17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

84<br />

Einfalt hefði verið að orða það í landamerkjalýsingu hafi það verið meiningin. Verði að ætla að<br />

landeigandi verði að bera halla af svona óvandaðri lýsingu enda hvíli sönnunarbyrði um eignarrétt<br />

á þeim sem haldi honum fram.<br />

Ekki séu heimildir um nýtingu annarra á fjalllendinu upp af landi jarðarinnar og bent sé á að<br />

land jarðarinnar sé innan landnáms og sé austasti hluti þess lands sem Þórður illugi hafi fengið frá<br />

Hrolllaugi Rögnvaldssyni landnámsmanni. Við kröfulýsingu um þjóðlendumörk verði þannig að<br />

miða við að innan eignarlands verði það land sem talist geti í heilsársnotum með tilliti til staðhátta,<br />

gróðurfars og hæðar yfir sjó.<br />

Það land, sem þjóðlendukrafa ríkisins taki til sé hálendi eins og Ærfjall, nærri umlukt af jökli.<br />

Þá sé þar mestur hluti Múla, Rótarfjall, Sveinshöfði og Vatnafjöll. Um það bil helmingur hálendisins<br />

upp af Kvískerjabæ sé þannig á þrætusvæði þar sem af hálfu landeigenda séu gerðar kröfur til<br />

viðurkenningar beins eignarréttar allt að jökli.<br />

7.11. Fjall<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að skipta megi þessu landsvæði í Breiðármerkurfjall og<br />

undirlendi. Hluti af þessu undirlendi séu Breiðárlón og Fjallsárlón, síðan komi melarnir fyrir sunnan<br />

Breiðárlón og neðan vegar séu Breiðáraurar og Fjallsfjara. Land þetta sé enn ónýtt til landbúnaðar<br />

eins og það hafi verið frá því um 1400. Um helmingur af þessu svæði sé Breiðármerkurfjall.<br />

Verði fjallað um það svæði sérstaklega en nú tekið fyrir landið neðan fjallsins.<br />

Þau atriði, sem máli skipti vegna kröfugerðar ríkisins, séu nokkur. Í fyrsta lagi megi benda á að<br />

ekkert landamerkjabréf sé til fyrir Fjall og á Fjalli hafi ekki verið rekinn búskapur í um 600 ár en<br />

búskapur einkenni eignarlönd. Þær merkjalýsingar, sem notaðar séu til að draga mörk þessa kröfusvæðis,<br />

séu fjörumörk. Fjörumörkin hafi verið einu mörkin sem skiptu máli þar sem í fjörunni hafi<br />

falist verðmæti sem voru rekaréttur.<br />

Fjall sé landnámsjörð og beinn eignarréttur að heimalandi jarðarinnar grundvallist því á námi.<br />

Jörðin hafi eyðst og eyðilagst skömmu eftir árið 1400. Beinn eignarréttur hafi þá fallið niður, sbr.<br />

umfjöllun af hálfu ríkisins um Breiðármörk. Sú eign, sem eftir standi tilheyrandi landnámsjörðinni<br />

sé afrétturinn í Breiðármerkurfjalli, beit í Fjallsfit og rekinn á Fjallsfjöru. Önnur eign jarðar geti<br />

ekki hafa lagst til Hofskirkju því önnur eign hafi ekki verið til staðar.<br />

Hvernig Hofskirkja eignaðist Fjall sé ekki vitað en orðalagið öll eign jarðar hafi lagst til<br />

Hofskirkju í jarðabók Ísleifs bendi ekki til afsalsgernings heldur eins konar innlimunar til afnota.<br />

Sé ekki ólíklegt að þetta hafi gerst með sama hætti og þegar byggð lagðist af í Geitlandi í<br />

Borgarfirði og landsvæðið lagðist til Reykholtskirkju sem afréttur. Þessi niðurstaða sé í samræmi<br />

við vísitasíu Brynjólfs 1641 því samkvæmt orðalagi hennar séu réttindi hennar í Fjallslandi einungis<br />

reki og önnur ítök. Hefði verið átt við beinan eignarrétt hefði verið talað um heimland allt<br />

með fjöru. Í lögfestu Hofs 1851 sé sama orðalag og staðfesti það einnig skilning Hofsbænda á þeim<br />

rétti sem þeir töldu sig eiga. Segir í texta lögfestunnar, eftir að land Hofs hefur verið lögfest, að enn<br />

fremur sé lögfest eftirskrifuð ítök sem Hofsjörðu eigi að fylgja. Eitt af þeim sé eyðijörðin Fjall, sem<br />

liggi á Breiðármerkursandi austan Kvískerja lands, nefnd jörð sé lögfest með öllum nytjum til fjalls<br />

og fjöru, sé fjaran talin 9 (hundruð) fyrir Fjallsfit.<br />

Engin ótvíræð eignarskjöl séu nú til um land Fjalls. Í landamerkjabréfi Hofs frá 15. júlí 1922<br />

segi að jörðin eigi Breiðármerkurfjall allt og land á Breiðamerkursandi og svo sé vesturmörkunum<br />

lýst sem viðmiðunarlínu. Enn fremur að Hof eigi Fjallsfjöru innan tilgreindra fjörumarka. Þannig<br />

standi hvergi að Hof eigi jörðina Fjall eins og ráða megi af kröfulýsingu Hofsbænda. Standi þá eftir<br />

það sem fyrr var reifað að til Hofs hafi ekki fallið beinn eignaréttur að öllu landi Fjalls heldur einungis<br />

takmarkaðar nýtingarheimildir sem hafi verið einu verðmætin sem ekki eyddust.<br />

Bent er á sönnunarbyrði þess sem heldur fram beinum eignarrétti á hæpnum forsendum. Fjallið<br />

sé afréttur frá Hofi, sbr. umfjöllun í bókinni Göngur og réttir og Árbók Ferðafélags Íslands 1993.<br />

Hér sé einungis um að ræða óbein eignarréttindi í þjóðlendu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!