr en komið hafi verið fram á áttunda<br />

tug síðustu aldar að eigendur Núpsstaðar fóru að halda því fram landamerkin væru mun austar og<br />

fóru að rugla landamerkjunum við fjörumörk sem geta verið önnur en mörk eignarlands eins og<br />

mörg landamerkjabréf bera með sér. Þannig geti jarðir átt fjöruítök fyrir landi annarrar jarðar og<br />

fjaran jafnvel borið nafn þeirrar jarðar sem ítakið hefur en það hafi ekkert með landamerki að gera.<br />

Nokkrar fjörur í Austur-Skaftafellssýslu séu þessu marki brenndar.<br />

Þinglýstir eigendur Skaftafells II telji ekki réttan vettvang fyrir landamerkjaþrætu Núpsstaðar<br />

vera hjá óbyggðanefnd og ætli því ekki að fjölyrða um þann rökstuðning sem fram kemur í<br />

kröfugerð Núpsstaðar. Að sumu leyti sé hann illskiljanlegur enda byggður á misskilningi. Auk áðurgreinds<br />

misskilnings um fjörumörk sé annar misskilningur á ferðinni hjá Núpsstaðarmönnum<br />

vegna Sýslusteinsins sem sé við veginn vestan Gígjukvíslar. Núpsstaðarmenn telji að hann eigi að

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!