17.08.2013 Views

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SKÐRSLA ÌBYGGžANEFNDAR - Óbyggðanefnd

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þá er athygli vakin á því að skilyrði fyrir hefðarhaldi er óslitið eignarhald sem hefur verið skýrt<br />

þannig að hefðandi hafi haft svo víðtæk ráð eignar að þau bendi til eignarréttar og jafnframt þurfi<br />

hann að hafa útilokað aðra frá því að ráða yfir eigninni. Í þessu sambandi skipti auðvitað miklu máli<br />

hvernig afnot séu og ekki síst girðingar umhverfis landareign.<br />

Loks er á það bent að á hefð hafi verið minnst í mörgum dómum Hæstaréttar og í engu tilviki<br />

hafi hefðarréttur verið talinn hafa stofnast yfir landi sem nú gæti heitið þjóðlenda.<br />

7.3. Núpsstaður<br />

Ein jörð af kröfusvæði 3 hafi gerst aðili að þessu þjóðlendumáli en það sé Núpsstaður. Í kröfulýsingu<br />

dags. 13. júlí 2001 sé gerð sú krafa f.h. eiganda Núpsstaðar að hafnað sé kröfu þeirri sem<br />

í raun sé fram komin um þjóðlendu í landi Núpsstaðar á Skeiðarársandi og að viðurkenndur verði<br />

fullkominn eignarréttur hans að nefndu landi til þeirra merkja sem komi fram á kröfukorti.<br />

Upphaf þessa ágreinings, sem hér sé uppi hafður, megi rekja til deilna um merki milli<br />

Núpsstaðar og Skaftafells, sem reis fyrst árið 1978, rúmu ári eftir að A- Skaftafellssýsla var gerð<br />

að sérstöku lögsagnarumdæmi með lögum 56/1976.<br />

Íslenska ríkið gerist ekki aðili að landamerkjaþrætu þessari en óhjákvæmilegt sé að reifa atriði<br />

sem skipt geti máli við ákvörðun um inntak eignarréttar að þessu þrætulandi. Verði því að fjalla um<br />

rök með og móti beinum eignarrétti Núpsstaðar á sandinum en áður en framangreind kröfulýsing<br />

hafi komið hafi ekki verið talin ástæða til að fjalla um land Núpsstaðar annars staðar en í svæði 3.<br />

Í kröfulýsingu fyrir Fljótshverfi sé greint frá upplýsingum um landnám og annað sem tengist<br />

landrétti. Segi þar að Gnúpa Bárður hafi numið Fljótshverfi allt en með því orði sé væntanlega<br />

aðeins um að ræða byggðina milli Núpsvatna og Hverfisfljóts. Nafnið Núpsvötn eigi raunar aðeins<br />

við neðan Lómagnúps en Núpsá heiti áin þá er inn með núpnum komi.<br />

Haraldur Matthíasson hafi þá skoðun eins og sjáist í riti hans „Landið og Landnáma II“ að<br />

Fljótshverfi sjálfu ljúki við Núpsá en hann telji þó að landnám Bárðar hafi náð lengra austur.<br />

Fljótlega hafi vegna veiði, beitar og reka orðið að setja landamörk á Skeiðarársandi en þar hafi<br />

auðvitað verið sandflæmi frá landnámstíð. Hann geri ráð fyrir að í Skaftafellsþingi hafi landamerki<br />

einatt verið sett nálægt þeim farvegi sem árnar höfðu í öndverðu, þær sem í mörkum voru. Þannig<br />

hafi naumast verið landamerki á Lómagnúpssandi. Hann telji varla að þau hafi verið sett þar sem<br />

raun varð á af því að þá hafi runnið meginvatn Skeiðarár. Það þurfi föst og glögg kennileiti til<br />

landamerkja. Þau sé ekki að fá á jöklinum sjálfum og ekki heldur niðri á sandinum þar sem jökulhlaup<br />

og árflóð æði yfir. Gleggstu kennileitin hafi því verið því Súlutindar sem gnæfi við himin á<br />

austurbrún Eystrafjalls og því hafi landamerki verið við þá miðuð.<br />

Í kröfugerðinni fyrir Fljótshverfi hafi verið stuðst við framangreindar skoðanir Haraldar og talið<br />

að landnáminu hafi lokið austur á sýslumörkum. <strong>Óbyggðanefnd</strong> sé að sjálfsögðu ekki bundin af<br />

þessari kröfugerð. Eins gæti óbyggðanefnd komist að þeirri skoðun að landnám hafi ekki náð<br />

lengra en að Lómagnúp og það land, sem síðar fer innan merkja Núpsstaðar, hafi einungis gert það<br />

með afnotatöku á síðari öldum og þannig hafi afnotaréttinum ekki fylgt grunnréttur að landinu.<br />

Um annað land Núpsstaðar austan Lómagnúps og Núpsstaðar verði ekki komist hjá því að<br />

benda á að réttur til þess sé ekki á allan hátt afdráttarlaus.<br />

Núverandi landamerkjalýsing geri ráð fyrir því að Núpsstað tilheyri allt fjalllendi inn að jökli<br />

frá Skeiðarárjökli í austri og í vestur að línu sem dregin sé upp Krossá svo langt sem hún nái, þaðan<br />

í Álftadalsbrýr og síðan beint í jökul. Þessi lýsing sé í þversögn við eldri heimildir eins og Jarðabók<br />

Ísleifs Einarssonar 1709 en þar sé jörðinni Svínafelli í Öræfum eignaður afréttur í Eystrafjalli.<br />

Aðrar ritaðar heimildir séu á sama veg. Samkvæmt máldögum 1343, 1397 og 1448 og vísitasíu<br />

fyrir Kálfafellskirkju 12. júní 1749 eigi kirkjan afrétt í Skorum að hálfu á móti Svínfellingum og<br />

kolskóg í vestrum Skorum en þessi svæði séu það sem nú er kallað Eystrafjall og Vestrafjall í<br />

skógum fyrir innan Súlu þar sem nú séu Núpsstaðarskógar. Ekki hafi fengist skýringu á því hví<br />

79

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!