17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

7.7. Hof<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að austurmörk Hofs séu í Kúadal en minnt á að Hofsnes<br />

sé byggt úr Hofi samkvæmt heimildum úr vísitasíu. Samkvæmt vísitasíu Jóns biskups Árnasonar<br />

1727 séu merki milli Hofs og Sandfells „í farvegi Kotár þar sem hún fellur fyrir innan Kúabakka<br />

og sjónhending upp í það gljúfur við neðanvert fjallið, sem sú sama á fellur úr og upp í mitt<br />

Rótafjall“. Ekkert sé getið um mörkin til fjalla (efri markalínu) en fjalllendið upp af bænum sé<br />

frekar hrikalegt. Eystri mörk jarðarinnar séu samkvæmt sömu vísitasíu: „Að austanverðu skal Hof<br />

eiga land að Hólsgili, en bent er á að áður hafi það verið Gljúfurá eða Gljúfurárgil, áður en Hofsnes<br />

var skilið frá.“<br />

Hvorug þessara marka ná að jökli þótt merkin skv. landamerkjabréfinu frá 1922 nái í vestri upp<br />

í jökul. Virða verði frekar eldri heimildir, sem skemmra gangi en yngri, sem stangist á við eldri rétt.<br />

Mörk jarðarinnar geti ekki verið við jökulrönd Öræfajökuls samkvæmt merkjalýsingu, þau hljóti að<br />

liggja neðar og væntanlega séu þjóðlendumörk enn neðar. Verði um þau að fara að álitum og taka<br />

mið af staðháttum, gróðurfari og hæð yfir sjó. Í þessu fjalllendi séu há fjöll eins og Hrútsfjall 670 m,<br />

Goðafjall 651 m og Hofsfjall 744 m.<br />

Valin sé sú leið af ríkinu að draga beina línu frá Stórhöfða, þvert yfir Hofsfjall og í punkt í<br />

Goðafjalli og svo áfram í neðsta hluta Kotárjökuls.<br />

Elsta heimild um jörðina sé Hofsmáldagi frá 1343 og þá eigi kirkjan hálft heimaland. Ljóst sé<br />

af þessari heimild að land jarðarinnar á þessum tíma hafi skipst í heimaland og afrétt og ekki hafi<br />

það neinum breytingum tekið.<br />

7.8. Fagurhólsmýri<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að samkvæmt landamerkjabréfi eigi jörðin Fagurhólsmýri<br />

hvorki austur né vesturmörk að jökli heldur aðeins talsvert upp í fjalllendið. Um norðurmörkin<br />

sé ekkert skráð. Eystri mörk endi í Yrpugili og að vestan endi þau í gljúfri sem Gljúfursá fellur eftir.<br />

Lína á milli þessara staða myndi liggja í yfir 700 metra hæð. Sú lína sé talsvert fyrir ofan þau mörk<br />

sem líkleg séu á milli lands sem verið geti í heilsársnotum og lands sem einungis geti verið í<br />

sumarnotum.<br />

7.9. Hnappavellir<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að austurmörk Hnappavalla í Kvíá séu við jökul enda<br />

komi áin úr Kvíárjökli. Vesturmörk, við Fagurhólsmýri, endi hins vegar í Yrpugili sem sé talsvert<br />

frá jökli. Ekkert sé getið um mörkin til fjalla í landamerkjabréfinu.<br />

Glöggt megi ráða að Staðarfjall hafi ekki verið numið. Verði því að telja það allt innan þjóðlendu.<br />

Um annað fjalllendi upp af jörðinni sé það að segja að fara verði að álitum um þjóðlendumörk<br />

eftir upplýsingum um staðhætti, gróðurfar og hæð yfir sjó og ekki sé óraunhæft að láta þjóðlendulínu<br />

þarna enda í Yrpugili þar sem mörkin endi milli Hnappavalla og Fagurhólsmýrar. Sá<br />

kostur sé þó ekki tekinn en í staðinn tekin bein lína frá neðsta hluta Hólárjökuls til Stórhöfða fyrir<br />

ofan Fagurhólsmýri.<br />

7.10. Kvísker<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að þegar komið sé inn í land jarðarinnar sé komið inn í<br />

eignarland en spurning sé hversu langt til fjalla beini eignarrétturinn nái. Eystri mörk jarðarinnar<br />

samkvæmt landamerkjabréfi séu viðmiðunarlína sem þess vegna geti náð að jökli án þess það sé<br />

sagt berum orðum þar sem Fjallsjökull og Hrútajökull komi saman (að Miðaftanstindur í<br />

Breiðamerkurfjalli beri í skarð í Eyðnatindi). Milli Hnappavalla og Kvískerja séu mörkin um Kvíá.<br />

Austur- og vesturmörk jarðarinnar komi þannig í jökul. Ekki séu nein landamörk skráð til fjalla.<br />

Spurningin sé þá hvort jörðinni tilheyri land að fjöllum, upp á fjöllin eða jafnvel efst á Öræfajökul.<br />

83

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!