17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

82<br />

verið. Í Sturlubók Landnámu segi að Þorgerður kona Ásbjörns, sonar Heyjangurs-Bjarnar úr Sogni,<br />

hafi numið allt Ingólfshöfðahverfi milli Kvíár og Jökulsár (Skeiðarár). Í Hauksbók segir hins vegar<br />

að í samræmi við gildandi landnámsreglur hafi Þorgerður leitt kvígu sína undan Tóftafelli, skammt<br />

frá Kvíá suður og í Kiðjaklett hjá Jökulfelli fyrir vestan. Þorgerður hafi þannig numið land um allt<br />

Ingólfshöfðahverfi á milli Kvíár og Jökulsár. Þessar frásagnir segi skýrt að hið byggilega svæði hafi<br />

verið numið (Ingólfshöfðahverfi). Námið til vesturs hafi aldrei verið lengra en í Kiðjaklett hjá<br />

Jökulfelli fyrir vestan. Þar sem mörkin séu einnig nefnd við Skeiðará séu yfirgnæfandi líkur á að<br />

hún hafi runnið úr Vatnajökli við Jökulfell. Sé þannig kröfugerð ríkis réttilega miðuð við landnámsmörk.<br />

Hæstiréttur hafi fyrir löngu skapað þá dómvenju að byggja á frásögnum Landnámu<br />

þegar skera þurfi úr þrætu um beinan og óbeinan eignarrétt. Megi í því sambandi benda á eftirfarandi<br />

dóma: H 1960 726 (Skeljabrekka), H 1994 2227 (Geitland), H 1997 1162 og 1183<br />

(Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar), H 1997 2420 (Hundadalsheiði), H 1999 111 (Jökuldalsheiði),<br />

H 1999 2006 (Öxarfjarðarheiði) og H 1999 368 (Víðihólar).<br />

Eigendur Skaftafells II hafi ekki hrakið staðfræði þessara landnámsmarka en haldið því fram að<br />

Skeiðará hafi á liðnum öldum runnið vestar. Það breyti engu um það. Ingólfshöfðahverfi hafi ekki<br />

færst í vestur við það og ekki landnámsmörkin við Jökulfell. Engu máli skipti í þessu sambandi<br />

hvort eigendur Skaftafells hafi litið á Skeiðárársand sem eignarland sitt. Allur þorri almennings hafi<br />

ekki til að bera þekkingu til að greina í sundur þær lendur sem undirorpnar eru beinum eignarétti<br />

eða bara afnotarétti, eins og reka, beit og veiði.<br />

Við aðalmeðferð málsins var því haldið fram af hálfu ríkisins að líkindi væru til þess að á þessum<br />

tíma hafi Skeiðaráin runnið niður við Jökulfellið á svipuðum slóðum og í dag. Nokkuð ljóst<br />

virðist eftir elstu heimildum að mörkin við Jökulfell hafi verið Skeiðará, síðan Kvíá og loks Jökulsá<br />

á Breiðamerkursandi. Sá sem byggja vilji á því rétt að farvegir þessir hafi verið á öðrum stað á<br />

landnámsöld en nú verði að hafa um það sönnunarbyrði, svo glöggar séu lýsingar Landnámu.<br />

Heimildir um afnot af Skeiðarársandi hafi snúist um reka, beit og veiði. Af skali 15-3 megi sjá<br />

að landeigendur hafi getað leigt sumarbeit á sandinum.<br />

7.5. Svínafell<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að Svínafells sé ekki getið meðal landnámsjarða. Landshættir<br />

við Svínafell séu þannig að heimalandið sé fyrir neðan snarbratt Svínafellsfjall, sem sé vel<br />

gróið upp frá undirlendinu. Síðan sé nokkur geil í fjalllendinu í átt að Svínafellsjökli, en mikið fjalllendi<br />

sé umlukið þeim skriðjökli og síðan á hinn veginn Virkisjökli og inn á milli sé jökulbrún<br />

Öræfajökuls. Fjöll séu þarna mjög há, Öskuhnúta 917 m og Skarðstindur 1061 m.<br />

Í landamerkjabréfi jarðarinnar frá 1890, þar sem merkjum til fjalla (óbyggðamörkum) sé ekki<br />

lýst, segi að þessari jörð tilheyri Svínafellsfjall og Hvanndalur. Þessi hálendi séu þarna ekki talin<br />

innan merkja heldur tilheyrandi jörðinni, eins og alltaf sé um afnotalönd. Þannig sé full ástæða til<br />

að halda þessum svæðum báðum innan þjóðlendu skv. kröfulýsingu og telja þau þannig utan<br />

eignarlanda. Þessu til frekari stuðnings séu auðvitað staðhættir, gróðurfar og hæð yfir sjó.<br />

7.6. Sandfell<br />

Í greinargerð íslenska ríkisins kemur fram að Sandfelli sé lýst í vísitasíum Brynjólfs biskups<br />

Sveinssonar frá 1641 og 1654. Ljóst sé af heimildum að Sandfell hafi skipst í heimaland og annað<br />

land sem í flestum tilvikum sé réttur til lands á fjalli. Landamerkjabréf frá 1922 gangi miklu lengra<br />

til jökuls en eldri heimildir og því verði að mestu að víkja því til hliðar.<br />

Verði þannig þjóðlendulínan látin liggja í beinni stefnu milli neðstu hluta Kotárjökuls og neðsta<br />

hluta Falljökuls. Með þessu móti verði efsti hluti Sandfellsheiðar innan þjóðlendu. Ingólfshöfði sé<br />

hluti af jörðinni Sandfelli og sé viðurkenndur beinn eignaréttur að landi höfðans.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!