17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Jörðin Sandfell sé í jarðabók Ísleifs 1709 sögð eiga upprekstur í Fjallslandi og sé þar væntanlega<br />

um sama rétt að ræða og áður tilheyrði Rauðalækjarkirkju samkvæmt máldaga frá 12. öld en<br />

eignir Rauðalækjarkirkju féllu til Sandfells eftir Öræfajökulsgos hið fyrra. Enn fremur hafi Sandfell<br />

átt upprekstrarítak fyrir 180 fjár í Breiðármerkurfjalli og í eldri heimildum segi að jörðin eigi geldfjárhöfn<br />

fyrir 140 í Fjallslandi. Vafalaust sé hér um eitt og hið sama að ræða því svo virðist sem<br />

Breiðármerkurfjall sé í Fjallslandi.<br />

Af heimildum sé nærtækast að draga þá ályktun að beinn eignarréttur hafi fallið niður af landi<br />

Fjalls, en Hofskirkja hafi haldið eftir upprekstrarrétti í Breiðármerkurfjalli og rekarétti á ströndinni<br />

í samræmi við heimildir. Sömuleiðis hafi kirkjan í Sandfelli haldið eftir upprekstrarrétti sínum í<br />

Breiðármerkurfjalli.<br />

7.12. Breiðármörk<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins segir að Breiðár sé víða getið í fornsögum, m.a. í Njálu. Kári Sölmundarson<br />

hafi sest þar fyrst að með Hildigunni Starkaðardóttur, bróðurdóttur Flosa í Svínafelli.<br />

Til sé máldagi Maríukirkju á Breiðá í Öræfum 1343. Þetta sé líklega sama jörð og þar segir að<br />

Maríukirkjan eigi heimaland allt með fjörum og skógum þeim sem þar hafa að fornu fylgt og þeim<br />

sömu mörkum sem að fornu hafa verið. Þegar jarðabók Ísleifs Einarssonar er rituð 1709 sé jörðin<br />

hálf konungseign en hálf bóndaeign, eyðijörð. Skóg lítilfjörlegan eigi jörðin eða hefur átt í Breiðármerkurmúla<br />

sem sé umgirtur af jöklum.<br />

Breiðármerkurkirkja muni hafa lagst af um 1500 eða fyrr og hafi þá Breiðármörk fallið með<br />

fjöru undir dómkirkjuna í Skálholti en 3. ágúst 1525 hafi Ögmundur biskup selt Ásgrími Ásgrímssyni<br />

Breiðármörk en undanskilið Skálholtskirkja, alla stórreka og tré eru væru lengri en 6 álnir. Í<br />

seinni heimildum sé enn minnst á fjörueign Skálholts. Halldór sýslumaður Skúlason hafi látið<br />

ganga um greint kaup dóm 20. maí 1587 að Holtum í Hornafirði og staðfesti Alþingisdómur 1587<br />

þann dóm og dæmdi kaupbréf dómkirkjunnar myndugt. Hafi þá búið á Breiðármörk Mikill Ísleifsson.<br />

Breiðá (Breiðármörk) hafi verið yfirgefin 1698.<br />

Fyrsta heimildin um Breiðármörk sé úr Njálu. Hin næsta sé að Maríukirkjan á Breiðá átti<br />

samkvæmt máldaga árið 1343 heimaland allt með fjörum og skógum þeim sem þar hafa að fornu<br />

fylgt og þeim sömu mörkum sem að fornu höfðu verið. Breiðármerkurkirkja hafi lagst af nálægt<br />

árinu 1500 eða fyrr og jörðin þá fallið undir dómkirkjuna í Skálholti. Skálholt hafi svo selt einkaaðila<br />

jörðina 3. ágúst 1525 en undanskildi stórreka. Þann 29. nóvember 1670 hafi verið gert kaupbréf<br />

fyrir jörðinni Breiðármörk auk Kaldárholts í Holtum (3-4). Bjarni Eiríksson lögréttumaður hafi<br />

selt Brynjólfi biskupi Sveinssyni til fullkomlegrar eignar og frjáls forræðis hálft annað hundrað sem<br />

sé fjórðungur úr 6 hundraða jörðinni Breiðármörk austur í Öræfum með svo miklu úr viðreka fjöru<br />

sem þeim fjórðungi mátti fylgja í 6 álna trjám og þaðan af minna eftir því sem biskupinn í Skálholti<br />

hafði selt Ásgrími Ásgrímssyni 1525. Á árinu 1698 sé jörðin yfirgefin en var þá óbrúkandi orðin<br />

vegna ágangs jökuls og vatna.<br />

Í Jarðabók Ísleifs Einarssonar sé greint frá því að jörðin sé hálf konungseign og hálf bændaeign.<br />

Hinn 7. dag aprílmánaðar 1851 hafi Hofsbændur lögfest eignarjörð sína Hof með ákveðnum merkjum<br />

og enn fremur hafi þeir lögfesta sér nánar tilgreind ítök sem Hofsjörðu áttu að fylgja og meðal<br />

þess var hálf eyðijörðin Breiðármörk með tilheyrandi fjöru, veiðistöðum og öllum landsnytjum.<br />

Jörð þessi sé sögð fyrir austan Fjalls land, austur af Fellslandi í Suðursveit, vestan Jökulsár á Breiðármerkursandi<br />

þar sem hún falli úr jökli.<br />

Árið 1853 hafi lengi verið búinn að vera uppi ágreiningur um fjörumörk á milli Fells í Suðursveit<br />

og Fjalls og Breiðármerkur í Öræfum. Þann 23. apríl 1853 sendi Jón Sigurðsson og Pétur<br />

Jónsson á Hofi bréf til sýslumanns til að óska eftir að komið verði á fundi til að eyða ágreiningi um<br />

mörkin en þeir hafi talið sig eiga þarna hagsmuni. Talið var að auðveldasta leið til að mæla mörkin<br />

væri að mæla frá Kvískerjafjöru, Fjalls- og Breiðármerkurfjöru þar sem vissa væri til um lengd<br />

þeirra. Þann 8. júní 1854 hafi verið gerður samningur eigenda Fells og Hofsbænda um merki milli<br />

85

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!