17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

88<br />

landið sé sá hluti af Nýgræðunum sem taldar séu innan merkja og þannig í þessu kröfusvæði. Þar<br />

megi hafa einhver beitarafnot, enda nánast litið á það sem afrétt nú á dögum. Ítrekaðar séu þjóðlendukröfur<br />

til alls svæðisins og sérstaklega áréttað að leggja beri alla sönnunarbyrði á þann sem<br />

heldur fram beinum eignarétti til lands sem þessa.<br />

8. SJÓNARMIÐ GAGNAÐILA<br />

8.1. Núpsstaður<br />

Af hálfu jarðeiganda er því haldið fram að Núpsstaður í Fljótshverfi sé ein af landmestu jörðum<br />

landsins og land hennar m.a. á Skeiðarársandi sunnan og austan Súlnatinda á Eystra-Fjalli. Allt til<br />

síðastliðins hausts hafi verið rekinn þar sauðfjárbúskapur, auk þess sem margvísleg hlunnindi<br />

jarðarinnar hafi verið nytjuð fram til þessa dags. Jörðin megi teljast með landnámsjörðum þar sem<br />

þess sé getið að Hróar Tungu-goði hafi tekið Lómagnúpslönd af eigandanum Eyvindi Þorsteinssyni<br />

og hlotist af vígaferli (Landnáma 1968:327-29). Skálholtsdómkirkja hafi hins vegar eignast hluta<br />

jarðarinnar mjög snemma og á síðari öldum taldist jörðin Skálholtsstólsjörð.<br />

Sama ætt hafi setið jörðina óslitið frá því um 1730 að undanteknum þeim árum sem jörðin lá í<br />

eyði um Skaftáreld. Árið 1839, þann 7. júní, hafi jörðin verið seld á uppboði, skv. skilmálum ,,með<br />

hvorum selia á Skálhollts Biskupsstóls Jardagóss“, dags 27. apríl 1785, en nú í 3. grein þeirra sé<br />

það svo orðað að ,,Serhver jörd verdr upphrópuð eins og hún nú, at húsum og Jarðargædum er ásigkomin,<br />

... , með þeim landamerkjum, gögnum og gædum, eignum og ítökum til lands og vatns, sem<br />

jördini med rettu fylgir ad hefd og lögum ...“. Í yfirlýsingu uppboðshaldarans, sem lesin var upp<br />

fyrir Manntalsþingsrétti á Kleifum þann 9. júní 1841 en færð í veðmálabók Skaftafellssýslu sem<br />

no. 107, þann 24. október 1840, sé tekið fram að jörðin framseljist kaupandanum: ,,til allrar löglegrar<br />

eignar og umráða, með öllum hennar gögnum og gæðum, sem henni fylgt hafa og fylgja ber<br />

að fornu og nýju ... “. Kaupandi jarðarinnar á uppboðinu hafi verið ábúandinn Hannes Jónsson en<br />

hann eftirlátið hana syni sínum Dagbjarti og hún framseld honum. Kaupverðið hafi verið fjögur<br />

hundruð ríkisbankadalir reiðusilfur er greiddist við afhendingu. Sölubréf konungs hafi ekki fundist<br />

en Jarðatal Johnsens segi það útg. 3. júní 1840.<br />

Árið 1891, þann 7. maí, hafi verið gert landamerkjabréf fyrir Núpsstað skv. þágildandi landamerkjalögum,<br />

undirritað af ábúanda jarðarinnar. Árinu áður hafi samsvarandi bréf verið gert fyrir<br />

Skaftafell, upplesið á manntalsþingi að Hofi þann 5. maí 1890, undirritað af sömu mönnum f.h.<br />

Skaftafells og Núpsstaðar og rituðu síðan undir fyrrgreint bréf. Lýsingar bréfanna séu ekki<br />

samhljóða, mörkin séu þau sömu sem lýst sé á milli jarðanna en bréfin hvort öðru til skýringar og<br />

fyllingar. Um þau landamerki, sem lýst hafi verið með bréfum þessum, var enginn ágreiningur í<br />

tæpa níu áratugi. Það megi raunar merkilegt heita þar eð sterk rök bendi til þess að það hafi fyrst<br />

verið 1890 sem tekið hafi verið að miða við þau mörk sem lýst sé í bréfunum en merki jarðanna<br />

hafi áður legið nokkru austar og skuli það rakið síðar.<br />

Ágreiningur vegna merkja Núpsstaðar og Skaftafells hafi fyrst risið árið 1978, rúmu ári eftir að<br />

Austur-Skaftafellssýsla hafi verið gerð að sérstöku lögsagnarumdæmi með lögum nr. 56/1976 sem<br />

gildi tóku 1. jan. 1977. Ágreiningur þessi hafi staðið síðan og sættir ekki takist þrátt fyrir að reyndar<br />

hafi verið með formlegum hætti a.m.k einu sinni en líklega tvisvar, sjá skjöl nr. 14-16.<br />

Í hnotskurn sé deilt um túlkun ofangreindra landamerkjabréfa. Eigandi og ábúendur Núpsstaðar<br />

hafi ætíð talið að landamerkjalínu ofan til á sandinum (nærri vegi) ætti að draga austan Gígjukvíslar<br />

nærri fornum farvegi Sigurðarfitjaála (sjá Hannes Jónsson 1963, skal nr. 4). Þessum skilningi sínum<br />

hafi þeir haldið fram staðfastlega og aldrei ljáð máls á öðru. Þó hafi fast verið eftir því leitað af<br />

ýmsum umboðsmönnum ríkisvaldsins, m.a. sýslumanni og þjóðgarðsverði 1978. En þá fyrst hafi<br />

umræddir starfsmenn ríkisins komið á flot þeim skilningi að mörk jarðanna lægju vestan Gígjukvíslar<br />

en ekki austan eins og ævinlega hafi verið álitið og haft fyrir rétt fram að því.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!