17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

gróðurfar og hæð yfir sjó gegn slíkri niðurstöðu. Benda megi á hæð fjalla á Skaftafellsheiðinni,<br />

Skerhóll í 526 m, Kristínartindar í 979 m og 1126 m og síðan Skarðstindur í 1385 m. Handan<br />

hæðarinnar sem tilheyri gamla landi Skaftafells séu Morsárjökull, Morsárdalur og fjalllendið austan<br />

hans, m.a. Skaftafellsfjöll, Jökulfell og Miðfell.<br />

Fyrir gos í Öræfajökli 1362 hafi verið bær undir Jökulfelli, nefndur eftir fjallinu. Líklegt þyki<br />

að Morsárdalur og fjalllendið hafi tilheyrt þeirri jörð en síðar hafi land þetta verið talið tilheyra<br />

Skaftafellsjörðinni án þess að til séu um það neinar heimildir.<br />

Í Jökulfelli hafi verið byggð fram eftir öldum og hálfkirkja árið 1343. Sú kirkja muni þó hafa<br />

verið niðurlögð fyrir 1362 því í Lómagnúpsmáldaga frá 1397 segi, að Gyrðir biskup hafi lagt þangað<br />

12 ær og kú frá Jökulfelli, en Gyrðir hafi verið biskup 1350-1360. Ef til vill hafi Skeiðará eyðilagt<br />

Jökulfell en rústir af bænum hafi sést fram að árinu 1800.<br />

Á liðnum öldum hafi ýmsar jarðir talið sig hafa nýtingarétt í landi Jökulfells. T.d. segi í Jarðabók<br />

Ísleifs 1709 að „skattbændur allir frá Kolgrímu til Fells segjast eiga skóg í Jökulfelli í Öræfum,<br />

þar sem kallaður er Bændaskógur. Hefur til forna verið brúkaður af allmörgum og enn nú af<br />

nokkrum“. Samkvæmt sömu heimild sé prestsetrinu Sandfelli eignað skógarítak í Jökulfelli. 1<br />

Þessar heimildir gefi tilefni til tveggja ólíkra ályktana. Sú fyrri sé að eftir að heimaland Jökulfells<br />

eyðilagðist hafi jörðin verið yfirgefin og enginn eignarréttur framselst en landið orðið almenningur.<br />

Sama sé talið hafi gerst í Þjórsárdal er byggð þar lagðist af í eldgosi snemma byggðar. Tveir<br />

dómar hafi staðfest að svona geti farið um beinan eignarrétt og sé helst að vísa til Vilborgarkotsdóms<br />

Landsyfirréttar og Geitlandsdóms Hæstaréttar. Síðari ályktunin sé að jörðin sjálf hafi verið<br />

lögð til Skaftafells en ýmsir aðrir aðilar fengið hlunnindi og ítök úr jörðinni. Þessu til stuðnings sé<br />

vert að gefa því vægi að jörðin liggur að Skaftafelli og verði þannig eignarréttarlega séð í vörslum<br />

Skaftafellsbænda eins og Freysnes en sú jörð hafi verið keypt af konungi með gögnum og gæðum<br />

um miðja 19. öld og lögð undir Skaftafell.<br />

Þyngri rök séu fyrir því að telja beina eignarréttinn hafa framselst Skaftafellsjörðinni en sá<br />

eignarréttur geti að sjálfsögðu ekki verið víðtækari en hjá fyrri eiganda. Samkvæmt heimildum um<br />

nám Þorgerðar hafi hún aldrei numið land lengra en að Jökulfelli og þannig geti landið þar fyrir<br />

vestan ekki verið beint eignarland á grundvelli náms. Líklegt sé að Skeiðarársandur hafi á landnámstíma<br />

verið óbrúkandi öræfi eins og nú sé og því verði að ákvarða þjóðlendumörk í Skeiðarárjökli<br />

og niður í sjó eins og nánar greini um kröfulínu.<br />

Varðandi Skaftafellsfjöllin er vísað til heimilda um afréttarmál í Öræfum. 2 Skaftafellsfjöll hafi<br />

verið afréttir Skaftfellinga frá landnámsöld. Þegar fé gekk í fjöllunum hafi heimamenn skilið á milli<br />

einstakra svæða fjalllendisins varðandi smölun og réttað frá þeim stöðum. Jökulfell og vesturhlutinn<br />

hafi alla jafna verið nefnd Vesturfjallið. Einnig hafi verið talað um að smala hálsana og dalina<br />

en þá átt við austurhluta Skaftafellsfjalla. Tímafrekt hafi verið að smala fjöllin, einkum Færnes<br />

og Krossgilsdal. Fénu þaðan hafi venjulega verið smalað fram á Jökulfell og sameinað safninu þar.<br />

Réttað hafi verið undir Jökulfelli en fé sem safnað var úr Miðfelli hafi verið réttað við gil eitt í<br />

mynni Kjósar. Rétt eins og í Skaftafellsfjöllum hafi þurft að smala í Miðfelli.<br />

Þessar heimildir bendi ekki til annars en fjöllin ofan Morsárdals hafi verið venjulegt ónumið<br />

afnotaland, afréttur bænda.<br />

Þannig snúi tiltækar heimildir að Morsárdal og Skaftafellsfjöllum. Þessi lönd hafi á einhvern<br />

óskilgreindan hátt komist undir Skaftafell og verið talin með öðru landi Skaftafells við gerð landamerkjaskrárinnar<br />

1890.<br />

Íslenska ríkið byggir á því að gera þjóðlendukröfu til alls lands sem ekki hafi verið numið. Þeim<br />

ritum, sem fjalli um landnám á þrætusvæðinu, beri saman um hversu langt í vestur numið hafi<br />

1 Jarðabók Árna og Páls 13, s. 433.<br />

2 Snævarr Guðmundsson, 1999: Þar sem landið rís hæst. Öræfajökull og Öræfasveit, Reykjavík.<br />

81

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!